Eystrahorn 41. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. nóvember 2011

41. tbl. 29. árgangur

Árangurinn ekki tilviljun

Hornsílin með alla bikarana. F.v. Ísar Svan Gautason, Ragna Steinunn Arnarsdóttir, Gísli Þórarinn Hallsson, Elín Ása Heiðarsdóttir, Sunna Dögg Guðmundsdóttir, Brandur Ingi Stefánsson, Jóel Ingason, Birkir Fannar Brynjúlfsson, Arney Bragadóttir, Agnes Jóhannsdóttir og Eíríkur kennari.

Enn og aftur sigraði Grunnskóli Hornafjarðar í árlegri First Lego keppni íslenskra grunnskóla. Þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem skólinn vinnur þessa keppni og hafnaði í öðru sæti eitt árið. Skólinn sendir alltaf nýtt lið á hverju ári skipað 12 ára nemendum. Að þessu sinni kölluðu krakkarnir sig Hornsílin. Árangurinn getur ekki verið tilviljun og það er einn einstaklingur sem alltaf hefur verið með liðinu og undirbúið það fyrir keppnina, Eiríkur Hansson kennari. Auðvitað á hann mestan heiður af þessum einstaka árangri og er þá ekki verið að draga úr frábærri frammistöðu krakkanna. Það má bæta við að Hafnarskóli hefur sömuleiðis staðið sig sérstaklega vel í nýsköpunarkeppni skólanna og verið útnefndur nýsköpunarskóli ársins tvívegis með Eirík í fararbroddi sem kennari þeirra. Blaðamanni þótti orðið tímabært að ræða við Eirík en vitnað var í nemendur á síðast ári.

Mikill undirbúningur „ Ég er kannski eitthvað byrjaður að setja mig inn í málin í byrjun skólaársins, til dæmis að skoða í tölvuna. Það eru ótrúlega mörg lið út um allan heim að vinna að svona verkefnum og setja svo afraksturinn á You Tube en þau eru með sömu þrautir og verkefni og við. Aðeins 10 nemendur geta verið í hverju liði svo það geta ekki allir verið með sem hafa áhuga, því miður. Til að velja liðið höfum við farið þá leið að láta krakkana sækja skriflega um að komast í liðið. Þau fylla út umsóknareyðublað

þar sem þau verða m.a. að gera grein fyrir hvers vegna þau vilja vera með, á hvaða hluta verkefnisins þau hafi áhuga og hvað þau hafi til málanna að leggja. Sum hafa áhuga á að forrita, aðrir á skemmtiatriði o.s.frv. Við höfum alltaf sent til keppninnar nemendur úr 7. bekk þ.e. 12 ára og eru þau oft að etja keppni við eldri nemendur sem komnir eru í 10. bekk. Ég undirbý liðið þannig að reyna að þjappa hópnum saman og fá þau til að vinna saman sem lið en ekki sem einstaklinga. Við byrjuðum um miðjan september og hittumst reglulega einu sinni í viku til að byrja með en svo fjölgaði æfingum þegar nær dró keppninni.

Verkefnið fjölþætt Verkefnið er mjög fjölþætt. Nemendur þurfa að hanna og smíða róbót og forrita hann síðan til að leysa fyrirfram ákveðnar þrautir á þrautabraut. Þau hafa aðeins tvær og hálfa mínútu til að leysa eins margar þrautir og þau geta. Jafnframt vinna þau rannsóknarverkefni þar sem leita þarf upplýsinga hjá sérfræðingum á því sviði sem verkefnið fjallar um. Núna var þemað Food factor þ.e. fæðuöryggi. Okkar krakkar völdu að fjalla um fæðuöryggi héraðsins hér og hvað mundi gerast ef við einangruðumst vegna náttúruhamfara. Niðurstaða þeirra var mjög skemmtileg en þau komust m.a. að því að við gætum lifað vel á fjölbreyttum matvælum sem við framleiðum s.s. fiski og landbúnaðarvörum með ýmsu öðru úr

náttúrunni á svæðinu. Sem dæmi þá komust þau að því að hugsanlega þyrfti að veiða friðaða fugla til að hafa nægt fæðuframboð og jafnvel fella fleiri hreindýr en leyfilegt er. Svo þurfa þau að halda nákvæma dagbók og útskýra vinnuferlið fyrir dómurunum auk sem þau búa til skemmtiatriði. Við fengum verðlaun fyrir bestu lausn í þrautabraut, bestu hönnun og forritun vélmennis, bestu dagbókina og fyrir bestu liðsheildina auk þess að hljóta titilinn FLL Meistarar. Þetta er besti árangur sem við höfum náð hingað til. Það er erfitt fyrir mig að bera saman liðin í keppninni vegna þess að ég hef nóg að gera að fylgjast með mínu liði og frammistaða annarra fer því framhjá mér að mestu. „

Fulltrúar Íslands í fjórða sinn Grunnskóli Hornafjarðar verður fulltrúi Íslands á Evrópumótinu sem fram fer í Þýskalandi í júní nk. Áður hefur skólinn keppt í Bandaríkjunum, Danmörku og Hollandi. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu þroskandi er fyrir krakkana að fá tækifæri að vinna að svona verkefni en það kostar líka fjármuni sem þátttakendur og foreldrar þeirra verða að bera að mestu leyti ábyrgð á. Vonandi taka allir vel á móti þeim nú þegar fjáröflun þeirra fer af stað. Blaðið óskar Eiríki og Hornsílum hans til hamingju og óskar þeim góðs gengis í Þýskalandi.


2

Fimmtudagur 17. nóvember 2011

Eflum atvinnulífið Það verður aldrei of oft sagt að með því að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun skapast fleiri tækifæri í atvinnulífinu en ella myndi gerast og fjölbreytni eykst. Þáttur nýsköpunar er því ótvírætt mjög mikilvægur fyrir atvinnuþróun í landinu. Landsbankinn og Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur standa saman að Atvinnu- og nýsköpunarhelgum til að styðja við nýsköpun. Slíkar helgar eru haldnar víða um heim og hafa hvarvetna reynst vel. Atvinnu- og nýsköpunarhelgarnar eiga að virkja einstaklinga og frumkvöðla til athafna með því að hvetja þá til dáða og aðstoða við þróun viðskiptahugmynda. Einnig eru þær mikilvægur vettvangur fyrir einstaklinga að skiptast á skoðunum og efla tengsl. Sérfræðingar Landsbankans og Innovits veita ráðgjöf á þessum helgum sem og fjöldi frumkvöðla og annarra sérfræðinga. Fyrirhugað er að halda slíkar helgar víðs vegar um land í samstarfi við sveitarfélög landsins og helgina 18. – 20. nóvember verður haldin Atvinnuog nýsköpunarhelgi hér á Hornafirði. Kynningafundur vegna helgarinnar var haldinn í Nýheimum þriðjudaginn 15. nóvember. Á þeim fundi var einnig kynntur þróunarsjóður Landsbankans og Iðnaðarráðuneytisins í tengslum við verkefnið „Ísland allt árið.“ Þeim sjóði er ætlað að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu og taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna sem aukið geta arðsemi í atvinnugreininni.

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Áttu verk eftir Elínborgu Pálsdóttur? Menningarmiðstöð Hornafjarðar auglýsir eftir verkum eftir Elínborgu Pálsdóttur fyrir sýningu í Ráðhúsinu. Fyrirhugað er að hafa sýningu á verkum hennar í fremra rými Listasafns Hornafjarðar í desember.

Fyrsta Atvinnu- og nýsköpunarhelgi vetrarins fór fram á Suðurnesjum þann 30. september og var vel sótt. Mjög vel gekk að þróa þær hugmyndir sem þar voru kynntar undir handleiðslu fjölda leiðbeinenda. Viðurkenningar eru veittar fyrir bestu hugmyndirnar í nokkrum flokkum. Að auki geta þátttakendur fengið ráðgjöf frá Innovit og Landsbankanum eftir að helginni lýkur með það að markmiði að sem flestar viðskiptahugmyndir verði að veruleika. Ég hvet alla, bæði þá sem eru með viðskiptahugmynd og þá sem hafa áhuga á að leggja sitt að mörkum við að þróa viðskiptahugmynd annarra, til að taka þátt í Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Hornafirði um næstu helgi. Enginn kostnaður fylgir þátttöku en skráning fer fram á www.anh.is . Þar er einnig hægt að nálgast dagskrá og nánari upplýsingar um Atvinnuog nýsköpunarhelgina. Guðný Erla Guðnadóttir útibússtjóri Landsbankans á Hornafirði

Eystrahorn

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Eystrahorn

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús eystrahorn.is

Þeir sem eiga verk eftir hana og eru tilbúnir til að lána þau á sýningu mega hafa samband við Guðlaugu Ósk í síma 470-8057 eða senda tölvupóst á gudlaugp@hornafjordur.is

Viltu minnka áhrif lesblindu og athyglisbrests á nám eða í daglegu lífi ? Aftur í nám er ætlað fullorðnu fólki sem glímir við lestrar- og skriftarörðugleika ahyglis- og einbeitingarerfiðleika . Lesa má nánar um Ron Davis á heimasíðunni www.lexia.is Námskeiðið er 95 kennslustundir, þar af eru 40 kennslustundir sem nemendur fá í einkakennslu með Davis kennara. Námskeiðið verður tekið í áföngum og hefst mánudaginn 28. nóv. Kennari er Valgerður Snæland sérkennari og náms- og starfsráðgjafi. Námskeiðið skiptist í eftirfarandi þætti: Sjálfsstyrking........................ 16 Ron Davis þjálfun................. 40 einstaklingstímar Íslenska................................ 20 Tölvu- og upplýsingatækni... 16 Námsráðgjöf........................... 1 Mat á námi og skólastarfi....... 2 Samtals ............................... 95 kennslustundir Skráning og nánari upplýsingar gefur Ragnhildur Jónsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá ÞNA. ragnhildur@tna.is 470-3841, 891-6732


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. nóvember 2011

Öryggið á toppinn

Sessilía Sól 5 ára alsæl að fá húfu hjá Svövu.

„Það hefur verið frábært að fá börnin hingað á skrifstofuna til mín að sækja sér húfu, stundum með mömmu eða pabba, einnig hafa ömmur og afar látið sjá sig. Börnin eru mjög ákveðin í hvaða húfu þau vilja og gaman að fylgjast með þeim. Foreldrar hafa jafnvel verið sendir til baka til að

ná í réttu húfuna,“ segir Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir hjá VÍS en fyrirtækið býður um þessar mundir viðskiptavinum með F plús tryggingu skínandi húfu að gjöf. Óhætt er að segja að framtakið hafi lagst vel í Hornfirðinga því hátt í þrjú hundruð húfur hafa þegar verið sóttar. „Ég er mjög ánægð með að húfurnar hafa dreifst um allt sveitarfélagið því það er ekki síður mikilvægt að börn til sveita séu sýnileg. Það yljar um hjartarætur að sjá húfurnar á kollum víðsvegar um bæinn og vita að verkefnið hefur tekist vel. Börnin sjást miklu fyrr en ella og svo vermir höfuðfatið líka í kuldanum. Við látum þetta ekki stíga okkur til höfuðs en erum samt svolítið montin,“ segir Svava Kristbjörg kankvís. Þótt upplagið sé farið að minnka um allt land býr hún enn vel og hvetur fólk til að láta sjá sig og næla sér í húfu.

3

Frásagnir úr Austur-Skaftafellssýslu Viðmælendur eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, Ingibjörg Zophaníasdóttir, feðgarnir Sigurður og Einar í Hofsnesi og Þorvaldur Þorgeirsson.

Arnþór Gunnarsson skráði viðtölin

"Fyrir áhugafólk um land og sögu er bókin Á afskekktum stað hvalreki." Sigurður Bogi Sævarsson, Morgunblaðið 28.10. 2011

Bókaútgáfan Hólar holabok.is/holar@holabok.is

Slysavarnakonur

Takið frá fimmtudaginn 1. desember vegna árlegrar jólasamveru

Sveitarfélagið Hornafjörður • Auglýsing um skipulag Tillaga um breytt deiliskipulag í Stafafellsfjöllum í Lóni, frístundasvæði í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu um breytt deiliskipulag í Sveitarfélaginu Hornafirði skv.1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í meginatriðum í eftirfarandi: Breyting á deiliskipulagi – Fjölgun lóða og breytingar á skipulagsskilmálum Deiliskipulag ásamt greinargerð verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, á venjulegum opnunartíma frá og með mánudeginu 21. nóvember 2011 til og með mánudeginum 2. janúar 2012. Breytingatillagan ásamt greinargerð er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www. hornafjordur.is. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 2. janúar, 2012 og skal skila skriflega eða á netfangið runars@hornfjordur.is. Athugasemdum skal skilað á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests telst henni samþykkur. F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 21. nóvember, 2011. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirmaður Umhverfis- og skipulagsmála


4

Fimmtudagur 17. nóvember 2011

Samverustund Samverustund verður í Ekru föstudaginn 18. nóvember kl. 17:00. Björn G. Arnarson safnvörður kemur í heimsókn Félag eldri Hornfirðinga

Veitingahúsið Víkin Dúndur pizzatilboð verður til sunnudagsins 20. nóvember. 16“pizza með 2 áleggstegundum á 1000 kr. ef þú sækir

Eystrahorn

NÁTTFATASPRENGJA 20% afsláttur af öllum náttfötum fimmtudag, föstudag og laugardag

Verslun Dóru

Opið virka daga kl. 11:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00 Laugardagar kl. 13:00 - 16:00 Eftir frábæra og vel lukkaða tónleikaferð um landið í sumar hafa meistararnir Gylfi, Rúnar og Megas ákveðið að snúa aftur á Hornafjörð og halda tónleika á Víkinni föstudagskvöldið 18. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 23:00 Mætið tímanlega til að ná ykkur í sæti því ekki verður hægt að panta miða á tónleikana.

Miðaverð 2000 kr. Fordrykkur verður í boði Víkurinnar. 18 ára aldurstakmark.

Ljúffengt og glæsilegt jólahlaðborð á Víkinni 2. og 3. desember Veislustjóri verður engin annar en Ómar Ragnarsson og mun hann skemmta gestum með söng, gríni og glensi af sinni alkunnu snilld

Hljómsveitin ZONE tekur svo við og spilar fyrir dansleik frameftir nóttu Forrétir Jólasíld og karrýsíld ● Sjávarréttasalat ● Grafinn lax með sinnepssósu ● Reyktur lax með piparrótarsósu Sjávarréttapate ● Villibráðapaté með cumberlandsósu ● Grafnar gæsbringur með geitaosti Hangikjöts tartar með kartöflum og dilli Aðalréttir Hægeldaður lambavöðvi ● Sinnepsgljáður hamborgarhryggur Hvítlauks bökuð kalkúnabringa ● Grísa-purusteik

Eftirréttir Ris a la mande með ristuðum möndlum ● Epla og rabbarbara baka Sherry triffle og maccaronur ● Jólaís að hætti kokksins

Meðlæti Ekta jólasalat ● Heimalagað rauðkál ● Gular og grænar baunir ● Gratineraðar kartöflur Sykurbrúnaðar kartöflur ● Smjörsteikt grænmeti ● Rauðvínssósa Villisveppasósa ● Laufabrauð ● Rúgbrauð.

Verð 7.800,- kr. (6.800 kr. í forsölu) Forsala verður til 24. nóvember. Miðapantanir í síma 863-1269


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. nóvember 2011

5

Glæsilegur árangur í Stíl - og söngkeppni Samfés

Verkið tekur á sig mynd. Katrín María Sigurðardóttir, Karolina Darnowska, Kamilla Rún Teitsdóttir og Sólveig Ýr Jónsdóttir.

Samstilltar. Íris Björk Rabanes, Petra Augusta Pauladóttir, Bryndís Arna Halldórsdóttir og Anna Birna Elvarsdóttir.

Síðastliðin vika var mjög viðburðarík hjá Þrykkjunni. Miðvikudaginn 9. nóvember var haldin undankeppni fyrir Stíl 2011 en sigurliðið í undankeppninni vann sér rétt til þátttöku í úrslitum Stíls árið 2011 sem fram fara um næstu helgi í Kópavogi. Þá fór líka fram söngkeppni Þrykkjunnar. Á föstudaginn lögðu síðan tæplega 40 ungmenni leið sína til Eskifjarðar á vegum Þrykkjunnar til þess að skemmta sér á Samaust. Þar var meiningin að keppa í Stílkeppni Samaust, taka þátt í undankeppni Söngkeppni Samfés og fara síðan á ball.

Stíll - undankeppni Þrykkjunnar Fjögur lið voru skráð til keppni í undankeppni Þrykkjunnar í Stíl 2011 og stóðu sig öll vel. Greinilegt var að liðin höfðu lagt á sig mikla undirbúningsvinnu undir handleiðslu Ragnheiðar Hrafnkelsdóttur sem var liðunum til aðstoðar á undirbúningstímanum. Veitt voru verðlaun fyrir hárgreiðslu, förðun, bestu möppu og svo voru sigurvegararnir krýndir. Verðlaun fyrir bestu hárgreiðslu fengu Karolina Darnowska, Katrín María Sigurðardóttir, Sólveig Ýr Jónsdóttir og Kamilla Rún Teitsdóttir. Besta förðun kvöldsins var hjá þeim Sigrúnu Sölku Hermannsdóttur, Ingunni Mist Bergþórsdóttur, Ingibjörgu Lúcíu Ragnarsdóttur og Hildi Ósk Hansdóttur Christensen. Verðlaun

Tökum vel á móti

Hornfirðingum

sem búa eða eru í heimsókn á höfuðborgarsvæðinu. Góð stemning á svæðinu og matseðill fyrir alla. Brynjar og Elsa HÖFNINNI við Reykjavíkurhöfn

Undirbúningur í fullum gangi. Sigrún Salka Hermannsdóttir, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Ingunn Mist Bergþórsdóttir og Hildur Ósk Hansdóttir Christensen.

fyrir bestu möppunna fengu þær Anna Birna Elvarsdóttir, Bryndís Arna Halldórsdóttir, Petra Augusta Pauladóttir og Íris Björk Rabanes. En sigurvegarar urðu þær Birta Karlsdóttir, Una Guðjónsdóttir, Heiðdís Anna Marteinsdóttir og Naní Halldórsdóttir. Með því unnu þær sér rétt til þess að að taka þátt í úrslitum Samfés á landsvísu í Kópavogi um næstu helgi. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis þar.

Söngkeppni Þrykkjunnar Sama kvöld fór einnig fram í Sindrabæ söngkeppni Þrykkjunnar. Þrjár stúlkur tóku þátt, þær Una Guðjónsdótttir, Íris Björk Rabanes og Helga Valdís Helgadóttir. Það var Íris Björk sem bar sigur úr býtum í söngkeppni Þrykkjunnar að þessu sinni en allar unnu þær sér rétt til þátttöku í Söngkeppni Samaust. Augljóst var á frammistöðunni að stelpurnar höfðu lagt mikið á sig í undirbúningnum. Þeim til halds og trausts í undirbúningnum voru þau Níels Brimar Jónsson og Þórdís Imsland. Þrykkjan vill koma á framfæri þakklæti til allra þátttakenda og óskar þeim öllum til hamingju með glæsilegan árangur. Eins vill Þrykkjan þakka leiðbeinendunum Ragnheiði Hrafnkelsdóttur, Níelsi Brimari Jónssyni og Þórdísi Imsland fyrir samstarfið og öllum þeim sem lögðu okkur lið til þess að halda

Sigurliðið. Una Guðjónsdóttir, Naní Halldórsdóttir, Birta Karlsdóttir og Heiðdís Anna Marteinsdóttir.

þessa glæsilegu sýningu. Að lokum vill Þrykkjan þakka stuðningsaðilum keppninnar sérstaklega fyrir þeirra þátt í hátíðahöldunum en þeir voru að þessu sinn; Hárgreiðslustofan Flikk, Hótel Höfn, Kaffi Hornið, Trölli og Sundlaug Hafnar.

Eskifjörður kallar Samaust var haldið sl. föstudag á Eskifirði. Þar voru saman komnir krakkar af öllu Austurlandi, bæði til þess að taka þátt í Stílkeppni Samaust og Söngkeppni Samaust. Fyrstu tvö sætin í söngkeppninni tryggðu þátttökurétt í söngkeppni Samfés sem fram fer eftir áramót. Þær Una Guðjónsdóttir og Íris Björk Rabanes voru meðal þátttakenda í söngkeppninni á Eskifirði og stóðu sig með mikilli prýði. Svo fór að lokum að Íris endaði í 3. sæti og var einungis einu sæti frá því að tryggja sér þátttökurétt í úrslitum Söngkeppni Samfés. Í Stíl fóru leikar hins vegar þannig að Hornfirðingar komu aftur með farandbikarinn til Hornafjarðar. Hornfirskt lið með þeim Unu Guðjónsdóttur, Heiðdísi Önnu Marteinsdóttur, Naní Halldórsdóttur og Birtu Karlsdóttur innanborðs bar sigur úr býtum í keppninni. Forvitnilegt verður að fylgjast með þeim stöllum í úrslitum Samfés í Stíl 2011 sem fram fara í Kópavogi laugardaginn 19. nóvember nk.


6

Fimmtudagur 17. nóvember 2011

Eystrahorn

Málþingið „Einstök náttúra Eldsveitanna“ Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi standa fyrir málþinginu „Einstök náttúra Eldsveitanna“ sunnudaginn 20. nóvember kl.14.30 í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Frummælendur á málþinginu eru: Vigfús G. Gíslason frá Flögu í Skaftártungu sem flytur erindið „Myndir og fróðleikur frá Hólmsá“, Haukur Jóhannesson jarðfræðingur flytur erindið „Myrkur um miðjan dag – nokkur stórgos í Skaftárþingi“ og Ómar Þ. Ragnarsson fjölmiðlamaður flytur erindið „Stórkostlegastu sýningu í heimi getur að líta í Skaftárhreppi“. Að loknum flutningi framsögumanna verða umræður og fyrirspurnir og málþinginu lýkur með samantekt um kl.

Jólahlaðborð á Hótel Höfn

laugardaginn 10. desember

17.00. Málþingið er öllum opið og eru áhugasamir hvattir til að mæta. Á undan málþinginu verður aðalfundur Eldvatna haldinn í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og hefst hann kl. 13.00. Aðalfundurinn er öllum opinn og nýir félagar eru velkomnir. Nánari upplýsingar um aðalfundinn og málþingið má fá með því að senda póst á netfangið eldvotn@gmail. com eða hafa samband í síma 8929650. Í tilefni af málþinginu „Einstök náttúra Eldsveitanna“ mun Icelandair Hótel Klaustur bjóða upp á sértilboð á gistingu með morgunmat ásamt glæsilegu villibráðarhlaðborði, laugardagskvöldið 19.nóvember. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 487-4900 eða á klaustur@ icehotels.is

Verð 6.900,Nánari upplýsingar og miðapantanir í síma 478-1240

Jóla-tónlistardagskrá á vegum Hornfirska skemmtifélagsins

Komdu hugmynd í framkvæmd á 48 klukkustundum Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er röð viðburða sem ferðast um landið í þeim tilgangi að virkja fólk til athafna og láta góðar hugmyndir verða að veruleika.

Á viðburðunum fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna saman að frumgerð vöru eða þjónustu sem síðar getur orðið að fullvaxta fyrirtæki.

Starfsmaður á Höfn ISS auglýsir eftir starfsmanni til þrifa í fiskiðjuveri Skinneyjar – Þinganess þar sem vinnutími er verkefnatengdur. Góðir tekjumöguleikar Starfið getur hentað jafnt konum sem körlum

Verðlaun og viðurkenningar verða veitt í nokkrum flokkum. Skinney Þinganes gefur 400.000 krónur fyrir 1. sætið og Sveitarfélagið Hornafjörður veitir jafnframt efsta sætinu skrifstofuaðstöðu í Nýheimum í heilt ár. Frábær vettvangur til að undirbúa umsókn í Atvinnu- og rannsóknasjóð.

Umsjónaraðilar

Samstarfsaðilar

Upplýsingar og umsóknir eru hjá Herdísi Waage s. 693-4984 eða á netfang herdis@iss.is ISS er eitt stærsta eignaumsýslufyrirtæki heims með um 530 þúsund starfsmenn í 52 löndum. ISS hefur starfað yfir 30 ár á Íslandi og er með 750 starfsmenn hér á landi.


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. nóvember 2011

Í tilefni 10 ára afmælis Miðbæjar afsláttur af skóm verður föstudaginn 18.nóvember og laugardaginn 19.nóvember

30%

7

Fiskerí og vinnsla

Eldri gerðir af takkaskóm afslætti á

40%

Jólavara, skreytiefni ofl. úr Blóm & Bróderí á frábæru verði Jói í Húsgagnaval ánægður á síldinni á Jónu Eðvalds. Ljósmynd: Kristján Hauksson.

Bridge námskeið

Umf. Sindri ætlar að standa fyrir bridgenámskeiði ef næg þátttaka fæst. Þeir sam hafa áhuga vinsmalegast hafið samband við Valda í síma 8686865 eða sindri@hfn.is

Umf. Sindri

Ásgeir útgerðarstjóri Skinneyjar-Þinganess hafði þetta að segja um veiðar og vinnslu núna; „Síldveiðar hafa gengið vel í haust. Í okkar hlut kom rúmlega 8000 tonn og erum við búin að veiða um 5000 tonn af þeim kvóta. Nóg hefur verið að gera hjá okkur undanfarið í síld og humri og útlit fyrir að svo verði áfram út nóvember. Það er ekki gott að spá með verkefnastöðu í desember en vonandi verður komin einhver kraftur í loðnuveiðar og þá er góður möguleiki á því að hægt verði að frysta loðnuna. Í framhaldi af því fer að bresta á netavertíð svo verkefnastaðan hjá okkur er góð framundan. Humarveiði hefur verið góð ef gæftir eru í lagi. En leið og brælir eitthvað hefur veiðin dottið niður. Við verðum á humri út nóvember og síðan tekur við netavertíð hjá þeim skipum.“

Aflabrögð 31. október til 13. nóvember (2 vikur) Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Skráning fyrir Jólamarkaðinn laugardaginn 3. desember Þeir sem ætla að vera með sölubás eru beðnir um að panta þá hjá gudlaugp@hornafjordur.is fyrir 30. nóvember Matvara verður í Pakkhúsi og annar söluvarningur í Nýheimum

Heimild: www.fiskistofa.is

Úr skýrslu KPMG varðandi sjávarútveg á Hornafirði Þróun hlutdeildar í aflaheimildum í þorsk og ýsu frá 1991 6,00% 5,00%

4,00% 3,00% 2,00% 1,00% 0,00%

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

1991/1991 1991/1992 1992/1993 1993/1994 1994/1995 1995/1996 1996/1997 1997/1998 1998/1999 1999/2000 2000/2001 2001/2002 2002/2003 2003/2004 2004/2005 2005/2006 2006/2007 2007/2008 2008/2009 2009/2010

Um b o ð s a ð i l i

Hvanney SF 51..................... net.............. 6... 155,9.ufsi 138,6 Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv...... 1....... 2,8.humar 0,9 (halar) Skinney SF 20...................... humarv...... 3..... 39,9.humar 5,8 Þórir SF 77........................... humarv...... 4..... 49,2.humar 6,8 Steinunn SF 10..................... botnv.......... 1..... 21,1.þorskur 10,7 Benni SU 65......................... lína.............. 7..... 49,9.þorskur 42,9 Dögg SU 118........................ lína.............. 9..... 91,8.þorskur 83,5 Siggi Bessa SF 97................ lína.............. 3....... 9,6.þorskur 6,9 Ásgrímur Halld. SF 250...... nót.............. 1...... 965.síld Jóna Eðvalds SF 200........... nót.............. 1...... 940.síld Tveir sunnanbátar á humarveiðum lönduðu hér á Hornafirði um 45 tonnum og þar af rúmlega 19 tonnum af humri.

Þorskur

Ýsa


markhonnun.is

…í afmæliskapi

FRANSKUR KALKÚNN

1.118kr/kg áður 1.398 kr/kg SÚKKULAÐIBITAKEX 150 G

KAFFI 400 G

34%

afsláttur

98

kr/pk. áður 149 kr/pk.

FRANSKAR KARTÖFLUR 1 KG

HVÍTLAUKSBRAUÐ 175 G

25%

afsláttur

298

98

kr/pk. áður 398 kr/pk.

kr/pk. áður 119 kr/pk.

298

kr/pk. áður 379 kr/pk.

AFMÆLISTILBOÐ Á 10 ÁRA AFMÆLI MIÐBÆJAR HAMBORGARHRYGGUR

BAYONNESKINKA

LAMBALÆRI

35%

40% afsláttur

afsláttur

1.249

SÚKKULAÐIBITAR M/KÓKOS SÚKKULAÐIBITAR 200 G

1.298

kr/kg áður 1.388 kr/kg

60%

afsláttur

kr/kg

áður 1.989 kr/kg

APPELSÍNUR

50%

afsláttur

119

99

kr/kg áður 238 kr/kg

kr/pk. áður 249 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

Tilboðin gilda 17. - 20. nóvember

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes - Egilsstaðir

eða meðan birgðir endast

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG MYNDAVÍXL

1.199

kr/kg áður 1.998 kr/kg


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.