Eystrahorn 36. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 18. október 2012

36. tbl. 30. árgangur

Þrír mánuðir – þrjú ár Nú eru liðin um þrjú ár frá því að núverandi útgefandi Eystrahorns endurvakti blaðið. Upphaflega gerði útgefandi ráð fyrir þriggja mánaðar tilraunaútgáfu og síðan í eitt ár. Blaðið er ekki stórt í sniðum og það er ekkert launungamál að útgefandi hefði kosið að hafa blaðið efnismeira. Blaðið getur ekki kallast fréttablað í hefðbundnum skilningi og frá upphafi hefur það verið skilgreint sem skilaboðaskjóða til að miðla upplýsingum milli íbúa héraðsins. Reynt er að birta aðsent efni eftir því sem það rúmast í takmörkuðu plássi í blaðinu. Aftur á móti er ekki hægt að sinna t.d. frambjóðendum í prófkjöri eða landsmálapólitíkinni því ómögulegt er fyrir ritstjóra að gera upp á milli flokka eða frambjóðenda. Þessir aðilar geta fengið auglýsingar birtar eins og aðrir. Bara með stækkun um tvær blaðsíður mundi strax hlaðast upp skuldir sem mundu fljótlega skipta milljónum króna og útgáfan stöðvast sjálfkrafa. Útgáfan verður að sníða sér stakk eftir vexti og þess vegna er blaðsíðufjöldinn

í samræmi við auglýsingatekjur í hverri viku. Skipta má tekjunum í fimm nokkuð jafna parta, auglýsingar frá sveitarfélaginu, Nettó, Skinney-Þinganesi, samanlagðir aðrir auglýsendur og svo vildaráskrift. Hátt hlutfall auglýsinga stundum er m.a. vegna þess að mörg félagasamtök og góðgerðarfélög greiða ekki fyrir auglýsingar, smáauglýsingar eru fríar og margir litlir atvinnurekendur fá afslætti. Útgefandi telur mikilvægt að reyna að stilla kostnaði í hóf til að sem flestir geti nýtt sér þessa möguleika. Í staðinn treystir útgefandi á velvild lesenda og þá rúmlega 100 aðila sem greiða vildaráskriftina sem skiptir sköpum varðandi grundvöll útgáfunnar. Stundum þarf að vinna tap á einu blaði með því næsta með háu hlutfalli auglýsinga. Útgefandi hefur ekki uppi áform um að hætta útgáfunni meðan grundvöllurinn er óbreyttur og vonar að lesendur hafi skilning á því umhverfi sem blaðið býr við og þeim takmörkuðu möguleikum sem eru fyrir hendi. Útgefandi þakkar öllum sem hafa sýnt blaðinu velvild og stuðning.

Eystrahorn er lesið víðar en á Hornafirði. Ljósmynd: Skúli Andrésson, Djúpavogi.

Köld svæði fara halloka

Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga birti Þóroddur Bjarnason stjórnarformaður Byggðastofnunnar fremur nöturlega staðreynd. Þrjú svæði á landinu hafa um langt árabil glímt við stöðuga fólksfækkun. Kreppan þar kom ekki 2008 heldur hafa breytingar á atvinnuháttum og samfélagsþróun leitt þetta af sér. Svæðin sem um er rætt eru Vestfirðir, hluti Norðausturlands og dreifðar byggðir Suðausturlands. Þau eiga það sameiginlegt að jarðhita er ekki að finna og húshitunarkostnaður því íþyngjandi fyrir fjölskyldur og fyrirtæki.

Jöfnum húshitunarkostnað! Loforð um jöfnun húshitunarkostnaðar var gefið á fundi ríkisstjórnar á Vestförðum síðast liðið vor. Önnur verkefni sem ákveðið

var að ráðast í á þeim fundi hafa hins vegar farið framar í forgangsröðunina eins og útboð á strandsiglingum. Það er mikilvægt mál en til að taka af allan vafa að þá er jöfnun húshitunarkostnaðar eitt brýnasta hagsmunamál íbúa á köldum svæðum. Aðgerða í þeim efnum er beðið með óþreyju ekki síst vegna þess að bilið milli heitra og kaldra svæða hefur aukist á síðustu árum. Auk þess vofir enn frekari hækkun yfir.

Skýrar tillögur Í desember síðastliðnum skilaði starfshópur á vegum iðnaðarráðherra inn tillögum um hvernig jafna mætti kostnað við húshitun. Hópurinn skildi ekki eftir óskrifað blað um hvernig fjármagna ætti niðurgreiðslurnar. Það átti að gera með fjármagnstilfærslum

innan orkubúskapsins sjálfs. Þegar þessar skýru tillögur lágu fyrir vöknuðu vonir um að nú yrði tafarlaust ráðist í smíði frumvarps um jöfnun húshitunarkostnaðar. Ennþá er beðið – nærri ári eftir að tillögurnar voru settar fram. Svör sem Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gaf við fyrirspurn um þetta efni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga gefa vonir um að úr þessu verði bætt. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, mun áfram berjast fyrir að loforð verði efnd – íbúum á þessum svæðum til hagsbóta. Bæjarstjórarnir Hjalti Þór Vignisson, Kristinn Jónasson og Ómar Már Jónsson eru höfundar þessarar greinar..

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 18. október 2012

Hafnarkirkja Sunnudaginn 21. október Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

bjarnanesprestakall.is

Barnakór kemur í heimsókn. Prestarnir

Bjarnaneskirkja Sunnudaginn 21. október Uppskerumessa kl. 17:00

Kjötsúpa í Mánagarði eftir messu. Allir velkomnir. Prestarnir - sóknarnefndin

Kæru ættingjar og vinir Innilegar þakkir fyrir að gleðjast með okkur að Smyrlabjörgum þann 6. október sl. Vilborg, Kristín og Birna Þrúður Laust starf stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Hornafjarðar, eldra stigi Starf stuðningsfulltrúa felst í námsaðstoð við nemendur, almennum stuðningi og gæslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. Umsóknarfrestur er til 22. október. http://www2.hornafjordur.is/media/haust2009/starfsumsokn,eydublad.pdf Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við stéttarfélög. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 899-5609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Eystrahorn

Útboð á viðbyggingu á leikskóla Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir útboð á viðbyggingu við leikskólann Krakkakot. Óskað er eftir tilboðum í verkið „Víkurbraut 24 - Krakkakot - viðbygging“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.

Lauslegt yfirlit yfir verkið: Um er að ræða fullkláraða viðbyggingu úr steypu með timburþaki og stendur húsið á steyptum sökkli. Búið er að jarðvegsskipta undir sökklum. Helstu stærðir eru ca. brúttó: • Viðbygging : 144 m² • Mótafletir : 317 m² • Steypustyrktarstál : 2850 kg. • Steypa : 46 m³ • Kraftsperrur : 12 stk. Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með miðvikudeginum 17. október 2012 gegn 5.000 kr. greiðslu eða á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is án endurgjalds. Tilboðum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 14:00 er þau verða opnuð. Nánari upplýsingar veitir: Björn Imsland, umsjónamaður fasteigna bjorni@hornarfjordur.is Sími 470-8000 eða 894-8413

Skvísudagur í Lóninu fimmtudaginn 18. október

Flikk auglýsir

Sofan verður lokuð vikuna 22. - 27. október. Hárgreiðslustofan Flikk Sími 478-2110

Iðnarhúsnæði til leigu

40 - 70 m2 Upplýsingar í síma 868-6865

Verðum með 15% afslátt af öllum vörum í dag Búðin full af nýjum haustvörum

Opið til kl. 21:00 í kvöld Tökum vel á móti ykkur Laufey og Sveinbjörg Hafdal


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. október 2012

Helgarbomba!

3

FAS hlýtur verðlaun

föstudag og laugardag Ef þú kaupir 1 flík færðu 15% afslátt 2 flíkur færðu 25% afslátt 3 flíkur færðu 35% afslátt

Nú er lag! Gildir um fatnað og skó

KJÖRFUNDIR Kjörfundir vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd verða 20. október 2012 sem hér segir: Kjördeild I • Öræfi Hofgarður • Frá kl. 12:00 Kjördeild II • Suðursveit Hrollaugsstaðir • Frá kl. 12:00 Kjördeild III • Mýrar Holt • Frá kl. 12:00 Kjördeild IV • Nes Mánagarður • Frá kl. 12:00 til kl. 22:00

Fimmtudaginn 4. október var haldin í Reykjavík ráðstefna á vegum eTwinning sem er ein af menntaáætlunum Evrópusambandsins. Þar var verið að fjalla um rafrænt samstarf á milli skóla og hvernig kennarar geta þróað starf sitt á þessu sviði. Við þetta tækifæri voru afhent verðlaun fyrir bestu eTwinning verkefnin á skólaárinu 2011 - 2012. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum eða fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Samstarfsverkefnið http://aer.fas.is/ sem var í gangi á síðasta skólaári við Šiauli Stasio Šalkauskio Gymnazija í Litháen og fjallaði um vistvæna og endurnýjanlega orkugjafa hlaut verðlaun í flokki framhaldsskóla. Verðlaunin eru 175.000 króna inneign hjá Tölvulistanum. Í umsögn um verkefnið segir: "Verkefnið er viðamikið og metnaðarfullt og tekur á mikilvægum málaflokki. Vefur verkefnisins er efnisríkur og afar vandaður. Mikið samstarf og náin kynni hafa myndast á milli samstarfsaðila, eftir gagnkvæmar heimsóknir á heimaslóðir þátttakenda. Þáttur upplýsingatækninnar er fjölbreyttur og afraksturinn áhugaverður. Við verkefnið jókst þekking á málaflokknum til muna og merkja mátti framfarir í ensku og félagshæfni þátttakenda".

KÖKUBASAR

Næsta laugardag, 20. október, ætlum við að hafa kökubasar í Nettó kl. 14:30 og þangað til kökurnar verða uppseldar. Ágóðinn rennur í ferðasjóð vegna námsferðar til Danmerkur..

Fyrstur kemur fyrstur fær! Nemendur í dönsku 303 í FAS

Rauðakrossbúðin

er opin mánudaginn 22. október kl. 11:00 – 15:00

Kjördeild V • Höfn Sindrabær • Frá kl. 09:00 til kl. 22:00 Kjördeild VI • Lón Fundarhús • Frá kl. 12:00 Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um persónuskilríki á kjörstað Höfn 18. október 2012 Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Anna Halldórsdóttir

Útsala – útsala 50% - 60% afsláttur á fatnaði Verið velkomin


markhonnun.is

LAMBASÚPUKJÖT BLANDAÐ

Kræsingar & kostakjör

797 ÁÐUR 896 KR/KG

HAUSTIÐ ER KÓSÍ TÍMI KALKÚNALEGGIR LAUSFRYSTIR

UR 0% AFSLÁTT

3

SVIÐAHAUSAR

KJÚKLINGABRINGUR

1 HAUS/PK

NETTÓ

TTUR

40% AFSLÁ

489 ÁÐUR 698 KR/KG

LAX

1.790 ÁÐUR 2.295 KR/KG

ÞORSKBITAR

FERSKUR 1/2 FLAK

ROÐ- & BEINLAUS 800 G

TTUR

TTUR

30% AFSLÁ

25% AFSLÁ

AR TIV YS FR A

ÁÐUR 1.998 KR/KG

ÁÐUR 332 KR/PK

STEINBÍTUR

ROÐ- OG BEINLAUSIR 800 G

1.499

199

699 ÁÐUR 998 KR/PK

798 ÁÐUR 998 KR/PK

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


KJÚKLINGAVÆNGIR

UR

TT 45% AFSLÁ

BBQ STEIKTIR Í FÖTU

384 ÁÐUR 698 KR/FATAN

LEIÐIN ER Í GEGNUM MAGANN LAMBAHRYGGUR SINALCO

MJÚKIS

FERSKUR AF ORANGE 1,5 LNÝSLÁTRUÐU

SÚKKULAÐI EÐA VANILLU 1 LTR

TTUR 30% AFSLÁ

199

391

ÁÐUR 259 KR/STK

ÁÐUR 559 KR/PK

MANGÓ

COLA EÐA DIET COLA 2 LTR CO-OPERATIVE

TTUR

50% AFSLÁ

218 ÁÐUR 436 KR/KG

LÝSISPERLUR 100 STK.

TTUR

50% AFSLÁ

245 ÁÐUR 489 KR/PK

SNÚÐAR EÐA KANILSNÚÐAR

BAKAÐ Á STAÐNUM*

TTUR

169 ÁÐUR 198 KR/STK

50% AFSLÁ

99

ÁÐUR 198 KR/STK

Tilboðin gilda 18. - 21 . okt. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

Fimmtudagur 18. október 2012

ÍAK einkaþjálfari á Höfn Þórey Guðný Sigfúsdóttir Þórey er mentaður ÍAK einkaþjálfari frá íþróttaakademíu Keilis. ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi og hefur einkunnarorðin fagmennsku og þekkingu að leiðarljósi. Líkamsstöðugreining, ástandspróf, mælingar, matardagbækur og þjálfun hjá einkaþjálfara í Sporthöllinni 3 í viku er það sem er innifalið í einkaþjálfuninni. Hvert tímabil er 4 vikur. Hvort sem markmiðið er að grennast, léttast , þyngjast, fá aukið þol eða bara líða betur, mun þjálfarinn þinn hjálpa þér að komast nær þínum markmiðum.

Heimamarkaður

Verið velkomin á heimamarkaðinn á Miðskeri á laugardögum kl. 12:00 - 15:00. Lamba- og svínakjöt •Egg • Kartöflur Pálína og Sævar Kristinn

LOFTRÆSTIHREINSUN ehf verður á Höfn í næstu viku

Húsfélög, veitingastaðir, hótel, skip og bátar Hreinsun á öllum loftræstikerfum s.s.: • Gufugleypum • Rörum

• Stokkum

• Blásurum

Með líkansstöðugreiningu er fundið út hvort veikleikar eru til staðar og unnið með þá. Upplýsingar veitir: Þórey Guðný Sigfúsdóttir Sími: 615-2281 Netfang: Thorey81@gmail.com Verð á mismunandi líkamsræktarkortum Sporthallarinnar og greiðslukjörum auk opnunartíma Sporthallarinnar má sjá á www.sporthollin.is. Til að fá frekari upplýsingar um Sporthöllina er einnig hægt að hafa samband í síma 478-2221.

Eystrahorn

• Útsogsstokkum frá þurrkurum • Útsogsstokkum frá WC • Sorpgeymslum • Sorprennum

Einnig eyðing á allri lykt s.s fúkka- og brunalykt Fljót og þrifaleg þjónusta Símar 895-6884 og 424-6884

www.loftraesti.is • loftraesti@simnet.is

Stundatafla UMF Sindra veturinn 2012 - 2013 Sundlaug Hafnar

Mánudagar 17:20 3 - 4 bekkur 18:00 5-6 bekkur

Þriðjudagar 17:10 7 - 10 bekkur 18:15 Garpar

Gervigras 16:00 16:15 17:00 18:00 20:00

Mánudagar 4. fl karla 5. fl kvenna 4. fl kvenna 3. fl karla DROTTNINGAR

Íþróttahús Heppuskóla 14:30 15:20 16:10 17:30 19:30 20:00 22:00

Mánudagar Íþróttaskóli 1-2 bekkur 1. bekkur fim 2-4 bekkur fim 5- 9 bekkur fim Karfa 10 flokkur Karfa Mfl Handbolti

Mánagarður

Mánudagar 19:00 Blak

13:30 15:00 15:15 16:00 17:00 20:00

Þriðjudagar 6. FL Karla 6. FL kvenna 5. fl kvenna 5. fl. Karla 4. fl karla Old boys

Þriðjudagar 13:30 Íþróttaskóli 14:30 blak 4-7 bekkur Karfa 3-5 b 15:20 Karfa 6-7 b 16:10 7-10 b kvk karfa 17:00 Karfa 8 - 9 fl kk 18:00 blak 3 flokkur 19:00 Blak mfl kk 20:30 Blak mfl kvk

Þriðjudagur 17:00 Badminton 18:00 Badminton 19:00 Badminton

Miðvikudagar 17:20 3 - 4 bekkur 18:00 5-6 bekkur

13:30 14:15 16:00 17:00 18:00 20:00

14:30 15:20 16:10 17:30 19:30 20:30 21:30 19:00

Miðvikudagar 6. FL Karla Íþróttask 1-2 bekkur 4. fl karla 4. fl kvenna 3. fl karla Drottningar

Miðvikudagar Karfa 3-5 b Karfa 6-7 b 1. bekkur fim 2 - 4 b fimleikar 5- 9 b fimleikar Frjálsar Karfa 10 flokkur Karfa Mfl blak 3 flokkur kvk

Fimmtudagur 17:00 Badminton 18:00 Badminton

Fimmtudagar 16:20 7 - 10 bekkur 17:30 Garpar

15:00 15:15 16:00 17:00 20:00

14:30 15:20 16:10 17:00 18:00 19:00 20:00 21:00

Fimmtudagar 6. FL Kvenna 5. fl kvenna 5. fl. Karla 4. fl kvenna Old Boys

Fimmtudagar Karfa 3-5 b Karfa 6-7 b Karfa 7-9 b kvk Karfa 8 og 9 fl kk blak 4-7 bekkur Blak mfl kvk Blak 3 flokkur Blak mfl kk Karfa mfl Handbolti

Föstudagar 16:00 5. fl. Karla 17:00 3. fl karla

14:30 15:40 15:40 16:30 17:50 20:00 20:00

Föstudagar karfa 8-10 kk Karfa 7-9 b kvk 1 bekkur fimleikar 2-4 bekkur fim 5-9 bekk fim Badmington fimleikar eldri

Laugardagar 10:00 leikskóli fimleikar 13:00 Frjálsar


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. október 2012

Uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands

Markaðsstofa Suðurlands býður ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru aðilar að markaðsstofunni á Uppskeruhátið 16. nóvember n.k. að Hótel Selfossi. Uppskeruhátíðin er vettvangurinn til að hittast og efla samstöðu innan ferðamálahópsins á Suðurlandi. Mætum öll og skemmtum okkur saman. Dagskrá: Kl. 14:00 á föstudag ætlum við að sameinast við Hótel Selfoss og fara í ferð, óvissuferð í boði ferðaþjónustuaðila um Árborg og Ölfus. Kl. 20:00 Fordrykkur í boði Markaðsstofu Suðurlands Kl. 20:30 Borðhald Veislustjóri verður Sólmundur Sólmundsson, skemmtikraftur úr Hveragerði, Ari Eldjárn verður með gamanmál og eftir borðhald halda plötusnúðarnir í Dj-Glimmer uppi stuðinu fram eftir nóttu. Skráning á davidsam@south.is eða í síma 483 5555

7

Sjúkraþjálfari

Sjúkraþjálfari óskast í 30% stöðu við hjúkrunarog sjúkradeild HSSA. Starfið felst í þjálfun og endurhæfingu á deildinni. Upplýsingar um starfið gefur Matthildur Ásmundardóttir í síma 692-9015. Umsóknir skal senda á netfangið hssa@hssa.is fyrir 26. okt n.k. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningum. FRÁ SUNDLAUG HAFNAR Af gefnu tilefni vill starfsfólk sundlaugarinnar benda gestum á að eftir kl.18:00 er notkun bolta takmörkuð í Sundlaug Hafnar. Skapast hefur slysahætta er unglingar hafa farið fram úr sér í boltaleik.

Villibráðarhlaðborð á Smyrlabjörgum verður laugardaginn 27. október Hlaðborðið hefst klukkan 19:30

Verð kr. 6.200, - á mann Gisting kr. 3.500,- á mann með morgunverði Pantanir í síma 478-1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is

Jólahlaðborð á Smyrlabjörgum verða 24. nóvember, 1. desember og 8. desember

Verð kr. 6.800,- á mann Tilboð á gistingu kr. 3.500,- á mann með morgunverði Gerum verðtilboð í hópa Pantanir og nánari upplýsingar í síma 478-1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 22. október í Nýheimum, sal Framhaldsskólans kl. 16.30 – 18.00. Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Á erindinu verður Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift sem og eineltis plakati og nýútkomnum Siðareglum Æskulýðsvettvangsins. Léttar kaffiveitingar í boði.

Allir velkomnir!


Aukakrónur gera það gott á Hornafirði Næstum 30 þúsund manns nota Aukakrónur til að kaupa allt frá matvælum til trygginga. Ert þú ekki örugglega að nýta þínar Aukakrónur? Kynntu þér málið á aukakrónur.is.

sla

2% endurgreið

5% endurgreiðsla

2% endurgreiðsla

Gistiheimilið Hvammur

KaffiHornið

5% endurgreiðsla

3% endurgreiðsla

sla

6% endurgreið

5% endurgreiðsla

iðsla

1,5% endurgre

Gistiheimilið Höfn inn reiðsla

Landsbankinn hf., kt. 471008-0280.

3% endurg

2% endurgreiðsla

5% endurgreiðsla

5% endurgreiðsla

Aukakrónur fagna fjölmörgum samstarfsaðilum á Hornafirði. Hjá þeim safnar þú fleiri Aukakrónum en af almennri veltu og getur greitt fyrir vöru og þjónustu með Aukakrónunum sem þú hefur safnað.

LANDSBANKINN

landsbankinn.is

410 4000


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.