Eystrahorn 41. tbl. 31. árgangur
Fimmtudagur 28. nóvember 2013
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Ráðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra ávarpaði ráðstefnuna.
Ráðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins var haldin í Mánagarði Nesjum Hornafirði 25. nóvember og var vel sótt. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra setti ráðstefnuna, Ásgerður Gylfadóttir bæjarstjóri og Eiríkur Egilsson formaður Búnaðarsambands A-Skaft. undirrituðu nýja búnaðarstefnu sveitarfélagsins og Búnaðarsambandsins. Erindi Ingva Más úr nýsköpunar-og atvinnuvegaráðuneyti um raforkuverð í dreifbýli skapaði miklar umræður. Kom þar fram að sjöfaldur munur á raforku þar sem hús eru kynnt með rafmagni. Ráðstefnugestir samþykktu ályktun til ráðherra orkumála: „Ráðstefnan lýsir furðu sinni á að raforkuflutningar í dreifbýli séu mikið dýrari en í þéttbýli, sem dæmi má nefna að flutningur á kw stund kostar 6,16 krónur í þéttbýli en 9,27 krónur í dreifbýli. Mismunurinn er því kr. 3,11 kr/ kwst. Þetta er óeðlilegt þar sem rafmagnið fer úr dreifbýli í þéttbýlið. Enn fremur liggur allt raforkudreifikerfi landsins í gegnum eignarlönd bænda og annarra landeigenda endurgjaldslaust. Skorað er á ráðherra orkumála að beita sér fyrir því að þetta verði leiðrétt.“ Grétar Már frá Búnaðarsambandi A-Skaft. kynnti niðurstöður könnunar
um ágang álfta og gæsa á beitarlönd í sýslunni. Kom fram að tekin voru frá hólf á beitarlöndum þar sem fuglar komust ekki í ræktað land og var munurinn á 2/3 meiri beit á þeim svæðunum. Ráðstefnugestir samþykktu ályktun til ráðherra umhverfisog auðlindamála ; „skorað er á ráðherra umhverfis- og auðlindarmála, vegna ágangs gæsa og álfta í ræktarlöndum, beiti hann sér fyrir því að heimila vorveiðar á gæs og veiðar
Ásgerður og Eiríkur undirrita tímamótasamning.
á álft (geldfugli) að vori til 25. júní. Auk þess haustveiðar á álft.“ Í greinargerð kemur fram að tugmilljónatjón er af völdum ágangs þessara fuglategunda. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna sagði búsetu í dreifbýli eigi að vera raunverulegan valkost, nú sé orðin mikil eftirspurn í íslenskar afurðir og verkefni í dreifbýlinu mikilvæg. Sagði að íslensk loðdýrarækt vera orðin á heimsklassa og spáð 1. sæti í gæðum. Sagði mikla möguleika í garðyrkju, og ferðaþjónustan skipti miklu máli í dreifbýli og bændur geti nýtt sér marga möguleika. Í máli ræðumanna kom fram að búsældarlegt er í sýslunni þótt hlýnun jarðar geti haft áhrif á hækkun sjávarstöðu og mun í framtíðinni helst hafa áhrifa á grynnslin. Jarðnæði er nægt og almennt gott að rækta landið. Þá kom fram að jarðhita er að finna víða í sveitarfélaginu, unnið er að nýtingu hans í Skaftafelli og við Hoffell en hann má einnig finna á Hala. Ferðaþjónusta er að vaxa í dreifbýli og hefur Vatnajökulsþjóðgarður verið góð viðbót við hana, tvær gestastofur eru í sveitarfélaginu og verið að byggja og bæta gönguleiðir. Þó kom ítrekað fram að aðstaða fyrir ferðamenn er ábótavant og mikilvægt að byggja upp áningastaði með þjónustuaðstöðu.
www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar