Eystrahorn 45. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 15. desember 2011
Jólatónleikarnir Næstkomandi sunnudag þann 18. desember kl. 20 verða jóla– og styrktartónleikar Karlakórsins Jökuls í Hafnarkirkju. Þar koma fram allir kórar á Höfn ásamt tónlistarfólki frá Tónskólanum og Lúðrasveit Hornafjarðar. Kynnir verður Soffía Auður Birgisdóttir en hún tekur við af Magnúsi J. Magnússyni sem hefur séð um að kynna fyrir okkur á tónleikunum í mörg ár með mikilli prýði. Ingólfur Baldvinsson hjá ljósadeild Leikfélags Hornafjarðar mun sjá um að lýsa upp kirkjuna og gefa henni hátíðlegan blæ. Ágóðinn af tónleikunum hefur ætíð runnið til styrktar góðu málefni og að þessu sinni rennur óskiptur ágóði tónleikanna til Krabbameinsfélags Austur-Skaftafellssýslu. Miðaverð er að lágmarki kr. 2000 en þar sem um styrktartónleika er að ræða þá má borga meira. Við vonumst til að sjá sem flesta og þarna gefst bæjarbúum kjörið tækifæri til að styrkja gott málefni og grípa jólaandann ef það hefur ekki þegar gripið hann.
Nýjar og skemmtilegar hefðir „Við vorum nokkrar vinkonur sem langaði til að gera eitthvað skemmtilegt í miðju jólastússinu með skemmtilegum konum og duttum niður á þessa hugmynd sem sló í gegn. Þetta er tuttugasta og annað árið í röð sem boðið er í morgunmat. Að koma saman eina morgunstund á aðventunni og eiga notalega stund er orðinn hluti af jólastemningunni hjá okkur. Þetta hefur þróast þannig að þær sem voru gestgjafar, en það er breytilegt frá ári til árs hver gegnir því hlutverki, buðu nýjum konum að vera með. Þannig koma konurnar úr öllum áttum og fjölbreytileikinn blívur. Núna erum við 28 búsettar á Höfn, en u.þ.b. 40 konur hafa verið með í gegnum árin. Þegar boðið var haldið í 20 sinn, buðum við brottfluttum að koma austur og var það skemmtileg stund, mikið hlegið og óendanlega gaman að sjást og vera svona saman. Það væri gaman ef einhverjar fleiri konur gætu gripið hugmyndina og myndað nýja hópa. Það er aldrei að vita hvert það leiðir! Indland getur t.d. komið til Hafnar eins og sjá má á myndinni. Það er gaman að breyta stöku sinnum til, en oftast hefur þetta verið dásamlegur, hefðbundinn jólamorgunverður með ilmandi nýbökuðu brauði. Félagsskapurinn hefur þó alltaf verið lang mikilvægastur,“ sagði Svava Kristbjörg sem hafði orð fyrir hópnum.
Vinkonurnar voru fínar í indverskum klæðnaði og indverski maturinn var góður.
Jólablað Eystrahorns
kemur út miðvikudaginn 21. desember
Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: albert@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út á miðvikudegi en ekki fimmtudegi og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 19. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti. Hér til hliðar er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.500,- (4.392,- m/vsk).
Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár . Jón og Gunna
Eystrahorn
Fimmtudagur 15. desember 2011
Opnunartímar um jól og áramót 23. desember
Þorláksmessa
Opið kl. 06:45 - 13:00
24. desember
Aðfangadagur
LOKAÐ
25. desember
Jóladagur
LOKAÐ
26. desember
Annar í jólum
LOKAÐ
27. desember
Þriðjudagur
Opið kl. 06:45 - 21:00
28. desember
Miðvikudagur
Opið kl. 06:45 - 21:00
29. desember
Fimmtudagur
Opið kl. 06:45 - 21:00
30. desember
Föstudagur
Opið kl. 06:45 - 21:00
31. desember
Gamlársdagur
LOKAÐ
1. janúar
Nýársdagur
LOKAÐ
Gleðileg jól og farsælt nýtt sundár! Starfsfólk Sundlaugar Hafnar
25% afsláttur
af öllum bolum föstudag, laugardag og sunnudag Jólaleikurinn í fullum gangi Aðalvinningurinn er vöruúttekt að verðmæti 25.000 kr. Góðar útivistarvörur frá ZO-ON, CINTAMANI og 66o norður
www.eystrahorn.is
Minningarkort Hoffellskirkju fást hjá: Sigurbjörgu Helgadóttur (sími 478 2171) Ingibjörgu Steinsdóttur (sími 478 1514)
Minningarkort SKB, Syrktarfélags Krabbameinssjúkra Barna fást hjá Ingibjörgu Steinsdóttur (sími 478 1514)
Vinnustofan mín í Miklagarði verður opin laugardaginn 17. desember frá kl. 13:00 - 16:00 Allir velkomnir Kveðja Eyrún Axelsdóttir Verðum með nautakjötið okkar til sölu á fjósloftinu sunnudaginn 18. desember kl. 13:00 - 16:00 Mikið úrval af steikum, einnig reyktar nautatungur og broddmjólk. Forsoðnar kartöflur þægilegar og góðar í jólamatseldina Rófur með Þorláksmessu skötunni Verið velkomin, Ella og Eiríkur
Gamlar myndir
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Árgangur 1972
Hrafnkell Gíslason sem kenndi við Hafnarskóla 1981 – 1983 bað Eystrahorn að koma því á framfæri að inn á fésbókarsíðu hans, undir myndir, er hægt að sjá gamlar myndir af nemendum Hafnarskóla. Eflaust hafa margir sem voru nemendur þá og með í þessum ferðum áhuga á að skoða myndirnar. Hrafnkell tók fram að merkja mætti nöfn einstaklinga inn á myndirnar og nota megi þær að vild.
Eystrahorn
Fimmtudagur 15. desember 2011
www.eystrahorn.is
Fiskirí og vinnsla Aflabrögð 28 nóvember. - 11. desember Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51..................... net.............. 11... 85,6.þorskur 68,7 Skinney SF 20...................... hum/net.....4.... 58,3.blandaður afli Þórir SF 77........................... humarv...... 2..... 30,0.humar 5,7 Sigurður Ólafsson SF44...... botnv.......... 2....... 5,3.blandaður afli Steinunn SF 10..................... botnv.......... 1... 127,0.blandaður afli Beta VE 36........................... lína.............. 4..... 15,4.þorskur/ýsa Dögg SU 118........................ lína.............. 1....... 8,7.þorskur 7,5 Guðmundur Sig SU 650...... lína.............. 5..... 19,8.þorskur/ýsa Ragnar SF 550...................... lína.............. 5..... 25,9.þorskur ýsa Siggi Bessa SF 97................ lína.............. 4..... 15,5.þorskur 12,0 Von SF 2............................... skötuselsn. 2....... 1,8.skötuselur 1,7 Siggi Bessa SF 97................ lína.............. 3..... 14,1.þorskur 11,1 Heimild: www.fiskistofa.is
Úr skýrslu KPMG varðandi sjávarútveg á Hornafirði
Hornafjarðarmeistaramótið
Þátttökugjald 500,- kr. Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt Útbreiðslustjóri
Afla landað á Hornafirði og unninn á staðnum 80.000
Tonn
verður á Hótel Höfn fimmtudaginn 29. desember kl. 20:00
70.000
60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0
2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Löndun
Vinnsla
Heilsa og útlit lokar
Heimild: Hagstofan og greining KPMG
16., 17. og 18. desember
Snyrtistofan lokar 20. janúar 2012 Vinsamlega notið gild gjafakort fyrir þann tíma
Full búð af góðum vörum fyrir jólin
16‘‘ með 2 áleggstegundum
1500 kr. ef þú sækir Með jólakveðju Simi 4781505 /6918502/nova 7761501 Opið: mánudag til fimmtudags 11:00 - 22:00 föstudag og laugardag 11:00 - 23:30 Open: Monday to Thursday 11:00 - 22.00
Sunnudagur 12:00 - 21:00
Friday & Saturday 11:00 - 23.30
Sunday 12:00 - 21:00
Verslunin verður opin laugardaginn 16. desember til kl. 16:00 Sími
478-2221
Eystrahorn
Fimmtudagur 15. desember 2011
FJÖR OG MANNDÓMUR Einstaklega skemmtileg og fróðleg bók úr smiðju sagnameistarans Villa á Brekku.
www.eystrahorn.is
Ánægt kvikmyndagerðarfólk
Bókin er til sölu í Nettó Á AFSKEKTUM STAÐ eftir Arnþór Gunnarsson er nú á þrotum hjá útgefanda. Þökkum viðtökurnar.
Bókaútgáfan Hólar holabok.is/holar@holabok.is
Ræsting Rarik auglýsir eftir samviskusömum, áreiðanlegum og áhugasömum aðila til að sjá um ræstingu skrifstofuhúnæðis að Álaugarvegi 11 Hornafirði.
Eystrahorn hafði samband við Snorra Þórisson kvikmyndagerðarmann til að forvitnast um hvernig upptökur á vinsæla sjónvarpsþættinum Game of Thrones hafi gengið hér í sýslu. „Það gekk allt mjög vel. Við vorum heppin með veðrið og umhverfið passar svo vel fyrir það sem aðstandendur þáttanna eru að sækjast eftir í senur sem kallast fyrir norðan veggjarins. Öll samskipti við heimafólk voru til fyrirmyndar. Allir tilbúnir að leysa mál og brugðust skjótt við þegar eitthvað kom uppá. Svona upptökum fylgja nefnilega oft ýmis vandamál og vandræði en heimamenn þekkja þetta orðið vel og hafa fullan skilning á því. Útlendingarnir, jafnt almenna starfsfólkið sem leikararnir, voru himinlifandi með dvölina og alla þjónustu. Ekki voru margir heimamenn sem sóttu um að leika í myndinni sem sýnir að fólk hefur nóg að gera hér. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum heimamönnum sem aðstoðuðu okkur og við áttum samskipti við og vona að þeir séu jafn ánægðir og við. Það er aldrei að vita nema þetta verði til þess að þessir aðilar komi aftur á þessar slóðir að taka meira upp.“
Þorláksmessuveisla Skötuveisla í efri sal
Tilboðum skal skila fyrir 28.des nk. til Rarik Þverklettum 2-4 700 Egilsstöðum merkt: Ræsting Álaugarvegi 11 Upplýsingar varðandi fyrirkomulag á ræstingu er hægt að nálgast hjá Magnúsi Jónassyni skrifstofustjóra Rarik í síma 528-9000 eða á netfangi magjon@rarik.is
gefum nytsama jólagjöf Opið á laugardag kl. 11:00 - 17:00
Verslun Dóru
Saltfiskur, skata, plokkfiskur, grjónagrautur og brauðsúpa Verð 3.500,- kr.
Í neðri sal
Pizzuveisla á hlaðborði. • 1.690,- kr
Eitthvað fyrir alla!
Eystrahorn
Fimmtudagur 15. desember 2011
www.eystrahorn.is
Barnakórinn blómstraði Ekki þarf að láta sér leiðast núna á aðventunni. Mikið framboð er á afþreyingu bæði menningarlegu og svo ýmsu sem tengist heimaframleiðslu á vörum og verslun. Eins og fram kemur í blaðinu verða jólatónleikar Karlakórsins Jökuls á sunnudaginn en margir líta á þá tónleika sem ómissandi part af aðventunni. Það er þakkarvert þegar listafólk eins og Frostrósir kemur út á landsbyggðina til að gleðja okkur. Tónleikar þeirra í síðustu viku voru flottir og þátttaka Barnakórs Hornafjarðar skreytti svo sannarlega flutninginn og vakti verðskulda athygli. Full ástæða er til að þakka og óska Kristínu Jóhannesdóttur stjórnanda kórsins og krökkunum öllum til hamingju.
Jólamarkaður í Pakkhúsinu á sunnudag Matur og góðgæti á boðstólnum Njótum aðventunnar Lítið við í Pakkhúsinu á sunnudag milli kl. 12:00 og 15:00
Fjósið og Húsdýragarðurinn Fjósinu í Hólmi er boðið upp á heitt kakó og kökuhlaðborð dagana 17. og 18. desember. Frítt verður þá daga í húsdýragarðinn fyrir kaffigesti. Opið milli 13:00 og 17:00. Njótum aðventunnar.
Opið laugardaginn 17. desember kl. 13:00 - 17:00 Starfsfólk Lyfju
Kaffi Hornið á aðventu Vegna mikillar aðsóknar á jólahlaðborðin hjá okkur höfum við ákveðið að bæta við hlaðborði föstudaginn 16. desember - nokkur sæti laus. Laugardagur 17. desember Jólahlaðborð - fullbókað Sunnudagur 18. desember Aðventukaffihlaðborð kl. 15:00 - 17:00 Kaffi Hornið er lokað frá kl 17:00 sunnudaginn 18. desember vegna einkasamkvæmis.
Verið velkomin
Starfsfólk Kaffi Hornsins
Hafnarbúðin Sími 478-1095
• Nýtt kjúklingasalat
• Humarlokan komin aftur • Ný tilboð daglega til jóla
Verið ávallt velkomin Starfsfólk Hafnarbúðarinnar
[a]
[e]
[b]
[ f]
[g]
[c]
[d]
[h]
[a] 14.900 KR
[b] 43.700 KR
[c] 24.900 KR
[d] 18.900 KR
[e] 25.900 KR
[f] 24.900 KR
[g] 21.900 KR
[h] 17.900 KR
[ i ] 18.900 KR
[ j ] 17.900 KR
[k] 17.900 KR
[l] 45.000 KR
[i] [j]
[k]
[ l]
söluaðili sign á höfn er | Húsgagnaval, Álaugarey, Höfn í Hornafirði, Sími: 478 2535
Opið laugardag til kl. 17:00