Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 31. október 2013
37. tbl. 31. árgangur
Hjalti Þór bæjarstjóri kveður Um þessi mánaðarmót lætur Hjalti Þór Vignisson af starfi sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Af því tilefni tók ritstjóri eftirfarandi viðtal við hann.
tækifæri sem urðu á vegi okkar og draga önnur að okkur ef okkur fannst það rétt. Með skýra sýn verkefnin framundan, sterka fjárhagslega stöðu og gott fólk í bæði stjórnmálunum og stofnunum sveitarfélagsins hefur þetta ekki reynst jafn krefjandi og margir hugsanlega halda. Nánast án undantekninga hafa samskipti við íbúa gengið vel. Þeir hafa sýnt mér mikla vinsemd sem ég hef eftir fremsta megni reynt að endurgjalda, þrátt fyrir að ekki hafi allt gengið eftir sem á borð mitt hefur borist úr samfélaginu. Og auðvitað hefur stundum verið deilt. Eins er með samstarfsfólkið, bæði í stjórnmálunum og starfsfólk sveitarfélagsins, varla hefur borið skugga á samskiptin alla þessa tíð.
Er búinn að vera 10 ár hjá sveitarfélaginu Ég er fæddur og uppalinn í Hornafirði. Gekk þar grunnskóla og að hluta til tók ég nám í framhaldsskólanum hér. Fótbolti var stór hluti af lífi mínu í æsku og unglingsárum. Ég dró síðan úr iðkuninni þegar mér fannst mikilvægara að einbeita mér að háskólanáminu og í starfi. Lauk fimm ára háskólanámi í stjórnmálafræði og þar af eitt ár sem skiptinemi í Danmörku. Að því loknu var ég ráðinn til starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði árið 2004 þar sem ég starfaði fyrst að stjórnsýslu- og menningarmálum. Vorið 2006 var ég síðan ráðinn sem bæjarstjóri.
Egill afi minn mikill áhrifavaldur Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að hafa lagt við hlustir þegar fólk ræddi málefni samfélagsins. Egill á Seljavöllum afi minn var þingmaður og ég fylgdist vel með hans störfum, sérstaklega þegar líða tók á árin. Ég var alltaf mikið í kringum afa og ömmu og þegar leið á árin ræddum við afi mikið saman um allt milli himins og jarðar. Höfðum báðir áhuga á stjórnmálum og málefnum héraðsins. Hann fylgdist vel með því sem ég gerði, hvort sem það voru tómstundir, nám eða starf. Það var mjög hvetjandi fyrir mig. Lokaritgerð mín í stjórnmálafræði fjallaði um málefni Hornafjarðar. Ég hafði auk þess alltaf fylgst vel með þróun samfélagsins hér þrátt fyrir að ég byggi í Reykjavík á meðan ég var í námi. Það hjálpaði auðvitað mikið til að ég hafði starfað í stjórnsýslu sveitarfélagsins í næstum tvö ár áður en ég hóf störf sem bæjarstjóri. Þrátt fyrir ungan aldur hafði ég líka unnið ýmis störf, meðal annars hjá háskólanum meðan ég var þar í námi, sem hjálpaði til. Þú spyrð hvaða mannkosti er mikilvægt að hafa í þessu starfi. Það er alltaf erfitt að segja en sem bæjarstjóri þarf maður fyrst og fremst að vera iðinn og halda sig vel við efnið. Síðan eru auðvitað bara almennir mannasiðir það sem skiptir máli í samskiptum við alla, öðruvísi verður maður örugglega fljótt týndur og tröllum gefinn í svona starfi. Það leiðir líka til þess að hægt er að ná niðurstöðu í mál án þess að lenda stöðugt í deilum.
Verkefnin flest áhugaverð Þetta er afskaplega fjölbreytt starf og viðfangsefnin frá degi til dags ólík. Verkefnin hafa meira og minna öll verið áhugaverð. Mér hefur yfirleitt fundist mjög gaman af því að vinna, sama hvað ég hef tekið mér fyrir hendur. Í bæjarstjórastólnum þarftu að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og áherslum auk þess að sífellt vera að miða út ný tækifæri. Það þýðir ekki að vera hræddur við að taka ákvarðanir, jafnvel þó að það kosti stundum umræðu og ólík sjónarmið. Fólk verður að standa með sannfæringu sinni um hvað sé skynsamlegt að gera til að bæta hér samfélagið. Ég er ánægðastur með hversu
Brýnustu verkefnin á næstunni
sveitarfélagið stóð vel af sér þrengingarnar. Hér hefur verið öflugt starf í stofnunum sveitarfélagsins, við gátum farið í gegnum tímabilið án þess að hækka gjaldskrár að raungildi, staðið fyrir umfangsmiklum framkvæmdum en samt siglt fjármálum í örugga höfn. Hér hefur líka orðið mikil breyting á íþróttasvæðinu og viðhald mannvirkja almennt er komið í gott horf. Þá hefur Heppuskóli alveg tekið stakkaskiptum. Það skiptir miklu máli bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Það sem stendur samt ekki síst upp úr að mínu mati eru breytingar á hafnarsvæðinu, flutningur og endurgerð Gömlubúðar og þær fegrunaraðgerðir sem ráðist var í á því svæði og víðar í bænum. Það mun reynast ferðaþjónustu í samfélaginu öllu mikilvægt verkefni í bráð og lengd að mínu mati. Samskiptin við ríkið hafa líka verið góð þrátt fyrir erfiða tíð. Við höfum náð að sigla ákveðnum verkefnum í höfn, til dæmis þeim sem tengjast Nýheimum og Vatnajökulsþjóðgarði. Einnig höfum við kappkostað að verja heilbrigðisþjónustuna eftir fremsta megni sem og löggæsluna. Við höfum líka stigið fram með ýmis verkefni sem við teljum að séu til þess að bæta gæðin í samfélaginu almennt séð, til dæmis með aukna áherslu á nýsköpun og rannsóknir, sérstaklega á sviði ferðaþjónustu og matvæla en nú upp á síðkastið listir og verkgreinar.
Samskipti við íbúana góð Sennilega hefur það verið mest krefjandi í starfinu að halda einbeitingu og krafti í starfinu þrátt fyrir ýmislegt sem gengið hefur á. Tímabilið fyrir hrun var erfitt að því leyti að togkraftur frá uppgangsvæðunum var sterkur en við héldum fast við þau grunngildi að byggja okkur upp á okkar forsendum. Það leiddi til þess að við fórum ekki fram úr okkur í rekstri og fjárfestingum sem reynst hefur mörgum sveitarfélögum erfitt á síðustu árum. Í hruninu og eftir það hefur verkefnið verið að tryggja stöðugleika í starfi og halda uppi framkvæmdastigi. Í byrjun hvors kjörtímabils settum við niður skýran verkefnalista sem var tímasettur, og síðan mótaðar áætlanir fyrir hvert ár í senn. Á sama tíma voru menn opnir fyrir að taka slaginn með ýmis verkefni og
Áframhaldandi fegrun opinna svæða, fráveita og gangstígar eru brýn verkefni. Þá þarf að halda áfram að halda við húsnæði í eigu sveitarfélagsins og horfa sérstaklega til félagsheimila til sveita. Síðan þegar meiri stöðugleiki er komin á í ríkisbúskapnum að þá mætti fara horfa til nýrra framkvæmda, t.d. frekari uppbyggingu á íþróttasvæðinu. Verkefni á sviði samfélagsþróunar eru líka mjög brýn. Þar skiptir ekki síst máli að verja það sem fyrir er, þær framleiðslugreinar sem staðið hafa undir þessu samfélagi í áratugi og nú sívaxandi ferðaþjónustu. Það gerum við að ég tel með því að taka virkan þátt í að móta þeim gott lagaog regluumhverfi, gera þeim kleift að sækja enn frekar fram með nýjum samgöngumannvirkjum og síðan en ekki síst nýsköpunar og þróunarstarfi. Staða sveitarfélagsins er sterk og atvinnulífið í stuði. Það þarf samt að gæta sín að halda sig við þau grunngildi að sígandi lukka er best. Við höfum alla burði til að styrkja stöðu okkar enn frekar og treysta undirstöðuna.
Nýr starfsvettvangur Það er margt að læra í nýju starfi og vettvangurinn og samtarfsfólkið er hvort tveggja spennandi. Verður krefjandi starf með fullt af áskorunum. Er sannfærður um að þetta sé rétt skref fyrir mig til að læra nýja hluti og öðlast breiðari skilning á gangvirki samfélagsins. Það er nýbúið að skipa mig sem formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég var búinn að ákveða að draga mig alveg til baka á opinberum vettvangi og einbeita mér að nýju starfi. En þegar þetta var borið á borð þá gat ég ekki sleppt því. Finnst þetta verkefni mikilvægt fyrir samfélagið hér. Að öðru leyti ætla ég að hafa hljótt um mig og hverfa inn á annað svið. Til lengri tíma útiloka ég ekki neitt ef ný tækifæri gefast, en ég mun leggja alla mína krafta í nýtt starf og ætla mér fyrst og síðast að standa mig þar. Að lokum vil ég þakka samstarfsfólki mínu og íbúum öllum kærlega fyrir samfylgdina og samvinnuna. Ég held áfram reynslunni ríkari og þakklátur fyrir allan þann stuðning sem mér hefur verið sýndur. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna þessu starfi en á sama hátt hlakka ég til þess að geta horfið til annarra starfa og búa áfram í þessu góða samfélagi.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 31. október 2013
Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is
Eystrahorn
Andlát
Gunnar Sigurðsson
Sunnudaginn 3. nóvember Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00
Guðsþjónusta kl. 17:00. Látinna minnst í tali og tónum Prestarnir
Allra heilagra messa Allra heilagra messa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. Allra heilagra messa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir upphaf siðaskipta. Þetta er messudagur þeirra heilagra manna sem ekki hafa sérstakan messudag. Allra heilagra messa er í sívaxandi mæli að verða minningardagur um þau sem gengin eru á undan okkur. Að þessu sinni verður allra heilagra messu minnst sunnudaginn 3. nóvember með guðsþjónustu í Hafnarkirkju kl. 17:00. Guðsþjónustan er sérstaklega helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári. Aðstandendum og öllum þeim sem misst hafa er boðið að koma og eiga friðsæla, íhugunar-, bæna- og minningastund. Í messunni verður fjallað um merkingu þessa helgidags. Þá verður sérstaklega beðið fyrir þeim sem létust síðastliðið ár og nöfn þeirra nefnd. Ef óskað er eftir að aðrir sem látnir eru verði nefndir og sérstaklega beðið fyrir þeim er það auðvitað velkomið. Beiðnum um það má koma til sr. Sigurðar í síma 894 3497 eða sr. Stígs í síma 862 6567, eða á netfangið bjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is
Gunnar Sigurðsson f. 22. október 1926 í Krossalandi í Lóni. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson f. 10.07. 1874, d. 22.03. 1956 og Þórey Guðmundsdóttir f. 05.12. 1887, d. 20.02. 1969. Systkini Gunnars voru Þórlaug Sigurborg f. 26.04. 1918, d. 16.04 1974, Hlöðver f. 16.04. 1919, d. 22.07. 1995, Guðmundur f. 15.10. 1912, d. 10.01. 1924, Jón f. 24.07. 1923, d. 04.01. 2011, Guðríður Kristbjörg f. 19.05. 1925, d. 04.12. 1977, Sigurþór f. 13.02. 1933. Árið 1948 flutti fjölskyldan frá Krossalandi á Höfn og bjuggu þau tvö ár í Miklagarði. Síðan flytja þau í Miðbæ (Höfðavegur 9) til Hlöðvers og Signýjar. Gunnar flytur síðan í sitt eigið hús sem hann byggði sér að Tjarnarbrú 16. Hann átti og rak vörubifreið til fjölda ára og síðar leigubíl. Gunnar var ókvæntur og barnlaus. Það var í byrjun desember á síðastliðnu ári að þrek hans fór að dvína og smám saman dró af honum. Hann lést sunnudaginn 27. október á hjúkrunarheimilinu HSSA eftir þriggja vikna legu þar. Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 13:00. Jarðsett verður í Stafafellskirkjugarði í Lóni.
Jólakort MS félagsins
Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir til umsóknar styrki til íþróttafólks í Sveitarfélaginu Hornafirði. Styrkurinn er fyrir efnilegt íþróttafólk (einstaklinga) en tekur ekki til flokkaíþrótta. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2013. Nánari upplýsingar um reglur styrkveitingar og umsóknareyðublað er á vef sjóðsins www.hornafjordur.is/samfelagssjodur.
Jólakort MS-félagsins í ár skartar listaverki eftir Eddu Heiðrúnu Backman og er málað með pensli í munni. Verkið ber nafnið „Hvert örstutt spor“. Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind fyrir félagið og kosta 8 kort saman í pakka kr. 1.000,- Kortin eru nú til sölu hjá Valgeiri Hjartarsyni Garðsbrún 2, sími 848-4083. Í byrjun nóvember verður gengið í hús og kortin boðin til sölu. MS-félagið vonar að fólk sjái sér fært að styrkja gott málefni um leið og þú sendir fallega jólakveðju.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915
Nýtt á skrá
Dalbraut “Mjólkurstöðin”
Um er að ræða 658 m² atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, auðvelt að breyta innra skipulagi Laust strax
Nýtt á skrá
Bugðuleira neðri hæð
Gott og fullbúið 109,2 fm eignarhluti í atvinnuhúsnæði á góðum stað sem skiptist í lagerrými, verkstæði og starfsmannaaðstöðu.
Nýtt á skrá
Bugðuleira efri hæð
Fullbúin 137,6 m² eignarhluta í atvinnuhúsnæði á góðum stað, sem skiptist í 2 rúmgóð skrifstofurými og starfsmannaaðstöðu.
Eystrahorn
Fimmtudagur 31. október 2013
Höfðingleg peningagjöf
Ingibergur Sigurðsson frá Syðra Firði í Lóni lést í janúar síðastliðnum en síðustu ár ævi sinnar bjó Ingibergur á hjúkrunardeild HSSA. Til minningar um Ingiberg ákváðu erfingjar hans að færa Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Björgunarfélagi Hornafjarðar og Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu veglegar peningagjafir. HSSA færðu þau 4.950.000 kr. Björgunarfélagi Hornafjarðar 2.000.000 kr. og Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu 1.000.000 kr. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, mun nýta peningagjöfina til endurnýjunar á tækjum og húsbúnaði á hjúkrunar- og dvalardeild HSSA sem og á heilsugæslustöðinni. Gjafir sem þessar eru stofnuninni ómetanlegar og gerir henni mögulegt að búa betur að íbúum og efla starfsemina. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Björgunarfélag Hornfirðinga og Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu vilja færa erfingjum Ingibergs, Steinunni Sigurðardóttur, börnum hennar og afkomendum Ragnars Sigurðssonar sínar dýpstu þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir.
Uppskeruhátíð
Markaðsstofu Suðurlands 2013 Markaðsstofa Suðurlands býður ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru aðilar að Markaðsstofunni á Uppskeruhátíð 21. nóvember n.k. að Hótel Örk Uppskeruhátíðin er vettvangurinn til að hittast og efla samstöðu innan ferðamálahópsins á Suðurlandi. Mætum öll og skemmtum okkur saman. Dagskrá: Óvissuferð í boði heimamanna Heiðursgestur hátíðarinnar verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála Veislustjóri verður Bessi Hressi, skemmtikraftur frá Hvolsvelli, Ari Eldjárn verður með gamanmál, tónlistaratriði og eftir borðhald heldur “Hljómsveit hússins” uppi stuðinu fram eftir nóttu. Matur og skemmtun kr. 5.500 pr. per Verð á gistingu og morgunverð kr. 4.500 pr. per Skráning: ragnhildur@south.is eða í síma 560-2044 Skráningu lýkur 16. nóvember n.k.
www.eystrahorn.is
Við samþykkjum ekki að börn drekki áfengi Fyrir tveimur vikum hélt Hornfirska skemmtifélagið sérstaka skólasýningu fyrir nemendur í FAS. Þessi viðburður hefur verið mörg undanfarin ár og alltaf farið prýðilega fram. Nú brá hins vegar svo við að skemmtunin fór algjörlega úr böndunum. Mikil drykkjulæti voru í salnum, svo mikil að aðstandendur sýningarinnar þurftu að stytta dagskrána og hætta fyrr en ráðgert var. Það er í fyrsta sinn sem Hornfirska skemmtifélagið hefur þurft að stytta dagskrá sína vegna drykkjuláta meðal áhorfenda. Þetta var á skólasýningu þar sem áhorfendur eru flestir undir sjálfræðisaldri og allflestir undir þeim aldri sem leyfilegt er að kaupa og drekka áfengi og auk þess í miðri viku og skóli daginn eftir. Þessa hegðun getum við ekki sætt okkur við. Við getum ekki samþykkt að nemendur okkar verði sjálfum sér, skólanum okkar allra og ekki síst samfélaginu til skammar með þessum hætti. Við getum ekki sætt okkur við að áfengisdrykkja sé fremur regla en undantekning hjá börnum undir sjálfræðisaldri en því miður virðist svo vera. Nýleg könnun á áfengisneyslu framhaldsskólanemenda á Íslandi sýnir að við í FAS erum þar nálægt botninum. Í aðeins tveimur framhaldsskólum er drykkjan meiri. Tæp 70% 16-19 ára nemenda í FAS höfðu orðið ölvuð síðastliðinn mánuð þegar könnunin var gerð en meðaltalið á landinu reyndist vera 48,8%. Þetta er samfélagsmein sem við þurfum að laga í sameiningu. Við í FAS ætlum að standa okkur betur í að fylgjast með og koma í veg fyrir drykkju í öllu skólastarfi, s.s. skemmtunum og ferðum á vegum skólans. Einnig ætlum við að stuðla að aukinni vellíðan nemenda og öflugu skólastarfi með sérstaka áherslu á félagslífið eins og undanfarin ár. En það erum ekki bara við, nemendur og starfsfólk, sem þurfum að bregðast við heldur allt samfélagið. Það er eins og að hér sé viðmiðið að það sé allt í lagi að byrja að drekka áfengi í framhaldsskóla. Það er jafnvel til í dæminu að foreldrar kaupi áfengi handa ólögráða börnum sínum og skaffi aðstöðu heima fyrir þau að drekka með vinum sínum. Auðvitað getum við ekki sem starfsmannahópur stjórnað öðru fólki en við viljum þó benda á að með þessu eru skilaboðin sem börnin fá þau að það sé allt í lagi að brjóta reglurnar ef enginn kemst að því. Við erum að kenna ákveðið agaleysi. Gefa skít í kerfið. Við teljum að það er ekki vænleg aðferð. Þessari brennivínsmenningu viljum við breyta. Við viljum ekki þurfa að standa í að koma upp einhverju lögregluríki innan skólans til að taka á áfengisneyslu nemenda okkar. Við viljum ekki þurfa að horfa upp á þau þunn í skólastofunni eins og raunin var um daginn. Og við getum ekki breytt þessu meðan samfélagið samþykkir unglingadrykkju. En við viljum ræða þessi mál. Við viljum að þessi ljóti blettur á okkar annars góða samfélagi sé uppi á borðinu og til umræðu. Þöggunin er verst, með því að segja ekkert og gera ekkert erum við að samþykkja ríkjandi ástand. Hlíf Gylfadóttir, Valdís Kjartansdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson, Eyjólfur Guðmundsson, Sigurður Mar Halldórsson, Hildur Þórsdóttir, Janine Arens, Þórey Guðný Sigfúsdóttir, Sigurður Þ. Magnússon, Jóhann Pétur Kristjánsson, Hjördís Skírnisdóttir, Guðmundur Ingi Sigbjörnsson, Agnes Heiða Þorsteinsdóttir, Andri Geir Jóhannsson, Anna María Kristjánsdóttir, Miralem Haseta, Kristján Vífill Karlsson.
Tek að mér smáveislur, heita og kalda rétti, einnig brauðtertur og alls konar smurbrauðsrétti.
Gott verð Biddý 478-1737 693-2003
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 31. október 2013
Karlmenni og körfubolti
Um liðna helgi héldu dáðadrengirnir okkar , í meistaraflokki Sindra, suður á land vitandi það að fyrir höndum var risavaxið verkefni. Framundan voru tveir leikir í annarri deildinni, annar á móti Heklu á Hellu og hinn á móti Stálúlfi í Kópavogi. Það sem drengirnir vissu hinsvegar ekki var að nokkuð stórkostlegt lá í loftinu, því að eftir blóð, svita, tár og tanntöku höfðu drengirnir okkar unnið tvo frækna útisigra. Þeir lögðu Heklu með tveggja stiga mun í háspennuleik á laugardag og héldu svo upp á hvíldardaginn með tólf stiga sigri á firna sterku liði Stálúlfs í Kópavogi. Eftir þessa fræknu för eiga drengirnir okkar fullan samfélagslegan og lagalegan rétt á hressilegum stuðningi allra Hornfirðinga á komandi Sunnudag kl 16:00 í íþróttahúsinu á Höfn. Þá munu risarnir í Þór Þorlákshöfn mæta okkar mönnum í bikarkeppnini. Þórsarar eru eitt besta lið landsins og efstir í úrvalsdeildinni, á meðan okkar menn í Sindra eru á fljúgandi siglingu í annarri deildinni. Það er því klárt að hér er á ferðinni einn sá stærsti, ef ekki sá alstærsti, íþróttaviðburður sem fram hefur farið á vegum UMF- Sindra.
Fjölmennum því í íþróttahöllina okkar á sunnudag kl 16:00 og grenjum frá vömb fram á varir strákunum okkar til stuðnings.
Tombólustelpur
Eystrahorn
Kjördæmavika hjá þingmönnum
Þingmenn kjördæmisins eru á yfirreið í kjördæminu í tilefni kjördæmaviku, bæjarstjórn tók á móti þeim og farið var yfir helstu áherslumál sveitarfélagsins. Þar kom fram að bæjarstjórn leggur áherslu á að jöfnun húshitunarkostnaðar og mikilvægt að tryggja stuðning við þróun á nýjum orkugjöfum. Sjávarútvegur er enn ein helsta atvinnugreinin og er 86% af afla sem landað er unnin í heimabyggð 250 störf tengjast sjávarútvegi beint og eru afleidd störf ekki þar með talin. Veiðigjöld á Hornafirði eru 7-800 m.kr.. Þá kom fram að grynnslin fyrir utan Hornafjörð eru takmarkandi þáttur í útgerð og skipin taki niður þegar þau fari þar yfir. Lögð var áhersla á að vinna að framtíðarlausn í málefnum innsiglingar um ósinn. Lögð var áhersla á áframhaldandi stuðning við rekstur lista, viðburða og skapandi starfs á sama grunni og verið hefur, mikilvægt er að stuðningur ríkisins haldi áfram. Í vegamálum er eitt forgangsverkefni að klára vegstæði um Hornafjörð sem styttir hringveginn um 12 km., hefja undirbúnings vinnu að Lónsheiðargöngu og útrýma einbreiðum brúm sem eru 20 á þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið hefur langa reynslu af málefnum fatlaðs fólks og hefur þjónustan byggst upp í meira en 15 ár þar sem áherslan er á heimaþjónustu. Byggja nýtt hjúkrunarheimili þar sem einbýli víkja fyrir tvíbýlum og dagvist þarf að efla með auknum dagvistarrýmum. Þar kom fram að ferðaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur og er ferðamannatíminn að lengjast. Lögð er áhersla að efndir fylgi loforðum um uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs og rekstur garðsins verði á Hornafirði. Bæjarstjórn leggur áherslu á að embætti sýslumanns sé á Höfn og löggæslumál séu í samræmi við stærð sveitarfélagsins og fjölda gesta.
SÆLKERABASAR
Fimleikadeild Sindra verður með sælkerabasar í Miðbæ til fjáröflunar fyrir búningakaup iðkenda í 1.-10. bekk, föstudaginn 1. nóvember kl. 11:00 - 19:00 og laugardaginn 2. nóvember kl. 11:00 - 18:00.
Hlökkum til að sjá ykkur
OPIÐ HÚS Þessar stúlkur héldu tombólu og gáfu svo kr. 4.083,- til Rauðakrossins á Hornafirði. Þær heita Kristbjörg Natalía Jakobsdóttir og Petra Rós Jóhannsdóttir. Þakkar deildin þeim hjartanlega fyrir.
Í tilefni breytinganna á gamla húsinu í Stórulág bjóðum við alla velkomna að kíkja við laugardaginn 2. nóvember frá kl. 13:00 - 16:00. Jóhanna og Siggi
Eystrahorn
Fimmtudagur 31. október 2013
www.eystrahorn.is
Fosshótel Vatnjökull stækkar Miklar framkvæmdir standa nú yfir hjá Fosshóteli Vatnajökli og í viðtali við Stefán Þór Arnarson sagði hann m.a.
á Hnappavöllum og vonumst við til að geta byrjað á þeirri framkvæmd um svipað leyti og við klárum á Lindarbakka í vor.
Mikil stækkun
Starfsmannafjöldinn tvöfaldast
Síðustu fjögur sumur hafa í raun verið mjög svipuð, bara brjálað að gera en þetta hefur náttúrlega takmarkast af 26 herbergjum og
oftar en ekki hefur vantað töluvert uppá til að anna eftirspurn. Vegna stækkunarinnar fara 4 herbergi undir nýtt móttökurými. Það bætast við 44 ný herbergi þannig að heildar herbergjafjöldi eftir stækkun verður 66. Þar af eru 6 svítur sem telja 45 fm. – 60 fm. Einnig munum við stækka veitingasalinn, bæta við 100 fm. fundarsal og taka í notkun nýja og glæsilega móttöku sem kemur til með að rúma farþega úr tveimur rútum hið minnsta. Heildarstækkun er rúmlega 2300 fm. Þetta er í raun bara fyrsti áfangi, en tilbúið er skipulag og teikningar til enn frekari stækkunar og kemur þá til greina að Langjökull, sem er byggður úr gömlu kartöflugeymslunni muni víkja fyrir viðbyggingu sem verður í stíl við það sem nú er verið að byggja, þar er verið að tala um allt að 39 herbergi til viðbótar. Einnig er verið að undirbúa 116 herbergja glæsihótel
Það hafa verið um 15 starfsmenn hjá okkur yfir sumarmánuðina. Með þessari stækkun
gistingu sem er samkeppnishæf við það sem gerist best erlendis, þar sjáum við hjá Fosshótelum sóknarfæri og eru þessar metnaðarfullu framkvæmdir liður í því. Eins höfum við hér í sýslunni enn mjög hátt hlutfall ferðamanna sem stoppa einungis í eina nótt og með bættri aðstöðu aukum við líkurnar á að gestir dvelji lengur hjá okkur.
gæti sú tala tvöfaldast sem sýnir í raun hversu óhagstæð stærðareining þetta hefur verið þ.e.a.s það þarf hlutfallslega mun fleira starfsfólk per herbergi í 26 herbergja einingu en 66. Sérstaklega á hóteli sem þessu sem miðast við að halda uppi háu þjónustustigi. Við munum auglýsa eftir starfsfólki eftir áramót og vonumst að sjálfsögðu til að fá sem flest heimafólk til starfa.
Áætlanir gera í raun ekki ráð fyrir að vera með heilsársstarfsemi en við munum haga seglum eftir vindum í þeim málum. Ef þróunin heldur áfram eins og undanfarin ár ætti klárlega að vera grundvöllur fyrir vetraropnun í framtíðinni.
Tækifærin eru til staðar
Við stefnum á að opna nýtt og glæsilegt Fosshótel Vatnajökul um miðjan maí á næsta ári u.þ.b. 11 mánuðum frá fyrstu skóflustungu. Við munum bjóða Hornfirðingum að koma og skoða og vonum svo að í framhaldinu muni Hornfirðingar vera duglegir að nýta sér okkar þjónustu, hvort sem er í einkasamkvæmi, ráðstefnur, veislur eða bara „rómó“ kvöldverði á nýjum og flottum veitingastað í fallegu umhverfi.
Að sjálfsögðu er ekki endalaust hægt að bæta við gististöðum en tækifærin eru til staðar og ef við höldum rétt á spilunum getum við fest okkur enn betur í sessi sem öflug atvinnugrein til framtíðar. Ég tel að tækifærin felist að stórum hluta í að hækka „standardinn“ með bættum aðbúnað og þjónustu. Við verðum að geta boðið uppá
Ótrúlegt en satt! Það er erfitt að trúa því, en þar sem kirkjubækur á Jökuldal ljúga ekki þá liggur það ljóst fyrir að hagyrðingurinn og kennarinn, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, verður sjötugur þann 15. janúar næstkomandi. Af því tilefni hafa vinir hans og velunnarar ákveðið að gefa út vandað afmælisrit honum til heiðurs. Það verður að stærstum hluta byggt á úrvali úr ljóðum hans, allt frá grafalvarlegum kveðskap yfir gamansaman. Aftast í ritinu verður heillaóskaskrá. Þar geta þeir sem gerast áskrifendur að því fengið nafnið sitt birt og um leið sent afmælisbarninu kveðju. Verð þess er kr. 5.480- og er sendingargjald innifalið. Hægt er að panta bókina í síma 557-5270 og í netfanginu holar@holabok.is en útgefandi hennar er Bókaútgáfan Hólar. F.h. ritnefndar Jónas Ragnarsson, Þórður Helgason og Guðjón Ingi Eiríksson
Bjóðum öllum að koma og skoða
Jólahlaðborð á Kaffi Horninu 29. og 30. nóvember 6., 7. og 14. desember
Hlaðborð með réttum úr ríki Vatnajökuls Hreindýra , gæsa og sveita pate Reyktur og grafinn lax Síldarsalöt Grafin og reykt gæs Þurrkað og grafið lamb Hreindýr , gæs , önd Reykt grísakjöt og lambakjöt Grísasíða, lambalæri Hreindýrabollur, gæsaborgari Andaconfit, gæsalifrakæfa Dönsk kæfa, makríll Heimalagað rauðkál, lauksulta og brúnkál Eftirréttir í úrvali.
Borðapantanir í síma 478-2600
Kynningarfundur Kynning á nýju deiliskipulag við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands verður á 2. hæð í Ráðhúsi 4. nóvember kl. 13:00 - 15:00. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, umhverfis- og skipulagsfulltrúi
Úrval af rúmum og dýnum frá Svefn og heilsu og R.B. rúm
Jólavörurnar frá Georg Jensen komnar SJÓN ER SÖGU RÍKARI Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00
og laugardaga kl. 13:00 - 15:00 Verið velkomin - kaffi á könnunni
Húsgagnaval Dikta í Pakkhúsinu á Höfn Laugardaginn 9. nóvember verður hljómsveitin Dikta með tónleika í Pakkhúsinu. Húsið opnar kl. 20:30, tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Miðaverð kr. 2000,-
Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar Blóðsykurmæling Lionsklúbbur Hornafjarðar og Lionsklúburinn Kolgríma verða með blóðsykurmælingu þriðjudaginn 5. nóvember í Lyfju Höfn frá kl 11:00 til 14:00. Allir velkomnir í mælingu!
Lyklar að áhrifamiklu markaðsstarfi SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða upp á markaðsnámskeiðið „Lyklar að áhrifamiklu markaðsstarfi“ með Þórönnu K. Jónsdóttur. Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi skýrrar stefnu í markaðsmálunum, skoðað hverra er best að selja til, hvernig best er að aðgreina sig frá samkeppninni, hugtakið brand, eða ímyndarstjórnun, útskýrt og hvernig sú aðferðafræði getur eflt markaðsstarfið til muna. Þátttakendur fá lista með helstu markaðsaðgerðum sem nýtast minni fyrirtækjum og farið verður yfir hvað þessar aðgerðir fela í sér. Námskeiðið fer fram í Nýheimum fimmtudaginn 28.nóvember kl. 16:00 - 20:00 í Nýheimum (tekur 4 klst.) Kennari verður Þóranna Kristín Jónsdóttir Lágmarks fjöldi þátttakenda er 6 manns
Námskeiðsgjald aðeins 1.500 kr.
(SASS greiðir niður námskeið, verð er 15.900 kr.)
Skráning fer fram á www.fraedslunet.is eða í síma 560 2030
Bifreiðaskoðun á Höfn 11., 12. og 13. nóvember Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 8. nóvember.
Síðasta skoðun ársins Þegar vel er skoðað
UPPSKERUHÁTÍÐ Hin árlega uppskeruhátíð verður haldin á Hótel Smyrlabjörgum laugardaginn 9. nóvember. Húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk í boði Húsasmiðjunnar. Veislustjóri verður Ásmundur Friðriksson. Enginn ætti að verða svangur enda mun hlaðborðið svigna af kræsingum. Hljómsveitin Með allt á hreinu spilar fyrir dansi.
Miðaverð er kr. 6.500,- á mann Sérstakt tilboðsverð á gistingu; kr. 4.000,- á mann með morgunverði. Pantanir í síma 478-1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is
Allir velkomnir nær og fjær