39. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 28. október 2010

39. tbl. 28. árgangur

Dansinn dunar

Yfir 250 grunnskólanemar sóttu dansnámskeið Jóns Péturs sem endaði með fjörugri og skemmtilegri danssýningu í íþróttahúsinu.

Ljósmynd: Þórgunnur Torfadóttir

Fjórhjólaslys inná Hafradal Enn sannast hvað mikilvægt er að eiga góðar björgunarsveitir til taks þegar slys verða. Á laugardaginn barst beiðni frá manni sem hafði slasast á fjórhjóli í Hafradal. Friðrik Jónas Friðriksson formaður Björgunarfélags Hornafjarðar lýsti björgunaraðgerðum svona; „Þann 23.okt síðastliðinn barst Björgunarfélagi Hornafjarðar hjálparbeiðni frá fótbrotnum manni sem fallið hafði á fjórhjóli í Hafradal sem er inn af Laxárdal í Nesjum. Fljótlega eftir að hjálparbeiðni barst var nokkuð tvísýnt að koma manninum niður í björtu þar sem birtu er verulega farið að bregða um kl. 18:00. Var strax ákveðið að óska eftir að þyrla landhelgisgæslunnar kæmi til að aðstoða okkur og einnig var Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi kölluð út. Fóru

10 manns frá Björgunarfélagi Hornafjarðar fótgangandi inn Hafradal og voru komnir að hinum slasaða einum og hálfum tíma eftir að útkallið barst. Að höfðu samráði við vakthafandi lækni á Höfn og skoðun sjúkraflutningsmanns á staðnum var ákveðið að hlúa að manninum á staðnum en flytja hann ekki. Hinn slasaði hafði fótbrotnað og var orðinn nokkuð hrakinn þar sem hann hafði fallið í ána sem er þarna í dalnum. Eftir um klukkustundar bið fórum við að heyra í þyrlu gæslunar TF-LÍF. En erfitt var að sjá hana þar sem hún flaug um ljóslaus vegna notkunnar nætursjónauka. Það verður að viðurkennast að öllum björgunarmönnum fannst nokkuð furðulegt að heyra í þyrluni læðast inn dalinn en sjá hana ekki. Fundinn var

Myndin er tekin á farsíma á slysstað

lendingarstaður stutt frá hinum slasaða og lenti þyrlan þar og var hinn slasaði fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús.“ Jafnframt vildi Jónas koma á framfæri kveðju og

þakklæti frá hinum slasaða til björgunarsveitarfólks og þyrluáhafnarinnar en maðurinn er ristarbrotinn, ökklabrotinn og báðar pípurnar í fótlegg brotnar.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.