Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 1. desember 2011
43. tbl. 29. árgangur
Morsárjökull - Grænland Erindi í Hofgarði föstudaginn 2. desember kl. 20:00 Föstudaginn 2. desember kl. 20 mun Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræðingur og ritstjóri Árbókar Ferðafélags Íslands, flytja erindi í Hofgarði í Öræfum. Jón Viðar mun í máli og myndum segja frá berghlaupinu sem féll á Morsárjökul árið 2007. Hann fór á vettvang í maí 2007 til að rannsaka og mæla skriðuhlaupið og hefur síðan fylgst reglulega með ferðalagi og þróun skriðunnar sem hvílir á jöklinum. Rannsóknirnar hafa leitt margt forvitnilegt í ljós. Skriðan er áhugavert fyrirbæri sem skemmtilegt er að skoða enda er umhverfi Morsárjökuls stórfenglegt. Í seinni hluta sýningarinnar mun Jón Viðar sýna myndir sínar frá Grænlandi en hann hefur ferðast vítt og breytt um byggðir og óbyggðir Grænlands s.l. 30 ár við leik og störf. Hann þekkir því vel til landsins og hefur heimsótt staði sem fáum er kunnugt um. Náttúra Grænlands er stórbrotin og á margt sameiginlegt með Öræfasveit. Áætlað er að dagskráin vari í tvær klukkustundir og verða veittar kaffiveitingar í hléi. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn.
Jón Viðar á vettvangi. Mynd: Guðmundur Ögmundsson
Áætlunarflug
Leiguflug
Skipulagðar ævintýraferðir
Bráðum koma blessuð jólin Jólapakkatilboð
Allir jólapakkar undir 10 kíló aðeins 1.700 kr. hver sending
Gjafabréf
Gefðu flug til áfangastaða okkar eða gjafabréf með upphæð að eigin vali.
bókaðu flugið á ernir.is
Gjafab
réf