Eystrahorn 42. tbl. 29. árgangur
Fimmtudagur 24. nóvember 2011
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Nýr samningur um framleiðslu matvæla Nýverið skrifuðu Kristján Guðnason, formaður menningarog atvinnumálanefndar Hornafjarðar, og Vigfús Ásbjörnsson, stöðvarstjóri Matís á Hornafirði, undir samning um stuðning við vöruþróun matvæla í Sveitarfélaginu Hornafirði. Tilgangur samningsins er að efla smáframleiðslu matvæla, auka virði þeirra og styrkja tekjugrunn einstaklinga og fyrirtækja sem stunda framleiðslu matvæla. Samningurinn byggir á þeirri hugmyndafræði að stuðningur í nærumhverfi sé mikilvægur til að efla atvinnugreinar og ýta undir samstarf framleiðenda. Mikilvægt er að samhliða vöruþróun sé unnið markvisst að eflingu sölu- og markaðsmála. Matís ber ábyrgð á framkvæmd þessa samnings. Sveitarfélagið og Matís leggja fram 1 milljón króna hvort auk þess sem Matís leggur til starfsmann. Matís leitast við að kynna samninginn vel fyrir öllum matvælaframleiðendum á svæðinu og veita þeim liðsinni við að undirbúa og gera tilraunir í framleiðslu matvæla í matarsmiðju Matís á Hornafirði. Samningurinn gildir til ársloka 2014 en er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 12 mánaða fyrirvara.
Jökulsárlón - deiliskipulag Á fjölmennri ráðstefnu í Freysnesi um nýtt Jökulsárlón voru kynnt drög að nýju deiliskipulagi fyrir Jökulsárlón. Markmið skipulagsins er að móta umgjörð um Jökulsárlón og hvernig tryggt verði að aukinn fjöldi ferðamanna fái þá þjónustu sem þeir sækjast eftir auk þess að stuðla að vernd þessa einstaka landsvæðis. Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur litið á þetta verkefni sem eitt hið mikilvægasta nú um stundir enda Jökulsárlón einn helsti áfangastaður og aðdráttarafl ferðamanna til svæðisins auk þess sem mikilvægt er að tryggja að hið einstaka náttúrufar lónsins spillist ekki. Tillagan gerir ráð fyrir umtalsverðri aukningu á magni bygginga við lónið og þar á meðal hótelbyggingu. Á fundinum
spunnust umræður um tillöguna og sýndist sitt hverjum. Komu meðal annars fram sjónarmið um að hótelbygging myndi kalla á enn frekari uppbyggingu við Jökulsárlón en gert væri ráð fyrir á uppdrættinum, líkt og bústöðum fyrir starfsmenn. Aðrir ræddu um að hótel á þessum slóðum myndi jafnvel auka tækifæri í ferðaþjónustu á suðausturlandi enn frekar. Næstu skref verða að leggja drög að skipulaginu fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd Hornafjarðar og alla landeigendur. Að því loknu mun lokatillaga verða útbúin og sett í formlegt ferli sem meðal annars gerir ráð fyrir viðamiklu samráði við almenning og alla þá sem telja sig hafa hagsmuni að gæta.
Ljúffengt og glæsilegt jólahlaðborð á Víkinni 2. og 3. desember Veislustjóri verður engin annar en Ómar Ragnarsson og mun hann skemmta gestum með söng, gríni og glensi af sinni alkunnu snilld Hljómsveitin ZONE tekur svo við og spilar fyrir dansleik frameftir nóttu Verð 7.800,- kr. (6.800,- kr. í forsölu)
Síðustu forvöð að panta miða í forsölu í dag fimmtudag í síma 863-1269