Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 23. október 2014
36. tbl. 32. árgangur
Ný og breytt starfsemi Áhaldahúss
Opið mánudaga – föstudaga frá 13:00 - 18:00 og laugardaga frá 11:00 - 15:00
Mánudaginn 27. október verður breyting á starfsemi Gámaplans við Áhaldahús, tekið verður í notkun nýtt sorphús og núverandi aðstaða í porti verður lögð niður. Aðkoman verður frá Sæbraut. Opið verður mánudaga – föstudaga frá 13:00 - 18:00 og laugardaga frá 11:00 - 15:00. Viðskiptavinir Áhaldahúss eru beðnir að hafa samband við starfsmenn áður en losað er því losun á að fara fram undir umsjón starfsmanna, tilgangurinn er að ná betri tökum á flokkun og minnka ummál á því efni sem fer til urðunar. Endurvinnslan, móttaka skilagjalds umbúða flyst á sama tíma úr Áhaldahúsinu yfir í nýju aðstöðuna. Fólk er beðið um að vanda talningu umbúða sem flokkast undir skilagjalda umbúðir því nokkuð hefur borið á að magn stemmi ekki og verður allt talið og greitt samkvæmt því. Einnig er nýr opnunartími Endurvinnslu en þar verður opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 - 17:00 og laugardaga 11:00 - 15:00. Starfsfólk Áhaldahúss biðja íbúa að sýna þolinmæði og umburðarlyndi í upphafi meðan starfsemin á nýja staðnum er að þróast. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Áhaldahúss
Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir hófst 20. október Í vikunni er kastljósi beint að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lýtur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð). Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi. Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum. Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi. Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan. Hægt verður að nálgast upplýsingar um verkefni og starf félagasamtaka á heimasíðu Viku 43 www.vika43.is auk þess sem yfirlýsing Viku 43 - 2014 verður send fjölmiðlum og þátttakendum í verkefninu síðar í vikunni. Áminningaborðar um Viku 43 eru sýnilegar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum á netinu og þannig stuðlað að því að vekja einstaklinga til umhugsunar um mikilvægi samtakamáttar í forvörnum. Kynningarefni Viku 43 er
Þátttökusamtök í Samstarfsráði um forvarnir • • • • • • • • • • • • • • unnið í samstarfi við Jafningjafræðsluna sem lánaði „fyrirsætur" til verkefnisins. Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga auk fjölmargra annarra frjálsra félagasamtaka foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna. Stjórn Samstarfsráðs um forvarnir
• • • • • • • • •
Barnahreyfingin IOGT Blátt áfram BRAUTIN FRÆ - Fræðsla og forvarnir FÍÆT - Félaga íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa Heimili og skóli HIV á Íslandi IOGT á Íslandi ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands 0% klúbbar Krabbameinsfélagið Kvenfélagasamband Íslands Lífsýn - fræðsla og forvarnir Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum SAMFÉS Samstarfsráð um forvarnir SAMHJÁLP SSB Skátarnir UMFÍ - Ungmennahreyfing Íslands VERND - fangahjálp Vímulaus æska - Foreldrahús Þjóðkirkjan
www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar