Eystrahorn Fimmtudagur 21. nóvember 2013
40. tbl. 31. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Ódýrt flug fyrir félagsmenn AFLs Afl Starfsgreinafélag hefur gert samkomulag við Flugfélagið Erni um ódýr flugfargjöld fyrir félagsmenn milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Verð fyrir aðra leið er 8.000 krónur og er nafn félagsmanns ritað á miðann við kaup á honum. Miðarnir verða seldir á skrifstofum AFLs á Hornafirði og Djúpavogi frá og með 25. nóvember n.k. Með samningi þessum vilja Flugfélagið Ernir og AFL Starfsgreinafélag vekja athygli almennings á flugsamgöngum til og frá Höfn í Hornafirði og hversu nauðsynlegar flugsamgöngur eru fyrir samfélagið í heild.
Íbúafundur í samstarfi við Landvernd Íbúafundur um umhverfismál var haldinn sl. þriðjudag. Um 70 íbúar mættu á fundinn. Þar var tekið á hvernig einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta haft áhrif á útlosun gróðurhúsaloftegunda. Þar var fjallað um úrgangsmál, loftlagsmál og mengun almennt. Landvernd er að hefja nýtt aðgerðamiðað loftslagsverkefni sem miðar að því að draga úr útlosun gróðurhúsalofttegunda í sveitarfélögum á Íslandi, byggt á danskri fyrirmynd. Verkefnið snýr að því að setja fram markmið og aðgerðaáætlun um samdrátt í útlosun. Sveitarfélagið samþykkti umhverfisstefnu, er að taka upp markvissari úrgangsflokkun og jafnvel hitaveitu, auk þess sem almenn uppbygging í tengslum við ferðaþjónustu hlýtur að líta mjög til umhverfisvænni samgangna, en átak sveitarfélagsins „bíllausir fimmtudagar“ eru gott dæmi um slíkt. Með tilvísan í ofangreint má sjá að í Sveitarfélaginu Hornafirði sé áhugi og metnaður til að takast á við umhverfismál. Þá telur Landvernd að sýna megi fram á árangur með verkefninu á tiltölulega skömmum tíma í sveitarfélaginu, en það er afar mikilvægt til að hvetja til þátttöku fleiri sveitarfélaga í
framhaldinu. Sveitarfélagið gæti því orðið fyrirmyndarsamfélag í loftslagsmálum á Íslandi sem hið fyrsta sem þátt tekur í verkefninu. Samband íslenskra sveitarfélaga er einnig samstarfsaðili að verkefninu og leggur til sérfræðiþekkingu. Verkefnið er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Landvernd leitaði til Sambands íslenskra sveitarfélaga um val á sveitarfélagi til að þróa verkefnið. Nokkur sveitarfélög komu til greina, en samtökunum leist best á að leita til Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þar koma til nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi eru ófá sveitarfélög á landinu þar sem íbúar finna jafn vel fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, samber hörfun jökla og áhrif þess á heimahaga fólks og mögulega á sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu á svæðinu. Í öðru lagi leitast Landvernd við að vinna að verkefnum sínum jafnt á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni, eins og önnur verkefni samtakanna sýna (www.landvernd.is). Í þriðja lagi hafa ýmsar jákvæðar breytingar í umhverfismálum sveitarfélagsins átt sér stað eða eru í farvatninu.
Nýr afhendingarstaður Landsnets á Höfn Landsnet vinnur að uppsetningu á nýjum afhendingarstað raforku á Höfn í Hornafirði en verkefnið er liður í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja. Verkið felst í stækkun tengivirkisins á Hólum og lagningu um 1,5 km langs 132 kV jarðstrengs milli Hóla og tengivirkis RARIK á Höfn. Strengurinn kemur til viðbótar við 132 kV línu sem þarna er og hefur hingað til verið rekin á 11 kV
spennu. Einstaka verkþættir voru boðnir út í sumar og haust. Framkvæmdir við strenglögn og í tengivirki hófust í september og ganga vel. Gerð undirstaða og jarðskauta í tengivirkinu á Hólum er lokið og uppsetning búnaðar að hefjast. Útdráttur jarðstrengs er hafinn og er áætlað að allri tengivinnu verði lokið um miðjan mánuðinn. Spennusetja á strenginn um áramótin.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 21. nóvember 2013
Kaþólska kirkjan
Eystrahorn
Andlát
Sunnudagur 24. nóvember
Snorri Sigjónsson
Börnin hittast kl. 11:00. Hl. messa byrjar kl. 12:00. Við ætlum að blessa aðventukransinn í lok messu. Eftir messu er gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir.
Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir umsóknarfrest vegna jólaaðstoðar. Umsóknarfrestur í sjóðinn vegna jólaaðstoð er til og með 5. desember nk. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur sjóðsins eru á heimasíður sveitarfélagsins á slóðinni www.hornafjordur.is/samfelagssjodur (umsóknir í samfélagssjóð hér á (pdf)). Einnig er hægt að fá umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofunni og þangað er útfylltum umsóknum skilað. Kannið möguleikana sem Samfélagssjóðurinn hefur til aðstoðar og vekið athygli annarra á þessari auglýsingu. Stjórn Samfélagssjóðs Hornafjarðar
Jólasamvera Kæru félgskonur, Hin árlega jólasamvera verður í Slysavarnarhúsinu fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 19:30. Þátttökugjald er 2.500,- (ekki tekin kort)
Snorri Sigjónsson fæddist að Meðalfelli 23.07.1930. Foreldrar hans voru Sigjón Einarsson f. 10.01.1896 d. 23.08.1961 og Guðlaug Guðmundsdóttir f. 18.05.1909 d. 28.11.1998. Árið 1948 flutti fjölskyldan að Bjarnanesi og Snorri bjó þar alla sína tíð. Síðustu fimm mánuðina var hann á hjúkrunardeildinni á Höfn þar sem hann naut góðrar aðhlynningar. Snorri var sendur til rannsóknar á Landspítalann í Fossvogi en þar lést hann þann 8. nóvember sl. Útför Snorra fer fram frá Bjarnaneskirkju föstudaginn 22. nóvember kl 13:00
Jólablað
Eystrahorns
kemur út fimmtudaginn 19. desember Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: albert@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 19. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 17. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti. Hér fyrir neðan er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.000,(3.765,- m/vsk).
Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár .
Hver og ein kemur með jólapakka sem á að kosta kr. 1.000 - 1.500.
Jón og Gunna
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 25. nóvember
Frá Ferðafélaginu
Guðrún Ósk................ sími 848-1955......... hans-christ@simnet.is Signý Ingvadóttir....... sími 691-9365......... kirkjubraut02@simnet.is Sigrún Ólöf.................. sími 845-8315......... sigruno@hornafjordur.is
Slysavarnardeildin Framtíðin
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Rennibekkur Til sölu vandaður RECORD trérennibekkur ásamt góðum járnum til að renna með. Upplýsingar í síma 853-9595
Firðirnir fögru 2. áfangi. Gengið frá Starmýri að Geithellnum Laugardagur 23. nóvemberber. Lagt af stað frá tjaldstæðinu á Höfn kl. 9:00 og frá Starmýri 9:45. Göngutími um 3-4 klst. Verð kr. 500 og kr. 1.000 - 1.500 til bílstjóra Gott að hafa létta göngubroddar (ekki nauðsynlegt) og Laxapoka til að vaða. Allir velkomnir með, munið að taka með nesti og klæðast eftir veðri. Allar frekari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074.
Eystrahorn
Fimmtudagur 21. nóvember 2013
Dansleikur í Sindrabæ Karlakórinn Jökull heldur dansleik í Sindrabæ laugardaginn 30. nóvember kl. 22:00 - 02:00. Aðgangseyrir kr. 2.500,-
www.eystrahorn.is
Bóka- og rithöfundakynning Hin árlega rithöfundakynning á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar verður í Pakkhúsinu miðvikudaginn 27. nóvember nk. kl. 20:30. Þeir rithöfundar sem heimsækja okkur nú eru: • Bjarki Karlsson sem flytur ljóð úr ljóðabók sinni Árleysi alda • Guðni Ágústsson sem les úr bók sinni, Guðni, léttur í lund. • Hrafnhildur Valgarðsdóttir les úr bók sinni, Söngur Súlu • Heiðrún Ólafsdóttur les úr nýrri ljóðabók • Þórdís Gísladóttir les úr bók sinni, Randalín og Mundi í Leynilundi. • Vala Garðarsdóttir les úr bókinni, Alla mína Stelpuspilatíð, eftir Sigríði K Þorgrímsdóttur. Nokkrir nemendur Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu munu flytja tónlist á milli upplestra. Sjáumst sem flest í Pakkhúsinu miðvikudaginn 27. nóvember og eigum notalega kvöldstund í skammdeginu. Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Ráðstefna um Hagsmunamál dreifbýlisins Sveitarfélagið Hornafjörður og Búnaðarsamband A.Skaft. boða til ráðstefnu um hagsmunamál dreifbýlis 25. nóvember í Mánagarði Nesjum kl. 11:00. Mæting og skráning 10:50.
Dagskrá:
• Setning - Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra • Ásgerður Gylfadóttir, bæjarstjóri Búnaðarstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar • Undirritun Búnaðarstefnu Sveitarfélagið og Búnaðarsambandið • Hádegisverður í Mánagarði • Sindri Sigurgeirsson, formaður bændasamtaka Íslands Staða landbúnaðarins • Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands, Loftlagsbreytingar og áhrif þeirra • Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur. Jarðhiti • Nýsköpunarráðuneytið Raforkuverð og dreifing raforku • Grétar Már Þorkelsson Rannsókn á ágangi álfta og gæsa • Jóhann Helgi Stefánsson landfræðinemi Ræktanlegt land og landupplýsingar • Sigbjörn Kjartansson arkitekt Skipulagsmál í Austur - Skaftafellsýslu • Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarður í Sveitarfélaginu Hornafirði • Þórey Bjarnadóttir Kálfafelli Framtíð og möguleikar í dreifbýli • Umræður og fyrirspurnir • Samantekt - Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Ráðstefnustjórar Þorbjörg Arnórsdóttir og Ásgrímur Ingólfsson Skráning á ráðstefnuna er á bryndis@hornafjordur.is eða vala@hornafjordur.is
Ókeypis aðgangur!
Matvælamarkaður í Miðbæ Minnum á matvælamarkaðinn í Miðbæ alla föstudaga og laugardaga kl.13:00 - 18:00. Ferskt grænmeti, kartöflukonfekt o.fl. Beikon, hangikjöt, lambakjöt, ferskt svínakjöt o.fl.
Hólabrekka og Miðsker Þórhildur Einarsdóttir hársnyrtir hefur hafið störf á hárstofunni og bjóðum við hana velkomna til starfa. Ellý kemur úr fæðingarorlofi í desember. Vorum að fá jólagjafapakkningar frá Wella, Sebastian, Matrix og Joico á tilboðsverði. Verið velkominn Jóna, Ellý og Þórhildur
Skrifstofa Acta lögmannsstofu að Krosseyjarvegi 17 á Höfn verður opin dagana 22. til 28. nóvember n.k. Þeir sem óska eftir viðtali vinsamlegast sendið fyrirspurn á netfangið sigridur@acta.is eða í síma 533-3200 Verið velkomin, Sigríður Kristinsdóttir hrl
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 21. nóvember 2013
Þú getur líka!
Eystrahorn
Felix Þór í U-19 blaklandsliðinu
Fyrirlestraröð á Hornafirði Geðsjúkdómar eru algengir og valda vanlíðan og trufla getu sjúklinga. Við flestum þeirra eru til góðar meðferðir og eflingarmöguleikar. Geðsjúkdómar geta líka valdið miklu álagi á aðstandendur. Fræðsla um eðli sjúkdómanna, viðbrögð gegn veikindum, hvatning til eflingar og upplýsingar um geðheilbrigðisþjónustu eru lykilatriði til stuðnings aðstandendum. Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR! og Endurmenntun HÍ hafa tekið höndum saman um að veita sérhæfða fræðslu fyrir aðstandendur, með þátttöku Velferðarráðuneytisins. Fræðsluna veita helstu sérfræðingar landsins í hverjum sjúkdómaflokki og starfa þeir allir í sjálfboðavinnu. Fyrirlestrarnir eru í fjarfundaformi og verða sýndir í FAS í samræmi við eftirfarandi dagskrá. Nánari upplýsingar veita Jón Kr. Rögnvaldsson, Maren Sveinbjörnsdóttir, Matthildur Ásmundardóttir og Ragnhildur Jónsdóttir í síma 470-8000 og 470-8600.
Dagskrá: Geðsjúkdómar og geðheilsa Kynning á „ÞÚ GETUR LÍKA!“
Fyrirlesarar: Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og Ragnheiður G. Guðnadóttir, Ms. í félags-og vinnusálfræði og framkvæmdastjóri ÞÚ GETUR! Mánudaginn 25. nóvember kl. 17:00 - 18:30
Þunglyndi
Fyrirlesari: Dr. Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir Mánudaginn 13. janúar kl. 17:00 - 18:30
Kvíðasjúkdómar
Fyrirlesari: Dr. Kristinn Tómasson, geðlæknir Mánudaginn 27. janúar kl. 17:00 - 18:30
Geðrofssjúkdómar
Fyrirlesari: Nanna Briem, geðlæknir Mánudaginn 10. febrúar kl. 17:00 - 18:30
Geðhvörf
Fyrirlesari: Dr. Halldóra Jónsdóttir, geðlæknir Mánudaginn 3. mars. kl. 17:00 - 18:30
Átröskun
Fyrirlesarar: Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir og Helga Þórðardóttir, fjölskylduráðgjafi Mánudaginn 31. mars kl. 17:00 - 18:30
Áfallastreituröskun
Fyrirlesari: Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur Mánudaginn 28. apríl kl. 17:00 - 18:30
Felix Þór Gíslason (annar frá hægri í aftari röð) var aftur valinn í blaklandsliðið í sínum aldursflokki. Liðið er nýlega komið heim eftir að hafa keppt á Norðurevrópumótinu þar sem það var í riðli með Noregi og Svíþjóð og léku við Danmörk og Færeyjar um sæti. Liðið vann Færeyjar en tapaði fyrir hinum þjóðunum. „Þetta var hrikalega skemmtilegt og mikil reynsla og þarna voru margir frábærir leikmenn og góð lið,“ sagði Felix í spjalli við ritstjóra.
Lögheimilis- og aðsetursbreytingar Nú fer sá tími að koma að þeir aðilar sem búsettir eru í Sveitarfélaginu Hornafirði, en ekki skráðir með lögheimili þar samkvæmt síðustu íbúaskrá þurfa að tilkynna um rétt lögheimili. Hið sama gildir um þá sem flutt hafa heimili sitt innan sveitarfélagsins. Tilkynna á um flutning eigi síðar en sjö dögum eftir að hann á sér stað en eins og oft vill verða þá getur það farist fyrir og því skorar sveitarfélagið á alla þá sem ekki hafa þegar gengið frá þeim málum að ljúka því fyrir 1.desember n.k. Fylla þarf út þar til gerða flutningstilkynningu sem hægt er að nálgast á heimasíðu þjóðskrár www.skra.is eða í Ráðhúsi Hornafjarðar.
Geðræn vandamál aldraðra
Fyrirlesari: Dr. Erla S. Grétarsdóttir, sálfræðingur Mánudaginn 19. maí kl. 17:00 - 18:30
SVIÐAVEISLAN ER Í KVÖLD Lionsklúbbur Hornafjarðar heldur sviðaveislu á Kaffihorninu fimmtudaginn 21. nóvember kl:18:00. Allir velkomnir!
Leiðisgreinar og tröpputré úr Haukafelli
Skreytum leiðisgreinar og seljum skreytingaefni úr Haukafellsskógi. Aðstoðum fólk við að gera sína eigin skreytingu. Staður: Skemma við Víkurbraut við hliðina á Sjóminjasafninu Tími: sunnudagur 1. desember frá kl 13-16 Þeir sem vilja panta leiðisgreinar fyrir þann tíma geta haft samband við Elínu s. 691 2246 eða Rannveigu 699 1424 Allur ágóði rennur til uppbyggingar og viðhalds svæða Skógræktarfélags Austur-Skaftfellinga
Eystrahorn
Fimmtudagur 21. nóvember 2013
www.eystrahorn.is
Að gefnu tilefni Enn og aftur er hafin umræða um ólöglegar girðingar í Hornafirði og að hreindýr séu að drepast kvalafullum dauðdaga í þeim. Að hluta til á þessi umræða við rök að styðjast, þ.e. að því leyti að hreindýr hafa verið að festa sig í girðingum en ekki endilega ólöglegum og í flestum tilfellum löglegum girðingum.
um 900 m. af girðingunni og var hún tekin út af undirrituðum 20. febrúar 2012 og var hún þá í góðu lagi. Nú s.l haust keypti hlutafélagið Selbakki sem er í eigu heimamanna Flatey og ætlar að halda áfram uppbyggingu þar. Bændur leggja mikinn kostnað í viðhald á hverju ári í girðingar í Flatey þar sem hreindýrin ryðja niður hundruð metra á hverju hausti og halda nú yfirleitt um 200 hreindýr til í Flatey í 6 mánuði á ári í nýræktunum. Þá voru um 40 staðbundin dýr í Flatey í allt sumar og eyðilögðu 14 ha. kornakur sem ekki þótti svara kostnaði að þreskja í haust.
Umræðan í fjölmiðlum hefur verið mjög einhliða og oft á tíðum mjög ómakleg og einkennst af fáfræði og rakalausum staðhæfingum. Hefur hún snúist að mestu um einn bónda í sveitinni, Berg Bjarnason í Viðborðsseli, og eru það ósanngjörn og ærumeiðandi umræða um hann. Fyrirferðamestur í umræðunni er Árni Stefán Árnason, titlaður „lögfræðingur og sérfræðingur í dýrarétti“. Á bloggsíðu sem Árni Stefán heldur úti á DV fer hann yfir stöðu mála varðandi ólöglegar girðingar í Flatey í Hornafirði og tíðan dauða hreindýra í umræddum girðingum. Árni hefur þá einkennilegu áráttu að eigna Bergi Bjarnasyni þær girðingar sem hreindýrin flækjast í í Hornafirði. Þá hefur Árni farið ófögrum orðum um Berg og mörg mjög svo ærumeiðandi. Árni telur að girðingarmál í Hornafirði séu í miklum ólestri og sakar bændur og sveitarstjórn um slóðahátt í þeim efnum. Þess má einnig geta að Árni heldur úti fésbókarsíðu í sínu nafni og einnig heimasíðunni dyraverndarinn.is, þar geta áhugasamir kíkt inn og virt fyrir sér þá sýn sem Árni hefur á dýravernd. Þann 26. október s.l hélt Árni Stefán af stað austur í Hornafjörð ásamt hópi dýraverndunarsinna og var ætlunin að rífa niður ólöglegar girðingar, nánar tiltekið meðfram félagsræktinni í Flatey. Undirritaður fór á staðinn ásamt bændum og landeigendum að þeirra beiðni. Aðgerðasinnar voru þá þegar byrjaðir ásamt tveim heimamönnum, þ.á.m. starfandi hreindýraeftirlitsmanni, að rífa upp rafgirðingu við félagsræktina sem var að mestu niðri eftir atgang hreindýra. Þess ber að geta að girðingin var í lagi snemma s.l vor og var meiningin að halda áfram að girða félagsræktina. Ákveðið var að kalla strax til lögreglu frekar en að fara í orðaskak við aðgerðasinna. Lögreglan kom skömmu síðar og ræddi við landeigendur og síðar við aðgerðarsinna. Niðurstaðan var sú að aðgerðarsinnar færu af landareigninni og bændur tækju upp þær girðingar sem eftir stóðu enda búið að klippa girðinguna og slíta niður víra þannig að hún var nú algerlega ónothæf. Lítillega var rætt við fólkið og það spurt hvað þeim gengi til með þessu athæfi, sögðust þau ætla að rífa niður allar ólöglegar girðingar í Flatey svo að hreindýrin væru ekki að flækja sig í þeim. Var þeim bent á að engu skipti hvort að girðingarnar væru löglegar (sem þær að vísu voru áður en hreindýrin komu í túnin) eða ekki, dýrin myndu samt sem áður flækja sig í þeim. Það var tómt mál að tala um og lét hópurinn öll rök sem vind um eyru þjóta. Undirritaður vill samt taka fram að hluti hópsins var mjög vinalegur í viðmóti og var þarna í góðum tilgangi nema á röngum forsendum. Sumir héldu að þau stæðu á landi í eigu ríkisins sem var ekki og hefði heimamaður sem þarna var með þeim getað bent á það enda mjög kunnugur á þessum slóðum.
Eftir þetta fóru aðgerðasinnar en sóttu að vísu eitt dautt hreindýr austast í landi Flateyjar sem talið var að hefði drepist í vír og fóru með það í þar til gerðan gám. Settar voru inn myndir af athöfninni ásamt fleiri myndum á bloggsíðu Árna Stefáns Árnasonar og var uppsetningin mjög svo dramatísk svo ekki sé meira sagt. Til að mynda var ein myndin af haus sem festur hafði verið í girðinguna, en þessi haus lá skammt frá girðingunni nokkrum dögum áður og er ekki vitað um tilvist hans, né hvar restin af dýrinu var. Eins og áður sagði var algerlega vonlaust að ræða við hópinn og virtist eina takmark leiðtogans vera það að geta matað fjölmiðla og aðra á því hversu miklir dýraverndarsinnar hópurinn var og hversu aumir bændur væru og þá sérstaklega Bergur Bjarnason og Bjarni sonur hans væru. Bændur hafa einnig velt því fyrir sér hvar þessi hópur hafi verið veturinn 2010 og 2011 þegar hreindýrin drápust tugum saman úr hungri og vosbúð jafnvel þó að bændur reyndu að gefa þeim.
Í nóvember 2011 sendi undirritaður frá sér grein varðandi girðingar í Flatey og skal enn og aftur áréttað um staðreyndir í þeim efnum. Árið 2007 urðu eigendaskipti í Flatey, Lífsval keypti jörðina og var strax hafist handa við að girða og fjarlægja ónýtar og ónothæfar girðingar. Árið 2008 var búið að girða um 9 km af nýjum girðingum umhverfis jörðina og var hún tekin út af undirrituðum að beiðni landbúnaðarráðuneytisins. Innan girðingar Flateyjar er 100 ha spilda s.k. félagsrækt, og eru nokkrir bændur sem hafa nýtingarrétt þar, þ.á.m. Bergur Bjarnason. Félagsræktin var girt með 6 strengja rafgirðingu til að halda frá búfénaði sem kynni að fara þar inn. Svo var það árið 2009 að mikið tjón varð á girðingunni eftir hreindýr að rífa þurfti megnið af henni þar sem hún var mjög léleg, eftir standa þó staurarnir þar sem ráðgert er að girða aftur. Eftir stóðu
Þá skal einnig á það bent að viðhald girðinga í Flatey er til fyrirmyndar og er hæð girðinga þar umfram það sem reglugerð kveður á um. Undirritaður hefur tekið út girðingar þar undanfarin ár að beiðni bænda og sveitarstjórnar af gefnu tilefni. Finna mætti að girðingum víða í sveitum en málið er bara það að búfénaður er ekki að festast í girðingum heldur eingöngu hreindýr. Ástæðan fyrir því er sú að hreindýrin eru að klóra sér á hausnum í girðingum, tarfar að slást á fengitíð o.fl. Þá skiptir engu hvort girðingin er ný eða gömul, há eða lág. Þá er rétt að geta þess að þegar aðgerðasinnar voru að rífa niður girðingar í Flatey festist tarfur í girðingu austar á Mýrum og var sú girðing ný síðan fyrr um sumarið. Það var bóndi í sveitinni sem sá þetta og kallaði til björgunarsveit til að losa tarfinn. Spurningar hafa vaknað hjá bændum um það hvort það geti verið að það landsvæði sem ætlað er hreindýrum sé of rýrt þar sem dýrin virðast þurfa á nýræktum og grænfóðri að halda. Og hvort að umhverfisstofnun ætti ekki að hafa samráð við bændur þegar fjöldi dýra á ákveðnum svæðum, þá sérstaklega eignarlöndum er ákveðinn. Það hefur engin bóndi gaman af því að hreindýr séu að flækja sig í girðingum eða drepast úr hor og vosbúð. Vonandi varpar þessi grein skýrara ljósi á þá umræðu sem verið hefur um hreindýramál í sveitarfélaginu og að fjölmiðlar hætti að lepja upp órökstuddan og ærumeiðandi fréttaflutning frá Árna Stefáni Árnasyni um að íbúar í Hornafirði séu dýraníðingar upp til hópa. Eins það að bændur og sveitarstjórn vanræki skyldur sínar varðandi girðingar. Árni Stefán Árnason ætti að vita það sem lögfræðingur að það eru tvær hliðar á öllum málum Og svona til áréttingar þá getur undirritaður vottað það að hver einasti bóndi sem þekkir til Bergs Bjarnasonar getur staðfest það að hann rekur fyrirmyndarbú og dekrar við hvern grip, það sýna afurðir á búi hans. Ljóst er að þetta vandamál er ekki úr sögunni þó svo búið sé að rífa niður girðingar Bergs, það verður bara sú næsta. Þá mun ágangur hreindýra á svæðinu takmarka áframhaldandi uppbyggingu og ræktunarmöguleika á jörðinni. Nauðsynlegt er að Náttúrustofa Austurlands, sem fer með málefni hreindýra og ráðuneytið komi að þessum málum með bændum og sveitarstjórn og komi með raunhæfar tillögur varðandi lausn á vandamálinu. Grétar Már Þorkelsson, Búnaðarsamband Austur - Skaftfellinga
Jólahlaðborð með villibráðarívafi á Hótel Smyrlabjörgum
Opnunartími í nóvember og desember Virkir dagar: kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00 Laugardagar: kl. 13:00 - 16:00
7. og 14. desember
Mikið úrval af fatnaði á alla fjölskylduna.
Verð kr. 7.200,- á mann
Verslun Dóru
Verð með gistingu kr. 11.700 á mann Borðhald hefst kl. 20:00
Hvernig verður “piparkökuhúsið” í ár? Miðapantanir í síma 478-1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is
Verið velkomin
Var að taka upp stórglæsilegar jólavörur frá H.C.ANDERSEN. Meðal annars dagatalakerti, gull og silfur jólaóróa. Einnig fullt af fallegri gjafavöru úr stáli, skálar, föt o.fl. Sjón er sögu ríkari - Endilega kíkið við. Verið ávallt velkomin Opið virka dag kl. 13:00 – 18:00 laugardaga kl. 13:00 – 15:00