Eystrahorn 42. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 5. desember 2013

42. tbl. 31. árgangur

Íslandsmót í stökkfimi 2013

Tinna Marín, Einar Smári og Arney.

Fimleikadeild Sindra sendi 19 stelpur á aldrinum 9-14 ára á fimleikamót helgina 23.24. nóvember sl. Mótið er einstaklingsmót í stökkfimi og var í umsjón fimleikadeildar Fjölnis í Reykjavík. Þátttakendur á mótinu voru 320. Í stökkfimi er keppt á trampólíni bæði með og án hests og einnig er keppt á dýnu þar sem bæði eru gerðar æfingar fram og aftur. Frá Sindra kepptu sex stelpur í 9 ára hóp, sex í 10 ára hóp, fjórar í 11 ára hóp, tvær í 13 ára hóp og ein í 14 ára hóp. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og fengu 11 verðlaun. Hekla Karen Hermannsdóttir og Tinna María Sævarsdóttir lentu saman í 2. sæti á trampólíni í 9 ára B. Arna Ósk Arnarsdóttir lenti í 3. sæti á dýnu og fékk verðlaun fyrir 6. sæti í samanlagt í 10 ára B. Angela Rán Egilsdóttir fékk verðlaun fyrir 7. sæti í 10 ára B. Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir lenti í 1.

sæti á trampólíni og 3. sæti fyrir samanlagt í 13 ára B. Tinna Marín Sigurðardóttir lenti í 2. sæti á dýnu og 3. sæti samanlagt í 13 ára A. Arney Bragadóttir lenti í 1. sæti á trampólini og 1. sæti samanlagt og við það varð hún Íslandsmeistari í 14 ára A. Fleiri stelpur voru nálægt því að komast á pall, t.d. Telma Rut Hilmarsdóttir sem lenti í 4 sæti á dýnu 9 ára B, María Romy Felekesdóttir sem varð í 6. sæti og skildi aðeins 0,05 á milli hennar og 3. sætisins og Eydís Arna Sigurðardóttir varð í 7. sæti á trampólíni í 11 ára B. Hópurinn í heild sinni var Sindra til sóma og var eftir því tekið hversu náinn hann var. Árangurinn er eftirtektarverður og enn þá sætari þar sem við erum að ná að fylgja eftir öðrum liðum sem æfa við margfalt betri aðstöðu. Það er von okkar sem komum að fimleikum á Hornafirði að aðstæður muni

Sigríður Birgisdóttir ráðin útibússtjóri Landsbankans Sigríður Birgisdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans á Höfn í Hornafirði og tók við stöðunni 1. desember. Sigríður lauk námi í Vottun fjármálaráðgjafa vorið 2012 og á einnig að baki nám í viðskipta- og fjármálafræðum. Sigríður hóf fyrst störf hjá Landsbankanum á Höfn í Hornafirði í janúar 1982. Hún hefur starfað þar nánast óslitið síðustu 25 ár og á þeim tíma tekið þátt í ýmsum sérverkefnum um allt land á vegum bankans. Sigríður er fædd 1962. Hún er gift Guðmundi Ólafssyni, trésmíðameistara og eiga þau þrjá uppkomna syni.

batna í komandi framtíð. Eftir áramót hefst vinna vegna hópfimleikamóta sem eru næst á dagskrá en í hópfimleikum er unnið saman í liði og keppt í dýnustökki, trampólínstökki og hópdansi. Jólasýning fimleikadeildar Sindra verður miðvikudaginn 18. desember kl. 16:30. Hvetjum við fólk að koma og sjá duglega fimleikafólkið okkar leika listir sínar. Haustönnin lýkur með að horfa á jólamynd og þá fáum við okkur smá kræsingar, föstudaginn 20. desember (tímasetning auglýst síðar). Að lokum minnum við á síðu íþróttadeildar Sindra www.umfsindri.is en þar eru fréttir af starfi íþróttadeilda innan Sindra. Einar Smári Þorsteinsson, yfirþjálfari fimleikadeildar Sindra. Stjórn fimleikadeildar Sindra.

Bleik slaufa

Bleika slaufan verður til sýnis í Nýheimum í desember. Verkið er afrakstur 48 hornfirskra kvenna. Verkið er tileinkað bleiku slaufunni og því sem hún stendur fyrir og öllum konum sem láta sig varða heilsu sína og líðan. Hvetjum fólk til að koma. Krabbameinsfélag Suðausturlands

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.