Eystrahorn 39. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 4. nóvember 2011

39. tbl. 29. árgangur

Hreindýr og girðingar Vegna frétta um hreindýr á Mýrum í Hornafirði vill bæjarráð Hornfjarðar koma því á framfæri að ríkur vilji er til þess að leita allra leiða til að tryggja velferð dýranna en jafnframt að takmarka eins og kostur er tjón bænda vegna ágangs þeirra. Sú girðing sem hreindýr hafa flækst í nú í haust er frá árinu 2007 og hefur gengið úr lagi vegna ágangs þeirra. Í landi Flateyjar á Mýrum og nærliggjandi svæðum voru að staðaldri 20 – 30 dýr í sumar og á haustdögum um 200 dýr. Það er þekkt að girðingar stöðva ekki dýrin og þau valda oft verulegu tjóni á girðingum og ræktarlandi. Kostnaður sem af þessu hlýst lendir óbættur á landeigendum. Áréttað er að bændur fjarlægi ónýtar girðingar sem ekki gegna lengur sínu hlutverki og að gengið verði þannig frá öðrum girðingum að þær valdi hreindýrum sem minnstri hættu.

Ljósmynd: Þorri

Nemendafélag FAS á ferðinni Sunnudaginn 23. október lögðu nokkrir nemendur FAS, ásamt félagsmálafulltrúa skólans, land undir fót. Farið var í hringferð um landið og skoðaðir framhaldsskólar sem svipaðir eru FAS að stærð. Ferðalagið var hluti af verkefninu Sjálfbært og lýðræðislegt félagslíf í FAS en það snýst um, eins og nafnið gefur til kynna, að koma á sjálfbæru og lýðræðislegu félagslífi nemenda. Hópurinn sem hélt í hringferðina saman stóð af fjórum nemendum auk Söndru Bjargar félagsmálafulltrúa, en þeir voru Sigfinnur forseti nemendafélagsins, Símon Rafn varaforseti nemendafélagsins, Róslín Alma fulltrúi ljósmynda- og leiklistarklúbbs og Sólveig Valgerður fulltrúi heilsu- og skemmtanaklúbbs. Eins og fram hefur komið var lagt af stað á sunnudegi og gist fyrstu nóttina á Akureyri. Á mánudagsmorgni var haldið yfir til Ólafsfjarðar og Menntaskólinn á Tröllaskaga skoðaður. Sá skóli hefur einungis verið starfræktur í tvö ár og hefur þess vegna unnið samkvæmt nýrri námskrá framhaldsskólanna frá upphafi. Gefur sú námskrá aukna möguleika á fjölbreyttu námi og má nefna sem dæmi að hafi nemendur áhuga á að þróa námskeið eftir kúnstarinnar reglum þá er það mögulegt. Eitt slíkt dæmi er áfangi MTR í kvikmyndagerð en nemendur fundu námsefni og kennara og lögðu fyrir skólameistara sem samþykkti námskeiðið. Kennsla í kvikmyndagerð mun því standa nemendum til boða á næsta skólaári. Að loknum hádegisverði með nemendum Menntaskólans á Tröllaskaga var haldið yfir á Sauðárkrók og Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra heimsóttur. Þar voru nemendur í

óða önn að skipuleggja svokallað Menningarkvöld en þar er nemendum jafnt og öðrum íbúum á Sauðárkróki boðið að taka þátt í skemmtidagskrá sem inniheldur að þessu sinni meðal annars keppni í Body-paint, drag-show, tónlistaratriði frá hljómsveitinni Úlfur Úlfur og uppistand Steinda jr. og Bent. Ræddu stjórnir nemendafélaganna saman og voru umræðurnar um margt áhugaverðar og lærdómsríkar að mati FAS nemenda. Eftir stutt stopp í Skaffó og Ólafshúsi lá leiðin á Snæfellsnesið þar sem hópurinn gisti seinni nóttina. Þriðjudagurinn hófst á heimsókn í Fjölbrautarskóla Snæfellinga þar sem hópurinn fékk góða kynningu á skólanum sem og nemendafélagi. Áhugavert var að kynnast fyrirkomulagi kennslu í skólanum en þar eru einungis þrjár eiginlegar kennslustofur, annars er kennt í opnum rýmum þar sem allt að þrír ólíkir áfangar eru kenndir í einu og sama rýminu. Nemendur spjölluðu einnig vel og lengi um félagslíf skólanna og eins og í hinum skólunum voru umræðurnar áhugaverðar og skemmtilegar. Um hádegisbilið lá leiðin aftur heim í Hornafjörðinn. Hópurinn kom því sáttur og sæll heim seint á þriðjudagskvöldi eftir stutt stopp í Borgarnesi, Reykjavík og á Selfossi. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og var bæði lærdómsrík og skemmtileg. Nemendur FAS voru jákvæðir og hressir alla ferðina og voru skólanum svo sannarlega til sóma. Sandra Björg Stefánsdóttir, félagsmálafulltrúi FAS


2

Fimmtudagur 4. nóvember 2011

Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur

Eystrahorn

Styrkir unga fólkið

- fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð Sr. Halldór Reynisson sem leysir af í Bjarnarnesprestakalli í fjarveru sr. Sigurðar Kr. Sigurðssonar heldur fyrirlestur í Hafnarkirkju n.k. þriðjudagskvöld 8. nóvember kl. 20 um sorg og sorgarviðbrögð. Sr. Halldór hefur unnið mikið að sálgæslu og stuðningi við syrgjendur og er formaður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð.

Kyrrðarstund í Hafnarkirkju Á sunnudagskvöld 6. nóvember kl. 20:00 verður kyrrðarstund í Hafnarkirkju í umsjón sr. Halldórs Reynissonar en hann sinnir afleysingu fyrir sr. Sigurð Kr. Sigurðsson.

Bæjarmálafundur í Sjálfstæðishúsinu Mánudaginn 7. nóvember kl 20:00 Boðið verður upp á kaffi og kökur Allir velkomnir Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkssins

4. - 6. nóvember verður 4.11.2011 opið frá 18:00 - 21:00 til kl. 6.11.2011

Haukur Ingi Einarsson fulltrúi Sindra og Anna Halldórsdóttir frá Sparisjóðnum.

Sparisjóðurinn á Höfn og Umf. Sindri undirrituðu samstarfssamning þann 27. október 2011. Samningurinn er framhald á eldri samningi og er staðfesting á áframhaldandi farsælu samstarfi Sparisjóðsins og Sindra. Sparisjóðurinn verður aðalstyrktaraðili yngri flokka Knattspyrnudeildar Sindra árin 2012 og 2013 og þar með einn af aðalstyrktaraðilum Umf. Sindra. Yngri flokkar Sindra keppa um allt land og hafa náð góðum árangri, bæði í kvenna og karla flokkum, meðal annars tryggði 4. flokkur stúlkna sér Íslandsmeistaratitil í 7 manna boltanum. Of langt mál er að telja upp öll afrek þessa stóra hóps knattspyrnu- iðkenda en þess skal þó getið að á alþjóðlega Reykcup mótinu unnu 3 lið sinn flokk í 7 manna bolta og auk þess fékk allur hópurinn háttvísisverðlaun mótsins fyrir góða framkomu innan vallar sem utan. Ekki má gleyma því mikla forvarnargildi sem íþróttaiðkanir ungs fólks hefur og leggur Umf. Sindri sífellt meiri áherslu á þau atriði. Íþróttakeppnum fylgir mikill ferðakostnaður og iðkendur leggja sjálfir út fyrir honum og þrátt fyrir góðan stuðning foreldra og annarra við fjáröflun kostar þetta allt það mikla fjármuni að æfingagjöldin duga vart til. Frá árinu 2008 hafa yngri flokkar Sindra frá 7. til 3. flokks verið merktir Sparisjóðnum og einnig þjálfarar þeirra og verður svo áfram. Fjárstyrkur frá Sparisjóðnum næstu 2 árin mun því koma að góðum notum og einnig tryggir Sparisjóðurinn félaginu góða bankaþjónustu og bestu kjör. Sindri lætur Sparisjóðnum í té auglýsingar á heimaleikjum félagsins sem og í símaskrá og víðar. Sparisjóðurinn óskar öllu hornfirsku íþróttafólki góðs gengis í leik og starfi.

Símar: 478 - 1505 • 691 - 8502 • Nova 776 - 1501

Opið

Pottofn óskast frá 18.00 - 21.00 Okkur vantar gamlan pottofn til að gefa

nýtt líf í Kaupfélags/Kaupmannshúsinu. Sim.4781505 /6918502/nova 7761501 Stærð ca. 1 m á lengd og 80 cm á hæð. Ef einhver á svona kjörgrip vinsamlegast hafið samband við Ara eða Maríu í síma 891-8080 eða 478-1818.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Til sölu

Danskt gegnheilt tekk borðstofuborð stærð 1,90x0,90 lengjanlegt í 3 metra. Álíka langan tekk skenk sem gæti farið með eða sér.

Bifreiðaskoðun á Höfn 14., 15. og 16. nóvember Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 11. nóvember.

Síðasta skoðun ársins.

Þetta kostar pening en sjáfsagt að bjóða sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 8484274 og runrub@gmail.com

Þegar vel er skoðað


Eystrahorn

Áskorun Sporthallarinnar 2011 Minnkaðu sentímetrana og taktu þátt í „peningapotti“ Keppnin stendur frá 7. nóvember til 19. desember

á Hótel Höfn

Þú setur 5.000 kr í pottinn Sá sem missir flestu sentrímetrana vinnur pottinn

laugardaginn 10. desember

Nánar í síma 478-2221 eða á www.sporthollin.is Hornbjarg

Grímsey Raufarhöfn

Ísaf

jar›

ardj

úp

?órshöfn

Drangajökull

Gjögur

jör›ur Eyjaf

ur afjör› Skag

ÍSAFJÖR‹UR

Flateyri

?istilfjör›ur

Kópasker BOLUNGARVÍK

Su›ureyri

?ingeyri

Bakkafjör›ur

HÚSAVÍK

Ásbyrgi

DALVÍK

HÚNAFLÓI

Gláma

alur

Hofsós Vopnafjör›ur

Dettifoss

DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands

Fimmtudagur 27. október 2011 9

SAU‹ÁRKRÓKUR

Hólmavík

eksfjör›ur

Safnahelgi á Suðurlandi BLÖNDUÓS

AKUREYR

M‡vat

Borgarfjör›ur

Hvammstangi

SEY‹ISFJÖR‹UR

Her›ubrei›

FJÖR‹UR

EGILSSTA‹IR

Hvammsfjö

STYKKISHÓLMUR

r›ur

Bú›ardalur

Rey›arfjör›ur

Askja

Arnarvatnshei›i

Grundarfjör›ur

Stö›varfjör›ur

gisa

en

Hofsjökull

Spr

jök

Kverkfjöll

La

Kerlingarfjöll

FAXAFLÓI

VATNAJÖKULL

Versalir

Grímsvötn

›ur

Geysir

GRINDAVÍK

Gullfoss ?órisvatn

?ingvalla-

HÖFN

isjó

r

MOSFELLSBÆR

vatn

ng

alfjör

Hv

REYKJAVÍK

KÓPAVOGUR HAFNARFJÖR‹UR GAR‹ABÆR KEFLAVÍK HVERAGER‹I

Vei›ivötn

La

AKRANES

Skaftafell

Lakagígar

Öræfajökull

Landmannalaugar

Hekla

SELFOSS Eyrabakki ?orlákshöfn Stokkseyri

á ram i ið f helg m y u Ge æst n

Djúpivogur

ng

Húsafell

Brei›dalsvík

Snæfell

ull

Kjölur

BORGARNES

NESKAUPSTA‹UR Gerpir ESKIFJÖR‹UR

Fáskrú›sfjör›ur

ur

nd

Hveravellir

Hella

Kirkjubæjarklaustur

Hvolsvöllur ?órsmörk

Ingólfshöf›i

M‡rdals jökull

Eyjafjallajökull -

4. - 6. nóvember 2011 Matur og menning úr héraði

Landeyjahöfn

VESTMANNNAEYJA Surtsey

Jólahlaðborð

Fimmtudagur 4. nóvember 2011

Vík

Sjá nánari upplýsingar á www.sunnanmenning.is

Viðburðir á Höfn

Mikligarður við bryggjuna

Laugardagur 5. nóvember Kl. 11:00 – 16:00 Handverk frá heimafólki til sölu. Sunnudagur 6. nóvember Kl. 13:00 – 16:00 Handverk frá heimafólki til sölu. Huldusteinn, steinasafn við Hafnarbraut Laugardagur 5. nóvember opið frá kl. 13:00 – 17:00 Gamlabúð Byggðarsafn við Hafnarbraut Laugardagur 5. nóvember Kl. 13:00 – 16:00 glaumur og gleði í Gömlubúð

OPNUNARHÁTÍÐ Laugardagur 5. nóvember SAFNAHELGAR

mín. löng kvikmynd um gosið og lífið á bænum. Í tilefni safnahelgar er aðgangur 500 kr. Ýmsar vörur til sölu beint frá býli, s.s. bygg, hveiti, morgunkorn, sápur og nuddolíur úr repjuolíunni. info@icelanderupts.is, www.icelanderupts.is

Kl. 13:00 – 18:00 Opin vinnustofa. Eyrún Axelsdóttir Sögusetrinu Hvolsvelli Gamla Fjósið Steinum Laugardagur 5. nóvember Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 16:30 listakona sýnir sitt lítið af hverju, m.a. kl. 11:00 til 23:00 Opið hús - Myndlistasýning afloknu Geopark málþingi, opnar Gamla fjósið verður opið. Myndlistasýning með Að olíumyndir, vatnslitamyndir, kort úr Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi verkum Ásmundar Friðrikssonar af þekktum VestFrítt er á alla viðburði á Höfn Safnahelgi á Suðurlandi. eyingum. Veitingar af matseðli - Kaffi, kökur, Suðurlands pappír og þæfðmanna blóm ogdagsins. epli. nautakjöt og fiskur Sími 697 9202 og 487 Flutt verða ávörp og tónlistaratriði ogendurunnum KIRKJUBÆJARKLAUSTUR 7788, Netfang: oldcowhouse@gmail.com, boðið upp á léttar veitingar. Gott í gogginn ogá Síðu spjall. Múlakotsskóli HÖFN Í HORNAFIRÐI Kaffihornið

Mikligarður við bryggjuna Laugardagur 5. nóvember Kl. 13:00 – 18:00 Opin vinnustofa. Eyrún Axelsdóttir listakona sýnir sitt lítið af hverju, m.a. olíumyndir, vatnslitamyndir, kort úr endurunnum pappír og þæfð blóm og epli. Gott í gogginn og spjall. Kaffihornið Föstudagur-sunnudagur 4 – 6. nóvember Kl. 13:00 – 18:00 Guðrún Ingólfsdóttir listakona: Fjarlægð af landi Landslagsmyndir, allar málaðar í akríl. Hleinin í Pakkhúsinu Laugardagur 5. nóvember Kl. 13:00 – 16:00 Guðrún Ingólfsdóttir listakona: Náttúra. Leikið sér með form úr náttúrunni og sett á striga. Prjónakaffi í Nýheimum Laugardagurinn 5. nóvember Kl. 13:00 – 16:00. Prjónakaffi á Bókasafninu og heitt á könnunni. Kaffihornið kaffihús Laugardagur og sunnudagur 5. og 6. nóvember Kl. 14:00 – 16:00 Kaffihornið við Hafnarbraut. Kaffihlaðborð fyrir alla fjölskylduna Pakkhúsið við bryggjuna Laugardagur 5. nóvember Kl. 13:00– 16:00 Opið í heimamarkaðsbúðinni, sveitaverslun með matvöru úr héraði. Notaleg kaffihúsastemning. Handraðinn við Víkurbraut Föstudagur 4. nóvember Kl. 10:00 – 18:00. Handverk frá heimafólki til sölu.

Föstudagur 4. nóvember Kl. 20:30-22:00 Opið hús í Múlakotsskóla og heitt á könnunni.

Föstudagur-sunnudagur 4 – 6. nóvember Kl. 13:00 – 18:00

Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri Laugardagur 5. nóvember Kl. 16:00-18:00 Opið í Skaftárstofu, myndir á tjaldi og blaðað í bókum.

Sögusetrið Hvolsvelli Laugardagur og sunnudagur 5.-6. nóvember. Kl. 10:00-17:00 Opið hús. Frítt inn fyrir alla. njala@njala.is, www.njala.is

Guðrún Ingólfsdóttir listakona: Fjarlægð af VÍK Í MÝRDAL landi Landslagsmyndir, allar málaðar í akríl.

Hleinin í Pakkhúsinu

Veitingastaðurinn Ströndin við Víkurskála Laugardagur 5. nóvember kl. 20:00 Fýlaveisla. Fýll var áður mikil búbót. Í dag er hátíð þegar fjölskyldur og vinir koma saman að snæða fýl. Fýlaveislan er hugsuð til að fá heimamenn, brottfluttir, vinir og vandamenn hittast til að snæða fýl sem er sérstakt mýrdælskt fyrirbæri. Á borðum verður fýll, kartöflur og rófur og mikið af smjöri, einnig hangikjöt og uppstúfur til tilbreytingar. Miðapantanir og upplýsingar í síma 896 0360, elias@ strondin.is, www. http://strondin.is/

Laugardagur 5. nóvember Kl. 13:00 – 16:00

Guðrún Ingólfsdóttir listakona: Náttúra. Leikið sér með form úr náttúrunni og sett á striga.

Prjónakaffi í Nýheimum

UNDIR EYJAFJÖLLUM Skógasafn

Laugardagur og sunnudagur 5.-6. nóvember. Laugardagurinn 5. nóvember kl. 11:00-16:00 Byggðasafnið og Samgöngusafnið

Kl. 13:00 – 16:00

Kaffihornið kaffihús

eru opin. Aðgangur ókeypis. skogasafn@skogasafn.is, www.skogasafn.is

Gestastofan Þorvaldseyri Laugardagur og sunnudagur 5.-6. nóvember. kl: 10:00 – 17:00 Gestastofan verður opin, þar sem m.a. er sýning um gosið í Eyjafjallajökli 2010 og 20

Kaffihornið við Hafnarbraut. Kaffihlaðborð fyrir alla fjölskylduna

Pakkhúsið við bryggjuna Laugardagur 5. nóvember Kl. 13:00– 16:00

Aðalréttir: Hangikjöt Hamborgarhryggur Kalkúnabringur með fyllingu Hægelduð lamba innanlæri Grísapurusteik Andarbringur Hreindýrabollur í villibráðarsósu Meðlæti: Brauð, viðeigandi sósur. uppstúf, kartöflur, sætar kartöflur, rauðvínssósa, villisveppasósa, heimalagað rauðkál, sykurbrúnaðar kartöflur Eftirréttir: Frönsk súkkulaðiakak, skyrkaka, Ris á la mande, smákökur og ostar

Prjónakaffi á Bókasafninu og heitt á könnunni.

Laugardagur og sunnudagur 5. og 6. nóvember Kl. 14:00 – 16:00

Forréttir: Síld á fjóra vegu með rúgbrauðsrandalíni Villibráðarsúpa Heitreykt gæsabringa með appelsínu og kanilgljáa Confit elduð gæsalæri með stjörnuanís Hreindýrapaté Sítrusgrafinn Lax Reyktur Lax Pipargrafinn lambavöðvi með sætri engifer vinaigrette Reykt Nautatunga Dönsk lifrarkæfa með stökku beikoni

Opið í heimamarkaðsbúðinni, sveitaverslun með matvöru úr héraði. Notaleg kaffihúsastemning.

Jóla-tónlistardagskrá á vegum Hornfirska skemmtifélagsins Verð 6.900,Nánari upplýsingar og miðapantanir

Handraðinn við Víkurbraut Föstudagur 4. nóvember Kl. 10:00 – 18:00

Handverk frá heimafólki til sölu.

Laugardagur 5. nóvember Kl. 11:00 – 16:00

Handverk frá heimafólki til sölu.

Sunnudagur 6. nóvember Kl. 13:00 – 16:00

Handverk frá heimafólki til sölu.

Huldusteinn, steinasafn við Hafnarbraut Laugardagur 5. nóvember opið frá kl. 13:00 – 17:00 Gamlabúð Byggðarsafn við Hafnarbraut Laugardagur 5. nóvember Kl. 13:00 – 16:00

Glaumur og gleði í Gömlubúð

Frítt er á alla viðburði á Höfn

á Hótel Höfn í síma 478-1240

3


4

Fimmtudagur 4. nóvember 2011

Úthlutar styrkjum

Eystrahorn

N4 kynnir Suðurlandið N4 sjónvarpsstöð í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands og Kjörís hefur unnið að þáttum sem eru að öllu leyti tileinkaðir Suðurlandinu. Þættirnir nefnast Áttavitinn og eru sýndir á hverjum miðvikuegi á N4. Í fyrsta þættinum, sem fór í loftið 20.október síðastliðinn, og er aðgengilegur á heimasíðu

stöðvarinnar www.n4.is, var Árnessýslan tekin fyrir. Í þættinum er ferðaþjónustu og menningu á Suðurlandi gerð góð skil. Þættirnir verða á dagskrá vikulega í allan vetur þar sem hin ýmsu svæði verða heimsótt allt frá Hellisheiði og austur að Höfn.

Úrval af hægindastólum

Nú styttist til jóla

Brynjúlfur Brynjólfsson, Björn Arnarson, Ásbjörn Þórarinsson, Vigdís Vigfúsdóttir, Ágústa Arnardóttir og Anna Halldórsdóttir.

Næsta fimmtudagskvöld 10. nóvember kl. 20:00 höldum við hið árlega konukvöld

Þann 27. október 2011 úthlutaði Sparisjóðurinn á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík. í fjórða skipti, úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Athöfnin fór fram í Sparisjóðnum á Höfn. Áætlað er að úthlutun þessi fari fram árlega, í byrjun vetrar, en þess má geta að þetta er tuttugasta og fjórða árið sem úthlutað er úr sjóðnum. Þeir aðilar sem hlutu styrki árið 2011 eru: Huldusteinn steinasafn, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Arfleið Ágústa Arnardóttir.

Samverustund Samverustund verður í Ekru föstudaginn 4. nóvember kl. 17:00.

Eigum notalega og gleðilega kvöldstund saman Bjóðum upp á léttar veitingar Ýmis tilboð í gangi

Húsgagnaval

Þorvarður Árnason sýnir myndir og segir frá ferð Karlakórsins Jökuls til Canada.

Opið 13 - 18 virka daga og 13 - 15 laugardaga

Félag eldri Hornfirðinga

173. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í Ráðhúsinu 3. nóvember 2011 og hefst kl. 16:15.

Sviðaveisla

Lionsklúbbs Hornafjarðar verður á Kaffihorninu miðvikudaginn 9. nóvember kl. 18:00 - 21:00 eða meðan birgðir endast.

Verð kr. 2000,Allur aðgangseyrir rennur til líknarmála

Fundarboð Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Bæjarráð Hornafjarðar - 561 2. Bæjarráð Hornafjarðar - 562 3. Bæjarráð Hornafjarðar - 563 4. Bæjarráð Hornafjarðar - 564 Almenn mál 5. Fjárhagsáætlun 2012 - fyrri umræða

Þökkum styrktaraðilum:

6. Grenndarkynning vegna lóðarinnar Hagatún 16

Norðlenska • Seljavallabúið

7. Deiliskipulag í Stafafellsfjöllum – fyrri umræða

Allir velkmomnir

Lionsklúbbur Hornafjarðar

8. Fyrirspurnir - bæjarstjórn 31. október 2011 Hjalti Þór Vignisson


Eystrahorn

Fimmtudagur 4. nóvember 2011

5

Opinn fundur um skólamál brýnni verkefni sveitarfélagsins setið fyrir í forgangsröðinni.

Á opnum fundi í Nýheimum þann 26. október sl. kynntu skólastjórar Grunnskóla Hornafjarðar ytra og innra mat skólans. Sl. haust var skólinn tekinn út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ósk bæjarráðs og í kjölfarið var unnin umbótaáætlun á vegum grunnskólans. Umbótaáætlunina og niðurstöður innra og ytra mats má finna á vef skólans. Einnig fór Stefán Ólafsson framkvæmdastjóri fræðslu- og félagssviðs yfir niðurstöður könnunar sem gerð var hjá starfsfólki og foreldrum leikskólabarna sl. vetur. Þar kom fram almenn ánægja meðal foreldra með leikskóla barna sinna og líðan þeirra í skólunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir um skipan leikskólamála. Skýrslu um könnunina má finna á vef sveitarfélagsins. Að lokum fór undirrituð yfir þær framkvæmdir sem fjallað hefur verið um í skóla-, íþróttaog tómstundanefnd undanfarin misseri.

Hepppuskóli kominn á tíma Ákveðið hefur verið að ráðast í gagngerar endurbætur á Heppuskóla. Fyrsta skrefið var stigið í sumar þegar ráðist var í viðhald utanhúss. Hægt væri að stoppa hér, búið að koma í veg fyrir leka, auka einangrun og klæða húsið. Það er hins vegar skýrt í huga undirritaðrar að nauðsynlegt sé að sinna húsinu betur. Að innan er viðhaldsþörfin orðin mjög brýn. Vinnuaðstöðu bæði nemenda og kennara þarf að bæta, aðgengi að skólaritara, aðstöðu bókasafns og skortur er á aðstöðu fyrir vinnu með smærri hópa. Margt hefur breyst í skipulagningu skólahúsnæðis og skólastarfs frá því að skólinn var tekinn í notkun fyrir tæpum 40 árum eins og eðlilegt er og í gegnum tíðina hafa önnur og

Heppuskóli er annað af tveimur lykilhúsum í skólastarfi 6-16 ára barna á Hornafirði. Fyrirhugaðar framkvæmdir hafa verið gagnrýndar þar sem talið er að nemendum muni fækka á komandi árum. En eitt er víst að þó að nemendum fækki og sjöundi bekkur fari aftur í Hafnarskóla, þá er viðhald skólans löngu tímabært og þarf vinnuaðstaða að færast í betra horf svo það fé sem lagt verður í bygginguna er langt í frá glatað fé. Í framtíðinni má til dæmis nýta rými sem kunna að verða óþörf til hefðbundins skólahalds til bættrar mataraðstöðu nemenda. Þetta er stór framkvæmd sem skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd hefur undirbúið. Þar eiga fulltrúar allra framboða sæti auk þess eiga foreldrar, stjórnendur og kennarar áheyrnarfulltrúa. Málið hefur auk þess verið rætt í skólasamfélaginu, í skólaráði þar sem bæði nemendur og foreldrar eiga fulltrúa. Foreldrum gafst tækifæri á að koma með ábendingar og tillögur í byrjun ferlisins sl. haust og hafa áheyrnarfulltrúar þeirra í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd komið að vinnunni með okkur. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun byggist á markmiði meirihlutans í bæjarstjórn að dreifa valdi og hafa samráð um þau verkefni sem ráðist er í. Til marks um þetta er t.d. íbúaþingið.

Skipan leikskólamála Frá árinu 2006 hafa báðir leikskólarnir á Hornafirði tekið við börnum frá eins árs aldri. Þessar breytingar áttu að tryggja samfellu í leikskólastarfi auk vals á milli áhersla í skólastarfi. Þá voru samt ekki gerðar breytingar á húsnæði Krakkakots til að koma til móts við breytta aldursdreifingu í skólanum. Þetta hefur skapað bæði erfiðleika og óánægju hjá starfsfólki skólans eins og sjá má í áður nefndri skýrslu um leikskólamál. Staðan er því þannig að á Hornafirði höfum við tvo heildstæða leikskóla með sitt hvora stefnuna en í áður nefndri skýrslu kemur fram að foreldrar upplifa sig ekki hafa val um leikskóla þar sem biðlistinn setji þeim skorður og taka þurfi fyrsta lausa plássi.

Þá stóðum við frammi fyrir því vandamáli í vetur að mikill skortur var á dagvistunarúrræðum á Höfn. Brugðið var á það ráð að auglýsa eftir áhugasömum dagforeldrum en engin viðbrögð voru við þeirri auglýsingu. Ungu fólki með börn sem var að flytjast til staðarins stóð ekki til boða vistun fyrir börn sín sem er mjög slæmt í samfélagi sem þarf á vexti og fólksfjölgun að halda. Sú staðreynd að engin viðbrögð voru við auglýsingu félagsmálaráðs eftir dagforeldrum vekur upp þá spurningu hvort að eins frábært dagvistunarúrræði og dagforeldrar eru, sé á undanhaldi og hvort við verðum að gera ráð fyrir að öll börn eins árs og eldri komist á leikskóla. Til þess að losa um biðlista eftir leikskólaplássum var brugðið á það ráð í haust að bæta við þriðju deildinni á Krakkakoti í sal leikskólans. Það er aðeins tímabundið úrræði en næsta vor mun stór árgangur flytjast milli skólastiga og þá verður aftur rýmra um í leikskólunum. En hjá því verður ekki komist að skilgreina í hvernig samfélagi við viljum búa? • Í fjölskyldustefnu sveitarfélagsins kemur fram að við viljum bjóða leikskólapláss fyrir börn frá 1. árs aldri. • Við viljum geta tekið á móti fjölskyldum með börn til Hornafjarðar. • Við viljum að foreldrar hafi val um leikskóla

leikskólum bæjarins hafi góða vinnuaðstöðu og rými til leiks og starfa. Ný deild við Krakkakot er því á teikniborðinu en með henni teljum við að ofangreindum þáttum sé náð.

Mikilvægi list- og verkgreina Bæjarstjórn er einnig að skoða uppbyggingu til list- og verkgreina í samvinnu við Grunnskóla Hornafjarðar og FAS. Það er sérstakt markmið menntamálayfirvalda að minnka brottfall úr framhaldsskóla. Það verður sennilega ekki gert nema með nýjum leiðum í námi og mun þá vægi list – og verkgreina aukast til muna. Auk þess er það mikilvægt til að tryggja uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra sem byggja á hönnun, framleiðslu minjagripa, handverks ýmisskonar og fleira í þeim dúr. Millibygging milli sundlaugar og íþróttahúss er einnig inní þeirri skipulagsvinnu sem er í gangi í tengslum við Heppuskóla og í þeirri umræðu hefur bætt mataraðstaða í Heppuskóla komið upp, aðstaða til félagsstarfs, líkamsræktaraðstaða, aðstaða til dansleikjahalds í íþróttahúsi og ýmislegt fleira. Það er því af nógu að taka. Verkefnin eru fjölmörg og skemmtileg og til þess fallin, að mínu mati, að efla hér samfélagið til skemmtri eða lengri tíma litið.

• Síðast en ekki síst viljum við að starfsfólk og nemendur í

Ásgerður K. Gylfadóttir Formaður skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.

Vagnaleikfimi

líkamsræktarnámskeið fyrir foreldra og börn þeirra í vögnum eða kerrum Er að byrja með fyrsta námskeiðið hér á Höfn í vagnaleikfimi mánudaginn 7.nóvember. Leikfimin fer fram utandyra tvisvar í viku klukkutíma í senn. Námskeiðið er byggt upp þannig að lögð er áhersla á þol- og styrktarþjálfun fyrir mæður eftir barnsburð. Sérstaklega er einblínt á þá vöðvahópa sem eru veikastir eftir barnsburð svo sem maga-, bak- og grindarbotnsvöðva. Allar konur eru velkomnar og reynt er að hafa æfingarnar einstaklingsmiðaðar eftir líkamlegu formi hverju sinni. Sérstakt kynningarverð fyrir 4 vikna námskeið er 6900 krónur. Tímarnir verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 9:30 á morgnana. Skráning fer fram í síma: 692-9015 eða í tölvupósti matthildur77@simnet.is. Matthildur Ásmundardóttir sjúkraþjálfari og master í íþrótta- og heilsufræði


6

Fimmtudagur 4. nóvember 2011

Óli lóðs kvaddur

Allir lóðsarnir, Sigfús Harðarson, Sigurður Guðmundsson, Ólafur, Torfi Friðfinnsson og Vignir Júlíusson.

Á dögunum lét Ólafur Einir Einarsson af störfum sem hafnsögumaður við Hornafjarðarhöfn eftir nær aldarfjórðungs starf við höfnina. Hafnarstjóri, hafnarnefnd og samstarfsmenn Óla kvöddu hann í smá samsæti í Pakkhúsinu. Þar voru honum færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Óli sagðist vera ánægður og þakklátur á þessum tímamótum. Starfið hefi verið skemmtilegt og farsælt þrátt fyrir ýmsa erfiðleika eins og í kringum 1990 þegar rof var við ósinn og lóðsbátar sukku. Það var mikil bylting þegar nýi báturinn Björn lóðs kom og mikil öryggistilfinning að sem fylgdi honum sagði Óli.

Eystrahorn

Aflabrögð 17. – 30. október (2 vikur) Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51..................... net.............. 9... 103,0.ufsi 50,6 Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv...... 3..... 12,8.humar 4,3 (halar) Skinney SF 20...................... humarv...... 3..... 73,2.humar 10,1 Þórir SF 77........................... humarv...... 3..... 48,5.humar 11,9 Steinunn SF 10..................... botnv.......... 1..... 21,1.þorskur 10,7 Benni SU 65......................... lína.............. 3..... 20,8.þorskur 12,5 Beta VE 36........................... lína.............. 2..... 10,9.þorskur 6,5 Dögg SU 118........................ lína.............. 9... 124,0.þorskur 116,2 Guðmundur Sig SU 650...... lína.............. 7..... 53,2.þorskur 43,0 Ragnar SF 550...................... lína.............. 7..... 53,2.þorskur 43,0 Siggi Bessa SF 97................ lína.............. 8..... 39,9.þorskur 24,7 Húni SF 17........................... handf.......... 1....... 0,6.þorskur 0,5 Kalli SF 144.......................... handf.......... 3....... 1,2.þorskur 0,8 Stígandi SF 72...................... handf.......... 3....... 1,7.þorskur 1,3 Sævar SF 271....................... handf.......... 2....... 2,9.ufsi/þorskur Uggi SF 47........................... handf.......... 2....... 0,7.þorskur 0,5 Jóna Eðvalds SF 200........... nót/botnv... 2............. 940 síld Þrír sunnanbátar á humarveiðum lönduðu hér á Hornafirði rúmum 40 tonnum og þar af rúmlega 12 tonnum af humri. Heimild: www.fiskistofa.is

Lokahóf Lokahóf knattspyrnufólks Sindra fór fram í Pakkhúsinu. Hátíðin fór vel fram og góð stemning. Að venju voru margir heiðraðir fyrir góðan árangur og störf.

Mfl. karla Leikmaður ársins................. Sinisa Kekic Efnilegastur.......................... Ingvi Ingólfsson Mestar framfarir................... Sverrir Brimar Birkisson Markahæstur........................ Sinisa Kekic

Mfl. kvenna Leikmaður ársins................. Lejla Cardaklija Efnilegust.............................. Maria Selma Haseta Mestu framfarir.................... Mist Grétarsdóttir Markahæst............................ María Selma Haseta

Karen, Alex, María Selma, Sólveig, Reynir og Ingvi.

2.fl. karla Leikmaður ársins................. Alex Hilmarsson Mikilvægastur...................... Ingvi Ingólfsson Mestar framfarir................... Reynir Ásgeirsson Markahæstur........................ Alex Hilmarsson

2.fl. kvenna Leikmaður ársins................. Karen Halldórsdóttir Mikilvægust.......................... Árdís Drífa Birgisdóttir Mestu framfarir.................... Sólveig Sveinbjörnsdóttir Markahæst............................ María Selma Haseta

Kristján formaður Knattspyrnudeilar og Sævar Þór þjálfari kokkuðu ofaní allan hópinn á Víkinni.

María Selma, Mist, Lejla og Sindri þjálfari.

Sverrir Brimar, Sinisa, Ingvi og Óli Stefán þjálfari.


...fÌra ÞÊr jólin

Ă… Ĺƒ o Ĺƒ k Ĺƒ k Âż Ĺƒ k Âż Ĺƒ Âż k U k Âż “ U Ă• Ĺ™ Ĺ™ E Âżk U U “ Âż Ĺ™ Âż Âż Ĺ™

k k “ “ řřř k U k U k Âż Ĺ?

k E Ĺ™ NĂĄnar ĂĄ frostrosir.is


markhonnun.is

BLÁSKEL

FERSK FRÁ HRÍSEY Kræsingar & kostakjör

779

kr/kg

áður 1.298 kr/kg

SEIÐANDI KRÆKLINGASÚPA SAGAÐUR

30% afsláttur

kr/kg áður 2.498 kr/kg 16 STK/PK. 135 G

KALKÚNASTEIK

40%

REYKT FULLELDUÐ

afsláttur

1.889

kr/kg áður 2.698 kr/kg

áður 1.998 kr/kg

40% afsláttur

239

kr/pk. áður 397 kr/pk.

HUMAR

1 KG SKELBROT

REYKTUR LAX ½ FLAK

40% afsláttur

GRAFLAX

afsláttur

1.799

1.799

kr/kg

kr/kg áður 2.998 kr/kg

HUMAR

1 KG SKELFLETTUR

áður 2.998 kr/kg

BAQUETTE BAKAÐ Á STAÐNUM* 440 G

40%

2.998

kr/kg áður 4.980 kr/kg

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

*GILDIR EKKI UM NETTÓ SALAVEGI

kr/kg Tilboðsverð!

40%

½ FLAK

afsláttur

1.998

30%

afsláttur

1.199kr/kg

1.749

SMÁRÉTTA BLINI

LAMBAHAMBORGARHRYGGUR

199

kr/stk. áður 398 kr/stk.

Tilboðin gilda 3. - 6. nóvember eða meðan birgðir endast

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG MYNDAVÍXL

HANGIFRAMPARTUR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.