Ársskýrsla 2015

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2015 Golfþing haldið í Garðabæ 21. nóvember


ÁRSSKÝRSLA 2015

Fjöldi kylfinga í klúbbum Klúbbur

15 ára og yngri

16 ára og eldri

2015

2014

Aukafélagar

Breyting

%

Golfklúbbur Reykjavíkur

239

2.581

2.820

2.884

263

-64

-2%

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

593

1.442

2.035

1.831

304

204

11%

Golfklúbburinn Keilir

157

1.164

1.321

1.350

147

-29

-2%

Golfklúbburinn Oddur

46

1.123

1.169

1.115

264

54

5%

Golfklúbbur Mosfellsbæjar

115

936

1.051

1.092

75

-41

-4%

Golfklúbbur Akureyrar

88

620

708

649

41

59

9%

Nesklúbburinn

29

622

651

622

53

29

5%

Golfklúbburinn Setberg

4

462

466

464

131

2

0%

Golfklúbbur Suðurnesja

54

405

459

513

81

-54

-11%

Golfklúbbur Vestmannaeyja

67

342

409

446

24

-37

-8%

Golfklúbburinn Leynir

71

336

407

372

25

35

9%

Golfklúbbur Selfoss

48

326

374

368

18

6

2%

Golfklúbbur Öndverðarness

16

294

310

323

39

-13

-4%

Golfklúbbur Þorlákshafnar

16

4

-17

-5%

Golfklúbbur Ásatúns Golfklúbburinn Kiðjaberg

13

279

295

312

274

274

259

209

222

223

15

6%

56

-1

0% -28%

Golfklúbbur Hveragerðis

8

181

189

264

3

-75

Golfklúbbur Grindavíkur

27

158

185

183

16

2

1%

Golfklúbbur Ísafjarðar

20

153

173

136

11

37

27% -2%

Golfklúbburinn Flúðir

11

159

170

173

9

-3

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

20

129

149

146

18

3

2%

Golfklúbbur Borgarness

13

133

146

189

11

-43

-23%

Golfklúbbur Álftaness

12

131

143

153

128

128

159

Golfklúbburinn Vestarr Golfklúbbur Sauðárkróks

-10

-7%

4

-31

-19%

20

103

123

153

8

-30

-20%

Golfklúbbur Sandgerðis

4

116

120

178

17

-58

-33%

Golfklúbburinn Úthlíð

1

105

106

91

18

15

16%

Golfklúbbur Húsavíkur

3

102

105

102

12

3

3%

Golfklúbburinn Mostri

21

82

103

109

6

-6

-6%

Golfklúbburinn Hamar

31

67

98

96

10

2

2%

Golfklúbbur Ólafsfjarðar

13

80

93

106

10

-13

-12%

Golfklúbbur Hellu

10

80

90

97

7

-7

-7%

Golfklúbbur Hornafjarðar

2

86

88

64

9

24

38%

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs

3

83

86

74

9

12

16%

Golfklúbbur Norðfjarðar

2

83

85

64

6

21

33%

32

48

80

49

6

31

63%

1

77

78

76

76

76

50

Golfklúbbur Bolungarvíkur Golfklúbburinn Dalbúi Golfklúbburinn Jökull

2

3%

2

26

52%

-1

-2%

1

13

27% 36%

Golfklúbbur Fjarðarbyggðar

12

50

62

63

Golfklúbbur Siglufjarðar

3

58

61

48

Golfklúbbur Seyðisfjarðar

1

59

60

44

16

Golfklúbburinn Lundur

1

55

56

58

-2

-3%

Golfklúbburinn Gláma

2

48

50

41

9

22%

-4

-8%

5

14%

5

Golfklúbburinn Þverá Hellishólum

48

48

52

Golfklúbbur Skagastrandar

40

40

35

27

39

38

1

3%

39

39

50

-11

-22%

-6

-14%

Golfklúbburinn Geysir

12

Golfklúbburinn Glanni Golfklúbburinn Tuddi

20

1

16

36

42

Golfklúbbur Bíldudals

35

35

31

Golfklúbbur Byggðarholts

35

35

39

Golfklúbburinn Ós

35

35

38

Golfklúbburinn Vík

33

33

35

-2

-6%

29

30

14

16

114%

2 5

4

13%

-4

-10%

-3

-8%

Golfklúbbur Brautarholts

1

Golfklúbburinn Hvammur Grenivík

7

23

30

32

Golfklúbbur Patreksfjarðar

1

28

29

34

Golfklúbbur Vopnafjarðar

27

27

23

4

17%

Golfklúbbur Hólmavíkur

22

22

17

5

29%

Golfklúbbur Staðarsveitar

21

21

11

18

20

22

Golfklúbburinn Skrifla

19

19

10

Golfklúbburinn Gljúfri

13

13

11

1

11

12

12

1.873

14.564

16.437

16.371

Golfklúbbur Mývatnssveitar

Golfklúbburinn Húsafelli Samtals

2

2

5

2 2 1.740

-2

-6%

-5

-15%

10

91%

-2

-9%

9

90%

2

18%

0

0%

66

0%


ÁRSSKÝRSLA 2015

Velkomin á Golfþing

Hlutverk Golfsambandsins er að... ...vinna að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu á Íslandi.

...halda Íslandsmót í höggleik, holukeppni og sveitakeppni fyrir alla aldursflokka.

...reka öfluga afreksstefnu og styðja klúbbana við þjálfun og uppbyggingu afrekskylfinga.

...vera ráðgefandi þegar kemur að uppsetningu valla fyrir mót og almenna golfvallarumhirðu og styðja SÍGÍ sem eru samtök golfvallastarfsmanna.

...gefa út tímaritið Golf á Íslandi og annað fræðsluefni. ...reka og halda utan um tölvukerfi hreyfingarinnar, www. golf.is. ...kynna golf í skólum, fjölmiðlum og annarstaðar þar sem því verður við komið. ...vera ráðgefandi þegar stofnaður er golfklúbbur eða byggður er golfvöllur. ...veita allar helstu uplýsingar um tölfræði golfsins. ...þýða og staðfæra forgjafar,- móta- og keppendareglur ásamt golfreglum í samræmi við reglur R&A og EGA. ...sjá um að allir golfvellir landsins séu metnir samkvæmt vallarmatskerfi EGA.

...annast erlend samskipti og styðja við afreksmenn og senda þá á alþjóðleg mót. ...styðja áhugamenn á leið þeirra til atvinnumennsku. ...skipuleggja alþjóðlega viðburði sem haldnir eru hér á landi. ...styðja samtökin "Golf Iceland" sem leggja áherslu á fjölgun ferðamanna í golfi. ...berjast gegn notkun hvers kyns lyfja, efna og aðferða sem bönnuð eru af IOC eða alþjóðlegum sérsamböndum. ...tryggja drengilega keppni og berjast gegn hvers kyns mismunun í golfíþróttinni.

...halda héraðs- og landsdómaranámskeið.

...annast samstarf um málefni golfklúbba við sveitarfélög og aðra innlenda hagsmunaaðila.

...bjóða upp á miðlægt tölvukerfi fyrir klúbbastjórnendur og hinn almenna kylfing.

...bæta ímynd golfíþróttarinnar gagnvart almenningi og efla samstarf við klúbbana.

...stuðla að mótahaldi um land allt og bjóða upp á mótaröð fyrir alla aldurshópa.

...samræma leikreglur og reglur um forgjöf.

3


ÁRSSKÝRSLA 2015

Stjórn Golfsambands Íslands 2013-2015 Stjórn golfsambandsins er skipuð sjö einstaklingum í sjálfboðaliðastarfi. Stjórn og forseti eru kosin til tveggja ára í senn á golfþingi. Einnig eru þrír einstaklingar kosnir í varastjórn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og skipar í nefndir.

Haukur Örn Birgisson Forseti

Rósa Jónsdóttir Meðstjórnandi

Eggert Ágúst Sverrisson Varaforseti

Kristín Guðmundsdóttir Gjaldkeri

Bergþóra Sigmundsdóttir Ritari

Bergsteinn Hjörleifsson Meðstjórnandi

Gylfi Kristinsson Meðstjórnandi

Gunnar Gunnarsson Varastjórn

Theódór Kristjánsson Varastjórn

Jón Júlíus Karlsson Varastjórn

Starfsmenn Golfsambands Íslands

Hörður Þorsteinsson Beinn simi: 514-4052 GSM sími: 896-1227 hordur@golf.is

Arnar Geirsson Beinn simi: 514-4054 GSM sími: 894-0933 arnar@golf.is

Úlfar Jónsson Beinn simi: 514-4057 GSM sími: 862-9204 ulfar@golf.is

Birgir Leifur Hafþórsson GSM sími: 663-3500 biggigolf@gmail.com

4

Stefán Garðarsson Beinn simi: 514-4053 GSM sími: 663-4656 stebbi@golf.is

Sigurður Elvar Þórólfsson Beinn simi: 514-4058 GSM sími: 864-1865 seth@golf.is


ÁRSSKÝRSLA 2015

Skýrsla stjórnar Kæru félagar. Þegar viðburðarríku tímabili í golfhreyfingunni lýkur er eitt og annað sem stendur upp úr. Rétt er að gera grein fyrir því helsta. Stjórn og starfsfólk Stjórn Golfsambands Íslands var þannig skipuð starfsárin 2013-2015: Forseti: Haukur Örn Birgisson GO Aðalstjórn: Eggert Á. Sverrisson GR, varaforseti og formaður fræðslu- og útbreiðslunefndar Kristín Guðmundsdóttir GÖ, gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar Bergþóra Sigmundsdóttir GKG, ritari og formaður laganefndar Bergsteinn Hjörleifsson GK, formaður útgáfunefndar Gylfi Kristinsson GS, formaður mótanefndar Rósa Jónsdóttir GÓ Varastjórn: Theódór Kristjánsson GM Jón Júlíus Karlsson GG Gunnar Gunnarsson GV, formaður afreksnefndar Stjórnin hefur haldið 12 fundi á árinu og sitja varastjórnarmenn alla stjórnarfundi og taka fullan þátt í stjórnarstörfum sambandsins. Í upphafi tímabilsins setti stjórn sér sérstakar starfsreglur sem aðgengilegar eru á vef sambandsins auk þess sem stjórn tók strax í upphafi þá ákvörðun að birta allar fundargerðir stjórnarfunda á golf.is. Það er m.a. gert í þeirri viðleitni að opna sambandið og gera öllum kleift að fylgjast með störfum þess. Starfsmenn sambandsins á liðnu ári voru þeir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Arnar Geirsson, kerfis- og skrifstofustjóri, Stefán Garðarsson, markaðsog kynningarstjóri og Sigurður Elvar Þórólfsson, útbreiðslustjóri. Úlfar Jónsson gegndi starfi landsliðsþjálfara líkt og undanfarin ár og naut liðsinnis Birgis Leifs Hafþórssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Þá voru ýmsir aðrir sem komu að landsliðsverkefnum á tímabilinu. Til tíðinda bar fyrir skemmstu þegar Hörður Þorsteinsson tilkynnti stjórn sambandsins að hann óskaði eftir því að láta af starfi framkvæmdastjóra eftir 16 ára starf. Stjórn féllst á beiðni Harðar og mun hann láta af störfum um áramótin. Herði eru færðar hjartans þakkir fyrir frábært framlag til golfíþróttarinnar á starfstíð hans. Sú ákvörðun var tekin á stjórnarfundi að fela nýrri stjórn sambandsins að ráða nýjan framkvæmdastjóra.

Stefna golfhreyfingarinnar Á Golfþingi 2013 var einróma samþykkt ný, metnaðarfull og umfangsmikil stefna golfhreyfingarinnar til ársins 2020. Þótt stefnan hafi verið ákveðin til ársins 2020 þá mun stöðugt standa yfir hugmyndavinna og forgangsröðun verkefna. Allir sem hafa áhuga á eru hvattir til að koma að vinnunni og golfsambandið óskar sérstaklega eftir fólki innan klúbbanna til að taka þátt í starfinu. Á hverju ári mun stjórn sambandsins gera grein fyrir þeim verkefnum sem unnin hafa verið á liðnu ári auk þess sem verkefnalisti næsta árs verður kynntur. Í því skyni að bæta enn frekar samskipti innan golfhreyfingarinnar og í samræmi við stefnumótun sambandsins ákvað stjórn að eiga reglulega fundi með forsvarsmönnum golfklúbba. Þessir fundir hafa verið kallaðir samráðsfundir og hafa þeir tekist afar vel. Góðar umræður hafa átt sér stað á fundunum og skipst hefur verið á skoðunum. Skoðanaskipti og opnar umræður við stjórnir golfklúbba á öllu landinu eru hreyfingunni mikilvæg og telur stjórn sambandsins nauðsynlegt að halda þessari vinnu áfram. Stórafmæli Á þessu ári fögnuðu nokkrir golfklúbbar stórafmælum og eru hamingjuóskir til eftirfarandi klúbba áréttaðar. Golfklúbbur Akureyrar 80 ára Golfklúbbur Norðfjarðar 50 ára Golfklúbburinn Leynir 50 ára Golfklúbbur Skagastrandar 30 ára Golfklúbburinn Flúðum 30 ára Golfklúbburinn Oddur 25 ára Golfklúbburinn Vestarr 20 ára Golfklúbbur Fjarðarbyggðar 10 ára Útgáfu- og fræðslumál Snemma á árinu 2015 tók stjórn sambandsins ákvörðun um að færa útgáfu tímaritsins Golf á Íslandi inn á skrifstofu sambandsins. Golfsambandið hafði um árabil verið með samning við Víkurfréttir og Pál Ketilsson um ritstjórn, uppsetningu og aðra vinnslu blaðsins en þeim samningi var sagt upp. Þess í stað var Sigurður Elvar Þórólfsson ráðinn á skrifstofu sambandsins í fullt starf og hefur hann haft yfirumsjón með allir útgáfu sambandsins, hvort sem um er að ræða ritstjórn blaðsins, vefsins eða umsjón annara miðla. Telur stjórn sambandsins að vel hafi tekist til með þessa stóru breytingu í útgáfumálum sambandsins. Tímaritið Golf á Íslandi kom út fimm sinnum á árinu en þremur síðustu blöðunum var ritstýrt af Sigurði Elvari Þórólfssyni. Í samræmi við þá stefnumótun sem samþykkt var á síðasta Golfþingi þá verður aukin áhersla lögð á að samnýta miðla sambandsins við frétta- og upplýsingaflutning með það að markmiði að tímaritið og ekki síst golf.is verði uppspretta upplýsinga fyrir kylfinga og golfklúbba. Golfsamband

5


ÁRSSKÝRSLA 2015

Skýrsla stjórnar Íslands vill færa Páli Ketilssyni bestu þakkir fyrir afburðar góð störf við ritstjórn blaðsins undanfarin 13 ár. Í upphafi árs hófst vinna við að breyta útliti og félagahluta golf.is. Vinnan fólst í því að gera forsíðu og fréttasíður aðgengilegri fyrir notendur og lesendur, auk þess að gera síðuna eftirsóknarverðari fyrir auglýsendur. Til stóð að opna nýja síðu á vormánuðum en vegna tæknilegra vandamála tókst það því miður ekki. Þá þótti of áhættusamt að uppfæra síðuna á miðju sumri. Þess í stað var nýtt útlit síðunnar tekið í notkun í aðdraganda Golfþings. Í byrjun árs lauk vinnu við að færa allan félagahluta kerfisins úr Felix yfir á golf.is. Nú er því allt komið undir einn hatt sem án efa mun hafa í för með sér bætta þjónustu við klúbbana. Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson var ráðinn til golfsambandsins í hlutastarf sem aðstoðarlandsliðsþjálfari. Samhliða verkefnum fyrir landsliðið sinnti Birgir Leifur útbreiðslu- og fræðslustörfum en hann heimsótti nokkra golfklúbba landsins og flutti þar erindi. Golfsambandið, í samstarfi við Karl Ómar Karlsson golfkennara, hefur látið framleiða sérstakt kennslurit fyrir klúbbana og leiðbeinendur í barna- og unglingastarfi. Í ritinu er sjónum beint að því hvað klúbbum ber að hafa í huga ef þeir vilja byggja upp öflugt barna- og unglingastarf og hvernig leiðbeinendur og golfkennarar geta staðið að golfkennslu hjá yngstu kylfingunum. Til stóð að gefa ritið út í byrjun sumars en útgáfa þess hefur tafist og stefnt er að því að ritið koma út í vetur og verður það án efa góð viðbót í barna- og unglingastarfi klúbbanna.

vel og var nokkru varið í framleiðsluna. Sýnt var beint frá leiknum á netinu í gegnum streymi í tvo daga undir lýsingu þula. Gaman væri að þróa þessa hugmynd enn frekar og hrinda í framkvæmd oftar. Er rétt í þessu sambandi að þakka Íslandsbanka fyrir stuðninginn við þetta verkefni og mótahald barna og unglinga. Samstarf golfsambandsins við alla helstu fjölmiðla landsins gekk prýðilega á árinu og þegar litið er yfir árið í heild er óhætt að fullyrða að íslensku golfi hafi aldrei verið gerð jafn góð skil í fjölmiðlum. Golfsamband Íslands átti gott samstarf við hjónin Magnús Birgisson PGA kennara og Ingibjörgu Guðmundsdóttur um kynningu á golfíþróttinni meðal yngstu þátttakendanna. Fóru þau Magnús og Ingibjörg vítt og breitt um landið og kynntu áhugasömum og upprennandi kylfingum SNAG kennslubúnaðinn. Þá héldu þau jafnframt fjölmörg námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur barna og unglinga og jafnframt var boðið uppá þá nýbreytni í haust að vera með námskeið á vegum Endurmenntunardeildar fyrir almenning sem vildi kynna sér golfíþróttina. Aldrei hafa fleiri börn og unglingar verið skráð í golfhreyfinguna heldur en í ár. Kylfingar á aldrinum 15 ára og yngri voru samtals 1.873 og fjölgaði því um rúmlega 35% á milli ára. Hluti skýringarinnar á þeirri fjölgun er eflaust bættri skráningu að þakka, en jafnframt má þakka það nýjum áherslum í barnaog unglingastarfi klúbbanna. Það er gríðarlegt fagnaðarefni og tækifæri sem golfhreyfingin þarf að nýta sér á næstu árum.

Á ársþingi Evrópska golfsambandsins, EGA, sem haldið var í St. Andrews dagana 12.-14. nóvember var Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, kosinn í framkvæmdastjórn sambandsins. Haukur Örn er fyrsti Íslendingurinn til að taka sæti í stjórn EGA en hann situr í stjórninni fyrir hönd Norðursvæðis (e. North Zone) sem samanstendur af Norðurlöndunum, Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Úkraínu. Líkt og undanfarin ár gerði golfsambandið samning við RÚV um beina útsendingu frá Íslandsmótinu í golfi auk framleiðslu og sýningu vikulegra þátta um golf. Þættirnir voru í umsjón Hlyns Sigurðssonar þar sem spjótum var beint að hinum almenna kylfingi. Íslensku afreksgolfi voru svo gerð skil í íþróttafréttaþáttum sjónvarpsins. Eins og undanfarin ár var Eimskipafélag Íslands okkar helsti bakhjarl í tengslum við mótahald þeirra bestu og er það mikilvægt fyrir okkur í íþróttahreyfingunni að hafa svo öfluga bakhjarla, því án þeirra væri erfitt að koma íþróttinni á framfæri. Gripið var til þeirrar nýbreytni að sýna beint frá leik á lokaholu Íslandsmóts unglinga sem fram fór á Korpúlfsstaðarvelli í sumar. Þótti það takast einstaklega

6

Nýjar golfreglur munu taka gildi í ársbyrjun 2016 og hefur þýðingarvinna staðið yfir að undanförnu. Golfreglurnar verða áfram gefnar út í hefðbundnu formi en þó í mun minna upplagi. Þess í stað stendur til að færa golfreglurnar yfir á tölvutækt form fyrir snjallsíma. Þann 27. júní var haldinn Golfdagurinn í samstarfi við endurskoðunarfyrirtækið KPMG. Af því tilefni var


ÁRSSKÝRSLA 2015

Skýrsla stjórnar öllum boðið að koma í Bása hjá Golfklúbbi Reykjavíkur til að spreyta sig við boltaslátt undir handleiðslu PGA kennara. Samhliða því var leikið um KPMG bikarinn á Grafarholtsvelli en að þessu sinni áttust við landsliðið, valið af Úlfari Jónssyni, og pressuliðið sem valið var af fjölmiðlum. Þetta fyrirkomulag var hugsað með það að markmiði að undirbúa landslið okkar fyrir Evrópumót sem fram fóru í kjölfarið. Leikar fóru þannig að pressuliðið sigraði með 6 1/2 vinningi gegn 4 1/2 . Um ein milljón króna safnaðist í tengslum við mótið, þar sem alls 79 fuglar litu dagsins ljós, og rann styrktarféð til sumarbúða barna í Reykjadal. Konum hefur nú fjölgað úr 10% í 30% af skráðum kylfingum á Íslandi á undanförnum 15 árum. Það er góður árangur en golfhreyfingin hefur enn mikil sóknartækifæri þegar kemur að kvennagolfi. Undanfarin tvö sumar hafa PGA kennaraskólinn og GSÍ staðið fyrir Stelpugolfi á Leirdalsvelli. Í fyrra mættu yfir 400 stelpur á öllum aldri til að kynnast golfíþróttinni og fá leiðbeiningar frá nemendum PGA kennaraskólans. Í sumar mættu enn fleiri stelpur en rúmlega 700 lögðu leið sína á Leirdalsvöll. Það er ljóst að Stelpugolf er komið til að vera og vonandi verður hægt að kynna íþróttina fleiri konum víðsvegar um landið á næstu árum. Afreksmál Íslendingar hafa aldrei átt betri eða fleiri afrekskylfinga en nú. Er þetta afrakstur mikillar vinnu innan hreyfingarinnar allrar og þeirrar stefnu sem samþykkt var á Golfþingi árið 2011. Það er bjart framundan í íslensku afreksgolfi. Golfsambandið hefur aldrei sent fleiri einstaklinga eða styrkt þá til verkefna á erlendum vettvangi en samtals var um 117 ferðir að ræða, samanborið við 86 árið undan. Í fyrsta sinn síðan 2008 sendi golfsambandið afreksfólk í sérstaka æfingarferð en farið var með 18 kylfinga til Portúgal í febrúarmánuði. Árangur keppenda var góður, sérstaklega í einstaklingsmótum. Vísast til skýrslu landsliðsþjálfara um árangur okkar landsliðsfólks og atvinnukylfinga á árinu. Sérstaklega ánægjulegt er að segja frá því að afrekssjóður Forskots mun halda áfram á næstu árum en öll fyrirtækin sem að honum koma lýstu yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi. Golfsamband Íslands ásamt Íslandsbanka, Eimskip, Valitor og Icelandair standa að sjóðnum en sterkur vilji stendur til þess að fjölga fyrirtækjum í sjóðnum. Sjóðurinn hefur reynst okkar fremsta afreksfólki gríðarlega mikilvægur í viðleitni þeirra að komast á erlendar atvinnumannaraðir en á hverju ári er 16 milljónum úthlutað úr sjóðnum til okkar fremstu kylfinga.

Mótahald Mótaraðir Golfsambands Íslands þurfa að vera í stöðugri skoðun og þróun. Eimskipsmótaröðin er okkar flaggskip og því mikilvægt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum sem geta styrkt mótaröðina og bætt ásýnd hennar, bæði fyrir keppendur, áhorfendur og samstarfsaðila. Í samræmi við stefnu golfhreyfingarinnar var sjónum beint að því að efla mótaröðina og koma á meiri festu við mótahald. Af því tilefni var skipaður starfshópur sem hafði það hlutverk að leggja fram tillögur að framtíðarsýn mótaraðarinnar. Hópurinn skilaði tillögum sínum í byrjun nóvember og verða þær ræddar sérstaklega á Golfþingi með það fyrir augum að hljóta samþykki hreyfingarinnar. Á þessu ári tóku 206 keppendur þátt í Eimskipsmótaröðinni sem er mesta þátttaka frá því Eimskip varð aðalsamstarfsaðili golfsambandsins. Hápunktur mótahaldsins í sumar var að sjálfsögðu Íslandsmótið sjálft sem fram fór á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Eftir mikinn undirbúning og aðkomu mikils fjölda sjálfboðaliða tókst einstaklega vel til við framkvæmd mótsins og skemmtu keppendur sér konunglega. Fullt var í mótið og fengu keppendur að njóta Garðavallar í sínu besta ástandi. Íslandsmeistar urðu Þórður Rafn Gissurarson GR og Signý Arnórsdóttir GK. Golfsambandið færir félagsmönnum í Golfklúbbnum Leyni bestu þakkir fyrir vinnu þeirra og framlag til mótsins. Íslandsbankamótaröðin var að sjálfsögðu á sínum stað en keppt var í sex mótum vítt og breitt um landið, auk þess sem ungir kylfingar áttust við á Áskorendamótaröðinni. Keppt var í golfi í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru á Íslandi í byrjun sumars. Keppni í golfi fór fram á Korpúlfsstaðarvelli og þótti hún takast einstaklega vel. Í kvennaflokki kepptu fjögur lið en í karlaflokki kepptu níu lið. Íslensku keppendurnir voru afar sigursælir í mótinu og sigruðu í liðakeppni, bæði í karla- og kvennaflokki, auk þess að sigra í báðum einstaklingsflokkum. Alls fengu Íslensku keppendurnir því fjögur gullverðlaun af fjórum mögulegum. Á næsta ári mun fara fram stærsta golfmót sem haldið hefur verið hér á landi. Í byrjun júlí munu bestu kvenkylfingar Evrópu taka þátt í Evrópumóti kvennalandsliða á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Verkefnið er einstaklega spennandi og þarfnast mikils undirbúnings. Mótið verður án efa mikil lyftistöng fyrir íslenskt golf, ekki síst kvennagolf, og því er mikilvægt að allir leggist á eitt við framkvæmdina. Það er mikil viðurkenning fyrir íslenskt golf að landið hafið verið valið sem viðkomustaður þessa stóra golfmóts.

7


ÁRSSKÝRSLA 2015

Skýrsla stjórnar Fjársterkt samband Rekstrarniðurstaða sambandsins er undir væntingum en tap var á rekstri sambandsins þetta árið, samtals um 1,6 milljónir. Það er ekki í samræmi við áætlanir, sem gerðu ráð fyrir smávægilegum hagnaði af rekstri sambandsins á árinu. Heildarvelta sambandsins var um 152 milljónir. Stjórn golfsambandsins reynir ávallt að sýna varkárni og aðhald í rekstri og er það stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði ekki lægra en 15-20% af heildargjöldum þess á hverjum tíma til að tryggja að hægt sé að taka við óvæntum áföllum og er ánægjulegt að sjá að það markmið er í sjónmáli. Þá er það jafnframt langtímamarkmið sambandsins að auka sértekjur sambandsins þannig að hlutfall tekna af félagagjöldum lækki niður í þriðjung. Margir af helstu samstarfsaðilum golfsambandsins eru að ljúka samningum sínum í lok þessa árs en búið er að framlengja m.a. samninga við Eimskip og Icelandair og stefnt er að því að framlengja þá samninga sem eru að renna út. Þá er einnig stefnt að því að bæta við nýjum samstarfsaðilum á næsta ári. Golf á að vera skemmtilegt Eins og flestir sem starfa innan golfhreyfingarinnar vita þá skiptir það höfuðmáli, þegar kemur að útbreiðslu íþróttarinnar og nýliðun, að golf sé skemmtileg og jákvæð íþrótt. Ef golfhreyfingin ætlar að halda áfram á þeirri miklu gæfubraut sem hún hefur verið undanfarin 15 ár þá verða allir að leggjast á eitt og starfa saman að sameiginlegum markmiðum.

Tveimur afar raunhæfum hugmyndum í þessa veru má hrinda í framkvæmd á næsta starfsári. Önnur snýr að því að gera grundvallarbreytingu á teigamálum golfvalla og hin snýr að breytingu á forgjafarkerfi. Í byrjun sumars tóku nokkrir klúbbar sig til og breyttu teigmerkingum sínum úr litakerfi í númerakerfi. Var þetta gert í kjölfar umræðu á formannafundi sambandsins 2014. Samhliða breytingunni var mikil áhersla lögð á að útrýma hugtökunum „karlateigar“ og „kvennateigar“ á umræddum golfvöllum. Þetta gafst mjög vel og varð til þess að karlar fóru að leika af fremri teigum en þeir áður gerðu. Þetta varð til þess að auka ánægju þeirra af leiknum enda skiptir höfuðmáli að leika af teigum sem henta getustigi hvers og eins. Þar fyrir utan bætir þetta leikhraða og stuðlar að betri nýtingu ólíkra teiga. Vonandi munu fleiri golfklúbbar taka þetta upp hjá sér þannig að innan tíðar tilheyri karla- og kvennateigar fortíðinni. Þá er einnig rétt að golfklúbbar hugi að því að búa til nýja teiga fyrir byrjendur, sem gera þeim kleift að leika mun styttri völl en áður. Golfsambandið leggur til að sú breyting verði gerð á forgjafarkerfinu að íslenskir kylfingar byrji með 54. Á það bæði við um karla og konur. Það getur verið svekkjandi fyrir nýja kylfinga að sjá ekki mælanlegan árangur af æfingum sínum og leik fyrr en löngu síðar. Verði hámarksforgjöf hækkuð, munu kylfingar strax sjá árangur í leik sínum sem verður til þess að þeir hætta síður á sínu fyrsta ári í golfi, eins og algengt er. Þessi nýbreytni kallar ekki á miklar breytingar og er vel samræmanleg þeim reglum og tölvukerfi sem við notumst við í dag. Það er mikilvægt að golfhreyfingin standi saman og sé jákvæð í störfum sínum og umfjöllun um íslenskt golf. Þótt áherslur milli golfklúbba kunni að vera ólíkar þá ber allri golfhreyfingunni að stefna að sama marki – að fjölga kylfingum og þjóna vel þeim kylfingum sem fyrir eru. Óteljandi góðar hugmyndir hafa komið upp í störfum hreyfingarinnar undanfarin tvö ár, sem haldið er utan um í samskiptakerfinu Trello. Golfsamband Íslands hvetur forsvarsmenn allra golfklúbba landsins til þess að taka enn virkari þátt í þessari hugmyndavinnu því margar hendur vinna léttara verk.

Hreyfingin þarf í auknum mæli að beina spjótum sínum að barna- og unglingastarfi annars vegar og aldurshópnum 20-40 ára hins vegar. Í síðari hópnum er mesta brottfallið og erfiðast gengur að næla í nýja kylfinga. Fyrir því geta verið eðlilegar ástæður enda eru einstaklingar í þessum hópi að ljúka námi, hefja starfsferil, stofna fjölskyldu og fjárfesta í heimili undir fjölskyldu sína. Þrátt fyrir það verður hreyfingin í heild að hugsa um nýjar leiðir til að kynna íþróttina í auknum mæli fyrir þessum hópi verðandi kylfinga.

8

Að lokum vill stjórn Golfsambands Íslands þakka öllum forsvarsmönnum golfklúbba og sjálfboðaliðum þeirra fyrir samstarfið á árinu.

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Nefndir GSÍ Stjórn GSÍ skipar í starfsnefndir strax að loknu golfþingi, auk þeirra nefnda sem kosnar eru á þinginu. Eftirfarandi eru þær nefndir sem starfa 2013-2015. Áfrýjunardómstóll Formaður: Rúnar S Gíslason

Dómstóll Formaður: Hjörleifur Kvaran

Guðmundur Friðrik Sigurðsson Þorsteinn Sv. Stefánsson

Tryggvi Guðmundsson Guðmundur Sophusson

Varamenn: Helgi Bragason Þorvaldur Jóhannesson Þórir Bragason

Forgjafar- og vallarmatsnefnd Formaður: Guðmundur Ólafsson Arnar Geirsson Guðmundur Magnússon

Áhugamennskunefnd Formaður: Georg Tryggvason Örn Höskuldsson Gísli Guðni Hall Varamenn Hannes Guðmundsson Helgi Bragason Júlíus Jónsson

Varamenn Ásgeir Eiríksson Andrés I. Guðmundsson Baldur Gunnarsson

Laganefnd Formaður: Bergþóra Sigmundsdóttir Gunnar Gunnarsson Hörður Geirsson

Afreksnefnd Formaður: Gunnar K. Gunnarsson Theódór Kristjánsson Bergþóra Sigmundsdóttir Aganefnd Formaður: Guðmundína Ragnarsdóttir

Mótanefnd Formaður: Gylfi Kristinsson Jón Júlíus Karlsson Hörður Þorsteinsson

Sigurður Geirsson Jónatan Ólafssson

Útgáfunefnd Formaður: Bergsteinn Hjörleifsson

Varamenn Bergsteinn Hjörleifsson Eggert Eggertsson

Kristín Guðmundsdóttir Jón Júlíus Karlsson

Dómaranefnd Formaður: Sigurður Geirsson Hörður Geirsson Sæmundur Melstað

Endurskoðendur Stefán Svavarsson Guðmundur Frímannsson Varamenn Hallgrímur Þorsteinsson Ómar Kristjánsson

Varamenn Aðalsteinn Örnólfsson Ingvi Árnason Þorsteinn Sv. Stefánsson

9



Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Ársreikningur fyrir starfsárið 2015


12


ÁRSSKÝRSLA 2015

Áritun stjórnar og framkvæmdarstjóra Stjórn og framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands staðfesta hér með ársreikning sambandsins fyrir starfsárið 1. október 2014 til 30. september 2015 með undirritun sinni.

Áritun endurskoðenda Við höfum kannað meðfylgjandi ársreikning Golfsambands Íslands fyrir starfsárið 1. október 2014 til 30. september 2015. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning og sundurliðanir nr. 1-12. Við könnun okkar kom ekkert það fram sem bendir til annars en að reikningsskilin séu áreiðanleg og samin í samræmi við lög og reglur sem um starfsemina gilda.

13


ÁRSSKÝRSLA 2015

Rekstrarreikningur 1. október 2014 - 30. september 2015 Rekstrarreikningur 1. október 2014 - 30. september 2015

Skýr.

Árið 2015

Áætlun 2015

Árið 2014

Rekstrartekjur Útgáfusvið.......................................... Samstarfsaðilar.................................. Styrkir og framlög............................... Árgjöld félaga..................................... Rekstrartekjur

37.612.009 21.813.728 27.668.607 64.147.600 151.241.944

38.000.000 24.600.000 28.000.000 64.389.600 154.989.600

35.497.378 21.873.859 27.972.150 63.037.800 148.381.187

34.819.598 39.346.356 19.591.568 8.842.434 19.854.877 30.343.399 152.798.232

36.000.000 37.000.000 18.000.000 10.300.000 20.500.000 31.454.389 153.254.389

35.044.759 34.975.365 18.239.763 9.810.628 18.450.900 30.758.477 147.279.892

Rekstrarhagnaður/(tap)

(1.556.288)

1.735.211

1.101.295

Vaxtagjöld........................................... Vaxtatekjur.......................................... Vextir

(88.788) 311.692 222.904

(200.000) 400.000 200.000

(246.895) 490.546 243.651

Gjöld umfram tekjur

(1.333.384)

1.935.211

1.344.946

Grasvallarsjóður................................. Árgjald í STERF................................. Aðrar tekjur og gjöld

1.459.700 (1.635.843) (176.143)

1.500.000 (1.500.000) 0

1.500.900 (1.463.560) 37.340

Heildarafkoma

(1.509.527)

1.935.211

1.382.286

1

Rekstrargjöld Útgáfusvið.......................................... Afrekssvið.......................................... Mótasvið............................................. Fræðslu-og alþjóðasvið...................... Þjónustusvið....................................... Stjórnunarsvið.................................... Rekstrargjöld

2 3 4 5 6 7

Vextir

Aðrar tekjur og gjöld

14


ÁRSSKÝRSLA 2015

Efnahagsreikningur 30. september 2015 Efnahagsreikningur 30. september 2015 Skýr.

30.09.2015

30.09.2014

19.460.607 16.364.040 35.824.647

10.331.357 22.439.879 32.771.236

35.824.647

32.771.236

9 9

21.568.109 (324.006) 21.244.103

22.901.493 (147.863) 22.753.630

Viðskiptaskuldir.................................. 10 Ýmsar skuldir..................................... 11 Skammtímaskuldir

9.057.963 5.522.581 14.580.544

7.282.287 2.735.319 10.017.606

35.824.647

32.771.236

Eignir: Veltufjármunir

Skammtímakröfur............................... Handbært fé....................................... Veltufjármunir

8

Eignir alls Skuldir og eigið fé: Eigið fé Óráðstafað eigið fé............................. Eigið fé grasvallarsjóðs...................... Eigið fé Skammtímaskuldir

Skuldir og eigið fé alls

15


ÁRSSKÝRSLA 2015

Sundurliðanir

1. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.................................................... Útbreiðslustyrkur ÍSÍ................................ Afreksmannasjóður ÍSÍ............................ Opinberir styrkir........................................ R&A......................................................... Styrkir og framlög

Sundurliðanir Árið 2015

Áætlun 2015

Árið 2014

12.849.260 3.550.729 4.400.000 4.095.000 2.773.618 27.668.607

12.000.000 3.500.000 5.000.000 4.500.000 3.000.000 28.000.000

13.747.188 3.515.925 4.300.000 4.195.000 2.214.037 27.972.150

15.767.650 5.845.597 11.978.238 1.228.113 34.819.598

21.500.000 5.500.000 8.500.000 500.000 36.000.000

20.540.838 5.852.227 8.142.879 508.815 35.044.759

10.627.168 17.767.538 3.500.000 7.451.650 39.346.356

11.000.000 14.500.000 3.500.000 8.000.000 37.000.000

9.757.862 13.914.642 3.500.000 7.802.861 34.975.365

4.000.000 9.591.568 6.000.000 19.591.568

4.000.000 9.000.000 5.000.000 18.000.000

4.200.000 9.039.763 5.000.000 18.239.763

4.234.765 4.607.669 8.842.434

6.300.000 4.000.000 10.300.000

4.326.761 5.483.867 9.810.628

15.754.828 4.100.049 19.854.877

16.000.000 4.500.000 20.500.000

14.160.277 4.290.623 18.450.900

2. Útgáfusvið Framleiðslukostnaður............................... Dreifing.................................................... Launakostnaður....................................... Annað kostnaður...................................... Útgáfusvið 3. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður................................. Keppnis-og æfingaferðir........................... Forskot..................................................... Annað kostnaður...................................... Afrekssvið 4. Mótasvið Mótahald, greitt til klúbba......................... Annar mótakostnaður............................... Framleiðsla og útsendingar...................... Mótasvið 5. Fræðslu-og alþjóðasvið Fræðsla- og útgáfur................................. Alþjóðakostnaður..................................... Fræðslu-og alþjóðasvið 6. Þjónustusvið Tölvukerfi................................................. Framlög til samtaka ofl............................. Þjónustusvið

16


ÁRSSKÝRSLA 2015

Sundurliðanir

7. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld........................ Skrifstofukostnaður.................................. Fundir og ráðstefnur................................. Markaðskostnaður................................... Hækkun niðurfærsla viðskiptak................ Stjórnunarsvið

Árið 2015 20.740.585 4.235.766 2.623.250 2.548.303 195.495 30.343.399

Áætlun 2015 21.454.389 5.000.000 3.000.000 2.000.000 0 31.454.389

Árið 2014 20.432.751 5.178.404 3.279.747 1.867.575 0 30.758.477

8. Viðskiptakröfur Félagsgjöld.............................................. Auglýsingar.............................................. ÍSÍ viðskiptareikningur.............................. Niðurfærsla viðsk.krafna.......................... Viðsk.kröfur

1.082.300 12.700.511 6.366.936 (689.140) 19.460.607

889.300 5.214.541 4.766.161 (538.645) 10.331.357

Staða 1. janúar......................................... Rekstrarafgangur ársins.......................... Óráðstafað eigið fé

22.901.493 (1.333.384) 21.568.109

21.556.547 1.344.946 22.901.493

Grasvallarsjóður frá fyrra ári.................... Óráðstafað umfram framl. ársins............. Eigið fé grasvallarsjóðs

(147.863) (176.143) (324.006)

(185.203) 37.340 (147.863)

325.043 8.732.920 9.057.963

1.014.974 6.267.313 7.282.287

3.704.154 1.818.427 5.522.581

1.327.793 1.407.526 2.735.319

45.267.943 (6.382.234) (1.219.691) (11.978.238) (4.947.195) 20.740.585

39.515.846 (5.837.096) (755.281) (8.142.879) (4.347.839) 20.432.751

9. Óráðstafað eigið fé

10. Viðskiptaskuldir Visa.......................................................... Aðrir lánardrottnar.................................... Viðskiptaskuldir 11. Ýmsar skuldir Virðisaukaskattur..................................... Staðgr og launatengd gjöld...................... Ýmsar skuldir 12. Launagreiðslur Heildarlaunagreiðslur............................... Fært á afrekssvið..................................... Fært á mótasvið....................................... Fært á útgáfusvið..................................... Fært á þjónustusvið................................. Fært á stjórnunarsvið

17


Nokkrar lykiltölur golfhreyfingarinnar á Íslandi Fjöldi kylfinga í klúbbum er um 16.500

Meðalforgjöf karla er um 22 en kvenna um 32

Á síðustu 15 árum hefur kylfingum fjölgað um nánast helming (8.500 í 16.500)

Á æfingasvæðunum Básum og Hraunkoti eru yfir 10.000.000 bolta slegnir á ári

2% kylfinga á íslandi er með forgjöf 4.4 eða lægra.

Fjölmennasti klúbburinn er GR með um 2.800 félaga og er því annað fjölmennasta íþróttafélagið

Á hverju ári eru leiknir hátt í 35.000 hringir á 18 holu völlum höfuðborgarsvæðisins

60% allra kylfinga er á höfuðborgarsvæðinu

Áætlaður fjöldi erlendra kylfinga sem leika hér er á hverju ári er um 5.000


Rúmlega 130.000 forgjafarhringir eru skráðir á ári

Meðalaldur karla er 47 og kvenna 52

Heildarvelta golfklúbba er um 2 milljarðar

Um 20% af öllum kylfingum tekur þátt í meistaramótum klúbbanna.

Lengsta braut landsins er 600 metrar á Víkurvelli í Mýrdal


ÁRSSKÝRSLA 2015

20


Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Rekstraráætlun 2016


22


ÁRSSKÝRSLA 2015

Rekstraráætlun 2016 Rekstraráætlun 2016

Skýr.

Áætlun 2016

Árið 2015

Árið 2014

Rekstrartekjur Útgáfusvið.......................................... Samstarfsaðilar.................................. Styrkir og framlög............................... Árgjöld félaga..................................... Rekstrartekjur

39.500.000 28.000.000 31.000.000 68.232.000 166.732.000

37.612.009 21.813.728 27.668.607 64.147.600 151.241.944

35.497.378 21.873.859 27.972.150 63.037.800 148.381.187

35.700.000 35.800.000 27.200.000 12.000.000 21.500.000 33.070.000 165.270.000

34.819.598 39.346.356 19.591.568 8.842.434 19.854.877 30.343.399 152.798.232

35.044.759 34.975.365 18.239.763 9.810.628 18.450.900 30.758.477 147.279.892

Rekstrarhagnaður/(tap)

1.462.000

(1.556.288)

1.101.295

Vaxtagjöld........................................... Vaxtatekjur..........................................

(200.000) 400.000 200.000

(88.788) 311.692 222.904

(246.895) 490.546 243.651

Tekjur umfram gjöld

1.662.000

(1.333.384)

1.344.946

Grasvallarsjóður................................. Útgjöld grasvallarsjóðs.......................

1.421.500 (1.400.000) 21.500

1.459.700 (1.635.843) (176.143)

1.500.900 (1.463.560) 37.340

Heildarafkoma

1.683.500

(1.509.527)

1.382.286

1

Rekstrargjöld Útgáfusvið.......................................... Afrekssvið.......................................... Mótasvið............................................. Fræðslu-og alþjóðasvið...................... Þjónustusvið....................................... Stjórnunarsvið.................................... Rekstrargjöld

2 3 4 5 6 7

Vextir

Aðrar tekjur og gjöld

23


24


ÁRSSKÝRSLA 2015

Sundurliðanir Sundurliðanir Áætlun 2016

Árið 2015

Árið 2014

1. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.................................................... Útbreiðslustyrkur ÍSÍ................................ Afreksmannasjóður ÍSÍ............................ Opinberir styrkir........................................ R&A ......................................................... Styrkir og framlög

14.000.000 4.000.000 5.000.000 5.000.000 3.000.000 31.000.000

12.849.260 3.550.729 4.400.000 4.095.000 2.773.618 27.668.607

13.747.188 3.515.925 4.300.000 4.195.000 2.214.037 27.972.150

12.000.000 6.100.000 16.350.000 1.250.000 35.700.000

15.767.650 5.845.597 11.978.238 1.228.113 34.819.598

20.540.838 5.852.227 8.142.879 508.815 35.044.759

9.700.000 17.400.000 1.500.000 7.200.000 35.800.000

10.627.168 17.767.538 3.500.000 7.451.650 39.346.356

9.757.862 13.914.642 3.500.000 7.802.861 34.975.365

5.000.000 12.200.000 5.000.000 5.000.000 27.200.000

4.000.000 9.591.568

4.200.000 9.039.763

6.000.000 19.591.568

5.000.000 18.239.763

7.000.000 5.000.000 12.000.000

4.234.765 4.607.669 8.842.434

4.326.761 5.483.867 9.810.628

17.000.000 4.500.000 21.500.000

15.754.828 4.100.049 19.854.877

14.160.277 4.290.623 18.450.900

22.470.000 5.300.000 2.700.000 2.600.000 0 33.070.000

20.740.585 4.235.766 2.623.250 2.548.303 195.495 30.343.399

20.432.751 5.178.404 3.279.747 1.867.575 0 30.758.477

2. Útgáfusvið Framleiðslukostnaður............................... Dreifing.................................................... Launakostnaður....................................... Annar kostnaður....................................... Útgáfusvið 3. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður................................. Keppnis-og æfingaferðir........................... Forskot - Afrekssjóður.............................. Annað kostnaður...................................... Afrekssvið 4. Mótasvið Mótahald, greiðslur til klúbba................... Annar mótakostnaður............................... Evrópumót kvenna................................... Framleiðsla og útsendingar...................... Mótasvið 5. Fræðslu- og alþjóðasvið Fræðslusvið............................................. Alþjóðakostnaður..................................... Fræðslu- og alþjóðasvið 6. Þjónustusvið Tölvukerfi................................................. Framlög til samtaka ofl............................. Þjónustusvið 7. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld........................ Skrifstofukostnaður.................................. Fundir og ráðstefnur................................. Markaðskostnaður................................... Niðurfærsla viðsk.krafna.......................... Stjórnunarsvið

25


ÁRSSKÝRSLA 2015

Notkun leikkorta sem Golfsambandið gaf út Golfsamband Íslands hefur heimild til þess að úthluta l e i k ko r t u m s e m e r u æ t l u ð f y r i r s j á l f b o ð a l i ð a st a r f í golfhreyfingunni og til annarra velunnara golfhreyfingarinnar. Leikkortið heimilar korthafa ásamt maka að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli á ári án þess að greiða vallargjald. Árið 2015 voru gefin út samtals 1.172 kort og hér að neðan má sjá notkun þeirra á þeim völlum sem héldu tölfræði.

Útgefin kort

Klúbbar

GSÍ

Fjölmiðlar

Samstarfsaðilar

Norðurlandkort

Samtals

677

111

43

264

77

1.172

57,8%

9,5%

3,7%

22,5%

6,6%

100,0%

Korpan - Grafarholt

204

55

14

137

18

428

Leirdalsvöllur

144

25

7

114

6

296

Brautarholtsvöllur

100

30

20

90

7

247

Hvaleyrarvöllur

95

24

25

64

5

213

Hlíðavöllur

96

30

9

53

9

197

Urriðarvöllur

76

22

9

46

6

159

Bakkakotsvöllur

59

24

7

32

1

123

Nesvöllur

59

5

8

32

2

106

Álftanesvöllur

13

11

1

4

0

29

Samtals

846

226

100

572

54

1.798

47,1%

12,6%

5,6%

31,8%

3,0%

100,0%

Kiðjabergsvöllur

221

43

14

134

6

418

Strandarvöllur

126

49

11

94

11

291

Garðavöllur

126

44

10

62

25

267

Selsvöllur

124

24

4

70

0

222

Hamarsvöllur

113

25

9

66

5

218

Öndverðarnesvöllur

106

24

5

47

5

187

Húsatóftavöllur

86

24

10

55

0

175

Hólmsvöllur

66

37

4

41

1

149

Jaðarvöllur

86

15

4

27

0

132

Þorlákshafnarvöllur

31

36

5

43

6

121

Kálfatjarnarvöllur

44

23

13

30

0

110

Vestmannaeyjar

56

20

4

15

0

95

Haukadalsvöllur

59

7

2

18

2

88

Tungudalsvöllur

23

7

0

8

0

38

Kirkjubólsvöllur

7

0

0

3

0

10

Fjöldi Hlutfall Höfuðborgarsvæðið

Landsbyggðin

1.274

378

95

713

61

2.521

50,5%

15,0%

3,8%

28,3%

2,4%

100,0%

Samtals

2.120

604

195

1.285

115

4.319

Hlutfall

49,1%

14,0%

4,5%

29,8%

2,7%

100,0%

26


ÁRSSKÝRSLA 2015

Í hvað fer félagagjaldið? Allir kylfingar 16 ára og eldri, sem skráðir eru í golfklúbb innan GSÍ, greiða 4.400 krónur í félagagjald til golfsambandsins og 100 kr. í grasvallarsjóð. Þótt kylfingur sé skráður í fleiri en einn klúbb þá greiðir hann einungis eitt gjald til golfsambandsins og sér aðalklúbbur hans um að innheimta gjaldið. Kylfingar 15 ára og yngri greiða ekkert félagagjald til golfsambandsins. Félagagjaldið hefur tekið hækkunum á liðnum árum, en hefur þó farið lækkandi ef mið er tekið af verðlagsþróun síðustu ára. Árið 2015 skilaði félagagjaldið golfsambandinu tæplega 65 milljónir í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ og opinberum aðilum upp á 27 milljónir og fyrirtækjum upp á 59 milljónir. Tekjur sambandsins voru því tæplega 152 milljónir árið 2015. Hér er sundurliðun tekna og gjalda eins og þau eru flokkuð í bókhaldskerfi íþróttahreyfingarinnar.

Tekjur

Upphæð

%

Félagagjöld, grasvallarsjóður

65.607.300

43%

Samstarfsaðilar og auglýsingar

59.425.737

39%

Styrkir

27.668.607

18%

152.701.644 Gjöld

Upphæð

%

Miðlar GSÍ

34.819.598

23%

Þjálfun afrekssviðs

10.627.168

7%

Þátttaka í mótum og stuðningur við afrekskylfinga

28.719.188

19%

Mótahald

13.591.568

9%

Sjónvarpskostun

6.000.000

4%

Fræðsla og golfreglur

4.234.765

3%

Alþjóðaþátttaka

4.607.669

3%

15.754.828

10%

Framlög til samtaka

4.100.049

3%

Fundir og ráðstefnur

2.623.250

2%

Stjórnunarkostnaður

27.720.149

18%

1.635.843

1%

154.434.075

100%

Tölvukerfi

Grasvallarsjóður

154.434.075

27


ÁRSSKÝRSLA 2015

Neyslu- og lífstílskönnun Gallup Gallup framkvæmdi neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að fjöldi íslendinga sem fóru einu sinni eða oftar í golf er um 50 þúsund. Á myndinni hér að neðan er hlutfall þeirra miðað við fjölda kylfinga sem eru skráðir í golfklúbba.

Fjöldi 21-49 ára í klúbbum Fjöldi 19-21 ára

Fjöldi 7-14 ára

Fjöldi 15-18 ára

Fjöldi 50 ára + í klúbbum

Golfiðkun [Fjöldi skipta í mánuði, 18-20 ára 0,7 greint eftir aldri – aðeins þeir sem spila] 21-30 ára

31-40 ára

41-50 ára

51-60 ára

61 árs eða eldri

28

6,7

3,0

4,8

5,9

11,5


ÁRSSKÝRSLA 2015

Staða og þróun golfhreyfingarinnar Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur hjálpa hagsmunaaðilum að átta sig betur á umhverfinu sem þeir búa við. Eftirspurnin í golf á síðustu árum hefur verið mikil. Á síðustu 15 árum hefur kylfingum fjölgað um 8 þúsund eða nánast um helming. Ár

15 ára og yngri

16 ára og eldri

Samtals

Breyting

%

Fj. klúbba

1989

595

2.338

2.933

37

1%

33

1990

811

2.593

3.404

471

13%

34

1991

870

2.840

3.710

306

6%

38

1992

974

3.861

4.835

1,125

22%

42

1993

705

4.315

5.020

185

3%

46

1994

860

4.620

5.480

460

8%

49

1995

781

5.075

5.856

376

6%

50

1996

715

5.426

6.141

285

4%

51

1998

960

5.671

6.631

490

7%

52

1999

923

6.228

7.151

520

6%

53

2000

1.000

7.500

8.500

1.349

19%

53

2001

1.546

8.366

9.912

1.412

17%

53

2002

1.505

9.430

10.935

1.023

10%

53

2003

1.559

10.050

11.609

674

6%

55

2004

1.455

10.810

12.265

656

6%

57

2005

1.674

12.259

13.927

1.662

14%

58

2006

1.405

12.794

14.199

272

2%

59

2007

1.124

12.913

14.037

-162

-1%

61

2008

1.452

13.289

14.741

704

5%

61

2009

1.534

13.995

15.529

788

5%

65

2010

1.696

14.089

15.785

256

2%

65

2011

1.697

14.357

16.054

269

2%

65

2012

1.644

14.997

16.641

587

4%

65

2013

1.510

15.092

16.602

-39

0

65

2014

1.360

15.011

16.371

-231

-1%

65

2015

1.873

14.564

16.437

66

0%

63

16,000 14,000 12,000 10,000 8,000 6,000 4,000 2,000 0

Ár

1990

1992

1994

1996

1999

2001

15 ára og yngri

2003

2005

2007

2009

2011

2013

16 ára og eldri

29


ÁRSSKÝRSLA 2015

Fjöldi kylfinga eftir landssvæðum og póstnúmerum Hér er fjöldi skráðra kylfinga í klúbbum á viðkomandi landsvæði Landsvæði

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

Höfuðborgarsvæðið

8.278

8.916

9.017

9.233

9.574

9.670

9.525

9.686

161

Suðurland

2.473

2.329

2.569

2.520

2.861

2.885

2.815

2.673

-142

Norðausturland

955

1.072

1.137

1.169

1.135

1.125

1.099

1.150

51

Vesturland

952

1.016

959

1.037

998

932

962

951

-11

Reykjanes

1.139

1.244

1.115

1.096

1.066

1.022

1.020

913

-107

Austurland

297

287

344

330

358

352

368

416

48

Vestfirðir

403

378

348

388

366

341

308

389

81

Norðvesturland

244

287

296

281

283

275

274

259

-15

14.741

15.529

15.785

16.054

16.641

16.602

16.371

16.437

66

Samtals

Breyting

12,000

9,686

10,000

8,000

6,000

4,000 2,673 2,000

0

1,150

Höfuðborgarsvæðið

Suðurland

Norðausturland

Póstnúmer

951

913

Vesturland

Reykjanes

416

389

Austurland

VesHirðir

Konur

Karlar

Samtals

210 Garðabær

441

837

1.278

112 Reykjavík (Grafarvogur)

319

713

1.032

220 Hafnarfjörður

278

638

916

200 Kópavogur (Kársnes, Austurbær)

267

559

826

221 Hafnarfjörður (Ásland, Setberg)

247

550

797

201 Kópavogur (Smárinn, Lindir, Salir)

280

514

794

108 Reykjavík (Fossvogur, Háaleiti, Skeifan)

260

494

754

110 Reykjavík (Árbær, Bryggjuhverfi, Norðlingaholt)

201

384

585

270 Mosfellsbær

146

411

557

203 Kópavogur

163

382

545

105 Reykjavík (Hlíðar, Laugardalur)

149

372

521

109 Reykjavík (Neðra-Breiðholt)

163

321

484

30


ÁRSSKÝRSLA 2015

Aldursskipting kylfinga Í dag eru 50% allra kylfinga eldri en 50 ára og fækkaði í þeim hópi um 6% milli ára. Kylfingar á aldrinum 22 til 49 ára eru 34%. Kylfingum í aldurshópnum 6-14 ára fjölgar milli ára um 45%. Meðalaldur kvennkylfings er 52 ár og karlkylfings er 47 ár.

2008 Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 14 1.031 623 259 4.944 1.055 2.668 10.594

2009 Konur 5 322 86 30 1.374 701 1.629 4.147

Samtals 19 1.353 709 289 6.318 1.756 4.297 14.741

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

2011 Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 14 1.138 607 309 4.705 1.251 3.629 11.653

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Konur 12 1.070 571 307 4.889 1.284 3.849 11.982

Konur 7 302 122 44 1.129 811 1.986 4.401

Samtals 21 1.440 729 353 5.834 2.062 5.615 16.054

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 17 1.151 577 325 4.869 1.221 3.352 11.512

Karlar 9 305 131 43 1.302 734 2.135 4.659

Samtals 21 1.375 702 350 6.191 2.018 5.984 16.641

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 12 939 611 230 4.714 1.327 4.028 11.861

Samtals 37 1.479 717 359 6.274 1.863 4.800 15.529

Konur 8 302 103 38 1.286 738 1.798 4.273

Samtals 25 1.453 680 363 6.155 1.959 5.150 15.785

Konur 7 280 131 36 1.219 743 2.325 4.741

Samtals 19 1.219 742 266 5.933 2.070 6.353 16.602

Konur 21 492 144 49 1.105 592 2.375 4.778

Samtals 52 1.675 736 244 5.542 1.706 6.482 16.437

2013

2014 Karlar 15 874 536 222 4.453 1.326 4.238 11.664

Konur 11 323 104 39 1.349 704 1.640 4.170

2010

2012

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 26 1.156 613 320 4.925 1.159 3.160 11.359

2015 Konur 14 283 114 38 1.131 735 2.392 4.707

Samtals 29 1.157 650 260 5.584 2.061 6.630 16.371

Aldur 6 ára og yngri 7 til 14 ára 15 til 18 ára 19 til 21 ára 22 til 49 ára 50 til 54 ára 55 ára og eldri Samtals

Karlar 31 1.183 592 195 4.437 1.114 4.107 11.659

31


ÁRSSKÝRSLA 2015

Kylfingar eftir forgjafarflokkum Einn af hverjum 10 kylfingum er með forgjöf undir 11,4. 70% allra kylfinga á landinu eru með forgjöf yfir 18,5 til 36. Meðalforgjöf karla er 22 og kvenna er 32. Hjá 15 ára og yngri er meðalforgjöfin 34.

Forgjöf

Stelpur 15 ára og yngri

Strákar 15 ára og yngri

Konur

Karlar

Samtals

%

undir 4,4

1

2

27

266

296

2%

4,5 til 11,4

3

27

84

1.341

1.455

9%

11,5 til 18,4

7

38

259

2.777

3.081

19%

18,5 til 26,4

9

68

861

3.082

4.020

24%

26,5 til 36,0

16

130

1.401

1.488

3.035

18%

36,1 til 54

419

853

1.898

1.373

4.543

28%

Forgjöf karlar

Forgjöf konur 1,373

36,1 til 54

1,488

26,5 til 36,0

3,082

259

11,5 1l 18,4

1,341

84

4,5 1l 11,4

266 0

861

18,5 1l 26,4

2,777

11,5 til 18,4

undir 4,4

1,401

26,5 1l 36,0

18,5 til 26,4

4,5 til 11,4

1,898

36,1 1l 54

27

undir 4,4

500

1,000

1,500

2,000

2,500

3,000

3,500

0

200

400

600

800

1,000 1,200 1,400 1,600 1,800 2,000

Forgjöf 15 ára og yngri 853

36,1 1l 54

419 130

26,5 1l 36,0

16 68

18,5 1l 26,4

9 38

11,5 1l 18,4

7 27

4,5 1l 11,4

3 2

undir 4,4

1 0

32

100

200

300

400

500

600

700

800

900


ÁRSSKÝRSLA 2015

Golfhreyfingin sett í samhengi Ef við berum saman 20 stærstu golfsambönd Evrópu þá endum við í 18. sæti ef horft er á fjölda kylfinga. En eins og sést á þessum tölum þá hefur þróun og staða í löndum allt í kring verið mjög mismunandi. Fjölmennar og gamalgrónar golfþjóðir eins og England, Svíþjóð, Írland og Skotland bóka fækkun kylfinga á síðustu 5 árum. Einnig þjóðir eins og Noregur og Wales hafa þurft að horfa á eftir kylfingum velja annað áhugamál. Hjá framangreindum þjóðum hefur fækkun kylfinga orðið milli 9 og 23% á síðustu 5 árum. Hér á landi hefur hins vegar fjöldi kylfinga aukist um 12% á síðustu 5 árum og lendum við í 6. sæti í Evrópu þegar kemur að aukningu kylfinga. Og ef við myndum deila fjölda skráðra kylfinga á íbúafjölda þá fáum við út að 5% íslendinga er í golfklúbbum sem er 1. sæti í Evrópu. Og ef við myndum deila fjölda íbúa á hvern golfvöll í landinu þá endar Ísland aftur í 1. sæti með rúmlega 5.200 íbúa á hvern völl. Hins vegar endum við í næst neðsta sæti (19.) í evrópu ef við reiknum út nýtingu á golfvöllum, þ.e.a.s. deilum heildarfjölda kylfinga niður á 63 velli sem gefur okkur 260 kylfinga á hvern völl.

Topp 20 (2014)

Kylfingar í golfklúbbum Fjöldi

Heimild: EGA Land

Golfvellir

Breyting

Fjöldi

Breyting

Sæti

Alls

Sæti

+/- 5 ár

Sæti

Alls

Sæti

+/- 5 ár

England

1.

712,390

16.

-14,49%

1.

1,857

17.

-1,38%

Þýskaland

2.

637,735

7.

10,88%

2.

724

10.

4,47%

Svíþjóð

3.

473,797

15.

-9,23%

4.

576

3.

26,32%

Frakkland

4.

414,249

10.

4,35%

3.

591

11.

4,05%

Holland

5.

389,515

4.

18,03%

9.

256

2.

59,01%

Spánn

6.

294,987

13.

-2,72%

7.

351

8.

5,72%

Írland

7.

209,812

17.

-14,55%

5.

551

19.

-4,67%

Skotland

8.

199,550

20.

-22,95%

6.

412

18.

-3,06%

Danmörk

9.

152,588

8.

5,15%

10.

186

13.

3,33%

Finnland

10.

144,254

9.

5,04%

14.

127

16.

-0,78%

Austurríki

11.

103,999

11.

-0,07%

12.

156

9.

4,70%

Noregur

12.

103,553

18.

-14,69%

11.

175

12.

3,55%

Ítalía

13.

93,129

12.

-2,41%

8.

280

6.

7,69%

Sviss

14.

87,260

3.

20,15%

16.

96

15.

2,13%

Belgía

15.

59,192

5.

17,08%

18.

84

7.

6,33%

Tékkland

16.

56,045

2.

35,40%

15.

98

4.

25,64%

Wales

17.

51,445

19.

-16,81%

13.

153

20.

-5,56%

Ísland

18.

16,602

6.

12,62%

19.

65

14.

3,17%

Portúgal

19.

14

14.

-6,39%

17.

96

5.

8%

Slóvenía

20.

7,490

1.

49,26%

20.

20

1.

100,00% 33


ÁRSSKÝRSLA 2015

Skýrsla landsliðsþjálfara Afreks- og framtíðarhópur GSÍ Afrekshópur GSÍ 2015 var valinn samkvæmt viðmiðum afreksstefnunnar, en 43 kylfingar skipuðu afrekshóp og 15 framtíðarhóp, þau yngstu 13 ára og þau elstu 28 ára. Hópurinn fyrir 2016 tímabilið verður valinn samkvæmt nýjum lægri forgjafarviðmiðum, sem kynnt voru á formannafundi í fyrra, og er það samkvæmt einu af markmiðum stefnunnar, að hækka afreksstigin. Forgjafarviðmiðin eru byggð á árangri kylfinga í afrekshópum undanfarinna ára, það er því mjög jákvætt að sjá að forgjöf okkar bestu kylfinga fari lækkandi. Æfingar afrekshóps GSÍ Vetraræfingar afrekshóps GSÍ voru í formi mánaðarlegra æfingabúða, þar sem kylfingar fengu fræðslufyrirlestra frá aðilum í fagteymi GSÍ um málefni eins og líkamsþjálfun, hugarþjálfun, mataræði og fleira, auk verklegra líkams- og golfæfinga. Undirritaður og Birgir Leifur heimsóttu flesta landsfjórðunga sem hluta af afreks- og útbreiðslustarfi GSÍ. Ýmislegt markvert á liðnu ári • Fagteymi GSÍ var stofnað fyrir seinasta undirbúningstímabil, og skipa aðilar þess það fagfólk sem sambandið mælir með þegar afrekskylfingar þurfa á sérfræðingum að halda á sviði næringarfræði, sálfræði og íþróttameiðsla og þjálfunar. Hlutverk fagteymis er að veita almenna fræðslu fyrir afrekshóp GSÍ í tengslum við æfingabúðir og veita forgang að þeirri þjónustu og meðhöndlun sem boðið er upp á. Fagteymið skipa Brynjólfur Mogensen, bæklunarlæknir; Gauti Grétarsson og Pétur Jónsson, sjúkraþjálfarar; Bergur Konráðsson, kírópraktor; Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur; Dr. Viðar Halldórsson, íþróttafélagsfræðingur; Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur. • Vefsíða afrekssviðsins var stofnuð á árinu team.golficeland. org. Á síðunni er að finna ýmis atriði varðandi afreksmálin. • Fjölgun íslenskra kylfinga í háskólum heldur áfram, og eru nú um 15 kylfingar við nám og keppni í Bandaríkjunum. Aukin aðstoð sambandsins við kylfinga miðar að því að tryggja okkar kylfingum setu í skólum þar sem umgjörð og aðstæður eru eins og best verður á kosið. • Æfingaferð á vegum GSÍ var farin til Portúgal í febrúar. Alls var 18 kylfingum boðið að taka þátt í þessu verkefni sem heppnaðist vel. Fjórir kylfingar kepptu í framhaldi ferðarinnar á Opna portúgalska áhugamannameistaramótinu. Landsliðsverkefni GSÍ Kvenna- og piltalandsliðið tóku þátt í Evrópumótum landsliða 7.-11. júlí. Kvennalandsliðið hafnaði í 19. sæti af 21. þjóð. Piltalandsliðið hafnaði í 16. sæti af 16 þjóðum, og þarf því að leika í 2. deild á næsta ári þar sem þrjú efstu liðin komast aftur upp í 1. deildina 2017. Karlalandsliðið var grátlega nærri því að vinna sér aftur sæti í 1. deild en tapaði naumlega fyrir norska landsliðinu, þar sem tveir bráðabanar töpuðust. Þarf því að leika aftur í 2. deild að ári. Árangur landsliða var því fyrir neðan væntingar á þessu ári. Önnur einstaklingsverkefni Árangur einstaklinga var hinsvegar oft mjög ánægjulegur á árinu. Atvinnukylfingar okkar stóðu sig oft mjög vel og flestir sýndu töluverðar framfarir. Ólafía og Valdís voru meðal 20 efstu eftir tímabilið á LET Access mótaröðinni og fá þátttökurétt

34

í loka úrtökumótinu fyrir 1. deildina í desember. Birgir Leifur fékk fleiri tækifæri en áður í Challenge mótaröðinni, og náði mjög góðum árangri. Hann tryggði sér þátttökurétt í lokastigi úrtökumótanna á Spáni, en náði því miður ekki að vera meðal 25 efstu þar. Markmið afreksstefnunnar að koma kylfingum inn á efstu mótaraðirnar, er því vel innan seilingar. Okkar fremstu áhugakylfingar náðu oft frábærum árangri á árinu, t.d. á Opna breska áhugamannameistaramótinu og EM einstaklinga. Gísli Sveinbergsson var valinn, fyrstur Íslendinga, í úrvalslið gegn Stóra Bretlandi, í keppninni um Jacques Leglise bikarinn. Guðmundur Ágúst Kristjánsson tryggði sér sigur í tveimur mjög sterkum háskólamótum í vor, og varð aðeins þriðji Íslendingurinn til að leika í NCAA úrslitakeppni háskóla. Mikil aðsókn í alþjóðleg einstaklingsverkefni Kylfingar í afrekshópnum fengu upplýsingar um og voru hvattir til að sækja alþjóðleg mót á eigin vegum, og fengu til þess fjárstyrk frá GSÍ. Góður stígandi hefur verið undanfarin ár hvað þennan lið varðar, enda sjá kylfingar mikilvægi þess að taka þátt í sterkum mótum erlendis til að öðlast meiri reynslu, sem og fá tækifæri til enn meiri stigaöflunar á heimslista áhugamanna (WAGR). Þessi liður var nýttur af 46 kylfingum í afreks- og framtíðarhópnum, sem tóku samtals þátt í 118 verkefnum á tímabilinu. Þetta er töluverð aukning miðað við undanfarin ár, og sýnir hvað mikill áhugi er hjá okkar kylfingum að reyna fyrir sér í alþjóðlegum mótum. Stuðningur GSÍ, s.s. fjárstuðningur, ráðgjöf, skráning ofl., er kylfingunum mikilvægur og kemur þeim að miklu gagni. Mikilvægt er að styðja áfram vel við okkar bestu og efnilegustu kylfinga, og skiptir fjárhagslegur stuðningur þar miklu. Afreksstefna GSÍ hefur vakið mikla athygli meðal annara sérsambanda, fyrir faglega og vel fram setta stefnu, viðmið og áætlanir. Það er því mikilvægt að geta fylgt henni vel úr hlaði með nauðsynlegu fjármagni. 2016 Næsta ár er verulega spennandi með mörgum stórum verkefnum. Evrópumótin skipa alltaf stóran sess hvað varðar landsliðsverkefni, og er sérstök tilhlökkun að halda Evrópumót kvenna hér á heimavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Einnig er gleðiefni að Ísland sendi lið að nýju á Evrópumót stúlkna, enda er það liður í að jafna framlög til landsliðsverkefna karla og kvenna, en ekki síst mikilvægt þegar horft er til uppbyggingar okkar efnilegustu kvenkylfinga. Einnig er stefnt að þátttöku karla- og kvennalandsliða á HM, sem fer fram í Mexíkó í september 2016. Þessi dagskrá, auk annara hefðbundna verkefna, mun auka fjárþörf afrekssviðs. Að lokum vil ég þakka helstu samstarfsmönnum mínum, þeim Birgi Leifi Hafþórssyni aðstoðarþjálfara karlalandsliðs, Björgvini Sigurbergssyni aðstoðarþjálfara kvennalandsliðs, Ragnari Ólafssyni og Gauta Grétarssyni. Kann ég þeim, ásamt starfs- og nefndarmönnum GSÍ, auk þeirra fjölmörgu þjálfara sem ég hef átt samskipti við og unnið með á árinu, bestu þakkir fyrir gott samstarf. Með kveðju, Úlfar Jónsson, Landsliðsþjálfari GSÍ


ÁRSSKÝRSLA 2015

Stigameistarar á Eimskips- og Íslandsbankamótaröð Eimskipsmótaröð 1. Axel Bóasson 2. Kristján Þór Einarsson 3. Benedikt Sveinsson

GK 5880.00 GM 4590.00 GK 4030.00

1. Tinna Jóhannsdóttir GK 6465.00 2. Signý Arnórsdóttir GK 5817.50 3. Anna Sólveig Snorradóttir GK 5486.25 Íslandsbankamótaröð 17-18 ára: 1. Henning Darri Þórðarson GK 7588.75 2. Hlynur Bergsson GKG 7185.00 3. Björn Óskar Guðjónsson GM 6260.00

1. Saga Traustadóttir GR 2. Eva Karen Björnsdóttir GR 3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK

8100.00 6787.50 6300.00

Íslandsbankamótaröð 15-16 ára: 1. Ingvar Andri Magnússon GR 8262.50 2. Kristján B. Sveinsson GA 7972.50 3 Ragnar Már Ríkarðsson GM 6205.00 1. Gerður H. Ragnarsdóttir GR 2. Ólöf María Einarsdóttir GHD 3. Zuzanna Korpak GS

Íslandsbankamótaröð 14 ára og yngri: 1. Sigurður A. Garðarsson GKG 8657.50 2. Kristófer Karl Karlsson GM 7412.50 3. Andri Már Guðmundsson GM 6290.00 1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 8225.00 2. Kinga Korpak GS 7650.00 3. Hulda Clara Gestsdóttir GKG 7087.50

8465.00 7550.00 6750.00

Landsliðsverkefni og þátttakendur The Amateur Championship -15.-20. júní Andri Þór Björnsson GR Aron Snær Júlíusson GKG Gísli Sveinbergsson GK Guðmundur Á. Kristjánsson GR Haraldur Franklín Magnús GR Ragnar Már Garðarsson GKG Rúnar Arnórsson GK Evrópumót kvenna - 7.-11. júlí Anna Sólveig Snorradóttir GK Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK Heiða Guðnadóttir GS Karen Guðnadóttir GS Ragnhildur Kristinsdóttir GR Sunna Víðisdóttir GR Þjálfari: Björgvin Sigurbergsson Liðsstjóri: Sædís Magnúsdóttir

Kristján Benedikt Sveinsson GA Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson EM einstaklinga - 6.-9. ágúst Andri Þór Björnsson GR Axel Bóasson GK Bjarki Pétursson GB Gísli Sveinbergsson GK Guðmundur Á. Kristjánsson GR Haraldur Franklín Magnús GR Þjálfari: Úlfar Jónsson The Duke of York - 8.-11. sept Hlynur Bergsson GKG Ragnhildur Kristinsdóttir GR Liðsstjóri: Stefán Garðarsson

Evrópumót karla 2. deild - 8.-11. júlí Andri Þór Björnsson GR Kristján Þór Einarsson GM Axel Bóasson GK Guðmundur Á. Kristjánsson GR Haraldur Franklín Magnús GR Rúnar Arnórsson GK Þjálfari: Birgir Leifur Hafþórsson Liðsstjóri: Gauti Grétarsson Evrópumót pilta - 7.-11. júlí Björn Óskar Guðjónsson GM Fannar Ingi Steingrímsson GHG Gísli Sveinbergsson GK Henning Darri Þórðarson GK Hlynur Bergsson GKG Tumi Hrafn Kúld GA Þjálfari: Úlfar Jónsson Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson

Æfingaferð GSÍ - Portúgal 2.-9. febrúar Anna Sólveig Snorradóttir GK Arnór Snær Guðmundsson GHD Aron Snær Júlíusson GKG Axel Bóasson GK Bjarki Pétursson GB Fannar Ingi Steingrímsson GHG Gísli Sveinbergsson GK Helga Kristín Einarsdóttir NK Henning Darri Þórðarson GK Karen Guðnadóttir GS Kristján Benedikt Sveinsson GA Kristján Þór Einarsson GM Kristófer Orri Þórðarson GKG Ólafur Björn Loftsson GKG Ólöf María Einarsdóttir GHD Ragnhildur Kristinsdóttir GR Saga Traustadóttir GR Stefán Þór Bogason GR Þjálfari: Birgir Leifur Hafþórsson Þjálfari: Úlfar Jónsson

European Young Masters - 23.-25. júlí Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR Ólöf María Einarsdóttir GHD Ingvar Andri Magnússon GR

Verkefnasjóður GSÍ Arnór Snær Guðmundsson Aron Snær Júlíusson Axel Bóasson

GHD GKG GK

Berglind Björnsdóttir GR Birkir Orri Viðarsson GS Bjarki Pétursson GB Björn Óskar Guðjónsson GM Egill Ragnar Gunnarsson GKG Emil Þór Ragnarsson GKG Eva Karen Björnsdóttir GR Fannar Ingi Steingrímsson GHG Gerður Hrönn Ragnarssdóttir GR Gísli Sveinbergsson GK Helga Kristín Einarsdóttir NK Henning Darri Þórðarson GK Hlynur Bergsson GKG Ingvar Andri Magnússon GR Kinga Korpak GS Kristján Benedikt Sveinsson GA Kristján Þór Einarsson GM Kristófer Karl Karlsson GM Ólöf María Einarsdóttir GHD Patrekur N. Ragnarsson GR Ragnar Mar Gardarsson GKG Saga Traustadóttir GR Sigurður Arnar Garðarsson GKG Sigurður Bjarki Blumenstein GR Stefán Þór Bogason GR Særós Eva Óskarsdóttir GKG Tumi Hrafn Kúld GA Zuzanna Korpak GS Fjöldi þátttöku í alþjóðlegum verkefnum eftir klúbbum Golfklúbbur Reykjavíkur 28 Golfklúbburinn Keilir 25 Golfkl. Kópavogs og Garðab. 17 Golfkl. Hamar Dalvík 10 Golfklúbbur Mosfellsbæjar 10 Golfklúbbur Suðurnesja 9 Golfklúbbur Akureyrar 7 Golfklúbbur Borgarness 6 Golfklúbbur Hveragerðis 4 Nesklúbburinn 2 Samtals 118

24% 21% 14% 8% 8% 8% 6% 5% 3% 2% 100%

35


Golfsamband Íslands Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími: 514 4050 • Fax: 514 4051 Vefpóstur: info@golf.is

golf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.