ÁRSSKÝRSLA 2013 Golfþing haldið í Reykjavík 23. nóvember
Ársskýrsla 2013
Fjöldi kylfinga í klúbbum Nr. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 40. 41. 42. 43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. 51. 52. 53. 54. 55. 56. 57. 58. 59. 60. 61. 62. 63. 64. 65.
2
Klúbbur Golfklúbbur Reykjavíkur Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Golfklúbburinn Keilir Golfklúbburinn Oddur Golfklúbburinn Kjölur Golfklúbbur Akureyrar Nesklúbburinn Golfklúbbur Suðurnesja Golfklúbburinn Setberg Golfklúbbur Vestmannaeyja Golfklúbbur Selfoss Golfklúbbur Bakkakots Golfklúbbur Öndverðarness Golfklúbburinn Leynir Golfklúbbur Þorlákshafnar Golfklúbbur Ásatúns Golfklúbbur Hveragerðis Golfklúbburinn Kiðjaberg Golfklúbburinn Flúðir Golfklúbbur Grindavíkur Golfklúbburinn Vestarr Golfklúbbur Álftaness Golfklúbbur Sandgerðis Golfklúbbur Vatnsleysustrandar Golfklúbbur Borgarness Golfklúbbur Ísafjarðar Golfklúbbur Sauðárkróks Golfklúbburinn Mostri Golfklúbbur Húsavíkur Golfklúbburinn Hamar Golfklúbbur Hellu Golfklúbbur Ólafsfjarðar Golfklúbburinn Úthlíð Golfklúbbur Fjarðarbyggðar Golfklúbburinn Dalbúi Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs Golfklúbbur Hornafjarðar Golfklúbbur Norðfjarðar Golfklúbburinn Lundur Golfklúbbur Siglufjarðar Golfklúbbur Bolungarvíkur Golfklúbburinn Gláma Golfklúbburinn Glanni Golfklúbburinn Jökull Golfklúbbur Seyðisfjarðar Golfklúbburinn Þverá Hellishólum Golfklúbburinn Tuddi Golfklúbburinn Hvammur Grenivík Golfklúbbur Byggðaholts Golfklúbburinn Geysir Golfklúbbur Skagastrandar Golfklúbbur Patreksfjarðar Golfklúbburinn Ós Golfklúbbur Mývatnssveitar Golfklúbburinn Vík Golfklúbbur Bíldudals Golfklúbbur Hólmavíkur Golfklúbbur Vopnafjarðar Golfklúbbur Djúpavogs Golfklúbburinn Skrifla Golfklúbbur Brautarholts Golfklúbbur Staðarsveitar Golfklúbburinn Húsafelli Golfklúbburinn Laki Golfklúbburinn Gljúfri Samtals
15 ára og yngri 135 338 110 31 81 115 31 37 4 74 42 15 28 38 26 2 25 13 32 21 1 25 8 12 23 14 31 25 17 27 12 19 3 24 3 2 2 3 4 1 1 21 12 10 4 2 3
2 1
1.510
16 ára og eldri 2.683 1.596 1.332 1.077 666 562 594 443 449 365 331 332 308 286 277 260 203 213 166 170 184 157 172 159 140 141 114 99 91 76 88 77 89 61 83 76 78 66 56 54 52 44 46 45 43 44 20 27 38 28 33 34 36 30 32 30 20 20 18 16 12 14 13 12 11 15.092
2013 2.818 1.934 1.442 1.108 747 677 625 480 453 439 373 347 336 324 303 262 228 226 198 191 185 182 180 171 163 155 145 124 108 103 100 96 92 85 83 79 78 68 58 57 52 48 47 45 44 44 41 39 38 38 37 36 36 33 32 30 20 20 18 16 14 14 14 12 11 16.602
2012 3.036 1.894 1.360 1.118 675 688 639 487 420 440 266 298 324 396 279 291 213 240 192 200 178 139 176 203 149 157 138 134 110 104 112 98 219 76 70 92 78 81 58 66 74 44 49 48 38 33 36 38 31 27 41 36 38 26 27 31 20 23 17 10 1 24 11 13 11 16.641
Breyting -218 40 82 -10 72 -11 -14 -7 33 -1 107 49 12 -72 24 -29 15 -14 6 -9 7 43 4 -32 14 -2 7 -10 -2 -1 -12 -2 -127 9 13 -13 0 -13 0 -9 -22 4 -2 -3 6 11 5 1 7 11 -4 0 -2 7 5 -1 0 -3 1 6 13 -10 3 -1 0 -39
% -7% 2% 6% -1% 11% -2% -2% -1% 8% 0% 40% 16% 4% -18% 9% -10% 7% -6% 3% -5% 4% 31% 2% -16% 9% -1% 5% -7% -2% -1% -11% -2% -58% 12% 19% -14% 0% -16% 0% -14% -30% 9% -4% -6% 16% 33% 14% 3% 23% 41% -10% 0% -5% 27% 19% -3% 0% -13% 6% 60% -42% 27% -8% 0% 0%
Holur 45 27 27 18 18 18 9 18 9 18 9 9 18 18 18 9 9 18 18 18 9 9 18 9 18 9 9 9 9 9 18 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 18 0 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 783
Ársskýrsla 2013
Velkomin á golfþing Samkvæmt lögum GSÍ er golfþing annað hvert ár en hitt árið eru haldnir formannafundir. Síðasta haust var haldinn formannafundur í golfskála Golfklúbbs Suðurnesja og var hann vel sóttur. Hefð er fyrir því að formenn og framkvæmdastjórar golfklúbbanna sitji þann fund og nýttist hann vel til skoðanaskipta um hinn ýmsu málefni sem brenna á golfhreyfingunni hverju sinni. Nú er komið að golfþingi og er það haldið í fundarsal Íþrótta-og sýningarmiðstöðvarinnar í Laugardal, en sú hefð hefur skapast að halda golfþing í Reykjavík en formannafundi á landsbyggðinni. Á golfþingi 2011 var samþykkt afreksstefna GSÍ fyrir árin 2012-2022, en á þessu þingi er enn stærra verkefni fyrir þingfulltrúa til úrvinnslu, lögð er fram stefna golfhreyfingarinnar í öllum málflokkum til næstu ára. Mikilvægt er að stefnan sé skýr og samstaða sé í hreyfingunni um stefnumótunina og því mikilvægt að hún fái vandaða umfjöllun á þinginu.
við íþróttafélögin en því miður hefur fjárhagsstaða þeirra versnað mikið á liðnum árum og sveitarfélögin haft litla fjármuni til uppbyggingar. Því hefur forgangsröðun þeirra orðið enn skýrari en áður og þau einungis lagt fjármuni í þau lögbundnu verkefni sem þeim er ætlað að sinna. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr, að upplýsa sveitarstjórnarmenn og aðra sem taka ákvarðanir um uppbyggingu íþróttamannvirkja hversu mannbætandi og mikil lífsgæði það eru fyrir íbúana að eiga kost á því að stunda golfíþróttina. Fjármunum varið til forvarna er vel varið og styrkja innviði samfélagsins til framtíðar. Golfíþróttin leggur stóran skerf til bættra lífsgæða þeirra sem hana stunda og því eru það sameiginlegir hagsmunir golfhreyfingarinnar og opinberra aðila að útbreiðsla og framgangur golfíþróttarinnar sé sem mestur.
Erfitt efnahagsástand á liðnum árum hefur dregið verulega úr stuðningi opinberra aðila við golfíþróttina eins og íþróttir almennt. Sveitarfélögin í landinu sjá að mestu um uppbyggingu íþróttamannvirkja í samstarfi
Með golfkveðju, Hörður Þorsteinsson Framkvæmdarstjóri GSÍ.
Hlutverk Golfsambandsins er að... ...vinna að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu á Íslandi.
...halda Íslandsmót í höggleik, holukeppni og sveitakeppni fyrir alla aldursflokka.
...reka öfluga afreksstefnu og styðja klúbbana við þjálfun og uppbyggingu afrekskylfinga.
...vera ráðgefandi þegar kemur að uppsetningu valla fyrir mót og almenna golfvallarumhirðu og styðja SÍGÍ sem eru samtök golfvallastarfsmanna.
...gefa út tímaritið Golf á Íslandi og annað fræðsluefni. ...reka og halda utan um tölvukerfi hreyfingarinnar, www.golf.is.
...annast erlend samskipti og styðja við afreksmenn og senda þá á alþjóðleg mót. ...styðja áhugamenn á leið þeirra til atvinnumennsku.
...kynna golf í skólum, fjölmiðlum og annarstaðar þar sem því verður við komið. ...vera ráðgefandi þegar stofnaður er golfklúbbur eða byggður er golfvöllur.
...skipuleggja alþjóðlega viðburði sem haldnir eru hér á landi. ...styðja samtökin "Golf Iceland" sem leggja áherslu á fjölgun ferðamanna í golf.
...veita allar helstu uplýsingar um tölfræði golfsins. ...þýða og staðfæra forgjafar,- móta- og keppendareglur ásamt golfreglum í samræmi við reglur R&A og EGA.
...berjast gegn notkun hvers kyns lyfja, efna og aðferða sem bönnuð eru af IOC eða alþjóðlegum sérsamböndum.
...sjá um að allir golfvellir landsins séu metnir samkvæmt vallarmatskerfi EGA.
...tryggja drengilega keppni og berjast gegn hvers kyns mismunun í golfíþróttinni.
...halda héraðs- og landsdómaranámskeið.
...annast samstarf um málefni golfklúbba við sveitarfélög og aðra innlenda hagsmunaaðila.
...bjóða upp á miðlægt tölvukerfi fyrir klúbbastjórnendur og hinn almenna kylfing. ...stuðla að mótahaldi um land allt og bjóða upp á mótaröð fyrir alla aldurshópa.
...bæta ímynd golfíþróttarinnar gagnvart almenningi og efla samstarf við klúbbana. ...samræma leikreglur og reglur um forgjöf.
3
Ársskýrsla 2013
Stjórn Golfsambands Íslands 2011-2013 Stjórn Golfsambandsins er skipuð 7 einstaklingum í sjálfboðaliðastarfi. Stjórn og forseti er kosin til tveggja ára í senn á golfþingi. Einnig eru 3 einstaklingar kosnir í varastjórn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og skipar í nefndir.
Jón Ásgeir Eyjólfsson Forseti
Bergþóra Sigmundsdóttir Meðstjórnandi
Haukur Örn Birgisson Varaforseti
Eggert Ágúst Sverrisson Gjaldkeri
Gylfi Kristinsson Meðstjórnandi
Gunnar Gunnarsson Varastjórn
Kristín Magnúsdóttir Ritari
Theódór Kristjánsson Varastjórn
Starfsmenn Golfsambands Íslands
Hörður Þorsteinsson Beinn simi: 514-4052 GSM sími: 896-1227 hordur@golf.is
4
Arnar Geirsson Beinn simi: 514-4054 GSM sími: 894-0933 arnar@golf.is
Stefán Garðarsson Beinn simi: 514-4053 GSM sími: 663-4656 stebbi@golf.is
Úlfar Jónsson Beinn simi: 514-4057 GSM sími: 862-9204 ulfar@golf.is
Guðmundur Friðrik Sigurðsson Meðstjórnandi
Rósa Jónsdóttir Varastjórn
Ársskýrsla 2013
Skýrsla stjórnar Ágætu þingfulltrúar og aðrir gestir Ég býð ykkur öll velkomin á golfþing sem að þessu sinni er haldið hér í Íþrótta-og sýningarhöllinni í Laugardal. Þetta er 71. starfsár sambandsins en eins og mörg ykkar vita þá var sambandið stofnað í Oddfellowhúsinu við Tjörnina þann 12. ágúst 1942 af Golfklúbbi Reykjavíkur, Golfklúbbi Akureyrar og Golfklúbbi Vestmanneyja. Sambandið hefur allar götur síðan dafnað og vaxið að burðum og eru nú félagar í golfklúbbum landsins 16.602 samkvæmt upplýsingum frá 1. júlí síðastliðinn. Golfsambandið var einnig fyrsta sérsambandið sem fékk aðild að Íþróttasambandi Íslands og er nú næstfjölmennasta samband þess.
Forgjafar- og vallarmatsnefnd: Guðmundur Ólafsson, Arnar Geirsson og Guðmundur Þ. Magnússon. Varamenn í forgjafarnefnd: Andrés I. Guðmundsson og Baldur Gunnarsson.
Golfþing er haldið annað hvert ár og formannafundur hitt árið. Sú venja hefur skapast að golfþing er haldið á Reykjarvíkursvæðinu en formannafundur úti á landi. Þetta fyrirkomulag hefur tekist ágætlega og virðist almenn ánægja vera með það. Á golfþingi 2011, sem haldið var í Garðabæ 19. nóvember, voru eftirtaldir kosnir í stjórn og skiptu þeir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi en forseti var kosinn sérstaklega.
Eins og hefðbundið er á þessum tímamótum, förum við yfir starfsemi sambandsins á liðnu starfssári, skoðum reksturinn og metum þann árangur sem náðst hefur og hvað hefur ekki náðst. Rekstrarniðurstaða sambandsins er í takt við þær áætlanir sem við settum fram og fjöldi félaga í golfklúbbum er svipaður frá því á síðasta ári. Þetta er reyndar í fyrsta skipti í mörg ár sem ekki er um fjölgun að ræða í hreyfingunni og spurning hvort hinu lélega sumri hér á Suðurlandi er um að kenna.
Forseti: Jón Ásgeir Eyjólfsson
Rósa
Jónsdóttir
og
Áfrýjunardómstóll GSÍ: Rúnar Gíslason, Kristján Einarsson og Þorsteinn Sv. Stefánsson. Dómaranefnd: Sigurður Geirsson, Hörður Geirsson og Þórður Ingason.
Mótahald gekk vel og voru flest mót fullskipuð og þá sérstaklega unglingamótin en bakhjarl þeirra í ár var Íslandsbanki. Eimskipafélag Íslands var eins og undanfarin ár okkar aðalstuðningsaðili og mótaröð afrekskylfinga nefnd eftir þeim. Þá var Icelandair okkur dyggur bakhjarl og styrktu þeir m.a. þau mót okkar sem sneru að eldri kylfingum. Nokkur fyrirtæki styðja okkur myndarlega eins og Síminn, Ölgerðin, Securitas og KPMG svo einhver séu nefnd, auk fjölda fyrirtækja komið hafa að starfi sambandsins með einum og öðrum hætti.
Stjórn: Haukur Örn Birgisson, varaforseti Eggert Ágúst Sverrisson, gjaldkeri Kristín Magnúsdóttir, ritari Bergþóra Sigmundsdóttir, meðstjórnandi Guðmundur Friðrik Sigurðsson, meðstjórnandi Gylfi Kristinsson, meðstjórnandi Varastjórn: Gunnar Gunnarsson, Kristjánsson.
Dómstóll GSÍ: Hjörleifur Kvaran, Tryggvi Guðmundsson og Guðmundur Sophusson.
Theódór
Varastjórnarmenn sátu alla stjórnarfundi og tóku fullan þátt í stjórnarstörfum. Á formannafundi í Leirunni í fyrra var gerð grein fyrir starfsárinu 2011-2012 og var þeirri skýrslu dreift á fundinum og er jafnframt að finna á heimasíðu sambandsins og mun ég því aðeins gera grein fyrir starfsárinu 2012-2013. Á starfsárinu voru haldnir 14 stjórnarfundir en auk þess skipaði stjórnin ýmsar starfsnefndir sem fundað hafa á tímabilinu. Á golfþingi 2011 var jafnframt kosið í eftirfarandi embætti: Endurskoðendur: Stefán Svavarsson og Guðmundur Frímannsson. Varaendurskoðendur: Hallgrímur Þorsteinsson og Ómar Kristjánsson. Áhugamennskunefnd: Georg Tryggvason, Örn Höskuldsson og Gísli Guðni Hall. Varamenn í áhugamennskunefnd: Hannes Guðmundsson og Júlíus Jónsson. Aganefnd: Haukur Örn Birgisson, Sigurður Geirsson og Jónatan Ólafsson. Varamenn: Bergsteinn Hjörleifsson, Eggert Eggertsson og Guðmundína Ragnarsdóttir.
Eins og áður voru mótin á Eimskipsmótaröðinni öll 54 holur, en það er skilyrði fyrir því að þau telji til stiga á áhugamennskulistum R&A í karla- og kvennaflokki. Staða íslenskra kylfinga á þessum listum auðveldar þeim þátttöku í erlendum mótum og býr þeim tækifæri á að nýta stöðu sína til að komast að í erlendum háskólum, aðallega bandarískum háskólum þar sem þau fá tækifæri til að æfa og keppa í golfi við bestu aðstæður. Þetta eru tækifæri sem koma okkar kylfingum til góða, svo ekki sé talað um þann fjárhagslega ávinning sem þetta veitir þeim í formi skólastyrkja eða afsláttar af skólagjöldum. Það vakti eftirtekt hve margir ungir kylfingar skiluðu inn lágum skorum í mótum í sumar. Ljóst er að við eigum stóran hóp af ungum og efnilegum kylfingum sem við getum bundið miklar vonir við, ef rétt er staðið að þjálfun þeirra og þeim veitt tækifæri við hæfi. Öll aðstaða hefur batnað á undanförnum árum til æfinga og þá hefur fjöldi menntaðra golfkennara aukist á sama tíma. Þá verður að hrósa vallarstjórum og þeirra starfsmönnum, sem sýna mikinn metnað í því að bjóða uppá frábæra golfvelli og eru íslenskir vellir ekki eftirbátar erlendra golfvalla í gæðum. Aðstæður hér á landi eru um margt ólíkar þeim löndum sem búa við hærra hitastig og þar af leiðandi lengra golftímabil, allt upp í það að leika golf
5
Ársskýrsla 2013
Skýrsla stjórnar allt árið. Aðstæður okkar eru þó ekki endilega verri en víða erlendis, t.d. er vatnsskortur ekki vandamál og við þurfum ekki að nota eiturefni með sama hætti og flestar aðrar Evrópuþjóðir. Afreksstefna golfsambandsins sem kynnt var á síðasta golfþingi og unnið hefur verið eftir, gerir kylfingum betur kleift að bera sig saman við aðra og sjá hvar þeir standa. Sú stefnumörkun sem kynnt er í afreksstefnu sambandsins hefur þannig skilað sér niður í afreksstarf klúbbanna og vonandi verið gott innlegg í skipulag afreksstarfs þeirra. Hér á eftir verður kynnt stefnumótun golfsambandsins 2013 til 2020, en á síðasta golfþingi var samþykkt að efna til stefnumótunarvinnu og verður árangur þeirrar vinnu lagður fram hér á þinginu. Margir hafa komið að þeirri vinnu en þó er rétt að geta þess að varaforseti sambandsins Haukur Örn Birgisson hefur borið hitann og þungann af því starfi.
Eins og fram kom í upphafi, þá varð ekki fjölgun í klúbbum landsins og leiðir það hugann að því hvað valdi. Hið slæma sumar hér sunnanlands getur verið að hluta til ástæðan eins og ég nefndi hér að framan, en við getum ekki vikið frá þeirri hugsun að nágrannalönd okkar hafa verið að fást við fækkun félaga undanfarin ár. Félagsaðild að golfklúbbum virðist ekki höfða eins sterkt til yngri aldurshópa, sem virðast frekar kjósa að borga vallargjöld hvar og hvenær sem þeir leika golf. Þá er það umhugsunarefni að mörgum finnst 18 holu hringur taka of langan tíma. Hugmyndir hafa komið fram með 12 holu hringi og margir virðast láta duga að spila níu holu hringi og bera þá saman þann tíma sem fer í slíkt við aðra afþreyingu sem menn stunda, s.s. líkamsrækt eða að skreppa í bíó. Þetta er eitthvað til þess að hugsa um. Golf í sjónvarpi er eitt vinsælasta íþróttaefni sem til er. Það viðheldur áhuga kylfinga á íþróttinni og jafnframt vekur það upp áhuga þeirra sem þekkja ekki íþróttina. Skjárgolf sýnir frá öllum helstu golfmótum allsstaðar úr heiminum og í flestum tilfellum í beinni útsendingu. Ég er ekki viss um að annað eins framboð af sjónvarpsefni tengdu golfíþróttinni sé í boði í mörgum öðrum löndum, en þess ber líka að geta að efnið er selt í áskrift. Samningur
6
okkar við RÚV í ár fól í sér golfþáttargerð í 14 þáttum sem sýndir voru vikulega og ætlaðir til þess að þjóna öllum þeim sem áhuga hafa á golfi og ekki síður kynna golfíþróttina fyrir þeim sem ekki stunda hana. Þá fól samningur okkar við RÚV einnig í sér að bein útsending var frá Íslandsmótinu í höggleik síðustu tvo dagana, en mótið fór fram í blíðskaparveðri á Korpúlfsstaðavelli. Þetta hjálpar okkur í því verkefni að kynna golfíþróttina og auka áhuga á henni, enda útbreiðsla íþróttarinnar eitt af mikilvægustu verkefnum sambandsins á hverjum tíma. Útgáfu og fræðslumál Þessi flokkur er mikilvægur í starfssemi sambandsins og ekki síður í starfi golfklúbbanna. Dómaranámskeiðin sem við höfum haldið, hafa alla jöfnu verið vel sótt og klúbbarnir gera sér grein fyrir því hve mikilvægt það er að hafa dómara innan sinna raða. Þetta hefur breyst til batnaðar frá því sem áður var. Þá höfum við haldið upprifjunarnámskeið fyrir starfandi dómara þar sem það hefur átt við. Útgáfa golfreglna er endurskoðuð á fjögurra ára fresti og verða golfreglur gefnar út og prentaðar næst í ársbyrjun 2016. Upplagið hefur venjulega verið 20.000 eintök og er aðalstyrktaraðili golfreglnanna tryggingafélagið Vörður. Blaðið okkar Golf á Íslandi kemur út í fimm tölublöðum og í ár eru útgefnar blaðsíður 700 og hefur það aldrei verið stærra. Þrátt fyrir efnahagslægð undanfarinna ára hefur rekstur þess gengið vel. Blaðið er heimild um íslenskt golf til framtíðar og þess vegna okkur mjög dýrmætt. Ekkert annað sérsamband á Íslandi heldur úti reglubundnu tímariti og erum við öfunduð víða í íþróttahreyfingunni af útgáfunni. Skíðasamband Íslands hefur t.d. nýtt sér útbreiðslu blaðsins og fengið að senda upplýsingarit um skíðaíþróttina með blaðinu okkar og þannig náð í áhugverðan markhóp. Nokkur umræða hefur verið um tímaritið Golf á Íslandi og með hvaða hætti skynsamlegt sé að þróa útgáfu þess. Stjórn GSÍ fékk Capacent Gallup til að kanna viðhorf kylfinga til útgáfunnar og er ánægjulegt að sjá hversu mikil ánægja er með Golf á Íslandi og það fyrirkomulag sem er á dreifingu blaðsins. Í nágrannalöndum okkar hefur kylfingum verið að fækka og þar hafa menn verið að skoða með hvaða hætti sé skynsamlegt að takast á við þá neikvæðu þróun. Á það hefur verið bent að ódýrasta leiðin sé að leggja áherslu á að halda þeim félagsmönnum sem fyrir eru í hreyfingunni, efla þjónustuna gagnvart þeim sem fyrir eru. Erfiðara og dýrara sé að afla nýrra félagsmanna. Útgáfa okkar á tímaritinu Golf á Íslandi er m.a. ætlað þetta hlutverk, efla þjónustuna við okkar félagsmenn og ekki sakar að auglýsendur telja þennan markhóp mikilvægan. Það er því ánægjulegt að fá það staðfest í skoðunarkönnun frá Capacent Gallup að kylfingar telja útgáfuna mikilvæga. Tölvukerfið okkar Golf.is er alltaf í sífelldri þróun og var kerfið endurskrifað í nýtt umhverfi og var nýtt útlit tekið í notkun í ársbyrjun. Vefurinn heldur utan um flesta þætti golfíþróttarinnar svo sem forgjöf, rástíma, mótahald og alls konar tölfræði fyrir kylfinginn sem og fyrir klúbbana.
Ársskýrsla 2013
Skýrsla stjórnar Þetta er einn stærsti íþróttavefur landsins með margar milljónir flettinga á mánuði yfir sumarmánuðina, þegar álagið er hvað mest. Miklum fjármunum hefur verið varið í kerfið og uppbyggingu þess og er það farið að standast það álag sem á vefnum er á álagstímum á sumrin. Ég held að viðhorfsbreyting hafi átt sér stað til kerfisins, en ég man þá tíð er margir kvörtuðu yfir alltof hægvirku kerfi og fundu því flest til foráttu. En ég held að enginn vildi vera án þess í dag. Mótahald Eins og áður sagði gekk mótahald vel hjá okkur og góð þátttaka í flestum mótum GSÍ. Unglingamótin voru sérstaklega vel sótt og eru sumir flokkar orðnir mjög stórir. Það er ánægjulegt að sjá skor okkar bestu unglinga fara lækkandi ár frá ári, þó svo það sé auðvitað áhyggjuefni að færri börn og unglingar voru skráð í golfklúbba á þessu ári samanborið við síðasta ár. Íslandsbanki gekk til liðs við okkur sem stuðningsaðili fyrir unglingamótaröðina og gekk það samstarf mjög vel og var fulltrúi frá bankanum við verðlaunaafhendingu á öllum mótum Íslandsbankamótaraðarinnar.
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Sunna Víðisdóttir úr GR urðu íslandsmeistarar í höggleik árið 2013.
Mótahald okkar nær til allra aldursflokka og eins og áður er Eimskipafélag Íslands okkar aðalbakhjarl og mótaröð afrekskylfinga nefnd eftir þeim. Þá eru mót okkar fyrir eldri kylfinga tengd Icelandair sem hafa stutt okkar gegnum árin. Stærsta mót sumarsins er ávallt Íslandsmótið í höggleik þar sem keppt er um eftirsóttustu titlana í íslensku golfi. Mótið fór fram síðustu dagana í júlí á Korpúlfsstaðavelli, en það var í fyrsta skipti sem mótið fór fram á þeim velli en völlurinn var stækkaður og opnað fyrir þær breytingar í byrjun sumars. Mótið fór vel fram og sýndi RÚV beint frá síðustu tveimur dögum keppninnar. Eins og áður kom fram þá sömdum við einnig við RÚV um 14 vikulega þætti sem sýndir voru í sumar um allt mögulegt sem snerti golf. Þar var fylgst bæði með keppnisgolfi og golfi sem afþreyingu til skemmtunar og heilsubótar. Samstarfið gekk út það að efla áhuga á golfi hjá byrjendum sem og þeim sem lengra eru komnir, enda lítum við á það sem eitt af hlutverkum okkar að
efla áhuga á golfíþróttinni. Íslandsmeistarar í höggleik 2013 urðu þau Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, og Sunna Víðisdóttir, GR, og skráðu þau þannig nöfn sín á spjöld golfsögunnar. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum starfsmönnum, sjálfboðaliðum og stjórnarmönnum golfklúbba sem komu að mótum okkar í sumar svo og dómurum sem leggja sig alla fram við að halda uppi lögum og reglum í okkar ágætu íþrótt. Afreksstarf Á afrekssviðinu er helst að minnast árangurs piltalandsliðsins í Slóvakíu í september er þeir tryggðu sér sæti á Evrópumóti pilta í Noregi næsta sumar og árangur karlaliðsins fyrr í sumar þar sem þeir tryggðu sér miða á Evrópumótið í Finnlandi næsta sumar. Með þessum árangri munum við eiga þrjú landslið í úrslitakeppni Evrópumóta í A-flokki á næsta ári, en kvennaliðið hefur jafnframt möguleika til þátttöku. Eins og landsliðsþjálfarinn sagði er þessi árangur var í höfn, „glæsilegur endir á góðu sumri“. Við höfum öll fylgst með kylfingum okkar sem reynt hafa fyrir sér á úrtökumótunum og skynjað hvað það er erfitt að feta þröngan stíg atvinnumanna. Birgir Leifur er í eldlínunni og honum fylgja okkar bestu óskir um gott gengi, en á næstu dögum ræðst það hvort draumur hans um þátttöku á meðal þeirra bestu rætist, þegar hann tekur þátt í 2. stigi úrtökumótsins í Bandaríkjunum. Golf á Ólympíuleikum er nú aftur á dagskrá og verður keppt í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eftir rúmlega hundrað ára hlé og fá kylfingar keppnisrétt eftir stöðu sinni á heimslista atvinnumanna og því ólíklegt að við náum inn keppenda að þessu sinni. Forgjafar- og vallarmatsmál Eins og áður eru þrír starfshópar sem sinna vallarmati en þeir starfa undir stjórn forgjafarnefndar GSÍ. Þeir vellir sem voru endurmetnir í ár eru Korpúlfsstaðavöllur, Hvaleyrarvöllur, Hólmsvöllur og Hamarsvöllur, Mýrin og Leirdalur og nokkrir níu holu vellir. Ný útgáfa af forgjafarkerfi EGA kom út í fyrra og gildir til ársloka 2015. Breytingin var ekki mikil en auknar kröfur voru gerðar um skráningu æfingahringja. Sú breyting tók gildi síðasta sumar og urðum við vör við nokkra óánægju með fyrirkomulag á skráningu æfingahringja, en í sumar hefur þetta gengið ágætlega og svo virðist sem kylfingar séu búnir að aðlaga sig þeim kröfum sem fram eru settar í kerfinu. Þjálfunar- og kennslumál Útskrifaðir golfkennarar úr hinum íslenska PGA skóla eru nú um 40 talsins og stunda nú 13 nemendur nám við skólann. Skólinn hefur fengið viðurkenningu PGA Í Evrópu þannig að okkar kennarar eru fullgildir alls staðar í Evrópu. Áhugi fyrir náminu virðist mikill og spurning um hvenær línur framboðs og eftirspurnar skarast. Ástandið virðist mjög gott og ólíkt því sem áður var þegar golfkennarar voru fáir og stoppuðu hér jafnvel stutt. Aðstaða er mjög góð hjá stærstu klúbbunum og margir klúbbar hafa komið sér upp inniaðstöðu á veturna. Okkar landfræðilega lega setur okkur skorður um stutt golftímabil svo að við verðum að bregðast við með
7
Ársskýrsla 2013
Skýrsla stjórnar æfingar á þann hátt sem við best getum. Þó verður það að teljast áhyggjuefni hversu erfiðlega gengur að manna stöður golfkennara á landsbyggðinni og hversu tregir golfkennarar eru að ráða sig til starfa á minni staðina. Það er spurning hvort ekki sé skynsamlegt að huga að meira samstarfi klúbba á sama landsvæði í golfkennaramálum. Þá mun GSÍ í vetur skoða, í samstarfi við PGA, að bjóða upp á styttri námskeið fyrir unglingaleiðtoga sem gætu í framhaldinu aðstoðað við kynningu og þjálfun. Erlent samstarf Við erum fulltrúar íslensk golfs á erlendum vettvangi. Það er okkur mikilvægt að vera þátttakendur í alþjóðlegu samfélagi ef við ætlum okkar að taka þátt í alþjóðlegum mótum, læra af öðrum og jafnvel miðla af reynslu okkar til annarra. Þá er einnig mikilvægt að kynnast aðilum í alþjóðasamfélagi golfhreyfingarinnar. Við erum aðilar að EGA sem er skammstöfun fyrir European Golf Association. Þar er svæðisskipting eftir landfræðilegri legu og erum við að sjálfsögðu í svokölluðu norðursvæði ásamt hinum Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Póllandi og Rússlandi. Á ársfundum EGA halda svæðin sína fundi til þess að ræða þau atriði sem snerta þau sérstaklega, svo er sameinast um stefnur og ákvarðanir sem bornar eru upp á sjálfum ársfundi EGA. Umfangsmikilli mótaröð er haldið úti hvert ár sem er skipulögð af mótanefnd EGA. Við eigum þar fulltrúa sem er Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ, en hann hefur starfað þar í þrjú ár. Þá erum við aðilar að alþjóðagolfhreyfingunni IGF eða International Golf Federation sem heldur aðalfund sinn annað hvert ár í tengslum við Eisenhower Trophy mótið sem er heimsmeistarakeppni áhugamannalandsliða. Keppni þessi er haldin annað hvert ár og verður haldin á næsta ári í Japan. Forseti, varaforseti og framkvæmdastjóri sátu ársfund EGA í október í Finnlandi. Þá hittust forystumenn Norðurlandanna í sumar á árlegum fundi sínum í Osló en fundirnir eru haldnir til skiptis á Norðurlöndunum. Þann fund sátu forseti og framkvæmdastjóri. Þar ráða menn ráðum sínum um ýmis vandamál sem komið geta upp í golfhreyfingunum svo sem fækkun í samböndunum, tölvumál, umhverfismál og margt fleira. Gagnlegir fundir sem efla vináttu á milli frændþjóðanna. Golf Iceland Samtökin Golf Iceland voru stofnað 2008 og eru aðilar þess nú 24. Samtökin voru stofnuð með samvinnu golfhreyfingarinnar og ferðaþjónustunnar í þeim tilgangi að kynna íslenska golfvelli á erlendum vettvangi og laða hingað erlenda kylfinga. Meginstarf samtakanna eru almennar kynningar og markaðsstarf á golfi á Íslandi. Því er aðallega sinnt með útgáfu og dreifingu hefðbundins kynningarefnis og í gegnum vefsíður. Þá er einnig lögð áhersla á fjölmiðlasamskipti. Á árinu komu hingað fjölmiðlar til að kynnast golfi á Íslandi þó ekki væri um neinar skipulagðar boðsferðir að ræða. Undanfarin ár hefur verið fjallað um íslenska golfvelli af erlendum fjölmiðlafyrirtækjum. Golf Iceland er aðili að IAGTO sem eru alþjóðleg samtök ferðaþjónustuaðila og golfáfangastaða sem tekur þátt í stærstu sérhæfðu golfferðasýningu í heiminum ár hvert. Þegar litið er
8
til þeirra kannanna sem liggja fyrir varðandi erlenda ferðamenn og kylfinga þá hefur þeim fjölgað ár frá ári. Á þessu sumri má gera ráð fyrir að erlendum kylfingum sem heimsóttu velli okkar hafi fjölgað um 15-20% frá 2012. Einstaka golfklúbbar hafa notið allt að 30% aukningar og telja að erlendir kylfingar hafi skipt sköpun hvað tekjur varðar, þegar veðrátta dró úr aðsókn innlendra kylfinga.
Forskot - Afrekssjóður Styrktar og afrekssjóðurinn Forskot var stofnaður árið 2012 af golfsambandinu ásamt Eimskipafélagi Íslands, Íslandsbanka, Icelandair og Valitor. Tilgangur sjóðsins er að styðja afrekskylfinga við að ná lengra á braut sinni og gera þeim kleift að ná háleitum markmiðum. Sjóðurinn gerir í sjálfu sér ekki greinarmun á áhugamönnum og atvinnumönnum enda eru þær skilgreiningar alltaf að verða ógreinilegri. Sjóðurinn hefur veitt styrki bæði árin 2012 og 2013. Sérstök fagnefnd er stjórn sjóðsins til aðstoðar. Það er von okkar að þessi sjóður verði til þess að aðstoða okkar bestu kylfinga í að ná lengra á leið sinni til metorða og verða íslensku golfi til sæmdar. Afmæli Nokkrir golfklúbbar áttu merkisafmæli á árinu. Golfklúbbar Djúpavogs, Golfklúbbur Hveragerðis, Golfklúbbur Úthlíðar og Golfklúbburinn Gljúfri áttu allir 20 ára afmæli. Golfklúbbur Bolungavíkur varð 30 ára, Golfklúbbur Borgarness og Jökull urðu 40 ára og Golfklúbbur Vestmanneyja verður 75 ára þann 4. desember nk. Við óskum öllum þessum klúbbum til hamingju með afmælin. Ýmislegt Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Íslandi í júní 2015 en sú þjóð sem heldur leikana hverju sinni velur tvær keppnisgreinar. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands valdi að keppt yrði í golf og hlaut sú ákvörðun jákvæðar undirtektir. Fyrirkomulag keppninnar er í okkar höndum og verður með sama sniði og Eisenhower keppni landsliða, það er þriggja manna keppnissveitir leika í fjögurra daga móti þar sem tvö bestu skorin gilda á hverjum degi. Keppt verður bæði í karla- og kvennaflokki. Þá hefur Golfsambandið áhuga á að sækjast eftir því að halda
Ársskýrsla 2013
Skýrsla stjórnar Evrópumót kvenna árið 2016 og verður unnið að þeirri umsókn í vetur. Fjármál Fjárhagur golfsambandsins er traustur og er eigið fé þess um 21 milljónir króna og nemur það um 15% af heildarútgjöldum ársins. Þetta eigið fé, sem byggst hefur upp af tekjuafgangi af rekstri sambandsins undanfarin ár, gerir það að verkum að golfsambandið hefur ekki þurft að treysta á dýr bankalán yfir vetrartímann með tilheyrandi vaxtakostnaði þegar litlar tekjur koma í reksturinn. Tekjuafgangur á s.l. ári var um 1, 3 milljónir króna. Tekjuöflun Golfsambandsins er þríþætt, árgjöld félaga, sértekjur og styrkir. Árgjöld félaga sem er kr. 4.300 fyrir hvern kylfing eru um 44% af heildartekjum. Lögð hefur verið áhersla á að draga úr þessari tekjuöflun undanfarin ár með takmörkuðum hækkunum árgjaldsins en árgjaldið hefur lækkað um 30% að raungildi s.l. átta ár. Sértekjur eru um 38% af heildartekjum sambandsins og eru þær fyrst og fremst stuðningsfé frá samstarfsaðilum golfsambandsins í formi auglýsinga í Golf á Íslandi og kynninga á golfmótum á vegum sambandsins. Styrkir og framlög hafa verið um 18% af heildartekjum undanfarin ár. Þetta eru framlög frá Íþróttasambandi Íslands m.a. lottóinu, opinberir styrkir og loks styrkir frá R&A. Heildartekjur golfsambandsins á s.l. ári voru um 146 milljónir króna. Útgjöld golfsambandsins skiptast eftir helstu starfsþáttum í rekstri sambandsins þannig, að útgáfukostnaður er um 24% sem er að mestum hluta kostnaður vegna útgáfu Golfs á Íslandi en útgáfan skilar hagnaði eftir að búið er að taka tillit til alls kostnaðar vegna útgáfunnar og ókeypis póstdreifingar til 15.000 heimila. Afreks- og mótasvið er um 36%, fræðslu- og alþjóðasvið um 7%, þjónustusviðið sem er að stærstum hluta rekstur golf.is og framlög til samtaka sem tengjast golfinu er um 13% og almennur stjórnunarkostnaður um 20%. Nú liggur fyrir golfþingi ný stefnumótun golfhreyfingarinnar til næstu sjö ár, þar sem aukin áhersala á lögð á þjónustu við hinn almenna kylfing, barna- og unglingastarf og upplýsingamiðlun sem getur breytt áherslum í rekstri golfsambandsins og ráðstöfun tekna þess. Lokaorð Stöðug fjölgun hefur verið í golfhreyfingunni frá árinu 2000 og hefur fjöldi kylfinga í golfklúbbum tvöfaldast á þeim tíma, þeir hafa farið úr 8.500 í tæp 17.000. Þar fyrir utan er talið að annar eins hópur leiki golf að minnsta kosti fjórum sinnum á sumri og þannig sé um það bil 34.000 manns sem stundi golf að einhverju marki. Þannig má finna út að 10% þjóðarinnar leiki golf. Þessi hlutfallstala er líklega sú hæsta í heiminum og alltaf gaman að því ef við erum stærst í einhverju. Af hverju er golf svona vinsælt í landi þar sem tímabil er svona stutt? Ef til vill er ekkert einfalt svar við því en það tiltölulega ódýrt er að leika golf hér á landi. Hin björtu sumarkvöld gefa tækifæri að leika golf lengi dags og alls staðar er
tiltölulega stutt á næsta golfvöll. Allir golfvellir eru opnir öllum og þeir eru margir hér á landi. Eins og ég segi þá er ef til vill ekkert einhlítt svar við þessari spurningu en þó er það víst að þetta er ein alvinsælasta íþrótt landsins. Ég hef nú um átta ára skeið stýrt þessari hreyfingu og verð að segja að þetta tímabil hefur verið mjög ánægjulegt. Auðvitað hefur ekki alltaf verið gaman en þegar hið jákvæða er oftar en hið neikvæða þá er ekki hægt annað en að vera ánægður. Ekki er alltaf hægt að gera öllum til hæfis en við sem höfum staðið í forystusveit hreyfingarinnar höfum þó reynt af fremstu getu að gera okkar besta á þessum tíma. Það er svo ykkar að meta hvort tekist hefur að færa hreyfinguna fram á við og hvort okkur hafi miðað áfram. Ég tel því að mínum markmiðum sé náð og tími sé kominn til þess að hliðra til fyrir öðrum sem koma með önnur markmið. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér sem forseti golfsambandsins nú í dag þegar gengið verður til kosninga. Ásamt mér munu hætta í stjórn Kristín Magnúsdóttir og Guðmundur Friðrik Sigurðsson. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka stjórnarmönnum mínum öllum fyrir samstarfið á liðnum árum. Þetta hefur verið samstæður og skemmtilegur hópur sem hefur haft að leiðarljósi heill sambandsins og alltaf verið tilbúin í þau verkefni sem hefur þurft að leysa. Þá vil ég einnig þakka Herði framkvæmdastjóra, Stefáni markaðsstjóra og Arnari kerfisstjóra fyrir gott og farsælt samstarf þar sem aldrei hefur borið skugga á. Ég vil svo að lokum óska golfhreyfingunni alls hins besta í framtíðinni. Jón Ásgeir Eyjólfsson Forseti GSÍ
9
Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík
Ársreikningur fyrir starfsárið 2013
11
12
Ársskýrsla 2013
Áritun stjórnar og framkvæmdarstjóra
Áritun endurskoðenda
13
Ársskýrsla 2013
Rekstrarreikningur 1. október 2012 - 30. september 2013 Rekstrarreikningur 1. október 2012 - 30. september 2013 Áætlun 2013
Árið 2012
35.133.183 20.662.139 27.147.441 63.470.400 146.413.163
32.725.000 22.000.000 27.000.000 62.353.200 144.078.200
34.612.743 23.530.000 26.587.632 58.484.400 143.214.775
34.472.856 34.350.288 18.290.757 10.875.750 18.907.870 28.498.998 145.396.519
31.200.000 34.800.000 20.200.000 11.850.000 16.000.000 27.720.000 141.770.000
31.076.079 35.890.613 28.149.327 10.180.715 13.599.567 27.344.111 146.240.412
Rekstrarhagnaður
1.016.644
2.308.200
(3.025.637)
Vaxtagjöld..................................... Vaxtatekjur.................................... Vextir
(125.711) 340.214 214.503
(100.000) 300.000 200.000
(107.390) 277.084 169.694
Tekjur umfram gjöld
1.231.147
2.508.200
(2.855.943)
Grasvallarsjóður............................ Árgjald í STERF............................ Aðrar tekjur og gjöld
1.511.200 (1.445.357) 65.843
1.550.000 (1.500.000) 50.000
1.499.600 (1.429.360) 70.240
Heildarafkoma
1.296.990
2.558.200
(2.785.703)
Skýr.
Árið 2013
Rekstrartekjur Útgáfu- og fræðslustarfsemi......... Samstarfsaðilar............................. Styrkir og framlög.......................... Árgjöld félaga................................ Rekstrartekjur
1 2
Rekstrargjöld Útgáfusvið..................................... Afrekssvið..................................... Mótasvið....................................... Fræðslu-og alþjóðasvið................. Þjónustusvið................................. Stjórnunarsvið............................... Rekstrargjöld
3 4 5 6 7 8
Vextir
Aðrar tekjur og gjöld
14
Ársskýrsla 2013
Efnahagsreikningur 30. september 2013
Efnahagsreikningur 30. september 2013 Skýr.
Eignir:
30.09.2013
30.09.2012
12.028.663 19.356.026 31.384.689
14.161.541 15.696.609 29.858.150
31.384.689
29.858.150
21.556.547 (185.203) 21.371.344
20.325.400 (251.046) 20.074.354
6.649.933 3.363.412 10.013.345
4.672.350 5.111.446 9.783.796
31.384.689
29.858.150
Veltufjármunir Skammtímakröfur......................... Handbært fé.................................. Veltufjármunir
9
Eignir alls Skuldir og eigið fé: Eigið fé Óráðstafað eigið fé....................... 10 Eigið fé grasvallarsjóðs................. 10 Eigið fé Skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir............................. 11 Ýmsar skuldir................................ 12 Skammtímaskuldir Skuldir og eigið fé alls
15
Ársskýrsla 2013
Sundurliðanir 1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi Golf á Íslandi....................................... golf.is................................................... Útgáfustarfsemi
Árið 2013
Áætlun 2013
Árið 2012
33.133.183 2.000.000 35.133.183
30.725.000 2.000.000 32.725.000
32.612.743 2.000.000 34.612.743
11.807.159 2.891.816 4.100.000 3.995.000 4.353.466 27.147.441
11.000.000 3.000.000 3.000.000 4.000.000 6.000.000 27.000.000
12.476.550 3.083.228 3.660.000 3.526.954 3.840.900 26.587.632
32.268.715 2.204.141 34.472.856
29.000.000 2.200.000 31.200.000
28.976.204 2.099.875 31.076.079
8.967.290 297.164 14.180.673 3.500.000 7.405.161 34.350.288
9.000.000 3.000.000 11.300.000 3.500.000 8.000.000 34.800.000
8.433.829 3.434.836 12.685.083 3.500.000 7.836.865 35.890.613
4.150.000 7.140.757 7.000.000 18.290.757
4.000.000 8.700.000 7.500.000 20.200.000
4.000.000 12.738.974 11.410.353 28.149.327
5.392.381 5.483.369 10.875.750
6.550.000 5.300.000 11.850.000
4.778.975 5.401.740 10.180.715
14.899.052 4.008.818 18.907.870
12.000.000 4.000.000 16.000.000
8.816.563 4.783.004 13.599.567
2. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó............................................... Útbreiðslustyrkur ÍSÍ........................... Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... Opinberir styrkir.................................. R&A..................................................... Styrkir og framlög 3. Útgáfusvið Golf á Íslandi....................................... Golf.is.................................................. Útgáfusvið 4. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður........................... Æfingabúðir........................................ Keppnisferðir...................................... Forskot................................................ Annað kostnaður................................ Afrekssvið 5. Mótasvið Mótahald, greitt til klúbba................... Annar mótakostnaður......................... Framleiðsla og útsendingar................ Mótasvið 6. Fræðslu-og alþjóðasvið Fræðsla- og útgáfur............................ Alþjóðakostnaður................................ Fræðslu-og alþjóðasvið 7. Þjónustusvið Tölvukerfi............................................ Framlög til samtaka ofl....................... Þjónustusvið
16
Ársskýrsla 2013
Sundurliðanir 8. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld................... Skrifstofukostnaður............................. Fundir og ráðstefnur........................... Markaðskostnaður.............................. Stjórnunarsvið
Árið 2013 19.322.392 5.009.067 2.113.281 2.054.258 28.498.998
Áætlun 2013 19.200.000 5.320.000 2.500.000 700.000 27.720.000
Árið 2012 18.389.304 5.141.174 3.131.822 681.811 27.344.111
9. Viðskiptakröfur Félagsgjöld......................................... Auglýsingar......................................... ÍSÍ viðskiptareikningur........................ Niðurfærsla viðsk.krafna.................... Viðsk.kröfur
2.656.600 8.207.966 1.702.742 (538.645) 12.028.663
248.000 13.071.879 1.587.907 (746.245) 14.161.541
Staða 1. janúar................................... Rekstrarafgangur ársins..................... Óráðstafað eigið fé
20.325.400 1.231.147 21.556.547
23.181.343 (2.855.943) 20.325.400
Grasvallarsjóður frá fyrra ári............... Óráðstafað umfram framl. ársins....... Eigið fé grasvallarsjóðs
(251.046) 65.843 (185.203)
(321.286) 70.240 (251.046)
1.465.413 5.184.520 6.649.933
153.697 4.518.653 4.672.350
2.016.569 1.346.843 3.363.412
3.639.569 1.471.877 5.111.446
36.653.025 (5.637.319)
35.638.605 (5.392.366) (808.552) (7.139.576) (3.908.807) 18.389.304
10. Óráðstafað eigið fé
11. Viðskiptaskuldir Visa..................................................... Aðrir lánardrottnar............................... Viðskiptaskuldir 12. Ýmsar skuldir Virðisaukaskattur................................ Staðgr og launatengd gjöld................ Ýmsar skuldir 13. Launagreiðslur Heildarlaunagreiðslur......................... Fært á afrekssvið................................ Fært á fræðslusvið.............................. Fært á útgáfusvið................................ Fært á þjónustusvið............................ Fært á stjórnunarsvið
(7.494.079) (4.199.235) 19.322.392
17
Ársskýrsla 2013
18
Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík
Rekstraráætlun 2014
Ársskýrsla 2013
Rekstraráætlun 2014
Rekstraráætlun 2014 Árið 2013
Árið 2012
35.000.000 22.500.000 26.000.000 61.882.780 145.382.780
35.133.183 20.662.139 27.147.441 63.470.400 146.413.163
34.612.743 23.530.000 26.587.632 58.484.400 143.214.775
33.800.000 34.320.000 16.200.000 10.800.000 18.500.000 29.208.512 142.828.512
34.472.856 34.350.288 18.290.757 10.875.750 18.907.870 28.498.998 145.396.519
31.076.079 35.890.613 28.149.327 10.180.715 13.599.567 27.344.111 146.240.412
Rekstrarafgangur
2.554.268
1.016.644
(3.025.637)
Vaxtagjöld..................................... Vaxtatekjur....................................
(100.000) 300.000 200.000
(125.711) 340.214 214.503
(107.390) 277.084 169.694
Tekjur umfram gjöld
2.754.268
1.231.147
(2.855.943)
Grasvallarsjóður............................ Útgjöld grasvallarsjóðs..................
1.500.000 (1.500.000) 0
1.511.200 (1.445.357) 65.843
1.499.600 (1.429.360) 70.240
Heildarafkoma
2.754.268
1.296.990
(2.785.703)
Skýr.
Áætlun 2014
Rekstrartekjur Útgáfu- og fræðslustarfsemi......... Samstarfsaðilar............................. Styrkir og framlög.......................... Árgjöld félaga................................ Rekstrartekjur
1 2
Rekstrargjöld Útgáfusvið..................................... Afrekssvið..................................... Mótasvið....................................... Fræðslu-og alþjóðasvið................. Þjónustusvið................................. Stjórnunarsvið............................... Rekstrargjöld
3 4 5 6 7 8
Vextir
Aðrar tekjur og gjöld
20
Ársskýrsla 2013
Sundurliðanir Áætlun 2014
Árið 2013
Árið 2012
1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi Golf á Íslandi...................................... golf.is................................................. Útgáfustarfsemi
33.000.000 2.000.000 35.000.000
33.133.183 2.000.000 35.133.183
32.612.743 2.000.000 34.612.743
12.000.000 3.000.000 4.000.000 4.000.000 3.000.000 26.000.000
11.807.159 2.891.816 4.100.000 3.995.000 4.353.466 27.147.441
12.476.550 3.083.228 3.660.000 3.526.954 3.840.900 26.587.632
31.500.000 2.300.000 33.800.000
32.268.715 2.204.141 34.472.856
28.976.204 2.099.875 31.076.079
9.420.000 0 13.700.000 3.500.000 7.700.000 34.320.000
8.967.290 297.164 14.180.673 3.500.000 7.405.161 34.350.288
8.433.829 3.434.836 12.685.083 3.500.000 7.836.865 35.890.613
3.500.000 7.700.000 5.000.000 16.200.000
4.150.000 7.140.757 7.000.000 18.290.757
4.000.000 12.738.974 11.410.353 28.149.327
2. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.............................................. Útbreiðslustyrkur ÍSÍ........................... Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... Opinberir styrkir.................................. R&A og IOC vegna unglingamála...... Styrkir og framlög 3. Útgáfusvið Golf á Íslandi...................................... Golf.is................................................. Útgáfusvið 4. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður........................... Æfingabúðir........................................ Keppnisferðir...................................... Forskot - Afrekssjóður........................ Annað kostnaður................................ Afrekssvið 5. Mótasvið Greiðslur til klúbba............................. Annar mótakostnaður......................... Framleiðsla og útsendingar................ Mótasvið
21
22
Ársskýrsla 2013
Sundurliðanir Áætlun 2014
Árið 2013
Árið 2012
6. Fræðslu- og alþjóðasvið Fræðsla- og útgáfur........................... Alþjóðakostnaður............................... Fræðslu-og alþjóðasvið
5.300.000 5.500.000 10.800.000
5.392.381 5.483.369 10.875.750
4.778.975 5.401.740 10.180.715
14.000.000 4.500.000 18.500.000
14.899.052 4.008.818 18.907.870
8.816.563 4.783.004 13.599.567
20.288.512 5.220.000 2.000.000 1.700.000 29.208.512
19.322.392 5.009.067 2.113.281 2.054.258 28.498.998
18.389.304 5.141.174 3.131.822 681.811 27.344.111
7. Þjónustusvið Tölvukerfi........................................... Framlög til samtaka ofl....................... Þjónustusvið 8. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld................... Skrifstofukostnaður............................ Fundir og ráðstefnur........................... Markaðskostnaður............................. Stjórnunarsvið
23
Ársskýrsla 2013
Skýrsla landsliðsþjálfara Starf landsliðsþjálfara, sem metið er 50% starf, felst í stuttu máli að leiða afreksmál Golfsambandsins og framfylgja þeirri afreksstefnu sem var samþykkt á golfþingi 2011. Auk þess, þá sér landsliðsþjálfari um val í æfingahópa, val í landsliðsverkefni, æfingar afrekshópa, undirbúning fyrir keppni og þjálfun/liðsstjórn á stærri mótum. Einnig er um að ræða almenn skrifstofustörf og samskipti við leikmenn, aðstandendur og þjálfara og aðra er koma að nærumhverfi leikmanna, t.d. skóla. Almennt Afrekshópur GSÍ fyrir árið 2013 var skipaður í nóvember 2012 og um leið skipt í tvo hópa, A og B. Alls skipa um 50 kylfingar frá 14 ára aldri og uppúr Afrekshóp GSÍ. Hópnum var skipt upp eftir árangri ársins, framtíðarmarkmiðum og huglægu mati landsliðsþjálfara. Nokkur munur var á þjónustu gagnvart þessum tveimur hópum, þar sem A hópur fékk fleiri æfingar yfir vetrartímann. Eftir einstaklingsfundi með öllum leikmönnum A hóps, hófust æfingar innandyra í janúar. Líkt og veturinn í fyrra fóru æfingar fram í Kórnum, þar sem hægt var að æfa til kl. 09:00 laugardags eða sunnudagsmorgna á fótboltavellinum, og slá þannig allt að 70 metra innáhögg. Aðgangur að Reiðhöllinni, sem hefur verið heimavöllur GSÍ æfinga í mörg ár, var ekki mögulegur þennan vetur. Þetta þrengir okkar kost og takmarkar þann fjölda æfinga sem við höfum möguleika á yfir kaldasta tímabilið. Aðstöðumál standa okkur verulega fyrir þrifum og nauðsynlegt er fyrir okkur að eignast sameiginlega miðstöð innanhúsæfinga þar sem hægt er að æfa án þess að vera uppá náð og miskunn knatthúsa komin, en stutta spils æfingaaðstaða er það sem okkur vantar til að efla þann þátt leiksins hjá okkur fremstu og efnilegustu kylfingum. Þegar leið að vori voru æfingar einnig í Hraunkoti og í Básum. Með tilkomu fleiri PGA menntaðra þjálfara í öllum klúbbum er eiga leikmenn í Afrekshópi GSÍ, þá hefur þáttur landsliðsþjálfara breyst hvað varðar tækniþjálfun, sem nú er fyrst og fremst á hendi klúbbþjálfara. Hvað tækni varðar er landsliðsþjálfari fyrst og fremst ráðgefandi og vinnur með þjálfara og leikmanni að settum markmiðum. Verkefni og árangur Verkefni landsliða og einstaklinga á vegum GSÍ voru mörg á árinu, og náðist oft góður árangur, t.a.m.: Axel Bóasson 12. sæti St. Andrews Links Trophy, Haraldur Franklín Magnús 16. manna úrslit á The Amateur Championship, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 1. sæti í Team Rudersdaal Ch.ship, Guðmundur Ágúst Kristjánsson 2. sæti í Team Rudersdaal Ch.ship, Gísli Sveinbergsson 1. sæti í USKG í Skotlandi, 1. sæti einstaklinga á EM Challenge Trophy pilta, 2. sæti eftir bráðabana um 1. sæti á Finnish Junior, Fannar Ingi Steingrímsson 2. sæti einstaklinga á EM Challenge Trophy pilta, Sunna Víðisdóttir 1. sæti einstaklinga á háskólamóti með Elon háskólanum, Piltalandslið 3. sæti á EM Challenge Trophy pilta, Karlalandslið 2. sæti á EM Challenge Trophy karla.
24
Margir náðu verulegri forgjafarlækkun, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í sumar, en forgjöf skiptir miklu máli varðandi þátttökurétt einstaklinga í mörg mót erlendis. Töluverður munur er þó á hversu auðveldara það er kylfingum okkar að lækka forgjöf í háskólamótum eða í landsliðsverkefnum erlendis. Ljóst er að framfarir kylfinga eru góðar, en það sama má segja um þjóðir í kringum okkur, samkeppnin einfaldlega eykst stöðugt. Hinsvegar gefur frábær árangur okkar yngri kylfinga tilefni til mikillar bjartsýni. Sömuleiðis var mjög ánægjulegur árangur karla- og piltalandsliða, sem náðu aftur þátttökurétti á EM landsliða. Birgir Leifur sýndi á árinu að hann er ótvírætt besti kylfingur landsins, þó nokkrir yngri kylfingar hafi bætt sig verulega og geri sig líklega að þjarma að honum. Birgir Leifur tryggði sér þátttökurétt á 2. stig úrtökumóta beggja megin Atlantshafsins. Heppnin var honum ekki hliðholl á 2. stiginu á Spáni, þar sem vantaði einungis tvö högg til að komast í lokaúrtökumótið. Þegar þetta fer í prentun hefur hann hafið leik á 2. stigi í Flórída og þegar þingfulltrúar fá þetta í hendur þá hefur hann lokið keppni deginum áður. Vonandi getum við fagnað í dag góðu gengi hans. Hann hefur getuna til að fara alla leið. Iðkendatölur 15 ára og yngri Iðkendatölur 15 ára og yngri eru verulegt áhyggjuefni landsliðsþjálfara, en um 10% fækkun var á landsvísu á árinu hvað varðar þátttöku þessa hóps í golfíþróttinni. Breiður hópur ungra kylfinga skiptir möguleika okkar miklu máli svo hægt sé að eignast afburðarkylfinga í fremstu röð, en ekki síður þá skiptir öflugt barna- og unglingastarf klúbbana miklu máli til að viðhalda endurnýjun kylfingaþýðisins og heilbrigðu rekstrarumhverfi í framtíðinni. Ljóst er að við keppum við aðrar íþróttir um athygli barnanna, en aukið æfingaálag stærstu íþróttagreina, s.s. knattspyrnu, handbolta, fimleika, gerir iðkandanum erfiðara fyrir að stunda fleiri en eina íþrótt allt árið um kring. Þröng fjárhagsstaða margra heimila getur einnig spilað hlutverk í þessum efnum. Þó golf sé næst vinsælasta íþróttin þegar á heildina er litið, þá skipar hún einungis um tíunda sætið þegar litið er til barna og unglinga. Viðhorf stjórna og starfsmanna í klúbbunum skiptir miklu máli, en mikilvægt er að engar fjöldatakmarkanir séu á börnum og unglingum í golfklúbbum. Börn og unglingar, eins og aðrir, þurfa mismunandi viðfangsefni, og þurfa þau að hafa aukna möguleika á að kynnast íþróttinni utan æfingamottunnar. Því skiptir máli, ef mögulegt er, að útbúa stutta velli þar sem hægt er að ná tökum á grunnatriðum golfsins, án þrýstings og áreitis sem oft vill verða á „stóra“ vellinum. Mikilvægt er að við hugsum út fyrir rammann hvernig við getum gert golfíþróttina spennandi fyrir alla, ekki aðeins börn og unglinga, og tekur stefnumótun GSÍ sem lögð er fram hér á þessu þingi ágætlega á því máli. Ég vil nefna sérstaklega stutta velli á grænum svæðum, í eða nálægt íbúðahverfum, þar sem auðvelt aðgengi er fyrir unga sem aldna til að leika golf, án mikillar fyrirhafnar og tilkostnaðar. Einnig þarf
Ársskýrsla 2013
Skýrsla landsliðsþjálfara að kynna golfíþróttina af meiri krafti í skólunum, fyrir yngri hópa, t.d. með SNAG búnaði sem hentar vel inni í íþróttahúsum skólanna. Vert er að skoða fyrirkomulag á mótahaldi gagnvart þeim yngstu sérstaklega (U14). Hugsanlega getum við náð betri árangri í að hindra brottfall með því að tengja félagslega hliðina meira við íþróttina, þ.e. að hafa fleiri liðakeppnir fyrir yngri aldurshópa, þar sem ábyrgðinni er dreift og léttara andrúmsloft ríkir. Golf er einstaklingsíþrótt, en fyrir yngstu iðkendurna þá getur ábyrgðin sem því fylgir verið íþyngjandi, enda leikmaðurinn berskjaldaður fyrir mistökum og háum skorum. Þessu máli til stuðnings má nefna að mjög margir af yngri keppendum (og einnig þeir eldri) nefna Sveitakeppnina sem þeirra uppáhaldsmót. Menntaðir PGA þjálfarar skipta miklu máli í útbreiðslu golfsins og framförum kylfinganna. Með tilkomu Golfkennaraskóla PGA á Íslandi hefur menntuðum kennurum fjölgað til muna. Hinsvegar er hlutfallið af þeim sem starfa hjá golfklúbbum í fullu starfi fremur lágt. Gæta þarf að kjör og starfsskilyrði golfkennara séu viðunandi svo lækka megi brottfall úr greininni.
Frá vinstri: Axel Bóasson GK, Birgir Leifur Hafþórsson GKG, Ólafur Björn Loftsson NK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Þórður Rafn Gissurarson GR.
Forskot Forskot – afrekssjóður kylfinga, sem fyrirtækin Eimskip, Icelandair, Íslandsbanki, Valitor standa að, auk GSÍ, hefur nú verið starfræktur í tvö ár og hlutu eftirfarandi kylfingar styrk úr sjóðnum á þessu ári: Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafur Björn Loftsson hlutu hæstu styrkina. Þórður Rafn Gissurarson, Einar Haukur Óskarsson, Axel Bóasson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hlutu einnig styrki. Valdís Þóra Jónsdóttir hlaut styrk til undirbúnings og þátttöku í úrtökumóti fyrir evrópsku kvennamótaröðina (LET), en hún hefur keppni 28. nóvember í Marokkó.
Spennandi tímar Framundan á næsta ári eru spennandi verkefni. Með árangri karla- og piltalandsliðsins hefur Ísland áunnið sér rétt á ný að taka þátt í Evrópumóti karla í Finnlandi og pilta í Noregi. Kvennalandsliðið hefur sem fyrr þátttökurétt á Evrópumót kvenna í Slóveníu. Framtíðin hvað okkar afrekskylfinga varðar er afar björt, og tel ég að við þokumst í rétta átt að okkar markmiðum um að íslenskir kylfingar festi sig í sessi í fremstu mótaröðum heims. Í sumar sýndu t.a.m. Gísli Sveinbergsson og Fannar Ingi Steingrímsson frábæran árangri í verkefnum sínum hér heima og ekki síst á erlendum vettvangi. Hvað framgang afreksstefnunnar og markmiða hennar er gríðarlega mikilvægt að við sköpum okkar efnilegustu kylfingum ögrandi verkefni, þar sem þeir keppa við bestu aðstæður gegn fremstu kylfingum Evrópu. Með þessu móti aukum við líkurnar á að þessir kylfingar kappkosti við að bæta sinn leik, sitt hugarfar og líkamlegt atgervi. Án mikillar samkeppni er hætta á að leikmenn samlagist því umhverfi of mikið, og stöðnum eigi sér stað. Afreksstefna GSÍ hefur að mínu mati verið góður leiðarvísir á undanförnum tveimur árum, hefur gert markmið sýnilegri og skýrari, og virkað hvetjandi fyrir kylfinga. Eitt af markmiðum stefnunnar er að vinna betur úr takmörkuðu fjármagni afrekssviðs og gera meira fyrir færri, þ.e. þá sem sýna raunverulegan metnað og árangur. Vissulega þarf að endurskoða afreksstefnur með tilliti til breyttra aðstæðna eða reynslu, og óska ég eftir auknu svigrúmi hvað varðar val í landslið, þar sem kveðið er á um tvo efstu af heimslista, tvo af stigalista og tvo sem frjálst val, (einn af hverju ef um þriggja manna landslið er að ræða). Vegna aukins fjölda okkar fremstu kylfinga í háskólum í Bandaríkjunum og í mótum erlendis, þá getur komið upp sú staða að leikmaður missi af stigamótum hér heima, sem hefur þá áhrif á möguleika kylfingsins til að tryggja sér sæti. Sem fyrr verður litið til fyrrgreindra viðmiða, en með þessu móti eru meiri líkur á að sterkustu liðin verði send á stórmótin. Að lokum vil ég þakka starfsmönnum GSÍ fyrir gott samstarf á árinu, sem og öllum þjálfurum sem ég hef átt samskipti við og unnið með á árinu, auk liðstjóra GSÍ, Ragnari Ólafssyni. Einnig þakka ég nefndarmönnum Afreksnefndar fyrir samstarfið á árinu. Áfram Ísland! Úlfar Jónsson Landsliðsþjálfari GSÍ
Með tilkomu sjóðsins var stigið stórt framfaraskref í stuðningi við okkar fremstu kylfinga, í umleitan þeirra að markmiðum sínum og afreksstefnu GSÍ. Einnig er sjóðurinn mikil hvatning fyrir yngri kylfinga, að finna og sjá að bakland er fyrir hendi fyrir þá sem skara fram úr.
25
Ársskýrsla 2013
Í hvað fer félagagjaldið? Allir klúbbar sem eru aðilar að GSÍ greiða 4.300,- krónur fyrir hvern félaga 16 ára og eldri til sambandsins. Ef kylfingar eru skráðir í fleiri en einn klúbb þá greiðir einungis sá klúbbur sem kylfingurinn lætur vera sinn aðalklúbb. Klúbbar greiða ekkert til sambandsins fyrir 15 ára og yngri. Árið 2013 gaf félagagjaldið golfsambandinu tæplega 65 milljónir í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ og opinberum aðilum upp á 27 milljónir og fyrirtækjum upp á 56 milljónir. Tekjur sambandsins voru því tæplega 148 milljónir árið 2013. Nú kunna einhverjir að spyrja sig í hvað fóru þessir peningar.
Tekjur
Upphæð
%
Samstarfsaðilar og auglýsingar
55.795.322
38%
Styrkir
27.147.441
18%
Félagsgjöld, grasvallarsjóður
64.981.600
44%
147.924.363 Gjöld
Upphæð
%
Golf á Íslandi, útgáfumál
34.472.856
23%
Þjálfun afrekssviðs
8.967.290
6%
Þátttaka í mótum og stuðningur við afrekskylfinga
25.382.998
17%
Mótahald
11.290.757
8%
Sjónvarpskostun
7.000.000
5%
Fræðsla og golfreglur
5.392.381
4%
Alþjóðaþátttaka
5.483.369
4%
Golf.is
14.899.052
10%
Framlög til samtaka
4.008.818
3%
Fundir og ráðstefnur
4.167.539
3%
Stjórnunarkostnaður
24.331.459
17%
Grasvallarsjóður
1.445.357
1%
146.841.876
100%
Fjöldi leikkorta sem Golfsambandið gaf út Golfsamband Íslands hefur heimild til þess að úthluta leikkortum sem eru ætluð fyrir sjálfboðaliðastarf í golfhreyfingunni og til annarra velunnara golfhreyfingarinnar. Leikkortið heimilar korthafa ásamt maka að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli á ári án þess að greiða vallargjald. Árið 2013 voru gefin út samtals 1.157 kort og skiptust þau eftirfarandi. Tölur frá 2012 eru í sviga () Klúbbakort Norðurlandakort Vildarkort til samstarfsaðila GSÍ Fjölmiðlakort Félagakort til GSÍ og hagsmunaaðila
26
661 70 286 42 98
(644) (78) (286) (38) (91)
Ársskýrsla 2013
Tölfræði og upplýsingar Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur hjálpa hagsmunaaðilum að átta sig betur á umhverfinu sem þeir búa við. Þróun í fjölda kylfinga frá árinu 2000 Eftirspurnin í golf á síðustu 13 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 þá hefur kylfingum fjölgað um rúmlega níu þúsund eða aukning upp á 89%. Á árabilinu 2000 til 2005 má segja að árlega jókst fjöldi kylfinga að meðaltali um 12%, en síðustu fimm ár er aukningin að meðaltali um 2%. Á árinu fækkaði kylfingum um 39 í klúbbum landsins, en það hefur ekki gerst síðan 2007. Skýringin á fækkun 2007 á sér frekar skýringu í leiðréttingum á félagaskrám samhliða nákvæmari skráningu á golf.is, en að okkar mati er skýringin í ár frekar sú að tíð var lengst af óhagstæð um landið sunnan og vestanvert með þrálátri úrkomu og þungbúnu veðri.
Ár
Fjöldi kylfinga
Breyting
%
Klúbbar
2000
8.500
1.349
19%
53
2001
9.912
1.412
17%
53
2002
10.935
1.023
10%
53
2003
11.609
674
6%
55
2004
12.265
656
6%
57
2005
13.927
1.662
14%
58
2006
14.199
272
2%
59
2007
14.037
-162
-1%
61
2008
14.741
704
5%
61
2009
15.529
788
5%
65
2010
15.785
256
2%
65
2011
16.054
269
2%
64
2012
16.641
587
4%
65
2013
16.602
-39
0%
65
Aldursskipting kylfinga Í dag eru 51% allra kylfinga eldri enn 50 ára og í þeim aldurshópi koma flestir nýliðarnir. Kylfingar á aldrinum 22 til 49 ára eru 36%. Í töflunni hér að neðan sjáum við að kylfingum í aldurshópum 6-14 ára fækkar. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi miðað við 50 ára og eldri má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér á landi.
Aldur
Konur
Karlar
2013
2012
Breyting
%
7
12
19
21
-2
-10%
7 til 14 ára
280
939
1.219
1.375
-156
-11%
15 til 18 ára
131
611
742
702
40
6%
19 til 21 ára
36
230
266
350
-84
-24%
22 til 49 ára
1.219
4.714
5.933
6.191
-258
-4%
50 til 54 ára
743
1.327
2.070
2.018
52
3%
55 ára +
2.325
4.028
6.353
5.984
369
6%
Samtals
4.741
11.861
16.602
16.641
-39
0%
6 ára og yngri
27
Ársskýrsla 2013
Tölfræði og upplýsingar Fjöldi kylfinga eftir landssvæðum Hér er fjöldi skráðra kylfinga í klúbbum á viðkomandi landssvæði Fjöldi klúbba
Landssvæði
Stúlkur Konur Strákar Karlar 15 16 + 15 16 +
Kylfingar 2013
Breyting frá 2012
Fjöldi hola
Höfuðborgarsvæðið
10
147
2697
625
6201
9.670
96
176
Vesturland
9
15
246
74
597
932
-66
108
Vestfirðir
6
4
85
16
236
341
-25
54
Norðvesturland
4
14
69
24
168
275
-8
36
Norðausturland
8
49
232
146
698
1.125
-10
81
Austurland
7
10
60
20
262
352
-6
63
Suðurland
17
78
828
210
1769
2.885
24
207
Reykjanes
4
13
194
65
750
1.022
-44
58
Samtals
65
330
4.411
1.180
10.681
16.602
-39
783
Kylfingar eftir forgjafarflokkum Einn af hverjum 10 kylfingum er með forgjöf undir 11,4. 60% allra kylfinga á landinu eru með forgjöf frá 18.5 til 36. Meðalforgjöf karla er 18.8 og kvenna er 28.1.
Forgjöf
15 ára og yngri
Konur
Karlar
Samtals
%
undir 4.4
5
27
273
305
2%
4.5 til 11.4
55
90
1.508
1.653
10%
11.5 til 18.4
114
270
3.026
3.410
20%
18.5 til 26.4
119
841
3.279
4.239
25%
26.5 til 36.0
680
1.662
3.367
5.709
33%
36.1 til 54
151
1.571
14
1.736
10%
Samtals
1.124
4.461
11.467
17.052
100%
Hlutfall 9 og 18 holu skráðra hringja á golf.is Árið 2013 voru skráðir tæplega 120 þúsund hringir inn á golf.is til forgjafar. Hér að neðan er hlutfall 18 og 9 holu hringja til forgjafar árið 2013.
2012 9 holu hringir 18 holu hringir Samtals
19.541 99.769 119.310 16%
2012 9 holu hringir 24.049 18 holu hringir 95.722 99.769 Samtals 119.771
2013
2012
84%
95.722
0% 9 holu hringir
28
18 holu hringir
2013 19.541 99.769 19.541 119.310
20%
40% 18 holu hringir
24.049
60% 9 holu hringir
80%
100%
Ársskýrsla 2013
Neyslu- og lífstílskönnun Capacent framkvæmdi neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að fjöldi íslendinga sem fóru einu sinni eða oftar í golf er um 58 þúsund. Á myndinni hér að neðan er hlutfall þeirra miðað við fjölda kylfinga sem eru skráðir í klúbba.
GSÍ Áætlað C. Höfuðborgarsvæðið Fjöldi 9.670 38.906 kylfinga í klúbbum Suðurland 2.885 2.671 2811.125 Norðausturland 4.686 Norðvesturland 1.032 Reykjanes 1.022 4.951 Vesturland 932 1.845 352 341 VestfirðirAusturland 1.519 2.474 Austurland 352 2.474 Norðvesturland 275 1.032 Vestfirðir
341 1.519
Vesturland
932 1.845
/ áætlaður markhópur
Karlar Konur Allir
Capacent Kylfingar40.263 í klúbbum 17.822 58.085
245
18-20ára Aldur 51-75 ára 21-50 ára 18-20ára Samtals 21-50 ára
Lífstílskönnun 3.689 19.466 34.930 3.689 6.099 58.085
Kylfingar í klúbbum 8.423 6.099 245 14.767 34.930
1.022
Reykjanes
GSÍ Lífstílskönnun 11.861 4.741 16.602
8.423
4.951
51-75 ára 19.466
1.125
Norðausturland
4.686 2.885 2.671
Suðurland
9.670
Höfuðborgarsvæðið
38.906 0
5.000
10.000
15.000
20.000
25.000
30.000
35.000
40.000
45.000
Fjöldi kylfinga
29
Ársskýrsla 2013
Útgáfumál Nokkur umræða hefur verið um útgáfumál sambandsins í kjölfar stefnumótunarvinnu og ákvað stjórn sambandsins að fá Capacent til að gera könnun meðal kylfinga á lestri tímaritsins Golf á Íslandi og notkun þeirra á golf.is. Könnunin var gerð dagana 12.-19. nóvember og tóku tæplega 1200 kylfingar þátt í könnunni, en þeir höfðu verið valdir af handahófi af félagalista sambandsins. Fjöldi þátttakenda gerir það að verkum að niðurstaða könnunarinnar er mjög vel marktæk og á hún að gefa góða vísbendingu um afstöðu kylfinga til útgáfumála sambandsins.
Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að út komi tímarit um golf á Íslandi? Niðurstaðan var sú að nær þrír af hverjum fjórum (72%) telja það skipta miklu máli að út komi tímarit um golf á Íslandi. Aðeins 15% telja það skipta litlu eða engu máli.
Öllu máli Öllu máli Mjög miklu máli Frekar miklu máli Mjög miklu máli Hvorki miklu né litlu máli Frekar litlu máli Mjög litluFrekar máli miklu máli Engu máli Hvorki miklu né litlu máli Vil ekki svara Veit ekki Frekar litlu máli
113 327 374 156 85 44 30 0 3
Mjög litlu máli
10% 29% 33% 14% 8% 4% 3% 0% 0%
10% 29% 33% 14% 8%
4%
Engu máli
3%
Vil ekki svara
0%
Veit ekki
0%
Lest þú tímaritið Golf á Íslandi? Blaðið er mikið lesið eða níu af hverjum tíu lesa það. Já Nei
1008 117
Já
Nei
30
89% 10%
89%
10%
Ársskýrsla 2013
Útgáfumál Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með tímaritið Golf á Íslandi? Ánægja með tímaritið er mikil, 72% eru ánægð, 6% óánægð. Nær fimmtungur hvorki né. Fullkomlega ánægð(ur) 34 Fullkomlega ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 352 Frekar ánægð(ur) 429 Hvorki ánægð(ur) né óánæ 219 Mjög ánægð(ur) Frekar óánægð(ur) 50 Mjög óánægð(ur) 14 Fullkomlega óánægð(ur) 7 Frekar ánægð(ur) Þekki ekki tímaritið 14 Vil ekki svara 5 Hvorki Veit ekkiánægð(ur) né óánægð(ur) 8
3% 31% 3% 38% 19% 4% 1% 1% 1% 0% 1%
Frekar óánægð(ur)
31% 38% 19%
4%
Mjög óánægð(ur)
1%
Fullkomlega óánægð(ur)
1%
Ef þú mættir velja, hvernig myndir þú kjósa að fá tímaritið Golf á Íslandi? Afhendingarmáti: Þrír af hverjum fjórum vilja óbreytt afhendingarform. Tæplega fimmtungur vill frekar fá þetta rafrænt. Sent heim í pósti (sem fyrr 842 74% Sent heim í pósti fyrr) Afhent í þínum golfklúbbi 34 (sem3% Sent í tölvupósti (á rafræn 194 17% Afhent með öðrum hætti, h 7 1% Afhent í þínum golfklúbbi Engin þörf fyrir útgáfuna/vi 18 2% Vil ekki svara 9 1% Veit ekki Sent í tölvupósti (á rafrænu 28 2% formi) Afhent með öðrum hætti, hvaða? Engin þörf fyrir útgáfuna/vil rafræna útgáfu Vil ekki svara Veit ekki
74% 3% 17% 1% 2% 1% 2%
Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með vefinn golf.is? 83% ánægðir, 6% óánægðir Fullkomlega ánægð(ur) 29 Fullkomlega ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 356 Frekar ánægð(ur) 533 Hvorki ánægð(ur) né óánæ 130 Frekar óánægð(ur)Mjög ánægð(ur) 43 Mjög óánægð(ur) 20 Fullkomlega óánægð(ur) 4 Vil ekki svara Frekar ánægð(ur) 2 Veit ekki 5
3% 32% 3% 48% 12% 4% 2% 0% 0% 0%
Hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur)
48%
12%
Frekar óánægð(ur)
Mjög óánægð(ur)
32%
4%
2%
31
Golfsamband Íslands Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími: 514 4050 • Fax: 514 4051 Vefpóstur: info@golf.is
www.golf.is