39. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 28. október 2010

39. tbl. 28. árgangur

Dansinn dunar

Yfir 250 grunnskólanemar sóttu dansnámskeið Jóns Péturs sem endaði með fjörugri og skemmtilegri danssýningu í íþróttahúsinu.

Ljósmynd: Þórgunnur Torfadóttir

Fjórhjólaslys inná Hafradal Enn sannast hvað mikilvægt er að eiga góðar björgunarsveitir til taks þegar slys verða. Á laugardaginn barst beiðni frá manni sem hafði slasast á fjórhjóli í Hafradal. Friðrik Jónas Friðriksson formaður Björgunarfélags Hornafjarðar lýsti björgunaraðgerðum svona; „Þann 23.okt síðastliðinn barst Björgunarfélagi Hornafjarðar hjálparbeiðni frá fótbrotnum manni sem fallið hafði á fjórhjóli í Hafradal sem er inn af Laxárdal í Nesjum. Fljótlega eftir að hjálparbeiðni barst var nokkuð tvísýnt að koma manninum niður í björtu þar sem birtu er verulega farið að bregða um kl. 18:00. Var strax ákveðið að óska eftir að þyrla landhelgisgæslunnar kæmi til að aðstoða okkur og einnig var Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi kölluð út. Fóru

10 manns frá Björgunarfélagi Hornafjarðar fótgangandi inn Hafradal og voru komnir að hinum slasaða einum og hálfum tíma eftir að útkallið barst. Að höfðu samráði við vakthafandi lækni á Höfn og skoðun sjúkraflutningsmanns á staðnum var ákveðið að hlúa að manninum á staðnum en flytja hann ekki. Hinn slasaði hafði fótbrotnað og var orðinn nokkuð hrakinn þar sem hann hafði fallið í ána sem er þarna í dalnum. Eftir um klukkustundar bið fórum við að heyra í þyrlu gæslunar TF-LÍF. En erfitt var að sjá hana þar sem hún flaug um ljóslaus vegna notkunnar nætursjónauka. Það verður að viðurkennast að öllum björgunarmönnum fannst nokkuð furðulegt að heyra í þyrluni læðast inn dalinn en sjá hana ekki. Fundinn var

Myndin er tekin á farsíma á slysstað

lendingarstaður stutt frá hinum slasaða og lenti þyrlan þar og var hinn slasaði fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús.“ Jafnframt vildi Jónas koma á framfæri kveðju og

þakklæti frá hinum slasaða til björgunarsveitarfólks og þyrluáhafnarinnar en maðurinn er ristarbrotinn, ökklabrotinn og báðar pípurnar í fótlegg brotnar.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 28. október 2010

Stöndum vörð um verðmæti fasteigna með viðhaldi Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Íbúðalánasjóð hefur á síðustu vikum verið á ferð um landið með námskeiðið „Viðhald og verðmæti“. Námskeiðið er liður í því að vekja fólk til umhugsunar um það verðmæti sem falið er í fasteignum og nauðsyn þess að huga að viðhaldi áður en ástandið verður of slæmt og kostnaðarsamt. Reglubundið og fyrirbyggjandi viðhald og endurnýjun tryggir áfram-haldandi verðmæti fasteigna. Námskeiðið „Viðhald og verðmæti“ hefur verið haldið hvorutveggja á Akureyri og Ísafirði með mjög góðum árangri og hafa í kringum 200 einstaklingar þegar sótt námskeiðið. Námskeiðið er sérsniðið að þörfum hins almenna húseiganda en tekin eru fyrir byggingarmál, lagnamál, orkusparnaður og lífsgæði. Námskeiðið verður haldið á Hótel Héraði, Egilsstöðum, miðvikudaginn 3. nóvember frá klukkan 15:00 – 18:30. Markmið með námskeiðinu er hvorutveggja að veita fræðslu og ráðgjöf en einnig að búa til vettvang til tengsla milli

húseiganda og fyrirtækja á svæðinu sem veitt geta sérhæfða aðstoð og ráðgjöf. Þátttakendum er því boðið á sérstakt tengslatorg meðan á námskeiði stendur þar sem fjölmargir iðnmeistarar, verkfræðistofur, bankar og þjónustuaðilar í byggingariðnaði veita upplýsingar og ráðgjöf um allt sem lýtur að viðhaldi, endurbótum á húsnæði og að auknum lífsgæðum á heimilum og vinnustað. Slík tenging og greitt aðgengi að upplýsingum er líkleg til að hvetja fólk til framkvæmda. Hátt í 25 fyrirtæki að norðan og vestan tóku þátt í tengslatorginu á Akureyri og Ísafirði og mátti þar finna sérfræðinga í raflögnum, pípulögnum og myglusvepp svo fátt eitt sé nefnt. Gert er ráð fyrir að mæting hvorutveggja fyrirtækja og almennra húseigenda á suðaustur og austurlandi verði mjög góð. Aðgangur er ókeypis og fer skráning fram inn á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands: www.nmi.is. Þar er einnig að finna dagskrá fyrir námskeið og allar frekari upplýsingar.

Verðum á heimamarkaðnum í Pakkhúsinu á laugardaginn Svína- og lambakjöt, kartöflur.

Miðskersbúið

Eystrahorn

Eystrahorn

Andlát

Jóhanna Dagmar Magnúsdóttir lést á heimili sínu Víkurbraut 32D, laugardaginn 23. október. Jóhanna fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 21. mars 1936. Hún var fjórða barn Magnúsar Richardssonar símstöðvarstjóra og konu hans Sigríðar Mattiasdóttur. Jóhann var þrígift og átti

4 börn; Magnús, Stefán, Fríðu og Sigríði. Hún eignaðist 11 barnabörn og 12 barnabarnabörn. Hún fluttist til Hornafjarðar 1982 og átti lengst af heima í Hlíðartúninu með Kolbeini Þorgeirssyni en þau giftu sig árið 2005. Kolbeinn lést árið 2007. Jóhanna starfaði lengst af í vöruafgreiðslu Kaupfélagsins en vann auk þess mikið að félagsmálum, meðal annars við Slysavarnafélag Íslands og Félag eldri borgara á Hornafirði og þótti liðtæk í boccia og fleiru. Minningar athöfn fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 29. október og hefst athöfnin kl. 14. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 15.

Uppskeruhátíð yngriflokka Sindra verður sunnudaginn 31. október kl. 11:00. Hátíðin verður á íþróttasvæðinu eða inni í íþróttahúsi ef veðrið verður slæmt. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðinni með krökkunum.

Knattspyrnudeild Sindra

Úrval af rúmum og dýnum

TILBOÐ • TILBOÐ • TILBOÐ Karen Blixen frá ROSENDAHL Glös og skálar frá LEONARDO

Húsgagnaval

Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga

Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

Tilkynning til skotveiðimanna

Rjúpnaveiði er bönnuð í landi Stafafells og Brekku án samþykkis landeigenda. Að gefnu tilefni skal bent á að Kjarrdalsheiði er þar meðtalin. Upplýsingar og leyfi í síma 849 3589. Landeigendur


Eystrahorn

Fimmtudagur 28. oktรณber 2010

Jรณlakort MS fรฉlagsins

Jรณlakort MS-fรฉlagsins รญ รกr skartar listaverki eftir Karolรญnu Lรกrusdรณttur og ber myndin nafniรฐ โ ร reyttir englarโ . Sala jรณlakortanna er mikilvรฆg tekjulind fyrir fรฉlagiรฐ og kosta 8 kort saman รญ pakka kr. 1.000,- Kortin eru nรบ til sรถlu hjรก Valgeiri Hjartarsyni Hlรญรฐartรบni 5. ร byrjun nรณvember verรฐur gengiรฐ รญ hรบs og kortin boรฐin til sรถlu. MS-fรฉlagiรฐ vonar aรฐ fรณlk sjรกi sรฉr fรฆrt aรฐ styrkja gott mรกlefni um leiรฐ og รพรบ sendir fallega jรณlakveรฐju.

3

Sรญรฐustu sรฝningar um helgina

Ljรณsmyndir: ร รฐinn Eymundsson

Sรญรฐustu sรฝningar รก โ Sรถngur um lรญfiรฐโ , sรฝningu Hornfirska skemmtifรฉlagsins รก Hรณtel Hรถfn, eru nรบna um helgina. Sรฝnt verรฐur bรฆรฐi รก fรถstudags- og laugardagskvรถld og er uppselt bรฆรฐi kvรถldin. Metaรฐsรณkn hefur veriรฐ รก โ Sรถngur um lรญfiรฐโ en almennar sรฝningar verรฐa sex talsins auk einnar skรณlasรฝningar. Troรฐfullt hefur veriรฐ รก รถllum รพessum sรฝningum og mรก รพvรญ รกรฆtla aรฐ um 700 manns hafi sรฉรฐ sรฝninguna. Fjรถldi fรณlks

ร skar eftir aรฐ rรกรฐa framkvรฆmdastjรณra til aรฐ annast markaรฐssetningu og daglegan rekstur Helstu verkefni og รกbyrgรฐarsviรฐ:

Helstu verkefni og รกbyrgรฐarsviรฐ:

t .BSLBยงTTFUOJOH BVHMรขTJOHBS PH LZOOJOHBSNร M t 6NTKร O NFยง EBHMFHVN SFLTUSJ t 4UFGOVNร UVOBSWJOOB ร ย UMBOBHFSยง PH ร รธVO TUZSLKB t 4UVยงMB Bยง BVLJOOJ TBNWJOOV BยงJMB JOOBO LMBTBOT t &รธB Hย ยงJ PH TUVยงMB Bยง Wร SVยขSร VO

t )ร TLร MBNFOOUVO t 3FZOTMB BG NBSLBยงTTUร SGVN PH GFSยงBยขKร OVTUV t )ย GOJ ร NBOOMFHVN TBNTLJQUVN t 'SVNLWย ยงJ PH GBHNFOOTLB ร TUBSรถ t (ร ยง ร TMFOTLV PH FOTLV LVOOร UUB TLJMZSยงJ

Nauรฐsynlegt er aรฐ framkvรฆmdarstjรณri verรฐi bรบsettur รก Suรฐausturlandi Rรญki Vatnajรถkuls ehf. er klasasamstarf aรฐila รญ ferรฐaรพjรณnustu, matvรฆlaframleiรฐslu og menningarmรกla รก Suรฐausturlandi. Klasinn hefur starfaรฐ frรก รกrinu 2007 og hefur รพaรฐ markmiรฐ aรฐ รก svรฆรฐinu sรฉ rekin รถflug og arรฐbรฆr ferรฐaรพjรณnusta allt รกriรฐ sem byggir รก aรฐdrรกttarafli stรณrbrotinnar nรกttรบru, matvรฆlum og menningu svรฆรฐisins. Umsรณknarfrestur er til og meรฐ 10. nรณvember 2010, fyrirspurnir og umsรณknir berist Sigurlaugu Gissurardรณttur, sigurlaug@brunnholl.is Stefnt er aรฐ รพvรญ aรฐ ganga frรก rรกรฐningu fyrir lok nรณvember og รฆskilegt er aรฐ umsรฆkjendur geti hafiรฐ stรถrf sem fyrst.

hefur komiรฐ til Hornafjarรฐar gagngert til aรฐ sjรก sรฝninguna og รญ รกr kom รญ fyrsta skipti stรณr hรณpur meรฐ flugi frรก Reykjavรญk. Auk รพess hafa komiรฐ fjรถlmargir starfsmannahรณpar frรก Austurlandi og vรญรฐar. Almenn รกnรฆgja hefur veriรฐ meรฐ sรฝninguna og segja margir aรฐ รพetta sรฉ besta sรฝningin til รพessa. Hornfirska skemmtifรฉlagiรฐ hefur nรบ sett upp nรญu sรฝningar รก Hรณtel Hรถfn.

Stรณrdansleikir รก Hรณtel Hรถfn fรถstudagskvรถldiรฐ 29. oktรณber og

laugardagskvรถldiรฐ 30. oktรณber

Hljรณmsveitin Almannaskarรฐ hefur aldrei veriรฐ รพรฉttari en samt kostar bara 2000 kall inn. ATH - รพaรฐ geta ekki allir veriรฐ gordjรถss!


4

Fimmtudagur 28. október 2010

Eystrahorn

Bændahátíð 2010 Uppskeruhátíð bænda í Austur-Skaftafellssýslu árið 2010 verður haldin að Smyrlabjörgum laugardagskvöldið 6. nóvember n.k. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.

Fundarritun og fundarstjórn Farið er í gegnum helstu atriði góðra fundargerða og hvert verksvið fundarritara er, hvað eru aðalatriði og aukaatriði og hvað þarf að koma fram í fundargerðum. Skoðað er hvernig hægt er að staðla fundarritun og auðvelda þannig fundarritun. Einnig hvað þarf að hafa í huga þegar minnisblöð eru skrifuð og til hvers þau eru. Farið verður í virka fundarstjórnun og muninn á fundum eftir því hvort um er að ræða félagsfundi, aðalfundi eða vinnufundi. Hvert er hlutverk fundarstjóra og hvernig hann tekur á erfiðum aðstæðum. Hvað eru tillögur og munurinn á þeim. Markmiðið er að geta stýrt fundum á uppbyggilegan hátt. Tími: 9. nóv. kl. 19:30-21:30 Staðsetning: AFL v/Víkurbraut Verð: Ókeypis fyrir alla.

Veislustjóri er Valur Freyr Pálsson. Birgir Jóhann Birgisson og Már Elísson fyrrverandi trommari og söngvari í Upplyftingu leika fyrir dansi. Miðaverð það sama og í fyrra eða 5.800 kr. Miðapantanir í síma 478-1074/892-2574 fyrir hádegi föstudaginn 5. nóvember. Allir velkomnir til sjávar og sveita

Launaviðtalið Farið er yfir að hverju þarf að huga þegar kemur að launaviðtali. Skoðað er hvaða spurninga þarf spyrja, farið yfir framkomu og hvernig launamaður rökstyður mál sitt. Tími: 8. Nóv. kl. 19:30-21:30 Staðsetning: AFL v/Víkurbraut Verð: Ókeypis fyrir félagsmenn, 3000.- fyrir aðra. Skráning: www.tna.is, ragnhildur@tna.is ,s:470-3841 Námskeiðin eru í boði AFLs sem eflir félagsmenn í námi og starfi.

Í matinn er: • Villibráðaforréttur • Nauta – eða lambakjöt eftir ósk hvers og eins í aðalrétt • Sunnudagskaka Suðursveitar í eftirrétt.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftafellssýslu Fundurinn verður haldinn föstudaginn 5. nóvember kl. 18:00 í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin

Hafnarkirkja Sunnudaginn 31. október „Það er ekkert töff við það að leggja í einelti!“

Sunnudagskóli og messa

Sverrir Þór Sverrisson, skemmtikraftur.

kl. 11:00

Kyrrðarstund

kl. 20:00. Í tilefni af allra heilagra messu. Látinna minnst í tali og tónum. Sóknarprestur

Þér er boðið að sækja borgarafund í átakinu Stöðvum einelti!

Fundurinn verður haldinn 28. október í Nýheimum á Höfn í Hornafirði og hefst hann kl. 20:00. Jafningjafræðslufundur verður haldinn á sama stað kl. 18 fyrir nemendur í 7.-10. bekk.


Eystrahorn

Fimmtudagur 28. október 2010

Karlakórinn á ferð og flugi

5

Njóttu villibráðarinnar Villibráð úr ríki Vatnajökuls

Verið velkomin á villibráðahlaðborð á Fosshótel Vatnajökli laugardaginn 6. nóvember.

Verð

Hlaðborð 6.900 kr. Hlaðborð og gisting 9.900 kr í tveggja manna herbergi. Borðapantanir í síma 858 1755. Nánar á www.fosshotel.is

Laugardaginn 16. október tók Karlakórinn Jökull þátt í Kötlumóti á Flúðum. Katla er samband sunnlenskra karlakóra stofnað árið 1975 og eru 17 kórar í sambandinu núna. Starfsvæði Kötlu nær frá Snæfellsnesi og Dölum í vestri og að Höfn í austri. Það voru félagar í Karlakór Hreppamanna sem höfðu veg og vanda af mótinu að þessu sinni. Kötlumót eru haldin á fimm ára fresti. Alls hafa verið haldin sjö mót í gegnum tíðina og hafa þar komið nokkrir kórar við sögu og haldið mótin í sinni heimabyggð. Karlakórinn Jökull hélt mót árið 1995 sem er enn í minnum haft. Þeir Hreppamenn eiga hrós skilið fyrir gott mót og góða skipulagningu, þarna komu saman um 600 söngmenn og hófu upp raust sína í sameiginlegum kór og einnig söng hver kór sín lög. Það er skemmst frá að segja að söngur í svo stórum hópi sem 600 karlar eru er alveg ólýsanlegur og mikil upplifun fyrir hvern og einn sem tekur þátt. Á mótinu voru tveir gestakórar, Karlakór Akureyrar/Geysir og finnskur kór, sem nefnist Manifestum. Það er mikil gróska í starfi Karlakórsins Jökuls eins og undanfarin ár, auk þess að fara á Kötlumót mun kórinn standa fyrir dansleik í nóvember, svokölluðu gömludansaballi þar sem kórmenn sjá bæði um söng og undirleik ásamt þeim Guðlaugu Hestnes undirleikara og Jóhanni Morávek stjórnanda. Síðast liðið vor hélt kórinn samskonar

dansleik sem mældist vel fyrir og er meiningin að endurtaka núna eins og fyrr sagði og síðan aftur í vor ef við verðum í stuði. Einnig mun Karlakórinn Jökull halda sína árlegu jólatónleika í Hafnarkirkju þar sem kórar og tónlistarfólk á Höfn taka þátt, árshátíð kórsins verður svo í lok febrúar eins og undanfarin ár. Næsta sumar eða þann 12. júní heldur Karlakórinn Jökull út fyrir landsteinana og hefur stefnan verið sett á Kanada. Kórinn tekur þátt í 200 ára afmælis hátíð Jóns Sigurðssonar og heldur tónleika í 700 manna tónlistarsal í Foam Lake á þjóðhátíðardaginn 17. Júní og mun dagskrá hátíðarinnar byggja að mestu leyti á konsert kórsins. Það er öruggt að þetta verður áhugaverð og skemmtileg ferð og margir merkilegir staðir heimsóttir. Á öllu þessu má sjá að það er ekki leiðinlegt að vera í karlakór, ég geri orð kollega míns Magnúsar H. Sigurðssonar formanns undirbúningsnefndar Kötlumótsins að mínum, „Við karlarnir njótum þess að syngja saman, menn leggja sig fram fyrir sjálfa sig, félagana og stjórnandann með það að markmiði að syngja betur í dag en í gær“. Söngkveðjur, Heimir Örn Heiðarsson, formaður Karlakórsins Jökuls.

ALLT KLÁRT FYRIR ÞÍNA HEIMSÓKN

V I N A L E G R I U M A L LT L A N D

FOSSHÓTEL / SIGTÚN 38 / 105 REYKJAVÍK / SÍMI: 562 4000 FAX: 562 4001 / E-MAIL: sales@fosshotel.is

Tipphornið Þau óvæntu tíðindi urðu síðast að Inni rúllaði yfir Hopp 10 -8 og kom það skemmtilega á óvart. Inni skorar á Jaspis sem er nú hálfgerð hjónabylta og sjáum hvað kemur út úr því! INNI Jaspis 1. Arsenal - West Ham 1 1 2. Blackburn - Chelsea 2 2 3. Everton - Stoke 1 1 4. Fulham -Wigan 1x 1 5. Wolves -Man.City 2 2 6. Cardiff -Norwich 1x2 1x 7. Derby -Watford 1x2 1x2 8. Leicester-Preston 1 1 9. Crystal Palace -Swansea 1 1x2 10. Ipswich -Millwall 1x2 1x 11. Portsmoth –Nott. Forest 1x 12 12. QPR-Burnley 1 1 13. Scunthorp-Leeds x2 1x2 Það var þétt skor hjá þeim fyrirtækjum sem tippuðu síðast níur og tíur en við bíðum bara eftir þeim stóra! Vika 1 2 3 4 5 Samtals Hvanney SF 8 10 9 8 10 45 H. Christensen 7 7 9 8 9 40 Hopp.is 8 10 8 9 35 Nettó 7 10 5 22 Víkin 10 7 17 Ásgrímur Halldórsson 9 8 10 17 INNi 10 10 Flutningadeild KASK 7 7 Lyftaraverkstæði S-Þ 7 9 7 Bakaríið 5 5


%TTU 6 Á 4 SL

%TTU 0 Á 4 SL

R

R

AF

AF

NAUTAMÍNÚTUSTEIK

GRÍSAKÓTELETTUR

FERSK

FERSKAR

1.989kr

899kr

KR/KG

KR/KG

%TU 31SLÁT

TTÐ GOER V

R

AF

LAXAFLÖK

BAYONNESKINKA

1.298kr KR/KG

SALTKJÖT

ÓDÝRT FYRIR HEIMILIÐ

355kr

KR/KG

KALKÚNAGRILLSNEIÐAR

1.599kr KR/KG R 0Á%TTU

5AF

MEXICO/TOSCANA 325 G

699 KR/PK. LAXABITAR 250 G

SL

GRÍSASNITSEL Í RASPI – FROSIÐ

1.199kr KR/KG

ILT

G SÍ

599 KR/PK.

KREBENETTUR Í RASPI – FROSNAR

899kr KR/KG

KJÚKLINGAVÆNGIR - 500 G

JARÐARBER

HOT EÐA BBQ

200 G ASKJA

%TU 30SLÁT

R

599 KR/PK.

AF

KLAKALENGJUR SCOOBY DOO 325 G

259kr

KR/KG

LONDONLAMB

1.399kr KR/KG

Gildir meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur.

GILDIR 28. - 31. OKTÓBER SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS!

MJÓDD GRINDAVÍK SALAVEGUR AKUREYRI HVERAFOLD HÖFN REYKJANESBÆR

PEPSI/PEPSI MAX

2L

198kr KR/STK.

198 KR/PK.

markhönnun.is

LAMBASVIÐ

ÓDÝRT FYRIR HEIMILIÐ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.