Eystrahorn 36. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 24. október 2013

36. tbl. 31. árgangur

Uppskeruhátíð Sindra

Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Sindra var haldin á dögunum. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar hjá meistaraflokkum karla og kvenna og 2. flokki karla. Leikmenn sem höfðu ákveðið að leggja skóna á hilluna eða eru að hætta störfum hjá Sindra voru sérstaklega heiðraðir en þeir eru: Halldór Steinar Kristjánsson. Steinar spilaði 193 leiki fyrir Sindra og skoraði 26 mörk. Fyrsti leikur Steinars með meistaraflokki var árið 2000. Steinar lék allan sinn feril með Sindra fyrir utan eitt ár, 2004, þegar hann lék með ÍR. Varnartröllið Gunnar Ingi spilaði 355 leiki fyrir Sindra og skoraði 29 mörk. Gunnar Ingi spilaði sinn fyrsta leik árið 1984. Nú þegar hann ákvað að hengja upp takkaskóna er Gunnar 45 ára gamall. Hajrudin Cardaklija hefur ákveðið að flytjast búferlum til Reykjavíkur en hann hefur spilað og þjálfað hjá Sindra frá árinu 2000.

María Selma, Kristey Lilja og Ingibjörg Lúcia.

Viðurkenningar leikmanna eru þessar: 2.flokkur Mestu framfarir: Mirza Hasecic Mikilvægasti leikmaður: Sigurður Bjarni Jónsson Bestur: Ingvi Þór Sigurðsson Meistaraflokkur kvenna Mestu framfarir: Ingibjörg Lúcia Ragnarsdóttir Efnilegust: Ingibjörg Valgeirsdóttir Mikilvægasti leikmaðurinn: Kristey Lilja Valgeirsdóttir Besti leikmaðurinn: María Selma Haseta (Það kom ekki á óvart að María Selma var valin best, hún lék alla þrjá U19 landsleikina um daginn.) Meistaraflokkur karla Mestu framfarir: Jón Brynjar Jónsson Efnilegasti leikmaður: Ingvi Þór Sigurðsson Mikilvægasti leikmaðurinn: Óskar Guðjón Óskarsson Besti leikmaðurinn: Maciej “Maja” Majewski

Óskar Guðjón, Ingvi Þór, Jón Brynjar og Maja.

Gunnar Ingi.

Ingvi Þór og Mirza.

Jól í skókassa Frá árinu 2004 hefur KFUM og KFUK staðið að verkefninu „Jól í skókassa“. Á þeim tíma hafa safnast ríflega 33.000 gjafir sem sendar hafa verið til Úkraínu og dreift af KFUM þar í landi á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Hvítasunnukirkjan á Höfn hefur tekið þátt í þessu

starfi síðustu ár. Sunnudaginn 27. október og miðvikudaginn 30. október ætlum við að vera í kirkjunni á milli kl. 16 – 18, og ganga frá jólapökkum saman. Við viljum bjóða Horfirðingum að koma og vera með okkur, eins og undanfarin ár. Kærar þakkir til ykkar sem hafið tekið þátt í þessu verkefni með okkur. Auglýsing hefur verið sett upp í

Netto og í Hvítasunnukirkjunni þar sem verkefnið er útskýrt nánar. Einnig munum við veita upplýsingar á ofangreindum tímum. Sýnum kærleika Guðs í verki. Hjálpum þeim sem minna mega sín. Hlökkum til að sjá ykkur. f.h. Hvítasunnukirkjunnar á Höfn og KFUM&K Guðný Helga Örvar

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.