Eystrahorn 38. tbl. 31. árgangur
Fimmtudagur 7. nóvember 2013
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Ásgerður Kristín nýr bæjarstjóri Hornafjarðar formaður skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar þar til snemma á árinu en þá tók ég sæti varamanns til að minnka aðeins vinnuálagið þar sem ég var í 80% vinnu á HSSA með bæjarstjórn og bæjarráði. Sú reynsla auk þess að hafa síðustu ár verið í stjórnunarstöðu á heilbrigðisstofnuninni nýtist mér mjög vel. En ég hef auðvitað ekki verið bæjarstóri áður og á án efa eftir að reka í vörðurnar. Þá kemur að því að maður er alls ekki einn. Bæði stjórnsýslan og bæjarstjórn er mönnuð flottu fólki sem tekur þessum skiptum mjög vel og styður við bakið á mér.
Í síðasta tölublaði var viðtal við Hjalta Þór fráfarandi bæjarstjóra og hér er viðtal við nýjan bæjarstjóra Ásgerði Kristínu Gylfadóttur sem tók formlega við starfinu 1. nóvember.
Kem að vestan Ég fæddist árið 1968 á Ísafirði og bjó í Hnífsdal til 17 ára aldurs. Fór þá sem skiptinemi til Sao Paulo í Brasilíu til árs dvalar. Fluttist með fjölskyldunni til Hafnafjarðar 1987 og bjó þar og í Reykjavík til 2002 þegar ég ásamt syni mínum Aroni Martin fluttum til Hornafjarðar. Friðrik Jónas Friðriksson rafvirkjameistara er maðurinn minn og eigum við tvö börn Jönu Mekkín og Friðrik Björn. Svo eigum við litla fjölskyldu á Akureyri, Aron Martin , Veroniku Rut og litla Hjört Loga sem fæddist í maí sl. Framhaldsskólanám mitt hófs í MÍ fyrir Brasilíuferðina en ég útskrifaðist sem stúdent frá Flensborgarskólanum 1989. Þá tók við vinna í eitt ár á slysó – Borgarspítalanum áður en ég fór í hjúkrunarfræði við HÍ og útskrifaðist þaðan 1994. Tók síðar diplómanám í heilsugæslu og leiðbeinendanámskeið í almennri skyndihjálp. Sem krakki og unglingur renndi ég mér á skíðum fyrir vestan en hafði annars lítið gaman að íþróttum. Pældi mikið í tónlist á tímabili og „hélt með“ Wham en ekki Duran Duran svo tóku Cure og Smiths við nokkrum árum seinna. Hef alltaf verið eitthvað að þvælast í félagsmálum þrátt fyrir að ég væri mjög feiminn unglingur og þurfti að ögra sjálfri mér á ákveðinn hátt. Tók þátt í stjórnum nemendafélaga í MÍ og í hjúkrunardeildinni. Síðan sem einn af trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga á Kleppi og svo í stjórn fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga, þar af formaður í eitt ár. Er ég kom á Hornafjörð vantaði mig eitthvað að dunda mér við í frístundum og á fyrsta ári hér var ég orðinn formaður Hornafjarðardeildar RKÍ og hef verið viðloðandi deildina meira og minna síðan.
Starfsferill Starfsferillinn byrjaði eftir fermingu í fiski fyrir vestan í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Svo tóku verslunarstörf við á sumrin og með skóla og sem starfsstúlka á slysó í einn vetur áður en ég hóf nám í hjúkrunarfræði. Eftir útskrift fór ég á Klepp í tvennum skilningi. Vann á deild 13 sem var móttökugeðdeild og bjó á „Skaftinu“ í starfsmannaíbúð á vegum Landspítalans. Þar vann ég til ´98 en þá fór ég í lyfjakynningar. Vann hjá Pharmaco hf. sem markaðsfulltrúi fyrir Pharmacia & Upjohn, síðar Pharmacia. Það var góður skóli og skemmtilegur tími þar sem maður kynntist heilbrigðiskerfinu frá nýrri hlið. Í lok árs 2001 var ég orðin eitthvað leið á því starfi sá það ekki sem framtíðarstarf þá hringdi Helga vinkona mín, hjúkrunarfræðingur sem vann hér á Höfn í mig og plataði mig til að venda mínu kvæði í kross. Koma austur og hvíla mig á Reykjavík og lyfjabransanum, hugsa um hvað mig langaði að gera þegar ég yrði stór! Stefnan var að vera hér í um eitt og hálft ár en ég er hér enn en Helga og fjölskylda fóru um það leyti sem ég hafði ætlað mér að fara. Ég byrjaði á hjúkrunardeild HSSA, fór
Mörg mikilvæg verkefni framundan svo yfir í skólahjúkrun og þaðan árið 2007 í starf hjúkrunarstjóra á hjúkrunarsviði HSSA. Þar hef ég fengið mikla og góða reynslu og unnið í gegnum tíðina með frábæru samstarfsfólki, heimilisfólki og aðstandendum þeirra.
Þátttaka í sveitarstjórnarmálum Ég er alin upp við opna og skemmtilega stjórnmálaumræðu þar sem foreldrar mínir, amma og afi voru ekki öll á sama máli og hafa öll sterkar skoðanir. Ég hafði þó aldrei hugsað þá hugsun að bjóða mig fram í pólitíska vinnu þegar leitað var til mín fyrir kosningarnar 2010 um að taka sæti á lista fyrir Framsóknarflokkinn og stuðningsmenn þeirra. Ég er þannig þenkjandi að mér finnst nauðsynlegt að taka ábyrgð ekki bara tuða við eldhúsborðið og gera svo ekkert í málunum, þarna var fólk sem greinilega hafði trú á að ég hefði eitthvað til málanna að leggja og eftir umhugsun með fjölskyldunni og vinum þá ákvað ég að taka þátt og vera með og svo fór sem fór! Eins og kom fram hér að framan þá er ég alin upp við umræðu um samfélagsmál. Fósturfaðir minn var eitt sinn á lista fyrir vestan er ég var krakki og ég man eftir mynd af honum á framboðslista og fannst það mjög merkilegt. Amma og afi voru mjög pólitísk og frændfólk þannig að þetta hefur alltaf legið í loftinu. Mamma og pabbi voru líka mjög virk almennt í félagsmálum og stundum verið fíflast með að Gylfi pabbi minn sé með formannaveikina og ég hafi erft þessi ósköp frá honum! Og það að ef maður vill hafa áhrif þá verður maður að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Það hafa allir gott af því að taka á einhverjum tímapunkti í lífinu þátt í stjórnmálum eða félagsmálum sem að hugnast hverjum og einum. Mér finnst sveitarstjórn kjörinn vettvangur því að þar kemur saman fólk sem hefur allt það að markmiði að vinna samfélagi sínu vel og hlúa að því hvar svo sem fólk er í flokki.
Er nokkuð vel inní flestum málum Ég hef verið í bæjarráði frá því í júní 2010 sem gerir það að verkum að ég er nokkuð vel inní flestum málum sem snúa að pólitíkinni. Einnig var ég
Á kjörtímabilinu höfum við verið að vinna í nokkrum stórum verkefnum sem er mjög ánægjulegt að eru í höfn s.s. endurbætur á Heppuskóla sem voru löngu tímabærar og svo flutningurinn á Gömlu búð sem að mínu mati tókst mjög vel. Vel hefur gengið að huga að heildar ásýnd bæjarins en það er auðvitað verkefni sem að aldrei er í höfn og samfélagið allt verður að taka þátt í. Það sem við þurfum að setja í forgang núna eru fráveitumál þá sérstaklega á hafnarsvæðinu og svo höldum við áfram með endurbætur á Sindrabæ. Einnig þarf að huga að aðstöðu við áhaldahúsið og halda áfram með innleiðingu á 2ja tunnu kerfinu sem er frábært skref í átt að aukinni umhverfisvernd sem ég tel skyldu okkar að sinna. Stóra verkefnið framundan er svo bygging nýs hjúkrunarheimilis. Það er verkefni sem er á forræði ríkisins en við tökum þátt í. Þörfin er mjög mikil og því er það okkar verkefni að halda áfram að tala fyrir því við ríkisvaldið, koma verkefninu inná uppbyggingaráætlun og tryggja fjármögnun.
Trúi á útsjónasemi íbúana Sveitarfélagið Hornafjörður er góður staður að búa á. Hér eru íbúar mjög virkir félagslega og duglegir. Ég upplifi það að fólk sé duglegt að finna hugmyndum sínum farveg og láta drauma sína rætast. Mér finnst mjög miður að dregið hefur úr þjónustu á svæðinu með lokun verslana og tel það áhyggjuefni að lakkrísgerðin sé á förum til Reykjavíkur. En ég er bjartsýn á að Hornfirðingar haldi áfram að vera útsjónasamir og sjá tækifærin ekki bara í ferðaþjónustunni heldur láti þeir til sín taka á öðrum sviðum líka. Sveitarfélagið býður uppá mörg tækifæri bæði í þéttbýli og dreifbýli. Húsnæðisskortur hefur verið takmarkandi þáttur og ég mæli með því að íbúar haldi áfram uppbyggingu húsnæðis svo nýir íbúar komist að. Nýtt starf leggst vel í mig. Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig að fá að spreyta mig á þessu verkefni til vorsins. Samt er þetta tregablandin tilhlökkun því að það er eftirsjá af Hjalta sem ég hef átt mjög gott og lærdómsríkt samstarf við síðustu árin. En það kemur kona í manns stað og það er enginn einn í þessu frekar en öðru. Starfsfólkið í ráðhúsinu hefur tekið vel á móti mér sem og samstarfsfólk í bæjarstjórn þannig að ég er hvergi bangin.