Eystrahorn 37. tbl. 30. árgangur
Fimmtudagur 25. október 2012
„Takk fyrir fundinn“ „Takk fyrir fundinn“ sögðu tveir fundarmenn að loknum fundi í Atvinnuog menningarmálanefnd þriðjudaginn 16. október sl. Ég verð að játa að ég átti erfitt með að taka undir það. Þetta er annar fundurinn sem ég sit eftir að hafa verið kjörin nefndarmaður í ágúst sl. Á fyrsta fundi sem haldinn var í september spurði ég um stefnu í menningarmálum og eins og sjá má á svari formanns nefndarinnar í fundargerð þá er víst verið að vinna þá stefnu og það eina sem hann gat bent á var grein sem birtist í Eystrahorni 16. ágúst sl. Þegar sú grein er lesin er vart hægt að sjá að þar séu fullmótaðar hugmyndir á ferðinni heldur aðeins hugmyndir sem ætla má að séu á byrjunarreit. Ekki er heldur hægt að líta á grein sem birtist í héraðsfréttablaði sem stefnu eða áætlanir til að vinna eftir. Ég get upplýst það hér að ég tel það spennandi verkefni að fara nýjar leiðir í sýningahaldi í sveitarfélaginu og að fela einkaaðilum í samstarfi við sveitarfélagið að sjá um sérhæfðar sýningar. En til þess að vel takist til þarf að huga að öllu því regluverki sem söfn starfa eftir og auk þess að gera þetta í sátt og samvinnu við íbúa svæðisins. Íbúar eiga á rétt á að vera upplýstir hvað er framundan og það þarf að gefa þeim kost á að ræða þessi mál. Þau söfn sem starfa hér heima í héraði hafa það hlutverk að varðveita muni sem tengjast menningararfi okkar og okkur á ekki að standa á sama hvernig um þá er gengið. Söfn þurfa viðurkenningu ráðherra sem hann getur afturkallað ef safnaráð telur að safn uppfylli ekki lengur skilyrði viðurkenningar. Safn skal starfa í samræmi við skilmála safnaárðs. Það væri betra verklag að fyrir lægi stefnumörkun sem hægt væri að vinna eftir og tel ég að formleg afstaða safnaráðs og annarra þar til bærra aðila þurfi að liggja fyrir áður en lengra er haldið. Við viljum t.d. ekki missa alla opinbera styrki. Ef ekki er vandað til verka skaðar það bæði safnið og ekki síður þá verktaka sem taka að sér sýningahald. Einnig er mikil hætta á að safnið missi tiltrú bæði ríkisvalds og almennings sem er mjög alvarlegt mál. Kostnaður vegna breytinganna þarf að liggja fyrir. Fyrsta skref í samningum væri
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Jól í skókassa
síðan að byrja á að undirrita viljayfirlýsingu milli aðila. Af fenginni reynslu í sveitarstjórn veit ég að mjög mikilvægt er að vanda til allrar ákvarðanatöku og flaustursleg vinnubrögð eru til þess fallin að koma í bakið á mönnum síðar. Á fundinum 16. okt sl. var auk almennrar umræðu um þá leið að færa sýningahald til einkaaðila lögð fram drög að samningum við tvo aðila sem stefnt er að ganga frá til undirritunar fljótlega og mér varð ljóst að þeirri ákvörðun yrði ekki hnikað. Ég óska eftir að ræða samningsdrögin því ég sé nokkur atriði sem betur mega fara. Ósk minni um að ræða samningana var hafnað og mér bent á að senda tölvupóst til bæjarstjóra. Nefndinni er sem sagt bannað að ræða samningana sín á milli. Í samningnum stendur t.d. að „allir sýningamunir verði fluttir“ og ég spyr: hvað þýðir þetta? Verða allir munir sem eru í eigu Byggðasafnsins, sem mögulegt er að sýna fluttir eða er átt við eitthvað annað. Samningurinn á að gilda í 10 ár og ákvæði um brot, vanefndir og uppsögn tel ég að þurfi að laga. Hvað með fjármögnun, styrki, aðgangseyri og þessháttar? Samþykkt á húsnæði, brunavarnir, tryggingar, aðgengi fyrir fatlaða? Hverjar eru skyldur sýningaraðila og hverjar eru skyldur Menningarmiðstöðvar? Hvað ef þau fyrirtæki sem verið er að gera samninga við verða seld? Þetta eru dæmi um atriði sem ég tel að þurfi að fara vel yfir og ræða. Um er að ræða samninga sem snúa að ráðstöfun á safngripum í eigu Byggðasafnsins og gripi á Jöklasýningu. Þeir aðilar sem hér um ræðir eru örugglega vel til þess fallnir að sjá um sýningar fyrir sveitarfélagið, en þeim er enginn greiði gerður að málið hljóti þann hraða framgang sem nú stefnir í. Hvað veldur því að gengið er fram af slíku offorsi skil ég ekki. Ekki er ólíklegt að fleiri einstaklingar hafi áhuga á samstarfi. Ég á erfitt með að sætta mig við þessi vinnubrögð og þau eru ekki núverandi sveitarstjórnarmönnum til sóma og ég velti fyrir mér hvort þau séu viðhöfð í fleiri málum.
Jól í skókassa felst í því að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, og gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kæleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa. Til að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Sjá nánari auglýsingu í Nettó. Hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK hefur staðið að þessu verkerni frá árinu 2004. Gjafirnar hafa verða sendar til Úkraínu og dreift af KFUM þar í landi á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Sunnudaginn 28. október verður opið hús í Hvítasunnukirkjunni frá kl. 15 – 18. Heitt á könnunni, djús og piparkökur. Þú ert velkominn að vera með okkur og ganga frá þínum pakka með okkur. Verðum með smádót til að stinga með í pakkann. Einnig er hægt að fara með tilbúna pakka beint á Flytjanda í síðasta lagi 2. nóvember. Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka: • Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa. • Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, stokleður, bækur, liti • Nauðsynlegt: sápustykki, tannbursti, tannkrem, þvottapoki • Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó, karamellur • Föt, t.d. vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu
Höfn 23. október 2012, Halldóra B. Jónsdóttir
Í hvern pakka þarf að láta 500 kr. fyrir sendingakostnað út.
Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús
2
Fimmtudagur 25. október 2012
Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881
Eystrahorn
Frjálsar
Sunnudaginn 28. október Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00
Barnakór syngur í messunni
bjarnanesprestakall.is
Prestarnir
Allra heilagra messa Allra heilagra messa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. Allra heilagra messa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir upphaf siðaskipta. Þetta er messudagur þeirra heilagra manna sem ekki hafa sérstakan messudag. Allra heilagra messa er í sívaxandi mæli að verða minningardagur um þau sem gengin eru á undan okkur. Á allra heilagra messu þann 1. nóvember verður guðsþjónusta í Hafnarkirkju kl. 20:00 sem er sérstaklega helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári. Aðstandendum og öllum þeim sem misst hafa er boðið að koma og eiga friðsæla, íhugunar-, bæna- og minningastund. Í messunni verður fjallað um merkingu þessa helgidags. Þá verður sérstaklega beðið fyrir þeim sem létust síðastliðið ár og nöfn þeirra nefnd. Ef óskað er eftir að aðrir sem látnir eru verði nefndir og sérstaklega beðið fyrir þeim er það auðvitað velkomið. Beiðnum um það má koma til sr. Sigurðar í síma 894 3497 eða sr. Stígs í síma 862 6567, eða á netfangið bjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is
Öllum sem vilja vita meira um trú kaþólsku kirkjunnar er boðið að koma á fund laugardagskvöldið 27. október kl. 20:00 að Hafnabraut 40. Þema fundarins er: Ég trúi - hvað þýðir það?
Barnakór hittist kl. 11:00. br. David
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Heimamarkaður
Verið velkomin á heimamarkaðinn á Miðskeri á laugardögum kl. 12:00 - 15:00. Lamba- og svínakjöt •Egg • Kartöflur Pálína og Sævar Kristinn
Einnig eru allir velkomnir í sunnudagsmessu 28. október kl. 12:00 á sama stað.
Eystrahorn
Síðastliðna helgi fóru nokkrir krakkar héðan á frjálsíþróttaæfingu á Egilsstöðum. Kennarar þar voru þau Þórey Edda og Guðmundur Hólmar. Þessi ferð tókst í alla staði mjög vel og höfðu krakkarnir bæði gaman af og eins lærðu þau mjög margt sem þau ná vonandi að nýta sér. Við þökkum ÚÍA kærlega fyrir að bjóða okkur að taka þátt í þessu með þeim og vonandi verður áframhaldandi samvinna á milli félaganna. Sunnudaginn 14.október var hlaupið í Skarðið. 11 manns tóku þátt í blíðskapar veðri. Flestir fóru lengri leiðina, þ.e. upp Skarðið niður Skarðsdalinn og til baka. Gaman er að geta þess að einn þessara þátttakenda, sem fór lengri leiðina, tók einnig þátt í þessum viðburði fyrir ári síðan. Hann hefur verið að fara reglulega í Skarðið síðan þá og bætti tíma sinn um heilar 5 mín og fór þessa leið á rétt tæpum 27 mín sem er stórglæsilegur árangur. Frjálsíþróttaæfingarnar eru hafnar af krafti og æfum við á miðvikudögum kl 19:30, annan hvern föstudagsmorgun kl 6:30 og svo annan hvern laugardag kl 13:00. Við stefnum að því að vera með stóran og góðan hóp á Unglingalandsmótinu sem haldið verður hér á Hornafirði um næstu verslunarmannahelgi og því er ekki seinna vænna en að byrja að æfa.
Íbúð til leigu!
2 herbergja 60m2, stórt svefnherbergi, fínasta eldhús, baðherbergi með sturtu og ágætis stofa. Laus í byrjun nóvember. Nánari upplýsingar í síma 663-4390, Ólöf Ósk.
Húsnæði óskast
18 ára reglusöm stúlka í fullri vinnu og námi leitar eftir herbergi eða stúdíó íbúð til leigu á Höfn frá og með 1. nóvember. Endilega hafið samband í síma 845-7697.
Breytingar á reglugerð
Þær breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum að aldurstakmörk sem kveða á um að börn þurfi að vera tíu ára til að fara ein í sund miðast nú við 1. júní árið sem börnin verða tíu ára, en ekki afmælisdag barnsins líkt og áður. Er miðað við þessa dagsetningu þar sem þá hafa börnin lokið sundnámi í 4. bekk. Ákvæðið er að höfðu samráði við Félag íslenskra barnalækna og Íþróttafræðisetur Háskóla Íslands á Laugarvatni. Reglugerð nr.773/2012 um breytingu á reglugerð nr.814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Aðgangseyrir fyrir börn er kr. 180,en 15 afsláttamiðar kosta kr. 1.500,-. Starfsfólk í Sundlaug Hafnar
Eystrahorn
Fimmtudagur 25. október 2012
Glettur og gamanmál Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum nýjasta afurð Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, lengi þingmanns Austfirðinga og ráðherra. Hún ber heitið Glettur og gamanmál og þar segir þessi annálaði sagnamaður grínsögur af sér og samferðarmönnum sínum, jafnt úr pólitíkinni sem af öðrum sviðum mannlífsins. Hér á eftir verður gripið niður í bókina: Frímann afi var fjarskalega barngóður, fús að ræða við afabörnin og segja þeim sögur og ævintýri. Þess naut nafni hans litli enda bjó nú afi hjá foreldrum hans. Meðan Frímann yngri er enn lítill hnokki fer hann með foreldrum sínum austur að Brekku að heilsa upp á föðurfólkið. Þar gefur að líta minnisvarða, fjögurra metra háan blágrýtisdrang og brjóstmynd á af öldruðum manni með alskegg, gjörðri af meistara höndum (Einar Jónsson). Sem nú Frímann litli kemur að varðanum ásamt mömmu sinni segir hún sem svo að þarna sjái hann nú langa- langa-langafa á Brekku. – Barninu verður undarlega við, rennir augum upp eftir dranginum og segir undrandi: „Nei! – Varð hann að steini?“ Bræðurnir tveir á Núpsstað urðu háaldraðir báðir. Annar þeirra var eitt sinn spurður að því hverju hann þakkaði langlífi sitt. Sá aldraði gerði langa sögu stutta: „Ef maður deyr ekki áður – þá verður maður gamall.“
Hundahlýðninámskeið Ásta Dóra Ingadóttir hundaþjálfari verður með hlýðninámskeið á Höfn í nóvember. Námskeiðið er tvískipt, fyrri hlutinn verður 2. - 4. nóvember og seinni 16. – 18. nóvember. Ásta Dóra er á vegum Gallerí Voff sem hefur verið starfandi síðan 1991. Á námskeiðum hjá Gallerí Voff hafa verið þúsundir af hundum, allar stærðir og gerðir frá chihuahua og uppí stóra dana. Eigendur á námskeiðunum er breiður hópur s.s. veiðimenn, bændur, bankastjórar, verkafólk, kennarar og skólakrakkar. Meðal þess sem kennt er; einbeiting, að láta hundinn bíða sitjandi og liggjandi, að hlýða kalli, að ganga laus við hlið eiganda og að hlusta á bannorð. Æfingunum fylgja einnig fyrirlestrar. Hundur er aldrei of gamall til að læra. Elsti hundurinn sem hefur komið í hundaskólann var 12 ára, aðeins farinn að missa heyrn en að öðru leyti í góðu lagi. Aftur á móti hafa þeir ekkert að gera í hundaskólann fyrr en í kringum fjögra mánaðar aldur. Hægt er að skoða Gallerí Voff á facebook og www.hundaskóli.is. Frekari upplýsingar og skráning er hjá Janine dýralækni í síma 690-6159.
Siddi og Biddý leita að íbúð Sigtryggur Benedikts, Siddi í Flateyri eins og hann er alltaf kallaður, hafði samband við blaðið og sagðist vera að leita sér að íbúð á Höfn því þau Bryndís (Biddý) ætluðu að flytja "heim" á næsta ári. Hentug íbúðastærð er um 100 m2 með tveimur svefnherbergjum og leigutími væri frá mars/apríl á næsta ári og um óákveðinn tíma. Siddi sagðist þakklátur hverjum þeim sem gæti bent þeim á mögulegt leiguhúsnæði. Hægt er að hafa samband við hann í síma 45-49761805 eða 22251425 eða senda tölvupóst á siddibiddy@yahoo.dk
3
Fiskirí og vinnsla „Í haust hefur verið jöfn og góð vinna hjá okkur í fiskvinnslunni og sjáum við fram á góða verkefnastöðu fram í desember“ sagði Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri hjá Skinney-Þinganesi þegar blaðið hafði samband við hann og bætti við; „Síldveiðarnar hafa farið mjög vel af stað í haust. Við erum búnir að veiða um 3.300 tonn af 12.000 tonna kvóta. Útlitið virðist vera nokkuð gott áfram þar sem síldin er að ganga í meira mæli inní Breiðafjörðinn þar sem aðalveiðisvæðið virðist ætla vera eins og undanfarin ár. Nokkuð er af smærri og yngri síld við Tvískerin sem kemur vonandi inní veiðina á næstu árum. Humarveiðar hafa gengið svipað og undanfarin ár og ekki annað hægt að segja en að haustið hafi staðist væntingar okkar. Þórir og Skinney komu á heimamið um miðjan september eftir að hafa verið á vestursvæðinu frá því um sjómannadag. Við upplifum að humarstofninn sé í nokkuð góðu jafnvægi og humarinn virðist almennt stærri en undanfarin ár. Veiðar á línu, í snurvoð og troll hafa gengið vel hjá okkur og veiðar ganga almennt vel allt í kringum landið, ef marka má fréttir annarsstaðar frá.“ Jóhann Þórólfsson hjá Fiskmarkaðnum segir að undanfarnar vikur hafi verið góðar en fiskverðið ekki til að hrópa húrra fyrir, mikil verðlækkun, sérstaklega á þorski.
Halloween-ball á Hótel Höfn laugardaginn 27. október. Kl. 01:00 verða veitt verðlaun fyrir besta grímubúninginn :)
SÓLNING Hjólbarðar r r r r
Hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og jeppa Hágæða dekk á góðu verði Persónuleg þjónusta Tjöruþvottur AFGREIÐSLUTÍMI
Virka daga 8–17 Helgaropnun eftir samkomulagi
Bugðuleiru 3, Höfn. Sími1616/894 894 1616 Bugðuleiru 3, Höfn. Sími 894 7962
Bรฆndahรกtรญรฐ รก Smyrlabjรถrgum Laugardaginn 3. nรณvember verรฐur hin รกrlega uppskeruhรกtรญรฐ bรฆnda haldin รก Smyrlabjรถrgum Veislustjรณri Guรฐni ร gรบstsson Grรฉtar ร rvars og Bjarni Ara spila fyrir dansi Boรฐiรฐ verรฐur upp รก hlaรฐborรฐ meรฐ rรฉttum รบr rรญki Vatnajรถkuls
Miรฐaverรฐ kr. 6.500,- รก mann
Gisting kr. 3.500,- รก mann Pantanir รญ sรญma 478-1074 Allir velkomnir
Almennur fรฉlagsfundur Sjรกlfstรฆรฐisfรฉlags A-Skaft verรฐur haldinn รญ Sjรกlfstรฆรฐishรบsinu mรกnudagskvรถldiรฐ 29. oktรณber kl. 20:00 Dagskrรก fundarins: 1. Kjรถrdรฆmaรพing 2. Alรพingiskosningar 3. Starfiรฐ framundan 4. ร nnur mรกl
Veriรฐ velkomin
ร รบ fรฆrรฐ Toyo vetrardekkinn รญ heimabyggรฐ ร essi gรฆรฐadekk fรฆrรฐu รก sama verรฐi og รก hรถfuรฐborgarsvรฆรฐinu. Versliรฐ viรฐ fagmenn, viรฐ bjรณรฐum upp รก fljรณta og gรณรฐa รพjรณnustu.
Atvinna
Heilsuleikskรณlinn Krakkakot auglรฝsir lausa stรถรฐu viรฐ rรฆstingu รญ skรณlanum. Rรกรฐiรฐ verรฐur รญ stรถรฐuna frรก 1.desember 2012. ร hugasamir hafi samband viรฐ undirritaรฐa sem veitir nรกnari upplรฝsingar og tekur รก mรณti umsรณknum. Snรฆfrรญรฐur Hlรญn Svavarsdรณttir leikskรณlastjรณri 470-8480 www.leikskolinn.is/krakkakot
Liรฐveisla - starf fyrir ungt fรณlk
ร skaรฐ er eftir starfsfรณlki รญ liรฐveislu fyrir ungt fรณlk meรฐ fatlanir รก framhaldsskรณlaaldri, รพar er um aรฐ rรฆรฐa skemmtilegt og gefandi starf fyrir ungt fรณlk.
Starfiรฐ felst รญ aรฐ gera รฝmislegt skemmtilegt saman, svo sem aรฐ fara รญ ร rykkjuna, รฝmisskonar hreyfing, rรบnta, skemmtanir รก vegum skรณlans og fleira sem viรฐkomandi hefur รกhuga รก. Laun samkvรฆmt kjarasamningum viรฐkomandi stรฉttarfรฉlags. Nรกnari upplรฝsingar gefur Maren รญ sรญma 470-8019 eรฐa รก netfangiรฐ maren@hornafjordur.is
ip r g a Betr eira og m ggi รถry Vรฉlsmiรฐja Hornafjarรฐar Vรฉlsmiรฐja Hornafjarรฐar ehf ยจMBVHBSWFHJ t )ร GO ร )PSOBm SยฅJ 4ร NJ t /FUGBOH WFMIPSO!FMEIPSO JT