Eystrahorn 36. tbl

Page 1

Eystrahorn 36. tbl. 28. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 7. október 2010

4. október 2010. Ljósmynd: Hrafn Heimisson

Almenn umhirða í Sveitarfélaginu Hornafirði Nýverið staðfesti umhverfisráðherra samþykkt Sveitarfélagsins Hornafjarðar er varðar umgengni og þrifnað utanhúss. Samþykktin snýr að almennum reglum um hvernig haga beri umhirðu og þrifnaði utanhúss hjá heimilum, fyrirtækjum, opinberum aðilum og á opnum svæðum innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Megin markmið samþykktarinnar er að tryggja að íbúar, lóðarhafar og umsjónarmenn lóða gangi ekki á rétt annarra íbúa í sveitarfélaginu með athöfnum sínum, og virði skilmála lóðaleigusamnings viðkomandi lóðar. Almenn umhirða í kringum lóðir innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar er til fyrirmyndar. Einstaka þætti má hinsvegar lagfæra og bæta. Umhverfisog skipulagsnefnd hefur fjallað um samþykktina og falið

sér nýstaðfesta samþykkt og tileinka sér þær almennu reglur sem settar eru fram í samþykktinni. Jafnframt hvetjum við sömu aðila að taka til á lóðum sínum og gæta almennrar snyrtimennsku innan lóða sinna, koma hlutum sínum þannig fyrir að þeir séu innan lóðamarka o.s.frv. Samþykktina má finna á vefnum www.hornafjordur.is.

Það er viðeigandi að birta mynd af Ránarslóðinni og húsunum við götuna þegar fjallað er um umgengni. Götumyndin er falleg og þessi gömlu hús eru til mikillar prýði og vel viðhaldið. Til gamans og fróðleiks skal rifjað hér upp hvað húsin hétu áður en götuheitið kom til. Vestast f.v. Bifröst, Sjávarborg, Sólberg, Strönd/Litli Garður, Dröfn, Hallfríðarstaðir/Hlöðutún, Sindrabær og Ekra.

starfsmönnum að beita henni þar sem það á við. Sveitarfélagið Hornafjörður

hvetur fyrirtæki, heimili, opinbera aðila, lóðarhafa og aðra íbúa í sveitarfélaginu að kynna

Með sameiginlegu átaki allra íbúa sveitarfélagsins má bæta ásýnd þess svo úr verði eitt snyrtilegasta sveitarfélag landsins. Með von um kröftugar jákvæðar undirtektir

og

Framkvæmda- og fjármálasvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.