Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 12. desember 2013
43. tbl. 31. árgangur
Jóla- og styrktartónleikar Karlakórsins Jökuls Sunnudaginn 15. desember kl. 20:00 í Hafnarkirkju Þar koma fram, Gleðigjafar kór aldraðra, Samkór Hornafjarðar, Barnakór Hornafjarðar, Stakir Jakar, Kvennakór Hornafjarðar og Karlakórinn Jökull, ásamt tónlistarfólki frá Tónskólanum og Lúðrasveit Hornafjarðar. Kynnir verður Soffía Auður Birgisdóttir. Ingólfur Baldvinsson hjá Ljósadeild Leikfélags Hornafjarðar mun sjá um að lýsa upp kirkjuna og gefa henni hátíðlegan blæ. Ágóðinn af tónleikunum hefur ætíð runnið til styrktar góðu málefni og að þessu sinni rennur hann óskiptur til viðhalds á Hafnarkirkju.. Miðaverð er að lágmarki kr. 2500 en þar sem um styrktartónleika er að ræða þá má borga meira. Við vonumst til að sjá sem flesta og þarna gefst bæjarbúum kjörið tækifæri til að styrkja gott málefni og grípa jólaandann ef þeir hafa ekki þegar gripið hann. Jólakveðja, Heimir Örn Heiðarsson, formaður Karlakórsins Jökuls.
Áskorun til aðila í ferðaþjónustu Ferðaþjónustan í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur eflst og stækkað hratt undanfarin misseri og ár og er nú orðin ein af aðalatvinnugreinum svæðisins. Það er jákvæð þróun sem hefur fært miklar tekjur og umsvif inn í sveitarfélagið auk þess sem ferðaþjónustan hefur orðið faglega sterkari með hverju árinu. Óhætt er að segja að ferðaþjónustan á Hornafirði sé orðin fyrirmynd í öðrum landshlutum.
Auknar kröfur í formi laga og reglna Samhliða auknum umsvifum um land allt hafa orðið auknar kröfur í formi laga og reglna til greinarinnar. Slík þróun er eðlileg og óhjákvæmileg í ljósi þess að greinin er að eflast og stækka og tekur árlega á móti miklum fjölda ferðamanna. Af hálfu sveitarfélagsins er lögð áhersla á að þessi mál séu í góðu lagi. Tilgangur þessara skrifa er að minna á mikilvægi þess að vera með öll leyfi í lagi og skora á aðila innan ferðaþjónustunnar að vera á varðbergi í þeim efnum. Sveitarfélagið leggur áherslu á að farið sé að lögum og reglum enda er mikilvægt að eitt gangi yfir alla og að ekki myndist ólík staða milli samkeppnisaðila. Þar sem eitt fyrirtæki leggur út í umtalsverðan kostnað og
hve langan tíma tekur að svara erindum eða umsóknum, þar sem það fer eftir umfangi og atvikum hvers máls. Mikilvægt er að tekið sé tillit til þess í ferlinu að sveitarfélagið þarf ráðrúm til að yfirfara hvert mál og afgreiða það.
Hver og einn kanni stöðuna hjá sér umstang við að afla sér tilskilinna leyfa á meðan annað fyrirtæki kemst upp með að gera það ekki.
Afgreiðsla eins hröð og kostur er Eins og allir sem starfa í ferðaþjónustu þekkja þá er reksturinn sveiflukenndur og vertíðin er yfir sumarmánuðina. Af þeim sökum er mikilvægt að fyrirtæki í þessum rekstri gangi frá sínum málum fyrir háannatíma. Því er upplagt að nýta veturinn, þegar víðast hvar er minna um að vera, til að yfirfara þessi mál og bæta úr ef þörf er á. Ekki koma sér í þá stöðu að hugsanlega þurfi að fjarlægja eða loka starfsemi á háannatíma næsta sumar. Afgreiðsla erinda hjá sveitarfélaginu tekur eðli málsins samkvæmt alltaf ákveðinn tíma þótt reynt sé að bregðast við eins skjótt og kostur er. Erfitt er að gefa fyrirfram út
Því er mikilvægt að þeir sem starfa í ferðaþjónustu kanni hjá sér hvernig leyfamálum er háttað. Er t.d. búið að afla stöðuleyfis fyrir gáma, hjólhýsi eða önnur laus mannvirki sem á að nýta fyrir starfsemina? Er gistileyfi fyrir hendi vegna starfsemi gistiheimilis? Ef íbúð í fjöleignarhúsi er seld út til gistingar, er æskilegt að húsfélagið fái að fjalla um það og eftir atvikum veita samþykki sitt fyrir breyttri notkun? Gerir sá sem rekur gistinguna sér grein fyrir því að með rekstarleyfi flokkast eignin sem atvinnuhúsnæði og að greidd verða hærri fasteignagjöld fyrir vikið? Atriði sem þessi þurfa að liggja ljós fyrir og hvetur sveitarfélagið hér með alla þá sem starfa í eða hyggjast fara út í ferðaþjónustu að huga að þessu í tæka tíð. Tilgangur sveitarfélagsins er ekki að bregða fæti fyrir einn né neinn heldur hvetja þá sem starfa í greininni
til að vera á varðbergi og tryggja fyrirfram að allt sé með felldu. Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað er óljóst er besta ráðið að hafa samband við starfsmenn sveitarfélagsins og fá svör við þeim spurningum sem vakna.
Starfshópur um ferðaþjónustu í þjóðlendum Þá hefur sveitarfélagið sett á laggirnar starfshóp sem fjalla mun sérstaklega um fyrirkomulag starfsemi ferðaþjónustu og tengdra greina í þjóðlendum. Samkvæmt lögum nr. 58/1998 er starfsemi í þjóðlendum leyfisskyld. Sveitarfélög geta veitt leyfi til slíkrar starfsemi til eins árs en ef starfsemin er ætluð til lengri tíma skal leita leyfis frá Forsætisráðuneytinu. Ýmis sjónarmið koma til skoðunar við mat á því hvort veita eigi leyfi til slíkrar starfsemi, s.s. skipulag viðkomandi svæðis, náttúruvernd og einnig jafnræðissjónarmið varðandi úthlutun leyfa á slíkum svæðum. Starfshópurinn mun fara yfir þessi mál og skila af sér niðurstöðu í vetur. Það er von sveitarfélagsins að aðilar í ferðaþjónustu hafi þessi mál í lagi hér eftir sem hingað til. Það er svæðinu öllu til framdráttar. Ásgerður Katrín Gylfadóttir, bæjarstjóri