3 minute read
ÞJÓÐHÆTTIR OG SAGA / FOLKLORE AND HISTORY
by Forlagid
25 DRAUGASÖGUR / 25 ICELANDIC GHOST STORIES
Jón R. Hjálmarsson
Advertisement
Draugasögur af mörgu tagi er einn fyrirferðarmesti þátturinn í þjóð sagnaarfi okkar. Í endursögn fræð arans Jóns R. Hjálmarssonar (1922 – 2018) vakna margar af skuggalegustu afturgöngum þjóð sagnagaller ísins til lífs. Alls geymir bókin 25 draugasögur af öllu landinu.
Enska: ISBN 9789979537076
Íslenska: ISBN 9789979537069
25 ÞJÓÐSÖGUR / 25 ICELANDIC FOLK AND FAIRY TALES
Jón R. Hjálmarsson
Sagnaþulurinn Jón R. Hjálmarsson (1922–2018) var á langri ævi ötull við að fræða landsmenn og erlent ferðafólk um ríkulegan þjóðsagnarf okkar. Hér tekur hann saman í handhægu kveri 25 ástsælustu þjóðsögur okkar af öllu landinu og endursegir í lifandi frásögn.
Enska: ISBN 9789979537052
Íslenska: ISBN 9789979537045
25 S Gur Af Skessum Og Skr Mslum
Jón R. Hjálmarsson
Samskipti manna og trölla hafa snarminnkað á undanförnum árum og viðskipti við skrímsli á borð við nykra, marbendla og fjölulalla heyra nánast sögunni til. Því er gott að halda í heiðri þessar litríku frásagnir af samvistum þeirra á fyrri tíð. Minningar um þess háttar verur gæða ferðalagið nýju lífi og margvíslegar kynjamyndir kvikna í landslaginu.
Íslenska: ISBN 9789979537434
25 Slendingas Gur
Jón R. Hjálmarsson
Þjóðin hefur í gegnum aldirnar gleypt í sig sögur af köppum Íslendingasagnanna, og þau Gunnar og Njáll, Hallgerður langbrók og Bergþóra, Guðrún Ósvífursdóttir, Egill og Grettir sterki, Finnbogi rammi og Gísli Súrsson verið nokkur konar fjölskylduvinir. Og þeim dýrmæta kunningsskap er sjálfsagt að viðhalda.
Íslenska: ISBN 9789979537427
ÞJÓÐSÖGUR VIÐ ÞJÓÐVEGINN / A TRAVELLER’S GUIDE TO ICELANDIC FOLK TALES
Jón R. Hjálmarsson
Nýstárleg vegahandbók, lykill að menningararfi þjóðarinnar og fjársjóðum íslenskrar náttúru. Vinsæl bæði meðal ferðalanga og ekki síður hinna sem heima sitja og ferðast í huganum.
Þýska: ISBN 9789979535454
Franska:ISBN9789979536031
AUF DEN SPUREN DER UNSICHTBAREN Unnur Jökulsdóttir
Bókin er afrakstur rannsóknarvinnu höfundar, sem ferðaðist víðs vegar um landið og leitaði uppi sögur af huldufólki og mannfólki sem þekkir huldufólk. Unnur öðlaðist í ferðinni frábæra innsýn í líf huldufólks en einnig í hugarheim samlanda sinna.
Þýska: ISBN 9789979334521
Icelandic Folk And Fairy Tales
Vandaðar endursagnir íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem notið hafa mikilla vinsælda, enda efnið sígilt. Kjartan Guðjónsson myndskreytti.
Enska: ISBN 9789979535171
Þýska: ISBN 9789979535348
Franska: ISBN 9789979535188
Norska: ISBN 9789979535874
Spænska: ISBN 9789979535201
Sænska: ISBN 9789979535355
Tr Llin Fj Llunum
THE TROLLS IN THE KNOLLS Ritstj. Silja Aðalsteinsdóttir Íslendingar hafa sagt hver öðrum kynngimagnaðar sögur af fólki og furðuskepnum kynslóð fram af kynslóð. Þessi fallega bók geymir 35 íslenskar þjóðsögur og ævintýri með nýjum og stórglæsilegum myndum.
Íslenska: ISBN 9789935116185
Enska: ISBN 9789935116192
Þýska: ISBN 9789935116208
Franska: ISBN 9789935117786
BEING ELVESWHERE Páll Ásgeir Ásgeirsson
Páll Ásgeir kynnir hinar ýmsu hliðar íslensku álfatrúarinnar fyrir erlendum ferðamönnum. Hvaðan kemur hún og hvar er hægt að rekast á álfa? Hvernig eru lífshættir álfanna, hafa þeir tileinkað sér tækninýjungar mennskra – og hversu djúpstæð er trú á álfa í íslenskri þjóðarsál í raun og veru á okkar dögum?
Enska: ISBN 9789979335320
HISTORY OF ICELAND Jón R. Hjálmarsson
Ítarlegt yfirlit yfir sögu Íslands frá landnámi til nútíma. Kjörin fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína og fræðast um sögu íslands og þjóðar.
Enska: ISBN 9789979535133
Franska: ISBN 9789979536505
A Brief History Of Iceland
Gunnar Karlsson
Heildstætt og handhægt yfirlit yfir sögu Íslands. Bókin spannar meira en 1100 ár, frá landnámsöld til nútímans.
Enska: ISBN 9789979341390
Sænska: ISBN 9789979331568
Þýska: ISBN 9789979339571
Franska: ISBN 9789979341413
Spænska: ISBN 9789979338314
Íslenska: ISBN 9789979344469
Pólska: ISBN 9789979342250
Quotes And Passages From The Icelandic Sagas
Stórfróðlegt úrval sem geymir um þúsund fleyg orð og textabrot úr Íslendingasögunum.
Enska: ISBN9789979536345
The Viking Discovery Of America
Anna Yates
Norrænir sæfarar lögðu fyrir rúmum þúsund árum út á opið haf og sagnir herma að þeir hafi fundið Ameríku og nefnt Vínland. Í einkar fróðlegum og aðgengilegum texta rekur Anna Yates sögu landafundanna og kenningar um það hvers vegna búseta norrænna manna varð ekki varanleg.
Enska: ISBN 9781912366071
The Haunting Of Reykjavik
Steinar Bragi, Rakel
Garðarsdóttir og Sunna
Sigurðardóttir
Nokkrar af alræmdustu draugasögum Reykjavíkur í seinni tíð í bland við sögulegan fróðleik um borgina. Bókin er byggð á ítarlegum viðtölum við lifandi og í sumum tilfellum dána Íslendinga og veitir mjög áhugaverða en kannski fremur uggvænlega sýn á höfuðborgina.
Enska: ISBN 9789935113986
Iceland Invaded
Páll Baldvin Baldvinsson
Bretar hernámu Ísland vorið 1940 og um ári síðar tóku Bandaríkjamenn við. Vera herliðanna hafði margvísleg áhrif á land og þjóð en þegar mest var jafngilti fjöldi hermannanna um helmingi íbúafjöldans. Ísland gegndi mikilvægi hlutverki í varnarkerfi bandamanna og sá þáttur er ekki á allra vitorði.
Enska: ISBN 9789935118820
The Settlement Of Iceland
Gunnar Karlsson
Ísland var ónumið lengur en flestir byggilegir staðir á jörðinni. Lengi var þó vitað að eynni Thule norður í höfum þar sem skein sól um nætur. Sagnir eru um búsetu írskra munka hér en landnám einkum norrænna manna hófst einhvern tímann á 9. öld og landið byggðist þá hratt. En hvers vegna Ísland og hvernig lifðu landnemarnir fyrstu árin? Því svarar fræðimaðurinn Gunnar Karlsson.
Enska: ISBN 9789979340829
The Sagas And Shit
Grayson Del Faro
Í þessari hressilegu bók þreifar Grayson Del Faro eftir g-blettum sagnaarfsins með tólum líðandi stundar, viðhorfum og tungutaki, og sýnir svo ekki verður um villst að sögurnar eru sprelllifandi enn í dag. Allar helstu perlur Íslendingsagnanna eru endursagðar og staldrað við ýmsa þætti og lykilpersónur sem upp úr standa. Hetjur gullaldarinnar verða aldrei samar eftir þetta stórskemmtilega heilsubótarnudd.
Enska: ISBN9789979537021
The Little Book Of The Icelanders
Alda Sigmundsdóttir
Fimmtíu skondnar og skemmtilegar sögur um háttalag og duttlunga sem einkenna Íslendinga, óskrifaðar reglur í samskiptum þeirra og hefðir sem hafa skapast í kringum ýmis tilefni.
Enska: ISBN 9789979221814
Franska: ISBN 9789979222194
Þýska: ISBN 9789979222187
Spænska: ISBN 9789979222774