Alex og risaedlurnar Ingvar

Page 1

A

x e l

og

u l r e รฐ n a ar s i

Ingvar Georgsson


Alex og Risaeรฐlurnar

Hรถfundur mynda og texta Ingvar Georgsson

2012


Það var einu sinni lítill strákur sem hét Alex og hann átti heima í gömlu torfhúsi með mömmu sinni og pabba ásamt tveimur systkinum þeim Dídí og Artimar. Einn daginn þegar Alex fór út að leika sér þá sá hann báta í fjarska sem honum langaði að sjá en til þess að komast þangað þurfti hann að fara yfir sjóinn.


Alex fór niður að sjónum og sá þar pabba sinn og Artimar vera á árabátnum að veiða fisk í matinn. Hann kallaði í þá og bað þá um að sigla með sig yfir til stóru bátana. Þegar að þeir voru að sigla þá sá Alex stóra risaeðlufugla og þá varð hann pínulítið hræddur.


Á leiðinni yfir sjóinn þá silgdu þeir fram hjá lítilli eyju og á henni var fullt af fuglum og stórar risaeðlur. Tvær risaeðlurnar voru að slást og ein var að fljúga yfir og fylgjast með. Slagurinn endaði á því að stærri risaeðlan henti hinni af eyjunni og út í sjó.


Þegar að Alex var komin yfir sjóinn þá kom hann að girðingu sem var með gaddavír og á girðingunni var skilti. Alex vissi ekki hvað stóð á skiltinu af því að hann kunni ekki að lesa. Skrítið hljóð heyrðist allt í einu og Alex varð forvitin og vildi komast nær hljóðinu.


Hann fór í gegnum gat á girðingunni og kom þá að öðru skilti og hann vissi ekkert hvað stóð á því heldur en það var mynd af risaeðlu á skiltinu og það fannst honum flott. Allt í einu kom fullt af geitungum! Bbbbsssbbbssssssssss heyrðist í þeim og þær eltu Alex. Hann hljóp á harðaspretti í burtu.


Alex hljóp í átt að stóru bátunum sem hann ætlaði að fara að skoða. Við hliðina á stóru bátunum var stórt hús og allt í einu opnaðist stór hurð á því og þar út kom stór risaeðla sem byrjaði að elta Alex. Alex hljóp alveg á fullu í burtu og en það dugði ekki, risaeðlan var alveg að fara að ná honum. Hann varð rosalega hræddur :-(


Allt í einu snéri Alex sér við og hljóp á harðaspretti í átt að risaeðlunni, undir hana og á milli fótanna á henni. Risaeðlan reyndi að elta Alex, beygði sig á eftir honum, setti hausinn á sér undir sig og á milli fótanna og við það datt hún á hausinn.


Alex sá stórann vita sem hann flúði upp í en það var ekki nóg því að þá komu fljúgandi risaeðlurnar og þær reyndu líka að ná í hann. Alex faldi sig inn í vitanum og þegar að risaeðlurnar.......


...sáu ekki til þá hljóp hann alveg einsog fætur toguðu í áttina heim til mömmu og pabba. Ein fljúgandi risaeðlan og býflugan eltu hann en þegar að Alex var alveg að koma þar sem pabbi og Artimar voru á bátnum þá komu þeir honum til hjálpar og hræddu risaeðlun og býfluguna í burtu. Saman fóru þeir allir heim og Alex ætlaði aldrei að fara svona einn að skoða bátana aftur, hann sofnaði vært um kvöldið. Endir


Höfundur er fæddur 1968, giftur og á þrjú börn sem öll eru nefnd í bókinni. Það eru Arndís sem er nefnd Dídí, Andri Már er Artimar og síðan er það aðalsögupersónan Alexander sem er Alex. Hugmyndin af sögunni er út frá áhuga Alexanders á risaeðlum sem eru hans uppáhalds leikföng og teiknimyndir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.