Eystrahorn 43. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 6. desember 2012

43. tbl. 30. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

100 ára fundarhús

Í ár eru 100 ár liðin frá byggingu Fundarhúss Lónmanna. Húsið hefur gengt mikilvægu hlutverki innan sveitarinnar en síðustu árin hefur Fundarhúsið verið í umsjón Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Byggt var við húsið 1929 og það endurgert á árunum 1990-1997. Í tilefni þessara merku

Áætlunarflug

Leiguflug

tímamóta verður boðið uppá kaffi og meðlæti í Fundarhúsinu, sunnudaginn 16. desember klukkan 15-17. Lónmenn, nærsveitungar og aðrir velunnarar eru hvattir til að heimsækja Fundarhúsið og gera sér glaðan dag og rifja upp liðnar stundir. Þeir sem eiga í fórum sínum myndir af húsinu og þeirri starfsemi

Skipulagðar ævintýraferðir

Bráðum koma blessuð jólin Jólapakkatilboð

Allir jólapakkar undir 10 kíló aðeins 1.700 kr. hver sending

Gjafabréf

Gefðu flug til áfangastaða okkar eða gjafabréf með upphæð að eigin vali.

bókaðu flugið á ernir.is

Gjafab

réf

sem þar hefur farið fram í gegnum árin eru hvattir til að hafa þær meðferðis. Myndir frá Héraðsskjalasafninu verða til sýnis auk mynda frá endurgerð hússins, tónlistaratriði verða í boði og eitt og annað sem passar virðulegum afmælisboðum eins og þessu.


2

Fimmtudagur 6. desember 2012

Eystrahorn

Viltu biðja rósakransbæn hjá aðventukransinum með okkur?

Bjarnaneskirkja Föstudaginn 7. desember Aðventukvöld kl. 20:00 Sveinn Rúnar Ragnarsson frá Akurnesi flytur hugvekju Kaffiveitingar í Mánagarði

Þú ert velkominn að koma næstkomandi laugardagskvöld 8. desember kl.18:00 í kaþólsku kapellu á Hafnabraut 40. Eftir rósakransbænina hitum við á könnunni og spjöllum saman. Efni fundarins er: "Aðventutími í kaþólsku kirkjunni". Allir eru velkomnir, ef til vill, í sunnudagsmessu, 9. desember

Kálfafellsstaðarkirkja

kl.12:00 á sama stað. Barnakórinn hittist kl. 11:00.

Sunnudaginn 9. desember Aðventustund 14:00 Zophonías Torfason frá Hala flytur hugvekju

Jólastund Hin árlega jólastund félags eldri Hornfirðinga verður í Ekrusalnum laugardaginn 8. desember kl. 16:00.

Hofskirkja Sunnudaginn 9. desember Aðventustund kl. 14:00 Börnin taka virkan þátt með söng og lestri Sr. Stígur flytur hugvekju Kaffiveitingar í Hofgarði

Minnst verður 30 ára afmælis félagsins.

Félag eldri Hornfirðinga

JÓLABINGÓ JÓLABINGÓ

Brunnhólskirkja Sunnudaginn 9. desember Aðventustund kl. 16:00 Anna Halldórsdóttir frá Stórabóli flytur hugvekju

Hið árlega jólabingó Dagdvalar HSSA verður haldið mánudaginn 10. desember kl 13:00 í sal Ekrunnar.

Hafnarkirkja

Eitt fríspjald á mann, aukaspjöld 500 kr stk.

Sunnudaginn 9. desember Aðventukvöld kl. 20:00 Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og gæðastjóri flytur hugvekju

Allir eldri Hornfirðingar eru velkomnir líkt og síðastliðin ár. Vonumst til að sjá sem flesta.

Vaktsími presta er 894-8881

Starfsfólk Dagdvalar HSSA

bjarnanesprestakall.is

Hirðingjarnir

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Opið hjá Hirðingjunum@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is í Verslun Steingríms =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& á fimmtudögum lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h kl. 16:30 – 18:30 Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Eystrahorn Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg.

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI fasteignasali

s. 580 7902 Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Hæðagarður

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

Nýtt á skrá

Gott og vel skipulagt 5 til 6 herbergja steypt 134,7 m² einbýlishús ásamt ca 48 m² bílskúrssökkli. Falleg aðkoma er að húsinu, ræktuð lóð með trjágróðri, suðurverönd frá stofu, gróðurhús og lítið garðhús er á lóðinni

bogaslóð

FÉLAG FASTEIGNASALA

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

nýtt á skrá

Til sölu er Hóll eða Guðmundarhús, fallega uppgert og endurbyggt 158,4 m² einbýlishús, 5 herbergi, 2 baðherb, góð verönd með skjólveggjum, einstakt tækifæri til að eignast þetta fallega hús.

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

Góð áhvílan

di lán, lítil

kirkjubraut

útborgun

Rúmgott einbýlishús ásamt bílskúr og sólstofu alls 199,1 m². Aðkoma og innkeyrsla hússins er hellulögð og rúmgóð, mikið ræktuð lóð.


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. desember 2012

3

Þú ert snillingur

Kjósum Helgu Kristínu

Bókin “Þú ert snillingur” er lífleg og einstaklega gagnleg heilræðabók um hvernig við getum einfaldað daglegt líf okkar og sparað stórfé. Í bókinni er að finna ótal heilræði, allt frá því að elda lax í uppþvottavélinni, sniðugum ráðum til að lækka matarreikninginn, hvernig góðra vina fundir geta styrkt ónæmiskerfið, í uppskriftir að heimagerðu sjampói, rúðuúða og hreinsilegi, o.fl. Undur matarsótans og sítrónunnar opnast alþjóð í þessari bók. Bókin geymir fjölmörg sparnaðarráð og góðar hugmyndir sem allir aldurshópar geta nýtt sér til frekari farsældar í lífinu. Bókin verður til sölu á markaðnum næsta laugardag 8. des. og hjá Katrínu í síma 659 1942 til styrktar Sambandi austur-skaftfellskra kvenna.

Helga Kristín Ingólfsdóttir er aðeins 16 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli í Dans, dans, dans á RÚV þar sem hún hefur dansað ein og ásamt dansfélaga sínum Birki Erni Karlssyni en þau munu einmitt stíga á stokk á laugardagskvöldið og dansa til úrslita í þessum vinsæla dansþætti. Helga Kristín á ættir sínar að rekja til Hornafjarðar en hún er dóttir Guðrúnar Ernu Þórhallsdóttur, dóttur Þórhalls Dan Kristjánssonar og Ólafar Sverrisdóttur stofnenda Hótels Hafnar. Helga Kristín er mikil íþróttakona og hefur stundað karate frá sex ára aldri og jafnhliða samkvæmisdans og síðan ballett. Á Helga marga titla í hvorri grein og gaman að geta þess að síðastliðið vor var hún valin í landsliðið í karate og varð í þriðja sæti á Norðurlandameistaramótinu í Kumite. Helga Kristín stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð á listdansbraut. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og dansi en ég hef líka mikinn metnað í að standa mig vel í skólanum“ segir Helga Kristín. „Ég hef alltaf haft mikið að gera og æfingar eru stundum langar og strangar. Stundum fer ég beint af langri ballettæfingu í karate og öfugt. En ég hef lært að til að þetta gangi allt upp þarf maður að skipuleggja sig rosalega vel. Maður þarf líka að passa upp á hvað maður borðar svo orkan sé til staðar fyrir allar þessa æfingar. Ég hef líka lært að til að ná langt verður maður að leggja sig alla fram og æfa meira en venjulegt æfingaplan segir til um. Áfengi og tóbak eiga líka ekkert sameiginlegt með góðum árangri hvort sem er í íþróttum eða námi. Þetta eru hlutir sem maður lætur alveg vera“.

Lærðu af

HÖFN

mistökum þínum

Með kveðju frá vinnuhópi um heilbrigði og velferð

+

=

FJÖLSKYLDUTILBOÐ

4 ostborgarar, franskar kartöflur og hraunbitakassi

2.995 kr.

FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ eða

+

eða

+

N1 HÖFN SÍMI: 478 1940

=

+

=

MOZZARELLASTANGIR og ½ l. Coke eða Coke light í plasti

795 kr.

SAMLOKA

Skinka, ostur, grænmeti, sósa, franskar kartöflur og ½ l. Coke eða Coke light í plasti

995 kr.


markhonnun.is

HAMBORGARHRYGGUR

Kræsingar & kostakjör

Um jólin!

VERÐ ÁÐUR 1.989 KR/KG

-35%

1.293

KR KG

UNDIRBÚUM JÓLIN SNEMMA Í ÁR HVÍTLAUKSKRYDDAÐ LAMBALÆRI

VERÐ ÁÐUR 1.498 KR/KG

1.393

KRYDDAÐ LAMBALÆRI

KR KG

VERÐ ÁÐUR 1.498 KR/KG

HUMAR SKELFLETTUR 500 G

2.999

VERÐ ÁÐUR 2.998 KR/KG

-40%

1.799

KR PK

KR PK

HUMAR SKELFLETTUR 1 KG

VERÐ ÁÐUR 4.998 KR/KG BASSETS

DÓS 800 G

ROSES EÐA HEROS CELEBRATIONS DÓS 800 G

DÓS 855 G

QUALITY STREET DÓS 820 G

1.349 STKKR 1.989 STKKR 2.489STKKR 1.899 STKKR

JÓLAPAPPÍR MIKIÐ ÚRVAL

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


HANGILÆRI Á BEINI

VERÐ ÁÐUR 2.498 KR/KG

-30%

1.749

KR KG

ÁVALLT HÁTÍÐLEGT! KJÚKLINGUR FROSINN

VERÐ ÁÐUR 855 KR/KG

727

-50% ANANAS

KR KG

FERSKUR VERÐ ÁÐUR 249 KR/KG

125 KRKG GRAFINN EÐA REYKTUR LAX 1/2 FLAK

VERÐ ÁÐUR 2.498 KR/KG

1.998

KR KG

JÓLASVEINAR VELKOMNIR GLOCKEN SAFAR 1 L 100% PREMIUM

178 STKKR ÚRVAL Í SKÓINN

Tilboðin gilda 6. - 9. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

Fimmtudagur 6. desember 2012

Styrkjun úthlutað

Sparisjóðurinn á Höfn úthlutaði úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, í fimmta skipti þann 29. nóvember sl. Anna Halldórsdóttir útibússtjóri sagði þetta eftir athöfnina: “Við hittumst hér í sparisjóðnum og áttum góða stund saman. Dagskráin var þannig að 2 ungir hljóðfæraleikarar, Þorkell Ragnar og Ármann Örn, léku fyrir okkur á hljómborð og gítar, meðal annars frumsamin lög. Við afhentum viðurkenningar til 3ja aðila að þessu sinni og einnig skrifuðum við undir áframhaldandi samstarfssamning við Golfklúbb Hornafjarðar til næstu 3ja ára. Þeir aðilar sem fengu viðurkenningu og styrk voru Nemendafélag FAS, Skógræktarfélag Djúpavogs og Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík. Á eftir var boðið upp á veitingar, snittur og nýlagað kaffi að hætti okkar í sparisjóðnum.”

Happadrætti Knattspyrnudeildar Búið er að draga í happadrætti knd Sindra hjá sýslumanni og hlutu eftirfarandi númer vinning: 1. 42" Philips háskerpu sjónvarp frá Heimilistækjum. Nr. 329 2. Greiðsla upp í utanlandferð frá Úrval útsýn. Nr. 414 3. Kvöldverður og gisting með morgunmat fyrir 2 á Hótel Flúðum. Nr. 467 4. Flug fyrir 1 Höfn-R.vík-Höfn með flugfélaginu Ernir. Nr. 470 5. Úttekt í Húsamiðjunni. Nr. 255 6. Árskort í sundlaug Hornafjarðar. Nr. 84 7. Jólahlaðborð fyrir 2 í Pakkhúsinu. Nr. 449 8. Jólahlaðborð fyrir 2 á Kaffi-Horninu. Nr. 136 9. Mánaðarkort í Sporthöllinni. Nr. 352 Vinninga skal vitja hjá Valda í síma 868-6865. Deildin þakkar stuðninginn á árinu. Stjórn knd Sindra

Úrval af rúmum, dýnum og hægindastólum Fullt af flottum og fallegum gjafavörum til jóla- og útskriftargjafa. Stúdentastjarnan komin Opið laugardag kl. 13:00 - 16:00 Jólastemning og kaffi á könnunni Verið velkomin

Húsgagnaval

Eystrahorn

Polskie Ksiązki w bibliotece

Pólskar bækur á bókasafnið Til að auðga bókakost bókasafns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar færði Hornafjarðardeild RKÍ 40.000 kr. í málefni innflytjenda til bókakaupa. Að þessu sinni voru pantaðar bækur frá Póllandi en það er langstærsti hópur innflytjenda hér á Hornafirði. Nú eru bækurnar komnar í hús og voru afhentar með formlegum hætti miðvikudaginn 28. nóvember. Bækurnar eru flestar hverjar nýjar og því tekur einhvern tíma að skrá þær allar inn í skráningarkerfi bókasafnsins. Það var Marlena Domasiewicz sem var fyrst til að fá lánaðar bækur en það var einmitt hún sem aðstoðaði við að panta bækurnar. Meðal annars ætlar hún að lesa Mýrina eftir Arnald Indriðason. Markmiðið með bókagjöf sem þessari er að sem flestir geti nýtt sér safnið til að halda tengslum við sinn uppruna. Fullorðna fólkið fær að vera í forgrunni að þessu sinn en seinna verða það börnin sem fá að vera í aðalhlutverki. Vert er að benda á að á Íslandi eru móðurbókasöfn fyrir bækur á hinum ýmsu tungumálum. Bókasafn Ísafjarðar er til dæmis með nokkuð magn af bókumá pólsku, serbó-króatísku og tælensku sem hægt er að fá að milliláni. Hægt er að skoða bókalista Bókasafns Ísafjarðar á þessari slóð http://safn.isafjordur.is/efni. php?lang=&efni_id=80&fst=1&flokkur=400.

Heimamarkaður Miðskeri verður opinn nk. föstudag kl. 13 - 15. Verðum á markaðnum við Nýheima á laugardaginn Ferskt og reykt svínakjöt, hangikjöt, og margt fleira Verið velkomin Pálína og Sævar Kristinn

Raungreinakennsla Kennara vantar til að kenna áfangann NÁT123 í FAS á vorönn 2013. Hóparnir eru tveir og um er að ræða hálft starf. Skólameistari


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. desember 2012

7

Aflabrögð í nóvember Jóhann hjá Fiskmarkaðnum sagði að nóvembermánuður hafi einkennst af ógæftum en góðum afla á milli og Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um aflabrögð og vinnslu; „Síldarvertíðinni lauk hjá okkur föstudaginn s.l. Þetta var fínasta vertíð, síldin var stór og lítið bar á sýkingu í henni. Uppsjávarskipin eru að öllum líkindum komin í stopp fram yfir áramót en þá tekur loðnuvertíðin við. Við hættum humarveiðum 25. nóvember og var heldur minni humarveiði þetta haustið en undanfarin ár enda tíðar brælur stóran hluta haustsins. Hvanney hefur verið á ufsanetum og hafa aflabrögð verið mun minni en s.l. haust. Netavertíð fer svo á fullt strax á nýju ári hjá þessum skipum. Mikil vinna hefur verið í landvinnslunni út allan nóvember en við sjáum fram á óvenju rólegan desembermánuð hjá okkur.“ Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Friðrik Sigurðsson ÁR 17..... þorskanet..... 2...... 17,9...þorskur 9,1 Hvanney SF 51....................... þorskanet... 10.... 155,0...ufsi 125,9 Fróði II ÁR 38........................ humarv........ 1...... 12,2...humar 3,0 Sigurður Ólafsson SF 44....... humarv........ 3...... 25,4...humar 2,9 Skinney SF 20........................ humarv........ 3...... 48,3...humar 2,8 Þórir SF 77............................. humarv........ 5.... 118,5...humar 8,0 Steinunn SF 10....................... botnv............ 5.... 212,8...steinbítur 89,5 Þinganes SF 25...................... botnv............ 4.... 101,3...þorskur 67,8 Benni SU 65........................... lína.............. 11...... 70,3...þorskur 54,6 Beta VE 36............................. lína................ 8...... 50,2...þorskur 39,3 Dögg SU 118.......................... lína.............. 14...... 97,8...þorskur 85,2 Guðmundur Sig SU 650........ lína.............. 10...... 65,9...þorskur 54,1 Ragnar SF 550........................ lína.............. 10...... 78,6...þorskur 94,7 Siggi Bessa SF 97.................. lína.............. 14...... 49,6...þorskur 39,0 Sævar SF 272......................... handf............ 3........ 4,1...ufsi 3,2 Ásgrímur Halld. SF 270........ nót................ 4.... 3.425...síld Jóna Eðvalds SF 200............. nót................ 5.... 3.560...síld

Pizzatilboð

alla föstudaga í desember Alla í Desember 16”Föstudaga með 2 áleggstegundum kr. 1990,- ef þú sækir

16‘‘

með 2 áleggstegundum Sími 478 - 1505 / 691 – 8502 / nova 776 - 1501 Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 11:00 - 14:00 og 17:00 - 20:00, föstudaga og laugardaga kl. 12:00 - 21:00 og sunnudaga kl. 14:00 - 20:00

1990 ef þú sækir Félagsfundur Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga boðar til félagsfundar að Brunnhóli á Mýrum, Sim:478-1505 /691-8502/nova sunnudaginn 9. desember, klukkan 17:00776-1501 1. KjörOpið; fulltrúa á Kjördæmisþing KSFS, tvöfalt Mánudag til Fimmtudag 11:00 - 14:00 og 17:00 – 20:00 kjördæmisþing þar sem kosið verður um um 7 efstu sæti Föstudag og laugardag 12:00 – 21:00 framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi við Sunnudagur 14:00 - 20:00 alþingiskosningar 2013. Kjördæmisþingið verður haldið laugardaginn 12. janúar 2013 á Hótel Selfoss og hefst klukkan 12:00 árdegis og áætlað að því ljúki kl 17:30. 2. Önnur mál Hvetjum félagsmenn til að mæta og eiga notalega samveru á aðventu í bland við gagnleg og uppbyggjandi skoðanaskipti um samfélagsmálefni. Boðið verður upp á súpu og nýbakað brauð. Stjórnin

Kjörstjórn Suðurkjördæmis auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2013. Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar 2013 skulu senda kjörstjórn skriflega kynningu fyrir kl. 12:00, þann 28. desember 2012, þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum sínum auk þess að tilgreina hvaða sætum á lista þeir sækjast eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd. Sjá reglur á vef Framsóknar: http://www. framsokn.is/Flokkurinn/Frambodsreglur/Reglur_um_tvofalt_ kjordaemisthing Jafnframt eru flokksmenn hvattir til að tilnefna frambjóðendur með því að senda tölvupóst á framsokn@framsokn.is. Skal þar tilgreina nafn frambjóðanda, rökstuðning fyrir tilnefningu, hvaða sæti á listanum kæmu til greina og aðrar þær upplýsingar er skipta máli. Tilnefningar skulu sendar í síðasta lagi föstudaginn 14. desember n.k. Selfossi, 29. nóvember 2012 KJÖRSTJÓRN SUÐURKJÖRDÆMIS

Nú er tími kertaljósa


Bossa Nova og sönglög Útí Geim Í Pakkhúsinu laugardaginn 8. desember kl. 21:00

Almanak Samkórsins

Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson og

Hljómsveit Ómars Guðjónssonar

Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir ásamt félögum flytja tónlist af tveimur breiðskífum sem komu út nú fyrir jólin. Annars vegar eru það sönglög Ómars "Útí Geim" sem hann mun leika ásamt hljómsveit sinni í síðari hluta hljómleikanna og hins vegar er það Brazilíski Íslandsvinurinn Ife Tolentino sem mun leiða tónleikagesti inn í sinn huglúfa og seiðandi Bossa Nova heim í fyrri hluta tónleikanna ásamt Óskari Guðjónssyni saxófónleikara. Þeir félagar voru einmitt að senda frá sér geislaplötuna "Voce Passou Aqui"

Samkór Hornafjarðar hefur gefið út almanak fyrir árið 2013. Í almanakinu eru girnilegar uppskriftir frá kórfélögum, ein í hverjum mánuði. Þar eru bæði köku- og mataruppskriftir sem allar eru í sérstöku uppáhaldi kórfélaga. Almanakið kostar kr. 1.990,og fæst í Sport-X og hjá kórfélögum.

Verkefnisstjórar/ráðgjafar á sviði atvinnu- og byggðaþróunar Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða tvo verkefnastjóra/ráðgjafa. Annar ráðgjafinn verður með starfsstöð á Hornafirði en hinn á Selfossi.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verða sameinuð um nk. áramót til þess að að takast á við aukin verkefni landshlutasamtakanna í framtíðinni. Starfssvæði samtakanna nær frá Ölfusi í vestri að Hornafirði í austri. Atvinnuráðgjafar veita ráðgjöf, hafa umsjón með styrkveitingum til áhugaverðra verkefna og vinna að stefnumótun í atvinnumálum fyrir landshlutann. Lögð er áhersla á hraða, gæði og vönduð vinnubrögð við úrlausn verkefna og er unnið í nánu samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki, önnur innlend atvinnuþróunarfélög, opinbera aðila og erlenda aðila á sviði byggðaþróunar. Starfssvið: • Samstarf með fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum að atvinnuþróun og nýsköpun á starfsvæðinu. • Viðskipta- og rekstrarráðgjöf. • Aðstoð við gerð styrkumsókna. • Þátttaka og stjórnun nýsköpunar- og þróunarverkefna. • Stefnumótun í atvinnumálum. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta og hagfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Góð þekking og áhugi á atvinnu– og efnahagslífi á landsbyggðinni. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Færni í ræðu og riti. • Frumkvæði, sjálfstæði, framsýni og metnaður. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar n.k. Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2012 og skal umsóknum með upplýsingum um starfsferil og menntun skilað til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga Austurvegi 56, 800 Selfossi, eða að senda þær á netfangið thorvard@sudurland.is . Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri SASS í síma 480-8200 og Steingerður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins í síma 848 6385. Bæði konur og karlar eru hvött til þess að sækja um störfin. Nánari upplýsingar um starfsemi SASS og Atvinnuþróunarfélagsins er að finna á www.sudurland.is og www.sudur.is.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.