Eystrahorn 44. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 13. desember 2012

44. tbl. 30. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Jóla-styrktartónleikar Karlakórsins Jökuls Næstkomandi sunnudag þann 16. desember kl. 20:00 verða jóla-styrktartónleikar Karlakórsins Jökuls í Hafnarkirkju. Þarna koma fram allir kórar á Höfn ásamt tónlistarfólki frá Tónskólanum og Lúðrasveit Hornafjarðar. Kynnir verður Soffía Auður Birgisdóttir. Ingólfur Baldvinsson hjá Ljósadeild Leikfélags Hornafjarðar mun sjá um að lýsa upp kirkjuna og gefa henni hátíðlegan blæ. Ágóðinn af tónleikunum hefur ætíð runnið til styrktar góðu málefni og að þessu sinni rennur óskiptur ágóði tónleikanna til Samfélagssjóðs Hornafjarðar. Miðaverð er að lágmarki kr. 2500 en þar sem um styrktartónleika er að ræða þá má borga meira. Við vonumst til að sjá sem flesta og þarna gefst bæjarbúum kjörið tækifæri til að styrkja gott málefni og grípa jólaandann ef það hefur ekki þegar gripið hann. Á næsta ári fagnar Karlakórinn Jökull 40 ára afmæli sínu, en hann var formlega stofnaður þann 9. júní 1973. Fyrsta æfing fór fram 4. janúar það ár og hefur kórinn starfað óslitið síðan. Kórmenn munu gera sér og öðrum ýmislegt til skemmtunar af þessu tilefni og kórinn mun vera sýnilegri þetta afmælisár með ýmsum hætti þannig að við hvetjum alla til að fylgjast vel með. Það er aldrei að vita hvar kórmenn skjóta upp kollinum. Söngmenn í Karlakórnum Jökli eru um 32 en við getum bætt í hópinn. Við hvetjum karla að koma og kynna sér þennan skemmtilega félagsskap og ganga til liðs við okkur. Í öllum svona félagsskap þarf að verða endurnýjun og það er svo að við höfum elst svolítið og þurfum svo sannanlega að fá nýtt blóð í hópinn svo við getum haldið ótrauðir áfram um ókomin ár.

Áætlunarflug

Leiguflug

Skipulagðar ævintýraferðir

Bráðum koma blessuð jólin Jólapakkatilboð

Allir jólapakkar undir 10 kíló aðeins 1.700 kr. hver sending

Gjafabréf

Gefðu flug til áfangastaða okkar eða gjafabréf með upphæð að eigin vali.

bókaðu flugið á ernir.is

Gjafab

réf


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.