Eystrahorn 37. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 37. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 25. október 2012

„Takk fyrir fundinn“ „Takk fyrir fundinn“ sögðu tveir fundarmenn að loknum fundi í Atvinnuog menningarmálanefnd þriðjudaginn 16. október sl. Ég verð að játa að ég átti erfitt með að taka undir það. Þetta er annar fundurinn sem ég sit eftir að hafa verið kjörin nefndarmaður í ágúst sl. Á fyrsta fundi sem haldinn var í september spurði ég um stefnu í menningarmálum og eins og sjá má á svari formanns nefndarinnar í fundargerð þá er víst verið að vinna þá stefnu og það eina sem hann gat bent á var grein sem birtist í Eystrahorni 16. ágúst sl. Þegar sú grein er lesin er vart hægt að sjá að þar séu fullmótaðar hugmyndir á ferðinni heldur aðeins hugmyndir sem ætla má að séu á byrjunarreit. Ekki er heldur hægt að líta á grein sem birtist í héraðsfréttablaði sem stefnu eða áætlanir til að vinna eftir. Ég get upplýst það hér að ég tel það spennandi verkefni að fara nýjar leiðir í sýningahaldi í sveitarfélaginu og að fela einkaaðilum í samstarfi við sveitarfélagið að sjá um sérhæfðar sýningar. En til þess að vel takist til þarf að huga að öllu því regluverki sem söfn starfa eftir og auk þess að gera þetta í sátt og samvinnu við íbúa svæðisins. Íbúar eiga á rétt á að vera upplýstir hvað er framundan og það þarf að gefa þeim kost á að ræða þessi mál. Þau söfn sem starfa hér heima í héraði hafa það hlutverk að varðveita muni sem tengjast menningararfi okkar og okkur á ekki að standa á sama hvernig um þá er gengið. Söfn þurfa viðurkenningu ráðherra sem hann getur afturkallað ef safnaráð telur að safn uppfylli ekki lengur skilyrði viðurkenningar. Safn skal starfa í samræmi við skilmála safnaárðs. Það væri betra verklag að fyrir lægi stefnumörkun sem hægt væri að vinna eftir og tel ég að formleg afstaða safnaráðs og annarra þar til bærra aðila þurfi að liggja fyrir áður en lengra er haldið. Við viljum t.d. ekki missa alla opinbera styrki. Ef ekki er vandað til verka skaðar það bæði safnið og ekki síður þá verktaka sem taka að sér sýningahald. Einnig er mikil hætta á að safnið missi tiltrú bæði ríkisvalds og almennings sem er mjög alvarlegt mál. Kostnaður vegna breytinganna þarf að liggja fyrir. Fyrsta skref í samningum væri

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Jól í skókassa

síðan að byrja á að undirrita viljayfirlýsingu milli aðila. Af fenginni reynslu í sveitarstjórn veit ég að mjög mikilvægt er að vanda til allrar ákvarðanatöku og flaustursleg vinnubrögð eru til þess fallin að koma í bakið á mönnum síðar. Á fundinum 16. okt sl. var auk almennrar umræðu um þá leið að færa sýningahald til einkaaðila lögð fram drög að samningum við tvo aðila sem stefnt er að ganga frá til undirritunar fljótlega og mér varð ljóst að þeirri ákvörðun yrði ekki hnikað. Ég óska eftir að ræða samningsdrögin því ég sé nokkur atriði sem betur mega fara. Ósk minni um að ræða samningana var hafnað og mér bent á að senda tölvupóst til bæjarstjóra. Nefndinni er sem sagt bannað að ræða samningana sín á milli. Í samningnum stendur t.d. að „allir sýningamunir verði fluttir“ og ég spyr: hvað þýðir þetta? Verða allir munir sem eru í eigu Byggðasafnsins, sem mögulegt er að sýna fluttir eða er átt við eitthvað annað. Samningurinn á að gilda í 10 ár og ákvæði um brot, vanefndir og uppsögn tel ég að þurfi að laga. Hvað með fjármögnun, styrki, aðgangseyri og þessháttar? Samþykkt á húsnæði, brunavarnir, tryggingar, aðgengi fyrir fatlaða? Hverjar eru skyldur sýningaraðila og hverjar eru skyldur Menningarmiðstöðvar? Hvað ef þau fyrirtæki sem verið er að gera samninga við verða seld? Þetta eru dæmi um atriði sem ég tel að þurfi að fara vel yfir og ræða. Um er að ræða samninga sem snúa að ráðstöfun á safngripum í eigu Byggðasafnsins og gripi á Jöklasýningu. Þeir aðilar sem hér um ræðir eru örugglega vel til þess fallnir að sjá um sýningar fyrir sveitarfélagið, en þeim er enginn greiði gerður að málið hljóti þann hraða framgang sem nú stefnir í. Hvað veldur því að gengið er fram af slíku offorsi skil ég ekki. Ekki er ólíklegt að fleiri einstaklingar hafi áhuga á samstarfi. Ég á erfitt með að sætta mig við þessi vinnubrögð og þau eru ekki núverandi sveitarstjórnarmönnum til sóma og ég velti fyrir mér hvort þau séu viðhöfð í fleiri málum.

Jól í skókassa felst í því að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, og gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kæleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa. Til að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Sjá nánari auglýsingu í Nettó. Hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK hefur staðið að þessu verkerni frá árinu 2004. Gjafirnar hafa verða sendar til Úkraínu og dreift af KFUM þar í landi á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Sunnudaginn 28. október verður opið hús í Hvítasunnukirkjunni frá kl. 15 – 18. Heitt á könnunni, djús og piparkökur. Þú ert velkominn að vera með okkur og ganga frá þínum pakka með okkur. Verðum með smádót til að stinga með í pakkann. Einnig er hægt að fara með tilbúna pakka beint á Flytjanda í síðasta lagi 2. nóvember. Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka: • Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa. • Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, stokleður, bækur, liti • Nauðsynlegt: sápustykki, tannbursti, tannkrem, þvottapoki • Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó, karamellur • Föt, t.d. vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu

Höfn 23. október 2012, Halldóra B. Jónsdóttir

Í hvern pakka þarf að láta 500 kr. fyrir sendingakostnað út.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.