Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 24. október 2013
36. tbl. 31. árgangur
Uppskeruhátíð Sindra
Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Sindra var haldin á dögunum. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar hjá meistaraflokkum karla og kvenna og 2. flokki karla. Leikmenn sem höfðu ákveðið að leggja skóna á hilluna eða eru að hætta störfum hjá Sindra voru sérstaklega heiðraðir en þeir eru: Halldór Steinar Kristjánsson. Steinar spilaði 193 leiki fyrir Sindra og skoraði 26 mörk. Fyrsti leikur Steinars með meistaraflokki var árið 2000. Steinar lék allan sinn feril með Sindra fyrir utan eitt ár, 2004, þegar hann lék með ÍR. Varnartröllið Gunnar Ingi spilaði 355 leiki fyrir Sindra og skoraði 29 mörk. Gunnar Ingi spilaði sinn fyrsta leik árið 1984. Nú þegar hann ákvað að hengja upp takkaskóna er Gunnar 45 ára gamall. Hajrudin Cardaklija hefur ákveðið að flytjast búferlum til Reykjavíkur en hann hefur spilað og þjálfað hjá Sindra frá árinu 2000.
María Selma, Kristey Lilja og Ingibjörg Lúcia.
Viðurkenningar leikmanna eru þessar: 2.flokkur Mestu framfarir: Mirza Hasecic Mikilvægasti leikmaður: Sigurður Bjarni Jónsson Bestur: Ingvi Þór Sigurðsson Meistaraflokkur kvenna Mestu framfarir: Ingibjörg Lúcia Ragnarsdóttir Efnilegust: Ingibjörg Valgeirsdóttir Mikilvægasti leikmaðurinn: Kristey Lilja Valgeirsdóttir Besti leikmaðurinn: María Selma Haseta (Það kom ekki á óvart að María Selma var valin best, hún lék alla þrjá U19 landsleikina um daginn.) Meistaraflokkur karla Mestu framfarir: Jón Brynjar Jónsson Efnilegasti leikmaður: Ingvi Þór Sigurðsson Mikilvægasti leikmaðurinn: Óskar Guðjón Óskarsson Besti leikmaðurinn: Maciej “Maja” Majewski
Óskar Guðjón, Ingvi Þór, Jón Brynjar og Maja.
Gunnar Ingi.
Ingvi Þór og Mirza.
Jól í skókassa Frá árinu 2004 hefur KFUM og KFUK staðið að verkefninu „Jól í skókassa“. Á þeim tíma hafa safnast ríflega 33.000 gjafir sem sendar hafa verið til Úkraínu og dreift af KFUM þar í landi á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Hvítasunnukirkjan á Höfn hefur tekið þátt í þessu
starfi síðustu ár. Sunnudaginn 27. október og miðvikudaginn 30. október ætlum við að vera í kirkjunni á milli kl. 16 – 18, og ganga frá jólapökkum saman. Við viljum bjóða Horfirðingum að koma og vera með okkur, eins og undanfarin ár. Kærar þakkir til ykkar sem hafið tekið þátt í þessu verkefni með okkur. Auglýsing hefur verið sett upp í
Netto og í Hvítasunnukirkjunni þar sem verkefnið er útskýrt nánar. Einnig munum við veita upplýsingar á ofangreindum tímum. Sýnum kærleika Guðs í verki. Hjálpum þeim sem minna mega sín. Hlökkum til að sjá ykkur. f.h. Hvítasunnukirkjunnar á Höfn og KFUM&K Guðný Helga Örvar
www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 24. október 2013
Kaþólska kirkjan Laugardagur 26. október
Beðið fyrir látnu fólki í kirkjugarðinum kl. 18:00. Á eftir er rósakransbæn í kapellunni.
Eystrahorn
Undirskriftarlisti afhentur skólanefnd
Sunnudagur, 27. október
Börnin hittast kl. 11:00. Hl. messa byrjar kl. 12:00. Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir til umsóknar styrki til íþróttafólks í Sveitarfélaginu Hornafirði. Upplýsingar um reglur styrkveitingar og umsóknareyðublað er á vef sjóðsins www.hornafjordur.is/samfelagssjodur Aðalfundur Leikfélags Hornafjarðar verður haldinn í Hlöðunni Fiskhól 5 fimmtudaginn 31. október kl. 20:00.
Þriðjudaginn 22.október tók Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri við undirskriftarlista frá foreldrum leikskólabarna á Hornafirði. Alls skrifuðu 62 foreldrar undir listann þar sem þess var krafist að núverandi skipulag tveggja aðskildra leikskóla þar sem árgöngum er tvístrað á milli skóla verði endurskoðað og að tekin verði upp aldursskipting sem miðar að því að árgangar fái að fylgjast að allt leikskólastigið. Frá árinu 2006 hefur sú leiðinlega staða komið upp oftar en einu sinni að meirihluti nemenda af sama kyni í sama árgangi raðast á annan leikskólann þannig að aðeins einn eða fáir nemendur verða eftir á hinum, nú síðast í vetur. Það er ósk þeirra foreldra sem skrifa undir þessa kröfu að málið verið skoðað vel og að hagsmunir nemenda verði hafðir í fyrirrúmi.
Þjóðakvöld
Venjuleg aðalfundarstörf. Allir áhugasamir hvattir til að mæta. Framtíð félagsins er í húfi. Stjórnin Hvolpar
Þessa Border collie hvolpa vantar nýja eigendur. Upplýsingar í síma 899-7669 / 478-1196.
Íbúð óskast
Óska eftir íbúð sem hentar fyrir einn á Höfn í Hornafirði. Er 24 ára í fullri vinnu og reglusamur. Sími: 867-4596, netfang: einarmar@hornafjordur.is“
Til sölu
Eystrahorn
Til sölu sófasett 1+1+3 og lítið notuð negld vetrardekk 185/65/15 tommu. Upplýsingar um málið gefur Haukur Helgi í síma 897-8885.
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
Konukvöld - fræðsla í bleikum mánuði
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Rauði krossinn og Menningarmiðstöð Hornafjarðar standa fyrir þjóðakvöldi mánudagskvöldið 28. október kl.20:00 í Nýheimum. Að þessu sinni verða tvær kynningar á landi og þjóð, frá Tælandi og Filippseyjum. Hugmyndin að kynningunum kom upp í íslenskunámi hjá Magnhildi Gísladóttur, en nemendurnir fengu það verkefni að kynna landið sitt. Þjóðahátið hefur verið haldin annað hvert ár með þátttöku fjölda þjóða. Áætlað er að halda svona kvöld á 6 til 8 vikna fresti í vetur.
Nýtt og ferskt sjávarfang Sími 8539595, Heppa.is Heppa@Heppa.is
Konukvöld verður föstudagskvöldið 25. október kl. 20:00 á Hótel Höfn. Raghildur Magnúsdóttir kvensjúkdómalæknir flytur erindi um heilsu og líðan kvenna. Höfum gaman saman og mætum í einhverju bleiku. Allar konur hjartanlega velkomnar. Aðgangur ókeypis.
Krabbameinsfélag Suðausturlands
Eystrahorn
Fimmtudagur 24. október 2013
Dikta í Pakkhúsinu
www.eystrahorn.is
Hársnyrtistofan Flikk Sími 478-2110
Nýtt: var að taka inn HELLO KITTY og ANGRY BIRD vörur. Franska ilmi, skartgripi og ýmsar flottar gjafavörur. Verið velkomin, Birna Sóley
Ríki Vatnajökuls - Tilvist og tækifæri Hljómsveitin Dikta heldur tónleika í Pakkhúsinu þann 9. nóvember næstkomandi á vegum Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar. Dikta var stofnuð árið 1999 og hefur gefið út fjórar breiðskífur. Þriðja breiðskífa sveitarinnar, Get it together, var 26 vikur í röð á topp 30 plötulista Smáís og þar af margsinnis í fyrsta sæti listans. Dikta fékk verðlaun sem vinsælasti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð utan landsteinanna og nýtur m.a. mikilla vinsælda í Þýskalandi og hefur spilað þar á nokkrum tónlistarhátíðum. Þá hefur hún spilað víða um Evrópu og á tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku. Dikta verður meðal fjölmargra hljómsveita sem koma fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í lok október. Það má því vænta þess að bandið verði bæði heitt og þétt á tónleikunum í Pakkhúsinu. Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar
Opin ráðstefna og uppskeruhátið á Hótel Höfn, 1. nóvember 2013
09:40 - 10:10 Mæting og skráning
10:10 - 10:20 Ráðstefna sett - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 10:20 - 10:30 Ávarp bæjarstjóra 10:30 - 12:10 Lykilfyrirlestrar
Markaðshorfur í ferðamálum og möguleikar á fjarlægum mörkuðum
Möguleikar í þróun vetrarferðaþjónustu
Nokkrar lykiltölur ferðaþjónustunnar í Austur-Skaftafellssýslu
Developing Slow Adventure Tourism in Nordic Countries
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG kemur á almennan stjórnmálafund, föstudaginn 25. október kl: 19:30 í Golfskálanum. Katrín mun ræða um stjórnmál líðandi stundar. Vinstrihreyfingin Grænt framboð á Hornafirði
Halló! Takið eftir Þriggja kvölda félagsvist í Ekrusal hefst fimmtudagskvöldið 24. október kl. 20:00 og verður einnig næstu tvo fimmtudaga á eftir. Þátttökugjald kr. 600,-
Allir velkomnir Nefndin
Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair, S-Evrópa, A-Evrópa, Asía Árni Gunnarsson, formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar
Guðrún Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá RV og Háskólasetrinu á Hornafirði Dr. Peter Varley, Centre for Recreation and Tourism Research, University of the Highlands and Islands, Skotlandi
12:10 - 13:00 Hádegispása 13:00 - 14.00 Örerindi
Álitamál í greiningu hagstærða og svæðisbundinna áhrifa í ferðaþjónustu
Skipan ferðamála í Austur-Skaftafellssýslu
Áfangastaðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs
Samstarf um markaðssetningu þjóðgarðs
Menning og minjar í Ríki Vatnajökuls
Sjálfbær ferðaþjónusta
Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála Ásmundur Gíslason, Árnanesi
Regina Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður
Kristbjörg Hjaltadóttir, framkv.stj. Vina Vatnajökuls Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Hornafjarðarsafna Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði
14:00 - 15:00 Umræður á borðum 15:15 - 16:00 Kynning á niðurstöðum umræðuhópa 16:00 - 16:20 Lokaorð 16:30 - 17:15 Óvissuferð í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands 19:00 - 20:00 Fordrykkur í Skreiðarskemmunni í boði Ríkis Vatnajökuls 20:00 Kvöldmatur í Nýheimum, veislustjóri Jóhannes Kristjánsson 23:00 Dans og djamm í Pakkhúsinu með Villa Trúbador
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 25.október hjá gudrun@visitvatnajokull.is bæði á ráðstefnuna og kvöldprógrammið. Ráðstefnan er ókeypis (hádegisverður á kr. 1.500,-) Kvölddagskrá með mat kr. 5.950,-
UPPSKERUHÁTÍÐ Hin árlega uppskeruhátíð verður haldin á Hótel Smyrlabjörgum laugardaginn 9. nóvember. Húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk í boði Húsasmiðjunnar. Veislustjóri verður Ásmundur Friðriksson. Enginn ætti að verða svangur enda mun hlaðborðið svigna af kræsingum. Hljómsveitin Með allt á hreinu spilar fyrir dansi.
Miðaverð er kr. 6.500,- á mann Sérstakt tilboðsverð á gistingu; kr. 4.000,- á mann með morgunverði. Pantanir í síma 478-1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is
Allir velkomnir nær og fjær
Námstækni
Dúndur pizzatilboð föstudag og laugardag 16“ Pizza með 2 áleggstegundum á 1500 kr. ef þú sækir Þú einfaldlega hringir í síma 478-2300 og pantar og við látum þig vita hvenær pizzan verður tilbúin.
Á námskeiðinu er farið í atriði eins og tímastjórnun, frestunaráráttu, mismunandi lestraraðferðir, glósutækni, að læra fyrir próf, að taka mismunandi próf og vinna með einbeitingu og prófkvíða. Námskeiðið fer fram í Nýheimum 29. og 31. október kl. 14:30 - 16:30. Leiðbeinandi er Lena Hrönn Marteinsdóttir Í framhaldinu verður boðið upp á viðtöl og áhugasviðspróf hjá Ragnhildi Jónsdóttur náms- og starfsráðgjafa fyrir þá sem vilja. Skráning og upplýsingar í síma 470-3840 og nina@austurbru.is
Veitingahúsið Víkin - Sími 478-2300
4. sýning á Hótel Höfn laugardaginn 26. október Húsið opnar kl. 19:30
Dansleikur með hljómsveitinni Andrá að lokinni sýningu. Miðaverð kr. 2000,18 ára aldurstakmark og snyrtilegur klæðnaður.
Námskeiðið er frítt
Skrifstofur AFLs lokaðar Skrifstofur AFLs Starfsgreinafélags verða lokaðar fimmtudaginn 24. okt. til mánudags 28. okt. vegna starfsmannaferðar. Skrifstofur félagsins opna á venjulegum tíma þriðjudaginn 29. október. Veitt verður lágmarksþjónusta á meðan lokunni stendur og tveir starfsmanna félagsins munu reyna að annast símsvörun. Félagið minnir á að félagsmenn geta sjálfir leigt orlofsíbúðir á vefnum www.orlof.asa.is.