Eystrahorn 37. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 31. október 2013

37. tbl. 31. árgangur

Hjalti Þór bæjarstjóri kveður Um þessi mánaðarmót lætur Hjalti Þór Vignisson af starfi sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Af því tilefni tók ritstjóri eftirfarandi viðtal við hann.

tækifæri sem urðu á vegi okkar og draga önnur að okkur ef okkur fannst það rétt. Með skýra sýn verkefnin framundan, sterka fjárhagslega stöðu og gott fólk í bæði stjórnmálunum og stofnunum sveitarfélagsins hefur þetta ekki reynst jafn krefjandi og margir hugsanlega halda. Nánast án undantekninga hafa samskipti við íbúa gengið vel. Þeir hafa sýnt mér mikla vinsemd sem ég hef eftir fremsta megni reynt að endurgjalda, þrátt fyrir að ekki hafi allt gengið eftir sem á borð mitt hefur borist úr samfélaginu. Og auðvitað hefur stundum verið deilt. Eins er með samstarfsfólkið, bæði í stjórnmálunum og starfsfólk sveitarfélagsins, varla hefur borið skugga á samskiptin alla þessa tíð.

Er búinn að vera 10 ár hjá sveitarfélaginu Ég er fæddur og uppalinn í Hornafirði. Gekk þar grunnskóla og að hluta til tók ég nám í framhaldsskólanum hér. Fótbolti var stór hluti af lífi mínu í æsku og unglingsárum. Ég dró síðan úr iðkuninni þegar mér fannst mikilvægara að einbeita mér að háskólanáminu og í starfi. Lauk fimm ára háskólanámi í stjórnmálafræði og þar af eitt ár sem skiptinemi í Danmörku. Að því loknu var ég ráðinn til starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði árið 2004 þar sem ég starfaði fyrst að stjórnsýslu- og menningarmálum. Vorið 2006 var ég síðan ráðinn sem bæjarstjóri.

Egill afi minn mikill áhrifavaldur Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að hafa lagt við hlustir þegar fólk ræddi málefni samfélagsins. Egill á Seljavöllum afi minn var þingmaður og ég fylgdist vel með hans störfum, sérstaklega þegar líða tók á árin. Ég var alltaf mikið í kringum afa og ömmu og þegar leið á árin ræddum við afi mikið saman um allt milli himins og jarðar. Höfðum báðir áhuga á stjórnmálum og málefnum héraðsins. Hann fylgdist vel með því sem ég gerði, hvort sem það voru tómstundir, nám eða starf. Það var mjög hvetjandi fyrir mig. Lokaritgerð mín í stjórnmálafræði fjallaði um málefni Hornafjarðar. Ég hafði auk þess alltaf fylgst vel með þróun samfélagsins hér þrátt fyrir að ég byggi í Reykjavík á meðan ég var í námi. Það hjálpaði auðvitað mikið til að ég hafði starfað í stjórnsýslu sveitarfélagsins í næstum tvö ár áður en ég hóf störf sem bæjarstjóri. Þrátt fyrir ungan aldur hafði ég líka unnið ýmis störf, meðal annars hjá háskólanum meðan ég var þar í námi, sem hjálpaði til. Þú spyrð hvaða mannkosti er mikilvægt að hafa í þessu starfi. Það er alltaf erfitt að segja en sem bæjarstjóri þarf maður fyrst og fremst að vera iðinn og halda sig vel við efnið. Síðan eru auðvitað bara almennir mannasiðir það sem skiptir máli í samskiptum við alla, öðruvísi verður maður örugglega fljótt týndur og tröllum gefinn í svona starfi. Það leiðir líka til þess að hægt er að ná niðurstöðu í mál án þess að lenda stöðugt í deilum.

Verkefnin flest áhugaverð Þetta er afskaplega fjölbreytt starf og viðfangsefnin frá degi til dags ólík. Verkefnin hafa meira og minna öll verið áhugaverð. Mér hefur yfirleitt fundist mjög gaman af því að vinna, sama hvað ég hef tekið mér fyrir hendur. Í bæjarstjórastólnum þarftu að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og áherslum auk þess að sífellt vera að miða út ný tækifæri. Það þýðir ekki að vera hræddur við að taka ákvarðanir, jafnvel þó að það kosti stundum umræðu og ólík sjónarmið. Fólk verður að standa með sannfæringu sinni um hvað sé skynsamlegt að gera til að bæta hér samfélagið. Ég er ánægðastur með hversu

Brýnustu verkefnin á næstunni

sveitarfélagið stóð vel af sér þrengingarnar. Hér hefur verið öflugt starf í stofnunum sveitarfélagsins, við gátum farið í gegnum tímabilið án þess að hækka gjaldskrár að raungildi, staðið fyrir umfangsmiklum framkvæmdum en samt siglt fjármálum í örugga höfn. Hér hefur líka orðið mikil breyting á íþróttasvæðinu og viðhald mannvirkja almennt er komið í gott horf. Þá hefur Heppuskóli alveg tekið stakkaskiptum. Það skiptir miklu máli bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Það sem stendur samt ekki síst upp úr að mínu mati eru breytingar á hafnarsvæðinu, flutningur og endurgerð Gömlubúðar og þær fegrunaraðgerðir sem ráðist var í á því svæði og víðar í bænum. Það mun reynast ferðaþjónustu í samfélaginu öllu mikilvægt verkefni í bráð og lengd að mínu mati. Samskiptin við ríkið hafa líka verið góð þrátt fyrir erfiða tíð. Við höfum náð að sigla ákveðnum verkefnum í höfn, til dæmis þeim sem tengjast Nýheimum og Vatnajökulsþjóðgarði. Einnig höfum við kappkostað að verja heilbrigðisþjónustuna eftir fremsta megni sem og löggæsluna. Við höfum líka stigið fram með ýmis verkefni sem við teljum að séu til þess að bæta gæðin í samfélaginu almennt séð, til dæmis með aukna áherslu á nýsköpun og rannsóknir, sérstaklega á sviði ferðaþjónustu og matvæla en nú upp á síðkastið listir og verkgreinar.

Samskipti við íbúana góð Sennilega hefur það verið mest krefjandi í starfinu að halda einbeitingu og krafti í starfinu þrátt fyrir ýmislegt sem gengið hefur á. Tímabilið fyrir hrun var erfitt að því leyti að togkraftur frá uppgangsvæðunum var sterkur en við héldum fast við þau grunngildi að byggja okkur upp á okkar forsendum. Það leiddi til þess að við fórum ekki fram úr okkur í rekstri og fjárfestingum sem reynst hefur mörgum sveitarfélögum erfitt á síðustu árum. Í hruninu og eftir það hefur verkefnið verið að tryggja stöðugleika í starfi og halda uppi framkvæmdastigi. Í byrjun hvors kjörtímabils settum við niður skýran verkefnalista sem var tímasettur, og síðan mótaðar áætlanir fyrir hvert ár í senn. Á sama tíma voru menn opnir fyrir að taka slaginn með ýmis verkefni og

Áframhaldandi fegrun opinna svæða, fráveita og gangstígar eru brýn verkefni. Þá þarf að halda áfram að halda við húsnæði í eigu sveitarfélagsins og horfa sérstaklega til félagsheimila til sveita. Síðan þegar meiri stöðugleiki er komin á í ríkisbúskapnum að þá mætti fara horfa til nýrra framkvæmda, t.d. frekari uppbyggingu á íþróttasvæðinu. Verkefni á sviði samfélagsþróunar eru líka mjög brýn. Þar skiptir ekki síst máli að verja það sem fyrir er, þær framleiðslugreinar sem staðið hafa undir þessu samfélagi í áratugi og nú sívaxandi ferðaþjónustu. Það gerum við að ég tel með því að taka virkan þátt í að móta þeim gott lagaog regluumhverfi, gera þeim kleift að sækja enn frekar fram með nýjum samgöngumannvirkjum og síðan en ekki síst nýsköpunar og þróunarstarfi. Staða sveitarfélagsins er sterk og atvinnulífið í stuði. Það þarf samt að gæta sín að halda sig við þau grunngildi að sígandi lukka er best. Við höfum alla burði til að styrkja stöðu okkar enn frekar og treysta undirstöðuna.

Nýr starfsvettvangur Það er margt að læra í nýju starfi og vettvangurinn og samtarfsfólkið er hvort tveggja spennandi. Verður krefjandi starf með fullt af áskorunum. Er sannfærður um að þetta sé rétt skref fyrir mig til að læra nýja hluti og öðlast breiðari skilning á gangvirki samfélagsins. Það er nýbúið að skipa mig sem formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég var búinn að ákveða að draga mig alveg til baka á opinberum vettvangi og einbeita mér að nýju starfi. En þegar þetta var borið á borð þá gat ég ekki sleppt því. Finnst þetta verkefni mikilvægt fyrir samfélagið hér. Að öðru leyti ætla ég að hafa hljótt um mig og hverfa inn á annað svið. Til lengri tíma útiloka ég ekki neitt ef ný tækifæri gefast, en ég mun leggja alla mína krafta í nýtt starf og ætla mér fyrst og síðast að standa mig þar. Að lokum vil ég þakka samstarfsfólki mínu og íbúum öllum kærlega fyrir samfylgdina og samvinnuna. Ég held áfram reynslunni ríkari og þakklátur fyrir allan þann stuðning sem mér hefur verið sýndur. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna þessu starfi en á sama hátt hlakka ég til þess að geta horfið til annarra starfa og búa áfram í þessu góða samfélagi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.