Eystrahorn 41. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn 41. tbl. 28. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 11. nóvember 2010

Lausn vandamála felst í athafnasemi Nú styttist í alþjóðlega athafnaviku sem stendur yfir dagana 15. til 21.nóv. Í miðrými Nýheima er verið að setja upp stórt viðburðadagatal þar sem skráðir verða viðburðir vikunnar hér á Höfn. Markmiðið er að fá flesta til að taka þátt í þessari viku, hafa gaman af henni og njóta þeirra viðburða sem í boði verða. Viðburðir þurfa ekki að vera neitt flóknir og allir geta tekið þátt ! Sem dæmi geta fyrirtæki verið með opið hús eða kynningu á starfsemi sinni eða gert eitthvað sérstakt í tilefni vikunnar. Félagasamtök geta verið með kynningar, opna fundi, opið hús eða opnar æfingar svo eitthvað sé nefnt. Í miðrými Nýheima verður ýmislegt brallað þessa viku og margir möguleikar á athafnasemi. En þar verður prjónaður kærleikstrefill úr

Bæjarstjóri tekur við listaverkinu Bjartsýni eftir athafnavikuna á síðasta ári.

afgangsgarni, þar geta menn komið með hljóðfæri ef einhverjir vilja spila eða syngja, ræðukassi ef einhver vill koma fram og tala, lesa ljóð eða hvað sem mönnum hugnast, þarna verður hægt að

spila myndbönd eða vera með slæðusýningar o.fl. skemmtilegt. Athafnateygjan fer af stað á mánudeginum en hún gengur manna á milli og þegar menn hafa athafnast og skráð viðburð

skal hún afhent næsta manni með loforði um athafnasemi. Snilldarlausnir hugmyndakeppni framhaldskólanna hefst líka á mánudeginum, sú keppni gengur út á að skapa verðmæti úr þeim hlutum sem nemendur fá afhent og gera stutt skýringarmyndband um það. Mikilvægt er að skrá viðburði en það má gera hjá athafnavika.is og farið inná viðburðir og þar fyrir neðan er “Skrá viðburð”. Einnig er hægt að hafa samband við Tinnu tinnabjork@nmi.is, og Nínu nina@tna.is. Þar má einnig fá frekari upplýsingar um athafnavikuna. Með athafnakveðjum Fyrir hönd undirbúningshóps um athafnaviku á Höfn Tinna og Nína.

Hornafjarðarvinur Yfirlitssýning á verkum listamannsins David White stendur nú yfir í Nýheimum og verður opin til loka mánaðarins. David er mikill „Hornafjarðarvinur“ og kom á sínum tíma hingað í atvinnuleit til að fjármagna listnám sitt. Hann segist hafa verið einstaklega heppinn að hafa hitt gott og hjálpsamt fólk þegar hann kom fyrst til landsins og nefnir Þórð í Skógum, Gerðu og Unnstein á Fiskhól, fólkið á Stafafelli og Guðrúnu Hálfdánardóttur sem hann bjó hjá og reyndar marga fleiri sem of langt mál er telja upp. David stundaði sjómennsku og málaði

fjölda mynda meðan hann dvaldi hér. Hann hefur haldið sambandi við vini sína hér og eiga þeir mikinn þátt í að koma þessari sýningu upp ásamt Menningarmiðstöðinni. Myndir á sýningunni eru m.a. annars frá þessum tíma og margar í einkaeign en David var duglegur að gefa vinum verk eftir sig. Sjón er sögu ríkari og fólk er hvatt til að skoða verkin. Það er ekki verra að rekast á listamanninn um leið og spjalla við hann. David talar mjög góða íslensku enda segist hann hafa m.a. komið til landsins vegna tungumálaáhuga. Myndin er sjálfsmynd eftir listamanninn.

Viltu láta mála eða teikna af þér mynd? Ýmsir hafa sýnt áhuga á að fá Davíð til að mála fyrir sig myndir eftir ljósmyndum af börnum. Hann hefur fengið góða aðstöðu í Nýheimum og er reiðubúinn til þess, meðan hann dvelur hér. Sömuleiðis ætlar David að vera í Pakkhúsinu á laugardaginn (á heimamarkaðnum) og teikna og mála andlitsmyndir af fólki sem þess óska. Hann tekur aðeins 2000 kr fyrir myndina.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.