Eystrahorn 38. tbl. 31. árgangur
Fimmtudagur 7. nóvember 2013
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Ásgerður Kristín nýr bæjarstjóri Hornafjarðar formaður skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar þar til snemma á árinu en þá tók ég sæti varamanns til að minnka aðeins vinnuálagið þar sem ég var í 80% vinnu á HSSA með bæjarstjórn og bæjarráði. Sú reynsla auk þess að hafa síðustu ár verið í stjórnunarstöðu á heilbrigðisstofnuninni nýtist mér mjög vel. En ég hef auðvitað ekki verið bæjarstóri áður og á án efa eftir að reka í vörðurnar. Þá kemur að því að maður er alls ekki einn. Bæði stjórnsýslan og bæjarstjórn er mönnuð flottu fólki sem tekur þessum skiptum mjög vel og styður við bakið á mér.
Í síðasta tölublaði var viðtal við Hjalta Þór fráfarandi bæjarstjóra og hér er viðtal við nýjan bæjarstjóra Ásgerði Kristínu Gylfadóttur sem tók formlega við starfinu 1. nóvember.
Kem að vestan Ég fæddist árið 1968 á Ísafirði og bjó í Hnífsdal til 17 ára aldurs. Fór þá sem skiptinemi til Sao Paulo í Brasilíu til árs dvalar. Fluttist með fjölskyldunni til Hafnafjarðar 1987 og bjó þar og í Reykjavík til 2002 þegar ég ásamt syni mínum Aroni Martin fluttum til Hornafjarðar. Friðrik Jónas Friðriksson rafvirkjameistara er maðurinn minn og eigum við tvö börn Jönu Mekkín og Friðrik Björn. Svo eigum við litla fjölskyldu á Akureyri, Aron Martin , Veroniku Rut og litla Hjört Loga sem fæddist í maí sl. Framhaldsskólanám mitt hófs í MÍ fyrir Brasilíuferðina en ég útskrifaðist sem stúdent frá Flensborgarskólanum 1989. Þá tók við vinna í eitt ár á slysó – Borgarspítalanum áður en ég fór í hjúkrunarfræði við HÍ og útskrifaðist þaðan 1994. Tók síðar diplómanám í heilsugæslu og leiðbeinendanámskeið í almennri skyndihjálp. Sem krakki og unglingur renndi ég mér á skíðum fyrir vestan en hafði annars lítið gaman að íþróttum. Pældi mikið í tónlist á tímabili og „hélt með“ Wham en ekki Duran Duran svo tóku Cure og Smiths við nokkrum árum seinna. Hef alltaf verið eitthvað að þvælast í félagsmálum þrátt fyrir að ég væri mjög feiminn unglingur og þurfti að ögra sjálfri mér á ákveðinn hátt. Tók þátt í stjórnum nemendafélaga í MÍ og í hjúkrunardeildinni. Síðan sem einn af trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga á Kleppi og svo í stjórn fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga, þar af formaður í eitt ár. Er ég kom á Hornafjörð vantaði mig eitthvað að dunda mér við í frístundum og á fyrsta ári hér var ég orðinn formaður Hornafjarðardeildar RKÍ og hef verið viðloðandi deildina meira og minna síðan.
Starfsferill Starfsferillinn byrjaði eftir fermingu í fiski fyrir vestan í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Svo tóku verslunarstörf við á sumrin og með skóla og sem starfsstúlka á slysó í einn vetur áður en ég hóf nám í hjúkrunarfræði. Eftir útskrift fór ég á Klepp í tvennum skilningi. Vann á deild 13 sem var móttökugeðdeild og bjó á „Skaftinu“ í starfsmannaíbúð á vegum Landspítalans. Þar vann ég til ´98 en þá fór ég í lyfjakynningar. Vann hjá Pharmaco hf. sem markaðsfulltrúi fyrir Pharmacia & Upjohn, síðar Pharmacia. Það var góður skóli og skemmtilegur tími þar sem maður kynntist heilbrigðiskerfinu frá nýrri hlið. Í lok árs 2001 var ég orðin eitthvað leið á því starfi sá það ekki sem framtíðarstarf þá hringdi Helga vinkona mín, hjúkrunarfræðingur sem vann hér á Höfn í mig og plataði mig til að venda mínu kvæði í kross. Koma austur og hvíla mig á Reykjavík og lyfjabransanum, hugsa um hvað mig langaði að gera þegar ég yrði stór! Stefnan var að vera hér í um eitt og hálft ár en ég er hér enn en Helga og fjölskylda fóru um það leyti sem ég hafði ætlað mér að fara. Ég byrjaði á hjúkrunardeild HSSA, fór
Mörg mikilvæg verkefni framundan svo yfir í skólahjúkrun og þaðan árið 2007 í starf hjúkrunarstjóra á hjúkrunarsviði HSSA. Þar hef ég fengið mikla og góða reynslu og unnið í gegnum tíðina með frábæru samstarfsfólki, heimilisfólki og aðstandendum þeirra.
Þátttaka í sveitarstjórnarmálum Ég er alin upp við opna og skemmtilega stjórnmálaumræðu þar sem foreldrar mínir, amma og afi voru ekki öll á sama máli og hafa öll sterkar skoðanir. Ég hafði þó aldrei hugsað þá hugsun að bjóða mig fram í pólitíska vinnu þegar leitað var til mín fyrir kosningarnar 2010 um að taka sæti á lista fyrir Framsóknarflokkinn og stuðningsmenn þeirra. Ég er þannig þenkjandi að mér finnst nauðsynlegt að taka ábyrgð ekki bara tuða við eldhúsborðið og gera svo ekkert í málunum, þarna var fólk sem greinilega hafði trú á að ég hefði eitthvað til málanna að leggja og eftir umhugsun með fjölskyldunni og vinum þá ákvað ég að taka þátt og vera með og svo fór sem fór! Eins og kom fram hér að framan þá er ég alin upp við umræðu um samfélagsmál. Fósturfaðir minn var eitt sinn á lista fyrir vestan er ég var krakki og ég man eftir mynd af honum á framboðslista og fannst það mjög merkilegt. Amma og afi voru mjög pólitísk og frændfólk þannig að þetta hefur alltaf legið í loftinu. Mamma og pabbi voru líka mjög virk almennt í félagsmálum og stundum verið fíflast með að Gylfi pabbi minn sé með formannaveikina og ég hafi erft þessi ósköp frá honum! Og það að ef maður vill hafa áhrif þá verður maður að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Það hafa allir gott af því að taka á einhverjum tímapunkti í lífinu þátt í stjórnmálum eða félagsmálum sem að hugnast hverjum og einum. Mér finnst sveitarstjórn kjörinn vettvangur því að þar kemur saman fólk sem hefur allt það að markmiði að vinna samfélagi sínu vel og hlúa að því hvar svo sem fólk er í flokki.
Er nokkuð vel inní flestum málum Ég hef verið í bæjarráði frá því í júní 2010 sem gerir það að verkum að ég er nokkuð vel inní flestum málum sem snúa að pólitíkinni. Einnig var ég
Á kjörtímabilinu höfum við verið að vinna í nokkrum stórum verkefnum sem er mjög ánægjulegt að eru í höfn s.s. endurbætur á Heppuskóla sem voru löngu tímabærar og svo flutningurinn á Gömlu búð sem að mínu mati tókst mjög vel. Vel hefur gengið að huga að heildar ásýnd bæjarins en það er auðvitað verkefni sem að aldrei er í höfn og samfélagið allt verður að taka þátt í. Það sem við þurfum að setja í forgang núna eru fráveitumál þá sérstaklega á hafnarsvæðinu og svo höldum við áfram með endurbætur á Sindrabæ. Einnig þarf að huga að aðstöðu við áhaldahúsið og halda áfram með innleiðingu á 2ja tunnu kerfinu sem er frábært skref í átt að aukinni umhverfisvernd sem ég tel skyldu okkar að sinna. Stóra verkefnið framundan er svo bygging nýs hjúkrunarheimilis. Það er verkefni sem er á forræði ríkisins en við tökum þátt í. Þörfin er mjög mikil og því er það okkar verkefni að halda áfram að tala fyrir því við ríkisvaldið, koma verkefninu inná uppbyggingaráætlun og tryggja fjármögnun.
Trúi á útsjónasemi íbúana Sveitarfélagið Hornafjörður er góður staður að búa á. Hér eru íbúar mjög virkir félagslega og duglegir. Ég upplifi það að fólk sé duglegt að finna hugmyndum sínum farveg og láta drauma sína rætast. Mér finnst mjög miður að dregið hefur úr þjónustu á svæðinu með lokun verslana og tel það áhyggjuefni að lakkrísgerðin sé á förum til Reykjavíkur. En ég er bjartsýn á að Hornfirðingar haldi áfram að vera útsjónasamir og sjá tækifærin ekki bara í ferðaþjónustunni heldur láti þeir til sín taka á öðrum sviðum líka. Sveitarfélagið býður uppá mörg tækifæri bæði í þéttbýli og dreifbýli. Húsnæðisskortur hefur verið takmarkandi þáttur og ég mæli með því að íbúar haldi áfram uppbyggingu húsnæðis svo nýir íbúar komist að. Nýtt starf leggst vel í mig. Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig að fá að spreyta mig á þessu verkefni til vorsins. Samt er þetta tregablandin tilhlökkun því að það er eftirsjá af Hjalta sem ég hef átt mjög gott og lærdómsríkt samstarf við síðustu árin. En það kemur kona í manns stað og það er enginn einn í þessu frekar en öðru. Starfsfólkið í ráðhúsinu hefur tekið vel á móti mér sem og samstarfsfólk í bæjarstjórn þannig að ég er hvergi bangin.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 7. nóvember 2013
Eystrahorn
Stefnumótun fyrir Hornafjarðarhöfn
Kaþólska kirkjan Sunnudagur 10. nóbember Börnin hittast kl. 11:00. Hl. messa byrjar kl. 12:00 Eftir messu er gestum boðið að þiggja kaffiveitingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Samverustund Samverustund verður í Ekrusal föstudaginn 8. nóvember kl. 17:00. Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSSA kemur í heimsókn. Félag eldri Honfirðinga
Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir
verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 18. - 21. nóvember næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.
Það hefur margt breyst á hafnarsvæðinu síðan þessi mynd var tekin.
Á 155. fundi hafnarstjórnar, sem haldinn var 30. ágúst 2013, var eftirfarandi samþykkt: „Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í stefnumótun og starfsmenn vinni áfram með það að markmiði að hún klárist fyrir nk. áramót.“ Reikna má með að sá tímarammi muni ekki standast enda margt orðið til þess að tafir hafa orðið á undirbúningi verksins. Ekki hefur áður verið unnið að stefnumótun fyrir Hornafjarðarhöfn. Áhersla er lögð á að sem víðtækust sátt ríki um þessa vinnu. Í ljósi þess hefur verið ákveðið að kalla saman á vinnufund þau fyrirtæki og einstaklinga sem hagsmuna eiga að gæta, svo sem útgerðarfyrirtæki, fiskvinnslufyrirtæki, fiskmarkaði, sjómenn, starfsmenn í landi, hafnarstarfsmenn, flutningafyrirtæki, iðnaðarfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki. Allt annað áhugafólk um málefni hafnarinnar er einnig boðið velkomið. Vinnufundurinn verður haldinn í Nýheimum þriðjudaginn 12. nóvember. Hann hefst klukkan 17:00 og lýkur þegar greiningarvinnu er lokið. Boðið verður upp á létt snarl á fundinum. Til að auðvelda undirbúning er æskilegt að væntanlegir þátttakendur tilkynni sig á netfangið sigurdurg@hornafjordur.is. Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar
ATH að ekki er tekið við kortum.
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
Gunnars Sigurðssonar frá Krossalandi í Lóni Tjarnarbrú 16 Höfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks HSSA fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Einnig fær Signý Guðmundsdóttir bestu þakkir fyrir alla aðstoð og aðhlynningu. Fyrir hönd aðstandenda Sigurþór Sigurðsson Leiðrétting við andlátsfrétt Gunnars Sigurðssonar í síðasta tölublaði. Þórlaug Sigurborg dó 16.04.1947, Guðmundur fæddist 15.10.1921 og Miðbær er Höfðavegur 11.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Jólamarkaður Nú fer að líða að jólum og ekki seinna vænna að hefja undirbúning. Hinn árlegi Jólamarkaður verður að þessu sinni á Hafnarvík- og Heppusvæðinu. Boðið verður upp á aðstöðu bæði innan- og utandyra fyrir seljendur og aðra sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Húsakosturinn er ekki af verri endanum en það er Humarhöfnin, hluti af kjallara Kaupmannshússins og auðvitað Hjallarnir góðu. Ýmis skemmtiatriði verða í boði m.a. Lúðrasveitin, karla- og kvennakórinn, harmonikkubræður, Þórdís Imsland og hljómsveit, Þorkell og Birkir, Stakir jakar, leikskólabörnin, Guggurnar, barnakórinn, Stelpuhljómsveitin ásamt óvæntum gestakomum, kræsingum ýmisskonar, barnaleikjum, samsöng og hinni dásamlegu Krakka-jólalest sem stýrð er af Stúfi og Stekkjarstaur. Einnig verður í boði jólabíó, sem verður auglýst síðar. Tendrað verður á jólatrénu á Heppunni 1. desember kl. 17:00 og munu krakkarnir í barnaskólanum taka það að sér að venju. Jólamarkaðurinn opnar 1. desember og er opinn frá kl. 14:00 - 18:00, en verður eftir það opinn á laugardögum frá kl. 13:00 - 17:00 til jóla. Við viljum hvetja alla þá sem vilja taka þátt í jólamarkaðnum að hafa samband við okkur fyrir 27. nóvember. Fyrirspurnir sendist á netfangið jolamarkadur@hornafjordur.is.
Almennur stjórnmálafundur Á Kaffihorninu laugardaginn 9. nóvember kl. 10:30 Alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason ræða stjórnmálaviðhorfin Allir velkomnir
Eystrahorn
Fimmtudagur 7. nóvember 2013
Ánægjulegt að fylgjast með þróun mála
Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri
Ráðstefnan og uppskeruhátíðin „Ríki Vatnajökuls-Tilvist og tækifæri“ var haldin við góðar undirtektir á Hótel Höfn sl. föstudag, 1. nóvember. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Ríkis Vatnajökuls, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands og Sveitarfélagsins Hornafjarðar og var lögð á áhersla á fjölbreytta fyrirlestra sem snerta á ferðamálum í sýslunni. Má þar nefna tengsl ferðamennsku og Vatnajökulsþjóðgarðs, möguleika á nýjum mörkuðum og þróun á „slow adventure tourism“ auk þess sem kynnt var ný rannsókn um umfang ferðamennsku í Austur-Skaftafellssýslu. Fyrsta embættisverk Ásgerðar K. Gylfadóttur sem nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar var að ávarpa ráðstefnugesti auk þess sem Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri flutti ávarp. Rúmlega 70 manns tóku þátt í ráðstefnunni, þar af voru margir aðkomnir gestir og sýnir það mikinn utanaðkomandi áhuga á þróun greinarinnar í sveitarfélaginu. „Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þróun mála í ferðaþjónustu hér á undanförnum árum“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. „Ferðaþjónustuaðilar og aðrir íbúar virtust hafa borið gæfu til þess að horfa til stofnunar þjóðgarðsins út frá þeim tækifærum sem hann skapaði.“ Bætti hún ennfremur við að sú samvinna í ferðamálum sem er á meðal sveitarfélagsins, Ríkis Vatnajökuls og Háskólasetursins auk annarra stofnana innan Þekkingarsetursins Nýheima hafi skapað styrkan grundvöll fyrir framsýna eflingu atvinnugreinarinnar á svæðinu. Þar fléttast saman stuðningur hins opinbera stjórnkerfis, aðkoma fræðasamfélagsins og samstarf einkaaðila. Ráðstefnunni lauk með líflegum og uppbyggilegum umræðum í vinnuhópum um mismunandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar áður en haldið var í óvissuferð í boði Náttúrustofu Suðausturlands. Síðar um kvöldið var boðið upp á ískaldan Vatnajökulsbjór og annan fordrykk í Skreiðarskemmunni undir harmonikkuleik Hauks Þorvalds, kvöldverð og skemmtun í Nýheimum undir dyggri stjórn Jóhannesar Kristjánssonar veislustjóra og að lokum ekta hornfirskri pöbbastemmningu með Villa og félögum í Pakkhúsinu. Mikil ánægja er með ráðstefnuna og er það von þeirra sem að henni stóðu að hún megi verða hvatning til áframhaldandi samvinnu, samtals og sameiginlegrar stefnumótunar í ferðamálum í sýslunni.
www.eystrahorn.is
FAS-istar í Ungverjalandi
Þriðjudaginn 15. október lögðum við 11 nemendur og 2 kennarar af stað til Ungverjalands. Við tökum þátt í svokölluðu nemendaskiptaverkefni á vegum Evrópusambandsins. Við dvöldum í Ungverjalandi í 12 nætur, þar af 10 nætur í Keszthely hjá fjölskyldum okkar en þátttakendur búa hverjir hjá öðrum á meðan á heimsóknum stendur. Tvær síðustu næturnar vorum við í Búdapest á gistiheimili. Ferðin heppnaðist vel í alla staði og þegar þessi grein er skrifuð erum við á flugvellinum í Kaupmannahöfn að bíða eftir fluginu heim til Íslands. Ferðin gaf okkur góða yfirsýn á menningu Ungverjalands og landinu í heild. Það er mikill munur að taka þátt í svona verkefni og að vera “venjulegur” ferðamaður. Það var sérstök upplifun og skemmtilegt tækifæri fyrir okkur að kynnast öðru landi á þennan hátt, matarmenningin er allt öðruvísi og klósettin eru mörg stórfurðuleg! Við fórum í mikið af “fjallgöngum” en fyrir íslenska víkinga var þetta nú bara skemmtiskokk. Þá var fullt af sögufrægum byggingum s.s. kirkjum, höllum og miðaldaköstulum skoðaðar. Við vorum einstaklega heppin með veður, en sólin skein á okkur hvern einasta dag og fór hitinn hæst uppí 30°C. Í febrúar/mars á næsta ári fáum við Ungverjana svo í heimsókn til Íslands og þá leyfum þeim að upplifa okkar menningu á sama hátt og við fengum að kynnast þeirra menningu. Ármann Örn, Dóra Björg, Guðrún Kristín, Heiðdís Anna, Hrafn Logi, Ljósbrá Dögg, María Hjördís, Nejra, Ragnar Magnús, Siggerður og Þorsteinn. Ásamt Andra Geir og Hjördísi sem er verkefnisstjóri.
Áminning frá lögreglunni Lögreglan vill nú þegar daginn styttir minna vegfarendur á að yfirfara ljósabúnað ökutækja sinna og mikilvægi þess að gangandi vegfarendur hugi að sýnileika sínum í rökkrinu með notkun endurskinsmerkja. Þá er og ástæða til að hvetja börn og fullorðna sem hjóla til og frá skóla og vinnu að útbúa hjól sín með ljósum sem stórauka sýnileika reiðhjóla í umferðinni.
Nýbakaðar kleinur!
Umboðsaðili
Laugardaginn 9. nóvember ætlum við í 9. bekk að ganga í hús og selja nýbakaðar kleinur. Við vonum að þið takið vel á móti okkur :)
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 7. nóvember 2013
Eystrahorn
Sparisjóðurinn úthlutar styrkjum
Nýlega voru afhentir styrkir úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík. Hér er gerð grein fyrir þeim aðilum sem fengu styrk að þessu sinni.
Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Ferðafélag Austur-Skaftfellinga var stofnað í mars 1980 og félagsmenn telja nú á annað hundrað. Félagið er áhugamannafélag og sjálfstætt starfandi deild innan F.Í. Markmið félagsins er að stuðla að fjölskylduvænum og heilsusamlegum samverustundum ásamt því að bera virðingu fyrir náttúru og dýralífi. Félagið er öllum opið og er starfsemin mjög blómleg, með fjölbreytta dagskrá. Síðastliðin ár hafa strandgöngur borið hvað hæst í vetrarstarfi en í vetur á að ganga í kaupstað á Djúpavogi eftir þjóðveginum. Sumardagskráin hefur einnig verið mjög fjölbreytt og metnaðarfull og er m.a stefnt á utanlandsferð næsta sumar. Félagið rekur fjallaskála inni á Lónsöræfum og hafa gistinætur þar verið á bilinu 6 - 8 hundruð á sumri. Þar eru starfandi skálaverðir frá 20. júní til 20. ágúst á vegum félagsins ásamt landverði. Í sumar réðst félagið ásamt Vatnajökulsþjóðgarði í mjög aðkallandi verkefni að koma á símasambandi í Kollumúla. Einnig hefur félagið staðið fyrir skiltagerð á gönguleiðinni Horn-Papós en á báðum endum leiðarinnar hefur verið komið fyrir upplýsingaskilti ásamt gestabók og gönguleiðakortum. Einnig er verið að leggja lokahönd á upplýsinga- og heilsufarsskilti á Almannaskarði. Að framansögðu er ljóst að félagið er ríkt af mannauði og hefur innan sinna raða mannskap sem fórnar frítíma sínum í alls konar sjálfboðastarf. Það er mikilsvert fyrir samfélagið okkar að hafa aðgang að svo kröftugu félagi. Óskum við því alls hins besta í framtíðinni.
Lúðrasveit Tónskóla A-Skaft. Hvert bæjarfélag sem hefur á að skipa öflugu tónlistarlífi er vel í sveit sett. Þar skipa lúðrasveitir stórt hlutverk og hafa lengi gert. Við Tónskóla A-Skaft starfar nú lúðrasveit sem skipuð er krökkum á aldrinum 9-15 ára og nýtur hún stuðnings eldri og reyndari lúðrasveitarmanna. Hópurinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum á liðnum mánuðum, til fjáröflunar fyrir sveitina. Í vor fór svo lúðrasveitin í tónleikaferð til
Svíþjóðar. Þetta hefur því verið viðburðarríkt ár. Lúðrasveitin, sem telur núna 30 manns, stefnir á landsmót í vor sem haldið verður í Stykkishólmi. Sparisjóðurinn vill aðstoða ungt fólk til að koma hugmyndum sínum og áhugamálum í framkvæmd svo það geti tekið þátt í uppbyggilegu og heilbrigðu starfi. Lúðrasveitin starfar undir öruggri stjórn Jóhanns Morávek og allir sem til þekkja vita að hann vinnur af heilindum hvert það verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Megi lúðrasveitin stækka og eflast á ókomnum árum og verða okkur áframhaldandi gleðigjafi.
Bóka- og minjasafn Nönnu Guðmundsdóttur Í Berufirði í Suður-Múlasýslu stendur gamall bær með sama nafni, sem lætur ekki mikið yfir sér, frá þjóðveginum séð, en á sér sögulegar rætur, þar sem Bóka og minjasafn er í húsi sem áður var fjós. Nýlega var þar endurreist smiðjuhús sem er hluti af Nönnusafni og skemma sem tilheyrir gamla bænum. Þar stendur einnig kirkja sem var endurbyggð seint á fjórða tug síðustu aldar og þar eru margir merkir gripir, 200 ára messuklæði, altarisklæði og predikunarstóll frá 17. öld. Nanna Guðmundsdóttir fæddist árið 1906 á bænum Berufirði og var frumkvöðull á mörgum sviðum. Hún lést
árið 1988 og verður sögu hennar minnst hér í fáum orðum. Nanna tók gagnfræðapróf frá Akureyri og fór til Svíþjóðar á lýðháskóla og sótti einnig nám í sænskum garðyrkjuskóla. Kennaraprófi lauk hún hér á landi og annaðist kennslu í marga áratugi, lengst af í Berufirði. Auk þess stundaði Nanna garðyrkju og skógrækt og bera brekkurnar ofan Berufjarðar þess vott. Þegar ævistarfinu lauk fór Nanna að safna saman gömlum munum sem flestir höfðu verið í notkun á Berufjarðartorfunni, en mannmargt var þar á árum áður. Þessir munir voru að miklu leyti heimagerð verkfæri úr tré og málmum, þar má nefna spunavél sem er ein fárra á landinu sem er í fullkomnu lagi. Safnadagur var haldinn í september síðastliðnum og þá voru sýnd gömul vinnubrögð, m.a. spunnið band úr lopa og einnig sýnt vélprjón á 100 ára gamla prjónavél. Einnig var sýnd eldsmiðja og voru meðal annars smíðaðar hurðalamir, krókar og skeifur. Á safninu er einnig gott safn fræðibóka og sumar þeirra eru fáséðar enda var Nanna mikil fræðakona. Það eru aðstandendur Nönnu Guðmundsdóttur sem eiga veg og vanda að uppbyggingu safnsins. Sparisjóðurinn óskar Nönnusafni og öllum þeim sem að því standa til hamingju með áhugavert safn og velgengni með áframhaldandi uppbyggingu.
Matvælaframleiðendur í Miðbæinn Matvælaframleiðendur í Ríki Vatnjökuls hafa fengið aðstöðu í Miðbæ til að selja vörur sínar tvo daga í viku fram að jólum. Opið verður föstudaga og laugardaga frá kl. 13:00 – 18:00. Þeir sem þegar hafa ákveðið að nýta sér þetta eru Hólabrekkuafurðir og Miðskersbúið. Miðskersbúið býður upp á sínar góðu kjötvörur og ýmislegt fleira. Hólabrekkuafurðir verða með
mikið af fersku lífrænt ræktuðu grænmeti eins og gulrótum og káli. Auk þess verða aðrar framleiðsluvörurnar þeirra á boðstólum. Það er heldur aldrei að vita nema nýjar uppskriftir eða vörur líti dagsins ljós, eins og gerðist í Pakkhúsmörkuðunum um árið. Það er gaman að segja frá því að þær vörur sem Hólabrekkuafurðir eru að framleiða þróuðust í samvinnu
við viðskiptavini sem heimsóttu Pakkhúsmarkaðina. Það myndaðist oft skemmtileg
stemning í Pakkhúsinu og gaman væri endurtaka hana í Miðbænum. Óskandi væri að sjá fleiri söluaðila notfæra sér þessa aðstöðu sem er öllum opið en matvælaframleiðendur ganga fyrir. Áhugasamir geta sett sig í samband við Önnu í síma 8603972 og Sævar í síma 8630924 eða á netfangið annaegil@mi.is. Verið velkomin til okkar í Miðbæ það verður heitt á könnunni.
Eystrahorn
Fimmtudagur 7. nóvember 2013
Útlendingar læra íslensku
Þann 11. september hófst námskeið í íslensku fyrir útlendinga á vegum Austurbrúar og kennari var Magnhildur Gísladóttir líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni voru 14 einstaklingar af átta þjóðernum sem tóku þátt í námskeiðinu sem lauk með útskrift í Nýheimum þann 28. október. Hópurinn stóð sig afar vel og ástundun til fyrirmyndar. Ýmsar ástæður liggja að baki þess að þessir einstaklingar tóku þá ákvörðun að leggja stund á íslenskunám. Flestir hyggjast búa á Íslandi til frambúðar og sjá nauðsyn þess að læra tungumálið meðan aðrir eru hér í skemmri tíma og sjá nám í íslensku líð í að kynnast landi og þjóð. Við útskriftina fengu þátttakendur viðurkenningarskjöl og áttu góða stund yfir kaffibolla og kökusneið. Meðan á námskeiðinu stóð voru nemendur ekki einungis að kynnast íslenskri tungu og menningu heldur kynntu þau sína eigin heimamenningu hvert fyrir öðru. Í framhaldinu var ákveðið að færa kynningar út fyrir námskeiðið og gefa íbúum sveitarfélagsins tækifæri á að sjá afraksturinn. Menningarmiðstöð Hornafjarðar stóð fyrir fyrstu kynningunni sem var haldin mánudaginn 28. október. Þau Bonita M. Brynjúlfsson frá Taílandi og Bobby F. Mantilla frá Filippseyjum voru fyrst til að kynna eigið land og þjóð í máli og myndum. Pálmi Snær Brynjúlfsson eiginmaður Bonitu kom einnig að kynningunni enda þekkir vel til í Taílandi. Óhætt er að segja að gestir hafi farið heim af kynningunum margs vísari um menningu þessara þjóða. Fyrirhugað er að halda fleiri kynningar með svipuðu sniði og leyfa bæjarbúum að kynnast bakgrunni þeirra einstaklinga sem hér búa sem eru af erlendum uppruna.
Sláturtíð gekk vel
www.eystrahorn.is
Fiskirí og vinnsla
Elvar Unnsteinsson á Erni II SF 70 var aflahæsti strandveiðibáturinn á landinu í sumar með 43,6 tonn. Mynd Runólfur Hauksson
Það var gott hljóð í Ásgeiri hjá Skinney-Þinganesi þegar haft var samband við hann: „ Við byrjuðum veiðar á íslensku síldinni um miðjan október og hafa þær gengið mjög vel. Síldin hefur haldið sig óvenju grunnt í Breiðafirðinum í allt haust og hefur þurft að elta hana nánast upp í „kálgarða“ til ná henni. Aflinn það sem af er vertíð er kominn í 7.500 tonn og er kvótinn u.þ.b. hálfnaður. Síldin hefur verið mjög stór og markaðir í Austur-Evrópu eru góðir þessi misserin. Humarveiði á nýju fiskveiðarári hefur verið mun minni en undanfarin ár og er útlit fyrir að þeim verði hætt fljótlega ef ekki fer að rætast úr veiðinni. Við tekur þá netaveiði á þeim bátum. Verkefnastaðan hjá vinnslunni hefur verið með ágætum í haust þar sem síldveiði hefur verið mjög góð.“
Aflabrögð í september og október Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Sigurður Ólafsson SF 44....... humarv...... 12.... 108,8...blandaður afli Skinney SF 20........................ humarv...... 10.... 128,0...blandaður afli Þórir SF 77............................. humarv...... 12.... 298,3...blandaður afli Hvanney SF 51....................... dragnót....... 16.... 258,6...ýsa 188,3 Steinunn SF 10....................... botnv.......... 13.... 800,0...blandaður afli Þinganes SF 25...................... rækjuv.......... 9...... 78,1...rækja 25,0 Benni SU 65........................... lína.............. 24.... 178,0...þorskur 151,1 Beta VE 36............................. lína.............. 23.... 115,2...þorskur 96,3 Dögg SU 118.......................... lína.............. 20.... 152,2...þorskur 123,9 Guðmundur Sig SU 650........ lína.............. 26.... 159,4...þorskur 140,0 Ragnar SF 550........................ lína.............. 15.... 121,7...þorskur 109,0 Siggi Bessa SF 97.................. lína.............. 12...... 46,3...þorskur 31,4
Það er orðið sjaldgæfara að fólk taki slátur en áðuðr var. Hér á myndinni eru þær Jóhanna og Torfhildur Ólafsdætur frá Hestgerði í lifrarpylsugerð fyrir nokkrum árum. Ljósmynd Halldóra Gunnarsdóttir.
Nú er sláturtíð að ljúka og segist Einar Karlsson, sláturhússtjóri vera sáttur við útkomuna. Reyndar er meðalþyngd heldur lægri en í fyrra, 15,77 kg nú á móti 16,19 kg árið 2012. Alls var slátrað 35.051 fjár nú á Höfn en 35.323 á síðasta ári. „Það er ekki hægt að segja annað en sláturtíðin hafi gengið mjög vel. Við sluppum við óveður nema í fyrstu vikunni, þegar gerði mikið hvassviðri þannig að fyrir vikið fórum við aðeins hægar af stað en við ætluðum. En að öðru leyti gekk allt upp,” sagði Einar.
Dögg SU 118.......................... handf.......... 11...... 31,9...makríll Halla Sæm SF 23................... handf............ 3........ 1,0...þorskur 0,7 Herborg SF 69....................... handf............ 3........ 2,2...þorskur 2,0 Húni SF 17............................. handf.......... 13........ 5,6...þorskur 3,8 Kalli SF 144............................ handf.......... 12........ 5,1...þorskur 4,2 Sævar SF 272......................... handf............ 7........ 6,4...ufsi/þorskur Ásgrímur Halld. SF 270........ flotv./nót...... 7.... 5100t...síld Jóna Eðvalds SF 200............. flotv./nót...... 7.... 4770t...síld Heimild: www.fiskistofa.is
Þórir Úlfars: Hljómborð, gítar, bassi 1,2,4; trommur 1,2,4; munnharpa, raddir, upptökustjórn, útsetningar, hljóðblöndun og lokafrágangur. Óskar Guðna: Gítar 1 og3, ukulele, hljóðritun, útsetningar, lokafrágangur, hönnun á umslagi og ljósmyndir. Pálmi Gunnars: Bassi, kontarbassi og bassasóló 15. Hafþór S. Guðmunds: Trommur, ásláttur og þvottabretti. Pétur V. Péturs: Gítar 2, 4, 5, 7 og 10. Örvar Kristjáns: Harmónika 4og 11. Bryndís H. Gylfa: Celló 5 og 7. Óskar Gujóns: Sópransaxafónn 12. Þorsteinn Magnús: Gítarsóló 14.
Ko nukvöld
FLOTTIR POSTULÍNS LAMPAR Einnig lampar undir gæfuljósin vinsælu Full búð af nýjum vörum, kerti og margt fleira Minni á sokkabuxurnar í stórum stærðum Verið velkomin
Arnbjörg H. Valsdóttir Í lögum: 1, 3 og 13
Ragnheiður Gröndal Í lagi: 2
Unnur Birna Björnsdóttir Í lögum: 6, 9, 10, 11, 12 og 14
Söngur - Vocals: Unnur B. Björnsdóttir Arnbjörg H.Valsdóttir, Ragnheiður H.Pálmadóttir, Ragnheiður Gröndal Arnar Jónsson
Þar verða flutt lög Óskars Guðnasonar af diskinum Fögur er jörðin, við ljóð Kristínar Jónsdóttur á Hlíð.
Ragnheiður H.Pálmad. Í lögum: 4, 5 og 7
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
Arnar Jónsson í lögum: 8 og 15
Fögur er jörðin - Beautiful Earth 3:28 Vöggugjöf - Birthgift 5:03 Úr huldulandi - From the land of Spirits 2:48 Í vændum vor - Spring is coming 2:37 Undir laufþaki - Under a canopy of leafs 4.10 Dagrenning - Brake of Dawn 3:33 Ég veit ekki hvenær – I don´t know when 2:57 Mynd - Picture 3:55
Ljóð - Poetry: Kristín Jónsdóttir
9. Fylgja - Ghost 3:38 10. Til næturinnar - To the Night 4:02 11. Löngun - Desire 3:38 12. Gefðu mér - Give me 4:09 13. Haustkvöld - Autumn Evening 3:46 14. Alla leið - To the Limit 3:20 15. Í þagnardal - In the Valley of Silence 2:46
Lög - Music: Óskar Guðnason
Fögur er jörðin Beautiful Earth
Thai Lindin 002
Húsgagnaval
Á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember, verða tónleikar í Pakkhúsinu kl. 21:00
Beautiful Earth
Þá er komið að hinu árlega konukvöldi Húsgagnavals en þau hafa heppnast einstaklega vel síðustu ár. Okkur er ánægja að bjóða uppá notalega stund með léttum veitingum. Úrval af fallegum jóla- og gjafavörum. Afsláttur á völdum vörum. Allar fara út með einhvern glaðning. Verið velkomin
Fögur er jörðin
föstudagskvöldið 8. nóvember kl. 20:00
Fögur er jörðin
Flytjendur eru Sigga Sif og Þórdís Sævarsdætur ásamt Töru og hljómsveitin Lónið leikur undir. 5 690351 123371
Icelandic Folk Music
Eftir tónleikana er dansleikur. Miðaverð er kr. 2.000 á tónleikana eða dansleik sér, annars kr. 3.000 á bæði.
SÍÐASTA SÝNING á Hótel Höfn laugardaginn 9. nóvember Húsið opnar kl. 19:30
ð í bili!
telballi Síðasta Hó
Dansleikur með hljómsveitinni Andrá að lokinni sýningu. Miðaverð kr. 2000,18 ára aldurstakmark og snyrtilegur klæðnaður.
Jólahlaðborð í Pakkhúsinu Laugardagana 30. nóvember - 7. desember - 14. desember
Klassískt jólahlaðborð með spennandi réttum inn á milli. Gæsaborgarinn sem sló í gegn í fyrra verður á sínum stað ásamt öðrum réttum löguðum frá grunni.
Þórdís Imsland ásamt Birki og Ármanni sjá um ljúfa jólatóna á meðan á borðhaldi stendur.
Forréttir
Gæsasúpa löguð með malti og bláberjum, úrval af síld, reyktur lax, sítrusgrafinn lax, reykt gæs, grafinn nautavöðvi, þurrkaður og reyktur sauður, gæsalifrarmousse, heimabakað hreindýrapaté m/ valhnetum, nautatunga m/ sesam engifer, gæsaborgari, tvíreykt hangilæri m/ melónu, þurrverkaður hrossavöðvi og fleira.
Aðalréttir
Birkireykt hangilæri, reyktur grís, einiberjareyktur grís, purusteik, villibráðarbollur, hægeldaður kalkúnn með kókosdöðlusósu. Heimagert rauðkál, sætkartöflur með heslihnetum ásamt hefðbundnu meðlæti.
Eftirréttir
Súkkulaðimousse, heit súkkulaðikaka, heit eplakaka með stökkum hafracrumble, hvítsúkkulaði ris á la mandel.
Verð kr. 6.200,Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst stundvíslega klukkan 20:00. Kjallarinn verður opinn frameftir. Pantanir í síma 478-2280 eða á Pakkhus@Pakkhus.is.