Eystrahorn 45. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn 45. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 15. desember 2011

Jólatónleikarnir Næstkomandi sunnudag þann 18. desember kl. 20 verða jóla– og styrktartónleikar Karlakórsins Jökuls í Hafnarkirkju. Þar koma fram allir kórar á Höfn ásamt tónlistarfólki frá Tónskólanum og Lúðrasveit Hornafjarðar. Kynnir verður Soffía Auður Birgisdóttir en hún tekur við af Magnúsi J. Magnússyni sem hefur séð um að kynna fyrir okkur á tónleikunum í mörg ár með mikilli prýði. Ingólfur Baldvinsson hjá ljósadeild Leikfélags Hornafjarðar mun sjá um að lýsa upp kirkjuna og gefa henni hátíðlegan blæ. Ágóðinn af tónleikunum hefur ætíð runnið til styrktar góðu málefni og að þessu sinni rennur óskiptur ágóði tónleikanna til Krabbameinsfélags Austur-Skaftafellssýslu. Miðaverð er að lágmarki kr. 2000 en þar sem um styrktartónleika er að ræða þá má borga meira. Við vonumst til að sjá sem flesta og þarna gefst bæjarbúum kjörið tækifæri til að styrkja gott málefni og grípa jólaandann ef það hefur ekki þegar gripið hann.

Nýjar og skemmtilegar hefðir „Við vorum nokkrar vinkonur sem langaði til að gera eitthvað skemmtilegt í miðju jólastússinu með skemmtilegum konum og duttum niður á þessa hugmynd sem sló í gegn. Þetta er tuttugasta og annað árið í röð sem boðið er í morgunmat. Að koma saman eina morgunstund á aðventunni og eiga notalega stund er orðinn hluti af jólastemningunni hjá okkur. Þetta hefur þróast þannig að þær sem voru gestgjafar, en það er breytilegt frá ári til árs hver gegnir því hlutverki, buðu nýjum konum að vera með. Þannig koma konurnar úr öllum áttum og fjölbreytileikinn blívur. Núna erum við 28 búsettar á Höfn, en u.þ.b. 40 konur hafa verið með í gegnum árin. Þegar boðið var haldið í 20 sinn, buðum við brottfluttum að koma austur og var það skemmtileg stund, mikið hlegið og óendanlega gaman að sjást og vera svona saman. Það væri gaman ef einhverjar fleiri konur gætu gripið hugmyndina og myndað nýja hópa. Það er aldrei að vita hvert það leiðir! Indland getur t.d. komið til Hafnar eins og sjá má á myndinni. Það er gaman að breyta stöku sinnum til, en oftast hefur þetta verið dásamlegur, hefðbundinn jólamorgunverður með ilmandi nýbökuðu brauði. Félagsskapurinn hefur þó alltaf verið lang mikilvægastur,“ sagði Svava Kristbjörg sem hafði orð fyrir hópnum.

Vinkonurnar voru fínar í indverskum klæðnaði og indverski maturinn var góður.

Jólablað Eystrahorns

kemur út miðvikudaginn 21. desember

Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: albert@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út á miðvikudegi en ekki fimmtudegi og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 19. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti. Hér til hliðar er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.500,- (4.392,- m/vsk).

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár . Jón og Gunna


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.