Sjálfbærniskýrsla golfhreyfingarinnar
Vegna starfsársins 2023
Skrifað af Sjálfbærninefnd GSÍ
Hansína Þorkelsdóttir, formaður Sjálfbærninefndar GSÍ
Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærniráðgjafar Deloitte ehf.
Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur
Einar Gestur Jónasson, stjórnarmaður STERF
Edwin Roald, golfvallahönnuður og verkefnisstjóri Carbon Par Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ
Sóley Bærings, verkefnastjóri GSÍ
UM SKÝRSLUNA
Golfsamband Íslands (GSÍ) gefur út í fyrsta sinn sjálfbærniskýrslu fyrir golfhreyfinguna á Íslandi. Er það jafnframt fyrsta sjálfbærniskýrsla sem íþróttasamband á Íslandi hefur gefið út. Það er von golfhreyfingarinnar að þetta verði hvatning fyrir önnur sérsambönd innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) að gera slíkt hið sama.
Skýrslan byggir á stefnu GSÍ, en þar er m.a. kveðið á um að sterk tenging skuli vera á milli sjálfbærni og golfhreyfingarinnar. Árið 2020 ákvað stjórn GSÍ að hefja fjölþætta árvekni- og verkefnavinnu með öll sautján heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og hvernig væri hægt að innleiða þau í golfhreyfinguna á Ísland og var skýrsla þess efnis gefin út í lok árs 2022. Í kjölfarið var gerður samningur við sjálfbærnihugbúnaðarfyrirtækið Klappir um að taka saman töluleg gögn fyrir golfhreyfinguna á Íslandi, sem tengjast umhverfismálum, s.s. kolefnisspori, eldsneytisnotkun, vatnsnotkun og úrgangsmálum fyrir árin 2022 og 2023. Öllum 62 golfklúbbum innan GSÍ var boðið að taka þátt í þessu verkefni, og buðu 14 golfklúbbar sig fram, en 9 golfklúbbar veittu fullnægjandi upplýsingar til Klappa, sem hægt var að byggja á. Ennfremur var lögð áhersla á að mæla atriði er tengjast samfélagslegum þætti starfseminnar, s.s. útfrá aðbúnaði starfsfólks, stefnum og aðgerðum til að tryggja heilsu og öryggi iðkenda auk þess sem góðir stjórnarhættir voru teknir fyrir til að auka gagnsæi og trúverðugleika hreyfingarinnar. Vonast er til að þessi skýrslugjöf golfklúbbana verði árleg og að fleiri golfklúbbar taki þátt að ári liðnu.
GSÍ ákvað því að afla upplýsinga sem tengjast stefnu GSÍ og hvernig unnið sé að sjálfbærni golfhreyfingarinnar. Aflað var tölulegra gagna, á grundvelli ofangreinds samnings við Klappir og sendar voru spurningar til golfklúbba, tengt umhverfismálum, sjá kafla um yfirlitstöflur. Með þessum spurningum fékkst ákveðið stöðumat á starf golfklúbbanna varðandi umhverfismál. Þá sendi GSÍ út könnun 2023 til þeirra golfklúbba sem höfðu tekið þátt í verkefninu, þar sem aflað var upplýsinga um fræðslu- og forvarnarstarf golfklúbbanna. Í skýrslu þessari er gerð nánari grein fyrir niðurstöðum úr Klapparkerfinu og spurningakönnuninni. Þessar upplýsingar gefa
Samfélag
Skapa aðgengilegt og fjölbreytt umhverfi fyrir almenning
Jafnræði Lífvænlegt
Sjálfbærni
Hagkvæmt
Efnahagur
Tryggja jöfn tækifæri til efnahagsvaxtar
Umhverfi
Verndun náttúrulegra vistkerfa og auðlinda
mikilvægar upplýsingar og eru stöðumat. Þær eru jafnframt mjög góð hvatning fyrir golfklúbbanna til að halda áfram á þeirri sjálfbærnivegferð sem GSÍ hefur hafið.
Með skýrslu þessari vill golfhreyfingin sýna gott fordæmi og jafnframt styðja við upplýsingagjöf samstarfsaðila sinna. Ekki er um að ræða lagalega skyldu til að fjalla um sjálfbærni í rekstri og virðiskeðju golfklúbba eða sérsambanda sem flokkast sem óhagnaðardrifin félagasamtök. Hins vegar falla margir hagaðilar í virðiskeðju golfhreyfingarinnar líkt og stærri fyrirtæki undir nýjar sjálfbærnireglugerðir. Með því birta upplýsingar um umhverfis- og samfélagsmál sem byggja á heimsmarkmiðunum, vill golfhreyfingin koma til móts við þá með birtingu nytsamlegrar sjálfbærniskýrslu en um leið að hvetja aðra til dáða að gera slíkt hið sama.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf.
Fjölbreyttur hópur innan hreyfingarinnar tók þátt í vinnu við heimsmarkmiðin árin 202122 og var gerður góður rómur af vinnunni. Ein af afurðum verkefnisins var framkvæmd
mikilvægisgreiningar og í kjölfarið var heimsmarkmiðunum raðað upp í þrjá forgangs flokka sem voru birtir árið 2022 en þessi skýrsla byggir á þeim atriðum sem töldust vera mjög „líkleg til umbóta“.
Heimsmarkmiðin sem valin voru í fyrsta forgang eru 8 með 12 undirmarkmið en vinna innan þeirra er talin geta verið mjög líkleg til umbóta fyrir golfhreyfinguna og landið í heild.
Skýrslan byggir á upplýsingum úr Klapparkerfinu frá 9 golfklúbbum ásamt upplýsingum golfhreyfingarinnar úr GolfBox fyrir árin 2022 og 2023. Þessar upplýsingar gefa góða innsýn á stöðuna gagnvart þeim heimsmarkmiðum sem talin eru mjög líkleg til umbóta.
Upplýsingarnar sem við fáum úr Klappakerfinu eru okkur mikilvægar, með þeim hætti getum við fylgst með þróuninni og bætt okkur ár frá ári.
Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG
Verkefni tengd golfi og sjálfbærni
GSÍ tekur þátt og stuðlar að þátttöku hluteigandi aðila í verkefnum sem tengjast málefnum sjálfbærninnar. „Það er mikilvægt að GSÍ sé leiðandi og hafi frumkvæði að þátttöku í bæði innlendum og alþjóðlegum verkefnum. GSÍ vill með þessu bæta þekkingu, fræðslu og vitundarvakningu um áhugaverð verkefni sem tengja golf og sjálfbærni.“ segir Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ Hér verða talin upp stærstu verkefni sem GSÍ hefur nú aðkomu að.
Erasmus - Verkefnið Golf4Circularity GSÍ var boðin þátttaka í Evrópsku rannsóknarverkefni til tveggja ára. Hluti af því er könnun sem lögð er fyrir golfkennara sem starfa á Íslandi. Þessi könnun hefur verið þróuð og fjármögnuð af Erasmus-áætlun Evrópusambandsins. Könnunin miðar að því að safna upplýsingum um starfshætti og viðmið í sjálfbærni nálgun við rekstur golfklúbba hvers samstarfsaðila verkefnisins.
Carbon Par - Kolefnisbinding golfvalla og losun frá landi
Carbon Par varð til 2019, með samnefndri rannsókn í samstarfi við LBHÍ, sem felur í sér mat á kolefnisforða allra golfvalla innan GSÍ. Í kjölfarið hafa sömu aðilar sinnt álíka verkefnum fyrir erlenda golfvelli, m.a. Le Golf National í París, keppnisvöll Ryder-bikarsins 2018 og Ólympíuleikanna 2024. Þetta gerir Ísland að fyrstu þjóð heims sem metur kolefnisstöðu allra golfvalla sinna. Þá dregur rannsóknin fram
upplýsingar, sem ekki liggja fyrir í dag, og nýtast sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum, almenningi og hluta íþróttahreyfingarinnar til að draga úr kostnaði og reikna betur með grænum svæðum í loftslagsbókhaldi.
STERF - Rannsókn á Íslandi Scanturf STERF var stofnuð í samstarfi við golfhreyfingar Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Íslands auk félaga norrænna vallastjóra. Meginmarkmið hennar er að styðja og efla rannsóknir og þróun (R&D) á sviði umhirðu grasflata, með sérstakri áherslu á sjálfbærni í umhverfismálum. STERF veitir „tilbúin til notkunar“ rannsóknarniðurstöður, sem þýðir að hún skilar hagnýtum lausnum og þekkingu beint til fagfólks í grasvallafræðum, þar á meðal á golfvöllum, íþróttavöllum og öðrum grænum svæðum.
R&A - Styrkir
Developing Golf: National Body Development Grant er styrkur sem GSÍ fær til að vinna að útbreiðslu og inngildingu. Golf for disabled (G4D) verkefnið er dæmi um slíkt. Það miðar við að PGA kennarar á Íslandi fái stuðning í formi kennslu og fræðslu.
GEO Certified - Sjálfbærnivottun golfklúbba
GEO Foundation for Sustainable Golf er alþjóðleg sjálfseignarstofnun, stofnuð fyrir sextán árum til að hjálpa við að hvetja til, styðja við og umbuna trúverðugum aðgerðum í sjálfbærni, auk þess að efla og kynna félagslegt og umhverfislegt gildi golfíþróttarinnar.
GOLF OG UMHVERFIÐ
Tenging golfs við náttúruna og umhverfið er vafalaust eitt af þeim atriðum sem vegur hvað þyngst hjá mörgum iðkendum en það er ábyrgðarhluti að tryggja að golf sé ekki stundað á kostnað náttúru og dýralífs. Því er mikilvægt að komið sé fram af virðingu við náttúruna og horft til þess að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif sem mest má. Ennfremur eru ýmis tækifæri til að samtvinna rekstur golfvalla við náttúruvernd, fjölbreytilegt lífríki og dýralíf. Ísland býr yfir miklum tækifærum á þessu sviði með okkar aðgengi að náttúrulegum auðlindum líkt og hreinu vatni, endurnýjanlegri orku, ósnortinni náttúru og möguleikum til frekari landgræðslu.
Þó að nýting náttúruauðlinda líkt og vatnsnotkun og að bera sand á golfvelli hafi ekki verið talið vandamál á Íslandi hingað til, þá er mikilvægt að hafa í huga að ábyrg notkun getur komið í veg fyrir framtíðarvandamál og stuðlað að sjálfbærni golfvalla. Með markvissri auðlindanýtingu og bestu starfsvenjum má auka líkur á að golfvellir haldist í góðu lagi til lengri tíma.
Aðeins um helmingur lands á golfvöllum er uppbyggður og/eða hirtur. Golfvellir eru mikilvægir og hafa mikla möguleika til framfara á sviði líffræðilegar fjölbreytni. Þetta má telja sérstaklega mikilvægt á golfvöllum í byggð.
Viðhald og umhirða á golfvöllum krefst notkunar á ýmsum tækjum og tólum auk þess sem notkun á áburði og öðrum efnum getur haft ýmis neikvæð umhverfisleg áhrif.
Nýleg orkuskipti golfklúbba, t.d. innleiðing rafknúinna slátturóbóta, hefur minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, dregið úr
losun gróðurhúsalofttegunda og lækkað rekstrarkostnað. Í þessum kafla er að finna greinargott yfirlit um stöðuna í umhverfismálum golfhreyfingarinnar út frá mælingum og aðgerðum og með dæmum um árangur.
Stefnan, markmið og aðgerðir i umhverfismálum
Í stefnumótunarvinnu um heimsmarkmið SÞ voru umhverfismálin eðlilega ofarlega á blaði og þar voru þrjú markmið tengd umhverfismálum sett í forgang 1. Voru niðurstöður úr Klappar kerfi nýttar til að fá yfirlit yfir stöðu mála og liggja fyrir gögn vegna áranna 2022 og 2023 frá golfklúbbunum 9 sem tóku þátt í verkefninu. Til viðbótar við öflun tölulegra gagna úr Klapparkerfinu, þá voru golfklúbbarnir spurðir út í ýmis atriði er tengjast umhverfismálum, t.d. hvort þeir hefðu sett sér umhverfisstefnu, eða hvort þeir fylgdu sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum og þar svöruðu 5 golfklúbbar af 9 játandi. Einnig kom fram að 2 golfklúbbar af 9 leggja áherslu
á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einn golfklúbbur segist setja markmið og gefa skýrslu um framvindu heimsmarkmiða SÞ. Enginn golfklúbbur segist hins vegar birta sjálfbærniskýrslu. Þegar golfklúbbarnir voru spurðir hvort þeir hefðu innleitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi eða hvort þeir væru að fylgjast með áhættum tengdum loftslagsbreytingum, þá svaraði einn golfklúbbur játandi.
Af þessu má ráða að golfklúbbar á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnir varðandi stefnumótun á sviði sjálfbærni, hvernig þeir greina frá frammistöðu sinni og hvernig þeir fylgjast með orkunotkun og áhættum
Sjálfbærniskýrsla golfhreyfingarinnar
tengdum loftslagsbreytingum s.s. út frá veðurfarsbreytingum. Hins vegar er ljóst að almennt er íþróttahreyfingin á Íslandi ekki komin langt í þessum efnum og líklega er staðan ekki mikið betri í öðrum sérsamböndum. Evrópska golfsambandið (EGA) og R&A leggja mun meiri áherslu á málaflokkinn og má ætla að enn meiri þungi verði settur í þá vinnu næstu misserin, enda er Evrópusambandið farið að setja enn stífari kvaðir á golfklúbba í heimsálfunni. Það er
Sjálfbær orka
Megináherslur
stefna GSÍ að vera leiðandi í þessum málaflokki. Því er stefnt að því að fara í markvissar og nytsamlegar aðgerðir til að auka fræðslu og þekkingu innan hreyfingarinnar um sjálfbærni sem mun vafalaust hafa mikil áhrif á golfíþróttina á næstu árum. Eftirfarandi er stutt samantekt um helstu atriði tengd umhverfismálunum; markmið, aðgerðir og næstu skref, en frekari upplýsingar er að finna í kafla um yfirlitstöflur.
Snúa einkum að rafvæðingu bílaflota og tækja sem notuð eru við viðhald golfvalla og uppsetningu hleðslustöðva fyrir gesti og vinnuvélar.
Helstu aðgerðir og árangur
Víða um land hefur hleðslustöðvum fyrir rafbíla í eigu gesta verið komið fyrir hjá golfklúbbunum og fer slíkt vaxandi. Einnig hefur notkun slátturóbóta stóraukist hjá golfklúbbum og hafa fjölmargir golfklúbbar nú alfarið fært sig í rafróbóta. Hefur slík breyting falið í sér töluverða hagkvæmni í rekstri golfklúbbana þar sem olíuverð hefur farið hækkandi auk þess sem komið hefur í ljós að viðhaldskostnaður og starfsmannakostnaður er talsvert lægri með róbótunum (sjá frekari umfjöllun í skýrslu). Einnig má nefna fjölgun í notkun rafknúinna golfbíla sem er jákvæð þróun, auk þess sem gestir eru alltaf hvattir til að ganga eigi þeir þess kost.
Sjálfbærniskýrsla
Hvað varðar raforkunotkun golfklúbbana þá sýna mælingar úr Klapparkerfinu að notkunin hefur aukist á milli áranna 2022-2023 á landsvísu eða um 16,5% (frá um 6 milljónir kWst í rúmar 7 milljónir kWst). Þó ber að nefna að staðan er mismunandi á milli golfklúbba og var t.d. lítilsháttar samdráttur á milli ára hjá Leyni á Akranesi og golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) á meðan aðrir golfklúbbar juku sína notkun. Má leiða líkur að því að þarna hafi róbótavæðingin haft áhrif en mikil hækkun var t.a.m. á milli ára hjá golfklúbbi Mosfellsbæjar, golfklúbbi Suðurnesja og golfklúbbinum Oddi á milli ára en þeir hafa allir farið í mikla róbótavæðingu á undanförnum árum. Einnig má nefna töluverða aukningu í notkun vatns eða um 20%, frá 84 þúsund m³ árið 2022 í tæp 104 þúsund m³ árið eftir. Þetta má að að öllum líkindum rekja til þess að sumarið 2023 var mun vætuminna en árið á undan og því var minna vökvað.
Næstu skref
GSÍ mun standa fyrir fræðsluviðburði fyrir golfklúbbana um „bestu framkvæmd“ á vormánuðum 2025 til deila þekkingu á meðal golfklúbbanna og til að hvetja til áframhaldandi uppbyggingar rafhleðslustöðva, notkun slátturóbóta og rafvæðingu golfbíla á árinu 2025. Áfram verður haldið með mælingar í
Klapparkerfi til að fylgjast með hvar sé mögulega raforka og kalt/heitt vatn að fara til spillis og markmið sett um að draga úr notkun raforku.
Aðgerðir í loftslagsmálum
Megináherslur
Snýr einkum að mælingu á beinu og óbeinu kolefnisspori frá rekstri golfvalla og landnýtingu (svokallað umfang 1, 2 og 3) og hvernig er hægt að koma í veg fyrir og draga úr kolefnislosun bæði frá tækjum, úrgangi, mannvirkjum og landi sem tengist golfvöllunum.
Helstu aðgerðir og árangur
Mælingar úr hugbúnaði Klappa gáfu af sér áhugaverðar niðurstöður en heildar kolefnisspor þessara 9 golfklúbba sem tóku þátt var um 270 tCO2í fyrir árið 2022 og 300 tCO2í fyrir árið 2023 sem er um 10% aukning á milli ári.
Klúbbarnir sem losuðu mest voru golfklúbbur Reykjavíkur (53 tCO2í, 9% hækkun frá 2022), GKG (53 tCO2í, 20% lækkun frá 2022) og Oddur (42 tCO2í,fyrri árs mæling ekki marktæk) en aðrir golfklúbbar voru á bilinu 20-30tCO2í í losun fyrir árið 2023 fyrir utan Nesklúbbinn sem var töluvert lægri en allir aðrir golfklúbbar, með einungis um 5tCO2í losun fyrir bæði árin.
Áhugavert er að sjá að samdráttur var í losun á milli ára hjá golfklúbbi Akureyrar, golfklúbbi Mosfellsbæjar og Leyni en olíunotkun stóð ýmist í stað hjá þeim eða lækkaði á milli ára. Hér er líklegt að gæti jákvæðra áhrifa slátturóbóta.
Á heildina, má segja að helstu losunarþættir kolefnis hafi verið tengdir brennslu á eldsneyti (70.000 kg, sem er um 11% á milli ára), hitaveitu (notkun var 104 þúsund m³ sem er tæp 20% hækkun á milli ára), raforkunotkun (7 milljónir kWst sem er um 13% aukning á milli ára) og úrgangi (105 þúsund kg sem er reyndar um 5% samdráttur á milli ára.
Athygli vekur að þeir golfklúbbar sem voru með hvað lægst kolefnisspor voru einmitt þeir golfklúbbar sem höfðu fjárfest mest í slátturóbótum og höfðu flokkað úrgang sem best.
Næstu skref
Áframhaldandi mælingar úr Klapparkerfi til að ná betur utan um gögnin á bak við losunartölur, t.d. út frá úrgangi, en þar er hægt að gera mikla bragarbót og með aukinni fræðslu og setningu umhverfisstefna og markmiða er hægt að ná
árangri nokkuð hratt.Einnig er vonast til að meiri róbótavæðing muni draga úr jarðefnaeldsneytisbruna. Hvað varðar aðra þætti í óbeinni losun undir umfangi 3, þá er stefnt að því að bæta við mælingum um losun frá landi og byggingum, en þeir þættir eru líklegastir til að vega þyngst í kolefnisspori golfklúbbanna.
Líf á landi
Megináherslur
Hvetja til nýskógræktar þar sem við á og nýta golfvelli í baráttu gegn landeyðingu og í landgræðslustarfi. Fræðsla um líffræðilega fjölbreytni og mikilvægi hennar og umræða um framandi og ágengar gróðurtegundir.
Helstu aðgerðir og árangur
Ekki hefur verið unnið markvisst í þessum málaflokki en þó hafa margir af golfklúbbunum verið í nánu samstarfi við þau sveitarfélög sem þau starfa í og við skógræktarfélög um hvernig er best að hlúa að málaflokknum.
Næstu skref
Stefnt er að því að halda málstofu um þetta mikilvæga málefni á árinu 2025 og fá aðila frá ýmsum samtökum og stofnunum til að vinna með golfhreyfingunni að því að samræma markmið og áherslur til framtíðar.
Golf á Íslandi hefur verið rekið með sjálfbærni að leiðarljósi í mörg ár þegar kemur að viðhaldi golfvalla. Við höfum ávallt borið mikla virðingu fyrir okkar nánasta umhverfi og því að viðhalda einkennum og eiginleikum okkar golfvallasvæða. Við mælum grasvöxt, næringarefni í jarðvegi og ýmislegt fleira til þess að okkar inngrip í eðlilegan og heilbrigðan grasvöxt sé með sem allra minnsta móti.
Kári Tryggvason, formaður GM „ “
Úrgangsmál: „Tölurnar segja ekki allt“
Við samanburð niðurstaðna úr sjálfbærni upplýsingagjöf golfvalla er vert að hafa í huga að tölurnar segja ekki alltaf alla söguna, einar og sér. Þetta kemur fram í máli Einars Gests Jónassonar, vallarstjóra golfklúbbsins Leynis á Akranesi. „Við höfum stundað einhverja flokkun úrgangs síðustu ár, þó hún megi alltaf vera betri. Nýlega ákváðum við að hætta að leigja sérstakan endurvinnslugám fyrir lífrænan úrgang, sem stóð hjá okkur og var síðan fluttur burt, með tilheyrandi kostnaði. Þess í stað nýttum við græna úrganginn innan svæðisins. Við leigðum t.d. kurlara eina helgi, boðuðum til sjálfboðavinnudags og kurluðum trjágreinar til nýtingar í beð. Við buðum einnig klúbbfélögum kurlið til afnota í eigin görðum,“ segir Einar Gestur.
Einnig var slegið gras, sem safna þurfti saman af ýmsum ástæðum, blandað við mold og
Róbótavæðing sparaði peninga
Nýlega fjárfesti golfklúbbur Akureyrar í umtalsverðum fjölda lítilla, sjálfvirkra og rafknúinna sláttuvéla. Þær eru m.a. notaðar til að slá karga, eða röff, á níu holum af átján á Jaðarsvelli. Þessi orkuskipti, úr stórum ásetuvélum sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti, yfir í rafknúna róbota eða þjarka, hafa stuðlað að sparnaði og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. „Segja má að það sé rafmögnuð stemning á Jaðri þessa dagana. Eldsneytisnotkun dróst saman um 2.250 lítra á ári, sem er ígildi 45 áfyllinga á venjulega röffsláttuvél,“ segir Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri GA.
Steindór segir þessa fjárfestingu og orkuskipti hafa sparað meira en hálfa milljón króna á ári í eldsneytiskaup. „Einnig hafa vinnustundir starfsfólks, sem áður fóru í að sitja jafnvel daglangt á sláttuvél, nýst annars staðar á vellinum eða í starfi golfklúbbsins, í þágu þjónustuliða sem skila sér betur í ánægjuvog notenda okkar,“ segir Steindór.
„Segja má að það sé rafmögnuð stemning á Jaðri þessa dagana.“
nýtt sem gróðurmold, til að græða upp ýmis sár o.s.frv. Einar segir þetta frumkvæði hafa opnað augu hans gagnvart því að margt geti legið að baki talnanna sem birtar eru. „Með þessu spöruðum við hundruði þúsunda króna á ári, en komum í raun verr út í sjálfvirku streymi sjálfbærniupplýsinga, þar sem lífræni úrgangsflokkurinn hreinlega datt út. Auðvelt er fyrir einhvern að túlka tölurnar þannig að við séum bara alls ekki að flokka lífrænt,“ segir Einar Gestur.
Vallarstjórinn segir að þetta gæti einnig átt við um aðra tölfræði flokka. „Til dæmis, ef borin er saman rafmagsnotkun milli ára, þá geta ýmsir þættir haft mikið að segja, eins og veðurfar, notkun, skipulag á slætti o.fl. Það ber að varast að treysta um of á tölurnar samhengislaust,“ segir Einar Gestur Jónasson, vallarstjóri golfklúbbsins Leynis.
Kostnaður við alla vinnu í kringum róbotana segir Steindór nema um 10-15% af rekstrarkostnaði gömlu dísilvélanna. Kostnaður við raflagnir í hleðslustöðvar róbotana nam um einni og hálfri milljón króna.
Róbotavæðing er ekki einskorðuð við grasslátt. golfklúbburinn hefur einnig tekið sjálfvirka boltatínsluvél í notkun á æfingasvæðinu.
Sjálfbærniskýrsla
Vökvað með kælivatni úr Straumsvík
Hvaleyrarvöllur golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði er vökvaður með kælivatni frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vatnið er leitt frá álverinu um niðurgrafna lögn í safntjörn á áttundu holu golfvallarins. Þaðan er því dælt um vatnslagnir og að jarðföstum, sjálfvirkum stútum, sem úða vatni á grasið eftir þörfum.
„Söfnun yfirborðsvatns er raunar býsna vel þekkt á golfvöllum víða um heim, en þetta samstarf
okkar við nálægan iðnað hefur vakið mikla athygli. Ávinningurinn er gagnkvæmur. Við erum engum háð með vatn til vökvunar og álverið getur státað af endurnýtingu kælivatnsins, auðlindar sem annars hefði runnið til sjávar,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis.
„ „Þó lítið hafi farið fyrir vatnsskorti á Íslandi, í samanburði við flestar aðrar þjóðir, þá lögðum við mikla áherslu á að forðast notkun á drykkjarvatni til vökvunar“
Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis.
GOLF OG SAMFÉLAGIÐ
Golf er í dag orðið að næst fjölmennustu íþróttagrein landsins og er hún iðkuð óháð aldri, kyni, búsetu, hreyfigetu og færni. Golf hefur því sannarlega breiða skírskotun.
Það er því mikil ábyrgð að fara fyrir íþróttahreyfingu sem er með yfir 27.000 iðkendur. Því er mikilvægt að haldið sé vel utan um mál er tengjast öryggi, forvörnum, heilsu og vellíðan iðkenda, sjálfboðaliða og starfsfólks golfklúbbanna.
Rétt eins og með umhverfismálin er markmiðið að golfhreyfingin geti starfað í sátt við samfélagið sem hún þjónar og um leið verið
drifkraftur jákvæðra samfélagsbreytinga, s.s. með bættri heilsu, jafnrétti og virðingu fyrir öllum, hvort sem þeir tilheyra keppniskylfingum eða jaðarsettum hópum.
Umfjöllun þessa kafla er ætlað að varpa ljósi á allt það góða starf sem unnið er í golfhreyfingunni út um allt land en gefa um leið hugmyndir um hvernig er hægt að bæta enn frekar það sem er vel gert og vinna að því sem er ábótavant.
„Rekstur golfklúbbs er fjölþættur og flókinn. Það má segja að við séum landbúnaðarfyrirtæki sem viðheldur 67 hekturum af grónu landi. Til þess rekum við þjónustumiðstöð golfvalla sem hýsir 35 vélknúin tæki og er búin fullkomnu verkstæði auk starfsmannaaðstöðu. GKG er líka þjónustueining sem þjónar 2.500 félagsmönnum. Til þess rekum við 1.200 fm íþróttamiðstöð, verslun, veitingasölu, golfhermaaðstöðu og skrifstofu. Fjöldi fastráðinna heilsárs stöðugilda er 15 hjá GKG og 10 hjá rekstraraðila veitingasölunnar. Á sumrin fjölgar starfsmönnum verulega og fer mest upp í 75 stöðugildi. Að auki er blómlegt starf sjálfboðaliða sem eru um 40 talsins.
„ “
Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG
Stefnan, markmið og aðgerðir í samfélagslegum málum
Í stefnumótunarvinnu GSÍ um Heimsmarkmið SÞ var auk umhverfismála, lögð áhersla á áhrif golfs á samfélagið. Fjögur heimsmarkmið sem tengjast samfélagslegum þáttum, voru sett í forgang því þau þykja líkleg til árangurs.
Starfsemi golfklúbba GSÍ er umfangsmikil, með heilsárs- og sumarstörfum og einnig starfa fjölmargir sjálfboðaliðar fyrir hreyfinguna.Huga þarf að heilsu, öryggi og vellíðan hjá breiðum hópi fólks.
Fjöldi unglinga á aldrinum 14 - 17 ára fá sumarstörf á golfvöllum landsins í samstarfi við sveitarfélög. Þetta eru dýrmætir starfsmenn fyrir golfklúbbana þar sem unglingarnir halda oft áfram í sumarvinnu með skólagöngu til fjölda ára. Margir heilsársstarfsmenn golfklúbba í dag tóku sín fyrstu skref í gegnum vinnuskólann.
klúbbmeðlimir sinna einnig sjálfboðaliðastörfum fyrir golfklúbbana, og dæmi um fólk sem mætir jafnvel daglega í 2-4 klukkutíma yfir vetrartímann til að léttu undir með starfsmönnum, hjálpa til við smíðar, málningarvinnu og bæta aðstöðu og umhverfi golfklúbbsins. Mjög mikilvægt er fyrir golfklúbbana að fá þessa dýrmætu hjálp.
Golfhreyfingin leggur áherslu á að aðstaða og vinnuumhverfi fyrir starfsmenn sé góð. Í könnun GSÍ kom fram að einnklúbbur hafi birt og framfylgt vinnuverndarstefnu og/eða heildrænni heilsu- og öryggisstefnu, en það var Nesklúbburinn.
Eftirfarandi er stutt samantekt um helstu atriði tengd samfélagsmálum, en frekari upplýsingar er að finna í kafla um yfirlitstöflur.
Heilsa og vellíðan
Megináherslur
Að koma golfi á dagskrá á sem flestum stöðum með megin áherslu á skólastarf, fjölskyldur og eldri borgara. Kynna sveitarfélögum og ríki jákvæð áhrif golfiðkunar á forvarnir, heilsueflingu, hreyfingu og geðrækt. Hvetja golfklúbba til þess að vinna markvisst að því að kynna íþróttina fyrir börnum. Hvetja golfklúbba til þess að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Tryggja aðgengi allra hópa til að geta iðkað golf, og að golfklúbbar tryggi aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Hlúa að öryggismálum og bæta fræðslu og tækjabúnað til skyndihjálpar.
Helstu aðgerðir og árangur
Golfvallarsvæði eru viðfeðm útivistarsvæði sem eru, þrátt fyrir mýtur um annað, ekki einungis ætluð kylfingum að njóta. Sífellt fleiri golfklúbbar á Íslandi eru að leggja áherslu á aðgengi fyrir fleiri hópa fólks sem vilja njóta útivistar í fallegu og öruggu umhverfi. Það er til fyrirmyndar hvernig margir golfklúbbar hafa útbúið aðgengilega hjóla- hlaupa- og göngustíga fyrir almenning í gegnum golfvellina sína. Þá leggja margir hverjir gönguskíðabrautir þegar snjóar yfir völlinn á veturna, sem eru opnar almenningi. Þessar aðgerðir golfklúbbana eru mjög jákvæðar fyrir samfélagið og auka enn frekar nýtingu þess landsvæðis sem golfvalla.
Í könnuninni Fræðsla og forvarnir voru golfklúbbarnir spurðir út í öryggismál sín en 10 af 13 aðspurðum golfklúbbum sögðust vera með hjartastuðtæki á svæðinu
GM er með tvö golfvallarsvæði, á Hlíðavelli og í Bakkakoti og erum við með ein allra vinsælustu útivistarsvæði Mosfellsbæjar og nágrennis. Við erum meira en golfvellir, við erum útivistarsvæði fyrir alla, hvort sem það eru fyrir golf, göngutúra, útreiðatúra, hlaup, fjöruferðir og ýmislegt annað. Íþróttamiðstöðin okkar á Hlíðavelli er fjölnota hús þar sem ýmsir hópar utan golfs koma saman og nýta okkar aðstöðu. Það geta verið fyrirtæki, vinahópar, skólar í Mosfellsbæ og margir fleiri.Við leggjum mikið upp úr góðri tengingu við okkar nærsamfélag og lítum á það sem okkar verkefni að vera fjölnota útivistarsvæði fyrir alla.
Kári Tryggvason, formaður golfklúbbs Mosfellsbæjar
sem starfsfólk hafi fengið kennslu til að nota og jafn margir eru með áætlun fyrir aðgengi sjúkrabíla að svæðinu. Með aukinni nýtingu golfvalla, hvort sem er vegna aukinnar ásóknar til golfleiks eða til annarrar útivistariðkunar og ekki síst með aukningu íbúðabyggðar í kringum golfvellina, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þurfa golfklúbbar að huga mjög vel að öryggi á svæðinu.
Lýðheilsa
Golfíþróttin hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu en hún eflir bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Það er stefna GSÍ að golfhreyfingin sé virkur þátttakandi í lýðheilsumálum og leggi áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. Hlutverk GSÍ sé að styðja við þær áherslur sem golfklúbbar leggi upp með eins og að gera aðgengi að íþróttinni og golfsvæðum eins auðvelt fyrir almenning og unnt er.
Áætlað er að á hverju ári séu leiknir um það bil 400.000 golfhringir á íslenskum golfvöllum. Um 26.300 kylfingar eru skráðir í 62 golfklúbba á Íslandi. Þá er 34% í golfhreyfingunni kvenkylfingar og 66% karlkylfingar.
15% skráðra kylfinga eru börn og unglingar undir 18 ára aldri og 35% skráðra kylfinga eru 60 ára eða eldri.
Margir golfklúbbar bjóða upp á öflugt og líflegt félagsstarf fyrir eldri kylfinga en skráðir félagar árið 2023 í golfklúbbum sem eru eldri en 60 ára voru alls 8.492 eða 5.047 karlar og 3.445 konur.
„ “
Í Borgarnesi er gífurlega öflugt starf í kringum pútt hjá eldri borgurum. Yfir 40 einstaklingar eru skráðir í starfið og mæta iðulega í kringum 30 manns tvisvar sinnum í viku til þess að keppa og æfa. Þessi myndarlegi hópur eldri borgara nýtir útiaðstöðu golfklúbbsins yfir sumartímann, en færir sig í inniaðstöðuna yfir vetrartímann. Starfsemi sem þessi er ekki einungis jákvæð vegna aukinnar líkamlegrar hreyfingar hjá þessum hóp heldur einnig fyrir aukna félagslega virkni hjá hópnum. Við erum gífurlega stolt og þakklát fyrir þetta frábæra starf.
Bjarki Pétursson, framkvæmdastjóri golfklúbbs Borgarness
Að frumkvæði GSÍ og í samstarfi við Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík var haldið opið málþing í apríl 2023. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, flutti erindi og sat málþingið ásamt helstu sérfræðingum landsins á þessu sviði.. Málþingið var vel sótt bæði á staðnum og í streymi en yfirskrift þess var: Framlag golfs til lýðheilsu. Af hverju er golfíþróttin mikilvæg fyrir lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis- og sveitarfélaga?
Á málþinginu kom sterkt fram hvað golf hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu, þar sem reynir á líkamlega, andlega og félagslega færni. Heilbrigðisráðherra talaði um hvað golfið sameinar margt eins og félagsskap, hreyfingu og samveru. Þá kom fram á málþinginu að golf er sameiningarafl ólíkra kynslóða og var rætt um heilsufarslegan ávinning golfs ásamt því að vera forvörn við sjúkdómum. Vísað var í sænska rannsókn frá 2008, þar sem fram kom að þeir sem stunda reglulega golf lifa að meðaltali fimm árum lengur. Ávinningur golfiðkunar er því sannarlega mikill fyrir lýðheilsu, sem styður við heilbrigðiskerfið, velferð og líðan fólks.
Næstu skref
Fjölbreytileikinn er mikill í okkar samfélagi og sífellt nýjar áskoranir að bætast við. GSÍ leggur sífellt meiri áherslu á fjölbreytileika og inngildingu. Til dæmis hefur verið bent á tækifærin að bjóða börnum af erlendum uppruna í golf á Íslandi, en aðeins 1% þeirra stundar íþróttir á Íslandi.
Golf fatlaðra hefur fengið meira vægi. Golfkennarar hafa fengið stuðning til að bæta við þekkingu í golfkennslu með fatlaða kylfinga. Og í fyrsta sinn í ár var haldið golfmót fatlaðra í tengslum við Íslandsmótið í golfi.
Undanfarin ár hafa fleiri einstaklingar á öllum aldri, ekki síst börn verið að stíga fram sem trans. GSÍ vill leggja áherslu á að skapa umhverfi sem er aðgengilegt
Sjálfbærniskýrsla golfhreyfingarinnar
öllum, en enn sem komið er byggja öll gögn og kerfi golfhreyfingarinnar, tölvukerfi og forgjafarkerfi á tveimur kynjum. GSÍ fylgist grannt með afstöðu ÍSÍ er kemur að umræðu og stefnu er lýtur að kynjamálum í íþróttum. ÍSÍ hefur mótað stefnu um íþróttir barna og unglinga þar sem kemur fram að öll börn ættu að eiga kost á að stunda íþróttir, umhverfið sé jákvætt og hvetjandi þar sem börnum finnist þau velkomin. Bæklingurinn Trans börn og íþróttir sem ÍSÍ gaf út árið 2020 er upplýsingarit fyrir íþróttafélög, þjálfara, aðra iðkendur, starfsfólk og aðra aðstandendur.
Jafnrétti kynjanna
Megináherslur
GSÍ leggur áherslu á að tryggja virka þátttöku kvenna og jafna tækifæri þeirra til að vera leiðandi á öllum sviðum innan golfhreyfingarinnar. Til að mynda með því að stuðla að fjölgun kvenkylfinga þannig að heildarfjöldi þeirra fari úr 32% í 40% fyrir árslok 2027. Að stjórnir golfklúbba setji skýr markmið um að jafna möguleika allra óháð kyni, til dæmis með að gera störf innan golfklúbbanna meira aðlaðandi fyrir konur og fjölga konum í nefndum og stjórnum.
Helstu aðgerðir og árangur
Til að markmið náist þarf að koma af stað sértækum aðgerðum og jafnvel viðburðum í útbreiðslu. Einnig er mikilvægt að auka sýnileika atvinnu kvenkylfinga og annarra kvenfyrirmynda í golfhreyfingunni. Stjórnir golfklúbba þurfa einnig að taka þátt til að markmið náist með því að velja markvisst inn fjölbreyttan hóp stjórnarfólks, starfsfólks, nefndarfólks o.sfrv.
Þegar golfklúbbar voru spurðir, í könnuninni Fræðsla og forvarnir, hvort þeir hafi kynjahlutföll til hliðsjónar við val í stjórnir og nefndir vekur það athygli að 10 af 13 golfklúbbum svara því játandi og reyndin er sú að 29% stjórnarmeðlima allra golfklúbba á Íslandi eru konur og 69% eru karlar. Í stjórn GSÍ sitja 5 konur og 6 karlar.
Næstu skref
Ekki liggja fyrir tölulegar upplýsingar um kynjahlutföll í nefndum GSÍ og golfklúbbanna en það er ærið verkefni að halda utan um og ávallt skal hafa hugfast að leggja áherslu á fjölbreytileikann í stjórnar og nefndarstörfum innan golfhreyfingarinnar.
Aukinn jöfnuður
Megináherslur
Öllum verði gert kleift að taka þátt í golfíþróttinni, án tillits til aldurs, kyns, fötlunar, kynþáttar o.s.frv. golfklúbbar hvetji alla hópa til þátttöku í félagslífi. Huga að aðgengi hreyfihamlaðra og aðstöðu fyrir þá. Bæta aðgengi að golfi fyrir börn sem koma af lágtekju heimilum. Auðvelda aðgengi erlends verkafólks að golfíþróttinni.
Helstu aðgerðir og árangur
ÍSÍ heldur úti gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar þar sem íþróttafélög og deildir geta sótt um viðurkenningu um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Markmið með verkefninu er að stuðla að faglegu starfi í hreyfingunni, með gerð stefna og viðbragðsáætlana en sveitarfélög gera, í auknum mæli, kröfu til íþróttafélaga um að hafa þessa viðurkenningu frá ÍSÍ. Nú eru 11 golfklúbbar
Fyrirmyndarfélög ÍSÍ. Þeir eru:
■ Golfklúbburinn Keilir
■ Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
■ Golfklúbburinn Oddur
■ Golfklúbbur Mosfellsbæjar
■ Golfklúbbur Selfoss
G4D (Golf for Disabled)
Markmið golfhreyfingarinnar er að gera golfíþróttina aðgengilegri fyrir einstaklinga með fatlanir og að golfíþróttin sé án aðgreiningar. GSÍ í samstarfi við ÍSÍ, PGA, GSFÍ og ÍF hefur það að markmiði að styðja við alla sem vilja njóta ávinnings íþróttarinnar og stuðla að jafnrétti.
Golfhreyfingin ætlar að setja bætt aðgengi, sköpun fleiri tækifæra og hvatningu til kylfinga með fatlanir til þátttöku í íþróttinni á breiðum grundvelli, á dagskrá.
https://www.golf.is/g4d/
■ Golfklúbbur Vestmannaeyja
■ Golfklúbbur Hornafjarðar
■ Golfklúbbur Suðurnesja
■ Golfklúbbur Ness
■ Golfklúbbur Akureyrar
Eftirfarandi vitnisburður undirstrikar hvernig golf getur veitt iðkendum ánægju:
„Golf, líkamlega hefur leikurinn gert gott fyrir mig sem og útiveran í góðum félagsskap með fólki sem deilir þínum gildum. Golf er leikur sem er svo góður fyrir sálina og hugann. Í veikindum mínum studdu stelpurnar mig mjög mikið. Ég hélt að ég myndi verða fljótt betri í íþróttinni, en hef aldrei náð því markmiði! Ég er samt núna með 32 í forgjöf en ég er bara ánægð með að njóta og leika golf. Ég elska það. María Þorsteinsdóttir
■ Golfklúbburinn Leynir “
Sjálfbærniskýrsla
Barna og unglingastarf
Metnaðarfullt barna- og unglingastarf, er rekið allt árið hjá golfklúbbum víða um land. Mikið er lagt upp úr því að auka færni og hjálpa þeim að
mótast sem kylfingar og einstaklingar í heilbrigðu umhverfi. Árið 2023 voru 3262 kylfingar yngri en 18 ára, 910 stúlkur og 2352 piltar.
Friður og réttlæti
Megináherslur
Tryggja öryggi iðkenda og þá sér í lagi barna. Gera verklagsreglur vegna forvarna gegn kynferðisbrotum eða öðrum brotum í tengslum við hreyfinguna. Móta siðaog starfsreglur sem byggja á félagslegum þáttum.
Helstu aðgerðir og árangur
Niðurstöður könnunarinnar „Fræðsla og forvarnir“ og matsspurninga úr
Klapparkarfinu sýna fram á að allir aðspurðir golfklúbbar eru með skýra stefnu er varðar ofbeldi, kynferðislega áreitni, misnotkun og jafnrétti. Tæplega 70% þeirra hafa kynnt sér starf Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og 39% þeirra eru með hlekk á vefnum sínum inn á síðu Samskiptaráðgjafa. Á þeirri síðu er að finna verkfærakistu með leiðbeiningum og gátlistum sem íþrótta- og æskulýðsfélög og geta nýtt sér t.a.m. við ráðningu starfsfólks og sjálfboðaliða. Við ráðningu starfsfólks og sjálfboðliða ráðleggur Samskiptaráðgjafinn félögum til dæmis að sækja upplýsingar úr sakaskrá starfsmanna og sjálfboðaliða og að kynna þeim siðareglur félagsins ennfremur að starfsfólk og sjálfboðaliðar undirriti siðareglurnar og votti þar með lestur og skilning á þeim. Það er áhugavert að sjá að aðeins 23% aðspurðra golfklúbba hafi beðið um leyfi til að fletta starfsmönnum og sjálfboðaliðum upp í sakaskrá á árinu 2023 og eingöngu 15% höfðu beðið þessa aðila að lesa stefnu golfklúbbsins er varðar ofbeldi, kynferðislega áreitni og misnotkun.
Næstu skref
Stefnt verður að því að auka kynningu á starfi Samskiptaráðgjafa og hvetja golfklúbba landsins til að nýta sér verkfærakistu og ráðgjöf hans er varðar aðgerðir í forvarnarskyni.
TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR
UFS upplýsingar
9 Klúbbar Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda
Losunarbókhald
(með markaðsaðgerðum)
Flokkur 5: Úrgangur frá rekstri
UFS upplýsingar
UFS upplýsingar
Sjálfbærniskýrsla golfhreyfingarinnar
Mat 2023 KL stendur fyrir klúbbur
Umhverfi
Umhverfisstarfsemi
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu?
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum?
Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi?
Loftslagseftirlit / stjórn
Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?
Loftslagseftirlit / stjórnendur
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu?
Félagslegir þættir
Aðgerðir gegn mismunun
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti?
Hnattræn heilsa og öryggi
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt vinnuverndarstefnu og/eða heildrænni heilsu- og öryggisstefnu?
Barna- og nauðungarvinna
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn barnaþrælkun?
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn nauðungarvinnu?
Ef já, nær stefnan gegn barna- og/eða nauðungarvinnu einnig til birgja og seljenda?
Nei Nei Nei Nei Já Nei Nei
Mat 2023 KL stendur fyrir klúbbur
Mannréttindi
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt mannréttindastefnu?
Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda?
Stjórnarhættir Óhæði stjórnar
Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku?
Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni?
Siðareglur birgja
Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja siðareglum?
Siðferði og aðgerðir gegn spillingu
Framfylgir fyrirtækið siðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum?
Persónuvernd
Framfylgir fyrirtækið persónuverndarstefnu?
Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum?
Sjálfbærniskýrsla
Birtir fyrirtækið sjálfbærniskýrslu?
Ef já: Inniheldur sjálfbærniskýrslan kafla um félagslega þætti, stjórnarhætti og umhverfisþætti? Nei Nei - Nei - Nei - - Nei
Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni?
Sjálfbærniskýrsla golfhreyfingarinnar
Mat 2023 KL stendur fyrir klúbbur
Starfsvenjur við upplýsingagjöf
Veitir fyrirtækið þitt upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti?
Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)?
Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða SÞ?
Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila
Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þriðja aðila?
Fræðsla og forvarnir 2023
Er klúbburinn með skýra stefnu er varðar ofbeldi, kynferðislega áreitni og misnotkun?
Er klúbburinn búinn að biðja um leyfi til að fletta starfsmönnum og sjálfboðaliðum upp í sakaskrá í ár?
Biður klúbburinn starfsmenn og sjálfboðaliða að lesa og skrifa undir stefnu er varðar ofbeldi, kynferðislega áreitni og misnotkun?
Er klúbburinn búinn að kynna sér starf samskiptaráðgjafa?
Er klúbburinn með hlekk á vefnum sínum inn á síðu samskiptaráðgjafa?
Á klúbburinn til hjartastuðtæki og kunna starfsmenn að nota slíkt?
Er klúbburinn með áætlun fyrir aðgengi sjúkrabíla?
Hefur klúbburinn kynjahlutföll til hliðsjónar við val í stjórnir og nefndir?