Eystrahorn 41. tbl. 31. árgangur
Fimmtudagur 28. nóvember 2013
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Ráðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra ávarpaði ráðstefnuna.
Ráðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins var haldin í Mánagarði Nesjum Hornafirði 25. nóvember og var vel sótt. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra setti ráðstefnuna, Ásgerður Gylfadóttir bæjarstjóri og Eiríkur Egilsson formaður Búnaðarsambands A-Skaft. undirrituðu nýja búnaðarstefnu sveitarfélagsins og Búnaðarsambandsins. Erindi Ingva Más úr nýsköpunar-og atvinnuvegaráðuneyti um raforkuverð í dreifbýli skapaði miklar umræður. Kom þar fram að sjöfaldur munur á raforku þar sem hús eru kynnt með rafmagni. Ráðstefnugestir samþykktu ályktun til ráðherra orkumála: „Ráðstefnan lýsir furðu sinni á að raforkuflutningar í dreifbýli séu mikið dýrari en í þéttbýli, sem dæmi má nefna að flutningur á kw stund kostar 6,16 krónur í þéttbýli en 9,27 krónur í dreifbýli. Mismunurinn er því kr. 3,11 kr/ kwst. Þetta er óeðlilegt þar sem rafmagnið fer úr dreifbýli í þéttbýlið. Enn fremur liggur allt raforkudreifikerfi landsins í gegnum eignarlönd bænda og annarra landeigenda endurgjaldslaust. Skorað er á ráðherra orkumála að beita sér fyrir því að þetta verði leiðrétt.“ Grétar Már frá Búnaðarsambandi A-Skaft. kynnti niðurstöður könnunar
um ágang álfta og gæsa á beitarlönd í sýslunni. Kom fram að tekin voru frá hólf á beitarlöndum þar sem fuglar komust ekki í ræktað land og var munurinn á 2/3 meiri beit á þeim svæðunum. Ráðstefnugestir samþykktu ályktun til ráðherra umhverfisog auðlindamála ; „skorað er á ráðherra umhverfis- og auðlindarmála, vegna ágangs gæsa og álfta í ræktarlöndum, beiti hann sér fyrir því að heimila vorveiðar á gæs og veiðar
Ásgerður og Eiríkur undirrita tímamótasamning.
á álft (geldfugli) að vori til 25. júní. Auk þess haustveiðar á álft.“ Í greinargerð kemur fram að tugmilljónatjón er af völdum ágangs þessara fuglategunda. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna sagði búsetu í dreifbýli eigi að vera raunverulegan valkost, nú sé orðin mikil eftirspurn í íslenskar afurðir og verkefni í dreifbýlinu mikilvæg. Sagði að íslensk loðdýrarækt vera orðin á heimsklassa og spáð 1. sæti í gæðum. Sagði mikla möguleika í garðyrkju, og ferðaþjónustan skipti miklu máli í dreifbýli og bændur geti nýtt sér marga möguleika. Í máli ræðumanna kom fram að búsældarlegt er í sýslunni þótt hlýnun jarðar geti haft áhrif á hækkun sjávarstöðu og mun í framtíðinni helst hafa áhrifa á grynnslin. Jarðnæði er nægt og almennt gott að rækta landið. Þá kom fram að jarðhita er að finna víða í sveitarfélaginu, unnið er að nýtingu hans í Skaftafelli og við Hoffell en hann má einnig finna á Hala. Ferðaþjónusta er að vaxa í dreifbýli og hefur Vatnajökulsþjóðgarður verið góð viðbót við hana, tvær gestastofur eru í sveitarfélaginu og verið að byggja og bæta gönguleiðir. Þó kom ítrekað fram að aðstaða fyrir ferðamenn er ábótavant og mikilvægt að byggja upp áningastaði með þjónustuaðstöðu.
www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar
2
Fimmtudagur 28. nóvember 2013
Veglegar gjafir
Hafnarkirkja á 1. sunnudegi í aðventu, 1. desember
Vaktsími presta: 894-8881
Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00
bjarnanesprestakall.is
Prestarnir
Jólablað
Eystrahorns
kemur út fimmtudaginn 19. desember Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: albert@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 19. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 17. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti.
Á dögunum tók Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á móti veglegum gjöfum frá Lionsklúbbum Hornafjarðar. Í nóvember færðu félagar í Lionsklúbbnum Kolgrímu stofnuninni rafknúinn sturtustól til nota á hjúkrunardeild HSSA. Stóllinn er kærkomin viðbót við þann tækjabúnað sem fyrir er á deildinni og mun bæta aðstæður íbúa og starfsfólks til muna. Fyrr á þessu ári gáfu félagar í Lionsklúbbi Hornafjarðar heilbrigðisstofnuninni 7 rafknúna hægindastóla til nota á hjúkrunardeildinni og í Dagvist aldraðra sem er í Ekrunni. Stólarnir eru þannig gerðir að fólk getur legið í þeim ásamt því að stólarnir gera fólki auðveldara að standa upp úr sitjandi stöðu. Stólarnir eru kærkomin viðbót við þann búnað sem við höfum á stofnuninni og eru mikið notaðir. Við viljum færa Lionsklúbbunum kærar þakkir fyrir þeirra stuðning, gjafir sem þessar eru stofnuninni afar mikilvægar og eru nýtast mjög vel.
Útkall í badminton
Tækifæri fyrir bakara á Höfn í Hornafirði Tæki og búnaður fyrir bakarí er til sölu eða leigu á hagstæðum kjörum, miðað við að staðsetning starfseminnar verði áfram í Hornafirði.
Góðir sölumöguleikar í samstarfi við verslun Nettó á Höfn sem er að stækka og endurnýja verslun sína í byrjun nýs árs 2014.
Sífellt stækkandi heimamarkaður vegna fjölgunar erlendra ferðamanna og öflug uppbygging í ferðaþjónustu á flestum sviðum í héraðinu.
Nokkur undanfarin ár hefur óformlegur félagsskapur hér á Höfn lagt stund á badminton, eða hnit. Æfingar hafa farið fram yfir vetrarmánuðina í íþróttahúsinu í Nesjum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00 og 18:00 báða dagana. Starfsemi þessi stóð í töluverðum blóma framan af, en undanfarið ár hefur mjög hallað undan fæti og er nú svo komið að æfingar falla stundum niður vegna manneklu. Þeir sem hafa sótt æfingar af mestri þrautseigju eru stútungs karlar, en íþróttin hentar þó fólki á öllum aldri og báðum kynjum. Ef svo heldur fram sem horfið með aðsókn á æfingar á þessari göfugu íþrótt þá munu þær leggjast af eftir áramótin og þá kann svo að fara að þessi starfsemi verði ekki endurvakin á næstu árum. Því er nú heitið á alla þá sem gætu haft áhuga á þessari íþrótt að mæta á æfingar í Mánagarði á næstu dögum og kynnast af eigin raun þessari íþrótt og þeirri ágætu aðstöðu sem í boði er í Mánagarði.
Nánari upplýsingar hjá verslunarstjóra Nettó Höfn.
Íbúð til leigu
Studíó-íbúð í bílskúr til leigu, laus strax. Sími 846-4420
Eystrahorn
Foreldrar/forráðamenn 3. fl. stúlkna og drengja Undirritun afrekssamnings fer fram miðvikudaginn 4. desember kl. 18:00 í Nýheimum. Ásgerður Gylfadóttir bæjarstjóri og Auðun Helgason fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu flytja stutt ávörp áður en samningurinn verður undirritaður. Knattspyrnudeild Sindra
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915
Nýtt á skrá
Dalbraut “Mjólkurstöðin”
Um er að ræða 658 m² atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, auðvelt að breyta innra skipulagi Laust strax
Nýtt á skrá
Rauðaberg 1
Skemmtilega staðsett jörð, stórt íbúðarhús, fjárhús, hlaða og hesthús. Laust strax.
Nýtt á skrá
Hlíðaberg lóð 1
Skemmtilega staðsett jörð, stórt íbúðarhús, fjárhús, hlaða og hesthús. Laust strax.
Eystrahorn
Fimmtudagur 28. nóvember 2013
3
Opið hús hjá dagdvöl aldraðra
Í dagdvöl aldraðra á Hornafirði verður opið hús miðvikudaginn 4. desember frá kl. 13:00 – 17:00. Þar verður kaffihúsastemning þar sem seldar verða vöfflur og kaffi ásamt því að ýmis varningur verður til sölu bæði afrakstur starfseminnar sem og ýmislegt bakkelsi. Kynning verður á starfseminni og á þeim endurbótum sem framkvæmdar verða í byrjun næsta árs. Dagdvölin er í Ekrunni við Víkurbraut, þar sem félagsstarf eldri Hornfirðinga fer fram og er opin
frá kl. 10:00 – 15:00 alla virka daga nema miðvikudaga en þá er opið til kl. 16:00. Fólk getur valið að nýta sér þjónustuna ýmist fyrir eða eftir hádegi eða allan daginn. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu jafnt fyrir fólk sem sækir dagdvölina sem og eldri íbúa sem eingöngu kaupa sér hádegismat. Í hádeginu koma allt að 30 manns í mat og er boðið upp á venjulegan heimilismat. Hvíldar- og slökunarherbergi verður útbúið í byrjun næsta árs svo fólk geti slakað á í
Frá Hirðingjunum Nú er komið rúmt ár síðan nytjamarkaður Hirðingjanna hóf starfsemi hér á Höfn og hefur hann gert svo mikla lukku að sumir segja að þetta sé vinsælasta búðin í bænum! Búið er að selja fyrir um 800 þúsund krónur og má því segja að um 3000 hlutir hafi skipt um heimili og glatt nýjar fjölskyldur. Það er markmið okkar í Hirðingjunum að gleðja samfélagið með góðum gjöfum. Í desember 2012 gáfum við gluggatjöld í setustofuna á hjúkrunarheimilinu að verðmæti 170 þúsund, í október 2013 voru leikskólunum gefnar 110 þúsund, hvorum um sig, og nú í nóvember fékk hjúkrunarheimilið 42 tommu sjónvarp, ásamt sjónvarpsskenk og lömpum, að andvirði um 200 þúsund króna. Vikuna 28. nóvember til 5. desember ætlum við að hafa opið frá kl. 12:00 - 17:00 alla dagana (líka laugardag og sunnudag) til að bæjarbúar geti komið með það dót sem þeir vilja losna við (allt nema fatnað og skó). Eftir þessa viku verður svo opið á fimmtudögum frá kl. 16:30 - 18:30 eins og verið hefur. Að lokum viljum við þakka Pakkhúsinu, Tjaldsvæðinu og Bjarna Snorrasyni fyrir góða styrki til okkar og svo viljum við þakka Bjarna og foreldrum hans sérstaklega fyrir að lána okkur Steingrímsbúð endurgjaldslaust og gera okkur þannig kleift að starfrækja nytjamarkaðinn. F.h. Hirðingjanna, Elísabet Einarsdóttir
Þá eru dönsku munnblásnu fuglarnir komnir, tvær stærðir.
rólegu umhverfi. Starfsemi dagdvalarinnar er fjölbreytt og verkefnin margvísleg. Dæmi um verkefni eru mósaík lampar en þeir eru mjög vinsælir, kortagerð hefur verið stunduð í mörg ár en kortin eru seld hjá dagdvölinni og einnig á heilsugæslustöðinni og rennur ágóði sölunnar í ferða- og skemmtisjóð dagdvalarinnar. Prjónaskapur og hekl er ávallt vinsælt í dagdvölinni en dagdvölin styrkir Rauða krossinn reglulega með hlýjum hlífðarfötum.
Hársnyrtistofan Flikk Sími 478-2110
Jólapakkarnir frá TIGI og milk shake hárvörum komnir. Hello kitty og angry bird dót – frábært verð. Kristals lyklakippur m/stjörnumerki. Fallegir skartgripir frá Gullkúnst, OXXO og SNÖ Opið laugardaginn 7. desember kl. 13:00 - 15:00
Verið velkomin, Birna Sóley
Díóðu ljósakrossar frá JS Ljósasmiðjunni fást Hjá lóu s: 478 8900
Minni á sokkabuxurnar í stórum stærðum. Full búð af nýjum vörum. Verið ávallt velkomin Opið virka dag kl. 13:00 – 18:00 laugardaga kl. 13:00 – 15:00
www.velaverkjs.is
í jólaskapi
HamborgarHryggur Kjötsel
-41% 1.297
fransKur
áður 2.198 Kr/Kg
lambalæri fersKt
KalKúnn
-20% 1.274
áður 1.592 Kr/pK
londonlamb
bayonnesKinKa
Kjötsel
Kjötsel
1.476
1.998
1.591
áður 1.845 Kr/Kg
áður 2.498 Kr/Kg
áður 1.989 Kr/Kg
laufabrauð oKKar - 8 stK
982 áður 1.198 Kr/Kg
grafinn/reyKtur
lax - ópal sjávarfang
2.958
áður 2.898 Kr/Kg
áður 3.698 Kr/Kg
Klementínur
Hangilæri
Kjötsel - úrbeinað
-40% 2.397 áður 3.995 Kr/Kg
1 Kg í neti
-50%
199 áður 398 Kr/Kg
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
markhönnun ehf
jóladagatöl súKKulaði
-20%
279 áður 349 Kr/stK
nammi namm Jólanammið er komið í Nettó! Tilboðin gilda 28. nóv - 1. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6
Fimmtudagur 28. nóvember 2013
Umsóknir um styrki Atvinnuog rannsóknasjóðs 2014 Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt styrki til verkefna sem efla geti byggð og atvinnu í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum og tekur við umsóknum og afgreiðir þær.
Eystrahorn
Á sunnudaginn verður mikil jólastemning í bænum Við verðum með opið frá kl. 13:00 - 17:00 Taxfree verður á völdum vörum og við kynnum glæsilegu úrin frá Gydja Collection
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Sveitarfélaginu Hafnarbraut 27 Höfn eða á heimasíðu bæjarins hornafjordur.is/reglur og samþykktir. Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2014 á hornafjordur.is/umsóknir. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri
Verið velkomin - Kaffi á könnunni
Húsgagnaval Sími 898-3664
BREYTTU HEIMINUM! Nýttu nafnið þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International á Jólamarkaðnum á Höfn 1. og 14. des. kl. 13 til 16. Undirskrift þín skiptir meira máli en þú heldur!
Eystrahorn
Fimmtudagur 28. nóvember 2013
Landsmót hestamanna Á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga er mikið um að vera um þessar mundir en miðasala á Landsmót hestamanna á Hellu í júlí á næsta ári, er komin á fullan skrið. Landsmótin eru haldin á tveggja ára fresti en síðasta mót var haldið í Reykjavík sumarið 2012. Landssamband hestamannafélaga er þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ og telur ríflega 11 þúsund iðkendur. Landsmót er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi og endurspegla ágætlega fjölda iðkenda en gestir mótanna eru jafnan á bilinu 8-12 þúsund og þar af er fjöldi erlendra gesta á bilinu 2-3 þúsund frá um það bil 20 löndum. Anna Lilja Pétursdóttir framkvæmdastjóri stýrir verkefnum Landsmóts og var miðasalan á vefnum opnuð í ágúst. „Miðasalan fer vel af stað, enda forsöluverð í gangi til áramóta. Það þýðir að félagar í Bændasamtökunum og Landssambandi hestamannafélaga geta keypt vikupassa á Landsmótið á Hellu á 12.000 kr. á vefnum www.landsmot. is allt til loka árs 2013. Hagsýnt fólk er nú þegar farið að nýta sér þetta, kaupir miða fyrir sig og sína. Einnig er hægt að kaupa hjá okkur fallegt gjafabréf ef menn vilja setja miða í jólapakka hestamannsins.“ Anna Lilja nefnir einnig að enn séu til DVD diskar frá mótunum 2011 og 2012 sem hægt sé að panta í gegnum vefsíðuna og séu nú á lækkuðu verði. Sunnlendingar eru sömuleiðis að undirbúa Landsmótið næsta sumar, enda gestir þegar farnir að panta sér gistingu og skoða þá möguleika sem Hella og nágrenni hafa upp á að bjóða. Þá hefur verið mynduð framkvæmdanefnd með fulltrúum úr hestamannafélögum á Suðurlandi, ásamt fulltrúum frá Landsmóti. Anna Lilja segir slíka nefnd hafa verið starfrækta fyrir mótið í Reykjavík og það hafi gefið góða raun, mikil og góð hugmyndavinna sem þar átti sér stað og því sé vonast eftir álíka árangri í vetur. „Það skiptir okkur líka máli að geta leyft heimamönnum að taka þátt í undirbúningi og hugmyndavinnu fyrir mótið. Landsmót er eign allra hestamanna og margir sem vilja hafa eitthvað um það að segja. Við eigum öll að vilja koma að mótinu með einum eða öðrum hætti.“
Jólahlaðborð með villibráðarívafi á Hótel Smyrlabjörgum 7. og 14. desember
Verð kr. 7.200,- á mann Verð með gistingu kr. 11.700 á mann Borðhald hefst kl. 20:00
Hvernig verður “piparkökuhúsið” í ár? Miðapantanir í síma 478-1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is
7
Góðu ári fagnað
Á dögunum var góðu ári í ferðaþjónustunni fagnað á Uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands sem haldin var á Hótel Örk í Hveragerði. Dagskrá hátíðarinnar var glæsileg þar sem fram komu Ari Eldjárn, Sigmundur G. Einarsson og kona hans Unnur Ólafsdóttir, auk þess heiðraði ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir gesti með nærveru sinni og ávarpaði hún gesti hátíðarinnar. Þetta var fjórða Uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands og verður hún stærri og veglegri ár hvert. Dagskráin hófst með því að gestum hátíðarinnar var boðið í kynningarferð um Hveragerði sem Ferðamálasamtök Hveragerðis skipulögðu. Á meðal þess sem gert var í kynningarferðinni var komið við í Hamarshöllinni, bragðað á hveraglöggi og sjávarréttasúpu hjá Frost og Funa, smakkað hverabakað rúgbrauð í Hveragarðinum, litið inn hjá Gistiheimilinu Frumskógum og komið við á Listasafni Árnesinga þar sem gestir gæddu sér á kræsingum frá Kjöt og Kúnst. Að lokinni kynningarferð var svo sjálf Uppskeruhátíðin í Hótel Örk. Markaðsstofa Suðurlands bauð gestum í fordrykk og svo var haldið til borðhalds. Létt var yfir gestum og stjórnaði Sigurður Sólmundarson hátíðinni í bland við glæsilega dagskrá kvöldsins. Uppskeruhátíðin heppnaðist mjög vel og skemmtu gestir sér fram eftir kvöldi við undirleik Hljómsveitarinnar PASS áður en hátíðinni lauk. Uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands er mikilvægur vettavangur þess að efla samstarf ferðaþjónustunnar á Suðurland sem er hluti af innra markaðsstarfi Markaðsstofunnar. Markaðssfotu Suðurlands vill koma fram þakklæti til þeirra sem mættu á Uppskeruhátíðina og þakka fyrir góða kvöldstund og nærveru og vonast til að sjá sem flesta að ári.
Allt upp á borðið
Í bókinni Allt upp á borðið rifjar sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku upp bernsku sína og gerir upp þingmannsog ráðherraferil sinn í stuttu máli. Þá fjallar hann um Seyðisfjörð og Seyðfirðinga og ekki síst það góða og göfuga starf sem unnið er á heilbrigðisstofnuninni þar í þágu þeirra sem glíma við minnistap. Þann hugljúfa kafla ættu allir að lesa.
Jólahátíð verður haldin á Höfn 1. desember nk. Hátíðin fer fram á Hafnar- og Heppusvæðinu eða á „Plássinu“ eins og það var kallað hér áður fyrr. Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem fjöldi hæfileikaríkra Hornfirðinga munu stíga á stokk og gleðja okkur hin með söng og dansi. Jólamarkaðurinn verður opinn í hjöllunum og Gömlubúð en góðgerðar- og félagasamtök verða með fjáröflun á Humarhöfninni og Kaupmannshúsinu. Í Pakkhúsinu verður jólakjötsúpa í boði með tilheyrandi stemmningu. Kartöfluhúsið og Dyngjan verða með dyrnar opnar upp á gátt með kakó og piparkökur á borðum. Litlir jólaálfar verða á kreiki með mandarínur, epli og konfekt til að bragða sér á og Jólasveinalestin mun keyra um svæðið með gleðibrag og góða gesti. Jólatréð verður tendrað klukkan 17:00 og munu krakkar úr grunnskólanum sjá um það að venju. Veglegt jólahappdrætti er í boði og verður dregið kl. 17:45. Formlegri dagskrá lýkur kl. 18:00. Við vonum að sjá sem flesta Hornfirðinga til sjávar og sveita ásamt gestum og gangandi sunnudaginn 1. desember kl. 14:00 Dagskrá:
14:00 14:30 14:50 15:00 15:30 16:00 16:30 16:50 17:00
– – – – – – – – –
Jólahátíð sett Barnakórinn syngur nokkur lög Salome Morávek og Jóhann Morávek í jólaskapi Ljúfir jólatónar í flutningi Þorkels og félaga Jólasaga (óvæntur gestur) Karlakórinn Jökull Harmonikkuspil Hin lauflétta Lúðrasveit Hornafjarðar Tendrað á Jólatrénu og góðir gestir koma í heimsókn 17:45 – Dregið í jólahappdrætti 18:00 – Jólahátíð lýkur
Jólamarkaður
Heppa Matarhöfn, Ómar Fransson, Klaus í Skaftafelli, Laufey og Lækjarhús, Hólabrekka, Miðsker, Jöklaís, Eyrún Axels, Millibör og Arfleið, Bjarni Gull, Kaffihornið, Ungbarnaprjónaföt frá Ragnhildi, Biddý, Vörur frá Nanný, Pakkhúsið, Gamlabúð.
SMYRLABJÖRG - NETTO - FREYJA - MYLLA - SPARISJÓÐUR HORNAFJARÐAR HÚSASMIÐJAN - HÚSGAGNAVAL - GAMLABÚÐ - DYNGJAN - SIGURÐUR ÓLAFSSON SUNDLAUG HORNAFJARÐAR OG HUMARHÖFNIN. SÉRSTAKAR ÞAKKIR TIL BJARNA HÁKONAR.
*Jólamarkaður verður haldinn í Nýheimum og Miðbæ á laugardögum fram til jóla frá kl. 13:00 - 17:00 (7.-14.-21. desember).
Hönnun: Villi Magg
Velunnarar jólahátíðar á Höfn