Eystrahorn 42. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn 42. tbl. 29. árgangur

Fimmtudagur 24. nóvember 2011

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Nýr samningur um framleiðslu matvæla Nýverið skrifuðu Kristján Guðnason, formaður menningarog atvinnumálanefndar Hornafjarðar, og Vigfús Ásbjörnsson, stöðvarstjóri Matís á Hornafirði, undir samning um stuðning við vöruþróun matvæla í Sveitarfélaginu Hornafirði. Tilgangur samningsins er að efla smáframleiðslu matvæla, auka virði þeirra og styrkja tekjugrunn einstaklinga og fyrirtækja sem stunda framleiðslu matvæla. Samningurinn byggir á þeirri hugmyndafræði að stuðningur í nærumhverfi sé mikilvægur til að efla atvinnugreinar og ýta undir samstarf framleiðenda. Mikilvægt er að samhliða vöruþróun sé unnið markvisst að eflingu sölu- og markaðsmála. Matís ber ábyrgð á framkvæmd þessa samnings. Sveitarfélagið og Matís leggja fram 1 milljón króna hvort auk þess sem Matís leggur til starfsmann. Matís leitast við að kynna samninginn vel fyrir öllum matvælaframleiðendum á svæðinu og veita þeim liðsinni við að undirbúa og gera tilraunir í framleiðslu matvæla í matarsmiðju Matís á Hornafirði. Samningurinn gildir til ársloka 2014 en er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 12 mánaða fyrirvara.

Jökulsárlón - deiliskipulag Á fjölmennri ráðstefnu í Freysnesi um nýtt Jökulsárlón voru kynnt drög að nýju deiliskipulagi fyrir Jökulsárlón. Markmið skipulagsins er að móta umgjörð um Jökulsárlón og hvernig tryggt verði að aukinn fjöldi ferðamanna fái þá þjónustu sem þeir sækjast eftir auk þess að stuðla að vernd þessa einstaka landsvæðis. Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur litið á þetta verkefni sem eitt hið mikilvægasta nú um stundir enda Jökulsárlón einn helsti áfangastaður og aðdráttarafl ferðamanna til svæðisins auk þess sem mikilvægt er að tryggja að hið einstaka náttúrufar lónsins spillist ekki. Tillagan gerir ráð fyrir umtalsverðri aukningu á magni bygginga við lónið og þar á meðal hótelbyggingu. Á fundinum

spunnust umræður um tillöguna og sýndist sitt hverjum. Komu meðal annars fram sjónarmið um að hótelbygging myndi kalla á enn frekari uppbyggingu við Jökulsárlón en gert væri ráð fyrir á uppdrættinum, líkt og bústöðum fyrir starfsmenn. Aðrir ræddu um að hótel á þessum slóðum myndi jafnvel auka tækifæri í ferðaþjónustu á suðausturlandi enn frekar. Næstu skref verða að leggja drög að skipulaginu fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd Hornafjarðar og alla landeigendur. Að því loknu mun lokatillaga verða útbúin og sett í formlegt ferli sem meðal annars gerir ráð fyrir viðamiklu samráði við almenning og alla þá sem telja sig hafa hagsmuni að gæta.

Ljúffengt og glæsilegt jólahlaðborð á Víkinni 2. og 3. desember Veislustjóri verður engin annar en Ómar Ragnarsson og mun hann skemmta gestum með söng, gríni og glensi af sinni alkunnu snilld Hljómsveitin ZONE tekur svo við og spilar fyrir dansleik frameftir nóttu Verð 7.800,- kr. (6.800,- kr. í forsölu)

Síðustu forvöð að panta miða í forsölu í dag fimmtudag í síma 863-1269


2

Fimmtudagur 24. nóvember 2011

Eystrahorn

Öflugasti ferðavefur Suðurlands

Jaspis 10 ár í Miðbæ

Ferðavefur Markaðsstofu Suðurlands, www.south.is, er dýrmæt uppspretta aðgengilegra upplýsinga fyrir ferðalanga sem hyggjast leggja Suðurland undir fót. Á vefnum er að finna upplýsingar um alla ferðaþjónustuaðila í landshlutanum; matsölustaði, gististaði, ferðaskipuleggjendur, afþreyingarfyrirtæki og bílaleigur. Þar er einnig að finna upplýsingar um allar helstu náttúruperlur svæðisins, áhugaverða staði, sveitarfélög, tillögur að aksturshringjum, yfirlit yfir viðburði og myndir af svæðinu. Vefurinn er sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu á Suðurlandi til að koma sér og sinni þjónustu á framfæri. Ítarskráningu á vefnum með myndum og textum um starfsemina fá þeir sem aðilar eru að Markaðsstofunni, aðrir fá grunnskráningu

Jaspis auglýsir til sölu

hársnyrtistofu og verslun í Miðbæ

Gott tækifæri, frábær staðsetning

Heiða Dís afhendir þeim Þórdísi og Elísabetu vinningana.

Viðskiptavinir Jaspis tóku þátt í afmælisleik í afmælisviku Miðbæjar og var dregið í honum s.l. laugardag. Vinningshafar voru Elísabet Jóhannesdóttir sem fékk 10.000 kr gjafabréf og Þórdís Imsland sem fékk hársnyrtivörur í vinning. Heiða Dís opnaði hársnyrtistofuna í 21/09 1989, en í Miðbæ hefur stofan verið frá opnun hans 15/ 11 2001. Miðbærinn hefur fyrir lögnu sannað sig og ljóst að hvergi er betra fyrir lítil fyrirtæki að vera en í samstarfi eins og hér. En nú er komin tími á breytingar hjá Heiðu Dís og er hársnyrtistofan og aðstaðan í Miðbæ til sölu.

Hafnarkirkja

Hentar vel fyrir 2 aðila, auðvelt að loka hluta rýmisins af td fyrir snyrtistofu Upplýsingar á staðnum

Kaffi Hornið á aðventu Sunnudaginn 27. nóvember verður kaffihlaðborð milli klukkan 15:00 og 17:00

sunnudaginn 27. nóvember 1. sunnudagur í aðventu Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00

Um kvöldið byrjum við með jólamatseðil sem verður í gangi alla aðventuna.

Barnakór Hornafjarðar kemur í heimsókn Sóknarprestur Minningarkort Hafnarkirkju er hægt að nálgast hjá: Hafdísi í Sport-X í Miðbæ í síma 478-1966 Ástríði Sveinbjörnsdóttur í síma 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í síma 864-4246

Eystrahorn

Verið velkomin

Kaffi Hornið

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h í Landsbankanum

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

hrl.HornafjarðarMANNI og lögg. Útgefandi:............ fasteignasali

Ritstjóri og s. 580 7902 ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

hólabraut

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

NÝTT Á SKRÁ!

Mikið endurnýjað og endurskipulagt einbýlishús með innbyggðum bílskúr samtals 195,6 m². 5 herb. nýtt bað, eldhús, gólfefni, hiti í gólfum.

Miðtún

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

TIL SÖLU EÐA LEIGU LAUST STRAX

Gott einbýlishús ásamt bílskúr og stórri verönd miðsvæðis á Höfn. Fasteignin skiptist í 135m² íbúð og 33.5 m² bílskúr og geymslu, auk ca 70 m² verönd með skjólveggjum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

hafnarbraut

NÝTT Á SKRÁ!

Vel skipulögð 4ra herb. 81,4 m² ásamt 27,7 m² bílskúr, samtals 109,1m², mikið endurnýjað, góð lán áhvílandi.


Eystrahorn

Fimmtudagur 24. nóvember 2011

3

Hugvit, frumkvæði og kraftur Hornfirðinga Mesti árangur yfir helgina: Brynja Dögg Friðriksdóttir með Docs and FilmFestivals. Það er blogg og frítt veftímarit alþjóðavísu um heimildarmyndir og kvikmyndahátíðir.

Besta kynningin:

Bergþóra Ágústsdóttir með Pakkhúsið. Hún fjallaði um endurskipulagningu og framtíð rekstrar í Pakkhúsinu. Það er óhætt að segja að hugvit, frumkvæði og kraftur hafi einkennt þann glæsilega hóp af fólki sem vann saman alla helgina að því að breyta hugmynd í vöru eða þjónustu. Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Hornafirði tókst vel og hvergi hefur hlutfall kynntra hugmyndina miðað við fjölda þátttakenda verið jafn hátt á svona helgum sem haldnar hafa verið á Íslandi. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Landsbankinn stóðu að viðburðinum í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð. Fulltrúar Innovit stýrðu vinnu helgarinnar og veittu þátttakendum styrka leiðsögn og fræðslu um fjölmörg verkfæri sem þeir geta nýtt sér við sín verkefni. Á föstudeginum voru hugmyndir kynntar, teymi mynduð og strax hafist handa við að þróa hugmyndirnar. Á laugardeginum unnu teymin í sínum verkefnum. Fulltrúar úr atvinnulífinu komu, settust niður með teymum og veittu góð ráð. Á sunnudeginum unnu teymin kynningar á þeirri vöru eða þjónustu sem var afrakstur helgarinnar

og fluttu frammi fyrir dómnefnd sem veitti svo viðurkenningar í fjórum flokkum. Vinnan yfir alla helgina var nokkrum sinnum brotin upp með fræðandi örfyrirlestrum. Þessi helgi hefði aldrei tekist svona vel ef ekki væri fyrir þann frjóa og jákvæða hugsunarhátt sem er einkennandi fyrir Hornfirðinga. Það er mikið heilbrigðismerki fyrir samfélagið hversu opið það er fyrir þátttöku og nýsköpun. Það kom sérstaklega fram hjá þeim fjölda fyrirtækja sem tóku vel í að styrkja þennan viðburð og þannig gera hann að veruleika. Öllu þessu fólki vil ég færa bestu þakkir og um leið óska til hamingju með helgina. Það verður spennandi að fylgjast með framgangi þeirrar góðu vinnu og hugmynda sem komu fram. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls og verkefnastjóri Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Hornafirði

Viðurkenningar 1. sæti: Berglind Steinþórsdóttir með Töfratröll. Það er lína af barnafötum, bókum, sængurfötum, sælgæti og leikföngum þar sem markmiðið er að endurvekja forvitni og vitneskju barna um trölla- og álfatrú á Íslandi. Í 1. verðlaun voru 400.000 krónur frá Skinney Þinganesi og skrifstofuaðstaða í eitt ár í Nýheimum frá Sveitarfélaginu Hornafirði. Athyglisverðasta hugmyndin: Sveinn Kristjánsson með When Gone. Það er heimasíða þar sem fólk getur skilið eftir skilaboð, myndir og myndbönd til ástvina sinna sem verður þeim aðgengilegt eftir að viðkomandi aðili deyr.

Jólamarkaður 2011 – matur og handverk 3. desember klukkan 10:00 - 16:00 í Nýheimum og Pakkhúsi Hornfirðingar! Komum saman og gleðjumst á aðventunni. Fjölbreytt úrval af jólagjöfum og veislumat úr Ríki Vatnajökuls

Sjáumst á Jólamarkaði


4

Fimmtudagur 24. nóvember 2011

Bætt umferðaröryggi

Eystrahorn

Nútímans konur

Slysavarnakonur og fulltrúar sveitarfélagsins ásamt leikskólabörnum á nýju gangbrautinni.

Slysavarnardeildin Framtíðin hefur undanfarin ár lagt áherslu á aukið umferðaröryggi innan Hafnar. Umferðarnefnd er starfrækt innan félagsins en í henni sitja þær Anna María Ríkharðsdóttir, Linda Hermannsdóttir og Ragna Einarsdóttir. Fyrir nokkrum árum stóðu slysavarnakonur og fleiri aðilar fyrir uppsetningu á hraðaskilti við innkomuna í bæinn og í vor lagði Framtíðin til 1.300.000 kr. til umferðaröryggismála. Þeir peningar voru settir í nýja hraðahindrun og bætta lýsingu við gatnamót Víkurbrautar og Hafnarbrautar. Þau gatnamót eru þau fjölförnustu í bænum og voru valin m.t.t skýrslu frá árinu 2008 um bætt umferðaröryggi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Skýrslan hefur verið til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd frá því í vor og er nú unnið að forgangsröðun verkefna. Slysavarnardeildin Framtíðin og Sveitarfélagið Hornafjörður hvetja alla vegfarendur til að vera vel sýnileg í umferðinni t.d. með því að nota endurskinsmerki, ljós og glitaugu á reiðhjól. Einnig eru ökumenn hvattir til að vera vel vakandi í umferðinni nú þegar skammdegið er skollið á.

Slysavarnakonur munu ganga í hús næstu daga og selja LÍNUNA sem er ein helsta fjáröflun félagsins ár hvert.

Upplestur rithöfunda í Pakkhúsi Hinn árlegi upplestur rithöfunda í Pakkhúsinu verður þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20:00. Alls eru það sex rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta skipti en þeir eru Bryndís Björgvinsdóttir sem les úr „Flugan sem stöðvaði stríðið“, Ari Trausti Guðmundsson úr „Sálumessa“, Sigríður Víðis Jónsdóttir úr „Ríkisfang ekkert“ , Arnþór Gunnarsson úr „Á afskekktum stað“, Vigdís Grímsdóttir úr „Trúir þú á töfra“ Erla Hulda Halldórsdóttir úr „Nútímans konur“ og Soffía Auður Birgisdóttir úr „Angantýr“. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Kaffi og piparkökur í boði ásamt tónlistaratriði frá Tónskólanum. Rithöfundarnir verða svo á ferð um bæinn á miðvikudag og lesa fyrir grunnskólanemendur og heimsækja aldraða á hjúkrunarheimilið.

Erlendir íbúar athugið Nemandi í fjölmiðlafræðiáfanga við FAS auglýsir eftir fólki af erlendum uppruna til aðstoðar við lokaverkefni sitt. Vinnan fer fram n.k laugardag og sunnudag (26. og 27. nóvember) frá kl. 15:00 – 17:00. Áhugasamir hafið samband við Ottó Marwin í síma 848-3565 eða ottomarwin@gmail.com fyrir frekari upplýsingar. Fyrirfram þakkir, Ottó Marwin Gunnarsson

Í hádeginu miðvikudaginn 30. nóvember flytur dr. Erla Hulda Halldórsdóttir fyrirlestur í boði Háskólasetursins í fyrirlestrasal Nýheima. Fyrirlesturinn kallar hún „Nútímans konur“ og hefst hann kl. 12:15. Fyrirlesturinn er opinn og allir eru velkomnir. Erla Hulda varði nýverið doktorsritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands. Titill ritgerðarinnar er Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850– 1903. Í fyrirlestrinum ræðir Erla Hulda

um tilurð og helstu niðurstöður doktorsritgerðarinnar, en þar skoðar hún hvernig hugmyndir um samfélagslegt hlutverk kvenna mótuðust í átökum um menntun kvenna á síðari hluta 19. aldar. Í ritgerðinni er teflt saman opinberri umræðu í dagblöðum og persónulegum upplifunum kvenna í sendibréfum. Erla Hulda hefur um árabil fengist við rannsóknir og störf á sviði kynjasögu og kynjafræða og birt greinar og bókarkafla um rannsóknir sínar á innlendum og erlendum vettvangi. Eiginmaður Erlu Huldu er Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur og taka þau bæði þátt í upplestrarkvöldi á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í Pakkhúsinu þriðjudagskvöldið 29. nóvember.

LEGÓ - KAKÓ

Legóhópurinn Hornsílin ætlar að selja heitt kakó þegar kveikt verður á jólatrénu á sunnudaginn. Bollinn kostar kr. 200 og allur ágóði rennur í ferðasjóð hópsins en hann keppir fyrir Íslands hönd í Þýskalandi næsta vor.

Úrval af hægindastólum, rúmum og dýnum Er ekki kominn tími til að láta sér líða vel? Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 Laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Húsgagnaval Sími 478 - 2535 / 898 - 3664


Eystrahorn

Fimmtudagur 24. nóvember 2011

Tónleikar með Lay Low

5

Frásagnir úr Austur-Skaftafellssýslu Viðmælendur eru: hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, Ingibjörg Zophaníasdóttir, feðgarnir Sigurður og Einar í Hofsnesi og Þorvaldur Þorgeirsson.

Arnþór Gunnarsson skráði viðtölin

Lay Low er á ferðalagi um landið þessa dagana til að kynna nýja plötu sína sem kom út á dögunum og nefnist hún Brostinn strengur. Hún ætlar að koma við á Hornafirði og halda tónleika í Pakkhúsinu föstudaginn 25. nóvember. Nýja platan hefur fengið góðar viðtökur og mikið lof gagnrýnenda. Lay Low er ekki ein á ferð heldur kemur með henni hópur tónlistafólks og saman ætla þau að skapa frábæra stemningu í Pakkhúsinu og flytja lög af nýju plötunni. Miðaverð á tónleikana er 2500 krónur og hefjast þeir klukkan 21:00. Hægt er að kaupa miða í forsölu á www.laylow.is eða við innganginn í Pakkhúsinu.

Jólaljósin tendruð Ljósin verða tendruð á jólatré Hornafjarðar við hátíðlega athöfn kl. 17:00 á sunnudaginn kemur. Lúðrasveit Hornafjarðar leikur jólalög

"Fyrir áhugafólk um land og sögu er bókin Á afskekktum stað hvalreki." Sigurður Bogi Sævarsson, Morgunblaðið 28.10. 2011

Bókin fæst í Nettó Bókaútgáfan Hólar holabok.is/holar@holabok.is

Hafnarnes

Gisting & Gallerý

Ávarp og hugvekja Karlakórinn Jökull syngur jólalög Börnin úr leikskólunum bregða á leik í jólaskapi Nemandi í Grunnskóla Hornafjarðar tendrar ljósin Von er á góðum gestum í heimsókn með rauðar skotthúfur og er ekki að efa að það verður mikið fjör Jólatréð verður við sundlaugina Óskað er eftir að bílum verði ekki lagt á bílastæði sundlaugar meðan á athöfninni stendur Fólk er hvatt til að fjölmenna við athöfnina Allir hjartanlega velkomnir!

Gallerý í Hafnarnesi opnar á laugardaginn kemur Fram að jólum verður opið allar helgar kl.14:00 - 18:00 Á sunnudögum verður kaffihlaðborð og ávallt er heitt á könnunni Verið hjartanlega velkomin Inngangur er vinstra megin á efri hæð


Tónleikar í Pakkhúsinu laugardaginn 26. nóvember kl. 21:00 Miðaverð kr. 2.000,Hljómsveitin ADHD var stofnuð í febrúar 2008, upphaflega til að taka þátt í blúshátíðinni á Höfn í Hornafirði. Samstarfið gekk vonum framar og árið 2009 kom út samnefnd plata, sem fékk frábæra dóma og var m.a. valin jazzplata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum 2010. ADHD fór í hljóðver núna í vor, gagngert til þess að taka upp efni fyrir nýja plötu, adhd2, sem kom út í ágúst í ár. Tónlistin á nýju plötunni er bæði af svipuðum toga og á þeirri fyrri, en einnig eru gerðar tilraunir í allt aðrar og nýjar áttir. Þó að adhd2 sé tiltölulega nýkomin út, hefur platan fengið feykifínar viðtökur og frábæra dóma. Óskar Guðjónsson, saxófónar Ómar Guðjónsson, gítarar, bassar Davíð Þór Jónsson, Hammond, hljóðgervlar, bassi Magnús Trygvason Eliassen, trommur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.