Eystrahorn 39. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 39. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. nóvember 2013

Nýr hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSSA

Þann 1. nóvember tók Valgerður Hanna Úlfarsdóttir hjúkrunarfræðingur við af Ásgerði Gylfadóttur sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSSA og mun leysa hana af fram á næsta vor. Hanna hefur starfað á stofnuninni í mörg ár en hún hóf störf sem ófaglærður starfmaður á Skjólgarði árið 1994, síðan starfaði hún sem sjúkraliði á hjúkrunardeildinni í stuttan tíma eða þar til hún færði sig yfir í Málefni fatlaðra en þar var hún í 3 ár. Síðan vorið 2011 hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur hjá stofnuninni. Má því segja að Hanna sé vel kunnug starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og því vel undir það búin að taka við starfinu. Hanna er fædd 7. nóvember 1971 á Eyri í Fáskrúðsfirði en á ættir að rekja til Meðalfells í Nesjum og hefur búið á Hornafirði síðan árið 1994 ásamt eiginmanni og þremur sonum þeirra.

Alþjóðadagur sykursýki Sífellt fleiri greinast með sykursýki týpu 2 í heiminum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að 345 milljónir manna um heim allan séu með sykursýki í dag, og að þessi tala muni líklega tvöfaldast fyrir árið 2030 ef ekkert verður að gert. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur þar sem briskirtillinn hættir annars vegar að framleiða insúlín, og eða líkaminn hættir að nýta sér nægilega vel það insúlín sem líkaminn framleiðir og sykurmagn verður of hátt í blóði. Sykursýki týpa 2 eða áunnin sykursýki er lífsstílstengdur sjúkdómur að miklu leyti. Hreyfingarleysi, ofþyngd og óhollt mataræði gegna þar lykilhlutverki. Með því að ástunda heilbrigðan lífsstíl s.s.með reglubundinni hreyfingu , borða vel af grænmeti og lágmarka sykurneyslu má minnka líkurnar á að fá sykusýki týpu 2 til mikilla muna. Afleiðingar sjúkdómsins eru skemmdir í augnbotnum, nýrum og í fótum auk þess sem tíðni kransæðasjúkdóma og heilablóðfalla eru hærri en meðal þeirra sem ekki hafa sykursýki. Þá eru ótalin áhrif á daglega líðan, andlega getu og hreyfigetu meðal eldra fólks. Margir eru með sykursýki tegund 2 án þess að vita að því. Ert þú hugsanlega ein/n af þeim? Helstu einkenni sykursýki eru: Þorsti, tíð þvaglát, sjóntruflanir, kláði við þvagrás og þreyta. Ef þú finnur fyrir þessum einkennum ættir þú að hafa samband við lækni eða hjúkrunarfræðing á heilsugæslustöðinni og fá í kjölfarið mælingu á blóðsykri.

Hvert er þitt Suðurland? Hvert er þitt Suðurland?, er samstarfsverkefni Markaðsstofu Suðurlands og WOWair þar sem framhaldsskólanemar á Suðurlandi eru hvattir til að taka myndir af Suðurlandi eins og það birtist þeim. Um er að ræða leik þar sem nemendur taka ljósmyndir af umhverfi sínu og sýna með hvaða augum þau sjá Suðurland í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Myndaleikurinn hefur fengið yfirskriftna Hvert er þitt Suðurland? og eru leikreglur afar einfaldar. Þeir sem vilja taka þátt gera það sér að kostnaðarlausu. Þeir þurfa aðeins að gerast fylgjendur Markaðsstofu Suðurlands á Instagram (@SouthIceland), taka myndir af því sem þeir telja sitt Suðurland og merkja myndina #WWSOUTH. Leikurinn er þegar byrjaður og stendur til 10. janúar 2014 og stuttu síðar verður besta myndin valin. Sigurvegarinn hlýtur flugmiða í boði WOWair, þannig það er til mikils að vinna. Myndir leiksins má sjá inn á vefsíðunni WinterWonderland.is/instagr/. Þátttakendur skulu leyfa hugmyndafluginu að ráða og sýna sitt Suðurland. Nánari upplýsingar veita: Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands (davidsam@south.is) og Guðmundur Fannar Vigfússon, Verkefnisstjóri Suðurland allt árið (gudmundur@south.is).

Kynningarfundir um fjárhagsáætlun Opnir kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnana þess fyrir árin 2014-2017. Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum: 19. nóvember á Hótel Smyrlabjörgum kl. 12:00 21. nóvember á Hótel Höfn kl. 12:00

Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Fundirnir eru öllum opnir. Súpa, brauð og kaffi. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri

Ester Þorvaldsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslusviði HSSA

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. nóvember 2013

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Sunnudaginn 17. nóvember Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 Prestarnir

Arnar Hauksson dr.med kvensjúkdómalæknir

verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar 29. - 30. nóvember næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Eystrahorn

Umsóknir um styrki Atvinnuog rannsóknasjóðs 2014 Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt styrki til verkefna sem efla geti byggð og atvinnu í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnuog menningarmálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum og tekur við umsóknum og afgreiðir þær. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Sveitarfélaginu Hafnarbraut 27 Höfn eða á heimasíðu bæjarins hornafjordur.is/reglur og samþykktir. Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2013 á hornafjordur.is/umsóknir. Ásgerður k. Gylfadóttir, Bæjarstjóri

2013

Föstudaginn 15. nóvember verður SamAust haldið í íþróttahúsinu hér á Höfn. SamAust er viðburður fyrir 8. til 10. bekkinga á Austurlandi. Öllum er velkomið að koma og sjá hönnunarkeppnina og einnig söngvakeppnina. Hönnunarkeppnin byrjar kl.15:30 en sýningin byrjar kl. 18:00. Söngvakeppnin byrjar kl. 21:00 1000 kr. inn fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn á hönnunar- og söngvakeppni. Athugið ekki tekið við kortum.

Uppskeruhátíð

Markaðsstofu Suðurlands 2013 Markaðsstofa Suðurlands býður ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru aðilar að Markaðsstofunni á Uppskeruhátíð 21. nóvember n.k. að Hótel Örk Uppskeruhátíðin er vettvangurinn til að hittast og efla samstöðu innan ferðamálahópsins á Suðurlandi. Mætum öll og skemmtum okkur saman. Dagskrá: Óvissuferð í boði heimamanna Heiðursgestur hátíðarinnar verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála

Félagsmiðstöðin Þrykkjan Sími: 470 8475 - 862 0648

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

SVIÐAVEISLA Lionsklúbbur Hornafjarðar heldur sviðaveisla á Kaffi Horninu fimmtudaginn 21. nóvember kl:18:00 Allir velkomnir.

Veislustjóri verður Bessi Hressi, skemmtikraftur frá Hvolsvelli, Ari Eldjárn verður með gamanmál, tónlistaratriði og eftir borðhald heldur “Hljómsveit hússins” uppi stuðinu fram eftir nóttu. Matur og skemmtun kr. 5.500 pr. per Verð á gistingu og morgunverð kr. 4.500 pr. per Skráning: ragnhildur@south.is eða í síma 560-2044 Skráningu lýkur 16. nóvember n.k.


Þórir Úlfars: Hljómborð, gítar, bassi 1,2,4; trommur 1,2,4; munnharpa, raddir, upptökustjórn, útsetningar, hljóðblöndun og lokafrágangur. Óskar Guðna: Gítar 1 og3, ukulele, hljóðritun, útsetningar, lokafrágangur, hönnun á umslagi og ljósmyndir. Pálmi Gunnars: Bassi, kontarbassi og bassasóló 15. Hafþór S. Guðmunds: Trommur, ásláttur og þvottabretti. Pétur V. Péturs: Gítar 2, 4, 5, 7 og 10. Örvar Kristjáns: Harmónika 4og 11. Bryndís H. Gylfa: Celló 5 og 7.

Eystrahorn

Fimmtudagur 14. nóvember 2013

• Setning - Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra • Ásgerður Gylfadóttir, bæjarstjóri Búnaðarstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar • Undirritun Búnaðarstefnu Sveitarfélagið og Búnaðarsambandið • Hádegisverður í Mánagarði • Sindri Sigurgeirsson, formaður bændasamtaka Íslands Staða landbúnaðarins • Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands • Loftlagsbreytingar og áhrif þeirra • Nýsköpunarráðuneytið Raforkuverð og dreifing raforku • Grétar Már Þorkelsson Rannsókn á ágangi álfta og gæsa • Jóhann Helgi Stefánsson landfræðinemi Ræktanlegt land og landupplýsingar • Sigbjörn Kjartansson arkitekt Skipulagsmál í Austur - Skaftafellsýslu • Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarður í Sveitarfélaginu Hornafirði • Þórey Bjarnadóttir Kálfafelli Framtíð og möguleikar í dreifbýli • Umræður og fyrirspurnir • Samantekt - Lovísa Rósa Bjarnadóttir

Ráðstefnustjórar Þorbjörg Arnórsdóttir og Ásgrímur Ingólfsson Skráning á ráðstefnuna er á brydnis@hornafjordur.is eða vala@hornafjordur.is

Við komum til þín! Ert þú að breyta og bæta hótelið, gistiheimilið eða heimilið? Sölumaður verður á ferðinni á Höfn í Hornaarði og nágrenni dagana 18. - 20. nóvember viljir þú fá ráðgjöf varðandi efnisval endilega pantaðu tíma hjá: Alexander í síma: 660-8643 eða sendið tölvupóst á: alli@korkur.is Veggja og loftaklæðningar Baðherbergisklæðningar Utanhússklæðningar Útihurðir & gluggar Þakklæðningar Korkgólfefni WC skilrúm ...og eira...

Söngur - Vocals: Unnur B. Björnsdóttir Arnbjörg H.Valsdóttir, Ragnheiður H.Pálmadóttir, Ragnheiður Gröndal Arnar Jónsson

Ragnheiður H.Pálmad. Í lögum: 4, 5 og 7

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Arnar Jónsson í lögum: 8 og 15

Fögur er jörðin - Beautiful Earth 3:28 Vöggugjöf - Birthgift 5:03 Úr huldulandi - From the land of Spirits 2:48 Í vændum vor - Spring is coming 2:37 Undir laufþaki - Under a canopy of leafs 4.10 Dagrenning - Brake of Dawn 3:33 Ég veit ekki hvenær – I don´t know when 2:57 Mynd - Picture 3:55

Ljóð - Poetry: Kristín Jónsdóttir

9. Fylgja - Ghost 3:38 10. Til næturinnar - To the Night 4:02 11. Löngun - Desire 3:38 12. Gefðu mér - Give me 4:09 13. Haustkvöld - Autumn Evening 3:46 14. Alla leið - To the Limit 3:20 15. Í þagnardal - In the Valley of Silence 2:46

5 690351 123371

Lög - Music: Óskar Guðnason

Thai Lindin 002

Dagskrá:

Fögur er jörðin

Beautiful Earth Í tilefni af degi íslenskrar tungu, verða tónleikar í Pakkhúsinu laugardaginn 16. nóvember, kl. 21:00. Þar verða flutt lög Óskars Guðnasonar af diskinum Fögur er jörðin, við ljóð Kristínar Jónsdóttur á Hlíð í Lóni sem jafnframt kemur fram. Flytjendur eru Sigga Sif og Þórdís Sævarsdætur ásamt Töru og hljómsveitin Lónið leikur undir. Miðaverð er kr. 2.000. Á eftir verður pöbbastemning á staðnum. Arnbjörg H. Valsdóttir Í lögum: 1, 3 og 13

Ragnheiður Gröndal Í lagi: 2

Unnur Birna Björnsdóttir Í lögum: 6, 9, 10, 11, 12 og 14

Beautiful Earth

Sveitarfélagið Hornafjörður og Búnaðarsamband A.Skaft. boða til ráðstefnu um hagsmunamál dreifbýlis 25. nóvember í Mánagarði Nesjum kl. 11:00. Mæting og skráning 10:50.

Fögur er jörðin

Fögur er jörðin

Ráðstefna um Hagsmunamál dreifbýlisins

www.eystrahorn.is

Icelandic Folk Music

Félagshyggjufólk í Sveitarfélaginu Hornafirði Opinn fundur verður haldinn í húsi AFLs Víkurbraut þriðjudaginn 19. nóvember klukkan 20:00 Fundarefni: Bæjarmálin Samfylkingin á Hornafirði

Skrifstofuvinna hjá Iceland Pelagic Iceland Pelagic leitar að starfsmanni í hlutastarf fram í september 2014. Um almenna skrifstofuvinnu er að ræða. Upplýsingar veitir Hermann Stefánsson í síma 896 8578. Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember nk. Umsóknir sendist á hs@icepel.is

Auglýsing Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 26. nóvember. nk. Styrkumsókn skal fylgja greinargerð eða ársreikningauppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjenda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri


© Þorvarður ÁrNasoN

Tækifærin

liggja í lofTinu

Hugarflugsfundur um nýtt loftslagsverkefni landverndar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar 19. nóvember 2013, kl. 16:15-18:15 í Nýheimum

Við óSkum efTir innleggi þínu í Vinnuna framundan Landvernd er að hefja nýtt aðgerðamiðað loftslagsverkefni sem miðar að því að draga úr útlosun gróðurhúsalofttegunda í sveitarfélögum á Íslandi, byggt á danskri fyrirmynd. Sveitarfélagið Hornafjörður tekur þátt í að þróa verkefnið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Afar mikilvægt er að fá innleggg frá íbúum sveitarfélagsins fyrir vinnuna framundan og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

www.landvernd.is

Jólahlaðborð í Pakkhúsinu Laugardagana 30. nóvember - 7. desember - 14. desember

Klassískt jólahlaðborð með spennandi réttum inn á milli. Gæsaborgarinn sem sló í gegn í fyrra verður á sínum stað ásamt öðrum réttum löguðum frá grunni.

Þórdís Imsland ásamt Birki og Ármanni sjá um ljúfa jólatóna meðan á borðhaldi stendur.

örfá sæ ti laus 30. nóve mber og Upps elt 7. desem ber

Forréttir

Gæsasúpa löguð með malti og bláberjum, úrval af síld, reyktur lax, sítrusgrafinn lax, reykt gæs, grafinn nautavöðvi, þurrkaður og reyktur sauður, gæsalifrarmousse, heimabakað hreindýrapaté m/ valhnetum, nautatunga m/ sesam engifer, gæsaborgari, tvíreykt hangilæri m/ melónu, þurrverkaður hrossavöðvi og fleira.

Aðalréttir

Birkireykt hangilæri, reyktur grís, einiberjareyktur grís, purusteik, villibráðarbollur, hægeldaður kalkúnn með kókosdöðlusósu. Heimagert rauðkál, sætkartöflur með heslihnetum ásamt hefðbundnu meðlæti.

Eftirréttir

Súkkulaðimousse, heit súkkulaðikaka, heit eplakaka með stökkum hafracrumble, hvítsúkkulaði ris á la mandel.

Verð kr. 6.200,Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst stundvíslega klukkan 20:00. Kjallarinn verður opinn frameftir. Pantanir í síma 478-2280 eða á Pakkhus@Pakkhus.is.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.