Eystrahorn 41. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 22. nóvember 2012

41. tbl. 30. árgangur

Mælingar á Heinabergsjökli

Jöklamælingaliðið 2012.

Nemendur í jarðfræðiáfanganum NÁT113 fóru þann 24. október síðastliðinn í hina árlegu mælingu á Heinabergsjökli. Þó að kuldinn segði svolítið til sín var enginn vindur og hiti rétt yfir frostmarki. Núna hafa orðið töluverðar breytingar á svæðinu. Af myndum sem teknar hafa verið frá sama punkti frá ári til árs má dæma að fremsti hluti jökuls, sem áður var snarbrattur að þar er nú farin myndast geil og því erfitt að sjá jökulröndina þar sem hún liggur nánast við vatnsyfirborðið. Vegna þessa þurfti hópurinn að færa viðmiðunarpunktana til svo hægt sé að sjá jökulröndina. Þegar myndir frá fyrri árum eru skoðaðar sést greinilega að jökullinn er að lækka og þynnast. Mælt er frá tveimur

stöðum og frá báðum stöðum hefur jökullinn gengið miðað við mælingarnar á síðasta ári. Jökullinn virðist þó hafa gengið meira

fram austan megin í lóninu en samkvæmt mælingum hópsins hefur jökullinn gengið þar fram um 200 metra frá síðustu mælingum. Vestan megin í lóninu er framskriðið 9 metrar en þar eru alla jafna minni breytingar. Margir óvissuþættir eru í mælingunni og líklegt er að með nákvæmari mælingum reyndist framskriðið minna. Einnig má dæma af myndum í gegnum árin að gróður fer ört vaxandi á stórgrýttu landsvæðinu og fegurðin í návist jökulsins er óumdeilanleg hvernig sem viðrar. Fyrir hönd nemenda í NÁT113 Róslín Alma Valdemarsdóttir

Varða hlaðin á nýjum mælipunkti

Um safnamál og fleira Nokkur umræða hefur orðið um safnamál í sveitarfélaginu og blaðaskrif þar sem sitt sýnist hverjum. Aðallega hefur verið rætt um tvö söfn, það er jöklasafn og byggðasafn. Tillögur eru uppi um að hætta starfsemi þessara safna og er það miður. Nær væri að blása nýju lífi í söfnin, hugsanlega með einhverskonar aðkomu einstaklinga, en tvímælalaust er brýnt að sveitarfélagið komi af krafti að þessum rekstri. Vilji menn fá eitthvert vit í rekstur þessara safna verður að setja þau á þá staði sem þungi

ferðamanna heimsækir. Séu menn sammála um það er staðsetningin þjóðgarðurinn í Skaftafelli og/eða Jökulsárlón.

Á síðarnefnda staðnum verður að hraða uppbyggingu og finna leiðir til að höggva á þá hnúta sem koma í veg fyrir deiliskipulag og eðlilega uppbyggingu svæðisins. Sveitarstjórnin á að fá lögfræðiálit um mögulegar leiðir til lausnar þessa vandamáls. Meðan þetta ástand varir glatast á hverju ári stórkostleg tækifæri til framþróunar í ferðaþjónustu á svæðinu. Um Listasafn Hornafjarðar leika hins vegar ferskir vindar. Gjöf Ástu Kristínar Eiríksdóttur ekkju Svavars Guðnasonar hefur gefið safninu byr undir báða vængi

og er rekstur safnsins bæði áhugaverður og metnaðarfullur. Til að lyfta starfsemi Listasafnsins uppá víðara og hugsanlega alþjóðlegt plan ætti að gaumgæfa þá hugmynd að setja á fót stafrænt listasafn utan um höfundaverk Svavars Guðnasonar sem yrði aðgengilegt öllum á internetinu og myndi tvímælalaust vekja mikinn áhuga í hinum alþjóðlega listaheimi. Lausleg könnun á þessu sýnir að hægt er á tiltölulega stuttum tíma að koma á fót slíku listasafni. Knútur Bruun, Hofi, Öræfum

Ef dreifing á blaðinu bregst vegna veðurs er hægt er að lesa blaðið á www.eystrahorn.is


2

Fimmtudagur 22. nóvember 2012

Eystrahorn

Með þakklæti í huga

Samfélagssjóður Hornafjarðar Umsóknarfrestur í sjóðinn fyrir desemberúthlutun í ár er til 5. desember nk.

Í nýafstöðnu flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi stefndi ég að því að ná 2. – 4. sæti. Niðurstaða flokksvalsins kom mér – og eflaust mörgum öðrum – þægilega á óvart. Kosningin fór sumsé þannig að ég náði mjög góðri kosningu í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Kosningin í flokksvalinu var bindandi í fjögur efstu sætin. Ellefu öflugir frambjóðendur tóku þátt í flokksvalinu víðs vegar að úr þessiu stóra og víðfeðma kjördæmi. Eins og áður segir þá var fjórða sætið eitt þeirra sæta sem ég stefndi að og ég er því afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu. Í flokksvali í jafn stóru og fjölbreyttu kjördæmi er við ramman reip að draga fyrir frambjóðanda frá Hornafirði. Þeir frambjóðendur sem koma frá fjölmennari stöðum í kjördæminu hafa alltaf ákveðið forskot. Það er ekki síst í þessu ljósi sem niðurstaða flokksvalsins um sl. helgi var mér sérstaklega ánægjuleg. Að baki þessari niðurstöðu liggur þrotlaus vinna og taugastríð. Þegar hvað mest gekk á í þessum slag var ómetanlegt að finna fyrir þeim áhuga og velvilja sem ég fann fyrir hjá Hornfirðingum meðan á baráttunni stóð. Það blés mér kraft í brjóst þegar mest lá við í baráttunni – á ögurstundum. Þessi stuðningur átti sér engin pólitísk landamæri. Fyrir þennan stuðning er ég þakklátur. Einnig vil ég koma á framfæri sérstöku þakklæti til flokksfélaga í Samfylkingunni á Hornafirði sem studdu við bakið á mér með ráðum og dáð auk þeirra fjölmörgu Hornfirðinga sem lögðu sérstaka lykkju á leið sína til að styðja mig í þessu flokksvali. Sá mikli stuðningur fleytti mér á endanum í fjórða sætið. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi

Umsóknareyðublðð og úthlutunarreglur sjóðsins eru á heimasíðu sveitarfélagsins á slóðinni www.rikivatnajokuls.is/ (neðst á forsíðunni) Einnig er hægt að fá umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofunum og þangað er útfylltum umsóknum skilað. Kannið möguleikana sem Samfélagssjóðurinn hefur til aðstoðar og vekið athygli annarra á þessari auglýsingu. Stjórn Samfélagssjóðs

Slysavarnakonur Takið frá fimmtudaginn 29. nóvember vegna árlegrar jólasamveru

Viltu biðja rósakransbæn með okkur? Þú ert velkominn að koma næstkomandi laugardagskvöld 24. nóvember kl.18:00 í kaþólsku kapelluna á Hafnabraut 40. Eftir rósakransbænina hitum við á könnunni og spjöllum saman. Efni fundarins er: "María móðir kirkjunnar".

Sviðaveisla Lions

Allir eru velkomnir í sunnudagsmessu 25. nóvember kl.12:00 á sama stað. Barnakórinn hittist kl. 11:00.

verður á Kaffihorninu miðvikudaginn 28. nóvember kl. 18:00 - 21:00

Hlúðu að því sem þér þykir vænt um Með kveðju frá vinnuhópi um heilbrigði og velferð

Barnapössun

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Óska eftir stelpu (ekki yngri @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is en 14 ára) til að passa fyrir =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& mig nokkrum sinnum í lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h mánuði.

FÉLAG FASTEIGNASALA

Sigrún Ólöf, sími: 845-8315 Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Eystrahorn Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg.

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI fasteignasali

s. 580 7902 Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Garðsbrún

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

Tekjur af útl

eigu

Gott og vel viðhaldið 217,2 m² einbýlishús á tveimur hæðum, nú 3ja herb. íbúð í hluta af neðri hæð og 38,2 m² bílskúr. Samtals 6 herb., 2 stofur. og 3 baðherb. eða 255,4 m².

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

fjölskylduvæ

hólabraut

nt hús

Mikið endurnýjað og endurskipulagt einbýlishús með innbyggðum bílskúr samtals 195,6 m². 5 herb. nýtt bað, eldhús, gólfefni, hiti í gólfum,.

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

miðtún

vel skipula

gt hús

Steinsteypt, 121 m² einbýlishús ásamt verönd. 4 svefnherbergi, mikið endurnýjað að utan og innan.


Eystrahorn

Fimmtudagur 22. nóvember 2012

Eyðibýli á Íslandi

Út eru komin þrjú bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi. Útgáfan er afrakstur rannsókna síðustu tveggja ára. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Fyrstu skref verkefnisins voru tekin sumarið 2011 þegar rannsókn fór fram á Suður- og Suðausturlandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin til tveggja landsvæða; Norðurlands eystra og Vesturlands. Verkefnið hefur verið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, Menningarverðlauna DV og Hvatningarverðlauna iðnaðarráðherra. Upplýsingar um verkefnið eru á www.facebook.com/Eydibyli Efni hvers bindis er sem hér segir: Eyðibýli á Íslandi, 1. bindi Austur-Skaftafellssýsla, Vestur-Skaftafellssýsla og Rangárvallasýsla. Höfundar: Arnþór Tryggvason, Árni Gíslason, Birkir Ingibjartsson, Steinunn Eik Egilsdóttir og Yngvi Karl Sigurjónsson. Ritið er 136 bls. að stærð og fjallar um 103 hús. Eyðibýli á Íslandi, 2. bindi Norður-Þingeyjarsýsla, Suður-Þingeyjarsýsla og Eyjafjarðarsýsla. Höfundar: Axel Kaaber, Bergþóra Góa Kvaran, Birkir Ingibjartsson, Hildur Guðmundsdóttir, Olga Árnadóttir, Sólveig Guðmundsdóttir Beck, Steinunn Eik Egilsdóttir og Þuríður Elísa Harðardóttir. Ritið er 168 bls. að stærð og fjallar um 115 hús. Eyðibýli á Íslandi, 3. bindi Dalasýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla, Mýrasýsla og Borgarfjarðarsýsla. Höfundar eru þeir sömu og að 2. bindi. Ritið er 160 bls. að stærð og fjallar um 121 hús. Ritið er gefið út í litlu upplagi af áhugamannafélagi sem stendur fyrir rannsóknunum. Hvert eintak kostar 5.500 kr. Hægt er að panta ritið á heimasíðuni www.eydibyli.is, senda póst á netfangið gislisv@r3.is eða hringja í síma 588 5800.

Nafn á knatthúsið

Auglýst er eftir tillögum að nafni á nýja knatthúsið. Tillögu að nafni þarf að setja í umslag ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri sendanda. Athugið að setja aðeins eitt nafn í hvert umslag. Skilakassar verða í Nettó, skólunum og í salnum i Ekru. Síðasti skiladagur er laugardagurinn 1. desember. Þriggjamanna nefnd velur úr tillögunum og verðlaun verða veitt fyrir nafnið sem valið verður. Nefndin

3


4

Fimmtudagur 22. nóvember 2012

Eystrahorn

Síld og sauðfé til því er eins gott að hafa tekið blóðþrýstings töflurnar. Þegar síldin er á svona grunnu vatni er hún stygg og ekkert þýðir að skoða hvernig torfan liggur bara kasta og vona að þetta sé torfa en ekki bakki og krossleggja fingur og vona að maður nái hringnum. Þar sem plássið er ekki mikið er eins gott að stýrið geri vel til dæmis er ekki nema 300 metrar á milli landa norðan við Purkey og næturnar eru ca 500 metra langar svo hringurinn verður að vera nettur ef ekki á illa að fara. Í stað þess að nota þennan laugadagsmorgun og fara til rjúpna sit ég hér og skrifa mér til gamans, fjárans rokið glymur hér á gluggum og er þess valdandi að ég nenni ekki út. Það er svona þegar ekkert ýtir manni af stað þá velur maður þægilegasta kostinn, en þegar þetta er skrifað eru fögur fyrirheit um að reyna að nálgast jólamatinn á morgun.

Síldveiðar Þetta haustið eins og undafarin haust hafa síldveiðarnar farið fram á Breiðafirði og hafa þær gengið í megin atriðum vel. Við erum búnir að kortleggja flesta voga og víkur á norðanverðu Snæfellsnesi sem við treystum okkur inn á en ekki treysti ég mér til að segja hvort við eigum eftir að prófa fleiri staði þó að maður segi núna að þeir séu ekki til á þessu svæði. Við tókum eitt kast inn á Hofstaðarvoginum í fyrra og þá var maður búinn að telja í sig kjark í marga klukkutíma enda mesta dýpi þar 8 faðmar og minnsta vinnu dýpi 3 faðmar. Með 60 faðma djúpa nót þá sjá menn að það er ansi mikið garn sem getur farið í skrúfur ef illa tekst

Veiðisvæðin Fyrir þá sem gaman hafa að skoða kort og eru að velta fyrir sér hvar veiðisvæðin séu þá er hér smá yfirreið yfir það hvar þau verið undafarinn ár. Við byrjuðum á Grundarfirði og veiðin var eingöngu þar fyrsta haustið, síðan vorum við allt í kringum Kiðey og á Skipavíkinni (rétt hjá Stykkishólmi). Þaðan barst leikurinn inn á Breiðasund (leiðin inn í Hvammsfjörð) síðan var haldið að Hrútey (fyrir utan Bjarnarhöfn) bæði fyrir innan og utan hana og undafarin tvö haust hefur veiðin á öllum þessum stöðum að viðbættum Hofstaðarvoginum. Þannig hafa menn verið að reka í kast hingað og þangað hvort sem er á þessum stöðum eða á siglingarleiðunum á milli þeirra.

Sauðfé Því hefur löngum verið haldið fram að skipstjórar sé lygnasta starfstétt sem til er og gefi aldrei upp réttan stað á fiskinum né heldur magn. Þetta getur vel verið en þá velti ég því fyrir mér hvort bændur séu orðljótasta starfsstéttin og er það ekki illa

Takið eftir!

Opið til kl. 20:00 föstudaginn 23. nóvember

Ætlum að bjóða 20% afslátt af öllum vörum.

Stöndum saman og verslum í heimabyggð Verið velkomin

meint. Ég hef átt því láni að fagna að hafa farið í nokkrar göngur í haust. Ég hef verið svo heppinn að ná að ganga með Suðursveitungum, Nesjamönum og síðast en ekki síst hef ég gengið með Lónmönnum. Allt hefur þetta verið öndvegis fólk þó það hafi gleymt sér og töluð hafi verið kjarngóð íslenska í talstöðvarnar þegar helv... rollu sku... hafa verið snúnari en vonir stóðu til. Almennt held ég þó að fjárleitir hafi gengið vel og þeir bændur sem ég hef talað við eru ánægðir með vænleika lambanna, ómskoðanir á byggingu og þykkt vöðvanna sína svo ekki sé um að villast að ræktunar starf hér í sýslu er á réttri leið. Ekki ætla ég að gerast kvikmynda gagnrýnandi en þó get ég ekki orða bundist og sagt að sú áróðursmynd sem sýnd var í ríkissjónvarpinu á dögunum og tileinkuð íslensku sauðkindinni og íslenskri náttúru var engum til sóma og hefði hvaða sauður sem er getað frætt aðstandendur myndarinnar um hið rétta í málinu. Ég tel að ríkissjónvarpið hefði líka átt að sýna mynd frá bændasamtökunum sem skoða má á slóðinni http://www. youtube.com/watch?v=Ej6K3zmHfk og sýna þannig metnaðarfulla og gagnrýna fréttamennsku. En þó svo sumum finnist sauðirnir gera ógagn þá er ekki svo um mig því þegar ég ek um sveitir sýslunnar og finn reykingarlyktina sem leggur frá reykkofunum fæ ég vatn í munninn. Það er ekki frá því að ég sé um það bil að komast í jólaskap þó svo minn uppáhalds matur sé ekki kominn á staurinn, en vonandi tekst mér að bæta úr því á morgun.

Um olíugróðann, kynbæturnar og helvítis hænurnar Repjurækt hefur aðeins verið að ryðja sér til rúms og tökum við Reyðará bændur þátt í þeim tilraunum, en eitthvað virðist repjan vera seinþroska hjá okkur eða þeir sem stýra tilrauninni búnir að gleyma okkar góða akri því hann hefur ekki enn verið sleginn svo ég get ekki upplýst um afrakstur. En ég hitti Steinþór mág minn á Hala um daginn þegar ég fór eftir gimbrum þangað og var hann nokkuð bjartsýnn á áframhaldandi repju/nepju ræktun í AusturSkaftafellssýslu. Eins og fyrr segir fór ég í Suðursveit til þess að sækja mér gimbrar á Gerði og Hala. Fyrst fór ég og hitti ráðgjafa mína vestan Fljóta þá feðga Bjössa og Bía á Gerði. Hjá þeim fékk ég flekkótta gimbur sem var nýkomin úr Reynivallafjalli. Þetta er þrílembingur af góðum ættum. Síðan lá leiðin til Arnórs Fjölnissonar sauðfjárbónda á Hala. Þar fékk ég líka flekkótta gimbur en hún er undan Grábotna, hún er tvílembingur mjög væn og bind ég miklar vonir við þær báðar. Eins og glöggir lesendur sjá þá eru þær báðar flekkóttar. Þar sem ég er með afbrigðum ófjárglöggur og ekki hefur enn tekist að rækta grænt fé er þetta gert til þess að það sé möguleiki fyrir mig að þekkja þær af færi. Helvítis hænurnar verpa ekkert og ef ekkert gengur með rjúpuna í haust verður hænsna pottréttur hjá okkur um jólin. Ásgrímur Ingólfsson verðandi repjuolíufursti

Námskeið í gerð aðventukransa Námskeið í gerð aðventukransa verður haldið fimmtudaginn 29. nóvember kl.19:00 í húsi Verkalýðsfélagisns, Víkurbraut 4. Verð fyrir námskeiðið er kr. 4.900,- fyrir félagsmenn GÍ en kr. 6.900,- fyrir aðra. Leiðbeinandi er Valborg Einarsdóttir blómaskreytir. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir mánudaginn 26. nóvember hjá Hrafnhildi 864-4055 hrafnhildur@hornafjordur.is og Lovísu 895-0454 haholl@simnet.is Frekari upplýsingar má finna á www.gardurinn.is Garðyrkjufélag Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagur 22. nóvember 2012

Atvinna

Starfsmann vantar í skipaviðhald hjá Skinney-Þinganesi hf. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar veitir Aðalsteinn í síma 892-3432

5

Konukvöld í kvöld fimmtudag 22. nóvember kl. 20:00 Konukvöld Húsgagnavals hafa heppnast einstaklega vel á síðustu árum og í ár verður engin breyting þar á. Njótum samvista með vinkonum, mæðrum, dætrum, ömmum eða frænkum.

Léttar veitingar í boði Úrval af fallegum jóla- og gjafavörum Verið velkomin

Húsgagnaval Foreldraráðsfundur Foreldraráðsfundur verður haldinn í FAS þriðjudaginn 27.nóvember 2012. Kl.17:30. Á dagskrá er: • kynning á hvað foreldraráð stendur fyrir • Kynning á félags- og klúbbastarfi nemenda í FAS • Kosning í nýja stjórn • Önnur mál Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Stjórn foreldraráðs FAS

Sagnameistarinn lætur vaða! Vilhjálmur Hjálmarsson segir hér óborganlegar gamansögur af sér og samtíðarmönnum sínum. Bráðskemmtileg bók.

Fæst í Nettó Bókaútgáfan Hólar www.holabok.is holar@holabok.is


Fundur Mánagarði

Jólahlaðborð • Jólakræsingar • Villibráð Eigum enn laus sæti 24. nóvember og 1. desember 8. desember er fullbókaður

Verð aðeins 6.800 kr á mann 10.300 kr á mann með gistingu

Jólahlaðborðin hefjast klukkan 20:00 Miðapantanir í síma 478-1074 Hlökkum til að sjá ykkur

fimmtudagskvöldið 29. nóvember kl 20:30 Fundarefni: Staða þjóðarinnar og verðmæti ræktunarlands með öðrum möguleikum í landbúnaði. Framsaga:

Halldór Gunnarsson Holti,

Ólafur Eggertsson Þorvaldseyri,

Sveinn Rúnar Ragnarsson Akurnesi.

Fundarstjóri: Eiríkur Egilsson Seljavöllum.

Allir velkomnir

Heimamarkaður Miðskeri verður opinn nk. laugardag kl. 12 - 15. Ferskt og reykt svínakjöt, fjölbreytt úrval, lambakjöt, hangikjöt, egg og kartöflur. Verið velkomin Pálína og Sævar Kristinn

Við opnun Tryggingamiðstöðvarinnar hjá Jaspis í Miðbæ var dregið í lukkuleik TM. Á myndinni sést nýi umboðsmaðurinn Snorri Snorrason afhenda vinningshafanum Vigdísi Maríu Borgarsdóttur glæsilegt reiðhjól.

Jólatapas á Ósnum helgina 7. og 8. desember

Hér er í boði fjölbreytt jólaveisla. Margir litlir réttir með íslensku og dönsku ívafi. • Síldarplatti með rúgbrauði • Gæsa confit með rauðlauks sultu • Djúpsteiktur humar með remulaði • Dönsk lifrarkæfa með beikoni og steiktum sveppum • Kjúklingaspjót, chili • Saltfiskur á smjörsteiktri snittu • Hangikjöt með kartöflumús heimagerðu rauðkáli • Ris a´la mande

Sími 478-2200 / 478-1240


BRÉF TIL BJARGAR LÍFI

Í baráttunni fyrir mannréttindum átt þú öflugt vopn. Vopn sem getur breytt heiminum. NAFNIÐ ÞITT. Nýttu það til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Þú getur einnig sent kveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota. Undirskrift þín hefur meira vægi en þú heldur. Breyttu heiminum og vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International í Nýheimum, Höfn í Hornafirði, 1. og 15. desember frá kl. 13 til 16. FJÖLMENNUM Í ÞÁGU FÓRNARLAMBA MANNRÉTTINDABROTA


Tilboðin gilda 22. - 25. nóvember

4.479 KR NÁVÍGI Á NORÐURSLÓÐ

SJÁLFSTÆTT FRAMHALD METSÖLUBÓKARINNAR DAUÐINN Í DUMBSHAFI

4.862 KR

SKAGFIRSKAR SKEMMTISÖGUR

2

SVARTIR TÚLÍPANAR

2.920 KR

2.983 KR

BLEKKING

ÁRNI SAM

GRIMMS ÆVINTÝRI

2.723 KR

3.751 KR

2.647 KR

AUGU LÍRU

GOLF Á ÍSLANDI Í 70 ÁR

TÖFRAHÖLLIN

3.414 KR

11.240 KR

3.963 KR

bækur

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

NONNI JÓN SVEINSSON


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.