Eystrahorn 44. tbl. 2013 (Jólablað)

Page 1

Jólablað 2013

Eystrahorn 44. tbl. • 31. árg. • fimmtudagur 19. desember

Forsíðuyndina tók Runólfur Hauksson 16. desember 2013


2

Fimmtudagur 19. desember 2013

Helgihald um jól Í BJARNANESPRESTAKALLI Hafnarkirkja

Aðfangadagur - aftansöngur kl. 18:00 Jólanótt - hátíðarmessa kl. 23:30 Gamlársdagur- aftansöngur kl. 18:00

Bjarnaneskirkja

Jóladagur - hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Kálfafellsstaðarkirkja

Jóladagur - hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00

Eystrahorn

Opið hús í Hafnarkirkju Á Þorláksmessu verður opið hús í Hafnarkirkju frá kl. 16:00 til 18:00. Heitt verður á könnunni og kerti seld fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Einnig munu góðir gestir koma í heimsókn og spila og syngja. Að þessu sinni koma fram þau Guðlaug Hestnes og Gunnar Ásgeirsson sem munu leika fjórhent á píanó og söngvararnir Guðjón Örn Magnússon, Jóhanna Íris Ingólfsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir koma fram ásamt Kristínu Jóhannesdóttur organista. Komið og eigið notalega stund í kirkjunni ykkar!

Kaþólska kirkjan Laugardagur 28.desember

Jólafundur kl. 18:00, kaffi og kökur.

Sunnudagur 29. desember

Hofskirkja

Jóladagur - hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Stafafellskirkja

Annar í jólum - hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00

Brunnhólskirkja

Annar í jólum - hátíðarguðsþjónusta kl. 15:30

Hl. fjölskyldu hátíð Börnin hittast kl. 11:00. Hl. Fjölskyldumessa byrjar kl. 12:00. Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Verið hjartanlega velkomin.

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla.

Hoffellskirkja

Sunnudaginn 29. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Prestarnir Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Tapað - fundið

Samsungsími fannst um helgina á leiksvæði milli Hagatúns og Miðtúns. Síminn virðist í góðu lagi en það þarf lykiorð til að opna hann. Síminn er í vörslu lögreglunnar og hægt að vitja hans þar.

Bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Forsíðumynd:..... Runólfur Hauksson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Lokað frá kl. 14:00, 23. desember 2013 til 6. janúar 2014 kl. 12:00

Starfsfólk Hótels Hafnar


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

3

Jólahugvekja Kæru lesendur. Næsta sunnudag ætlum við að syngja; „Við kveikjum fjórum kertum á…“ og kveikja svo á fjórða kertinu á aðventukransinum okkar. Jólin eru að koma, blessuð jól og gjafirnar. Verslanir byrja snemma með jólatilboð sín, jafnvel í október, s.s. fataverslanir og tölvufyrirtæki. Í stórborgunum eru jólamarkaðir algengir þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman til innkaupa fyrir jólahátíðina eða bara að sjá ríkmannleg jólatilboðin og gjafirnar. Stundum spyrjum við kristnir menn hvort þetta sé eðlilegt eða á þetta að vera svona? Ef ég á að svara spurningunni verður svar mitt já. Já, af því að gjafir eru tákn um áhuga okkar og ást á fólkinu okkar, ættingjum og vinum eða nágrönnum sem búa við kröpp kjör og þurfa aðstoð náungans. Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja á Broddanesi á Ströndum skrifar í endurminningabók „Gamlar glæður, í þáttum úr daglegu lífi á Ströndum á síðari hluta 19. aldar; „ Á fyrri árum höfðu foreldrar mínir gefið fátæku fólki, sem nálægt þeim var,

gjafir fyrir jólin, matvæli og fleira. Kerti voru send til fátækra barna í sveitinni. Gömul kona, sem ólst upp hjá fátækum foreldrum sínum í nánd við foreldra mína, sagði mér að einu sinni fyrir jólin hafi móðir sín ætlað að fara að sjóða reykt selkjöt til jólanna, en þá hafi einn af vinnumönnum foreldra minna komið með hangikjöt og fleira sælgæti, og svo ógleymanlegu kertin. Mikil gleði sagði hún að þá hefði verið í litla kotbænum.“ Já, af því að gjafir hjálpa okkur til að rifja upp endurminningar og leiðrétta ýmsan

Friðarljós frá Betlehem til Íslands

misskilning. Að segja; „ég elska“, „ég bið um fyrirgefningu“, „ég veit o.s.frv.“ Já, af því að gjafir hjálpa okkur að minna á gæsku Guðs, sem gaf okkur stærstu gjöfina; „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf…“ (Joh, 3,16). Jólin án Jesúbarnsins eru eins og himinn án sólar, tún án blóma eða nótt án stjarna. Mér fannst það sérkennilegt þegar ég fór að kaupa jötu. Það voru til ótrúlegustu hlutir, jólasveinar í öllum stærðum, skreytingar og ljósaseríur, hreindýr úr gulli og silfri, syngjandi jólatré, hús og borgir, englar eins og Barbie, allt nema Jesús, María og Jósef en fann þau að lokum í blessaðri blómaverslun. Mín kæru. Ekki gleyma gjöfunum og ekki gleyma að setja í gjafapakka litla bæn fyrir viðtakanda til Jesú sem er hyrningarsteinn jólanna. Ég ætla að biðja strax fyrir ykkur og mig langar að óska öllum lesendum gleðilegra jóla! Bróðir David hjá kaþólska söfnuðinum á Hornafirði.

Kiwanis styrkir samfélagssjóðinn

Á myndinni eru: Pálmi Guðmundsson verslunarstjóri í Nettó ásamt Hauki Sveinbjörnssyni forseta Óss, Sigurði Einari Sigurðssyni ritara Óss, Sigurjóni Erni Arnarsyni gjaldkera Óss og Kristjáni V. Björgvinssyni verslunarstjóra Húsasmiðjunnar. Forseti Óss tekur við inneignarkortum NETTÓ en hann mun koma þeim til Samfélagssjóðsins.

Þriðjudaginn 17. desember 2013 kom friðarljósið frá Betlehem til Íslands í fyrsta sinn með flugi. Austurrískt barn kveikti eldinn í fæðingarhelli Jesú og þaðan var flogið með logann til Vínar, og síðan er ljósinu dreift um allan heiminn. Frá Kaupmannahöfn kom friðarljósið með flugi WOW air til Keflavíkur. Friðarljósinu er dreift á þessu ári undir kjörorðinu „Réttur til friðar“. Þar með er vísað til almennrar yfirlýsingar þeirrar um mannréttindi sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna undirrituðu fyrir 65 árum. Austurríska útvarpið hafði frumkvæðið að fyrsta flutningi friðarljóssins árið 1986. Ljósið á að vera boðberi friðar og boða um leið fæðingu Jesú. Skátahreyfingin hefur stutt þetta verkefni í Evrópu og í ár sjá sendinefndir frá Argentínu og Bandaríkjunum um að dreifa friðarljósinu utan Evrópu. Að þessu sinni skipuleggur Kaþólska kirkjan dreifinguna. Að lokinni messu sem hefst kl. 12:00, sunndaginn 29. desember 2013, í Heilagrar Fjölskyldu kirkjunni, Hafnarbraut 40 Höfn á Hornafirði, gefst fólki tækifæri til að fá friðarljósið með sér heim. Aðeins þarf að koma með vindþéttan olíulampa eða kerti með sér í kirkjuna. Allir eru hjartanlega velkomnir!

Í desember fær Samfélagssjóður Hornafjarðar afhentar 400.000 krónur. Upphæðinni er skipt í 10 gjafabréf sem eru inneignarkort í Nettó. Gefendurnir eru Kiwanisklúbburinn Ós sem gefur 300 þúsund og Nettó bætir 100 þúsund krónum við gjöf þeirra Ós-félaga. Húsamiðjan stóð vel við bakið á Ós-mönnum með veglegum afslætti á jólatrjám. Samfélagssjóður Hornafjarðar mun sjá um úthlutun inneignakortanna. Þetta verður vonandi kærkominn jólaglaðningur í okkar samfélagi. Meðal fjáröflunarleiða Kiwanisklúbbsins Óss er sala á jólatrjám og er þessi gjöf til Samfélagssjóðsins ágóði hennar. Ásamt jólatrjám er seldur úrvals lakkrís frá Sælgætisgerðinni Freyju hér á Höfn. Miralem Haseta formaður jólatrésnefndar hefur haft veg og vanda að skipulaginu en Ós-félagar koma allir að sölunni. Áður en salan hefst þarf að nálgast jólatrén. Þau tré sem eru í almennri sölu koma öll úr skógræktinni í Suðursveit nema Normansþinurinn sem fluttur er inn frá Danmörku og hefur Húsasmiðjan annast þann innflutning. Flest stóru jólatrén sem eru hjá stofnunum og fyrirtækjum á Hornafirði koma þetta árið úr sýslunni. Félagar í Kiwanisklúbbnum eru 25 í dag og stefnt er á að fjölga félögum eftir áramót. Seinna í vetur verður hin viðfræga Groddaveisla Óss. Við þetta tækifæri verða hornfirskir karlmenn kynntir fyrir kiwanishreyfingunni. Groddaveislan verður auglýst þegar nær dregur á nýju ári. Kiwanisklúbburinn Ós óskar öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Haukur Sveinbjörnsson forseti Kiwanisklúbbsins Óss Sigurður Einar Sigurðsson ritari Kiwanisklúbbsins Óss


4

Fimmtudagur 19. desember 2013

Kæru vinir og fjölskylda. Sendum ykkur öllum, okkar bestu jóla og nýárskveðjur. Með þakklæti fyrir það liðna.

Eystrahorn

Sparisjóðurinn styrkir Sindra

Hafdís og Bjössi Ég sendi mínar bestu jóla og nýársóskir til vina og vandamanna nær og fjær. Þakka liðin ár.

Guðjón Arason Hólmi Kæru ættingjar og vinir. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og færsælt nýtt ár. Þökkum kærleiksríkar stundir á liðnum árum. Hugheilar jólakveðjur

Kiddý og Kristinn Við óskum viðskiptavinum okkar og öðrum Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin.

Jóna Margrét, Ellý María og Þórhildur

Kristján Guðnason formaður Knd. Sindra, Anna Halldórsdóttir sparisjóðsstjóri og Valdemar Einarsson framkvæmdastjóri Sindra.

Sparisjóðurinn á Höfn og Umf. Sindri undirrituðu samstarfssamning þann 16. desember 2013. Samningurinn er framhald á eldri samningi og er staðfesting á áframhaldandi farsælu samstarfi Sparisjóðsins og Sindra. Sparisjóðurinn verður aðalstyrktaraðili yngri flokka Knattspyrnudeildar Sindra árin 2014 og 2015 og þar með einn af aðalstyrktaraðilum Umf. Sindra. Yngri flokkar Sindra keppa um allt land og hafa náð góðum árangri, bæði í stúlkna og drengjaflokkum. Ekki má gleyma því mikla forvarnargildi sem íþróttaiðkanir ungs fólks hefur og leggur Umf. Sindri sífellt meiri áherslu á þau atriði. Í byrjun aðventu undirrituðu 3. fl. Sindra afrekssamning, ásamt foreldrum sínum og formanni Knd Sindra, að viðstöddum bæjarstjóra og fleiri góðum gestum. Markmið samningsins er að stuðla að heilbrigðu líferni og að leikmenn Sindra vinni í því að ná langt í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Íþróttakeppnum fylgir mikill ferðakostnaður og iðkendur leggja sjálfir út fyrir honum og þrátt fyrir góðan stuðning foreldra og annarra við fjáröflun kostar þetta allt það mikla fjármuni að æfingagjöldin duga vart til. Frá árinu 2008 hafa yngri flokkar Sindra frá 7. til 3. flokks verið merktir Sparisjóðnum og einnig þjálfarar þeirra og verður svo áfram. Fjárstyrkur frá Sparisjóðnum næstu 2 árin mun því koma að góðum notum og einnig tryggir Sparisjóðurinn félaginu góða bankaþjónustu og bestu kjör. Sindri lætur Sparisjóðnum í té auglýsingar á heimaleikjum félagsins sem og í símaskrá og víðar. Sparisjóðurinn óskar öllu hornfirsku íþróttafólki góðs gengis í leik og starfi.

Kannanir sýna að ungmenni sem eru ítrekað úti fram yfir útivistartíma eru líklegri til að hefja áfengis- og tóbaksneyslu. Foreldrar virðið útivistarreglur! Aðgerðahópurinn

Opnunartímar til jóla Laugardaginn.. 21. desember........opið kl. 13:00 - 18:00 Sunnudaginn... 22. desember........lokað Mánudaginn..... 23. desember .......opið kl. 10:00 - 20:00 Þriðjudaginn.... 24. desember........opið kl. 10:00 - 12:00


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

5

Fjör í félagsmiðstöðinni

Verðlaunaafhending í hönnunarkeppni SamAust.

Verðlaunaafhending í söngkeppni SamAust.

Starfið í félagsmiðstöðinni hefur gengið ágætlega það sem af er skólaárinu. Haldnir hafa verið hinir ýmsu viðburðir svo sem kosningavaka, kökukvöld, bíókvöld, pool- og borðtennismót, draugahús, skreytingakvöld og margt fleira. Það sem krökkunum fannst skemmtilegast var viðburðurinn SamAust sem haldinn var hér á Hornafirði þann 15. nóvember. SamAust er viðburður skipulagður á vegum félagsmiðstöðva á Austurlandi þar sem krakkarnir etja kappi í söng og fatahönnun. Á SamAust mættu um 280 hressir krakkar og 57 af þeim skráðir sem keppendur. Það mættu þrettán atriði til leiks í söngvakeppnina en tvö af þeim voru frá Hornafirði. Í hönnunarkeppninni voru það níu lið sem tóku þátt og þrjú af þeim héðan. Þemað í hönnunarkeppninni var fortíðin og því gátu keppendur orðið fyrir áhrifum frá margvíslegum fatastílum sögunnar.

hendur til að svona viðburður geti heppnast vel og vil ég þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg, unnu í gæslu, sjoppunni og hjálpuðu til við að koma upp sviði, borðum, stólum og drapperingum. Einnig vil ég þakka öllum þeim dómurum sem dæmdu í söngvakeppninni og hönnunarkeppninni. Þá vil ég þakka Ragnheiði í Millibör varðandi undirbúning okkar keppenda. Sú vinna var unnin í klúbbastarfi Þrykkjunnar og er ómetalegt að hafa svo færan leiðbeinanda þegar kemur að hönnunarkeppninni. Þrykkjuráð og nemendaráð stóðu sig mjög vel í undirbúningnum og voru dugleg að hjálpa til við uppsetningu og að taka saman eftir allt fjörið. Þeim ber að þakka sérstaklega.

Úrslit SamAust

Félagsmiðstöðin Þrykkjan hefur hafið samvinnuverkefni við ungdómshúsið í Söderhamn í Svíþjóð. Verkefnið hefur hlotið nafnið Youth Port og er þema þess náttúran, þar sem ungt fólk lærir um menningu og náttúru og vinnur hin ýmsu verkefni. Stefnt er á að ungmenni frá Söderhamn komi til okkar næsta sumar og að hópur frá Höfn fari til Svíþjóðar í kjölfarið. Mikil spenna er hjá krökkunum og er verkefnið að hefjast þessa dagana.

Hönnunarkeppni: 1. sæti: Þrykkjan - Birta, Hafdís, Hildur og Patrycja. 2. sæti: Hellirinn - Marín Ösp og Bríet Irma 3.sæti: Afrek/Nýung - Lára, Fríða og Guðný Edda. Verðlaun fyrir möppu: Hellirinn - Marín Ösp og Bríet Irma. Verðlaun fyrir hár: Þrykkkjan - Freyja Sól, Tinna, Leli og Guðrún. Verðlaun fyrir förðun: Þrykkjan - Salóme, Inga Sóley, Díana og Þórdís. Söngvakeppni: 1. sæti: Afrek/Nýung - Draumórar - Embla Ósk. 2. sæti: Afrek/Nýung - En þú varst ævintýr - Jóhanna og Ása. 3. sæti: Þrykkjan - Við gengum tvö – Ragna Steinunn.

Youth Port

Eftir áramót mun starfsmaður sem hefur verið leiðbeinandi í félagsmiðstöðinni frá byrjun október leita á önnur mið. Auglýst hefur verið eftir nýjum starfsmanni og hvet ég þá sem hafa áhuga að hafa samband.

Þr ykkjan og þr ykkjuráð óskar öllum gleðilegra jóla. Vilhjálmur Magnússon

Einnig horfðu gestir SamAust á landsleik Íslands og Króatíu á risa skjá og að lokum var slegið í ball með Dj Sveppz. Það þarf margar

Lýðheilsa og forvarnir Ný stefna um lýðheilsu og forvarnir var samþykkt í haust, sem verður hluti að fjölskyldustefnu sveitarfélagsins. Í kjölfarið var haldinn fundur í Nýheimum með aðkomu stofnana í sveitarfélaginu, foreldrafélaga og annarra aðila. Á fundinum unnu fundargestir með hugmyndir sem geta komið að gagni við að efla vitund fólks um lýðheilsu og forvarnir. Mikið af skemmtilegum hugmyndum litu dagsins ljós og gerður var langur listi. Í lok fundarins var settur saman aðgerðahópur sem hefur það hlutverk að styðja við og hafa yfirsýn með atburðum tengdum lýðheilsu og forvörnum með það fyrir augum að gera forvarnir í sveitarfélaginu markvissari

og sýnilegri. Það er áhyggjuefni hversu hratt áfengisneysla ungmenna eykst við lok grunnskóla og upphaf framhaldsskóla og má í því samhengi velta því upp hvort lausara taumhald foreldra á börnum sínum gegni þar stóru hlutverki. Kannanir sýna að tvö af hverjum þremur ungmennum hefja áfengisneyslu sína í eftirlitslausu teiti í heimahúsi og annar hver nemandi drekkur áfengi heima hjá öðrum áður en farið er á skólaball. Þá má einnig benda á að foreldrar sem kaupa áfengi fyrir barnið sitt eru með því að samþykkja áfengisneyslu barna sinna og eru einnig að brjóta lög. Rannsóknir sýna einnig að börn foreldra

sem virða útivistartíma eru líklegri til að neyta ekki vímuefna eða hefja neyslu seinna og leiðast síður út í aðra áhættuhegðun. Því er nauðsynlegt að virða útivistartímann og að foreldrar standi saman í því frá upphafi skólagöngu. Markvisst samstarf foreldra, opinberra aðila og unglinga í grunnskólum hefur skilað verulegum árangri í að draga úr drykkju. Til að ná samsvarandi árangri í framhaldsskóla þurfa þessir aðilar að vinna áfram saman að forvörnum og viðhorfsbreytingu til áfengisneyslu. Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn, stöndum saman. Aðgerðahópur lýðheilsu og forvarna

Munið Hornafjarðarmannann í NÝHEIMUM 29. desember kl. 15:00.


6

Fimmtudagur 19. desember 2013

Sendum íbúum í Ríki Vatnajökuls bestu jóla- og nýárskveðjur.

Eystrahorn

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum árið sem er að líða.

Ingvaldur og Gréta Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla, góðs og farsæls nýárs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Vátryggingafélag Íslands Svava Kr. Guðmundsdóttir

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár . Snorri og Torfhildur Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Sýsluskrifstofunnar á Höfn

Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða.

Óskum Austur-Skaftellingum gleðilegrar jólahátíðar. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Svava Kristbjörg og Sigrún Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Guðmundur Jónsson

Vinir og samferðafólk. Sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum góð samskipti á liðnum árum. Ágústína og Jón

Sendi vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár .

Sigrún Sæmundsdóttir Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu. Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og Gömlubúð


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

7

Fjölbreytt starfsemi í Vöruhúsinu

Á Hornafirði viljum við efla menningu, listir og frumkvöðlastarf eins og gert er á mörgum stöðum á landinu. Mótuð hefur verið stefna og sett niður markmið í skýrslu sem heitir Skapandi samfélag, sem unnin var fyrir sveitarfélagið. Í kjölfarið var ákveðið að gamla KASK húsið skyldi verða miðja skapandi greina á Hornafirði. Þeir sem leggja stund á listir, handverk, frumkvöðlastarf eða tómstundir geta sótt um aðstöðu í Vöruhúsinu. Síðasta sumar voru nokkrar minniháttar breytingar gerðar á húsnæðinu til þess að hægt væri að nýta það betur sem list- og verkgreinahús. Um haustið byrjaði Ragnheiður í Millibör að kenna fatasaum á vegum FAS. Einnig var útbúið ljósmyndastúdíó í kjallaranum þar sem Sigurður Mar kennir ljósmyndun, líka á vegum FAS. Mikið líf hefur verið í kringum þessa starfsemi og hefur hún smitað út frá sér. Millibör var einnig með tvö námskeið í fatahönnun á vegum Austurbrúar, sem voru vel sótt. Tónlistarmenn nýta sér einnig húsið, æft er nánast á hverju kvöldi. Þá hefur Skemmtifélagið fengið herbergi til afnota þar sem þau geta fundað og geymt græjur.

Sendum AusturSkaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Sjálfstæðisfélögin í AusturSkaftafellssýslu

Skemmtifélagið nýtir einnig hluta af tónlistaraðstöðunni í undirbúning fyrir sýningar.

munu nota þau. Grunnskólinn og FAS eru samstarfsaðilar í þessu mjög svo spennandi verkefni.

Fimm listakonur hafa óskað eftir aðstöðu til að stunda ýmsar listir í Vöruhúsinu. Sú umsókn hefur verið samþykkt og hafin er vinna við að stúka af ákveðið svæði fyrir starfsemina. Það verður gaman að fylgjast með þeim að störfum og alltaf fjölgar í húsinu.

Eftir áramótin fær Vöruhúsið sinn fyrsta fjárhagsramma og má segja að tími tilrauna sé liðinn og tími aðgerða sé framundan. Vöruhúsaverkefnið er langtímaverkefni og allir sem að því standa verða að vera sammála um hvert skal stefna. Ávinningurinn er mikill ef vel tekst til. Svipuð starfsemi er rekin með miklum árangri víðsvegar um landið. Má þar nefna Þorpið, skapandi samfélag á Austurlandi, Punkturinn og Iðngarðar á Akureyri, List- og verkgreinahúsið á Sauðárkróki og Sláturhúsið, menningarsetur á Egilsstöðum.

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er verkefni sem lengi hefur verið í umræðunni að koma á fót hér á Hornafirði. Litið hefur verið til Fab Lab smiðja í Vestmannaeyjum, Ísafirði sem og annars staðar. Margir umræðufundir hafa verið haldnir um verkefnið hjá þeim sem starfa í Vöruhúsinu og einnig hefur verið boðað til opins fundar um Fab Lab. Þar fór fram umræða um hvað verkefnið hefur upp á að bjóða fyrir fólk í skapandi greinum. Ákveðið hefur verið að koma Fab Lab á í nokkrum skrefum, fá reynslu af þeim tækjum sem koma fyrst og meta svo árangurinn. Pantaður hefur verið tölvufræsari sem fræsir út í við og getur fræst út mót. Einnig hefur verið pantað tæki sem kallast vínilskeri sem getur skorið út merkingar og límmiða af ýmsu tagi. Næstu skref eru að læra á tækin svo hægt sé að miðla til þeirra sem

Allt er þetta spurning um hvernig samfélag við viljum vera. Í Vöruhúsinu er að finna mörg tækifæri til að skapa og samlegðaráhrifin eru augljós þegar ólíkir einstaklingar með ólíka þekkingu vinna að fjölbreyttum verkefnum á einum stað. Verið velkomin í Vöruhúsið, miðstöð list- og verkgreina. Vilhjálmur Magnússon, umsjónarmaður Vöruhúss


8

Fimmtudagur 19. desember 2013

Óskum viðskiptavinum okkar sem og öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

H. Christensen ehf.

Eystrahorn

Sendi vinum og ættingjum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár. Jólakveðja

Vilborg Þórólfsdóttir

Sendi mínar bestu jóla- og nýársóskir og þakka liðin ár.

Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til ættingja og vina með þakklæti fyrir liðin ár.

Friðrik B. Friðriksson, Hraunkoti

Jóna og Guðni Karls

Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum frábærar viðtökur á árinu sem er að líða

Leikfélag Hornafjarðar Sendum viðskiptavinum og AusturSkaftfellingum bestu jóla- og nýárskveðjur.

Starfsfólk Olís á Hornafirði Sendi sýslubúum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Dr.med vet. Janine Arens dýralæknir

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu s em er að líða

Sendum Austur-Skaftfellingum okkar bestu óskir um gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár. Þökkum liðið.

Rósaberg ehf.

Sendum Austur Skaftfellingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir allan stuðning á árinu sem er að líða. Framsóknarfélag Austur Skaftfellinga Bæjarfulltrúar Framsóknar og stuðningsmenn þeirra

Bestu jóla og nýjársóskir til frændfólks og vina. Þökkum allar góðar liðnar stundir. Hátíðarkveðjur

Dísa og Gísli Ártúni Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Vélsmiðjan Foss ehf


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

9

Jól barna frá öðrum löndum Hér á landi eru margbreytileg samfélög er varða uppruna, menningu, tungumál og trúarbrögð einstaklinganna sem þar búa. Menning fjölda þjóða og trúarbragða rúmast nú í bæjarfélögum, stórum sem smáum, sem skapar nýja vídd í mannlegum samskiptum og litríka menningu. Árið 2008 var gefið út trúardagatal í tilefni Evrópuárs en markmiðið var að endurspegla íslenskan veruleika. Ef tilteknar væru allar trúarhátíðir sem haldnar eru á hverju ári eru þær yfir 100. Til gamans má geta að tekið var fram að ekki væri ætlast að fólk tæki sér frí á öllum rauðum dögum enda vekti það ekki neina sérstaka hrifningu hjá vinnuveitendum. Breytilegar dagsetningar trúarhátíða geta þó leitt til þess að erfitt getur verið að útbúa trúardagatal ár hvert því til dæmis fylgir íslamska dagatalið tunglinu en gyðingar hafa 13 mánuði þriðja hvert ár. Jólahátíðin er þó ein þeirra trúarhátíðar sem haldin er víða þó ekki beri hún upp á sama dag um allan heim. Sem dæmi má nefna að jóladagur rétttrúnaðarkirkjunnar er 7. janúar vegna annars tímatals. Í Grunnskóla Hornafjarðar eru nemendur af ýmsum þjóðernum svo menningarlegur bakgrunnur þeirra er fjölbreyttur. Má nefna að í 9. bekk eru nemendur af sjö þjóðernum, svo innan hópsins er dýrmætur fjársjóður þekkingar á ýmsum sviðum. Leitaði ég til nokkurra nemenda og bað þau að segja frá þeirra siðum og venjum sem tengjast jólahátíðinni.

Anna Gílaphon Kjartansdóttir

hátíðir sem tengjast kristnum og búddisma en þó meira til siða innan búddismans enda búið meirihluta ævinnar í Tælandi. Jólahaldið hjá fjölskyldunni var á ýmsan hátt öðruvísi í Tælandi en á Íslandi, til dæmis er aðal hátíðisdagurinn 25. desember og ekki er mikið um pakka heldur er frekar gefið þeim sem minna eiga. Önnu finnst hvað ólíkast að hér er jólasveinninn áberandi og maturinn gjörólíkur. Á jólunum í Tælandi tíðkaðst að hafa hlaðborð með ýmsum réttum en þessi jól verða afar íslensk því nú búist hún við að fá lambahrygg matreiddan af ömmu og mun fleiri pakka en hún á að venjast. Anna efast ekki um að þetta verði góð og heillarík jól.

Dominik Darnowski

Ester Lý Pauladóttir

Ester er fædd í Færeyjum og á íslenska móður og færeyskan föður sem búsettur er á Argir í Færeyjum sem er skammt frá höfuðstaðnum Þórshöfn. Fyrir tveimur árum kynntist Ester færeyskum jólum og þeim hefðum sem þar ríkir. Á aðfangadagskvöld var borðuð gæs, teknir upp pakkar en á jóladag var borðað rösta kjöt sem er ekta færeyskt kjöt. Hún sagði jólin í Færeyjum vera mjög lík jólunum á Íslandi þótt ýmislegt væri öðruvísi. Á Íslandi væri til dæmis mun meiri jólaundirbúningur og meiri jólastemning. Aftur á móti eru dagarnir milli jóla og nýárs meiri hátíðisdagar en tíðkast hér á Íslandi. Esther fannst gaman að upplifa jólin í Færeyjum en saknaði þó möndlugrautsins hjá mömmu.

Gabriel da Silva

Anna er fædd hér á Íslandi en fluttist til Bankok í Tælandi þegar hún var fimm ára. Hún á íslenskan föður og tælenska móður en fjölskyldan flutti aftur til Íslands fyrir rúmu ári. Þegar hún flutti til Tælands á sínum tíma héldu þau áfram að halda jól því pabbi hennar er kristinnar trúar en í Tælandi eru langflestir Búddatrúar. Í Tælandi eru jólin nokkuð áberandi í umhverfinu og víða má sjá merki þess í verslunarmiðstöðum og víðar svo auðvelt er að kaupa jóladót og margt sem tengist jólunum. Anna þekkir því vel bæði

í Brasilíu. Hann er því að upplifa jólin í fyrsta skipti á Íslandi. Fjölskyldan í Brasilíu er vön að halda jólahátíðina hátíðlega og þá er oft mikið um dýrðir. Á aðfangadag er til dæmis farið og verslað í jólamatinn sem gjarnan er kalkúnn. Um miðnætti hefst máltíðin og síðan eru pakkarnir opnaðir, að því loknu hefst mikil gleði sem einkennist af flugeldum, dansi og skemmtun sem stendur fram eftir nóttu. Gabriel segir að hann hlakki til að halda jólin á Íslandi en það sem er hvað ólíkast hér á landi og í heimalandinu er að núna er sumar í Brasilíu en vetur á Íslandi.

Dominik flutti til Íslands með foreldrum og systur fráLódzs í Póllandi árið 2011. Hann hefur því kynnst því að vera á Íslandi um jólin en jólahald í Póllandi er á margan hátt ólíkt. Jólin hefjast á Saint Nikulásardegi þann 6. desember en dagurinn er víða haldinn hátíðlegur meðal kristinna manna. Stærsti hluti Pólverja eru kaþólskrar trúar og fara mikið í kirkju og Domnik segir að kirkjur séu mjög víða í Póllandi. Persónulega segist hann ekki sækja mikið kirkju og geri það heldur ekki á Íslandi. Í Póllandi er hefð að borða fiskrétti á aðfangadag og tengist sá siður föstunni. Það er ekki fyrr en eftir jól að kjöt er á boðstólnum og frá þessum sið er ekki vikið enda auðvelt að kaupa fisk Íslandi. Annað í jólahaldinu er líkt, gjafir og góður matur, en Dominik segir þó að skreytingar séu meiri í umhverfinu hér á landi. Jólin eru alltaf skemmtileg segir Dominik að lokum sem mun halda þau með fjölskyldu sinni á Hornafirði. Að lokum óska ég öllum gleðilegra jóla.

Gabriel fluttist til Íslands í byrjun þessa árs ásamt foreldrum og systur frá Porto Alegre

Magnhildur Björk Gísladóttir, verkefnisstjóri um málefni innflytjenda hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.


10

Fimmtudagur 19. desember 2013

Eystrahorn

„Bara bóla” Það er dálítið skondið að hugsa til þess hve margir voru þeirrar skoðunar á upphafstíma Internetsins að einungis væri um að ræða einhverja tískubólu. Annað hefur komið á daginn og langt er síðan uppfinning hafi gengið jafn hratt yfir heimsbyggðina. Tæknin sjálf er snilld og leiðir af sér margt gott. Því miður eru einnig skuggahliðar á snilldinni sem nauðsynlegt er að ræða.

Hverjir nota netið ? Nánast allir nota netið með einum eða öðrum hætti og fer fjölgandi. Það er ekki bara hinn „venjulegi“ maður sem notar netið sér til skemmtunar eða til tengsla við vini og vandamenn. Einstaklingar með ákveðin markmið og nýta sér líka þessa miðla til að nálgast fólk með misjafnt í huga. Netið er eins og villta vestrið áður og erfitt getur verið að verjast eða koma böndum á þessa einstaklinga sem misnota þetta í glæpsamlegum tilgangi. Slóðin er falin með ýmsum tæknibrellum sem boðið er uppá í heimilistölvum. Af þeim sökum er mikilvægt að ræða við notendur netsins og þá sérstaklega við börn um þær hættur sem geta verið til staðar. Forráðamenn þurfa ekki að vera tæknisinnaðir eða sérfræðingar í tölvum til að miðla þekkingu á mannlegu eðli, eða óeðli eftir aðstæðum.

Myndbirtingar Ákveðin kynslóðamunur er hjá þeim sem tileinka sér tæknina og á alls kyns tískubylgjum sem ganga yfir reglulega. Nauðsynlegt er að ræða við börn og ungmenni um netið og gera öllum ljóst að það sem sett er inn á alheimsvætt net er komið þangað til að vera. Í því sambandi eru myndir sérstaklega varasamar. Vinsælt er að senda myndir manna á milli úr hinum ýmsu aðstæðum og oftast eru þetta til gamans og saklaust glens. En stundum eiga einstaklingar til með að gleyma sér og senda jafnvel nektarmyndir, hvort heldur af sjálfsdáðum eða undir þrýstingi frá öðrum. Ekki getur slíkt talist viturlegt og hvet ég forráðamenn barna og ungmenna til að ræða um slíkar myndsendingar. Aðstæður í heimi ungmenna geta breyst mjög hratt og sá sem telur sig á toppnum í dag er það ekki endilega á morgun. Aðili sem sendir myndir getur á engan hátt treyst því að myndir verði ekki notaðar gegn sendanda síðar eða áframsendar til annarra aðila. Það eru til fjöldi tilvika þar

sem myndir milli para hafa verið notaðar í vafasömu tilgangi eftir að samböndum líkur og einungis er hægt að verja sig fyrir slíku með því að taka ekki þátt í leiknum.

Síðan snjóar í rólegheitum yfir málið og hringrásin hefst upp á nýtt.

Hver er vinur hvers ?

Vandinn er sá að einstaklingar geta stöðugt réttlætt þessa hegðun sína. Ef hins vegar slík hegðun beinist að þeim sjálfum þykir það ekki réttlætanlegt og leita þarf hefnda. Þegar ósannindi síðan koma í ljós um þolanda þá segja bara sömu gerendur ; „ hann er samt asni”. Læt lesendum eftir að dæma hver er asninn. Þá er einnig algengt að gerandi hafi sjálfur orðið fyrir einhverju aðkasti og tekur það síðan út á saklausu fólki. Þannig er hringrásinni viðhaldið og búin til einskonar hjáleið framhjá raunverulegum tilfinningum og vanda. Þessu þarf að breyta en það verður ekki gert á einni nóttu. Hver og einn þarf að tileinka sér virðingu og kurteisi í samskiptum við aðra, óháð skoðunum um einstaklinga eða málefni. Raunveruleikinn er sá að ekki geta allir orðið bestu vinir. Samt er hægt að koma fram af virðingu, vera gagnrýnin og vega og meta sjálfstætt hvað sé æskilegt en fylgja ekki hópnum í blindni.

Samfélagsmiðlum hefur farið fjölgandi og eflaust á eftir að verða frekari þróun í þá átt. Gott er að vera gagnrýnin á það sem þar fer fram. Frelsið er háð reglum og ef við setjum okkur ekki mörk í framkomu, hvort heldur í beinum samskiptum manna á milli eða inni á samfélagsmiðlum er hætta á að jákvætt verði á endanum neikvætt. Því miður eigum við langt í land með að tileinka okkur samskiptareglur sem verða í framtíðinni inni á þessum miðlum. Margir virðast ekki gera sér ljóst að inni á samfélagsmiðlun er fátt sem heitir einkasamtal milli tveggja aðila. Allt sem fer fram á netinu er hægt að vista, prenta út og nota með öðrum hætti en því var ætlað. Því er mikilvægt að gæta að sér og sýna skynsemi í orðum, myndsendingum og framkomu.

Gróa á netinu Sárast við þessa snilldartækni er þegar kemur að einelti. Nánast í hverju húsi, jafnvel hverju herbergi eru tölvur og auðvelt að elta þolendur í gegnum tölvutæknina og friðhelgi heimilisins rofið. Þarna má búast við misjöfnu fólki á ýmsum aldri sem nýta sér þessa tækni til að veitast með skipulögðum hætti að öðrum með ósannindum, ranghugmyndum og fyrirframgefnum forsendum. Svokallað kaffibrúsafólk sem veit allt miklu betur en aðrir eins og flestir þekkja. Fullyrðingasamt fólk sem oft býr í glerhúsi sjálft, en kastar samt steininum. Sannleikurinn skal ekki skemma góða sögu. Alltof algengt er að börn verði fyrir neikvæðu áreiti frá öðrum börnum sem skrifast á þroskaleysi, skort á samkennd eða á innsæi í líf og líðan annarra. Sama á kannski við hjá fullorðnum og felst oft í þessu háttalagi ákveðið miskunnarleysi. Í anda greinarinnar nota ég ekki grófara orðalag en þetta er í raun engu að síður alveg skelfilegt. Það eru alltof margir sem lenda í því að „hópurinn” snýst gegn þeim með einhverjum hæti og leiðtogar hópanna geta verið mjög andfélagslega sinnaðir og með annarleg sjónarmið. Aðrir í hópnum elta og reyna að vinna sig í áliti með alls kyns háttalagi. Þegar þetta síðan gengur of langt og eftir stendur mögulega fjölskylda án ástvinar verða allir auðmjúkir og telja að þessu þurfi að breyta.

Sendum viðskiptavinum og AusturSkaftfellingum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum samstarfið á árinu sem er að kveðja.

Eigendur og starfsfólk Vélsmiðju Hornafjarðar

„Hann er samt asni”

Ný hugsun Ég er sammála þeim sem segja að hugarfarsbreytinga sé þörf en bendi á að það þurfi ekki að vera neikvætt að verða sá sem um er rætt. Stundum er um hreinni öfund að ræða og munum að það er munur á frétt eða slúðri. Þarf því að stíga gætilega til jarðar og koma fram af virðingu við alla. Þannig rjúfum við hringrásina og það hlýtur að vera hverjum manni að lítill hetjuskapur felst í því að veitast í hóp að öðrum, hvort heldur á íþróttavellinum eða netinu. Mögulega vinnur meðvirkni á þann hátt að fólk sér ekki gjörðir sínar í réttu ljósi og réttlætir þær með fjöldanum, veit það ekki. Vorkenni hins vegar fólki ef það er raunin og hvet það til að ræða málefnið opinskátt. Ég trúi því hinsvegar staðfastlega að mikill meirihluti sé andvígur þessu háttalagi og þess vegna er von um að við getum snúið þessu við, komið í veg fyrir frekara ofbeldi. Er jólahátíðin ekki rétti tíminn til að hugleiða þessi mál og minnast orða frelsarans? „Það sem þér viljið að aðrir menn geri yður það skuluð þér og þeim gjöra“ Gleðileg jól Jón Garðar Bjarnason, fulltrúi í forvarnahópnum

Jóla- og nýársóskir til allra. Munið að gefa smáfuglunum! Jón Gunnar og Zsuzsa Budapest


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Sérstakar kveðjur og þakkir fá vinir mínir sem aðstoðuðu og hjálpuðu mér við smalamennsku í haust.

Unnsteinn í Hvammi

11

Nágrönnum mínum, vinum og ættingjum sendi ég innilegar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Með þakklæti fyrir árið sem er að líða.

Aðalheiður Geirsdóttir

Sendum okkar bestu jóla- og nýársóskir til ættingja og vina. Þökkum liðin ár.

Siddi og Biddy

Austurbrú óskar íbúum á Austurlandi og samstarfsaðilum um land allt gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Störfum saman að jákvæðri þróun menntunar, menningar og atvinnusköpunar á Austurlandi.

Ungmennasambandið Úlfljótur óskar Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsæld á nýju ári. Kærar þakkir fyrir öflugt sjálfboðaliðastarf á unglingalandsmótinu í sumar sem gerði mótið eitt það glæsilegasta sem haldið hefur verið.

Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Upplýsingar um opnunartíma Austurbrúar yfir hátíðirnar er að finna á austurbru.is

Óskum Austur-Skaftfellingum gleðlegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Humarhátíðarnefnd óskar velunnurum , vinum og gestum gleðilergra jóla og farsældar á komandi ári. Hittumst heil og glöð í júní. Guð gæti ykkar allra

Díóðu ljósakrossar frá JS Ljósasmiðjunni fást Hjá lóu s: 478 8900

Vil óska öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja, Rakarastofa Baldvins

www.velaverkjs.is


12

Fimmtudagur 19. desember 2013

Eystrahorn

Humarhöfnin hlýtur viðurkenningu VAKANS „Hollt fyrir öll fyrirtæki að fara í svona heildstæða naflaskoðun í sínum rekstri“ - segir María Gísladóttir einn eigandi Humarhafnarinnar

Árdís Erna Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls ehf. afhendir eigendum Humarhafnarinnar viðurkenningu VAKANS fyrir hönd Ferðamálastofu.

Humarhöfnin á Höfn í Hornafirði er fyrsti veitingastaðurinn á landinu og jafnframt fyrsta sjálfstæða fyrirtækið á Suðausturlandi til að hljóta viðurkenningu VAKANS, en viðmið fyrir veitingastaði voru nýlega samþykkt og gerð opinber í gæða- og umhverfiskerfi VAKANS. Humarhöfnin hlýtur ennfremur brons merki í umhverfiskerfi VAKANS. Með

þessu eflist VAKINN enn frekar og fjölbreytni fyrirtækja innan kerfisins eykst. Við viljum einmitt leggja mikla áherslu á það að VAKINN er fyrir öll fyrirtæki í ferðaþjónustu smærri sem stærri segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála hjá Ferðamálastofu, sem segist afar glöð með þátttöku Humarhafnarinnar og hvetur fleiri veitingastaði svo og önnur

Þorláksmessuveisla á Hótel Höfn kl. 11:30 - 13:30

Skötuveisla í efri sal

Saltfiskur, skata, plokkfiskur, reykt tindabikkja, grjónagrautur og brauðsúpa Verð kr. 3.500,-

Pizzahlaðborð í neðri sal Verð kr. 1.690,-

Eitthvað fyrir alla!

fyrirtæki til að kynna sér viðmið VAKANS. Humarhöfnin var opnuð sumarið 2007 af tvennum hjónum, þeim Ara Þorsteinssyni og Maríu Gísladóttur auk Önnu Þorsteinsdóttur og Ólafs Vilhjálmssonar. Eins og nafnið gefur til kynna þá sérhæfir Humarhöfnin sig í humarmáltíðum, sem hæfir vel í humarbænum Höfn! Veitingastaðurinn er í verslunarhúsi Kaupfélags Austur-Skaftafellinga en húsið var alfarið byggt af heimamönnum á árunum 1936-1937. Lögðu eigendur metnað sinn í að halda í sjarma hússins við endurgerð þess og óhætt er að segja að gestir Humarhafnarinnar njóti sérstæðrar humarupplifunar í einstöku umhverfi. Þess má einnig geta að Humarhöfnin hlaut umhverfisviðurkenningu Hornafjarðar fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækisins árið 2013. Töluvert hefur verið að gera undanfarið í að taka við umsóknum og leiðbeina fólki sem hefur áhuga á sækja um í VAKANN að sögn Áslaugar þannig að vakningin er alltaf að verða meiri sem er mjög ánægjulegt. Að sögn Maríu eiganda Humarhafnarinnar er vinnan við umsóknarferlið vel þess virði að fara út í og bætir við að það sé „ofsalega hollt fyrir öll fyrirtæki að fara í svona heildstæða naflaskoðun í sínum rekstri.“ Þess má geta að viðmið fyrir gististaði munu svo verða tekin í notkun á fyrrihluta næsta árs og þá geta þeir sem eru með gistirekstur farið að sækja um. Þar með verður VAKINN orðinn að heildstæðu gæða-og umhverfiskerfi þar sem markmiðin eru að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi.

Frá Sundlaug Hornafjarðar Um leið og starfsfólk sundlaugar óskar öllum gleðilegrar hátíðar, auglýsum við opnunartímann hjá okkur yfir jólahátíðina. Þorláksmessa................................. kl. 06:45 - 21:00 Aðfangadagur................................ kl. 06:45 - 11:00 Jóladagur....................................... LOKAÐ Annar í jólum................................ LOKAÐ Gamlársdagur................................ kl. 06:45 - 11:00 Nýársdagur.................................... LOKAÐ

Sjáumst í hátíðarskapi. Sundlaug Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

13

Gott ár hjá akstursíþróttafólki Mótókross sumarið 2013

Mikið hefur verið um að vera hjá Akstursíþrótta félagi Austur Skaftafellsýslu (ASK) á árinu 2013. Ráðist var í miklar endurbætur við brautina og umhverfið í kring, enn er mikið eftir sem verður unnið á næstu árum. Það voru margir sem komu og hjálpuðu til á brautinni í sumar og þökkum við hér með þeim fyrir alla aðstoð. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem styrktu okkur á árinu fyrir sitt framlag. Sumarið byrjaði á því að sex keppendur frá ASK fóru á mót á Klaustri og var það mjög skemmtilegt og fóru allir glaðir og ánægðir heim að móti loknu. Ætlunin er að fjölmenna á þetta mót á næsta ári. Haldin voru tvö mótorkrossnámskeið á árinu. Fengum við Eyþór Reynisson sem er einn af okkar bestu mótorkross ökumönnum landsins til að koma til okkar og sjá um allt saman. Margir sóttu námskeiðið allveg frá 9 ára upp í 41 árs. Gríðarlegar framfarir sáum við hjá krökkunum eftir námskeiðið og er ætlunin að halda fleiri slík á komandi árum. Þrír iðkendur frá ASK tóku þátt í Íslandsmótinu í mótorkrossi s.l. sumar. Þau stóðu sig með eindæmum vel. Mótin voru 5 talsins og víðs vegar um landið Selfossi, Akranesi, Akureyri,Mosfellsbæ og Bolaöldu við Litlu Kaffistofuna. Ragna Steinunn Arnarsdóttir og Róbert Marvin Gunnarsson tóku þátt í öllum 5 mótunum. Ragna Steinunn endaði sumarið með 224 stig og hafnaði í 2. sæti einungis 8 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum. Róbert Marvin endaði sumarið með 109 stig og hafnaði í 6. sæti. Axel Orri Arnarsson tók þátt í 3 mótum af fimm endaði sumarið með 79 stig og hafnaði í 6. sæti. Glæsilegur árangur hjá þeim. Ragna Steinunn var valin „Nýliði ársins 2013“ á lokahófi MSÍ, það verður gaman að fylgjast með ASK iðkendum á næstu árum á brautinni. Unglingalandsmót var haldið á Hornafirði um Verslunarmanna helgina og tóku 29 keppendur af öllu landinu þátt. Sex keppendur voru frá ASK það voru Arnar Freyr Valgeirsson, Auðunn Ingasson, Axel Orri Arnarsson, Jóel Ingason, Ragna Steinunn Arnarsdóttir og Sindri Blær Jónsson. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og unnu til margra verðlauna. Á Unglingalandsmótinu fengum við fullt af fólki héðan og þaðan til að hjálpa okkur t.d. í tímavörslu, flaggara, ræsi, dómgæslu, mótstjórn og margt fleira og viljum við þakka öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við allt saman. Þetta er svona smá samantekt frá okkur, mikið og gott verk hefur verið unnið og mikil vinna er eftir sem er bara gaman að halda áfram með. Við eigum fullt af flottum mótókross ökumönnum sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Óskum öllum AusturSkaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samveruna á árinu sem er að líða.

Úlfar og Unnur

Torfærufeðgarnir gerðu það gott á árinu

Jón Vilberg Gunnarsson gerði það gott á árinu eins og sl. ár. Hann varð Íslandsmeistari, náði í götubílaflokki annað árið í röð og var í fyrsta sæti í öllum keppnum sem hann tók þátt í nema einni þar sem hann hafnaði í öðru sæti. Sömuleiðis fékk hann tilþrifaverðlaunin í öllum keppnum nema einni. Gamli maðurinn Gunnar Pálmi Pétursson, faðir Jóns Vilbergs , varð Íslandsmeistari í flokki götujeppa í sandspyrnu. Jafnframt átti hann gott „comeback“ eftir 13 ára hlé í torfæru í Skien í Noregi.

Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum Viðskiptin á árinu sem er að líða.

Húsgagnaval

Óskum öllum Hornfirðingum og nærsveitungum gleðilegra jóla. Þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Hátíðarkveðjur

Lónið Sendi viðskiptavinum mínum, sem og öllum Austur-Skaftfellingum, hugheilar jóla og nýárskveðjur, með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

Ögmund ehf


markhönnun ehf

í jólaskapi

Jólakjöt frá SS, keA, Fjallalambi,kjarnafæði og kjötsel á frábærum verðum!

Jóakim

3.798 kr Besta svarið

4.990 kr

Meistarasögur

1.995 kr

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


Macintosh epli

Munið gjafakOrtin

1,36 kg

50%

afsláttur

294 kr/pk

Verð áður 588 kr/pk

Akureyri

BOrGArNeS eGiLSSTAÐirMackintosh GriNDAVÍk 820gr reykJANeSBÆr kr/pk HVerAFOLD HÖFN

12. FIM

10 - 22

10 - 19

13. FÖS

10 - 22

14. LAu 15. SuN

Celebrations 750g kr/pk

SALAVeGur

Toblerone 400g MJÓDD kr/pk GrANDi SeLFOSS

10 - 21

10 - 21

10 - 20

DAG&NÓTT

10 - 19

10 - 21

10 - 21

10 - 20

DAG&NÓTT

10 - 22

10 - 18

10 - 21

10 - 21

10 - 20

DAG&NÓTT

12 - 18

12 - 19

12 - 18

10 - 20

10 - 21

10 - 21

10 - 20

DAG&NÓTT

10 - 22 Akureyri 10 - 22

12 - 18 BOrGArNeS eGiLSSTAÐir 10 - 19 GriNDAVÍk 10 - 19 reykJANeSBÆr HÖFN 10 - 19

10 - 21 HVerAFOLD 10 - 21

10 - 21 SALAVeGur 10 - 21

10 - 20 SeLFOSS 10 - 20

10 10 -- 22 22 10 10 -- 22 22

10 -- 22 19 10 10 10 -- 19 22

10 -- 22 21 10 10 10 -- 21 22

10 10 -- 21 22 10 10 -- 21 22

10 10 -- 20 22 10 10 -- 20 22

MJÓDD GrANDi DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT

10 22 10 -- 22 12 18 10 -- 22

10 18 10 -- 22 12 18 10 -- 22

10 21 10 -- 22 12 -- 22 19 10

10 21 10 -- 22 12 18 10 -- 22

10 20 10 -- 22 10 -- 22 20 10

16. MÁN MÁN 23. 17. Þri ÞRI 24.

10 10 -- 22 23 10 10 -- 22 13

10 10 -- 19 23 10 -- 1913

10 10 -- 21 23 10 10 -- 2113

10 10 -- 21 23 10 10 -- 2113

10 10 -- 20 23 10 10 -- 20 13

18. 25. 19. 26.

10 - 19 10 - 22 LOkAÐ LOkAÐ Tilboðin gilda 10 - 22 10 - 22 LOkAÐ LOkAÐ

10 - 21 LOkAÐ 10 - 22 desLOkAÐ

10 - 20 LOkAÐ 10 - 22 LOkAÐ

1.999

Opið fram 16. MÁN 17. ÞRI að jólum 18. MIÐ 12. FIM 19. FIM 13. FÖS FÖS 20. 14. LAU LAu 21. 15. SUN SuN 22.

MIÐ MiÐ FIM FiM

10 - 22

1.698

10 - 21 LOkAÐ 10-- 22. 22 19.LOkAÐ

989

DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT DAG&NÓTT

DAG&NÓTT OPiÐ TiL 13 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt1010með og1010myndavíxl | Vöruúrval verslana. DAG&NÓTT -- 22 10 10 10 22 -- 22 20. FÖS LOkAÐ 21 10 -- 22 21 getur verið 10 -- 22 20breytilegt milli 10 -- prentvillur 19 19 fyrirvara um 27. FÖS


16

Fimmtudagur 19. desember 2013

Gömludansaball heima í stofu

Eystrahorn

Aðstandendur Eystrahorns senda lesendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.

Út er að koma hljómdiskur sem heitir Gömludansaball með Karlakórnum Jökli. Um er að ræða 14 lög, 40 mín. sem sett eru upp sem dansleikur af gömludansaprógrammi kórsins. Kórinn hefur verið að syngja inn þessi lög undanfarið ásamt hljómsveit. Diskurinn er tekinn upp og unnin hér á Höfn og allir þeir sem spila eru núverandi eða fyrrverandi meðlimir kórsins. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa disk fyrir jól geta snúið sér til kórfélaga. Diskurinn kostar kr. 2500,-

Óskum öllum Austur Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum frábærar viðtökur á árinu sem er að líða.

Hornfirska Skemmtifélagið

Auglýsing um deiliskipulagsgerð Sveitarfélagsins Hornafjarðar HSSA og Krossey

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 12. des. 2013 að auglýsa tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir Krossey og þjónustu og íbúðarsvæði rétt við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands (HSSA) skv.1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 12. des. 2013 að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi 2012-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr.105/2006 um umhverfismat áætlana.

Deiliskipulagstillögur fela í sér eftirfarandi; Krossey: Markmið með gerð deiliskipulagsins er að skilgreina umferð og atvinnusvæði skýrar. Skapa forsendur til stækkunar lóða og tryggja öryggi vegfarenda. Skapa umgjörð sem hæfir starfsemi á hafnarsvæði og tryggja öryggi. HSSA: Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða endurskoðun á aðalskipulagi 2012-2030 skv. 2. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er samkvæmt nýju aðalskipulagi sem er í kynningu. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að: Að tryggja eðlilegan vöxt HSSA í samræmi við þarfir samfélagsins og að aðstaða sé í samræmi við lög. Að tryggja aukið framboð þjónustuíbúða í tengslum við starfsemi hjúkrunarheimilis. Að bæta umhverfi og þjónustu við núverandi notendur og vinnuaðstöðu þeirra sem þar starfa. Að auka framboð á eftirsóknarverðum íbúðum í sveitarfélaginu. Deiliskipulagstillögurnar ásamt fylgigögnum verða til sýnis í Ráðhúsi Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 19. des. 2013 til og með 10. feb. 2014 einnig á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.hornafjordur.is/stjornsysla. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. feb. 2014 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson umhverfis-og skipulagsfulltrúi

Nýtt aðalskipulag sem tekur til tímabilsins 2012-2030 er endurskoðun á aðalskipulagi 1998-2018. Endurskoðun hefur staðið yfir undanfarin ár og felur í sér margvíslega greiningarvinnu, samráð hefur verið haft við íbúa og hagsmunaðila með kynningafundum og auglýsingum. Aðalskipulagstillagan ásamt fylgigögnum liggur frammi í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 27, Höfn virka daga á opnunartíma frá 19. des. til og með 10. feb. 2014. Sömu gögn eru einnig til sýnis hjá Skipulagstofnun, Laugarvegi 166, 3. hæð. Athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 29. okt. 2013 eru lagðar fram með aðalskipulagstillögunni ásamt viðbrögðum sveitarfélagsins sem samþykkt voru 12. des. 2013. Tillöguna og önnur kynningargögn má nálgast á vef sveitarfélagsins http://www.hornafjordur.is/stjornsysla. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur. is eigi síðar en 10. febrúar 2014. Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Jaspis

Snorri og Heiða Dís Litlubrú 1 780 Höfn

Auglýsing um lýsingar deiliskipulaga Sveitarfélagsins Hornafjarðar Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 12. des. 2013 að auglýsa lýsingar á nýjum deiliskipulagstillögum skv.1.mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingar deiliskipulagstillagnanna fela í sér eftirfarandi; Fjallsárlón, markmið: Að skilgreina ramma fyrir uppbyggingu áningastaðar fyrir ferðamenn, Aðsókn ferðamanna að lóninu og nágrenni þess hefur aukist verulega og sumarið 2013 var boðið upp á siglingar á því. Nónhamar á Hofi, lýsingin er auglýst samhliða endurskoðun á aðalskipulagi 2012-2030 skv. 2. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið: Að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu. Holt á Mýrum, markmið: Að þróa byggð í samræmi við þær byggingar sem fyrir eru á skipulagssvæðinu. Gert er ráð fyrir að útbúnar verði einbýlis-og raðhúsalóðir og aðstaða bætt við félagsheimilið Holt. Lýsingar ásamt fylgigögnum verða til sýnis í Ráðhúsi Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 19. des. 2013 til og með 14. jan. 2014, og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. jan. 2014 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson umhverfis-og skipulagsfulltrúi

17

Bestu óskir um gleðileg jól til allra þeirra sem sýnt hafa okkur vinsemd og veitt aðstoð. Blessun og farsæld fylgi ykkur. Valgerður og Benedikt Hafnarbraut 47

Kæru ættingjar og vinir. Bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum liðnar stundir.

Hanna og Einar, Miðtúni 14 Innilegar jóla- og nýárskveðjur til vina og vandamanna. Þakka fyrir öll liðnu árin.

Leifur Benediktsson Víkurbraut 30 Kæru Hornfirðingar og nærsveitamenn. Ég sendi ykkur mínar bestu jóla- og nýársóskir með kæru þakklæti við kaup á jólakortum frá MS félaginu.

Kær kveðja, Valgeir Hjartarson Nýibær Guesthouse óskar Hornfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða

Nýibær Guesthouse, Hafnarbraut 8 Gauti og Ragnheiður

Hársnyrtistofan Flikk Sími 478-2110 Óska öllum Hornfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Jólakveðjur

Birna Sóley hársnyrtimeistari


18

Fimmtudagur 19. desember 2013

Eystrahorn

Á ströndinni um jólin Vilborg Isabel heitir 17 ára gömul stelpa sem við töluðum við um upplifun hennar af jólunum. Isabel er fædd í Chile og hefur búið þar alla sína ævi ásamt fjölskyldu sinni. Isabel kom til Íslands síðasta sumar og verður hér þangað til í mars á næsta ári, hún dvelur hjá Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur, móðursystur sinni. Hennar helstu áhugamál eru skíði og að vera með vinum sínum. Foreldrar Isabel eru Grímur Ólafur Eiríksson og Bryndís Unnur Sveinbjörnsdóttir. Þau fluttu til Chile ásamt systkinum Isabel, Rannveigu og Friðriki, þegar pabbi þeirra fékk atvinnutilboð til eins árs, og fékk þann valkost að vinna í Reykjavík eða Chile og þau ákváðu að prófa Chile, og hefur fjölskylda hennar nú dvalist þar í 20 ár. Þau búa í litlum bæ í Suður-Chile sem heitir Coyhaique og er íbúafjöldinn þar er um 60 þúsund manns. Faðir hennar vinnur á skrifstofu í Chile tengda HB Granda en móðir hennar er heimavinnandi. Systir Isabel, Rannveig er tveggja barna móðir,er tannlæknir og trúlofuð manni frá Chile, en bróðir hennar, Friðrik er að klára háskóla og á kærustu í Chile. Í Chile er skólinn frá 8-18 á daginn, það er mikill lærdómur og nánast próf á hverjum degi. Fyrstu átta bekkirnir er skylda í Chile, en eftir það er svokallaður framhaldsskóli en nánast allir, og sérstaklega þeir sem ætla sér að halda áfram að læra fara í, sá skóli eru fjórir bekkir í lok síðasta ársins er lokapróf sem þú þarf að standast til þess að komast í háskóla. Í Chile hefur ríka fólkið þann kost að senda börnin sín í einkaskóla sem eru dýrari og veita meiri menntun. Eins og áður kom fram eru skólarnir í Chile strangari og meiri metnaður en í skólum á Íslandi, og þar eru engir verklegir áfangar í skólum, líkt og hönnun og ljósmyndun, þar eru eingöngu bóklegir áfangar. Í Chile þurfa nemendur að mæta í skólabúningum og ef þeir mæta ekki í þeim þá þurfa þau að fara heim og hafa fataskipti. Strákar eiga að vera stuttklipptir og stelpur mega ekki vera með naglalakk né mikið málaðar. Félagslífið tengt skólanum er lítið sem ekkert. Það nám sem Isabel stundar núna í Framhaldsskólanum hér á Höfn fær hún ekki metið

Isabel ásamt foreldrum sínum og bróður

Isabel ásamt systkinum sínum og systurdóttur, á jólunum í Chile 2012.

Jól í Chile.

í skólanum sem hún gengur í í Chile, svo þegar hún fer aftur til Chile þarf hún að halda áfram með árgangnum fyrir neðan í skólanum. Á virkum dögum lærir Isabel og um helgar fer hún út með vinum sínum. En á sumrin fer hún oft á ströndina með vinum sínum og fjölskyldu, en það er ekki mikið um það að unglingar fái vinnu

á sumrin í Chile eins og hér á Íslandi. Á veturna snjóar mikið og fer hún mikið á skíði með fjölskyldu sinni og til dæmis kennir hún með systkinum sínum í einhverskonar hópkeppnum á skíðum. Í Suður-Chile, þar sem fjölskylda Isabel býr er mikið borðað af kjötsúpu, lambakjöti, baunum og hálfmánakökum með

kjötfyllingu, en þessar kökur er týpískur réttur í Chile. Þá er mikið borðað af baunum. Þar er þjóðbúningur og þjóðdans sem heitir Cueca en íbúar í Chile halda upp á þjóðhátíðardag sinn þann 18. september. Jólin sem fjölskyldan heldur í Chile eru svipuð þeim sem haldin eru hér á landi, en fjölskyldan leggur mikið upp úr því að hafa jólin sem líkust jólum á Íslandi. Meirihluti fólks í Chile er kaþólskt svo að þeir eru að fagna fæðingu Jesús rétt eins og við Íslendingar. Þrátt fyrir það heldur fólkið sem býr í Chile ekki jafn hátíðleg jól, en þeirra stærstu hefðir sem við þekkjum er að þau eru mikið saman yfir hátíðirnar og setja upp jólatré. Hins vegar skreytir fólkið ekki jafn mikið, og jólakökubakstur er ekki stórtækur, fólk klæðir sig almennt ekki jafn fínt og gert er hér á Íslandi. Þegar jólin eru í Chile er sumarið nýbyrjað svo það er ekkert rosalega jólalegt og jólaljós því af skornum skammti, þau hafa ekki jafn mikla merkingu og á Íslandi, og Isabel finnst stemningin töluvert minni. Fólk fer jafnvel á ströndina yfir hátíðarnar. Maturinn á aðfangadag spilar ekki jafn stóran hluta af jólunum eins og á Íslandi. Í Chile er bara einn jólasveinn og hann kemur á aðfangadag, svo að það er ekki sú hefð að setja skóinn út í glugga. Við komumst að því að hefðir tengdar jólum eru langt frá því að vera jafn margar og á Íslandi Eins og fyrr sagði leggur fjölskylda Isabel mikið upp úr því að hafa jólin sem líkust íslenskum jólum og fær fjölskyldan pakka af mat og ýmsu öðru jólalegu frá ættingjum heima á Íslandi. Vilborg Isabel kom oft hingað til Íslands yfir hátíðarnar og eyddi tímanum með fjölskyldu sinni en hún hefur ekki upplifað íslensk jól í um það bil 7 ár. Henni finnst jólin hér á Íslandi vera mun notalegri og skemmtilegri en í Chile vegna þess að hér er meiri náð, meiri snjór og allt er miklu jólalegra. Hér er líka fólk sem hún þekkir, eins og frændur hennar og frænkur. Heiðdís Anna og Ívar Örn nemendur í fjölmiðlafræði í FAS.


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

Firmakeppni Sindra

19

Jólaball í Nesjum

Firmakeppni Knattspyrnudeidar Sindra verður haldin í Bárunni 28. desember kl. 14:00 Keppt verður í kvenna-, karla- og lávarðardeild. 4+1 í liði og skráningargjald er 25.000- kr. Skráning sendist á sindri@hfn.is

Jólabrids Árlegur jólatvímenningur Sindra verður spilaður í Ekru mánudaginn 30. desember kl. 19:30.

Gamlárshlaup Sindra Gamlárshlaupið verður 31. desember kl. 11:00. (ef veður og færð leyfa). Hlaupið frá Sundlauginni. Val á milli 3ja km og 5 km hlaup.

Síðasti séns! Dúndurtilboð á sportvörum Allt að 70% afsláttur og að auki tveir fyrir einn. Greitt fyrir dýrari hlutinn. Verðum á Víkinni, efri hæð laugardaginn 21.desember kl. 12:00 - 17:00. Sjáumst Hafdís og Gunnhildur

Þú finnur jólagjöfina hjá okkur Glæsilegir skartgripir, kortaveski frá veski.is, sjónaukar frá sjonaukar.is og margt fleira Tax free á borðstofuborðum, sófaborðum o.fl. Ekki missa af þessu tækifæri Kaffi á könnunni - Verið velkomin

Húsgagnaval

Jólaballið í Nesjum á sér langa hefð. Frá fyrstu árum kvenfélagsins Vöku, sem stofnað var árið 1945, hefur það staðið fyrir jólatrésskemmtun og lengi vel var það ein aðal samkoma ársins. Þar komu saman börn og fullorðnir og skemmtu sér við spil, dans og leiki. Og ekki má gleyma súkkulaðinu og kökunum. Einning litu jólasveinarnir úr Ketilaugarfjallinu alltaf í heimsókn. Þó margt hafi breyst í áranna rás er Jólaballið enn haldið í Nesjum. Að þessu sinni verður það í Mánagarði 28. desember kl. 15. Allir eru velkomnir bæði börn og fullorðnir og eins ævinlega er aðgangur ókeypis.

Hársnyrtistofan Flikk Sími 478-2110

Ný sending af skartgripum frá GULLKÚNST. Herra og dömu ilmir. Úrval af gjafavöru.

Opnunartími:

Laugardinn 21. desember kl. 13:00 - 17:00 Sunnudaginn 22. desember kl. 13:00 - 16:00 Þorláksmessu 23. desember kl. 11:00 - 22:30 Mánudaginn 30. desember kl. 13:00 - 17:00 Á nýju ári verður LOKAÐ til 13. janúr

Verið velkomin, Birna Sóley

Atvinna næsta sumar Get bætt við mig starfsfólki í umbúnað og þrif og þjónustu í sal, ásamt móttöku gesta. Einnig við matreiðslu í veitingahúsi. Upplýsingar gefur Ásmundur Gíslason

í síma 478-1550 eða 858-5950


20

Fimmtudagur 19. desember 2013

Eystrahorn

Eldamennskan á heilbrigðisstofnuninni er þakklátt starf Kristján Guðnason matreiðslumann þekkjum við flest en hann er yfirmaður mötuneytisins á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Í tilefni af hátíðarhöldum framundan ætlar Kristján að gefa okkur uppskrift og matseðil eins og hann og fjölskylda hans hafa haft síðustu tíu ár á gamalárskvöldi. Í leiðinni forvitnaðist blaðamaður um störf hans í mötuneyti HSSA. „Þetta er góður vinnustaður og gott starfólk. Eldhúsið er staðsett í aðalbyggingu HSSA og aðstaðan er vel viðunandi og gott að Kristján í matsalnum í Ekru. matreiða þar. Mötuneytið þjónar vistmönnum og starfsfólki á hjúkrunar- og dvalarheimilinu ásamt starfsfólki á heilsugæslustöðinni, samtals eru yfir 40 manns sem fá fæði allan sólahringinn eftir þörfum. Einnig gefst öldruðum tækifæri

til að borða í Ekrunni en þar eru oftast um 30 manns í hádegismat alla virka daga og hjá málefnum fatlaðra eru upp undir 10 manns í mat. Þar fyrir utan eru sendir hádegismatarbakkar heim til eldra fólks og geta það verið á bilinu 5 – 25 bakkar alla daga vikunnar. Mikil áhersla er lögð á að hafa góðan, hollan og heimilislegan mat. Ég er sérstaklega ánægður með áherslur hjá nýjum framkvæmdastjóra Matthildi Ásmundardóttur varðandi heilsueflingu á stofnuninni þ.m.t. heilsubætandi mataræði. Við notum mjög lítið unnar matvörur og útbúum sósur, súpur annað sem hægt er allt frá grunni. Að lokum óska ég öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum.“

Úrbeinaður kalkúnn m/ heslihnetu- og sveppa fyllingu og púrtvínssósu • 3,5-4 kg kalkúni • 150g smjör til að pensla kalkúninn með • Salt og pipar. Byrjið að úrbeina kalkúninn. Notið beininn og innmatinn úr kalkúninum til að búa til sósu. Fyllið kalkúninn saumið saman og bindið. Nuddið hann með salt og pipar og setjið inn í 220 °c heitan ofn. Lækkið hitann niður í 200°c eftir 30min og steikið áfram í u.þ.b. 2 klst. og 15 mín. eða 40 mín. á hvert kg, penslið hann af og til með bræddu smjöri.

Bræðið smjör í potti og hrærið hveitinu saman við jafnið með soðinu 1 og 1 dl í einu. Bætið sinneðinu út í þá púrtvíninu og rjómanum smátt og smátt og hrærið vel kryddið með salti og pipar. Hellið að síðustu steikingarsafanum af kalkúninum út í sósuna. Smáskvetta af koníaki

Heslihnetu- og sveppafylling • 150g smjör • 350g sveppir sax • 200g laukur sax • 1 stilkur sellerí sax • ½ búnt steinselja sax eða 2msk þurrkuð • 1 msk. sage (salvía) • 300g skinka sax • 100g heslihnetur ristaðar og sax • 150g (ca. 3bollar) brauð • 3 stór egg • 2dl rjómi • 1/2 tsk. salt • 1tsk ferskur pipar Bræðið smjör í stórum potti og látið grænmeti + steinselju, salvíu og skinku krauma í smjöri í 10min eða uns grænmeti er mjúkt. Bætið nú hnetum og brauði í pottinn og látið fyllinguna kólna lítillega. Hrærið þá eggjunum og rjómanum saman við og kryddið með salti og pipar (má útbúa deginum áður)

Púrtvínsósa • • • • • • •

100g smjör 100g hveiti 4dl kalkúnasoð (sjá soð) 2tsk díjón sinnep 2dl púrtvín 2dl rjómi Salt og pipar

Kalkúnasoð • • • • • • •

Beinin og innmatur 50g smjör 1gulrót skorinn í nokkra bita 1laukur grófsaxaður 1stilkur sellerí í bita ½ l vatn 1tsk piparkorn + 1tsk salt

Höggvið bein í hæfilega bita og brúnið þau í smjörinu ásamt innmat og grænmetinu í stórum potti. Bætið vatninu, piparkornunum og saltinu í pottinn, látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 2 ½ klst. Fleytið sorann ofan af soðinu af og til. Látið soðið krauma án loks þegar ½ klst. er eftir af suðutímanum. Og hækkið þá aðeins hitann. Látið soðið kólna, fleytið fituna af og síið soðið. Má útbúa daginn áður.

Kartöflumús í jólafötum • • • • • • •

1kg stórar kartöflur 50g smjör 1dl vatn 80g hveiti ½ tsk. salt ¼ tsk. ferskur pipar 1msk þurrkuð steinselja

Vefjið kartöflurnar í álpappír og bakið í 225°c heitum ofni í 40min eða uns þær eru meyrar. Setjið smjör og vatn í pott og hitið uns smjörið er bráðnað, bætið þá hveitinu saman við og hrærið uns þetta þykknar. Takið af hitanum. Afhýðið kartöflur og maukið í hrærivél eða blandara, bætið smjörbollunni, salti og pipar og steinseljunni saman við og hrærið vel. Hitið olíuna í stórum potti með þykkum botni uns hún kraumar. Setjið túðu með stjörnumunstri í rjómasprautu og fyllið hana með kartöflumús sprautið 4-5cm lengjur ofan í olíuna – best að halda sprautunni í vinstri hendi og skærum í hægri og klippið. Steikið í 10-15 sek. (Einnig má gera daginn áður og setja á bökunarpappír á plötu og baka í ofni)

Créme Brúlée • • • • •

400ml rjómi 100ml mjólk 1 vanillustöng 75g sykur 5 eggjarauður

Hitið rjóma mjólk sykur og vanillufræ og stangir að suðu, takið pottinn af hellunni og takið stangirnar. Eggjarauður settar í skál og heitri rjómablöndunni hellt hægt saman við og hrærið rösklega á meðan. Skipt niður í 4 form og sett í ofnskúffu og heitu vatni hellt í heitu skúffuna þannig að það nái upp á hálf formin. Bakið í ca 20min við 165°c. Brúléeið er síðan kælt í 1-2 klst. þá er sykri stráð yfir og sykurinn brenndur með brennara eða í grilli í ofni.


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

21

Handraðinn flytur

Tímamót eru hjá Handraðanum nú um áramótin, en þá flytur hann úr húsnæði N1 á Vesturbraut í húsnæði sem tekið hefur verið á leigu að Víkurbraut 4. Handraðinn, sem er félag handverksfólks á Hornafirði, verður 20 ára þann 25. apríl á næsta ári og hefur rekið verslun með muni félagsmanna sinna frá stofnun félagsins. Hefur salan aukist jafnt og þétt í þessi 20 ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Handraðinn flytur sig milli húsa, því það hefur hann gert sjö sinnum áður. Hjá N1 á Vesturbraut hefur Handraðinn verið í ágætu leiguhúsnæði í tæp þrjú ár og vill félagið þakka húseiganda fyrir góða aðstöðu og starfsfólki N1 fyrir góð samskipti. Vegna flutninganna verður Handraðinn lokaður um óákveðinn tíma eftir áramót, en til að koma til móts við viðskiptavini verður verslunin opin föstudaginn 27. og laugardaginn 28. desember. Handraðinn óskar öllum félagsmönnum sínum, viðskiptavinum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með von um að sjá sem flesta á nýjum stað á nýju ári.

Þessi snillingur verður 50 ára þann 28. desember nk. og af því tilefni verður hann með heitt á könnunni frá kl. 14:00 þann dag að Höfðavegi 6. Síðustu söludagar grænmetis- og kjötmarkaðar í Miðbæ eru föstudag og laugardag næstkomandi. Opið kl.13:00 - 18:00. Við þökkum góðar móttökur undanfarnar helgar. Kjötmarkaður verður heima á Miðskeri mánudaginn 30.desember kl. 13:00 - 16:00

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

F.h. Handraðans, Guðbjörg Sigurðardóttir formaður

Anna og Ari Pálína og Sævar

Veitingahúsið Víkin Á Þorláksmessukvöld verður pizza og pastahlaðborð frá 18–20:30. FríD fyrir 5 ára og yngri. 1200 kr. fyrir 6–14 ára. 1800 kr. fyrir 15 ára og eldri. Innifalið gos eða safi. Hið Alíslenska Stuðlaband frá Selfossi verða svo eiturhressir að spila á jólaballi föstudagskvöldið 27. des. frá 23:30 – 03:00. SkemmRð ykkur vel yfir háSðirnar og gangið hægt um gleðinnar dyr með bros á vör ☺ og dansið fram á RAUÐA NÓTT. 18 ára aldurstakmark. Munið skilríkin. Áramótaballið verður svo á sínum stað og hefst kl. 01 e\ir miðnæ]. Snillingarnir í The Fünkedelics spila og syngja ykkur inní nýja árið og verður gamla árið kvaD með stæl. Aldurstakmark er 18 ára og ekki gleyma skilríkjunum.

VeiRngahúsið Víkin óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskipRn á árinu sem er að líða.


22

Fimmtudagur 19. desember 2013

Eystrahorn

Við erum spennt fyrir nýjum áskorunum Það er alltaf ánægjulegt þegar ungt og velmenntað fólk tekur sig upp og flytur út á landsbyggðina af höfuðborgarsvæðinu. Á þessu ári fluttu til Hafnar hjónin Auðun Helgason lögfræðingur og Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur. Þau eru ekki alveg óþekkt en Auðun er fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu og Vala gerði vinsæla sjónvarpsþætti um fornsögurnar og fornleifafræði. Ritstjóra þótti áhugavert að taka við þau viðtal og forvitnast um hagi þeirra og áhuga á að koma hingað austur.

Komum að sunnan „Ég flutti í Hafnarfjörðinn árið 1977, þá þriggja ára gamall og ólst upp í norðurbænum“, sagði Auðun. „Pabbi er Tálknfirðingur en móðir mín er Hafnfirðingur. Ég bjó á Hjallabrautinni ásamt fimm systkinum mínum. Ég á margar ógleymanlegar minningar af uppvaxtarárunum enda var hverfið fullt af börnum og unglingum. Hverfið var að byggjast upp á þessum árum þannig að leiksvæðin voru eins og kofaborg á sumrin. Þar sem svæðin voru auð var spilaður fótbolti frá morgni til kvölds. Við bjuggum á Hjallabrautinni sem kennd er við skreiðahjalla sem áður stóðu í hrauninu. Mamma talaði um að á þessu svæði hefði hún komið sem lítil stelpa til að þurrka fisk. Nú var öldin önnur þó svo einstaka hjallar stæðu áfram. Þar var þó oft klifrað og leikið.“ „Foreldrar mín fluttu hingað til Hafnar árið 1973, sagði Vala. „Við erum fimm systkinin og eru þau öll fædd hér á Höfn nema ég fæddist í Reykjavík. Við bjuggum hér þar til ég var 13 ára en þá fluttum við suður til Reykjavíkur. Hér var gott að alast upp, náttúran er svo mótandi og svo var margt að gera fyrir unga krakka, öflugt íþróttastarf og mikið frelsi. Það hentaði mér vel þar sem ég var í meira lagi ofvirk.“

Fjölskyldan

Auðun Gauti, Sveinbjörg Andrea og Álfhildur.

„Við kynntumst haustið 1992. Ári síðar vorum við bæði flutt að heiman. Tveimur árum síðar eignuðumst við stelpu sem heitir Sveinbjörg Andrea og er hún 19 ára í dag. Á þessum tíma var ég í Versló og Vala í Kvennó. Já, það var ekkert verið að bíða með hlutina. Níu ár liðu þangað til við eignuðumst Auðun Gauta en hann er 10 ára í dag. Síðan eigum við Álfhildi sem er yngst en hún er fædd í október 2005.“

Fótboltinn fyrirferðamikill „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum“, sagði Auðun. „Sem ungur maður æfði ég sund, handbolta og fótbolta. Einn vetur æfði ég meira að segja fimleika. Ástæðan! Líklegast stelpurnar í bekknum. En fótboltinn togaði meira! Á unglingsárunum

Í landsleik gegn Tékkum. Pavel Nedved, einn af heimsklassaleikmönnum Tékka sækir að Auðunni.

horfði ég mikið á fótbolta. Þar var HM og EM í miklu uppáhaldi. Stjörnur á borð við Maradonna, Platini, Sókrates, Gullit og Van Basten heilluðu mig. Draumurinn var að verða atvinnumaður í fótbolta eins og þeir. Í mars 1995 fékk ég boð frá Chelsea um að æfa með félaginu. Ég fór utan og æfði og spilaði í hjarta varnarinnar hjá varaliði Chelsea. Glenn Hoddle var þá framkvæmdastjóri. Mér gekk vel og hann bauð mér samning fram á vorið. Þetta var stór áfangi fyrir mig. En á sama tíma var FH að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að lokum fór svo að ég snéri heim um vorið eftir að hafa tognað ílla í bikarleik með varaliði Chelsea. Komið var fram í lok framlengingar þegar ég tognaði aftan í læri. Á þessum tíma var Ken Bates eigandi félagsins. Nokkrum vikum síðar las ég í blöðunum að Chelsea hefði keypt Ruud Gullit. Hann tók stöðuna mína. Það var svekkjandi!“ sagði Auðunn og kímdi. „Tveimur árum síðar rættist síðan draumurinn. Við fluttum til Sviss í september 1997. Dvölin var stutt í Sviss því við vorum kominn til Noregs í febrúar 1998. Við hefðum þó alveg viljað vera lengur í Sviss, enda heimsins bestu ostar og konfekt í Sviss! Ég lék í þrjú ár með Viking frá Stavanger. Hjá Viking átti ég mín bestu fótboltaár. Frá Stavanger lá leiðin til Belgíu. Ég skrifaði undir fjögurra ára samning við Sporting Lokeren. Á þessum tíma var ég fastamaður í frábæru íslensku landsliði. Sigrar á móti Rússum og Tékkum standa upp úr svo ekki sé minnst á jafnteflið fræga á móti Frökkum. Ég fer alltaf að brosa þegar ég hugsa um leikinn enda ótrúleg upplifun. Eftir tvö frábær ár með Lokeren breyttust hlutirnir skyndilega. Ég kjálkabrotnaði ílla í leik með Lokeren vorið 2002. Ég var frá æfingum í 2-3 mánuði. Nýr þjálfari var ráðinn og þá voru örlögin ráðin. Við fluttum til Svíþjóðar í janúar 2003 og settumst að í Lundi. Ég spilaði í Allsvenskan í tvö ár með Landskrona BoIS en Vala stundaði meistaranám í forsögulegri fornleifafræði við Háskólann í Lundi. Tíminn

í Svíþjóð var skemmtilegur. Okkur leið vel enda er Lundur mjög fjölskylduvænn háskólabær. Við eignuðumst marga góða vini í Svíþjóð, bæði íslenska og sænska. Ekkert ósvipað og í Stavanger þó svo hópurinn þar hafi verið einstakur. Þegar ég var í þann mund að endurnýja samning minn við Landskrona í janúar 2005 hringdi FH. Á þessum tíma var Vala einnig að útskrifast frá Lundi og langaði mikið heim að stunda fornleifarannsóknir. FH hafði orðið Íslandsmeistari í fótbolta árið áður í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það voru spennandi tímar framundan hjá FH. Það var því ekki erfið ákvörðun fyrir okkur að flytja heim og fyrir mig að ganga til liðs við mitt uppeldisfélag eftir 10 ára fjarveru. Um haustið rættist síðan enn einn draumurinn þegar ég lyfti Íslandsmeistarabikarnum á heimavelli FH í Kaplakrika.“

Íslandsmeistari með FH.

Auðun og lögfræðin „Ég útskrifaðist sem lögfræðingur í júní sl. frá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ég vann hjá JP Lögmönnum á Selfossi og í Reykjavík samhliða meistaranáminu. Ég hef greinilega alltaf haft mikinn áhuga á lögfræði. Það fékk ég staðfest þegar ég hitti Ella smið fyrir ári síðan. Elli vann hjá pabba í smíðinni í „gamla daga“. Ég hafði ekki hitt Ella í ein 20-25 ár. Ég vann hjá pabba á sumrin á unglingsárunum. Ég man að Elli hafði gaman af því að fíflast í okkur bræðrunum í vinnunni. Elli spurði mig hvað ég væri að gera þessa dagana. Ég sagði honum að ég væri að klára lögfræðina. Elli virtist hissa. Þá sagði hann mér að þegar ég var 14-15 ára þá hefði ég sagt í einum kaffitímanum að ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta og lögfræðingur þegar ég yrði stór. Ekki mundi ég eftir þessu!“

Vala mikið í uppgreftri „Ég er búin að vera í rannsóknum undanfarinn áratug og var nú síðast uppgraftarstjóri á


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

23

Aðalfundur sjómannadeildar Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn að Búðareyri 1 Reyðarfirði laugardaginn 28. desember kl. 14:00 Dagskrá: 1. Skýrsla formanns um liðið starfsár Vala við fornleifauppgröft.

Alþingisreitnum sem er stærsti uppgröftur á Íslandi frá upphafi. Uppgröfturinn tók 5 ár og var ég samhliða því í doktorsnámi við HÍ ásamt kennslu í fornleifafræði við HÍ. Þetta var búið að vera mikil keyrsla. Um það leyti sem ég var að klára Alþingisreitinn sá ég stöðu forstöðumanns Hornafjarðarsafna auglýsta í Morgunblaðinu og var pínu hissa en að sama skapi forvitin. Ég minntist á þetta svona í gríni við Auðun hvort við ættum að skella okkur austur, en svo varð alvara úr gríninu. Við auðvitað veltum þessu töluvert fyrir okkur og þá hvort þetta væri eitthvað sem við treystum okkur til að gera, en svo fór að við stukkum til og hér erum við í dag.“

2. Kjaramál 3. Kosning stjórnar 4. Önnur mál

AFL Starfsgreinafélag Sjómannadeild

Vonast eftir góðri samvinnu við Hornfirðinga „Við erum spennt fyrir nýjum áskorunum. Ég var orðinn frekar óþreyjufullur síðasta vetur í lagadeildinni. Ég vildi byrja að vinna sem fyrst og nýta mér þekkinguna. Nú er ég mættur á Höfn og loksins kominn á fullt. Ég starfa hjá CATO Lögmönnum sem hafa verið með starfsstöð á Höfn undanfarin misseri. Árni Helgason, héraðsdómslögmaður hefur séð um starfsemina á Höfn fram að þessu en nú hef ég tekið við keflinu. Nú er það undir mér komið að veita Hornfirðingum fyrsta flokks lögfræðiþjónustu og ráðgjöf. Ég er mjög spenntur og hlakka mikið til að takast á við hlutina. Ég efast ekki um að það verði nóg að gera og að verkefnin verði fjölbreytt og þroskandi. Það er von mín að fyrirtæki og einstaklingar á Höfn muni leita til CATO þegar kemur að málum sem krefjast aðkomu lögfræðinga.“

Menningararfurinn áhugaverður „Ég þekki umhverfið vel og þó svo liðin séu allmörg ár síðan ég flutti héðan er margt mjög svipað. En samfélagið hér er gott og hér er gott fólk, það skiptir öllu. Ég vona bara að ég geti lagt mitt að mörkum að gera menningararfi Hornafjarðar enn betri skil. Hér er svo einstök saga allt frá upphafi landnáms til okkar daga sem þarf að vera sýnilegri fyrir okkur sem hér búum og okkar gesti.“

Við erum bjartsýn á veruna hér „Vala og börnin fluttu á Höfn í sumar. Í byrjun sumars tók ég að mér þjálfun í höfuðborginni sem varð til þess að ég var í bænum fram á haust. Ég var þó ekki einn þar sem elsta dóttir okkar býr áfram í Hafnarfirðinum. Ég nýtti þó hvert tækifæri í sumar til heimsækja fjölskylduna. Mér leið alltaf vel þegar ég var kominn á Höfn. Það auðveldaði hlutina mikið fyrir mig að heyra og finna að fjölskyldunni leið vel hér fyrir austan. Krakkarnir voru fljótir að aðlagast og eignast vini. Frá því ég kom fyrst í sumar þá fann ég fyrir miklum krafti og meðbyr í samfélaginu. Hér er fullt að gerast í ferðaþjónustu og sjávarútvegi, menningarmálum og íþróttum. Þessi fyrsta upplifun mín hefur síður en svo breyst eftir að ég settist að. Tækifærin eru víða, bæði til sjávar og sveita. Mér finnst frábært að geta farið út í sveit og keypt landbúnaðarvörur beint frá bændum. Það þarf ekkert að efast um uppruna og gæði þeirrar vöru. Í bænum er líka íþróttaaðstaðan til fyrirmyndar. Í því felast mikil lífsgæði, ekki síst fyrir börnin. Við erum því full bjartsýni og hlökkum til að kynnast héraðinu betur.“

AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ennfremur sendir félagið viðsemjendum okkar svo og Austfirðingum öllum jólakveðjur og von um að komandi ár verði okkur öllum farsælt. Fyrir hönd AFLs Starfsgreinafélags Stjórn og starfsfólk


24

Fimmtudagur 19. desember 2013

Eystrahorn

Kvennakórinn er skemmtilegur og góður félagsskapur Að morgni miðvikudagsins 5. júní síðastliðinn hélt Kvennakór Hornafjarðar ásamt fylgdarliði upp í ferðalag til Ítalíu. Með 39 kórkonum, kórstjóra og undirleikurum voru einnig makar samtals 78 manns. Flogið var til Munchen í Þýskalandi og þar beið Elli, annar fararstjórinn okkar, og rúta sem tók allan hópinn. Jóna Fanney og Erlendur eru íslenskir söngvarar sem búa í Bolzano, þau voru fararstjórarnir okkar og voru með okkur alla vikuna. Síðan var ekið áleiðis til Bolzano. Ekið var um suður Þýskaland, um austurrísku Alpana, gegnum Brennerskarð og í ítölsku Alpana þar sem Bolzano er í Suður Tíról. Þetta hefur verið þjóðleiðin milli Þýskalands og Ítalíu gegnum aldirnar. Frá 1190 hefur Bolzano verið mikilvæg verslunarborg, en vegna staðsetningar sinnar milli margra stórra borga m.a. Feneyja og Augsburg í suður Bæheimi í Þýskalandi, mættust menn þar á miðri leið til að eiga viðskipti. Borgin er í 265 m hæð yfir sjávarmáli en allt um kring rísa há fjöll Alpanna. Í Bolzano þar sem íbúar eru 105 þúsund mætast tveir menningarheimar og gefur það borginni sérstakan og skemmtilegan blæ og þar er töluð bæði þýska og ítalska. Allar merkingar og öll heiti eru bæði á þýsku og ítölsku. Hjá mörgum kvennakórskonum kom skólaþýskan sér ansi vel, sérstaklega þegar verslanirnar voru heimsóttar.

Jöklabræður fyrir framan Hótel Cittá.

Í Bolzano er mikill gróður og fjöllin skógi vaxin og hver blettur nýttur eftir bestu getu til ræktunar. Epli og vínberjarækt er mjög mikil. Á einu ári framleiða Bolzanobúar eitt epli á hvern jarðarbúa og mikið af bæði hvítvíni og rauðvíni. Mikil víngerð er á svæðinu og miklar víngeymslur eru undir borginni enda bergið þarna sérstaklega hentugt fyrir víngeymslur. Þeirra stolt er rauðvín sem heitir La grein (La græn). Hvítur bjór sem bruggaður er í héraðinu er mikið drukkinn enda annálaður fyrir það að vera einstaklega hollur og fullur af vítamínum, mun meira en við eigum að venjast í þeim bjórtegundum sem við erum vön. Dvalið var á einu besta hóteli bæjarins, Stadt Hotel Cittá, sem er við Piazza Walther, eitt aðaltorgið í miðbænum. Hótelið er miðsvæðis og veitingastaðir,verslanir og annað sem skoðað var í borginni í göngufæri. Veðrið lék við okkur þrátt fyrir að veðurspár hafi gert ráð fyrir rigningu og þrumuveðri mest

Kórinn á tónleikum í Brezzanone.

alla vikuna og höfðu verið gerðar ráðstafanir og allir voru með regnslár með sér, en aðeins rigndi einu sinni síðdegis á sunnudeginum, sem ekki kom að sök. Fyrsta morguninn var farið í skoðunar ferð um borgina með fararstjórunum Jónu og Ella og eftir hádegi var farið með kláf upp í þorp sem er 1000 metrum hærra í fjöllunum. Margir í ferðinni unnu stórsigur á lofthræðslunni í þessari ferð. Þar uppi opnaðist nýr heimur fyrir okkur. Meðal annars heimsóttum við hunangssafn sem var á 600 ára gömlum bóndabæ og veitti mjög góða innsýn í bændasamfélagið fyrr á öldum. Þarna var hægt að velja um margar gerðir af hunangi og hunangslíkjör sem sumir roguðust með heim. Á föstudeginum var farið að Gardavatni og ýmsir staðir skoðaðir þar. Tíminn leið hratt í góðum félagsskap og fyrr en varði var kominn sunnudagur og komið að aðaltónleikum kórsins. Tónleikarnir voru haldnir í Bressanone sem er um klukkustundarakstur frá Bolzano. Þar er nýtt tónleikahús sem við héldum tónleikana í ásamt ítölskum kór sem heitir Diapasong, en það er blandaður kór. Þessi kór heimsótti Ísland í lok júlí. Diapasong byrjaði tónleikana og við höfðum mjög gaman af að hlusta á þau og okkur sýndist þau hafa gaman af okkar söng líka. Svolítið vorum við taugaóstyrkar að syngja fyrir þau lagið sem við höfðum æft á ítölsku en það var ekkert annað að gera en láta sig hafa það. Þegar við höfðum lokið okkar söng og héldum að tónleikunum væri lokið þá tóku þau sig til og fóru aftur upp og sungu fyrir okkur „Hani, krummi, hundur, svín............“ sem þau voru búin að vera að æfa fyrir Íslandsferðina. Það var skemmtileg upplifun fyrir okkur. Í ferðinni reyndist vera annar kór sem kom úr felum um kvöldið eftir tónleikana. Þeir kölluðu sig Jöklabræður og voru í merktum

bolum með heimilisfangi hótelsins. Þetta voru makar kórkvenna. Þessi kór sló svo rækilega í gegn hjá ferðafélögunum og hóteleigendum líka sem voru einstaklega ánægðir með áletrunina. Síðasta daginn vorum við svo beðnar að syngja á torginu við hótelið og margir stoppuðu og fylgdust með og fólk virtist vera ánægt með þetta uppátæki og sumir vildu spjalla og ræða um Ísland og fræðast um land og þjóð.

Útitónleikar á torginu í Bolzano.

Margt var hægt að finna sér til dundurs þegar ekki var skipulögð dagskrá og meðal annars var í borginni merkilegt safn sem margir skoðuðu. Þar er að finna ísmanninn Ötzi sem er 5300 ára gömul múmía sem fannst árið 1991 í Ötztal Ölpunum. Þetta er flott og ákaflega merkilegt safn sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara sem á leið um þetta svæði. Þeir sem heimsóttu safnið voru sammála um að Ötzi ætti pottþétt afkomendur á Hornafirði. Vínsmökkunarferð þeirra Jónu og Ella gerði einnig stormandi lukku og nú er mikið til af eðal rauð- og hvítvíni hér á Höfn sem á að geyma og mun eldast vel ef allt gengur að óskum. Það er ákaflega vandasamt verk að skipuleggja fjölmenna hópferð svo allt gangi upp og ferðin verði ánægjuleg fyrir alla og við kórkonur og fylgifiskar erum ákaflega þakklátar okkar ferðanefnd og fararstjórum


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

25

Jólabingó

Kvennakórs Hornafjarðar verður í Nýheimum 27.desember kl 16:00. Sprellað á tónleikum í Árbæjarkirkju í Reykjavík, en kórinn hélt tónleika þar fyrir troðfullu húsi daginn áður en haldið var til Ítalíu.

fyrir vandaðan undirbúning. Það var mikið búið að hlæja og vera gaman þessa viku í ítölsku Ölpunum og við viljum þakka öllum þeim sem gerðu okku kleift að fara í þessa ferð. Við vitum að hópurinn allur var góð landkynning og við erum margs vísari eftir þetta ferðalag. Það var alsæll hópur sem flaug heim til Íslands að lokinni vikudvöl. Kvennakórinn var með jólatónleika miðvikudaginn 11. desember, þeir eru orðnir fastur liður hjá mörgum á aðventunni og viljum við þakka öllum fyrir komuna. Það er ýmislegt fleira sem við gerum ár hvert og má þar nefna að við tökum þátt í jólatónleikum Karlakórsins Jökuls ásamt öðrum kórum, við höldum vortónleika, jólabingó, kaffisölu á sjómannadag, þjóðakvöldið á Humarhátíð og margt margt fleira. Viljum við þakka fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur.

Kvennakórinn er skemmtilegur og góður félagsskapur og viljum við bjóða konur sem hafa gaman að því að syngja innilega velkomnar. Við óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla. Kvennakór Hornafjarðar

Glæsilegir vinningar!

Almannaskarð Vígsla á skilti og gönguleið laugardaginn 28. desember kl. 11:00 Komum saman og njótum útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap. Kakó og kökur í lok göngu Allir velkomnir Ferðafélag Austur-Skaftfellinga og Ungmennasambandið Úlfljótur

Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Ljósnet Vodafone er komið á Höfn í Hornafirði Ljósnetið er hraðara en hefðbundin ADSL tenging. Allt að 50Mb/s hraði er á Ljósnetinu, en 12Mb/s á ADSL. Leigan Leigðu þér kvikmyndir og sjónvarpsþætti í háskerpu í sófanum heima. Getur þú tengst Ljósneti Vodafone? Kynntu þér málið nánar í síma 1414 eða sendu tölvupóst á ljosnet@vodafone.is og sölufulltrúi hefur samband við þig eins fljótt og kostur er. Umboðsaðili Vodafone á Höfn er Íslandspóstur, Hafnarbraut 21.

Vodafone

Góð samskipti bæta lífið


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. desember 2013

27


Sendum íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Fyrir hönd bæjarstjórnar Ásgerður Kristín Gylfadóttir bæjarstjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.