SÆMUNDUR
SAMBAND ÍSLENSKRA NÁMSMANNA ERLENDIS
27 ÁRG. Maí 2008
RITSTJÓRA ÁVARP Kæri vinur, Nú heldur þú á splunkunýju eintaki af Sæmundi og vona ég innilega að þú njótir lestrarins. Í blaðinu í ár er fjöldinn allur af skemmtilegum greinum og nauðsynlegum hagsmunamolum ásamt því að með hverju útsendu blaði fylgja lýsistöflur sem þykja nauðsynlegar til þess að lifa af núverandi gengissveiflur og næringaskort sem af þeim hlýst. Samband íslenskra námsmanna erlendis býr við þann furðulega raunveruleika að félagsmenn okkar eru dreifðir út um allan heim og því er erfitt að boða til róttækra mótmæla á Austurvelli eða skipuleggja stór sambandsþing. Þess í stað sendum við út harðorða tölvupósta á ráðamenn þjóðarinnar, sendum sjö manna stjórn SÍNE á fjölmiðlaveiðar og látum fulltrúa stjórnvalda í LÍN heyra það ef okkar félagsmenn hafa ekki efni á parmesanosti og glögg af rauðvíni með matnum! Enda hefur SÍNE sýnt sig og sannað sem rótgróið og öflugt hagsmunafélag íslenskra námsmanan erlendis þrátt fyrir sérkennilega stöðu á mótmælendamarkaði. Veturinn 2007-2008 hefur verið afdrifaríkur fyrir íslenska námsmenn erlendis. Svívirðilegar gengissveiflur, rjúkandi hátt húsnæðisverð og slæmar horfur á atvinnumarkaði er ekki beint draumastaða íslenskra námsmanna. Stjórn SÍNE hefur því unnið baki brotnu við að vekja athygli á málefnum íslenskra námsmanna erlendis. SÍNE hefur meðal annars skipulagt málþing, sent frá sér ályktun og áreitt fjölmiðla landins til þess að koma þjóðinni í skilning um ástandið hjá námsmönnum erlendis. SÍNE hefur einnig lagt fram þá kröfu að LÍN taki upp mánaðarlegar fyrirframgreiðslur námslána til þess að vega upp á móti þeirri gengisáhættu sem námsmenn búa við í dag. Sérstaða SÍNE er fyrst og fremst að það er fjölbreytt og öðruvísi félag sem dregur andann í krafti félaga úti um allan heim. Við treystum á okkar félagsmenn og hvetjum þig til þess að hafa samband ef eitthvað er. Ég vona innilega að þú njótir blaðsins. Gleðilegt sumar! Þinn, Garðar Stefánsson, ritstjóri
02 | SÆMUNDUR
RITSTJÓRAPISTILL
02
ÁVARP FORMANNS
04
HVAÐ GERIR SÍNE FYRIR ÞIG?
06 - 07
MAT SALLEH, MALASÍA
10 - 13
TALENT LEITAR AÐ TALENTUM
14 - 15
NAUTASAGA FRÁ LONDON
16 - 19
EKKI SVO GALIÐ
22 - 25
FÆÐINGARORLOFSSJÓÐUR
27,- 30
AÐ LIFA MEÐ GENGISFELLINGU
32 - 33
STAÐA NÁMSMANNA ERLENDIS
34 - 35
TRÚNAÐARMENN SÍNE ERLENDIS
36 - 38
STJÓRN SÍNE
42
Kæru Síne félagar, Nú er vorið á næsta leyti með tilheyrandi prófum og verkefnaskilum hjá námsmönnum um allan heim. Væntanlega stefna einhverjir á að koma heim í sumarfrí og þá er ykkur velkomið að koma við á skrifstofu SÍNE með fyrirspurnir og/eða
Bandaríkjunum og Ásgeir í Rússlandi, Argentínu og víðar. Við viljum endilega hvetja námsmenn sem eru að koma heim að vera með í starfi SÍNE, það er alltaf gott að fá nýtt fólk inn í stjórnina með nýjar hugmyndir og áherslur. Frá því um áramótin hefur Garðar Stefánsson verið framkvæmdarstjóri SÍNE í
Ávarp Formanns
hugmyndir sem hafa vaknað í vetur. Við viljum endilega heyra í félögum okkar um það sem ykkur finnst skipta máli í starfi SÍNE. Það hafa orðið breytingar á stjórninni undanfarið, Erla Þ. Pétursdóttir lét af formennsku SÍNE um áramótin og þökkum við henni vel unnin störf í þágu námsmanna erlendis. Við bjóðum velkomin í stjórnina Andra Jónsson, Sigrúnu Pétursdóttur og Ásgeir Ingvarsson. Andri og Sigrún lærðu bæði í
UM SÍNE SKRIFSTOFA SÍNE
Pósthússtræti 3-5 101 Reykjavík Sími: 552 5315 Fax: 552 5370 Netfang: sine@sine.is Veffang: www.sine.is Skrifstofan er opin alla virka daga frá 9-12
fjarveru Hjördísar Jónsdóttur sem kemur aftur til starfa um mitt sumar. Garðar var í námi í lýðháskóla í Danmörku og var í vetur stjórnarmaður í Stúdentaráði HÍ. Einnig var hann í stjórn LÍN fyrir þeirra hönd og er því öllum hnútum kunnugur í baráttumálum stúdenta. Nú í apríl tók hann við sæti SÍNE í stjórn LÍN af undirritaðri. Starfsemi SÍNE hefur verið í fullum gangi í vetur. Við tókum þátt í kynningardegi Háskólans 16. febrúar og STJÓRN SÍNE Formaður: Benedikta Hafliðadóttir Varaformaður: Nathalía D. Halldórsdóttir Ritari: Unnur María Þorvaldsdóttir Gjaldkeri: Sólveig Sigurgeirsdóttir Meðstjórnendur: Andri Jónsson Ásgeir Ingvarsson Sigrún Pétursdóttir Sæmundur, ritstjóri
gáfum út bækling um starf SÍNE sem var dreift þar. Bæklinginn er hægt að skoða á heimsíðu SÍNE www.sine. is. Af LÍN málum er helst að nefna vinnu við endurskoðun á framvindureglum Lánasjóðsins en þær verða kynntar þegar nýjar úthlutunarreglur koma út í vor. Gjaldeyrismál hafa sett strik í reikninginn fyrir marga námsmenn erlendis og höfum við vakið athygli á því m.a. í fjölmiðlum undanfarið. Málstofa um áhrif gengisþróunar á kjör námsmanna erlendis var haldin 10. apríl síðastliðinn til að vekja enn frekar athygli á málefnum stúdenta erlendis. Við vonum að hægt verði að gera breytingar á fyrirkomulagi námslána þannig að námsmenn beri ekki gengisáhættuna eins og nú er. Nánar verður rætt um málstofuna hér í blaðinu. Sumarráðstefna verður haldin seinni hluta sumars þar sem farið verður yfir starfsárið og verður nánari tímasetning kynnt síðar á heimasíðu félagsins. Með von um gott gengi! Benedikta S. Hafliðadóttir, FORMAÐUR SÍNE Ritstjóri Garðar Stefánsson Auglýsingastjóri: Valur Þráinsson Umbrot og hönnun Atli Fanndal Forsíðumynd: Hörður Ingason Prentun: Gutenberg Upplag: 3000 eintök
Hvað gerir SÍNE
fyrir þig? Samband íslenskra námsmanna erlendis - SÍNE - var stofnað árið 1961 og hefur tilgangur þess ætíð verið að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og vera tengiliður þeirra við þau stjórnvöld sem koma að kjörum SÍNE félaga hér á landi. Á síðustu árum hefur þjónustan við tilvonandi félagsmenn, þ.e. námsmenn á leið út, vaxið mjög mikið.
Skrifstofa SÍNE er staðsett í Pósthússtræti 3-5 (í Hinu húsinu), 2. hæð, og er opin alla virka daga frá 9-12. Síminn er 552-5315 og netfangið sine@ sine.is. Starfsemi SÍNE Á heimasíðu SÍNE, www.sine. is, er að finna: - Reikniforrit þar sem hægt er að reikna út væntanlegt lán frá LÍN. - Tékklista með helstu atriðum sem huga þarf að áður en nám hefst á erlendri grundu. - Upplýsingar um heimasíður Íslendingafélaga um allan heim. Upplýsingar um trúnaðarmenn SÍNE. - Handbókina Nám erlendis – þar er að finna hagnýtar upplýsingar um undirbúning fyrir námsdvöl í útlöndum. (kemur upp í sumar 2008) - Leigumiðlun/Leigumarkað þar sem fólki gefst kostur á að
06 | SÆMUNDUR
auglýsa húsnæði sitt til leigu eða óska eftir leiguhúsnæði, hérlendis sem erlendis. Þjónustan er öllum aðgengileg og án endurgjalds. - Auglýsingar um styrki sem í boði eru á hverjum tíma Hagnýtar upplýsingar um tryggingar, skatta- og atvinnumál námsmanna erlendis. - Ýmsar tilkynningar og tengingar við aðrar mikilvægar síður sem koma námsmönnum til góða. Útgáfa og fundir: SÍNE gefur út fréttablaðið Sæmund ca. tvisvar á hverju námsári Í Sæmundi er birtar upplýsandi og fræðandi greinar fyrir félagsmenn jafnt tilkynningar og almennar fréttir af starfseminni. Auk þess er að finna í blaðinu reynslusögur og ýmislegt skemmtiefni
Þá er gefinn út netsnepillinn Sæmi sem inniheldur áríðandi tilkynningar til félagsmanna. Ráðstefnur og fundir eru haldnir reglulega og eru þeir auglýstir í blöðum, vefritum og á heimasíðu félagssins. Þjónustan – Þríþætt Á leið út: SÍNE reynir að aðstoða einstaklinga á leið út í nám eftir fremsta megni. Nú eru starfandi 45 trúnaðarmenn í 17 löndum sem eru boðnir og búnir að svara spurningum námsmanna sem til þeirra leita. Upplýsingar um netföng og símanúmer trúnaðarmanna er að finna á heimasíðu SÍNE. SÍNE gefur út bókina “Nám erlendis” en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um þær stofnanir sem námsmaður á leið til útlanda þarf að hafa samskipti við, sem og
umfjöllun og upplýsingar um helstu námslönd Íslendinga. Bókin er birt í heild sinni á heimasíðu SÍNE. SÍNE svarar spurningum og veitir ráðgjöf í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. SÍNE kemur fólki í samband við félagsmenn úti vanti það frekari upplýsingar um námsland, borg eða skóla Þjónusta við félagsmenn: Félagsmönnum er boðið að hringja “collect” á skrifstofu SÍNE hvaðanæva að úr heiminum. SÍNE félagar fá aðstoð í samskiptum sínum við Lánasjóð íslenskra námsmanna en í stjórn LÍN situr fulltrúi frá SÍNE og vinnur stöðugt að bættum kjörum félagsmanna í lánamálum Framkvæmdastjóri SÍNE situr alla s.k. vafamálafundi Lánasjóðsins og leiðbeinir félagsmönnum í málarekstri auk þess að tala máli allra námsmanna á þeim fundum. SÍNE félagar njóta afsláttarkjara hjá Samskipum en þeir fá 12% afslátt af flutningsgjöldum hjá fyrirtækinu. Trúnaðarmenn SÍNE aðstoða félagsmenn í viðkomandi námslandi Stjórn SÍNE leitar allra leiða til að bæta hag námsmanna erlendis Þjónusta við SÍNE félaga á heimleið: SÍNE er í samstarfi við fyrirtæki og ýmsar atvinnumiðlanir uppá atvinnumöguleika fyrir námsmenn sem eru að koma úr námi erlendis. SÍNE hefur barist fyrir því að hluti námslána breytist í styrk að námi loknu. SÍNE hefur einnig lagt á það
„
SÍNE reynir að aðstoða einstaklinga á leið út í nám eftir fremsta megni. Nú eru starfandi 45 trúnaðarmenn í 17 löndum sem eru boðnir og búnir að svara spurningum námsmanna sem til þeirra leita.
MYND: Örlygur Hnefill Örlygsson - hnefill.net áherslu að endurgreiðsla hefjist seinna eftir að námi lýkur en nú tíðkast.
“
Þjónusta SÍNE er því margvísleg eins og hér gefur að líta. SÆMUNDUR | 07
:GIJ Ì A:>Á Ï CÌB :GA:C9>H4 SAMBAND ÍSLENSKRA NÁMSMANNA ERLENDIS - SÍNE - VAR STOFNAÐ ÁRIÐ 1961 OG HEFUR TILGANGUR ÞESS ÆTÍÐ VERIÐ AÐ GÆTA HAGSMUNA FÉLAGSMANNA SINNA OG VERA TENGILIÐUR ÞEIRRA VIÐ ÞAU STJÓRNVÖLD SEM KOMA AÐ KJÖRUM SÍNE FÉLAGA HÉR Á LANDI. Á SÍÐUSTU ÁRUM HEFUR ÞJÓNUSTAN VIÐ TILVONANDI FÉLAGSMENN, Þ.E. NÁMSMENN Á LEIÐ ÚT, VAXIÐ MJÖG MIKIÐ. AÐILD AÐ FÉLAGINU ER FRJÁLS, EN REYNSLAN HEFUR SÝNT AÐ LANGFLESTIR NÁMSMENN SJÁ SÉR HAG Í AÐ NÝTA ÞJÓNUSTU SÍNE. SKRIFSTOFA SÍNE ER STAÐSETT Í PÓSTHÚSSTRÆTI 3-5 (Í HINU HÚSINU), 2. HÆÐ, OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ 9-12. SÍMINN ER 552-5315 OG SINE@SINE.IS.
I7L6QG:N@?6KÏ@ Q HÏ6
A i^aa ]Z^bjg ###
=Z^bjg^cc Zg a i^aa ÄZ\Vg ]j\hVÂ Zg hi gi# ÃVÂ \Zgjb k^Â :^bh`^e Zg bZÂ jb (%% hiVg[hhi ÂkVg jb (% a cYjb! gZ`jg *% h`^e! '%% `¨a^" d\ [gnhi^\Znbhajg d\ '#%%% jic^c\VW aV d\ iZc\^kV\cV# =_{ [ aV\^cj hiVg[V jb &)#%%% bVcch# HiVg[hZb^ d``Vg hcZgi^g Äk ! WZ^ci ZÂV WZ^ci! YV\aZ\i a [ [ a`h aajb ]Z^bh]ajijb#
### ]j\hjb hi gi @dgc\ gÂjb '
&%) GZn`_Vk `
H b^ *'* ,%%%
;Vm *'* ,%%.
lll#Z^bh`^e#^h
„Mat
Salleh“ -Helen Simm skrifar frá Malasíu
Sumarið 2005 var ég var að læra margmiðlunarhönnun í Esbjerg, Danmörku, átti aðeins eina önn eftir af náminu og gat valið um að fara til Malasíu sem skiptinemi og klára önnina þar. Ég þurfti nú ekki að hugsa mig lengi um, bókaði flugið mitt og fór af stað!
Áfangastaðurinn: Kuala Lumpur International Airport. Skólinn: Limkokwing University of Creative Technology, Cyberjaya. Ég vissi ekki mikið um landið, né skólann. Vissi aðeins að í Malasíu voru ótrúlega fallegar strendur, þetta væri múslimskt/kristið/hindú land, að þar væri töluð enska/ kínverska/malay/tamil og það er eiginlega allt og sumt! Eftir flug frá Kaupmannahöfn til Vínar og svo frá Vín til Kuala Lumpur (fékk Business Class því sætin í vélinni voru yfirbókuð!) lenti ég klukkan 4 að morgni. 10 | SÆMUNDUR
Skólinn átti að sækja mig og skutla mér á heimavistina sem yrði mitt nýja heimili næstu 5 mánuði. Eitthvað fór úrskeiðis og enginn sótti mig! Stóð alein á flugvelli hinum megin á hnettinum vinalaus og ægilega vitlaus líka... Ég var ekkert rosalega hress, skiljanlega! Endaði á að taka leigubíl í skólann eftir 4 tíma bið og það var svindlað all ægilega á mér, veit það núna. Það er ekkert auðvelt að vera “mat salleh” eða hvít kona í Malasíu. Lykillinn að því að forðast að það sé svindlað á manni er þessi setning: “Boss! Boss! I want to go to
(áfangastaður). Can ah?” Þá bregst bílstjórinn við annaðhvort svona: “Okay okay okay okay okay”. Eða: “Can lah!” “Can”, “Cannot”, “Lah!” og þetta sípirrandi “Already finished”, eru lykilfrasar í Malasíu. Nauðsynlegir, alveg hreint! Eftir 2 vikna húsnæðisbras og samskiptaörðugleika flutti ég inn í gullfallegt hús í hverfi sem heitir Cyberia, Cyberjaya. Þegar ég var að lesa upp heimilisfangið fyrir mömmu þá hló hún sig máttlausa og sagði að þetta hljómaði eins og titil á vísindatrylli! Já Cyberia Smarthomes,
„
Þetta var alveg frábær lífsreynsla og ég mun aldrei gleyma þessu yndislega landi. Malasía, mitt annað heimili.
“
Cyberjaya. 40 mínútur utan við Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu. Cyberjaya “The Intelligent CIty” og heimili Limkokwing University. Ég leigði húsið með 3 stelpum, ein frá Malasíu sem var að læra fatahönnun, ein frá Nepal sem ætlaði í vöruhönnun og ein frá Noregi sem var að læra kvikmyndafræði. Þegar við mættum í skólann komumst við fljótlega að því að ég og norska vinkonan, Ida, vorum einu hvítu stelpurnar í skólanum! Yikes! Út af þessari ástæðu voru við dregnar fram á öllum viðburðum skólans. Myndataka fyrir nýjan bækling? Hringum í Helen og Idu! Tískusýning fyrir forsætisráðherra Malasíu? Hringum í Helen og Idu! Næstu 5 mánuðir flugu fram hjá á óttalegum hraða! Námið sjálft var frábært! Ég sem margmiðlunarhönnuður fékk að kynnast nýjum og skapandi leiðum til að framkvæma verkefnin mín og það besta var að ég fékk alveg rosalega mikið frelsi til að velja hvernig lokaverkefni ég vildi gera! 12 | SÆMUNDUR
Lokaverkefnið mitt endaði á því að gerði “Stop Motion” hreyfimynd byggð á “Móðir mín í kví kví”. Skemmtileg íslensk draugasaga með alveg frábæru lagi.
„
Ég skilaði verkefninu mínu
með local matinn), rifrildi við fólk sem skildi ekki hugtakið stundvísi og að sjálfsögðu áreitið frá karlmönnum, vegna þess að maður er ljós á hörund.... Þrátt fyrir allt þetta? Ég var orðin ástfangin upp fyrir haus
“
Þegar ég var að lesa upp heimilisfangið fyrir mömmu þá hló hún sig máttlausa og sagði að þetta hljómaði eins og titil á vísindatrylli! á góðum tíma og hafði svo mánuð til að ferðast. Ég fór til Thailands og lá þar á ströndinni þar sem myndin “The Beach” var tekin upp. Og meðan að ég lá þarna, uppgötvaði ég að ég væri alls ekki tilbúin til að fara heim. Í gegnum skólann hafði ég kynnst svo mikið af áhugaverðu fólki. Leikstjórar, “animators”, model, fatahönnuðir, grafískir hönnuðir, tónlistarfólk og jafnvel prinsessur! Þrátt fyrir byrjunarörðugleika: Moskítóbit sem bólgnuðu upp eins og blöðrur í barnaafmæli, blússandi magaveiki (eftir að hafa verið aðeins of hugrökk
af landinu og fólkinu og gat engan veginn hugsað mér að fara heim. Eigandi skólans, Hr Limkokwing, bauð mér að vera áfram hjá skólanum sem einskonar lærlingur í markaðsdeildinni. Þá fengi ég að ferðast um og halda áfram að læra en samt hjálpa skólanum til að fá fleiri evrópska nemendur. Í rauninni gæti ég skrifað heila bók um Limkokwing en það er tími til þess hér og nú. Læt nægja að segja þetta: Tan Sri Dato Limkokwing er skapandi snillingur sem byrjaði sem fátækur teiknari á skopmyndum fyrir dagblað, náði að vinna sér upp í
auglýsingabransanum og er í dag “billionaire!”. Hann er ekki hræddur við að brjóta hefðir og venjur og vill umfram allt opna heiminn. Hann hefur á síðustu 2 árum opnað skóla í Botswana, London, Bali og Kambódíu. Ég vann hjá Limkokwing í 1 ár og á þessum tíma ferðaðist ég heim til Íslands og aftur til Danmerkur tvisvar og einu sinni til Kína! Þessar ferðir voru til þess að kynna skólann erlendis og reyna að fá nemendur. Mér gekk frekar vel að kynna skólann heima, enda mikill áhugi fyrir þessu! Maður getur ekki selt eitthvað nema maður trúi á það sjálfur og ég trúi enn að það besta sem ég hafi nokkuð tíma gert, sé að hafa farið til Malasíu. Landið er heimili fyrir fólki að indverskum ættum, kínverskum og svo auðvitað Malay. Það eina sem allir eiga sameiginlegt er að allir eru ægilega afslappaðir. Ég er ægilega óþolinmóð! Samt passa ég inn í hérna á einhvern undarlegan hátt. Trúin og þjóðernið skiptir máli en samt ekki. Þetta eru bara persónueinkenni en þau segja ekki til um hver maður er. Að árinu loknu ákvað ég að framlengja dvölina aftur. Ég fékk metið námið frá Danmörku og Íslandi og gat farið inn í loka ár BA gráðunnar í margmiðlunarhönnun hjá Limkokwing. Nú er ég nýútskrifuð og er að taka auka kúrs í “classical animation” þar til ég flyt héðan í Ágúst til Bretlands þar sem ég ætla að taka meistaragráðu í Animation.
Ég er að leika í 2 óháðum kvikmyndum sem vinir mínir eru að framleiða og ég er líka að gera teiknimyndasögu. Eftir allt það sem ég upplifði hér, fólkið, búðirnar, skórnir, strendurnar, ástin, hugsunin um að skipta um trú vegna ástarinnar....og tækifærin sem mér hafa boðist, get ég aðeins sagt eitt.
Ég held ég verði aldrei tilbúin til að fara heim… Þetta var alveg frábær lífsreynsla og ég mun aldrei gleyma þessu yndislega landi. Malasía, mitt annað heimili. Helen Merete Simm Cyberjaya, Malasía h.simm@helenasia.com SÆMUNDUR | 13
TALENT LEITAR AÐ
TALENTUM
Hvað tekur við að loknu námi? Er væntanlega spurning sem margir íslenskir námsmenn erlendis velta fyrir sér. Meira nám? Íslandsflutningar? Vinna?. Íslenskir námsmenn erlendis er fjölbreytilegur hópur fólks sem er að sækja reynslu og þekkingu útum allan heim. Sæmundur hitti Mjöll Jónsdóttur og Lind Einarsdóttur, eigendur Talent Ráðninga, og ræddi við þær hvaða atvinnumöguleikar bjóðast íslenskum námsmönnum að námi loknu. Eru íslenskir námsmenn erlendis eftirsóttur hópur fyrir íslensk fyrirtæki? Já ekki spurning. Íslenskir námsmenn sem sótt hafa nám erlendis koma heim fullir af nýrri reynslu, nýjum hugmyndum og menntun sem oft er ekki hægt að sækja sér hér heima. Það er einnig mikill lærdómur í því
„
fólginn að sækja nám og flytjast búferlum til annars lands. Talent er tiltölulega nýtt fyrirtæki. Fyrir hvað standið þið og hver er stefna fyrirtækisins? Talent Ráðningar standa fyrir persónulegt viðmót, fagleg vinnubrögð og mikinn metnað. Við bregðumst hratt við og
“
Stemmningin er hugguleg. Hér er spiluð músík, hlegið og haft gaman, gott andrúmsloft, virðing borin fyrir viðskiptavinunum og hvert verk unnið af kappi
14 | SÆMUNDUR
það er einn af okkar helstu styrkleikum. Þegar hringt er í okkur svarar ekki skiptiborð sem tekur skilaboð heldur svörum við sjálfar og erum í beinum samskiptum við umsækjendur. Að mörgu leyti virkum við eins og „umboðsskrifstofa“. Við tökum að okkur efnilega umsækjendur sem við svo kynnum fyrir okkar tengiliðum hjá fyrirtækjum. Þetta á sérstaklega við námsmenn sem eru að koma úr námi erlendis. Við stöndum betur að vígi en margar aðrar ráðningastofur því við vinnum þannig, þ.e. ef ekki kemur til ráðningar í gegnum okkur, kostar þjónustan fyrirtækin ekkert. Tengiliðir okkar hafa því engu að tapa að vinna með okkur. Við erum það árangursdrifnar að við gætum ekki unnið öðruvísi, enda miklar keppniskonur. Hver er hugmyndin að baki nafninu Talent? Hugmyndin kemur til vegna þess hversu mikilvægt það er að finna rétta „talentinn“ í starfið. Það þarf að vanda valið, sama hvert starfið er og hvernig sem staðan er á vinnumarkaðinum. Talent er orð sem allir skilja og er oftast notað yfir þá sem skara framúr og það er mjög lýsandi fyrir það fólk sem við tökum að okkur. Hvernig er stemmningin innan Talent? Stemmningin er hugguleg. Hér er spiluð músík, hlegið og haft gaman, gott andrúmsloft, virðing borin fyrir viðskiptavinunum og hvert verk unnið af kappi. Við vinnum hér tvær sem þýðir að það er ekkert gefið eftir og við
hættum ekki fyrr en við náum árangri. Hver er megin munurinn á ykkur og öðrum ráðningarfyrirtækjum? Fyrst og fremst náum við að sameina kosti smærri ráðningastofa þar sem nálægð og boðleiðir eru styttri og síðan fagmennsku og gæði stærri stofa. Við sem störfum við ráðningar hjá Talent höfum áralanga reynslu af ráðningum. Það er mjög dýrmæt reynsla að önnur okkar hefur starfað sem starfsmannastjóri hjá stórum íslenskum fyrirtækjum síðastliðin 8 ár. Það gefur okkur innsýn og reynslu sem er mjög dýrmæt og nýtist okkur vel. Síðast en ekki síst eru við báðar þeim eiginleikum gæddar að hafa gaman af lífinu og tilverunni. Það viðhorf hefur
áhrif á allt sem við gerum og öll samskipti verða léttari og skemmtilegri. Sérhæfið þið í einhverri sérstakri atvinnugrein? Okkar dyr standa öllum opnar og við leggjum okkur fram við að aðstoða alla sem til okkar leita, fyrirtæki sem og umsækjendur. Við leggjum töluverða áherslu á tækni- og sérfræðistörf. Það er mikil vöntun á fólki í dag með verkfræði- og hugbúnaðarmenntun. Við tökum því fagnandi á móti öllum umsóknum og leggjum okkur fram við að sinna hverjum og einum vel. Eru þið að fá margar fyrirspurnir frá starfsmannastjórum fyrirtækja? Já við höfum vaxið tiltölulega
hratt og hver mánuðurinn er stærri en sá fyrri. Við fáum mikið af fyrirspurnum og beiðnum um aðstoð við ráðningar en aðalmálið að er að þeir sem leita til okkar, þeir leita til okkar aftur. Ég sé að þið eruð með sérdálk á heimasíðu ykkar sem heitir Til að falla fyrir. Er einhver saga á bakvið hann? Þegar við fórum af stað með Talent Ráðningar langaði okkur mikið að hafa heimasíðuna okkar þannig að hún freistaði. Hvað er betur til þess fallið en súkkulaði og góður brandari? Svona í alvöru að talað þá langaði okkur til að viðskiptavinir okkar sæju ástæðu til að fara inn á síðuna til að sækja sér orku í erli dagsins og þá á súkkulaði og hlátur vel við.
NAUT - Greinarhöfundarnir Ragnar Ingi Hrafnkelsson, sem stundar nám í Hljóðtæknifræði í SAE London og Smári Gunnarsson, leiklistarnemi í Rose Bruford College, segja farir sínar ekki sléttar í nautabransa Lundúna. Þeir segja hér sögu af svaðilförum sínum ásamt Jóel Inga Sæmundssyni sem einnig stundar nám í Rose Bruford. Þorrablót íslendingafélagsins í London var haldið laugardagskvöldið 1. mars á fínu hóteli í hjarta borgarinnar, og ákváðum við þrír félagarnir að skella okkur og athuga hvort við gætum ekki fengið almennilegan súran mat. Kvöldið stóð undir væntingum, maturinn var gómsætur þótt kokkarnir væru á rassgatinu. Skemmtilegt var að fylgjast með einum þeirra þar sem reyndi að halda andliti á meðan hann sneiddi hreindýrasteik á diskana. Jagúar spiluðu fyrir dansi og flestir virtust skemmta sér vel. Einn liðurinn á dagskránni var happdrætti. Við vinirnir vorum fullir... bjartsýni eftir nokkra kalda bjóra og ákváðum að skella okkur á nokkra miða. Þegar uppi var staðið sátum við eftir með 150 punda gjafabréf á argentínskt nautasteikhús sem nefnist Gaucho. Við vorum að sjálfsögðu himinlifandi með vinninginn og pöntuðum borð strax helgina eftir því flottasta sem við höfðum farið út að borða í langan tíma var á Pizza Hut þar
16 | SÆMUNDUR
| 01
| 02
sem við deildum lítilli pizzu með einni áleggstegund. Gaucho er með nokkur útibú í London og staðurinn sem við vildum á var upptekinn svo að við miðluðum málum og fundum það sem hentaði öllum best. Sá er staðsettur við suðurbakka Thames, á einum flottasta stað í London og því gátum við ekkert kvartað. Kvöldið var fallegt, við klæddum okkur upp í okkar fínasta púss til að koma vel fyrir á þessu fágaða steikhúsi sem gott orðspor fer af. Það mátti engin halda að við værum ekki borgunarmenn fyrir
| 03
þessu. Þegar þangað var komið tók á móti okkur hersing af starfsfólki, sem kom fram við okkur eins og aðalsmenn og vísaði okkur í betri stofuna. 7 manns í dyrunum kepptust við að spyrja hvernig við hefðum það og hvort við værum ekki alveg örugglega í góðum fílíng. Við vorum búnir að reikna út að 150 pundin á gjafabréfinu dygðu fyrir mat fyrir okkur þrjá og ríflega það, og því vorum við ekkert að spara flottheitin. Byrjuðum á fordrykk og bjórinn flæddi eins og vín. Við virtum fyrir okkur staðinn.
Veggirnir og allar helstu innréttingar voru klæddar nautaskinni, af dýrum sem létust í loftárásum Argentínumanna í Falklandseyjastríðinu. Bresku hermennirnir nærðust á kjötinu en skinnin voru flutt til Bretlands til minningar um stríðið og seinna var hluti þeirra keyptur af Gaucho og skapa þar áhrifamikla stemningu, auk þess að setja viðeigandi svip á staðinn. Eftir drykkinn var okkur vísað til nautaskinnssæta okkar þar sem tók við ævintýraferð á vit annars heims, með bragðlaukana fremsta í broddi fylkingar. Þjónustan var frábær. Her fólks sem stjanaði við okkur plús einn samkynhneigður maður sem gerði fátt annað en að standa með silkiklút um hálsinn og brosa, svo vel voru þau stödd í mannskap. Við munum aldrei vita hvert embætti hans var þarna. Þjónustustúlkan byrjaði á að koma með stóran platta að borðinu okkar, sem var þakinn steikum af öllum stærðum og gerðum, og útskýrði fyrir okkur muninn á kjöti af þessum og hinum pörtum af nautinu, og hvernig best væri að matreiða hvern þeirra. Mjög áhrifarík móttaka fyrir byrjendur í steikarbransanum, þótt eflaust hefðum við getað kennt henni sitthvað um að rista brauð eða hita frosnar pizzur. Við hlýddum á kynningu hennar og báðum svo um að fá það sem hún hafði mælt með (þegar hún var að segja frá seinustu steikinni vorum við búnir að gleyma þeirri fyrstu og töldum því best að láta atvinnumennina sjá um þetta). Við ákváðum þó að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og lögðum allir fram mismunandi pantanir. Það er fátt ófagmannlegra en þegar þrír panta allir sömu steikina, eins matreidda og með sömu sósu,
18 | SÆMUNDUR
01 |
Fyrir utan Gaucho á umræddu kvöldi. 02 | Upp-nautaðar innréttingar á Gaucho. 03 | Nautastóll á Gaucho. 04 | Eins og hann lítur út í minningunni. 05 | Smári, Ragnar og Jóel á góðri stundu eftir snæðing. og pössuðum við okkur að falla ekki í þá gryfju. Fyrst byrjuðum við þó á að deila sjávarréttaplatta með nokkrum smáréttum, matreiddum á framandi vísu. Allir mjög sérstakir, en afar góðir. Krakki á borðinu
„
| 04
fulls, brögðuðum á réttum hvers annars og vorum sammála um að seint væri hægt að gera upp á milli þeirra. Þjónarnir snerust í kringum okkur og var allt kapp lagt á að okkur vanhagaði ekki um neitt.
“
Veggirnir og allar helstu innréttingar voru klæddar nautaskinni, af dýrum sem létust í loftárásum Argentínumanna í Falklandseyjastríðinu. við hliðina á okkur fór að grenja þegar hann foreldrar hans pöntuðu svipaðan rétt á borðið, því hann vildi fá fiskibollur og pabbi hans skammaði hann fyrir skort á klassa. Hingað til höfðum hins vegar sýnt lítinn skort á fágun, staðið okkur ágætlega í að falla í hópinn og grunaði varla neinn, að þessir þrír gaurar sem pöntuðu flottustu réttina væru í raun fátækir námsmenn með engan pening í veskinu. Loks komu svo steikurnar á borðið og bjórar með á færibandi. Nú fyrst byrjaði veislan og þarf ekkert að fara mörgum orðum um gæði og bragð matarins. Kjötið bráðnaði á tungunni, flæddi um bragðlaukana eins og vín, og maður þekkti vart mun á kjöti og sósu. Við nutum máltíðarinnar til
Samkynhneigði maðurinn með klútinn minnti rækilega á sig þegar eldri kona var að þjónusta okkur. Hann gekk að borðinu eins og hann væri í Americas Top model þættinum og sagði, auðvitað á ensku en birtist hér í þýðingu greinarhöfunda: “Hey strákar. Þið hafið dottið í lukkupottinn því þetta er Mamma Goucho sem er að þjónusta ykkur.” Við hrópuðum allir “Mama Goucho” og hlógum með konunni sem leit út fyrir að vera eldri og vitrari en Gandálfur í Lord of the Rings. Okkur leið eins og við værum virtustu gestir staðarins þar sem mikilvægasta konan á staðnum var að þjóna okkur og sameinast okkur í hlátri. Þegar við vorum búnir að matast
| 05
sátum við eftir nokkra stund, svöluðum þorsta okkar og nutum verunnar í þægilegu andrúmsloftinu. Boðið var upp á girnilega eftirrétti, en enginn okkar hafði lyst eftir mjög seðjandi máltíð og við drukkum því fyrir eftirstöður inneignarnótunnar. Nokkru seinna kom að því að við töldum okkur gróflega vera búna að nota öll 150 pundin sem við höfðum á gjafabréfinu og báðum því um reikninginn. Þjónustustúlkan kom með hann að vörmu spori og við höfðum reiknað þetta nokkuð rétt því hann hljóðaði upp á 147,5 pund. Við fögnuðum þessari útkomu með gimmí fæv á línuna. Himinlifandi skelltum við nótunni á borðið og því við erum svo miklir stórlaxar skröpuðum við saman arurum í nokkuð ríflegt þjórfé, sem okkur þótti sanngjarnt fyrir frábæra þjónustu, og var í raun ekki mikið fyrir okkur að punga út úr eigin vasa fyrir þessa upplifun.
Þjónustustúlkan tók brosandi við gjafabréfinu og þjórfénu sínu og fór að gera upp, en við sátum rólegir eftir og kláruðum úr glösunum okkar sposkir á svip og ánægðir með að vera lifa lífi kóngafólks í eitt kvöld. Í fjarska sáum við téða þjónustustúlku við greiðslukassann og það kom eitthvert fát á hana. Því næst strunsaði hún afar stressuð fram hjá okkur aftur og hvarf eitthvað á bakvið.Við veltum því fyrir okkur hvað hún gæti verið að vesenast en hún sást ekki aftur þónokkra stund. Allt í einu kom kona að borðinu okkar, sem við höfðum ekki séð áður, og skellti gjafabréfinu á borðið hjá okkur án þess að segja neitt. Hún benti bara á einhverja málsgrein á síðunni og þar stóð greinilegum stöfum : ONLY AT GAUCHO BROADGATE... Og við vorum á Gaucho Southbank! Stutt vandræðaleg þögn fylgdi á eftir þar sem við litum hver á annan,og á steinsteypta konuna sem sagði ekki neitt, og svo
sprungum við úr hlátri. Það var eiginlega ekkert annað hægt að gera heldur að hlægja að þessu. Konan, sem var líklegast framkvæmdastjóri, hló ekki en vorkenndi okkur greinilega. Fólkið á troðfullum staðnum var farið að fylgjast með þessari reikistefnu við borðið þessara þriggja myndarlegu manna sem hlógu eins og bavíanar að eigin misförum. Við reyndum að komast að samkomulagi við forstýruna en henni var ekki haggað. Hún trúði ekki að við værum vistmenn á Kleppi þannig að það var annaðhvort að borga eða fara í uppvaskið. Enginn okkar var með pening fyrir þessu í veskinu enda höfðum við treyst alfarið á gjafabréfið góða. Fyrir utan að það að við, fátækir námsmenn erlendis, sem borða ódýrar núðlur á hverju kvöldi til þess eins að lifa af, vorum ekki beint að plana að kaupa eitt né neitt þetta kvöld, hvað þá steik og slatta af rándýrum drykkjum. Einn af okkur reyndist svo vera með kreditkort og gat naumlega lagt út fyrir reikningnum þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér sex mánaða leiguborgun í vikunni á eftir. Sá sem hafði geymt nótuna í heila viku, og margoft verið beðinn um að ganga úr skugga um að það væri ekkert smátt letur, hló manna mest og vissi upp á sig sökina. Þetta var ekta efni í Mastercard auglýsingu: “Þvílíkt flott máltíð fyrir þrjá: 160 pund - Fáránlega fyndið atvik sem við hlógum að alla nóttina: ómetanlegt.” Þar sem glasið okkar er alltaf hálf fullt þá er það jákvæða við þessa fáránlegu lífsreynslu að við eigum enn gjafabréfið góða og neyðumst til að fara aftur. En þá verður sko ekki borguð króna.
SÆMUNDUR | 19
:GIJ Ì WWW.SINE.IS A:>Á Ï CÌB :GA:C9>H4 LANGAR ÞIG Í NÁM ERLENDIS?
MEGINHLUTVERK SÍNE ER AÐ GÆTA HAGSMUNA ÍSLENSKRA NÁMSANNA ERLENDIS OG VERA TENGILIÐUR ÞEIRRA VIÐ ÞAU STJÓRNVÖLD SEM KOMA AÐ KJÖRUM SÍNE FÉLAGA HÉR Á LANDI. Á SÍÐUSTU ÁRUM HEFUR ÞJÓNUSTAN VIÐ TILVONANDI FÉLAGSMENN, Þ.E. NÁMSMENN Á LEIÐ ÚT, VAXIÐ MJÖG MIKIÐ OG ER ORÐIN STÓR ÞÁTTUR Í STARFSEMI FÉLAGSINS.
Ekki
svo galið Haustið 2004 hóf ég eins árs meistaranám í myndlist í London. Það er auðvitað galið að mjög mörgu leyti að fara í slíkt nám. Í fyrsta lagi vissi ég að svo til engar líkur væru á því að námið myndi nokkurn tíma borga sig. Mér var einfaldlega alveg sama, ég ákvað fyrir mörgum árum að fara í slíkt nám og ætlaði að standa við það. Enda eru peningar ekki upphaf og endir alls. Í öðru lagi borgar það sig engan veginn að fara í slíkt nám í landi þar sem skólagjöld eru virkilega há. Ísland er ekki í Evrópusambandinu og það kostar okkur u.þ.b. milljón aukalega í skólagjöldum í Bretlandi. Mig langaði í nám til Bretlands, eða það er að segja okkur því ég fór út með kærustunni minni, og ýmsar ástæður voru fyrir því.Menning og tungumál skipta þar miklu og svo er, eða var, tiltölulega ódýrt að fljúga milli Íslands og Bretlands. Kærastan fór í gáfulega námið, meistaranám í sameindalíffræði. Einhverra hluta vegna höfðum við engan áhuga á því að fara til Bandaríkjanna. Umsóknarferlið virtist mikið maus og auk þess dýrt að fljúga,í raun voru allar afsakanir tíndar til, við réttlættum fyrir 22 | SÆMUNDUR
okkur með öllum mögulegum hætti að fara til London. Við sjáum ekki eftir því og munum aldrei gera. Þegar ég sagði kollegum mínum á Mogganum að ég væri að fara í nám til London gretti einn sig og sagði: ,,Af hverju ferðu ekki frekar til Dublin, það er ekkert gaman í London!“. Hann sagði þetta nota bene þegar ég var búinn að ákveða að fara til London. Menn ýmist löttu mann eða hvöttu. Þeir sem löttu töluðu um hvað erfitt væri að búa í London, dýrt þar og ónýtar samgöngur. Þeir sem hvöttu horfðu á jákvæðu hliðarnar, alltaf líf og fjör í borginni og hreint ekki svo slæmar samgöngur. Eftir á áttar maður sig á því að upplifun fólks af borginni er nokkuð í takt við persónuleikann, þeir sem eru almennt frekar neikvæðir tína allt slæmt til og öfugt.Auðvitað er smekkur fólks misjafn og því þýðir ekkert annað en að treysta sinni eðlisávísun. Ef við lítum á peningahliðina þá eru jú ekki góðir tímar núna fyrir námsmenn erlendis eða verðandi námsmenn erlendis.
Gengi erlendra gjaldmiðla hefur rokið upp á seinustu mánuðum og maður öfundar vægast sagt ekki þá sem þurfa að greiða há skólagjöld í erlendri mynt um þessar mundir eða á næstunni. Ég var reyndar óheppinn að því leyti að gengi pundsins var hátt þegar ég þurfti að greiða mín skólagjöld haustið 2004, en hvað getur maður gert við því? Gengið þá var eitthvað um 130 krónur. Nokkru síðar lækkaði pundið og við kærastan vorum ekki hress, búin að borga skólagjöldin á háu gengi en aftur á móti var orðið ódýrara að lifa. Það sem er þó einna verst, þegar litið er til gengisins, er að fá námslánin í lok hverrar annar en ekki mánaðarlega. Það neyðir mann til þess að taka yfirdráttarlán með tilheyrandi okurvöxtum. Lánsupphæðin er umreiknuð í krónur og því getur munað heilmiklu á upphæð eftir því hvert gengið er hverju sinni. Þetta kerfi er eins og rússnesk rúlletta nema hvað að kúlurnar eru fleiri en ein í byssunni. Það sem best er að gera, hafi
„
Í stuttu máli þá gátum við leyft okkur miklu meira í London en Reykjavík miðað við þann pening sem við höfðum milli handa sem þó var lítill því námslánin eru nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.
“
menn tök á því fjárhagslega, er að leggja góða summu inn á reikning í námslandinu í þeim gjaldmiðli sem þar er, þegar gjaldmiðillinn er í lægra lagi. Það er auðvitað háð því að maður eigi pening til þess. Hann á maður yfirleitt ekki sem námsmaður og því geta námsmenn erlendis heldur betur lent illa í því.Við kærastan notuðum íslenska reikninga og debetkort í dagleg útgjöld en stofnuðum þó breskan reikning til að borga leigu og reikninga, borguðum íslenskum leigusala okkar í pundum og því var leigan mishá í krónum en þó slapp þetta af því við vorum heppin með leigjanda, hann leigði okkur íbúð á mjög sanngjörnu verði og þá sérstaklega miðað við hverfið sem við bjuggum í. Gengið sveiflaðist ekki svo mikið meðan við bjuggum úti, sem betur fer. Það er erfitt að skilja 24 | SÆMUNDUR
greiðslukerfi LÍN að því leyti að maður fær greitt eftir hverja önn í námi. Sérstaklega er það skrítið þegar maður er í námi sem skiptist ekki í annir, eins og við kærastan mín vorum í. Alltaf þurftum við að senda staðfestingu til Lín á því að við værum enn í náminu. Væntanlega er þetta gert til að fólk sé ekki á lánum án þess að vera í námi en ætti ekki að duga í upphafi að staðfesta að maður sé skráður í skólann og svo í lokin að maður hafi lokið námi? Þetta er nú einu sinni lán og maður þarf alltaf að borga það á endanum þannig að fyrirstaðan er býsna óljós. Þetta er lán, ekki styrkur. Ég vona að þessu kerfi verði breytt námsmanna allra vegna. En á móti gengissveiflum og rússneskri rúllettu námslána komu möguleikarnir á því að lifa sparlega í London þeir eru mun meiri en í Reykjavík, ég er
alveg handviss um það. Þó skal tekið strax fram að námslánin rétt dugðu okkur og hluti af því var öllu lægri leiga en það sem gekk og gerðist í borginni. Hefði hún verið mikið hærri hefðum við lent í vandræðum. En sparnaðurinn er margs konar, maður þarf ekki að vera á bíl, lágvöruverslanir eru mun hagstæðari í London en Reykjavík,Tesco er til að mynda alveg frábær matvörurverslun. Ímyndið ykkur bara vöruúrvalið í Hagkaup með verðlagi öllu lægra en í Bónus. Það er meira úrval af ódýrum veitingastöðum í borginni, lyf eru miklu ódýrari, áfengi.... þannig mætti áfram telja. Í stuttu máli þá gátum við leyft okkur miklu meira í London en Reykjavík miðað við þann pening sem við höfðum milli handa sem þó var lítill því námslánin eru nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Nemendur fá ýmsa afslætti í Bretlandi,
t.d. í bíó, og kjúklingabringur eru ekki verðlagðar eins og demantar þar í landi, ólíkt því sem gerist hér. Maður getur borðað kjúklingabringur tvisvar í viku í Bretlandi án þess að fara á hausinn. Sem Íslendingur veit ég að vilji ég búa á Íslandi verð ég að sætta mig við hæsta verðlag í heimi (er það ekki orðin staðreynd?) og skelfilega óhagstæð lán. Það er í raun algjör lúxus að komast út í nám að mörgu leyti og eðlilegt að Íslendingar sleppi fram af sér beislinu þegar þeir komast út fyrir landsteinana. Ég veit í það minnsta að sumum skólafélögum mínum í London fannst ég lifa eins og milljónamæringur sem ég gerði þó alls ekki. Ég reyndi á móti að útskýra að ég væri Íslendingur. Það væri Íslendingnum eðlilegt að sleppa sér í útlöndum vegna dýrtíðar heima fyrir. Samt var
það svo skrítið með bresku skólafélagana sem lifðu á pasta alla daga og tímdu ekki að fara út að borða, að þeir hugsuðu sig aldrei tvisvar um þegar kom að því að fara á pöbbinn. Ekkert mál að kaupa sér nokkra lítra af bjór. Sparnaður virðist því ansi afstæður. Þegar allt kemur til alls held ég að ég hafi stórgrætt á því að fara í nám til London. Þá er ég ekki að tala um peninga. Ég skemmti mér alla vega vel og naut lífsins. Svo færði meistaragráðan mér alveg fimmþúsundkall (eða eitthvað um það bil) aukalega í mánaðarlaun þegar ég hóf störf eftir nám sem blaðamaður. Fimm þúsund kall á mánuði dugar reyndar ekki fyrir föstu greiðslunni af námslánunum og svo er launatengda greiðslan eftir. Það skiptir kannski ekki máli. Erum við ekki öll á hausnum hvort eð er? Ef við erum öll á
hausnum hvort eð er, skiptir þá nokkru máli í hversu dýrt nám við förum? Við verðum hvort eð er föst í skuldafeni fram í rauðan dauðann, þannig að það er eins gott að skemmta sér þangað til! Höfuðstóllinn af íbúðaláninu mínu hefur hækkað um 2,5 milljónir á tveimur árum. Er nema von að kæruleysisleg jákvæðni grípi mann í svartasta skammdeginu? Einhver hagfræðikenning hlýtur að vera til yfir það. Niðurstaða þessa pistils er þessi: Ekki hugsa ykkur tvisvar um ef ykkur langar í nám erlendis, þó það kosti mikið, og farið til þess lands sem ykkur langar mest til og í það nám sem ykkur langar mest í. Annars munið þið sjá eftir því ævina á enda. Svo er náttúrulega óbærilega leiðinlegt að flytja aftur heim til Íslands, en það er efni í annan pistil. SÆMUNDUR | 25
Félög verkfræðinga gæta þinna hagsmuna Verkfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag verkfræðinga vinna saman að hagsmunagæslu fyrir alla verkfræðinga. Stéttarfélag verkfræðinga er: • • • • •
Upplýsingabrunnur um kjaramál verkfræðinga. Málsvari verkfræðinga í kjaramálum. Samstarfsvettvangur verkfræðinga í kjaramálum. Varnarþing verkfræðinga í deilumálum. Mótandi afl í sókn verkfræðinga að bættum kjörum. Nánari upplýsingar: www.sv.is
Verkfræðingafélag Íslands er: • • • •
Fagfélag sem stendur vörð um lögverndað starfsheiti og gæði verkfræðinámsins. Virtur málsvari sem stuðlar að góðri ímynd verkfræðinnar. Mikilvægur samstarfsvettvangur til að efla verkfræðilega og vísindalega þekkingu. Traustur bakhjarl sem vinnur að hagsmunum verkfræðinga á breiðum grundvelli til framtíðar. Nánari upplýsingar: www.vfi.is
Velkomin í Verkfræðingahús, Engjateigi 9, Reykjavík. Þar fer fram öflugt félagsstarf ásamt margvíslegri þjónustu við félagsmenn, útgáfu, samskiptum við erlend félög og upplýsingum fyrir verkfræðinga, fyrirtæki, stofnanir og almenning.
Fæðingarorlofssjóður - fyrir námsmenn erlendis Leó Örn Þorleifsson forstöðum. Fæðingarorlofssjóðs
Lögheimilisskilyrði og undanþága frá skilyrðinu Til þess að eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks sem námsmaður er meginreglan sú að foreldri þurfi að eiga lögheimili á Íslandi við fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur, og síðustu 12 mánuði þar á undan. Þrátt fyrir framangreinda meginreglu er heimilt á grundvelli umsóknar að greiða fæðingarstyrk til foreldris sem hefur flutt lögheimili sitt tímabundið vegna náms erlendis enda hafi foreldri átt lögheimili á Íslandi samfellt í a.m.k. fimm ár fyrir flutninginn. Er þá jafnframt skilyrði að fyrir liggi yfirlýsing frá almannatryggingum í búsetulandi um að foreldri eigi ekki rétt á greiðslum vegna fæðingar,ættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur í því ríki. Njóti foreldri greiðslu vegna sömu fæðingar, ættleiðingar eða varanlegs fósturs í búsetulandinu kemur hún til frádráttar fæðingarstyrknum.
Heimilt er að greiða fæðingarstyrk til námsmanna sem hafa verið í fullu námi í skilningi laga um fæðingar- og foreldraorlof og reglugerðar, sem sett hefur verið með stoð í lögunum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Skilyrði um að foreldri fari með forsjá barnsins Réttur foreldris til fæðingarstyrks er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar greiðsla fæðingarstyrks hefst. Hægt er að snúa sér til sýslumanna til að fá sameiginlega forsjá staðfesta. Umsóknarfrestur Foreldri skal sækja um fæðingarstyrk til Vinnumálastofnunar – Fæðingarorlofssjóðs þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns. Hægt er að nálgast tilskilin eyðublöð á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs, faedingarorlof.is eða á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar um land allt. Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókninni? Vottorð um áætlaðan fæðingardag nema þegar barn er fætt. Fullgilt skólavottorð um námsframvindu og námstímabil. Tilkynning til vinnuveitanda
um tilhögun fæðingarorlofs ef umsækjandi er í starfi. Staðfesting á sameiginlegri forsjá séu foreldrar ekki í hjónabandi, sambúð eða staðfestri samvist. E – 104 vottorð fyrir þá sem hafa verið í fullu námi erlendis en eiga lögheimili á Íslandi við fæðingu barns (á við um þá foreldra sem hafa flutt heim að námi loknu). Námsmenn erlendis þurfa auk þess að skila eftir því sem við á: Staðfestingu á rétti/ réttindaleysi í búsetulandi. Gögnum sem sýna fram á að lögheimili hafa veið flutt vegna náms, s.s hvenær sótt var um nám og staðfestingu á námsvist. Fæðingarvottorði barns þegar það er ekki skráð í þjóðskrá. Skattkort Ekki er skylda að skila inn skattkorti en vakin er athygli á að greiðslur fæðingarstyrkja til námsmanna eru staðgreiðsluskyldar. Til þess að nýta sér persónuafslátt hjá Fæðingarorlofssjóði er því nauðsynlegt að skila inn skattkorti í síðasta lagi 20. SÆMUNDUR | 27
MYND: Örlygur Hnefill Örlygsson - hnefill.net
dag þess mánaðar sem sótt er um fæðingarstyrk fyrir. Hægt er að snúa sér til íslenskra skattyfirvalda til að fá útgefið skattkort. Lengd fæðingarstyrks, brottfall réttinda og yfirfærsla réttinda Sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarstyrks er allt að þrír mánuðir fyrir hvort foreldri um sig. Þessi réttur er ekki framseljanlegur. Auk þess eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarstyrk í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur fengið í heild eða foreldrar skipt með sér. Foreldrar eiga sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í þrjá mánuði til viðbótar fyrir hvert barn umfram eitt sem fæðist á lífi. Foreldrar eiga sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í allt að þrjá mánuði ef um er að ræða andvanafæðingu eftir 22 vikna meðgöngu. Sé um að ræða fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu eiga foreldrar sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í allt að tvo mánuði. Réttur til fæðingarstyrks vegna fæðingar fellur niður er barnið nær 18 mánaða aldri. Láti foreldri barn frá sér til ættleiðingar, uppeldis eða fósturs fellur réttur foreldris til fæðingarstyrks niður frá þeim degi. Kynforeldrar skulu þó eiga sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í tvo mánuði eftir fæðingu barns. Ef annað foreldrið andast áður en barn nær 18 mánaða aldri færist sá réttur til fæðingarstyrks sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris.
Við tilfærsluna verður réttur hins látna foreldris að þeim réttindum er hið eftirlifandi foreldri hefur áunnið sér. Veikindi barns eða móður Þurfi barn að dveljast á sjúkrahúsi lengur en sjö daga í beinu framhaldi af fæðingu er heimilt að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarstyrks um þann dagafjölda sem barn dvelst á sjúkrahúsi fyrir fyrstu heimkomu, allt að fjóra mánuði. Einnig er heimilt að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarstyrks um allt að þrjá mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns sem krefst nánari umönnunar foreldris.
„
Heimilt er að framlengja rétt til fæðingarstyrks til móður um allt að tvo mánuði vegna
Leggja skal fram staðfestingu frá viðkomandi skóla um að foreldri hafi verið skráð í 75 – 100% nám og hafi sýnt viðunandi námsárangur. Þá er heimilt að taka tillit til ástundunar náms á þeirri önn er barn fæðist. Algengast er að nám sé annaskipt og að hver önn standi yfir í 4 – 5 mánuði. Foreldri þarf því öllu jafna að hafa verið skráð í fullt nám í tvær annir á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur til þess að uppfylla skilyrðið um fullt nám. Við mat á fullu námi er ekki heimilt að leggja saman meðaltal tveggja anna heldur þarf foreldri að uppfylla skilyrðið um fullt nám á báðum önnum. Verklegt nám sem stundað hefur verið á Íslandi á síðustu
Fæðingarstyrkur er greiddur eftir á fyrir undanfarandi mánuð. Fæðingarstyrkur til foreldris í fullu námi árið 2008 er 103.869 kr. á mánuði. alvarlegra veikinda hennar í tengslum við fæðingu. Skilyrði um fullt nám Fullt nám telst vera 75 – 100% nám í viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi í a.m.k. sex mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur. Sama á við um 75 – 100% nám á háskólastigi og það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Heimilt er að meta sambærilegt nám í öðrum ríkjum. Einstök námskeið teljast ekki til fulls náms.
sex mánuðum fyrir fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur skal meta sem fullt nám veiti það ekki rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. Undanþágur frá skilyrði um samfellt nám í sex mánuði Heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk þrátt fyrir að skilyrði um samfellt nám í a.m.k. sex mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur sé ekki uppfyllt hafi foreldri verið í samfelldu starfi í a.m.k. sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fram til þess að námið hófst. Enn fremur er heimilt að greiða foreldri fæðingarstyrk SÆMUNDUR | 29
sem námsmanni þegar foreldri hefur lokið a.m.k. einnar annar námi og hefur síðan verið samfellt á vinnumarkaði. Skilyrði er að nám og starf hafi verið samfellt í a.m.k. sex mánuði. Undanþága vegna veikinda móður á meðgöngu Heimilt er að greiða móður fæðingarstyrk sem námsmanni þó að hún fullnægi ekki skilyrðum um viðunandi námsárangur og/eða ástundun enda hafi hún ekki getað stundað nám á meðgöngu vegna meðgöngutengdra heilsufarsástæðna. Skal hún sannanlega hafa verið skráð í fullt nám og fengið greidda sjúkradagpeninga, verið á biðtíma eftir dagpeningum á þeim tíma eða hefði átt rétt á þeim fyrir tímabilið samkvæmt lögum um almannatryggingar. Undanþága vegna námsloka foreldris Heimilt er á grundvelli umsóknar að greiða foreldri fæðingarstyrk sem námsmanni þó að foreldri fullnægi ekki skilyrðinu um fullt nám þegar foreldri á eftir minna en sem nemur 75% af námi á síðustu önn í námi og ljóst er að viðkomandi er að ljúka ákveðinni prófgráðu. Um tilhögun greiðslna Fæðingarstyrkur er greiddur eftir á fyrir undanfarandi mánuð. Fæðingarstyrkur til foreldris í fullu námi árið 2008 er 103.869 kr. á mánuði. Greiðsla fæðingarstyrks getur í fyrsta lagi hafist fyrsta virka dag þess mánaðar sem fer á eftir fæðingarmánuði barns. Foreldri getur ákveðið að greiðslur hefjist síðar 30 | SÆMUNDUR
MYND: Örlygur Hnefill Örlygsson - hnefill.net en greiðslum þarf að ljúka áður en barnið nær 18 mánaða aldri. Óheimilt er að skipta greiðslutímabili fæðingarstyrks yfir á fleiri en eitt tímabil. Er breytinga að vænta á reglum um námsmenn? Félagsog tryggingamálaráðherra hefur lagt fram þingskjal nr. 631 um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof þar sem m.a. eru lagðar til breytingar á reglum er varða námsmenn. Hugsanlegt er því að einhverjar breytingar
verði á framangreindum reglum þegar líða tekur á árið. Áhugasamir geta kynnt sér efni þingskjalsins á slóðinni: http:// www.althingi.is/altext/135/ s/0631.html Frekari upplýsingar Allar frekari upplýsingar um rétt námsmanna til fæðingarstyrks er hægt að nálgast á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs, faedingarorlof.is s. 582 4840 eða á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar um land allt.
Að lifa með gengisfellingunni - GRÓ EINARSDÓTTIR
Þegar ég flutti til Svíþjóðar í byrjun árs þreyttist ég fljótt á vingjarnlegu Svíunum sem virtust allir spyrja mig um það sama – geysa og Íslandshesta. Uppfull af þjóðarstolti og sendiherrakomplexum útskýrði ég fyrir þeim að það væri meira til Íslands komið en bara náttúran og dýralífið. Ég dró upp úr hatti mínum allt það besta sem Ísland hefði upp að bjóða í dag – fyrstir á blaði voru auðvitað bankarnir og uppgangur íslensks efnahagslífs. Svo lét ég dæluna ganga – á Íslandi eru allir svo ríkir! Á Íslandi fá allir vinnu! Á Íslandi eru allir glaðir! Kaldhæðni örlaganna Um páskana fór ég svo heim til Íslands, svona bara rétt til þess að fá staðfestingu á stórkarlalegum fullyrðingum mínum. En allt sem fer upp verður að koma niður aftur. Krónan gat ekki barist
gegn lögmálinu um þyngdaraflið. Gengið var fallið, íslensku krónurnar mínar verðlausar í Svíþjóð og verðbólgan og atvinnuleysið á næsta leyti. Það var heldur boginn námsmaður sem sneri til baka eftir páskafríið. Mér fannst ég, sem sjálfskipaður sendiboði Íslands í Svíþjóð, hefði átt að vita betur. Að é g
32 | SÆMUNDUR
hefði átt að uppfræða Svíana um yfirvofandi kúvendingu íslensks efnahags. Eftir þetta hef ég reynt að fara ívið varlegar í fullyrðingar um „Ísland hið mikla“ og reynt að beina umræðuefninu aftur að gangtegundum íslenskra hesta. Fátækur námsmaður Mér sem hafði þótt það hálf flott að fá aðeins að bragða á frelsinu og nota frasa eins og – ég er nú bara fátækur námsmaður. En skyndilega fengu þessi orð, fátækur námsmaður mun meiri þyngd en áður. Leigan mín hafði hækkað um 10.000 krónur á tveim vikum og að sjálfsögðu ekkert inn á sparibókinni
n
li l a f is
minni. Því hver þurfti eiginlega á því að halda að spara, maður tók bara lán. En að vissu leiti er eitthvað spennandi við þetta ástand. Elsta systir mín á það til að minna mig á það hvað ég hef haft það gott. Þegar hún var barn upplifði hún einmitt svipaða krepputíma. Hún segir hálf ásakandi en þó hálf dreymin frá því að þegar hún var lítil fékk maður alltaf bara eitt kók þegar maður var á veitingastað og þá höfðu mamma og pabbi aldrei efni á því að kaupa papriku. Nú get ég loksins svarað kokhraust til baka, án kóks og papriku í ísskápnum, að ég viti eitt og annað um erfiðleika lífsins. Nú er ég lifuð. Að læra um lífið Ég sem hef alltaf haft það svo gott, umvafin bómull og sykurpúðum, uppalin á einu mesta gullaldar og uppgangsskeiði Íslandssögunar þarf nú að taka á honum stóra mínum. Ég þarf að læra hvað það er að hugsa mig um þegar ég kaupi eitthvað, halda bókhald og jafnvel reyna að leggja eitthvað til hliðar. Lífið þarf ekki að vera leiðinlegt þó að maður sé fátækur. Það er ýmislegt sem hægt er að gera
Geng
: a p ú s
tar tóma / r i n jöt oð ðurs nmeti/ k i n s 1 dó lar græ gar n l o b 2 afga / r u fisk kur r if u ettu ½ la tlauksr r hugd a í 2 hv d og aðr tti í po u kryd k u a Bætt vítl og h mýkist. ð og/ k u i la rinn eti v ín. ktu Stei il lauku u grænm kkrar m meti o ð t n þar æst hör ktu í n ru græ er i ð því n jöti ste st við ö Þar næst di k æ í n a t ð ú . ru kryd ið 2 e ð u þar gum v Bætt a afgön lti og ö ætirðu a í ð b a ó e s j / m , s ð og unum . Að loku lætur st við t ö m g r o tó nota ætt tni t yfi hell m af va ur. Ef þú er því b u boll 15 mínút t krydd . .b .þ ersk inn. u og f k fisk ndir lo u ð vi
í kreppunni. Hver segir að ekki sé hægt að halda matarboð þó að þú lifir á krepputímum í útlöndum. Það er einfaldlega hægt að halda svokallað Pálínuboð. Þú býður öllum útlensku vinum þínum með sínar verðmætu krónur í heimsókn og biður alla að taka með sér einn rétt. Þar sem þú býður upp á húsnæði og vatn með matnum er óþarfi að þú sjálfur þurfir að bjóða upp á eitthvað. Svo er slegið upp veislu a la gengisfelling.
Niðursoðnir tómatar Einnig er mikilvægt að kaupa aldrei inn í matinn nema það sé algjörlega lífsnauðsynlegt. Skápahreinsun er lykillinn að lífi bláfátækra námsmanna. Ég hef komist að því að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti með eina niðursoðna tómatdós að vopni. Sem dæmi má nefna pizzu (ekkert nema hveiti, salt, olía, niðursoðnir tómatar með kryddi og smá ostur), pasta (niðursoðnir tómatar, basil, hvítlaukur, sveppir og pasta) og að lokum má nefna skápahreinsunar súpuna góðu. SÆMUNDUR | 33
„Staða
námsmanna
erlendis“ – GENGISSVEIFLUR, AUKIN KOSTNAÐUR OG MIKIL ÓVISSA
Samband íslenskra námsmanna er hagsmunafélag sem berst fyrir bættum kjörum íslenskra námsmanna erlendis ásamt því að vera rödd þessa fjölbreytta hóps á íslenskum fjölmiðlavettvangi. Margt hefur gerst í íslenskum efnahagsveruleika nú í vetur. Sveiflur á gengi krónunnar hafa varla farið framhjá námsmönnum erlendis. Miklar sviptingar hafa þ.a.l. leitt til 20-30 % hækkana fyrir íslenska námsmenn erlendis og eftir sitja námsmenn í óvissu þar sem námslánin þeirra eru bundin við stöðu krónunnar þegar námslánin eru greidd út í júní. Hátt húsnæðisverð og litlir atvinnumöguleikar hafa einnig mikil áhrif þá sem hafa nýlokið námi og leiða til þess að fjöldinn allur af menntuðu fólki snýr ekki heim aftur. Í vetur hefur stjórn SÍNE aflað upplýsinga um stöðu námsmanna erlendis ásamt
34 | SÆMUNDUR
því að vekja athygli á hversu alvarlegar afleiðingar gengi íslensku krónunnar hefur á stöðu íslenskra námsmanna erlendis. Í kjölfarið sendi stjórn SÍNE frá sér ályktun, sjá á næstu síðu, ásamt því að skipuleggja málstofu um hvaða áhrif gengisþróunin hefði á kjör íslenskra námsmanna erlendis. Málstofan fór fram þann 10.apríl síðastliðinn. Fjölmiðlar sýndu málstofunni mikla athygli og voru fyrirlesarnir ekki af verri endanum en þeir voru: Örn Arnarson, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu og fyrrum námsmaður í Bandaríkjunum, Helgi Snær Sigurðsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og fyrrum námsmaður í Bretlandi og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningadeildar Landsbankans. Á málstofunni sköpuðust
skemmtilegar og jafnframt mikilvægar umræður um stöðu íslenskra námsmanna erlendis og ítrekaði SÍNE þá kröfu sína að námslán yrðu greidd út fyrifram mánaðarlega til þess að minnka þá gengisáhættu sem ríkir í dag. Stjórn Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur unnið baki brotnu að vekja athygli á málefnum íslenskra námsmanna erlendis ásamt því að berjast fyrir auknum kjörum. Okkar félagsmenn eiga aðeins skilið að geta lifað efnahagslega áhyggjulausu lífi á meðan námi stendur. Baráttunni er hvergi lokið og hvetjum við félagsmenn okkar til þess að senda okkur ábendingar og/ eða kröfumál á póstfangið okkar sine@sine.is
Ályk t ísle un stjó r nskr a ná nar SÍN Dags : 9.ap msmanna E um stöðu e ríl 2008 rlendis
Fles t frá ir ísl e L sem ÍN sem nskir n e þ form eir læ eru bun mar erl r d bjóð af gre a í. Ná in við endis n i ý m a afla st söm ðslum s slánin gjaldmi ta sér u mö ðil em n náms e sér r u þe ám l o auka gulei kar smenn ftar en ssa lan án tekn Ísle n o ds j a e g óta . k nski k á i Ísla þar eina kjör r ná n s d e m i a m s menn til e Þang ð fá þess kki n e a einh ð til ámslán rlendis að þurf útgr verj búa a sem e u viðs m hætt námsme idd í l við þa i, o ríki u óh nn a kipt ok h f r ísle á gja abankar tast í ð framf verrar agstæðu ldey l nir nsku a f e o rism loks bjóð rmi y yta sé nnar. kró f ö náms greidd nunnar rkuðum a uppá. irdrátt r með v m hærr enn er út. Því erður þ um það Mikil ó arlána lend hver i ko viss egar er a i með s lægr tnaði, s þurfa llt ein námslá staða a nin i ná s lí vegn a ð ve st mslá k a ge SÍNE n. ngis anda s legt að rða trau svei til vill s m flna j a , en af 20alva ð menn á umbæt endi 30% t u r fyri lega þ amálará r í þes svo ann ðher rfra s u m k veg r m fyri greiðs ost að a og Al málum. lur yfir SÍNE innl r að þing n d Þess ráttar námsme ámslána eiða má i skoði leggur lánu n nn þ i le a m, s á hv urfi og þan ðarleg ið m n e e áhæt rn mán yndi lá m bera að fra ig koma ar u mfle gmár tuna h ð á a f yrir útgr yta í ka g vext yfi e sér ákve iðsla r nokku sig í s engisáh i. á n æ r ð Mána inni d ámslána ra mána tað þes ttu yfi agse s ðarl r ð e tnin r háð a tíma að bin fyri egar bi g r d geng 1992 brigði greiðs u. i kr l, þar a l ónun s tilf ásamt þar sem ur náms nar em þv ærsl l á ei ur s í að á LÍN vei ána eru nni t tund n Stjó aðar orðurl ti slík ekki ný rn s öndu . t amba num lán fy t ri nd í eru slen slík r skra ar náms mann a
SÆMUNDUR | 07
Trúnaðarmenn SÍNE Trúnaðarmenn SÍNE vinna öflugt starf víða um heim og eru ómetanleg hjálp þeim sem hyggja á nám á erlendri grundu. Við hvetjum námsmenn á leið af landi brott til að hafa samband við trúnaðarmanninn í viðkomandi landi eða borg. Allar nánari upplýsingar ásamt lista yfir trúnaðarmenn má finna á vefsíðu SINE, sine.is
ÁSTRALÍA Grétar Theodórsson gretar@minerva.is Sími: +61 0893253950
AUSTURRÍKI Helga Finnbogadóttir helgafinnboga@hotmail.com Sími: +43 1 4819082
BRETLAND (ENGLAND, SKOTLAND OG ÍRLAND) Sigurdur Arnarson sigurdur.arnarson@utn.stjr.is Tel:+(44) 207 259 3999
BELGÍA Alda Berglind Egilsdóttir aldaegils@hotmail.com Sími: +32 (0) 486.77.55.32
Sjá sine.is fyrir fullan lista
36 | SÆMUNDUR
BANDARÍKIN - NEW YORK Svanhildur Þorvaldsdóttir svanhildurth@gmail.com
HOLLAND Helga Garðarsdóttir helgagardars@gmail.com
Sjá sine.is fyrir fullan lista
KÍNA Kristín Aranka Þorsteinsdóttir Sendiráð Íslands í Kína kristin.a.thorsteinsdottir@utn.stjr.is
SPÁNN Guðný Hilmarsdóttir Sími: +34 93 423 4193 gudnyhilmars@mac.com
UNGVERJALAND Félag Íslenskra Læknanema í Ungverjalandi debrecen@hotmail.com, filudebrecen@mac.com
ÞÝSKALAND Þorbjörn Björnsson thorbjornbjornsson@hotmail.com Sími:+49 (30) 22487710 SÆMUNDUR | 37
Trúnaðarmenn SÍNE Norðurlöndin
DANMÖRK Stúdentafélagsið í Kaupmannahöfn: Mánudaga kl. 18:00-19:00 Sími: 00 45 33 11 00 30 fisk@studentafelagid.dk
FINNLAND Svava Óskarsdóttir Sími: 358 0408726060 svavaoskars@gmail.com
NOREGUR Silja Magnúsdóttir GSM:+47 97180667 siljam@ulrik.uio.no
SVÍÞJÓÐ Hrönn Jörundsdóttir Hronn.Jorundsdottir@mk.su.se
38 | SÆMUNDUR
HI6G;H:B>C Ì =:>B6HÏÁJ HÏC:! LLL#H>C:#>H! :G 6Á ;>CC6/ • GZ^`c^[dgg^i ÄVg hZb ]¨\i Zg V gZ^`cV i k¨ciVcaZ\i a{c [g{ AÏC • I ``a^hiV bZ ]Zahij Vig^Âjb hZb ]j\V ÄVg[ V {Âjg Zc c{b ]Z[hi { ZgaZcYg^ \gjcYj • JeeaÅh^c\Vg jb ]Z^bVh Âjg ÏhaZcY^c\V[ aV\V jb VaaVc ]Z^b • ;g iiVWg [^ H¨b^ CZiH¨b^ ¶ \Z[^ i XV# VccVc ]kZgc b{cj • JeeaÅh^c\Vg jb ig cVÂVgbZcc HÏC: • =VcYW `^cV C{b ZgaZcY^h ¶ ÄVg Zg V [^ccV ]V\cÅiVg jeeaÅh^c\Vg jb jcY^gW c^c\ [ng^g c{bhYk a ia cYjb • AZ^\jb^Âajc$AZ^\jbVg`V ÄVg hZb [ a`^ \Z[hi `dhijg { V Vj\aÅhV ] hc¨Â^ h^ii i^a aZ^\j ZÂV h`V Z[i^g aZ^\j] hc¨Â^! ] gaZcY^h hZb ZgaZcY^h# Ã_ cjhiVc Zg aajb VÂ\Zc\^aZ\ d\ {c ZcYjg\_VaYh • 6j\aÅh^c\Vg jb hing`^ hZb WdÂ^ Zgj { ]kZg_jb i bV • =V\cÅiVg jeeaÅh^c\Vg jb ign\\^c\Vg! h`ViiV" d\ Vik^ccjb{a c{bhbVccV ZgaZcY^h • bhVg i^a`ncc^c\Vg d\ iZc\^c\Vg k^ VÂgVg b^`^ak¨\Vg h Âjg hZb `dbV c{bhb ccjb i^a \ ÂV
KÓPAVOGUR
GARÐABÆR HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Lönd þar sem starfa trúnaðarmenn á vegum SINE Nánari upplýsingar á sine.is FORMAÐUR Benedikta S. Hafliðadóttir, Er í doktorsnámi í sameindalíffræði við Háskóla Íslands. Hluta námsins, á árunum 2002-2004, var hún við Harvard Medical School í Boston sem „Visiting Fellow”. VARAFORMAÐUR Nathalía D. Halldórsdóttir Lauk BA gráðu í rússnesku og bókmenntafræði frá HÍ auk þess sem hún stundaði MS.c nám í viðskiptafræði við sama skóla. Nathalía stundaði nám í St. Pétursborg og Kaupmannahöfn sem hluta af sínum námsgráðum. Nathalía hefur starfað sem túlkur og þýðandi auk þess sem hún starfaði sem ráðgjafi hjá IMG-Mannafli um nokkurra ára skeið. GJALDKERI Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir Er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 2001. Hugbúnaðarverkfræðingur frá Danmarks Tekniske Universitet 2005 Starfar sem verkefnastjóri hjá Landsbanka Íslands
42 | SÆMUNDUR
RITARI Unnur María Þorvaldsdóttir Var í námi í Svíþjóð og útskrifaðist með MBA árið 2005. Var eitt ár í skiptinámi við Michigan State University í Bandaríkjunum. Hún starfar nú sem yfirmaður heildsölu hjá Landsvirkjun. MEÐSTJÓRNANDI Andri Jónsson, Kláraði BA gráðu í stjórnun og markaðsfræði á íþróttasviði frá Flagler College, St. Augustine í Flórída. Andri starfar sem undirverktaki og er einnig einn af aðalþjálfurum hjá Tennishöll Kópavogar. Andri hyggst sækja meistarnám í MEÐSTJÓRNANDI Alþjóðaviðskiptum í Nova South Eastern University, Fort Sigrún Pétursdóttir Lauk BFA gráðu (Bachelor of Lauderdale,í Flórída. Fine Arts ) frá The Art Institute MEÐSTJÓRNANDI of Seattle - í grafískri hönnun haustið2005. Starfaði svo Ásgeir Ingvarsson hjá Moore Presentations Starfar sem blaðamaður á www.moorepresentations. morgunblaðinu og nemi í com frá 2006 - 2007 sem stjórnmálafræði við HÍ. Hefur stundað nám í alls sex grafískur hönnuður, flutti til Íslands vorið 2007 og starfar löndum. nú sem umbrotsmaður hjá Viðskiptablaðinu.
Heim að dyrum Hvert sem fjölskyldan flytur, til eða frá Íslandi, sjá Atlantsskip um að flytja búslóðina frá einum dyrum til annarra. Starfsfólkið okkar kappkostar að tryggja öryggi búslóðarinnar svo fjölskyldan geti áhyggjulaus farið á nýja heimilið. Talaðu við þjónustudeild Atlantsskipa. Við flytjum búslóðir.
www.atlantsskip.is / 591 3000
C{bhhing`^g @Vje ^c\h IÏJ HING@>G V jee]¨ @G# (*%#%%%
I `jb { b i^ jbh `cjb [g{ &# Veg a i^a &+# bV H¨`ij jb { lll#`Vjei]^c\#^h