Árið 2013 kom út heilræðabæklingur frá flugur.is með leiðbeiningum til vatnaveiðimanna.
Skoðanakönnun Flugufrétta fyrr á árinu hafði sýnt að æ fleiri veiðimenn hölluðust að ódýrari ferðum í veiði. Stöðuvötnin okkar eru dásemd sem fjallað er um í blaðinu. Sagt er frá ,,stóru fjóru”: Þingvallavatn, Veiðivötn, Arnarvatnsheiði,
og Skagaheiði. Þá er sagt frá vötnunum við borgina, fjallað um mismunandi veiðiaðferðir í vatnaveiði sem og mismunandi flugur og græjur svo eitthvað sé nefnt.