Eystrahorn 44. tbl. 2014

Page 1

Jólablað 2014

Eystrahorn 44. tbl. • 32. árg. • fimmtudagur 18. desember

Jólalogi Jólalogi

Kristín Jónsdóttir

4 & b 4 Ϫ

œ œ œ J

Kertaljós

í

& b œ™ œJ œ œ

Sjá,

litlum

böli' og

œ œ

þér hverfur

Allt

&b

˙ Ú

aðrir

Ϫ

j œ ˙

gefi

œ œ

gegnum

œ œ ˙ myrka

nótt.

œ œ 42 œ œ 44 w

œ œ

blíður

geisli,

stillt og

rótt.

œ œ 42 œ œ 44 w œ œ

efi

œ œ œ œ

sem viltu' að

˙

skugga

logar

œ œ œ œ

sorg og

œ & b œ™ J œ œ

œ œ

glugga

œ œ œ œ

Bæg - ir frá þér

& b œ™ œJ

œ œ œ œ

Heiðar Sigurðsson

sérðu, þetta' er

œ œ áttu

œ œ áttu

leiðin

heim.

œ œ 42 œ œ 44 w

líka' að

gefa

þeim.

œ œ 42 œ œ 44 w

líka' að

gefa

þeim.

Skýldu þessu litla ljósi láttu’ ei vindinn slökkva það. Þó að hvessi, þó að frjósi það skal loga’ í hjarta stað. Ef þú stöðugt að því hlúir upp mun renna logi skær. Ef þú vonar, ef þú trúir allt það góða sigri nær.

Ljóð: Kristín Jónsdóttir • Lag: Heiðar Sigurðsson • Ljósmynd: Óðinn Eymundsson


2

Fimmtudagur 18. desember 2014

Helgihald um jól Í BJARNANESPRESTAKALLI

Eystrahorn

Opið hús í Hafnarkirkju

Hafnarkirkja

Aðfangadagur - aftansöngur kl. 18:00 Jólanótt - hátíðarmessa kl. 23:30 Gamlársdagur- aftansöngur kl. 18:00

Bjarnaneskirkja

Jóladagur - hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Brunnhólskirkja

Jóladagur - hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00

Hofskirkja

Annar í jólum- hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Kálfafellsstaðarkirkja

Annar í jólum - hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00

Á Þorláksmessu verður opið hús í Hafnarkirkju frá kl. 16:00 til 18:00. Heitt verður á könnunni og kerti seld fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Einnig munu góðir gestir koma í heimsókn og spila og syngja. Komið og eigið notalega stund í kirkjunni ykkar!

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 28.desember Hátíð hinnar heilögu fjölskyldu Messa á Höfn í Hornafirði kl. 12:00

Stafafellskirkja

Laugardaginn 27. desember hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00

Hoffellskirkja

Sunnudaginn 28. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Vinsamlega hafið samband við prest varðandi húsblessanir. Mig langar til að óska öllum heilagrar aðventu og gleðilegra jóla árið 2014 og blessunar Guðs á nýju ári, 2015. Br. Davíð.

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Lokað frá kl. 14:00, 23. desember 2014 til 5. janúar 2015 kl. 12:00

Starfsfólk Hótels Hafnar


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

Sparisjóðurinn úthlutar úr styrktar- og menningarsjóði

3

Jóla- og styrktartónleikar Karlakórsins Jökuls Sunnudagskvöldið, 21. desember kl 20:00

Þann 11. desember 2014 úthlutaði SPARISJÓÐURINN á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík, í sjöunda skipti, úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Athöfnin fór fram í Sparisjóðnum á Höfn. Þess má geta að þetta er tuttugasta og sjöunda árið sem úthlutað er úr sjóðnum. Þessir aðilar hljóta viðurkenningar og styrki árið 2014:

Slysavarnadeildin Framtíðin 60 ára Slysavarnardeildin Framtíðin fagnar 60 ára afmæli á árinu 2014, en deildin var stofnuð 7. febrúar 1954 og voru stofnfélagar 40 talsins, eingöngu konur. Strax í upphafi var hafist handa við að safna fyrir björgunarskýli á Austurfjörum og ekki þarf að tíunda, í sjávarplássinu Hornafirði, öll þau fjölmörgu verkefni sem Framtíðarkonur hafa síðan þá styrkt í þágu sjófarenda. Framtíðarkonur láta sér fátt óviðkomandi og hafa styrkt samfélagið með öflugri starfsemi á fjölmörgum öðrum sviðum og átaksverkefnum af ýmsum toga, til að fyrirbyggja slys og óhöpp. Einnig hefur félagið staðið fyrir námskeiðum fyrir félagsmenn sína og sækir að sjálfsögðu þing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem félagið er aðili að og eru ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi. Björgunarfélag Hornafjarðar og Slysavarnardeildin Framtíðin vinna þétt saman, ekki síst við björgunaraðgerðir og verður það seint metið til fjár. Fjáröflun félagsins er af ýmsum toga og má þar nefna árlega kaffisölu, línuhappdrætti, laufabrauðsgerð og fleira. Sparisjóðurinn óskar Framtíðarkonum, sem nú eru um 110 talsins, innilega til hamingju með 60 ára afmælisárið.

María Birkisdóttir íþróttakona Árið 2014 hefur verið mjög viðburðaríkt í sögu íþróttamála á Hornafirði, ekki síst hjá einstaklingum í frjálsum íþróttum. Það þarf mikinn sjálfsaga, dugnað og þrautseigju til að ná langt í einstaklingsgreinum og ná settum markmiðum. María Birkisdóttir, Íslandsmeistari í hlaupum , er 19 ára Hornfirðingur, sem við megum öll vera stolt af. Þegar afrekaskrá Maríu hjá USÚ og Frjálsíþróttasambandi Íslands er skoðuð, er eins gott að hafa nokkuð mörg blöð í prentaranum því þar er af mörgu að taka. Auk allra verðlauna og titla sem María getur nú þegar státað af, á stórmótum á árinu sem er að líða, muna Hornfirðingar líka eftir sigrum hennar hjá USÚ á unglingsárunum. María hefur verið valin í Landsliðshópinn fyrir árið 2015 í millivegalengdum og langhlaupum. María starfar í Reykjavík í vetur og æfir af krafti með ÍR en keppir fyrir USÚ. Sparisjóðurinn sendir Maríu góðar kveðjur og óskir um bjarta framtíð.

Nemendur og kennarar Djúpavogsskóla Í Grunnskóla Djúpavogs eru í vetur um 60 nemendur. Starfsfólk skólans er metnaðarfullt og nemendur einnig. Starfað er eftir mörgum háleitum markmiðum og leitast er við að uppfylla þau eftir bestu getu. Á síðustu árum hafa þó ekki öll markmiðin náðst að fullu og er ástæðan sú að engar spjaldtölvur er til staðar í skólanum en sambærilegir skólar eru flestir farnir að nýta sér þessa tækni í daglegri kennslu. Sparisjóðurinn á Djúpavogi vill leggja sitt af mörkum til að nemendur og starfsfólk geti notað nútímatæknina og hefur ákveðið að leggja verkefninu lið, ásamt fleiri fyrirtækjum og félögum sem hafa fengið beiðni um styrk til kaupa á 20 iPad-mini tölvum og töskum. Nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans óskum við velfarnaðar.

Að venju stendur Karlakórinn Jökull fyrir jóla- og styrktartónleikum nú á aðventunni. Er það orðið fastur liður hjá mörgum Hornfirðingum að sækja þennan tónlistarviðburð á aðventunni, og hafa margir það á orði að nú geti jólin komið þegar þessum tónleikum er lokið. Að venju verður vönduð og góð dagskrá með bæði söng og hljóðfæraleik. Kynnir verður Soffía Auður Birgisdóttir og mun ljósadeild leikfélagsins sjá um að gefa Hafnarkirkju hátíðlegan blæ. Miðaverð er að lágmarki kr. 2500 en þar sem um styrktartónleka er að ræða er frjálst að borga meira við innganginn. Ágóðinn af tónleikunum hefur alltaf runnið í góð málefni í héraði og mun það einnig vera í þetta skiptið. En Samfélagssjóður Hornafjarðar mun að þessu sinni fá óskiptan aðgangseyri. Við vonumst til að sjá sem flesta í Hafnarkirkju á sunnudagskvöldið næsta og njóta með okkur ljúfra tóna og jólastemningar. Jólakveðja, Gauti Árnason, formaður Karlakórsins Jökuls

Jólablót Ásatrúarfélagsins verður 21. desember kl. 18:00 á túninu við Miðbæ Öll hjartanlega velkomin Svínfellingagoði

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

Tölvukennsla FEH

Eftir áramót verður boðið upp á tölvukennslu fyrir félagsmenn Félags eldri Hornfirðinga á fimmtudögum í Heppuskóla. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Dagbjörtu í síma 846-0559 sem allra fyrst. Tilvalið að stíga fyrstu sporin í að læra á tölvur hjá Sæmundi. Tölvur eru á staðnum. Félag eldri Hornfirðinga


4

Fimmtudagur 18. desember 2014

Kæru vinir og fjölskylda. Sendum ykkur öllum, okkar bestu jóla og nýárskveðjur. Með þakklæti fyrir það liðna.

Eystrahorn

Þekkingarsetrið Nýheimar óskar Hornfirðingum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og óskir um farsælt komandi ár

Hafdís og Bjössi Sendum samstarfsfólki og vinum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár. Jólakveðja

Ingvaldur og Gréta

Kæru ættingjar og vinir. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og færsælt nýtt ár. Þökkum kærleiksríkar stundir á liðnum árum. Hugheilar jólakveðjur

Hársnyrtistofan FLIKK óskar öllum íbúum Austur Skaftafellssýslu gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári.

Jólakveðja, Birna Sóley. Sendum íbúum í Ríki Vatnajökuls bestu jóla- og nýárskveðjur.

Sendum viðskiptavinum okkar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Efnalaug og Verslun Dóru Sendum sóknarbörnum og öðrum lesendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum fyrir samhug og stuðning við sóknar- og kirkjustarfið á liðnum árinu. Guð blessi ykkur.

Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Kiddý og Kristinn Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum lesendum bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum samstarfið á árinu sem er að kveðja. BÓKHALDSSTOFAN EHF.

Sendum frændfólki vinum, og öðrum lesendum Eystrahorns bestu jóla- og nýársóskir með þakklæti fyrir árið sem er að líða.

Ásta og Albert Sendi börnum mínum og fjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum bestu jóla- og nýárskveðjur með þakklæti fyrir allt gott frá liðnum árum. Kær kveðja

Dóra frá Smyrlabjörgum


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

Óvenjuleg fjölskyldumynd

Jólakortið með „fjölskyldu“-myndinni sem Arna Ósk sendir vinum og vandamönnum í ár.

Stór hluti af jólahefðum margra fjölskyldna er að senda út jólakort til vina og vandamanna og fylgja fjölskyldumyndir gjarnan með. Það er aftur á móti ekki alltaf hlaupið að því að ná öllum fjölskyldumeðlimunum saman í myndatöku eins og bóndi nokkur á Hornafirði fékk að kynnast. Hún dó þó ekki ráðalaus og stillti upp í nokkuð óhefðbundna „fjölskyldu“-myndatöku. Arna Ósk Harðardóttir, bóndi á Hornafirði, var búin að reyna að koma öllum í fjölskyldunni saman í jólamyndatöku síðastliðin tvö ár svo hún gæti látið mynd fylgja með jólakortunum en án árangurs. Börnin þrjú og tengdabörnin búa í ólíkum landshlutum og koma sjaldnast öll saman nema á sjálfum jólunum – og þá er orðið of seint að taka mynd. Arna Ósk byrjaði í vor að kaupa Coke-flöskur með nöfnum fjölskyldumeðlimanna átta. Flestar keypti hún á Hornafirði en einhverjar á Reyðarfirði og í Reykjavík. „Ég þurfti að umstafla dálítið í búðunum til að leita að réttu flöskunum og ég fór oft í fýluferðir. Fólk hefur eflaust haldið að ég væri starfsmaður í þessum verslunum. Ég reyndi að gramsa þegar enginn var nálægt mér en ég gerði það helst þegar ég var stödd í Reykjavík þar sem enginn þekkti mig og þar sem ég kippti mér ekki upp við ef ég var litin hornauga fyrir að róta í goskælinum.“ Hún keypti fyrstu flöskuna í maí en þá síðustu í október. „Þegar ég var komin með allar flöskurnar hugsaði ég, hvað á ég að gera við þetta? Þá fékk ég hugmyndina að því að stilla flöskunum upp í myndatöku. Við fjölskyldan hittumst eiginlega aldrei, við erum svo mörg og búum í ólíkum landshlutum og mig hefur í dálítinn tíma langað að senda fjölskyldumynd með jólakortunum. Ég hringdi í son minn í Reykjavík og bar hugmyndina undir hann og honum fannst hún frábær. Svo var myndin tekin í byrjun nóvember í Húsafelli,“ segir Arna Ósk. Arna Ósk sendi starfsmönnum Vífilfells póst um þessa óhefðbundnu leið sem hún fór við fjölskyldumyndatökuna og ákváðu þeir í kjölfarið að senda henni smá jólaglaðning fyrir hugmyndina. Arna Ósk fékk gjöfina afhenta nýverið og sagði við það tilefni að hún hefði ekki verið að vonast eftir neinu slíku heldur vildi hún einfaldlega sýna hvernig hægt væri að nota Coke-flöskur með skemmtilegum hætti.

Nóg að gera hjá Kvennakórnum

Þann 27. desember kl. 14:00 mun Kvennakórinn halda sitt árlega bingó í Nýheimum. Fjöldinn allur af frábærum vinningum verða í boði. Það er ekkert skemmtilegra en að skella sér í bingó og ekki verra ef maður fær einn bingóvinning í skammdeginu. Kvennakór Hornafjarðar var formlega stofnaður árið 1997 og hefur því starfað í 17 ár. Kórinn hefur aldrei verið eins fjölmennur og nú í ár, en hann telur tæplega 50 konur. Ný stjórn tók við í haust og var Ólöf Gísladóttir kjörin formaður kórsins. Sú venja er innan kórsins að taka einn langan laugardag í kórsöng á hvorri önn, og var hann haldinn þann 22. nóv. s.l. í nýju og dásamlegu húsnæði í Hoffelli. Dagurinn hófst með morgunverðarhlaðborði og síðan var sungið allan daginn. Æfing af þessu tagi er ómetanleg fyrir kórinn þar sem kórkonur gera sér glaðan dag með kynsystrum sínum....og auðvitað Heiðari Sigurðssyni sem er stjórnandi og undirleikari kórsins. Kvennakórinn æfir tvisvar í viku í Tónskólanum og hefur allt haustið farið í æfingar fyrir jólatónleikana sem voru í Nýheimum þann 10. desember s.l. Hljómsveit skipuð þeim Braga Karlssyni trommuleikara, Þorkeli Ragnari Grétarssyni gítarleikara og Birki Haukssyni bassaleikara spiluðu undir sönginn á tónleikunum. Tertuhlaðborðið svignaði undan kræsingum, að ljúfum tónum liðnum, en þær bera kvennakórskonur fram af sinni alkunnu snilld.

Jólabingóið er 27. desember kl. 14:00 í Nýheimum.

Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110

Nýtt. Svampur Sveinsson krakkabaðsett. CHARMMY KITTY, ilmsett fyrir ungu stúlkurnar. Nýkomin flott herragjafasett, sturtusápa +ilmur frá ARNO SOREL, PARIS. Úrval af fallegum skartgripum. OPIÐ: laugardaginn 20. desember kl. 13:00 - 16:00 Þorláksmessu kl. 11:00 - 22:00 Á milli jóla og nýárs verður opið 30. desember kl.13:00 - 17:00.

Starfsmaður Vífilfells afhendir Örnu Ósk hluta af gjöfinni frá Coca-Cola.

5

Verið velkomin


6

Fimmtudagur 18. desember 2014

Bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Svava Kristbjörg og Sigrún Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða.

Við hjá Bjarnanesprestakalli erum alltaf að reyna bæta okkur í því sem við gerum. Einn liðurinn í því er heimasíðan okkar, www.bjarnanesprestakall.is. Árið 2012 fór fyrsti vísir að heimasíðu í loftið. Sú síða stóðst ekki væntingar og þótti heldur litlaus þannig að strax var farið að huga að nýrri síðu. Til að halda kostnaðinum í lágmarki var ákveðið að sr. Stígur myndi sjálfur gera aðra tilraun við nýja síðu. Það var svo í desember í fyrra að nýja síðan fór í loftið og er það síðan sem notuð er í dag. Við hjá prestakallinu erum hæst ánægð með útlit hennar þótt hún sé ekki fullkomin enda smíðuð með kærleika í hjarta en lítilli sem engri tæknikunnáttu. Ákveðið var að síðan skyldi vera bæði upplýsinga og fræðslusíða. Á síðunni birtast fréttir um framkvæmdir, upplýsingar um væntanlega fermingadaga ásamt öðru sem á sér stað í prestakallinu. Eftir hvern mánuð er tekið saman allt sem átti sér stað í prestakallinu eins og messur, útfarir, skírnir o.þ.h. og reynt hefur verið að birta fréttir í hverri viku. Að auki má finna upplýsingar og sögu allra kirknanna sjö sem eru nú uppstandandi sem og kirkjur sem eitt sinn stóðu í Austur - Skaftafellssýslu. Einnig er að finna upplýsingar um starfið í prestakallinu, starfsfólk, sóknarnefndir, kirkjugarða og margt fleira. Á heimasíðunni er líka myndasíða þar sem birtar eru nýjar og gamlar myndir úr starfi sóknanna. Við hvetjum því alla að kíkja á heimasíðuna og gera bjarnanesprestakall.is að reglulegum viðkomustað í nethringnum sínum. Svo má minna á Facebook-síðuna okkar sem er www.facebook.com/bjarnanesprestakall. Prestarnir

Jólaball

Jólaball kvenfélagsins Vöku verður haldið í Mánagarði laugardaginn 27.desember kl 15:00.

Guðmundur Jónsson Óskum Austur-Skaftellingum gleðilegrar jólahátíðar. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Bestu- jóla- og nýársóskir til frændfólks og vina. Þökkum allar liðnar samverustundir. Hátíðarkveðjur

Halldóra og Gísli Kirkjubraut 28

Óskum viðskiptavinum okkar sem og öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

Að venju er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

H. Christensen ehf.

Hin árlega 3ja kvölda spilavist kvenfélagsins hefst í Mánagarði þriðjudaginn 30.desember kl. 20:30.

Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Spilavist Gleðilega jólahátíð Kvenfélagið Vaka

Þökkum góðar viðtökur á árinu sem er að líða

Leikfélag Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

Fréttir af Lionsklúbbi Hornafjarðar

7

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár . Snorri og Torfhildur Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Sýsluskrifstofunnar á Höfn Frá kútmagakvöldi

Starfið hjá okkur byrjaði nú í september og tók þá við ný stjórn sem er þannig skipuð; Sigurður Kr. Sigurðsson er formaður, Unnsteinn Guðmundsson er ritari og Sævar Guðmundsson er gjaldkeri. Félagar í klúbbnum eru 34. Fundir eru haldnir annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar. Blóðsykurmæling í samstarfi við Lionsklúbbinn Kolgrímu og Heilsugæsluna á Höfn var framkvæmd nú í október. Sviðaveisla var haldin í nóvember og mættu þar um 70 manns. Í janúar berum við út auglýsingadagatalið sem við látum prenta fyrir okkur og eru rúmlega 50 auglýsendur á því. Kútmagakvöld verður haldið í mars næstkomandi og er það helsta fjáröflun klúbbsins. Helstu styrkir síðasta vetur voru 450.000- kr. til líknarmála, 250.000kr. til Grunnskóla Hornafjarðar í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Ós til að mennta kennara í forritun. Markmiðið er að 7-9 ára börn geti lært að forrita tölvur en vera ekki bara neytendur í tölvu heldur líka skapandi og lítum við á þetta sem ákveðna forvörn í baráttunni við tölvufíkn. Svo settum við 125.000- kr. í LCIF sem er alþjóðlegur hjálparsjóður Lions sem Íslendingar hafa fengið úthlutað úr. Sjóðurinn styrkir aðgerðir vegna náttúruhamfara. Íslendingar hafa fengið styrk úr sjóðnum vegna eldgossins í Vestmannaeyjum, snjóflóða á Súðavík og Flateyri og jarðskjálftanna á Suðurlandi. Einnig hefur sjóðurinn styrkt kaup á búnaði fyrir augndeild Landspítala-háskólasjúkrahúss, búnað vegna hjartsláttartruflana á LSH, ómskoðunartæki fyrir krabbameinsrannsóknir á LSH, viðbyggingu Hleina við Reykjalund. Lionsklúbbur Hornafjarðar lagði samfélagssjóði Hornafjarðar ti 300.000-kr. nú í desember og eru þetta samanlagt rúmar ellefuhundruð þúsund krónur í styrki á einu ári. Það eru alltaf einhver verkefni sem bíða og viljum við Lionsmenn þakka stuðning og hlýhug samfélagsins og samsveitunga okkar í gegnum árin. Jólakveðjur frá Lionsklúbbi Hornafjarðar.

Opin vinnustofa

Opið á vinnustofunni minni í Vöruhúsinu fram að jólum frá kl. 14:00 alla dagana.

Málverk, kort, hálsmen, eyrnalokkar, kertahringir, servíettuhringir og margt fleira til jólagjafa á góðu verði. Verið velkomin, Eyrún Axelsdóttir.

Gleðileg jól og blessunarríkt komandi ár. Þakka viðskipti og samskipti á árinu. Kveðja, Katrín Birna

Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla, góðs og farsæls nýárs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Vátryggingafélag Íslands Svava Kr. Guðmundsdóttir


8

Fimmtudagur 18. desember 2014

Sendum Austur Skaftfellingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir allan stuðning á árinu sem er að líða. Framsóknarfélag Austur Skaftfellinga Bæjarfulltrúar Framsóknar og stuðningsmenn þeirra

Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Vélsmiðjan Foss ehf Bestu jóla- og nýjársóskir til frændfólks og vina. Þökkum allar góðar liðnar stundir. Hátíðarkveðjur

Dísa og Gísli Ártúni

Eystrahorn

Óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka öll liðnu árin.

Halla Bjarnadóttir Innilegar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir liðin ár.

Vilborg Þórólfsdóttir Sendi mínar bestu jóla- og nýársóskir og þakka liðin ár.

Friðrik B. Friðriksson, Hraunkoti Kæru ættingjar og vinir! Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og veitta aðstoð á gamla árinu.

Valgerður Sigurðardóttir Hafnarbraut 47.

Nýibær Guesthouse óskar Hornfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða

Óskum öllum Hornfirðingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Nýibær Guesthouse, Hafnarbraut 8

Jólakveðjur

Gauti og Ragnheiður

Vinir og samferðafólk. Sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum góð samskipti á liðnum árum. Ágústína og Jón

Lónið Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

Hornafjarðarmeistaramótið

9

Kiwanisklúbburinn Ós

verður í Nýheimum sunnudaginn 4. janúar nk. kl. 16:00 (Athugið breytta dagsetningu. Mótið hefur venjulega verið milli hátíða)

Útbreiðslustjóri

Opnunartímar í desember Frá 11. desember verður opið á virkum dögum frá 10:00 - 18:00 Laugardagana 13. og 20. desember verður opið frá 11:00 - 16:00 Sunnudaginn 21. desember verður einnig opið frá 11:00 - 16:00 Lokað 24. desember til 5. janúar.

Rakarastofa

Baldvins

Mikið úrval að leikföngum frá Jötunvélum

Dráttarvélar, kerrur og ýmis tæki

Kjörforseti Kiwanisklúbbsins Óss Barði Ingvaldsson ásamt Pálma Guðmundssyni verslunarstjóra Nettó með gjafakortin.

Stjórn styrktarnefndar Kiwanisklúbbsins Óss hefur samþykkt að Ós styrki 10 fjölskyldur í samstarfi við Samfélagssjóð Hornafjarðar. Styrktarsjóður Óss gefur 200 þúsund og leggur Nettó 100 þúsund krónur á móti. Samfélagssjóður Hornafjarðar sér svo um að úthluta styrkjunum í jólaúthlutun sinni. Aðalfjáröflun Kiwanisklúbbsins Óss er sala jólatrjáa og fer allur ágóði af henni til styrktarmála í héraði. Staðsetning sölustaðar er í Sindrahúsinu og verður opið virka daga frá kl. 17:00-19:00 og um helgina frá kl. 15:00-18:00. Síðasti söludagur er á Þorláksmessu. Kiwanisklúbburinn Ós hefur selt jólatré á Hornafirði í góðu samstarfi við Húsasmiðjuna, Flytjanda og Landflutninga sem hafa styrkt söluna á ýmsan máta. Húsasmiðjan flytur inn normansþininn frá Danmörku, furutrén sem hafa notið vaxandi vinsælda koma úr Steinadal í Suðursveit og íslensku blágrenitrén koma úr Miðfelli. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem keypt hafa jólatré af klúbbnum gegnum tíðina og lagt sitt af mörkum til styrktar þessu málefni. Kiwanisklúbburinn Ós óskar öllum Hornfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og þakkar stuðninginn á liðnu ári. Forseti Kiwanisklúbbsins Óss, Sigurður Einar Sigurðsson

Jólamót

Pókerklúbbs Hornafjarðar Laugardaginn 27. desember kl 20:00 Nýtt borð verður vígt, og nú getur klúbburinn leikandi tekið við 36 spilurum. 3.000- kr. “Tvöfaldur séns” - Spilarar hafa þann valkost að reyna aftur þegar þeir detta út.

Verið ávallt velkomin

Hægt er að skrá sig til kl. 21:00, kennsla í boði frá kl. 19:00. Mótið fer fram í Pakkhúsinu. Sjá nánar á facebook.com/pkhofn


10

Leiftur

Fimmtudagur 18. desember 2014

Eystrahorn

Umf. Sindri 80 ára

Ungmennafélagshugsjónin lifir enn Viðtal við formann Ungmennafélagsins, Ásgrím Ingólfsson

Ég er fæddur á því herrans ári 1966, út á Sólhól (Bogaslóð 6). Fyrstu ár ævi minnar bjuggu foreldrar mínir og við fjölskyldan í Lundi (Hafnarbraut 12) eftir það lá leiðin inn í Hlíðartún þar sem ég átti heima þar til ég fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1986. 1991 flutti ég aftur til Hornafjarðar þá með konu og eitt barn en síðan hafa tvö bæst við. Kona mín Þórgunnur er frá Hala í Suðursveit og hefur verið kennari og skólastjóri hér á Hornafirði síðan við fluttum heim. Fyrst bjuggum við í útbænum, síðan innbænum en höfum komið okkur fyrir í miðju þorpinu núna. Ég fór ungur á sjóinn og mig minnir að ég hafi verið 14 ára þegar fór fyrsta afleysingatúrinn á Steinunni SF 10 en þar voru fyrir nokkrir gamlir kallar að mér fannst þá, nefni engin nöfn, en þeir tóra allir enn og ég orðinn talsvert eldri en þeir voru þá. Ég er samsagt búinn að vera viðloðandi sjóinn í rúm 30 ár, fyrst sem háseti síðan stýrimaður og hef verið skipstjóri síðan 2000.

Umgekkst mikla ungmennafélagshetjur Ég hef ekki mikinn bakgrunn úr ungmennafélagshreyfingunni. Ég hafði ekkert sérstaklega gaman af íþróttum þegar ég var barn og unglingur, var svona meira í þessu vegna þess að jafnaldrarnir og félagarnir æfðu. Mér fannst meira gaman að fara með ömmu og afa upp í Lón á sumrin. Bæði þótti mér gaman að fara út á lón að veiða silung og ekki síður skemmtilegt þegar ég fékk að fara út á Reyðará til þeirra öðlinga sem þá bjuggu þar. Á Reyðará voru mikil íþróttagen á ferðinni og ungmennafélagsandinn sveif þar yfir vötnum, einnig voru afi og amma mikið samvinnu- og ungmennafélagfólk því ungmennafélagshreyfingin snýst ekki bara íþróttir. Svo þannig held ég að ég hafi kynnst ungmennafélagshugsuninni þó að ég hafi ekki verið mikið þar innanborðs á yngri árum. Það er annað sem ég get ekki sleppt að nefna þegar ég er spurður um bakgrunninn í hreyfingunni en það er tengdafjölskyldan. Ungmennafélagshugsjónin sveif yfir vötnunum á Hala og tengdafaðir minn Torfi heitinn hafði mikinn áhuga á allri lýðheilsu og þreyttist ekki á því að hvetja unga fólkið til íþróttaiðkunar. Hann var eins og fólk veit formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts í mörg ár. Mér er það minnistætt hvað mér þótti sérstakt hvað þau hjónin Ingibjörg og Torfi fylgdust vel með öllum íþróttaviðburðum sem var lýst í útvarpi eða sýndir í sjónvarpi og einnig sá áhugi ef einhver kunnugur var að keppa einhversstaðar. Þá var alltaf

fyrsta spurning þegar komið var inn í gamla bæinn, hvernig gekk eða í hvaða sæti lentuð þið? Stutta svarið, bakgrunnurinn liggur í uppeldinu og lífsförunautunum.

Verkefnin óþrjótandi Ég fór inn í aðalstjórn 2005 og varð formaður 2007. Ég lít þannig á að aðalverkefnið sé að iðkendunum líði vel og ungdómurinn finni eitthvað við sitt hæfi innan félagsins og hafi verðug verkefni að glíma við. Einnig að fjárhagsstaða deilda sé þannig að stjórnir þeirra og þær stjórnir sem á eftir koma þurfi ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af rekstrinum. Í samfélagi sem ekki er stærra en okkar þarf að passa sig á að sníða stakk eftir vexti. Við höfum öll metnað fyrir að gera mikið fyrir samfélagið. En að gera mikið og að gera vel er ekki það sama, en við höfum reynt að einbeita okkur að því að gera vel og eins mikið og fjárhagurinn ræður við. Dæmigerðir dagar eða vikur eru varla til þar sem þetta er bæði árstíðabundið og fjölbreytt, en ef ég reyni að draga þetta saman í sem fæst orð og byrja í byrjun árs þá hefst árið með undirbúningi fyrir aðalfundi deilda og síðan aðalstjórnar. Ég og framkvæmdastjórinn, Valdimar Einarsson, reynum alltaf að vera með puttann á púlsinum þannig að uppgjör deilda á ekki að koma okkur á óvart. Í upphafi árs förum við líka yfir skiptingu þeirra fjármuna sem við höfum yfir að ráða og aðalstjórn kemur sér saman um það í grófum dráttum. Stundum höfum við þurft að

bregðast við óskum og óvæntum útgjöldum. Einnig tilkynnum við stjórnum um það leyti hvað kílómetragjaldið á rúturnar verður. Í maí hittum við alla formenn og förum yfir veturinn, ræðum hvað má betur fara og hvað tókst vel. Á sumrin förum við að huga að dagskrá vetrarins og Íformi. Það þarf að fylgjast með hvernig deildum gengur að ráða þjálfara og þegar þau mál er kominn á hreint er það æfingartaflan fyrir greinarnar. Á haustin er fundur með formönnum, stundum þurfum við að fínpússa æfingartöfluna ef skörun er mikli milli deilda og árganga. Svo er það Íformi og jólafundur með formönnum. Hvað dagana varða þá kíki ég á Valdimar helst einu sinni á dag ef ég er í landi, stundum eru verkefni sem við kjósum að leysa í sameiningu og eða samningar sem við þurfum að endurnýja og undirbúa okkur fyrir.

Starfsemin alltaf að breytast og þróast Það er talsverð breyting á starfseminni frá fyrstu árunum mínum í stjórninni. Mesta breytingin felst í að hafa framkvæmdastjóra í fullu starfi allan tímann ef frá er talið haustið 2007 til og með vori 2008 en þá var Valdimar í hlutastarfi hjá félaginu þar sem fjárhagurinn þótti ekki bera meira og það var virðingarvert hjá Valda að benda á þessa lausn að eigin frumkvæði. Það er gríðarlegur munur að hafa mann í þessum daglegu störfum og


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

algerlega nauðsynlegt fyrir félagið. Annað sem hefur breyst og tekur orðið mikinn tíma frá því sem áður var eru bílamálin og allt það umstang sem fylgir þeim, vangaveltur hvernig við getum gert þetta á sem hagkvæmastan hátt án þess að það komi niður á gæðunum og fleira. Annað sem hefur breyst er aðbúnaður til íþróttaiðkunar hér á Hornafirði, hann hefur breyst mikið til batnaðar á örfáum árum, frjálsíþróttavöllurinn sumarið 2007, ný sundlaug vorið 2009 síðan gervigras og það að lokum yfirbyggt 2012. Þetta er alger bylting svo ekki verði sterkar að orði kveðið. Þessar breytingar hefðu ekki orðið nema fyrir velvilja sveitafélagsins og okkar helstu styrktaraðila.

Félagið verður áfram í góðum málum Ég sé fyrir mér að félagið dafni vel á næstu árum og í framtíðinni. Við verðum komin með vallarhús og félagsaðstöðu fyrir vaxandi fjöldi barna og unglinga og þar sem við getum haldið fundi og námskeið fyrir iðkenndur og þjálfara í stækkandi byggðarlagi. Vonandi verðum við kominn á þann stað að allir þjálfarar verði íþróttakennaramenntaðir og að samfella verði með skóla- og tómstundarstarfi. Síðan sé ég fyrir mér að félagið verði virkur þátttakandi í öllum forvarnar- og lýðheilsumálum samfélagsins. Þannig tekst okkur að uppfylla stefnu forveranna en í fyrstu lögum Sindra var tilgangur þess m.a. „að efla andlegan og líkamlegan þroska félagsmanna“.

11

Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Sérstakar kveðjur og þakkir fá vinir mínir sem aðstoðuðu og hjálpuðu mér við smalamennsku í haust.

Unnsteinn í Hvammi Bestu jóla- og nýársóskir til frændfólks og vina og nemenda og starfsfólks í Nýheimum. Þökkum fyrir árið sem er að líða.

Biddý og Siddi

Jóla- og nýársóskir til allra. Munið að gefa smáfuglunum! Jón Gunnar og Zsuzsa Budapest

Gengur ágætlega að samræma formennsku í félaginu og vera skipstjóri á uppsjávarskipi Það hefur gengið ágætlega, ég bý svo vel að skipið er útbúið gervihnattasíma og internet tengingu þannig að það er alltaf hægt að ná í mig, síðan hafa meðstjórnendur og framkvæmdastjórinn sýnt mér þolinmæði þegar ég raða fundunum eftir því hvenær ég er í landi. Síðast en ekki síst hef ég ágætistíma á vorin og haustin á milli vertíða og hef þá reynt að hitta aðrar stjórnir. Ægir sem er skipstjóri á móti mér er líka skilningsríkur ef ég þarf að vera í landi út af einhverju.

Þakkarvert starf sjálfboðaliðanna Að lokum finnst mér við hæfi að þakka stjórnum deilda fyrir þeirra verk, við höfum leitast við að hafa þær eins sjálfstæðar og hægt er og þær hafa leyst sín verkefni vel. Á sameiginlegum fundum hefur verið samhljómur meðal stjórnarmanna og verður það seint þakkað nægilega vel þegar fólk tekur svona sjálfboðavinnu að sér. Forverar mínir og okkar stjórnarmanna hjá Sindra í 80 ára sögu félagsins hafa fært okkur félag sem hefur alla burði til að vaxa og dafna um komandi framtíð. Sjálfsagt getum við öll gert betur, en við gerum okkar besta og berum hag félagsins fyrir brjósti, en allar ábendingar eru auðvitað vel þegnar því lengi má gott bæta. Ég held að kjörorð íþróttahreyfingarinnar eigi vel við sem lokaorð og eru hverju orði sannari „Íþróttir efla alla dáð“. Gleðileg jól og sigursælt komandi ár „ ÁFRAM SINDRI“ voru lokaorð skipstjórans hjá Sindra og á Ásgrími Halldórssyni SF 250.

Óskum vinum, ættingjum og góðum gestum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Ari og María í Kaupfélagshúsinu og Kaffi Nýhöfn.

Óskum Austur-Skaftfellingum gleðlegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sigríður Kristinsdóttir hrl.

Krosseyjarvegi 17 • Höfn


12

Fimmtudagur 18. desember 2014

Eystrahorn

Hreinn og Kristín Lífshættir fólks taka stöðugum stakkaskiptum í tímans rás. Það er því fróðlegt að ræða við eldri Hornfirðinga um fyrri tíma og lífshlaup þeirra. Við leituðum því til þeirra heiðurshjóna Hreins Eiríkssonar og Kristínar Gísladóttur til að fræðast um lífshlaup þeirra en þau hafa lifað tímana tvenna og hafa frá mörgu að segja.

Ætt og uppruni Hreinn fæddist á Miðskeri í Nesjum 10. mars 1931 og er langyngstur fimm systkina en faðir hans átti lengi við heilsubrest að stríða og lést þegar Hreinn var 6 ára. Lífið hélt áfram þótt heimilisfaðirinn félli frá. Móðirin sat í óskiptu búi og stjórnaði öllu ásamt elsta bróðurnum sem þá var kominn á þrítugsaldur. Hin systkini hans voru þá orðin stálpuð og vel liðtæk við bústörfin en Hreinn var lengst af litla barnið á heimilinu. Árin liðu og brátt tók við almenn skólaganga og þegar henni lauk voru systkinin farin að heiman nema Hreinn og elsti bróðirinn, sem önnuðust að mestu leyti bústörfin. Kristín er innfæddur Hafnarbúi og er fædd 1940 og uppalin á Grímsstöðum á Höfn, sem nú er Hafnarbraut 26. Foreldrar Kristínar voru þau Regína Stefánsdóttir húsmóðir og mikil kvenfélagskona og Gísli Björnsson sem lengst af var rafveitustjóri á Höfn. Gísli faðir Kristínar byggði Grímsstaði árið 1924 og þá var enn á lóðinni húsið Gömlu Grímsstaðir sem fyrri tengdafjölskylda hans átti. Kristín á einn albróður Baldur, skólastjóra Tækniskóla Íslands, en eins og Kristín segir var hann litli bróðir hennar. Fyrir átti Gísli fjögur börn með fyrri konu sinni Arnbjörgu sem lést fyrir aldur fram. Hálfsystkinin voru 14 - 20 árum eldri og þótti Krístínu mikið til þeirra koma. Eldri bræður Kristínar þeir Arngrímur og Björn áttu heima á Höfn alla tíð og höfðu mikið samband við fjölskylduna og var því margs að minnast. Sérstaklega er Kristínu minnisstætt atvik sem gerðist líklega 1946.

Þessi mynd var tekin á brúðkaupsdaginn en Kristín og Hreinn áttu 50 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári.

Var það eitt sinn er Bjössi bróðir Kristínar leyfði henni einu sinni sem oftar að koma með sér í vörubíl sem hann keyrði. Hann átti að ná í klaka fyrir báta sem voru á veiðum og farið var inn að Hoffellsjökli, sem náði þá fram á jökulöldurnar sem eru þar enn. Var það því þannig að Bjössi bakkaði bílnum upp undir sporðinn á jöklinum og hjó svo ísinn niður á pallinn. Í minningunni var þetta atvik Kristínu afar eftirminnilegt og hefur gaman af að rifja upp.

heimavistarskóli og sóttu hann unglingar úr sveitum sýslunnar og stundum að austan líka. Af því að jólahátíðin er á næsta leiti er gaman að minnast þess að fyrir jólin var alltaf mikið að gera í Nesjaskóla. Það var útbúin dagskrá fyrir “Litlu jól,” sem allir nemendur tóku einhvern þátt í, sungin jólalög og æfð jólaleikrit, sum með Jesúbarninu og önnur

Lífshlaupið Hreinn fluttist að heiman um þrítugt og fór að vinna á Trésmíðaverkstæði Guðmundar Jónssonar á Höfn og vann þar í sex ár. Á þeim árum giftist hann Ragnheiði Malmquist og eignuðumst þau þrjú börn, tvo drengi Eirík og Steinar, sem dó ársgamall og síðan Sigrúnu. Þau slitu samvistir eftir nokkur ár. Síðar kom Kristín inn í líf hans en þau kynntumst í gegnum leikstarfsemina en léku bæði í Ævintýri á gönguför og urðu fljótt ákaflega náin og gengu í hjónaband árið 1964.

Kristín með foreldrum sínum Gísla Björnssyni og Regínu Stefánsdóttur. Það þóttu svo merkileg tíðindi þegar Kristín útskrifaðist sem stúdent að hún fékk viðurnefnið "Stína stúdent".

Kristín og Hreinn bjuggu 4 ár í Reykjavík þar sem Kristín kenndi í Laugarlækjarskóla og Hreinn vann við smíðar og lauk prófi úr Iðnskólanum. Regína elsta barn þeirra fæddist í Reykjavík 1966 og fluttist með þeim á Moskovits til Hornafjarðar norðurleiðina, því Skeiðará var óbrúuð. Hún sat í bílstól, sem þætti ekki mjög vandaður nú til dags, hún gat skriðið upp úr honum og lagst fyrir framan afturgluggann, en sem betur fer var umferðin hvorki mikil né hröð þá. Fluttu þau þá strax í Nesjaskóla, sem þá var í örum vexti sem

Kristín og börnin þrjú flutt í stóru íbúðina.

jólasveinum. Eitt er það sem ýmsir sakna ennþá, það eru myndirnar á gluggunum, sem Rafn skólastjóri hjálpaði nemendum að gera og varð mjög vinsælt verkefni og var lýst upp öll jólin. Á þessum árum komu yngri börn þeirra hjóna í heiminn, Steingerður og Pálmar, auk lítils drengs sem dó á öðrum sólarhring. Hreinn og Kristín bjuggu á tveimur stöðum í gamla hluta skólans við þröngan kost og voru ákaflega glöð þegar nýja heimavistin var risin og fengu þar afbragðs íbúð. Á þessum tíma byggði Hreinn núverandi heimili þeirra í Nesjaverfi, sem þau fluttu í árið 1979 þar sem þeim líður


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

13

Störf fyrir kirkju og kirkjugarð

Haustið 1968, þegar þau hjónin fluttu heim frá Reykjavík hófst nýr kafli í félagsmálum hjá Hreini. Hann var þá kosinn í sóknarnefnd Bjarnanessóknar og hefur verið þar síðan, lengst af sem formaður. Í tvö ár vann Hreinn við lok kirkjubyggingarinnar í Bjarnanesi en kirkjan var vígð 1976. Þá hafði Hreinn verið meðhjálpari í nokkur ár og hélt því starfi áfram og allri umsjón með kirkjunni. Kvenfélagskonur í Vöku höfðu séð um hirðingu á kirkjugarðinum um nokkurra ára skeið, en þegar þær sáu sér ekki fært að annast það lengur tók Hreinn það starf að sér eða eins og hann segir, þar til einhver annar fengist til þess. Fór svo að Hreinn ílengdist í þessu starfi þar til fyrir þremur árum að honum fannst nóg komið. Hreinn segir að honum hafi þótt þetta skemmtilegt starf og hafi Kristín stundum aðstoðað hann. Í þessu starfi hafi þau komist oft á tal við fólk sem hirti leiði ástvina sinna og fengið ýmsar upplýsingar hjá þeim. Árið 2001 spratt áhugi á að leita upplýsinga um ómerkt leiði og það varð fljótt markmiðið að merkja öll leiðin í garðinum. Hreinn teiknaði garðinn upp á stórt blað og þá hafi

komið sér vel að hægt var að skrifa nöfnin þar til að byrja með. Aðal upplýsingar um fólkið voru fengnar úr kirkjubókum, þar voru öll nöfn látinna skrifuð en ekki hvar þeir voru grafnir og jafnvel gátu þeir hafa verið jarðsettir í Hoffelli, Brunnhól eða Stafafelli . Sigurður Eiríksson, bróðir Hreins hafði áhuga einnig á þessu máli og hjálpaði til við verkið. En ómerktu leiðin voru milli 70 og 80 svo það tók langan tíma að staðsetja fólkið á réttum stað, það var svo margt sem enginn virtist muna eftir, en með því að spyrja nógu marga og skoða leiði og upplýsingar í hinum kirkjugörðunum kom þetta loksins allt heim og saman. Árið 2003 var því hægt að gera fullkomna skrá, teikna varanlegt kort og númera leiðin á kortinu. Þetta hafði allt verið samstarfsverkefni þeirra hjóna, gert af miklum áhuga og svo tók Regína dóttir þeirra að sér að teikna upp tölvugerðu teikninguna og setja allar upplýsingarnar á gardur.is Þau Kristín og Hreinn telja það afar ánægjulegt að ýmsir hafa eftir þetta fundið leiði vina sem þeir vissu ekkert hvar voru og ættingjar hafa merkt og prýtt mörg leiði síðan. Ótrúlega

margir hafa vikið sér að þeim með hrósyrði, sem fólki er víst ekki mjög tamt hér um slóðir, en öllum þykir gott að fá. Guðmundur Rafn umsjónamaður kirkjugarða var áhugasamur um þetta verk og þegar því var lokið, kom hann með fjóra stuðlabergsdranga sem eru sem inngönguhlið í garðinn á tveimur stöðum, sett var gangstétt inn í garðinn, 4 ljós fram með stéttinni og unnin mikil jarðvegsvinna, komið upp geymsluskúr með bjöllu til að hringja við jarðarfarir. Að lokum má svo nefna það að gert var minnismerki um gömlu kirkjuna, það var unnið úr steini sem Hreinu var eitt sinn gefinn með mynd af kirkjunni á.


14

Fimmtudagur 18. desember 2014

Eystrahorn

ósköp vel. Kristín kenndi við Nesjaskóla í 39 ár þar af 10 sem skólastjóri og átti þar margar góðar stundir. Kristín sagði að henni hafi þótt mjög mikils virði að hafa Hrein á sama vinnustað, bæði sem smíðakennara og seinna í heilu starfi. Hreinn veitti sér síðan þann munað að taka kennarapróf þegar hann var 60 ára, sagðist í gríni hafa orðið að gera það þegar konan hans var orðin skólastjóri svo hún þyrfti ekki að segja honum upp! Þau störfuðu síðan við nýjan Nesjaskóla en hann sóttu öll börn frá Höfn, Nesjum, Mýrum og Lóni á aldrinum 6 – 8 ára og var Hreinn þar aðstoðarskólastjóri en Kristín sérkennari.

Félagsmál Hreinn segir að á sínum ungdómsárum hafi ungmennafélagshreyfingin lifað sitt blómaskeið með reglulegum fundarhöldum þar sem rædd voru hin ýmsu framfaramál . Þar fékk margur unglingurinn æfingu í að koma skoðunum sínum á framfæri undir leiðsögn sér eldri og reyndari manna. Þar lærðu menn skipulögð vinnubrögð, fundarstjórn og fundarreglur og þar gafst líka kostur á að flytja texta í bundnu og óbundnu máli fyrir fundarmenn. Menn þurftu að vera orðnir 12 ára til að fá inngöngu í ungmennafélagið og biðu menn þess óþreyjufullir. Hreinn segist hafa verið nokkuð kappsfullur á þeim árum, því 21 árs var hann orðinn formaður Ungmennafélagsins Mána með sér eldri mönnum í stjórn þeim Þorleifi á Stapa 48 ára og Bjarna á Brekkubæ 54 ára. Ekki kom þessi aldursmunur að sök, því samstarfið var mjög gott og af þeim segist Hreinn hafa fengið alla sína fræðslu í félagsmálafræði. Síðan þá hefur Hreinn verið viðloðandi Mána í rúm 50 ár, lengst af í stjórnarstörfum og þar af nokkur ár í stjórn Úlfljóts með þeim öndvegismönnum Torfa Steinþórssyni og Þorsteini Geirssyni. Leiklistaráhuginn hefur fylgt þeim báðum alla tíð. Hreinn lék mörg eftirminnileg hlutverk en Kristín var fremur að aðstoða leikstjórann. Í nýjasta Skaftfellingi er fróðleg grein eftir Hrein um leiklist í Nesjum. Síðustu árin hafa þau hjónin farið nokkrum sinnum með vinum sínum til Reykjavíkur til að fara í leikhús, því nú orðið sé ekki mjög mikið um leiksýningar hér lengur. Samt segja þau að alltaf séu einhverjir atburðir sem gaman er að sækja og þeim finnist mikið og gott menningarlíf vera á staðnum og þau láti sig helst ekki vanta. Þau segjast flakka töluvert um landið og til útlanda líka, því þau viti ekkert unaðslegra en að hitta börn og barnabörnin sex og svo litla langömmu og afastrákinn. Það er því auðséð að þau hjónin hafa nóg fyrir stafni.

Jólahátíðin Í tilefni jólanna er gaman að heyra hvernig jólahátíðin er í minningu þeirra hjóna. Hreinn segir að þegar hann var að alast upp í sveitinni hafi jólahald allsstaðar verið mjög svipað. Bæirnir voru hreingerðir eftir bestu getu, hvítskúraður hver krókur og kimi, borðbúnaður og ljósatæki fínpússað. Öll föt og rúmfatnaður hvítþvegin og beðið eftir

Það var mikill metnaður lagður í skólasýningar og leikrit. Myndin er úr sýningu Snædrottningarinnar í Nesjaskóla árið 1969 en Þjóðleikhúsið hafði sýnt leikritið árið áður.

fátækraþerrinum til að hægt væri að þurrka tauið úti á snúru fyrir jólin. Og jólin komu til efnaðra og snauðra eins og nú. En eitt var í heiðri haft og það var að enginn færi í jólaköttinn, en það var sagt um þá sem ekki fengu neina nýja flík fyrir jólin að þeir færu í jólaköttinn. Hreini er það minnistætt þegar hann hugsar til löngu liðinna jóla að honum fannst leysast úr læðingi hjá fólki löngun, til að allir fengju að njóta þeirrar gleði sem fylgdi jólunum, bæði menn og málleysingjar. Þegar Hreinn var fjósamaður reyndi hann að

sig svo í bað og spariklæðnað fyrir jólamatinn. Fjölskyldan hóf nú að borða jólagæsina, en nú þoldi Hreinn ekki meira og sofnaði með gæsina uppí sér svo mæðgurnar fengu það verkefni að styðja hann inn í svefnsófa og breiða yfir hann svo hann hvíldist nú vel. Tóku þær síðan upp bókapakka til að lesa, svo þeim leiddist ekki á meðan. Þegar leið á kvöldið svaf pabbinn enn og mæðgurnar gengu þá eftir heimavistarganginum heim til Ástu og Rafns skólastjóra og voru þar í góðu atlæti. Seint og um síðir kom Hreinn á eftir

Hreinn afkastaði miklu með nemendum sínum í smíðakennslu. Hér er aðventustjaki sem Þorgrímur Tjörvi smíðaði í Nesjaskóla.

velja besta fóðrið handa kúnum á jólunum og stalst til að gefa þeim auka fóðurbæti sem hann vissi að þeim þótti svo góður. Í tengslum við jólin minnist Kristín þess að Hreinn hafi ekki einungis verið kappsfullur í félagsstarfinu. Nemendur hans í smíðinni hafa oft sagt frá því að hann var með þeim að smíða fram á kvöld eða nótt, ef svo stóð á og þeir vildu ljúka verkinu. Stundum kom hann gangandi úr skólanum löngu eftir kvöldmat og nokkur börn með honum, þau höfðu þá fengið að vera í smíðastofunni. Frægasta sagan um kappsemina er þó líklega, þegar hann var að smíða húsgögn í herbergi dætranna, þá vorum við nýflutt í stóru íbúðina í Nesjaskóla, mikið að gera, en hann var ákveðinn að ljúka þessum smíðum fyrir jól. Hann byrjaði seint á Þorláksmessu og hélt áfram um nóttina án þess að sofna, og dreif

Glöð á góðri stundu.

þeim, búinn að kyngja gæsinni. Systrunum þótti verst að það var ekki önd, því þá hefðum þær getað sagt að hann hefði sofnað með öndina í hálsinum. Það er margs að minnast frá liðinni tíð. Að lokum senda þau hjónin bestu jólakveðjur og óska að friður og kærleikur jólanna megi umlykja okkur öll. Þorvaldur Jón Viktorsson tók viðtalið.


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

Opnunartími Heilsugæslu um jól og áramót 24. desember, aðfangadagur.... opið kl. 9:00 - 12:00 25. desember, jóladagur............................... LOKAÐ 26. desember, annar í jólum......................... LOKAÐ 31. desember, gamlársdagur..... opið kl. 9:00 - 12:00 1. janúar, nýársdagur.................................... LOKAÐ Við viljum hvetja fólk til að endurnýja lyfin sín tímanlega fyrir hátíðirnar. Með ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þökk fyrir samstarfið á árinu.

15

Viðburðir á vegum Sindra milli jóla og nýárs 28. desember kl. 13:00 Firmakeppni Knattspyrnudeildar í Bárunni. Keppt verður í kvennabolta 3. fl. + , mfl. karla og 40 ára+. Þátttökugjald er 25 þúsund kr. á hvert lið. 29. desember kl. 19:30 Árlegur jólatvímenningur Sindra í Brids í Ekrunni. 31. desember kl. 11:00 Gamlárshlaup frjálsíþróttadeildar Sindra. 5 km. og 10 km. ef færð og veður leyfir. Mæting við Sundlaugina.

Starfsfólk HSSA

Auglýst eftir starfsmanni í ræstingar á heilsugæslustöð HSSA

Þorláksmessuveisla á Hótel Höfn kl. 11:30 - 13:30

Laust er starf við ræstingar á heilsugæslustöð HSSA. Starfið er laust frá 1. janúar eða eftir samkomulagi. Greitt er samkvæmt uppmælingu. Laun samkv. kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Afl starfsgreinafélags. Nánari upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslu, ester@hssa.is, í síma 470-8600.

Skötuveisla í efri sal

Saltfiskur, skata, plokkfiskur, reykt tindabikkja, grjónagrautur og brauðsúpa Verð kr. 3.500,-

Pizzahlaðborð í neðri sal Verð kr. 1.690,-

Eitthvað fyrir alla!

Opnunartími hjá Sundlaug Hornafjarðar yfir hátíðarnar 23. desember, Þorláksmessa............... 06:45 - 21:00 24. desember, aðfangadagur............... 06:45 - 11:00 25. desember, jóladagur..................... LOKAÐ 26. desember, annar í jólum............... LOKAÐ 27. desember...................................... 10:00 - 17:00 28. desember...................................... 10:00 - 17:00 29. desember...................................... 06:45 - 21:00 30. desember...................................... 06:45 - 21:00 31. desember, gamlársdagur............... 06:45 - 11:00 1. janúar, nýársdagur.......................... LOKAÐ 2. janúar.............................................. 06:45 - 21:00

Hátíðarkveðjur, starfsfólk sundlaugar


16

Fimmtudagur 18. desember 2014

Eystrahorn

Ólíkar hefðir á Íslandi og á Spáni Jose Vicente Garcia Agullo matreiðslumeistari á Hótel Höfn var svo vinsamlegur að gefa okkur áhugaverðar mataruppskriftir sem birtast hér í blaðinu. Í leiðinni þótti ritstjóra upplagt að fá Jose til að segja lesendum frá jólasiðum og áramótahefðum í heimahögum hans á Spáni. Gefum honum orðið;

Ég kem frá þorpinu Altea sem er í um 40 km frá Alicante. Ég kalla Altea þorp en þar búa samt um 28 þúsund manns en um 60 þúsund yfir sumartímann. Það eru þrjú hótel í Altea og mjög mörg frístundahús sem eigendur dvelja í um ákveðinn tíma. Það var fínt að alast upp í svona litlum bæ og samfélagið og umhverfið var fjölskylduvænt. Við krakkarnir lékum okkur alltaf utandyra því veðrið var svo gott og þægilegt. Bærinn var mjög friðsamur og öruggur og lítil glæpatíðni þó undantekningar væru á því. Þegar komið var að kaffi- eða matartíma gat maður bara farið í næsta hús að borða með leikfélögunum, allar dyr voru ólæstar, en það breyttist þegar ókunnugt ferðafólk fór að koma til bæjarins. Skólakerfið var ólíkt því íslenska. Skólinn byrjaði kl. 9:00 og fyrri hlutinn var til kl. 12:00 og svo aftur frá kl. 3:00 – 5:00. Við þurftum til dæmis aldrei að bera þungar töskur í skólann vegna hádegishlésins og við urðum síður þreytt eins og gerist þar sem skólinn er kannski sjö klukkustundir samfellt. Í hádeginu kom öll fjölskyldan saman að borða. Ekki var mikið um að konur væru útivinandi og pabbarnir komu líka heim úr vinnunni í hádeginu. Það var lítið um unglingavinnu á Spáni, unglingar máttu byrja að vinna 16 ára. Á sumrin urðu börn bara að leika sér. Skólakerfinu var breytt þannig að börn ljúka grunnskólanámi nú 16 ára í stað 14 ára áður. Það var vandamál þegar náminu lauk við 14 ára aldur því að unglingar urðu að bíða í tvö ár eftir að geta byrjað að vinna. Þessi tveggja ára bið í aðgerðarleysi leiddi til þess að unglingar nenntu ekki að vinna þegar þau urðu 16 ára.

Jóla- og áramótahátíðir

með heimagerðu nautahakki. Þetta er síðan hægeldað í potti í sósu við lága hita í um 3-4 klst. Þegar rétturinn er tilbúinn er hann mjög mjúkur. Ekki voru gefnar jólagjafir eins og á Íslandi en fjölskyldan kom aftur saman 6. janúar og þá voru gefnar gjafir en ekki stórar eða dýrar. Dagurinn er kallaður dagur konunganna en samkvæmt sögunni komu þá þrír konungar og færðu Jesús gjafir. Eldað var frá hádegi til kvölds. Borðuð er hringlaga kaka með kremi á milli og settur er hvítlaukur, kallast kóngurinn, í hana eins og Íslendingar setja möndlu í grautinn. Sá sem fær kónginn fær gjöf en verður að borga fyrir alla. Eldra fólkið spilaði svo saman og drakk kaffi eða fékk sér í glas. Það eru mismunandi siðir og hefðir á Spáni eftir því hvar fólk býr í landinu og hvaða spil menn spila. Þar sem ég bjó var t.d. spilað Cau(Ká). Eftir að fólk er búið að gefa gjafir og borða saman fer fólk heim. Á gamlárskvöld hittist yngra fólkið borðar saman eða fer út að borða. Það eru sprengdar sprengjur og skotið upp rakettum, en engar brennur. Fólk kemur saman í miðbænum, börn fá djús, fullorðnir fá freyðivín eða eplasider. Fólk bíður eftir að kirkjuklukkan hringi 12 slög borðar á meðan 12 vínber, eitt eftir hvert slag. Svo biður fólk til guðs og óskar sér ýmislegt t.d. fjölskyldunni góðrar heilsu, sagan segir að þá muni óskirnar rætast. Meðan yngra fólkið fer út er eldra fólkið frekar heima og fylgist með í sjónvarpinu þegar sýnt er beint frá kirkjuklukkuhringingunni í Madrid og fær sér auðvitað 12 vínber líka. Veðurfarið skapar svo ólíka menningu á Spáni og hér á Íslandi. Nýársdagur er mikill fjölskyldudagur þar sem allir eru saman frá morgni til kvölds.

Um jólin kom stórfjölskyldan saman og borðaði kvöldmat saman.

Hagfræðingur, þjónn og kokkur

Í forrétt var eldaður reyktur lax og hrár saltfiskur sem var borinn fram í litlum þunnum bitum, svipað og Carpaccio, með tómatmauki og ólívuolíu. Í aðalrétt var smokkfiskur fylltur

Ég fæddist inn í fjölskyldu sem var í veitingabransanum. Foreldrar mínir áttu veitingahús og sex ára byrjaði ég að aðstoða pabba minn. Ég ætlaði mér annað hlutskipti og

fór fyrst í myndlistarskóla og síðan í Háskóla og lærði hagfræði. Vann sem hagfræðingur á skrifstofu en leið ekki vel þar, vildi meira fjör. Ég fékk þjónaréttindi samkvæmt gamla kerfinu á Spáni en þá þurfti maður að vera búinn að vinna þrjú ár hjá meistara en pabbi var meistari, og tekið svo þriggja mánaðar námskeið. Ég vann alltaf sem þjónn með skólanáminu og byrjaði að vinna 14 ára sem fullgildur starfsmaður hjá foreldrum mínum. Ég missti móður mína 8 ára gamall. Eftir lát hennar sá ég í fyrsta skipti karlmann, pabba, elda í heimahúsi . Þetta hafði sérstök áhrif á mig sem erfitt er að útskýra í orðum og var þess valdandi að ég fór í kokkanám. Ég hafði mikla reynslu og góða menntun svo kokkanámið var auðvelt, gat sleppt þriggja ára grunnnámi en þurfti aðeins að fara í tveggja ára starfsnám sem ég tók á hóteli á Benidorm.

Sérstök tilviljun réði því að ég kom til Íslands Ég vann á hóteli á Benedorm þar sem 50% gestanna voru Íslendingar. Þar kynntist ég þrennum íslenskum hjónum sem héldu mest til á hótelinu, skruppu kannski út á ströndina og komu svo aftur. Í samtölum við mig kom fram að þau höfðu frekar áhuga á að skoða ekta spænska menningu, en við getum sagt að það ríki svolítið bresk menning á Benedorm. Ég bauðst til að fara með þau í heimbæ minn og kynna fyrir þeim ekta spænsk veitinga- og kaffihús og menningu. Hjónin voru ánægð með heimsóknina og mig og buðust til að taka vel á móti mér ef ég kæmi til Íslands. Ég þurfti að velta því vandlega fyrir mér því það var svo voða dýrt að ferðast til landsins. Þetta var fyrir rúmum 17 árum. Í ágúst hætti ég í vinnunni á hótelinu og ákvað að fara til Íslands og reyna að fá vinnu og ferðast um landið í eitt ár og kynnast menningunni. Ef ég fengi ekki vinnu ætlaði ég að fara aftur til Spánar eftir mánuð. Ég fékk fljótlega vinnu á Hard Rokk Café í Kringlunni. Þar kynntist ég fyrrverandi konunni minni og ákvað að vera aðeins lengur en eitt ár. Ætlunin var alltaf að snúa aftur til Spánar en nú eru


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

17 liðin og ég veit ekki hvenær ég fer aftur til Spánar, kannski aldrei.

Af hverju á Höfn? Ég var búinn að vera allan tímann í Reykjavík og langaði að breyta til en vera áfram í veitingabransanum. Ég tók mér sex mánaða frí og langaði alltaf að gera tvo hluti , fara á sjó og að vinna úti á landi. Þegar ég var búinn að vera þrjá mánuði í fríi hringir Óðinn í mig og bauð mér vinnu. Mér leist vel hótelið og eigendurna og mér bauðst framtíðarvinna hér en ég gat ekki skuldbundið mig nema í stuttan tíma, ætlaði að

vera einn mánuð en er búinn að vera tvö ár. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun mína. Ég get verið í góðu sambandi við börnin mín tvö en veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér.

Eldamennska á Íslandi Það hefur mikið breyst síðan ég kom hingað fyrst. Það var mjög takmarkað framboð á hráefni og lítil fjölbreytni. Sömuleiðis var framboðið árstíðarbundið. Matargerðin var afskaplega einföld og fábreytt og veitingahúsin voru flest með svipaðan matseðil. Í dag er nánast hægt að fá allt sem hugurinn girnist og íslenskt

17

hráefni er mjög gott. Í dag er íslenskur matur mjög fjölbreyttur og matreiðslan eins og hún gerist best í heiminum. Það er mjög jákvætt að ungt fólk skuli fara til útlanda að læra að elda og kynnast ólíkri matarmenningu og fá nýjar hugmyndir.

Uppáhalds rétturinn minn Já, upphaldsrétturinn minn er Paella (Pæja). Þetta er hrísgrjónaréttur sem hægt er að hafa fjölbreyttan með kjöti, kjúkling, kanínu eða sjávarréttum. Kjötið og grænmetið er forsteikt og olía og hrísgrjónin eru sett með eftirá.

Forréttur (fyrir 4)

Aðalréttur (fyrir 4)

Eftirréttur

Avocado með rækjum og bleikri sósu

Jólakalkúnn

Brazo De Gitano

4 stk. avocado . 200 gr. pillaðar og soðnar rækjur. 1 stk. appelsínur. 1 stk. sítróna. 1/2 haus. romaine salati. 100gr. majónes. ca. 2 msk. tómatsósa. 1 búnt graslaukur eða steinselja.

Aðferð 1. skera avocado í tvennt, taka stein úr og taka kjötið úr. 2. saxa romaine salatið í strimla. 3. taka börkinn af appelsínunni og skera hana í litla bita. 4. blanda saman rækjum, salati, appelsínu og avocado, 5. fylla avocado með þessu.

Sósa Blanda saman tómatsósu, majonesi og safa úr hálfri sítrónu í sér skál. Hella sósunni yfir fyllinguna og skreyta með söxuðum graslauk ( eða steinselju ) og sítrónukurli.

1 stk. heill kalkún ( 5-6 kg.). 1 stk. sítróna. Salt og pipar. 120 gr. smjör. 1 búnt steinselja. 1 búnt timjan 1 stk. gulrót. 1 búnt sellerí. 200 ml. hvítvín.

Aðferð 1. losa aðeins húðina yfir bringunni og setja smjörið inn í. 2. smyrja sömuleiðis kalkúninn að utan með mjúku smjöri. 3. krydda með salti og pipar. 4. skera sítrónuna í tvennt og setja annan helminginn inn í. 5. setja kalkúninn í bakka með vængina undir og krossaðir leggirnir. 6. hita ofninn í 220 gráður og baka kalkúninn í 30 mín. Lækka hitann þá í 180 gráður og elda áfram í 3 ½ klst. 7. eftir hverjar 30 mínútur þarf að smyrja kalkúninn með mjúku smjöri svo að hann verði ekki þurr. 8. á meðan kalkúninn er í ofninum er gott að saxa kryddjurtirnar og grænmetið í grófa bita og sjóða í 15 mínútur. 9. sigta svo grænmetið og kryddjurtirnar úr og blanda með hvítvíninu og safa af kalkúninum. til að nota í sósu. Sem meðlætti er t.d. kartöflusalat, soðnar kartöflum, ferskt salat og gufusoðið grænmeti.

200 gr. hveiti. 200 gr. sykur. 40 gr. kakó. 4 egg, 90 gr. þeyttur rjómi. 70 gr. smjör, 150 gr. súkkulaði 53% Vatn.

Aðferð 1. hræra saman 150 gr. af sykri og 4 egg í 5 mínútur, 2. blanda hveiti og kakó saman við á meðan hrært er. 3. setja bökunarpappír í ofnskúffu og setja blönduna yfir. 4. baka deigið í 6 mínútur á 180 gráður hita 5. á meðan er smjörið og súkkulaðið brætt saman ásamt þeytta rjómanum. 6. búa til sýróp með vatni og það sem eftir er af sykrinum. 7. hella sýrópinu yfir botninn og þeyttum rjóma yfir, 8. rúlla varlega og setja yfir súkkulaði blönduna og kælið. Að lokum má skreyta þetta súkkulaðivindlum eða möndlum.

með

Svo er það sérstök hefð hjá Spánverjum að fá sér með kaffinu eftir matinn Turrón t.d. polvorones, mantecas, eða heimabakaðar sætar kökur.


18

Fimmtudagur 18. desember 2014

Sendi Austur-Skaftfellingum mínar bestu óskir um gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár.

Dr. Sandra Sigmundsdóttir kírópraktor Sendi sýslubúum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Dr.med vet. Janine Arens dýralæknir

Við bæjarfulltrúar framsóknarmanna sendum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir veittan stuðning liðinna ára.

Eystrahorn

Starfsfólk Þrastarhóls ehf. sendir viðskiptavinum og öðrum lesendum Eystrahorns beztu óskir um gleðileg jól. Óskum ykkur alls góðs á komandi ári og þökkum góð samskipti á liðnum árum.

Guðbjartur, Birna og Agnes Nemendur Grunnskóla Hornafjarðar, foreldrar og lestrarvinir skólans. Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar

Merry Christmas and a Happy New Year. Wesolych Swiat i szczesliwego Nowego Roku.

Með jólakveðju úr bæjarstjórninni Ásgerður K. Gylfadóttir Kristján S. Guðnason Gunnhildur Imsland Arna Ósk Harðardóttir Ásgrímur Ingólfsson Einar Smári Þorsteinsson

Vil óska öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja, Rakarastofa Baldvins

Viðskiptamönnum um byggðir og ból birtum við jólaósk hlýja. Gefi þeim almættið gleðileg jól og gæfu á árinu nýja.

Hótel Smyrlabjörg ehf


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

Stofnun hollvinasamtaka Í tilefni af 40 ára afmælis Elli-og hjúkrunarheimilis Skjólgarðs hefur verið ákveðið að kynna og athuga með áhuga á stofnun Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnana í Hornafirði. Markmið samtakanna verður m.a. Að auka tengsl almennings við stofnanirnar og þá sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Og hins vegar að efla hag þeirra. Þetta verði gert m.a. með eftirfarandi: • Að standa vörð um stofnanirnar og starfsemi þeirra. • Að stuðla að kynningu út á við. Hlutast skal til um að félagsmenn fái greiðar upplýsingar um framgang stofnananna, og nýjungar á sviði heilbrigðismála er varða stofnanirnar og starfsemi þeirra. • Að veita heilbrigðisstofnunum í Hornafirði fjárhags- og siðferðilegan stuðning og hvatningu í ýmsum framfara- og hagsmunamálum, svo sem að þrýsta á viðbyggingu við hjúkrunarheimilið. • Tekjur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnana í Hornafirði verða: • Félagsgjöld sem ákveðin eru árlega á aðalfundi samtakanna. • Frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra aðila. • Aðrar tekjur. Fjárframlög til Hollvinasamtakanna má merkja ákveðinni starfsemi við stofnanirnar . S.s rannsóknum, endurhæfingu, endurnýjun tækjakosts og tækjakaupum eða beinum fjárstuðningi við ákveðið markmið. Óskilyrtum fjárframlögum ráðstafar stjórn samtakanna í samræmi við markmið þeirra. Verði félagið lagt niður skulu allar eignir þess og tekjur renna óskipt til Hjúkrunarheimilisins í Hornafirði. Félagar teljast þeir sem greiða árgjöld samtakanna. Fyrirtæki, félagasamtök og opinberir aðilar geta orðið styrktarfélagar.

Kynningin verður í Nýheimum, sunnudaginn 18. janúar 2015 kl. 15:00 Jólakveðja, áhugafólk um Hollvinasamtök heilbrigðisstofnana í Hornafirði.

Hafðu það hlýlegt um jólin Glæsilegt úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum frá Svefn og heilsu og RB rúm Góðar sængur og koddar Mikið úrval af góðum og fallegum nytsamlegum jólagjöfum.

Kaffi á könnunni • Verið velkomin

Húsgagnaval Opið:

virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 16:00 Þorláksmessu kl. 13:00 - 22:00 aðfangadag kl. 10:00 - 12:00

19

Jólakveðja frá bæjarfulltrúum D og E lista Í þessum pistli langar okkur að horfa um öxl og fara stuttlega yfir helstu málefni sem á okkur brenna þessi misserin.

Samstarf meirihlutans í hálft ár Málefnasamningur D og E lista var undirritaður 14. júní og þar var stefnan mörkuð varðandi mörg þau mál sem hafa verið á borði nefnda, ráða og sveitarstjórnar. Málefnasamningurinn hefur verið okkar leiðarljós í gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015 og þriggja ára áætlunar 2016 – 2018. Fjárhagsáætlunin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 8. desember s.l.. Minnihluti B-lista færði fram bókun um þá hluti sem þeir vildu sjá öðruvísi. Það er ekkert nema gott um það að segja enda eru meirihlutinn og minnihlutinn ekki sammála um allt þó svo að við séum oftast samstíga. Virðingarvert er að B-listi samþykkti fjárhagsáætlunina líka enda er hún hófsöm og án þess að leggja of íþyngjandi skuldbindingar á sveitarfélagið til framtíðar.

Framkvæmdir 2015 Helstu framkvæmdir á næsta ári tengjast umhverfismálum og viðhaldi fasteigna. Undirbúningur er á lokastigi varðandi fráveitumál, bæði í Nesjum og á Höfn. Fráveituverkefnin fara nú í útboð og þá geta framkvæmdir hafist. Viðhaldsverkefnin verða á ráðhúsinu og Sindrabæ. Að auki stendur til að ráða atvinnu- og ferðamálafulltrúa sem við væntum að geti skilað góðu framlagi til eflingar þjónustu fyrir alla hagsmunaaðila. Nýjar nefndir taka til starfa strax í janúar þegar umhverfisnefnd verður aðskilin frá skipulagsnefnd og menningarnefnd frá atvinnunefnd. Þannig getum við unnið markvissar með mörg stór mál, t.d. með Miklagarð og safnamálin í heild og tekið markvisst utan um næstu skref í sorpflokkun og öðrum umhverfismálum.

Margar hendur vinna verkin Segja má að flest málefni málefnasamningsins séu komin af stað á einn eða annan veg. Nefndir sveitarstjórnar vinna með mál eins og menningar-, leik- og skólamál, framtíð heilbrigðis- og öldrunarmála, nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót svo eitthvað sé nefnt. Mörg þessara mála eru að sjálfsögðu ekki bara á forræði sveitarstjórnar að leysa eða veita fjármunum í. Málefnanna er iðulega getið í samtölum sem átt er við ríkisvaldið og alla þá sem koma að því með einum eða öðrum hætti að stýra áætlunum ríkissjóðs. Þeir eru ófáir fundirnir og samtölin sem við höfum átt við þingmenn og hagsmunasamtök til að minna á þörfina fyrir úrbætur hér heima í héraði. Við gerum okkar besta í að standa vaktina og þrýsta á að unnið verði að góðum málum samfélaginu í Sveitarfélaginu Hornafirði til hagsbóta.

Jólakveðja Nú þegar jólin ganga í garð með tilheyrandi hátíðarhöldum og hækkandi sól, viljum við færa öllum íbúum sveitarfélagsins okkar bestu óskir um gleðileg jól, frið og farsæld á komandi ári. Við þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem nú er senn á enda og vonum að næsta ár verði okkur öllum gjöfult og gæfuríkt. Fyrir hönd sjálfstæðismanna og 3. framboðsins Björn Ingi Jónsson, Lovísa Rósa Bjarnadóttir, Sæmundur Helgason og Þórhildur Ásta Magnúsdóttir


20

Fimmtudagur 18. desember 2014

4G Símans á Höfn Enn öflugra samband með fjórðu kynslóð farsímsenda Hornfirðingar eru komnir í blússandi 4G samband hjá Símanum. Þessi fjórða kynslóð farsímasenda eflir sambandið til muna, þar sem hraðinn um netið eykst. Auk þess leyfir tæknin áhorf í háskerpu og niðurhal kvikmynda á mettíma. „Við sjáum að 4G snjalltækjum hefur fjölgað hratt og vel í höndum landsmanna. Í ársbyrjun 2013 voru aðeins 2% viðskiptavina með slík en eru nú tæplega fimmtungur. Þá styðja sex af hverjum tíu seldum símtækjum í verslunum 4G tæknina þessa stundina. Síminn hefur byggt upp í takti við þessa þróun og er kominn með þessa fjórðu kynslóð farsímasenda í alla landshluta,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Frá því í vor hafa 4G sendar til að mynda verið settir upp á Akureyri, Egilsstöðum, Akranesi, Ísafirði og Selfossi. Einnig í Keflavík, Sauðárkróki, Stykkishólmi, Borgarnesi og Vestmannaeyjum. Þá hefur netið verið þétt á höfuðborgarsvæðinu – nú síðast í Smáralind og Sólvangi í Hafnarfirði. 4G samband er nú einnig komið upp í helstu sumarbústaðarlöndum landsmanna og þar sem ferðamenn halda sig helst; eins og við Geysi. „Við hjá Símanum erum hvergi hætt og munum enn bæta 4G sambandið á árinu. 4G kerfi Símans vex með hverjum deginum sem líður og við erum afar ánægð með að geta nú boðið þjónustuna á Höfn í Hornafirði.“

Fyrir útivistarfólkið eigum við mikið úrval af Sealskinz vettlingum og sokkum

Eystrahorn

Kæru ættingjar og vinir. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, þökkum liðið ár.

Ása og Gunnar Óskum öllum Austur Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum frábærar viðtökur á árinu sem er að líða.

Hornfirska Skemmtifélagið Óskum Hornfirðingum og öðru samferðafólki innilega gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegar samverustundir á árinu .

Ferðafélag Austur Skaftfellinga Ríki Vatnajökuls ehf.

sendir Hornfirðingum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Sendum Hornfirðingum öllum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

Verið ávallt velkomin


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

Aðstandendur Eystrahorns senda lesendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.

Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Jaspis

Félagsmenn í AFLi

Tilboð á flugmiðum Nýr samningur við Erni.

Kr. 8.900

aðra leið meðan birgðir endast.

Snorri og Heiða Dís Litlubrú 1 780 Höfn

Opið verður á Þorláksmessukvöld í Pakkhúsinu frá kl 21:00. Kaffi, kökur og lifandi tónlist. Tilvalið að gleyma jólaösinni um stund. Jólakveðja frá starfsfólki Pakkhússins

Opnunartímar til jóla Laugardaginn.. 20. desember........opið kl. 13:00 - 18:00 Mánudaginn..... 22. desember .......opið kl. 10:00 - 20:00 Þorláksmessu.. 23. desember........opið kl. 10:00 - 12:00 Aðfangadag..... 24. desember........opið kl. 10:00 - 12:00 Gamlársdag..... 31. desember........opið kl. 10:00 - 12:00

AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ennfremur sendir félagið viðsemjendum okkar svo og Austfirðingum öllum jólakveðjur og von um að komandi ár verði okkur öllum farsælt. Fyrir hönd AFLs Starfsgreinafélags Stjórn og starfsfólk

21


Töfrar jólanna Byrja í Nettó www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


Eystrahorn

Fimmtudagur 18. desember 2014

23


Sendum íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Fyrir hönd bæjarstjórnar

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.