Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 1. desember 2011
43. tbl. 29. árgangur
Morsárjökull - Grænland Erindi í Hofgarði föstudaginn 2. desember kl. 20:00 Föstudaginn 2. desember kl. 20 mun Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræðingur og ritstjóri Árbókar Ferðafélags Íslands, flytja erindi í Hofgarði í Öræfum. Jón Viðar mun í máli og myndum segja frá berghlaupinu sem féll á Morsárjökul árið 2007. Hann fór á vettvang í maí 2007 til að rannsaka og mæla skriðuhlaupið og hefur síðan fylgst reglulega með ferðalagi og þróun skriðunnar sem hvílir á jöklinum. Rannsóknirnar hafa leitt margt forvitnilegt í ljós. Skriðan er áhugavert fyrirbæri sem skemmtilegt er að skoða enda er umhverfi Morsárjökuls stórfenglegt. Í seinni hluta sýningarinnar mun Jón Viðar sýna myndir sínar frá Grænlandi en hann hefur ferðast vítt og breytt um byggðir og óbyggðir Grænlands s.l. 30 ár við leik og störf. Hann þekkir því vel til landsins og hefur heimsótt staði sem fáum er kunnugt um. Náttúra Grænlands er stórbrotin og á margt sameiginlegt með Öræfasveit. Áætlað er að dagskráin vari í tvær klukkustundir og verða veittar kaffiveitingar í hléi. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn.
Jón Viðar á vettvangi. Mynd: Guðmundur Ögmundsson
Áætlunarflug
Leiguflug
Skipulagðar ævintýraferðir
Bráðum koma blessuð jólin Jólapakkatilboð
Allir jólapakkar undir 10 kíló aðeins 1.700 kr. hver sending
Gjafabréf
Gefðu flug til áfangastaða okkar eða gjafabréf með upphæð að eigin vali.
bókaðu flugið á ernir.is
Gjafab
réf
Eystrahorn
Fimmtudagur 1. desember 2011
Vorum að fá jólagjafapakka frá Wella og Sebastian þú kaupir sjampó og næringu og færð 3 vöruna frítt
Einnig úrval af sléttu og krullujárnum bæði stór og lítil Erum með brúnkusprey frá Su do sem er í tveimur litatónum fyrir bæði ljósa og dökka húð Jóna Margrét er komin aftur til starfa eftir fæðingarorlof Verið velkomin
JM Hárstofa
Vesturbraut 2 • Sími 478 1780
www.eystrahorn.is
Kaffi Hornið á aðventu Helgin 3. - 5. desember Laugardagur kl. 14:00 - 16:00 Belgískarvöfflur með sýrópi og kaffi/kakó. Um kvöldið verður jólahlaðborð - Fullbókað. Sunnudagur kl. 15:00 - 17:00 Aðventukaffihlaðborð
Markaðsstemning á föstudag og laugardag
TAX FREE af öllum vörum Opið á laugardag kl. 11:00 - 17:00
Verslun Dóru Hafnarkirkja
Sunnudaginn 4. desember 2. sunnudag í aðventu Aðventukvöld kl. 20:00 Kórsöngur - Hljóðfæraleikur Barnakór Hornafjarðar syngur Kristín Jónsdóttir á Hlíð flytjur hugvekju Komið og njótið notalegrar stunda á aðventunni Sóknarprestur
Hofskirkja
Sunnudaginn 4. desember 2. sunnudag í aðventu Aðventumessa kl. 14:00 með þátttöku skólabarna Eigum saman notalega stund á aðventunni Sóknarprestur
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Til sölu
Til sölu eru líkamsræktartæki stig/ róðravél og göngubretti, tvö sjónvörp 28" Philips og Sanyo. Upplýsingar s. 892 8890 og netfang sjalf@simnet.is.
Vegna mikillar aðsóknar verður bætt við jólahlaðborði föstudagskvöldið 9. desember og eru örfá sæti laus. Minnum á jólamatseðillin sem verður í gangi allan desember. Verið velkomin
Starfsfólk Kaffi Hornsins Mikið af fallegum jólavörum f yrir konur og karla Jakkaföt, frakkar, kjólar, pils, blússur, veski, skart, ilmur, og margt margt fleira Sjón er sögu ríkari. Verðum með opið til kl. 21:00 fimmtudag 1.desember þann dag verður 15% afsláttur af öllum vörum
Verið velkomin
Fjölskyldu- og jólatrésdagur í Haukafelli Sunnudaginn 11. desember nk. kl 11:00 - 15:00
Jólasveinar, kakó og kökur Allir velkomnir Skógræktarfélag Austur - Skaftfellinga
Jólablað Eystrahorns
kemur út þriðjudaginn 20. desember
Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: albert@eystrahorn.is.
Eystrahorn
Fimmtudagur 1. desember 2011
Fimleikakrakkarnir stóðu sig vel
Á dögunum fór fríður hópur krakka frá fimleikadeild Sindra á mót í almennum fimleikum sem haldið var í Hveragerði. Í keppni ellefu ára krakka á stökki varð Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir í fyrsta sæti, Tinna Marín Sigurðardóttir í öðru, Guðný Árnadóttir í fjórða og Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir í fimmta. Á dýnu var Guðrún í öðru sæti, Tinna í þriðja, Ylfa svo í fimmta og Guðný í sjötta. Á trampólíni náðu stúlkurnar því miður ekki á pall en Tinna endaði í fjórða sæti, Guðný í fimmta, Guðrún í sjötta og Ylfa í sjöunda. Í keppni tíu ára krakka kepptu fjórar stelpur og fjórir strákar. Á golfi (í dansi) varð Hafdís Ýr Sævarsdóttir þriðja og Hafdís Rut Vilhjálmsdóttir fimmta. Á dýnu varð Malín Ingadóttir þriðja. Á stökki varð Malín fjórða, Hafdís Rut fimmta og Hafdís Ýr sjötta. Strákarnir náðu ekki á pall en Hafsteinn Elvar Aðalsteinsson varð fjórði bæði á dýnu og trampólíni og Kristján Bjarki Héðinsson varð í fimmti á trampólíni. Í keppni þrettán og fjórtán ára kepptu sex krakkar. Sigrún Salka Hermannsdóttir varð önnur á trampólíni og Arney Bragadóttir fjórða. Í keppni níu ára krakka voru sex keppendur. Á golfi (í dansi) varð Eydís Arna Sigurðardóttir önnur og María Romy Felekesdóttir fimmta. Á dýnu var Eydís Arna í fyrsta sæti, Arnrún Mist Óskarsdóttir þriðja, Gréta Sól Ingólfsdóttir fimmta, Hildur Margrét Björnsdóttir sjötta, María Romy áttunda og María Andersen tíunda. Á trampólíni varð María Romy fimmta og María Andersen sjöunda. Á sunnudeginum var Meistaramót. Á það komust 10 hæstu einkunnir á hverju áhaldi, óháð aldri. Á þetta mót komust Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir á stökk og dýnu, Tinna Marín Sigurðardóttir á stökk, Sigrún Salka Hermannsdóttir og Arney Bragadóttir á trampólíni. Guðrún Ása varð tíunda á dýnu en hún var þar að keppa við stelpur sem voru eldri. Á stökki gerði Guðrún sér lítið fyrir og varð þriðja og Tinna Marín sem einnig er 11 ára varð sjöunda. Þær Sigrún Salka og Arney stóðu sig einnig mjög vel á trampólíninu, Sigrún varð þriðja og Arney fjórða. Ekki nóg með að árangurinn hafi verið frábær heldur voru allir keppendur deildinni til sóma hvar sem við komum. Fyrir hönd þjálfara og stjórnar vil ég þakka krökkunum fyrir flotta helgi og einnig þeim foreldrum sem komu með og aðstoðuðu við þetta allt saman. Kristinn Þór Guðlaugsson
www.eystrahorn.is
Margir þurfa hjálp Aðventan er komin með sinn góða blæ. Skammdegið er lýst upp með fallegum ljósum sem minna okkur á komu jólanna. Og margt annað gerir mannfólkið hér til að takast á við dimmu daganna. Vinnufélagar, fjölskyldur og vinir koma saman á svokölluð jólahlaðborð eða þá að farið er á tónleika, sýningar, aðventukvöld eða eitthvað annað sem veitir andlega hressingu. Á aðventunni erum við líka minnt á þá sem minna mega sín og eru að nokkur leyti háð velvild annars fólks. Samhjálp hefur það markmið að styðja við og koma áfram því fólki sem hefur ýmissa hluta vegna farið halloka í lífsbaráttunni. Samhjálp hefur starfað frá árinu 1973. M.a. rekið meðferðarheimilið í Hlaðgerðarkoti og Kaffistofu Samhjálpar að Borgartúni 1 en þar fær fátækt fólk heimilislegar máltíðir alla daga ársins. Aðsókn fer vaxandi og voru heimsóknir alls um 42.000 á síðasta ári. Samhjálp mun líka gera vel við aðra skjólstæðinga sína í mat um jólin og áramót. Það er fólkið okkar sem býr á Sporinu og Brú, stuðningsbýlum okkar, en þar búa 36 manns sem munu eiga sameiginlega jólamáltíð með þeim sem eru í meðferð í Hlaðgerðarkoti yfir jólin. Þó starfsemin fari að öllu leyti fram á höfuðborgarsvæðinu þá nýtur hennar fólk hvaðanæva af landinu. Þetta krefst mikilla útgjalda og búnaðar og til þess að allt gangi upp þurfum við stuðning sem margir hafa veitt. En herða verður róðurinn svo jólamánuðurinn gangi alveg upp. Ein fjáröflunarleiðin er happdrættið. Sá sem kaupir miða í happdrættinu er um leið að gefa sem svarar þrjár máltíðir. Sú gjöf er blessun þeim sem fær og líka hinum sem gefur því Guð blessar góðan gjafara. Ungt knattspyrnufólk úr Sindra, sem er að safna fyrir keppnisferð til Noregs, hefur tekið að sér að selja happdrættismiðana á Hornafirði. Við vonum að fólk taki vel á móti þeim. Styrktarfélag Samhjálpar tekur á móti framlögum starfinu til framdráttar. (kt. 690104-2880. Rnr. 101- 26 – 31880). Samhjálp óskar þess að aðventan verði öllum hlý og góð og að friður verði á öllum heimilum landsmanna um jól og áramót.
Jólatónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir í Mánagarði miðvikudaginn 7.desember kl 20:00 Að venju er dýrlegt kaffihlaðborð hlaðið tertum, brauðréttum og fleiri gómsætum réttum Verð er kr. 2000 á mann en frítt fyrir 12 ára og yngri Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Kvennakór Hornafjarðar
Eystrahorn
Fimmtudagur 1. desember 2011
www.eystrahorn.is
Sýning á verkum Elínborgar Pálsdóttur Ný sýning opnar í fremra rými Listasafns Hornafjarðar þann 2. desember klukkan 16:00. Sýningin er yfirlitssýning á verkum Elínborgar Pálsdóttur sem er heimamönnum góðkunn fyrir fjölbreytt verk sín, sem prýða mörg heimili í sveitarfélaginu og víðar. Elínborg hóf að mála fyrir um 30 árum, eftir að hún sótti myndlistarnámskeið hjá Margot Gamm og hún hefur málað alla tíð síðan. Verkin á sýningunni eru frá árinu 1982 til ársins 2011 og það sem er einkennandi við verkin er að þau eru máluð á rekavið og tunnufjalir. Öll verkin á sýningunni eru í einkaeigu og mun sýningin standa út desember. Listasafnið er opið alla virka daga frá klukkan 9:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30 og er aðgangur ókeypis.
Jólahlaðborð
Verð 6.900,Nánari upplýsingar og miðapantanir í síma 478-1240
á Hótel Höfn
laugardaginn 10. desember
Jóla-tónlistardagskrá á vegum Hornfirska skemmtifélagsins
BRÉF TIL BJARGAR LÍFI
Í baráttunni fyrir mannréttindum átt þú öflugt vopn. Vopn sem getur breytt heiminum. NAFNIÐ ÞITT. Nýttu það til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Þú getur einnig sent kveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota. Undirskrift þín hefur meira vægi en þú heldur. Breyttu heiminum og vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International í Nýheimum, Höfn í Hornafirði, 3. desember frá 11–16. FJÖLMENNUM Í ÞÁGU FÓRNARLAMBA MANNRÉTTINDABROTA
Húsgagnaval Sími 478 - 2535 / 898 - 3664
Eystrahorn
Fimmtudagur 1. desember 2011
Eldvarnarátak í eldvarnarviku Eins og undanfarin ár hafa slökkviliðin í landinu staðið fyrir eldvarnarátaki um land allt, þar sem slökkviliðsmenn láta til sín taka við að fræða æsku landsins um helstu hættur í umgengni við eld og eldvarnir á heimilum og í víðari skilningi. Eldvarnabandalagið hefur gefið út ítarlega handbók um eldvarnir heimilanna og hefur henni síðan verið dreift í verulegu upplagi. Handbókin hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um eld-varnir heimilanna og hægt er að finna þennan bækling á heimasíðu eldvarnareftirlitsins og hvetjum við ykkur til að kynna ykkur hann. Að undanförnu hefur eldvarnareftirlitsfulltrúi unnið að gerð nýrrar rýmingaráætlunar fyrir Grunnskóla Hornafjarðar þar sem tekið er á helstu þáttum um rýmingu eða annarri vá sem gæti komið upp í skólanum, þar sem eldur eða annað neyðarástand getur komið upp er betra að vera undir það búinn. Í eldi og reyk eru mannslíf í hættu auk eigna og annarra fjármuna. Besta leiðin til að komast hjá alvarlegu tjóni er að hafa tilbúna svokallaða neyðaráætlun eða rýmingaráætlun. Í þessari neyðaráætlun er greint frá leiðum til þjálfunar starfsmanna og nemenda við að vinna ákveðin verk sem framkvæma þarf ef eldsvoði kemur upp, svo sem að aðstoða við rýmingu, taka virkan þátt í rýmingu, slökkva eld, veita fyrstu hjálp ef þörf krefur, auk annarra verka sem falla innan neyðaráætlunarinnar. Eitt af fyrstu skrefum í gerð neyðaráætlunar er að huga að öryggi fólks sem dvelur í byggingunni á hverjum tíma. Síðan er hugað að
www.eystrahorn.is
Fiskirí og vinnsla Aflabrögð 14. - 27. nóvember (2 vikur)
Síldveiðum er lokið á þessari vertíð og uppsjávarveiðiskipin eru að fara gera klárt fyrir loðnuna. Humarbátar hafa sótt um framlengingu á leyfum út desember og vonast að fá jákvæð svör. byggingunni sjálfri, starfseminni og umhverfinu. Þegar neyðarástand skapast þarf mikið af upplýsingum að koma fram á skömmum tíma. Mikilvægast af öllu er að vita hvað á að gera því tíminn getur verið knappur í neyðartilfellum og hver mínúta skiptir máli. Því er mikilvægt að hafa allar upplýsingar handbærar. Það er betra að vera búinn að gera ráð fyrir neyðarástandi og geta gengið að öllum gögnum á vísum stað. Neyðaráætlunin er einnig fyrir björgunarlið og slökkvilið. Markmið neyðaráætlunarinnar er að starfsfólk verði betur meðvitað um brunavarnir og neyðaráætlun á sínum vinnustað. Hægt er að finna áætlunina í heild sinni á heimasíðu Hafnarskóla. Að lokum vil ég hvetja alla til að fara yfir reykskynjara hjá sér og skipta um batterí í þeim, megin reglan er sú að skipta um einu sinni á ári. Borgþór Freysteinsson, eldvarnarfulltrúi Slökkvilið Hornafjarðar
PIZZA • PIZZA
Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51..................... net.............. 5..... 88,7.ufsi 63,1 Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv...... 3..... 14,9.humar 3,1 (halar) Skinney SF 20...................... humarv...... 3..... 35,7.humar 9,5 Þórir SF 77........................... humarv...... 3..... 36,5.humar 11,8 Steinunn SF 10..................... botnv.......... 2... 122,3.blandaður afli Benni SU 65......................... lína.............. 7..... 49,9.þorskur 42,9 Beta VE................................ lína.............. 5..... 23,3.þorskur 16,0 Dögg SU 118........................ lína.............. 7..... 96,8.þorskur 89,9 Guðmundur Sig SU 650...... lína.............. 5..... 22,3.þorskur 16,8 Ragnar SF 550...................... lína.............. 5..... 26,2.þorskur 20,9 Siggi Bessa SF 97................ lína.............. 5..... 20,1.þorskur 13,5 Ásgrímur Halld. SF 250...... nót.............. 2... 1.830.síld Jóna Eðvalds SF 200........... nót.............. 2... 1.630.síld Þrír sunnanbátar á humarveiðum lönduðu hér á Hornafirði um 60 tonnum og þar af 20 tonnum af humri. Heimild: www.fiskistofa.is
OPIÐ HÚS
Opið hús verður hjá Rauða krossinum að Víkurbraut 2 laugardaginn 3. desember kl. 13:00 -15:00
Heilsa og útlit lokar Snyrtistofan lokar 20. janúar Vinsamlega notið gild gjafakort fyrir þann tíma
Full búð af góðum vörum fyrir jólin
Sími 478-2200
Sími
478-2221
markhonnun.is
UNDIRBÚUM JÓLIN TÍMANLEGA Í ÁR!
Kræsingar & kostakjör… …um jólin
40 % afsláttur 1.197kr/kg áður 1.995 kr/kg
HAMBORGARHRYGGUR BAYONNESKINKA
GRÍSABÓGUR
HRINGSKORINN, NÝR
KJÚKLINGABRINGUR OKKAR
LAUFABRAUÐ
8.STK.
29%
40% afsláttur
afsláttur
BLEIKJUKABARETT
498
kr/kg áður 698 kr/kg
CADBURY ROSES 800 G DÓS
SÞ
2.295
kr/kg Tilboðsverð!
TOBLERONE TABELLE 160 G
798
kr/pk. áður 998 kr/pk.
JAMBAL JUICE 3 TEG. 227 G
25%
afsláttur
2 *GILDIR EKKI UM NETTÓ SALAVEGI
2.998
kr/kg áður 3.989 kr/kg
1.989
kr/ds. Tilboðsverð!
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes - Egilsstaðir
699
kr/pk. Tilboðsverð!
F Y R IR
1
199
kr/pk. áður 398 kr/pk.
Tilboðin gilda 1. - 4. desember eða meðan birgðir endast
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG MYNDAVÍXL
1.199
kr/kg áður 1.998 kr/kg