barnabok1

Page 1

Bambi Bleiki fer รก strรถndina

B

*

e ik

i

Bl

*

i

m b a

ร sta Dagmar Jรณnsdรณttir


Bambi Bleiki fer á ströndina

© Höfundur : Ásta Dagmar Jónsdóttir 2012 barnagaman með Bamba


i eik l b i mb g. a i, B en a í da amb llt r B u a n eld öndi gsar fyrir h i u r tr s flei ra á s lki” h t plás a f fa f fó ot ha að ið að ldi a nna g .” Þ fi fjö eð ei! itt Ón ákv ílíkur ir að tið m eft dó v ff þ ldrei Ú “ áa “Ég

Það er kominn laugardagur og Bambi bleiki ætlar að skella sér á ströndina í góða veðrinu, hann er rosalega spenntur enda búinn að bíða síðan á miðvikudaginn eftir því að það væri nógu gott veður. Hann ætlar sko aldeilis að búa til marga sandkastala í dag!

Bambi leitar útum alla strönd en allstaðar er troðið af fólki og sólstólum og allskyns dóti. “Jæja, ætli ég fari þá ekki bara heim og komi frekar snemma á morgun bara” hugsar Bambi og er niðurlútur.


Þegar Bambi er að rölta til baka eftir ströndinni kemur hann auga á þetta fína pláss þar sem hann gæti búið til allavega 10 stóra sandkastala, hann er himinlifandi! “Neih, mikið líst mér vel á þetta.. hér er sko hægt að gera stóran kastala og það er stutt niður að sjó til þess að ná í vatn! Frábært!”

Þegar Bambi er byrjaður að koma sér fyrir rekst hann á vini sína þá Flebba og Slúbbert. Flebbi og Slúbbert eru á leiðinni í strandblak og bjóða Bamba að vera með í liðinu sínu. Hann er sko til í það.

Á leiðinni á völlinn hitta þeir þá Stefán og Kristófer, mikla strandblaksmeistara, og vilja endilega fá þá með sér líka og spyrja Bamba hvort þeir megi ekki koma með.


Júh, hann Bambi vill auðvitað leyfa þeim að vera með og Mikki Mús bætist í hópinn líka! En skemmtilegt.

Þá eru þeir allir mættir á völlinn og tilbúnir í strandblakið.. en bíddu nú við, það vantar Kristófer! Hvert getur hann hafa farið? Þeir leita út um allt að honum og nú er leikurinn alveg að fara að byrja. Þá kallar Slúbbert.. “Ég fann hann! Ég fann hann!”

Kristófer hafði ákveðið að skella sér bara í sund, hann var ekki alveg í stuði fyrir strandblakið í dag. “Fyrirgefiði strákar, ég vissi ekki að þið væruð að leita að mér. Gangi ykkur vel í dag!”


Bambi fékk stórkostlegan verðlaunapening og er svo ánægður með daginn. Hann ætlar sko pottþétt aftur á ströndina á morgun. “Það var sko aldeilis gaman að rekast á Flebba og Slúbbert”

Þá er liðið fullskipað, Slúbbert, Mikki Mús, Flebbi, Stefán Spiderman og svo Bambi! Þetta er svakalega flott lið og þeim gengur rosa vel á mótinu og vinna alla leikina sína! “En skemmtilegur dagur!” hugsar Bambi með sjálfum sér!


Teiknaðu Bamba Bleika hér fyrir neðan!

Bambi bleiki fer á ströndina er skemmtileg barnabók um Bamba sem ákveður einn sólríkan dag að gera sér ferð á ströndina en lendir í smá bobba, hittir síðan vini sína og úr verður frábær dagur með þeim.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.