Eystrahorn 42. tbl. 30. árgangur
Fimmtudagur 29. nóvember 2012
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Stendur mikið til Í vor stendur mikið til hjá Kvennakór Hornafjarðar. Við ætlum að leggja land undir fót og skella okkur til Ítalíu. Þar er ætlunin að syngja á tónleikum auk þess sem ferðin er nokkurskonar uppskeruhátíð fyrir þennan hóp ólíkra kvenna sem koma saman tvisvar í viku yfir vetrartímann til að syngja og njóta félagsskaparins. Afraksturs æfinganna hafa sveitungar okkar fengið að njóta með okkur á tónleikum og skemmtikvöldum og þá höfum við oftast gætt þess að hafa eitthvað til að gleðja magann ekki síður en sálina. Vissulega kostar það mikla peninga að fara í svona ferð og því verðum við að vera duglegar að safna í vetur. Nú erum við að leita að verkefnum sem við getum tekið að okkur í fjáröflunarskyni og okkur er nú ýmislegt til lista lagt. Ef þið hafið verkefni fyrir okkur eða lumið á góðri hugmynd vinsamlegast hafið samband við formann kórsins, Ernu Gísladóttur í síma 896-6446 eða erna@hornafjordur.is Kórinn verður með kökubasar þann 30.nóvember og einnig sölubás á jólamarkaðinum sem verður á „ráðhúsplaninu“ á aðventunni og bjóðum við alla velkomna að líta við og sjá hvað við höfum til sölu þar. Í sölubásnum verður hægt að leggja inn pöntun á túlípönum, en þeir verða færðir viðskiptavinum rétt fyrir jól. Að lokum viljum við minna á jólatónleika kórsins. Þeir verða þann 6. desember kl 20 í Nýheimum. Hið margrómaða tertuhlaðborð Kvennakórsins verður að sjálfsögðu á sínum stað eftir tónleikana Geisladiskurinn Nikkujól þar sem þeir "harmonikkubræður"Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir leika sígild jólalög, er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem vilja hlusta á jólalög leikin á harmonikkur, taka snúning og syngja með. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi sem gefinn er út geisladiskur þar sem þekkt jólalög eru leikin á harmonikkur í fallegum útsetningum við undirleik þekktra tónlistarmanna. Andri Snær og Bragi Fannar eru tvíburar, fæddir á Hornafirði 1992. Foreldrar þeirra eru Bára Baldvinsdóttir og Þorsteins Guðmundssonar á Mánabrautinni. Þeir byrjuðu ungir að læra á harmónikkur og hafa náð góðum tökum á hljóðfærinu. Fyrst lærðu þeir hjá Sigjóni Bjarnasyni á Brekkubæ og síðan hjá Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni. Áhugi þeirra á harmónikkunni er ekki síst að þakka afa þeirra bræðra Baldvini Ragnarssyni sem þeir tileinka þennan disk. Jafnframt því að spila fyrir sig og aðra þá stunda þeir nám við Skipstjóraskólann í Reykjavík þar sem þeir ljúka námi næsta vor. Bræðurnir eru miklir unnendur íslenskrar náttúru og veiðiskapur er þeirra aðaláhugamál fyrir utan að spila á nikkurnar. Geisladiskurinn er tilvalin gjöf til þeirra sem vilja hlusta á jólalög leikin á harmonikkur, taka snúning og syngja með. Hægt að nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að panta diskinn og hlusta á sýnishorn á Facebooksíðu þeirra bræðra.
Bókakynning í Pakkhúsi Þann 5. desember næstkomandi kl 20:30 verður hin árlega bóka- og rithöfundakynning í Pakkhúsinu. Bjarni Harðarson les út nýútkominni bók sinni „Mensalder“, Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur kynnir bók sína „ Klaustrið á Skriðu“ , Heiðrún Ólafsdóttir les úr ljóðabók sinni „ á milli okkar allt“. Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson kynnir ljóðabækur sínar Sjálfsmyndir og Hjaltlandsljóð. Róslín Alma les úr bókinni „Stelpur geta allt“, Kristín Gestsdóttir les úr bókinni „Hreint út sagt“ eftir Svavar Gestsson, lesið verður úr Skaftfellingi. Svavar Knútur verður með tónlistaratriði og einnig verða tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum.
Jólablað Eystrahorns kemur út 20. desember. Efni og auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu berist sem fyrst til ritstjóra.