Eystrahorn 39. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 8. nóvember 2012

39. tbl. 30. árgangur

Menningin blómstrar

Frá áhugaljósmyndasýningu 2010. Mynd: Óðinn Eymundsson

Áhugaljósmyndasýning Landið og Fólkið Áhugaljósmyndasýning verður haldin í þriðja sinn í desember en að þessu sinni fer hún fram utan dyra og verður myndunum varpað upp með skjávarpa á Ráðhúsið. Sýningin opnar þann 7. desember og mun hún standa fram í febrúar. Þemað í ár er Landið og Fólkið. Áhugasamir ljósmyndarar eru hvattir til þess að senda inn myndir og taka þátt í sýningunni. Dómnefnd fer yfir innsendar myndir og engin takmörk eru fyrir fjölda innsendra mynda en þær þurfa að vera í skjáupplausn. Hægt er að skila inn myndefni á minnislykli eða senda póst á gudlaugp@hornafjordur.is Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að nálgast hjá Guðlaugu Ósk hjá Menningarmiðstöð í síma 4708057 eða senda tölvupóst. Mjög mikilvægt er að þátttakendur sendi einnig inn mynd af sjálfum sér, ásamt upplýsingum á borð við aldur og ljósmyndaáhuga (af hverju ljósmyndun, hversu lengi viðkomandi hefur tekið myndir og hvaða myndefni er áhugaverðast og af hverju). Einnig er æskilegt að fram komi upplýsingar um þátttöku í öðrum sýningum og annað sem fólk vill koma á framfæri. Þessar upplýsingar munu svo fylgja myndunum á sýningunni.

Norræni Skjaladagurinn Norræni skjaladagurinn er 10. nóvember í ár. Þema dagsins að þessu sinni er „Íþrótta- og æskulýðsstarf á 20. öld“. Haldið er upp á daginn um land allt

og í tilefni af honum verður sett upp sýning á Bókasafninu með myndum og munum sem tengjast íþrótta- og æskulýðsstarfi í Austur - Skaftafellssýslu og opnar hún klukkan 13:00 laugardaginn 10. nóvember. Sýningin verður svo opin út mánuðinn og allir eru velkomnir.

Norræn Bókasafnavika Norræna bókasafnavikan er stærsta sameiginlega menningardagskrá á Norðurlöndunum. Í viku er boðið upp á upplestra, sýningar, umræður og aðra menningaratburði á þúsundum bókasafna og annarra samkomustaða. Í ár er vikan haldin 12. til 18. nóvember, með það fyrir augum að lyfta undir norræna frásagnahefð og bókmenntir. Þemað í ár er „Margbreytileiki á Norðurlöndum“ og dagskrá verður á Bókasafninu frá mánudegi til og með föstudegi. Allir velkomnir.

Tónleikar í Pakkhúsinu Hljómsveitin Valdimar hefur slegið rækilega í gegn og eru þeir búnir að vera að gera það gott eftir fyrstu plötu sína Undraland sem kom út árið 2010. Sveitin hefur aðeins starfað í þrjú ár en er nú að gefa út sína aðra breiðskífu sem hefur fengið nafnið Um Stund. Í tilefni af útgáfu hennar er sveitin á tónleikaferðalagi um landið og ætlar að spila fyrir okkur Hornfirðinga þann 9. nóvember næstkomandi í Pakkhúsinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og er miðaverð 2000 krónur.

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fundur um eflingu Nýheima Á afmælisráðstefnu FAS og Nýheima í október sl. skrifuðu atvinnuog nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðher ra ásamt bæjaryfirvöldum og stofnunum í Nýheimum undir viljayfirlýsingu um eflingu á starfi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Þann 26. október var haldinn fyrsti samráðsfundur í framhaldi yfirlýsingarinnar, þar sem allir tengdir aðilar komu frá fyrrgreindum ráðuneytum, bæjaryfirvöldum og stofnunum Nýheima. Á fundinum kom fram mikilvægi þess að vinna framkvæmdaráætlun fyrir Nýheima næstu 10 árin hvernig Nýheimar geti ýtt undir fjölbreyttara atvinnulíf, aukið framboð á menntun og auðgað menningu samfélagsins. Eitt markmið verkefnisins er að leggja áherslu á ævimenntun og brjóta skil milli skólastiga og aldurs og leggja áherslu á fjarnám og framhaldsfræðslu á háskólastigi. Lögð er áhersla á að móta ferðaþjónustu enn frekar með þematengdri þjónustu fyrir ferðamenn, þar sem matar,-ljósmynda,fugla og veiðiferðamennska verði efld. Þá verði ímynd Vatnajökulsþjóðgarðs styrkt með því að tengja starf hans við atvinnulíf og samfélag. Þegar hefur verið ákveðið að stofna náttúrustofu þar sem meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu áningastaða. Þá er stefnt að bæta aðstöðu list- og verknáms. Næsti samráðsfundur verður 7. nóvember nk. en stefnt er að vinnunni ljúki í byrjun desember.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.