Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 4. nóvember 2010
40. tbl. 28. árgangur
Lönguhólar
Nýja starfsmannaálman við Lönguhóla hefur verið tekin í notkun. Með þessari breytingu gjörbreytist öll aðstaða starfsfólks og aðgengi að skólanum. Í nýja hlutanum er kaffistofa, vinnuaðstaða fyrir starfsmenn, fundarherbergi, skrifstofa leikskólastjóra, snyrtiaðstaða fyrir starfsmenn og aðalinngangur skólans.Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri var ánægð með breytingarnar og sagði m.a.; „Þetta er mikil breyting fyrir starfsemi skólans. Starfsmenn fá vinnuaðstöðu þar sem þeir geta unnið að undirbúningi fyrir starfið án truflana í tíma og ótíma. Aðstaðan var áður í einu af anddyri skólans og þar var gengið um með vörur, mat og fleira og satt best að segja ekki boðleg. Í
fundarherbergi hafa sérfræðingar tök á að vinna hér á staðnum það sem þeir hafa unnið á Heilsugæslunni og hægt er að funda með sérfræðingum og foreldrum við viðunandi aðstæður. Í gömlu kaffistofunni er komin aðstaða fyrir sérkennslu sem ekki var áður. Kaffistofan í dag er staðsett þannig að starfsfólk fær gott næði þann tíma sem kaffi er, einnig er hægt að nýta hana fyrir starfsmannafundi sem áður hafa verið inn á deildum, í stólum sem eru fyrir börnin. Vinnuaðstaða leikskólastjóra er góð og hægt að vera þar með minni fundi með starfsfólki, foreldrum eða öðrum”. Starfsmenn við leikskólann Lönguhóla eru 18 með mismikið stöðugildi og nemendur eru 57.
Eystrahorn í eitt ár Nú er liðið um ár síðan Eystrahorn fór að koma út eftir hlé sem var á útgáfu þess. Blaðið hefur ekki verið stórt í sniðum og þarf að sníða sér stakk eftir vexti. Stærð blaðsins ræðst af auglýsingatekjum og fjölda vildaráskrifenda og er útgefandi þakklátur þeim aðilum sem styrkja eða nýta sér blaðið. Með þessu móti hefur tekist að halda útgáfunni gangandi rekstrarlega og vera réttu megin við strikið eins og sagt er. Á þessum 12 mánuðum hafa komið út 47 tölublöð og að meðaltali hefur blaðið verið 7,5 síður. Útgefandi er þess alveg meðvitaður að efni blaðsins er rýrt á köflum en í staðinn fá þeir aðilar sem þurfa að koma skilaboðum á framfæri til sýslubúa tækifæri til þess. Það má vel kalla blaðið „skilaboðaskjóðu“ þegar þannig ber við. Í fyrsta tölublaði 2009 var ritstjórnarstefnu blaðsins lýst og stendur ennþá;
„Blaðið á fyrst og fremst að vera vettvangur til að miðla upplýsingum til lesenda með fréttum, fróðleik og auglýsingum ásamt að varðveita heimildir sem ekki eru skráðar annars staðar og skapa menningarleg verðmæti fyrir íbúana. Blaðið má aldrei vera farvegur fyrir þá sem telja sig þurfa að leysa persónuleg vandamál sín fyrir opnum tjöldum eða útkljá persónulegar deilur einstaklinga. Það má aftur á móti takast á um málefni og rökræða þau.“ Ákveðin reynsla hefur fengist þetta ár og hefur útgefandi ákveðið að halda áfram á sömu braut, en auðvitað er draumurinn að efla blaðið og auka efnisvalið því ekki er skortur á efni né hugmyndum. Rétt er að vekja athygli á að blaðið má lesa á netinu þ.e. eystrahorn.is og þar eru líka upplýsingar um útgáfuna.
Fundir bæjarstjórnar á netið
Það var merkilegt framtak á sínum tíma þegar farið var að sýna bæjarstjórnarfundi á SkjáVarpi. Þá voru Hornfirðingar í fararbroddi á þessu sviði. Nú hefur verið bætt um betur og hægt er að skoða bæjarstjórnarfundi á netinu (hvar sem við erum stödd í heiminum) með því að fara inn á hornafjordur.is. Ekki þarf að binda sig við ákveðinn útsendingartíma og sömuleiðis eru menn ekki bundnir af að horfa á fundina í heild sinni. Hægt er að velja sér kafla af hverjum fundi allt eftir áhuga hvers og eins. Upptaka og útsending bæjarstjórnarfunda veitir bæjarfulltrúum aðhald og gerir kröfur um vönduð og skilvirkari fundarsköp. Það er full ástæða til að hrósa aðstandendum fyrir þetta framtak og þakka fyrir bætta upplýsingamiðlun.
Eystrahorn 1. tbl. 27. árgangur
Fimmtudagur 5. nóvember 2009
Eystrahorn
Síldarstofninn ennþá sterkur þrátt fyrir allt
Þessa mynd tók Gunnlaugur Árnason á mánudaginn var út um skrifstofugluggann hjá sér af Ásgrími Halldórssyni með veiðarfærin úti rétt utan við höfnina í Stykkishólmi.
Nú er að koma að lokum rannsókna á síldarstofninum. Engin endanleg niðurstaða er þó komin um framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun og fyrstu niðurstöðum úr rannsóknum virðist sýking umtalsverð í síldinni. Jafnframt segir að teknu tilliti til mælingar á stærð veiðistofnsins og umfangi sýkingarinnar verður að telja líklegt að stofninn verði undir
viðmiðunarmörkum á næsta ári. Þetta er reiðarslag fyrir stað eins og Hornafjörð þar sem SkinneyÞinganes er eitt öflugusta fyrirtæki landsins sem veiðir uppsjávarfisk og verkar. Þrátt fyrir þessi tíðindi sýna mælingar að stofnin er sterkari en í fyrra sem gefur vonir um að hann standi af sér þessa ágjöf. Hermann Stefánsson framleiðslustjóri hjá Skinney-Þinganesi hafði
þetta að segja um málið þegar leitað var eftir viðbrögðum við þessum tíðindum; “Við höfum gert ráð fyrir því frá því að sýkingin kom upp í fyrra að brugðið gæti til beggja vona með síldveiðar og vinnslu þetta árið. Við höfum því lengt humarvertíðina fram á haustið meðal annars til að mæta því. Einnig var settur aukinn kraftur í bolfiskvinnslu félagsins á
vormánuðum og er henni meðal annars ætlað að mæta þessari stöðu. Það er því von okkar að við náum að halda sjó og halda uppi atvinnu í fiskiðjuverinu í haust en engu að síður er ljóst að síldarleysið er stórt áfall fyrir okkur. Þá er ljóst að starfsemi fiskmjölsverksmiðjunnar verður ekkert í líkingu við undanfarin haust.”
Samstarf FAS og Eystrahorns Við erum nemendur í Framhaldsskólanum í AusturSkaftafellssýslu, á lokaári, og erum að taka þriðja og síðasta áfangann okkar í fjölmiðlafræði. Okkur hefur verið falið það verkefni á þessari önn að skrifa greinar, sem munu birtast í Eystrahorni. Markmið
verkefnisins er að fá að taka þátt í blaðamennsku og sjá hvernig vinna við blaðaútgáfu gengur fyrir sig. Þetta er krefjandi verkefni en við hlökkum til að takast á við það og fá að vinna alvöru verkefni í tengslum við hefðbundið nám og erum þakklátar fyrir það. Svava, Inga og Fanney
Blað sem bætir bæjarbrag og berst í sérhvert hús
Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús