Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 1. nóvember 2012
37. tbl. 30. árgangur
Fjárhagsáætlun Hornafjarðar 2013
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar var tekin til fyrri umræðu í bæjarráði þann 30. október og vísað til bæjarstjórnar sem kemur saman þann 1. nóvember. Opnir fundir um fjárhagsáætlun verða þann 15. nóvember kl. 12.00 á Hótel Höfn og þann 16. nóvember kl 12.00 á Hótel Smyrlabjörgum. Í inngangi með greinargerð með fjárhagsáætluninni kemur fram að árin 2013 verða tökin á rekstri og fjárfestingum ekki losuð þó að tillögur liggi fyrir að bæta við í
ýmis verkefni í velferðarmálum sem og þeim sem tengjast eflingu samfélagsins almennt. Áfram verður ágætur afgangur af rekstri, handbært fé nægjanlegt og skuldastaðan eins og best þekkist meðal íslenskra sveitarfélaga. Helstu niðurstöður áætlunarinnar árin 20132016 skv. tillögu sem liggur fyrir eru eftirfarandi. Tölurnar eru fyrir A og B hluta:
2013
2014
2015
2016
Rekstrarniðurstaða (m.kr.)
196.468
226.294
227.907
226.837
Skuldir í hlutfalli af tekjum
72,1%
68,5%
64,4%
62,7%
400.000
250.000
250.000
250.000
14,9%
16,89%
17,32%
17,61%
Framkvæmdir (m.kr.) Framlegð (EBIDTAR) % Handbært fé í árslok (m.kr.)
145.725
131.490
117.489
153.348
Afborganir langtímalána (m.kr.)
(92.765)
(113.939)
(118.629)
(121.681)
Ný lántaka A-B hluta (m.kr.)
200.000
Meðal helstu verkefna árið 2013 eru að lokið verður við endurbætur á Heppuskóla. Þá verður unnið að eflingu við starf Nýheima í samstarfi við ríkið með áherslu á orku og list- og verkgreinar. Áfram verður unnið að eflingu safnamála í samstarfi við hina ýmsu aðila. Málaflokkur fatlaðra verður efldur í sveitarfélaginu. Einnig mun sveitarfélagið styrkja velferðarþjónustuna enn frekar. Unnið verður
50.000
að úrlausn á netsamband í dreifbýli . Lokið verður við gatnagerð á Leirusvæðinu og hafið ræktunarstarf á uppdælingarsvæðinu. Þá er stefnt að tveggja tunnu kerfi í sorpmálum sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun eru á heimasíðu bæjarins www.hornafjordur.is
Matthildur ráðin framkvæmdastjóri HSSA Matthildur Ásmundardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Hún mun hefja störf 1. nóvember en þá lætur Guðrún Júlía af störfum. Um leið og Matthildur er boðin velkomin til starfa þá er Guðrúnu Júlíu færðar bestu þakkir fyrir farsælt starf sem framkvæmdastjóri HSSA. Matthildur er með MSc í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla íslands og BSc í sjúkraþjálfun frá sama skóla. Þá hefur Matthildur setið ýmiskonar námskeið sem
tengist klínisku starfi sjúkraþjálfara. Matthildur hefur starfað sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari og á Hjúkrunarheimili HSSA frá árinu 2004. Einnig hefur Matthildur haldið ýmis námskeið og hópþjálfun á sínu sviði. Matthildur hefur einnig starfað að félagsmálum hér á Höfn, bæði í nefndarstörfum á vegum sveitarfélagsins og verið formaður USÚ og í varastjórn UMFÍ, þá er hún formaður Landsmótsnefndar vegna Unglingalandsmóts hér á Höfn 2013. BB
Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús