05. TBL. 2015
GOLF.IS
Jafnvægisæfingar geta gert kraftaverk fyrir golfsveifluna
Hörður Þorsteinsson kveður Golfsam bandið eftir 16 ár sem framkvæmdastjóri.
30 ára saga Íslendinga á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
Gerða Kristín Hammer tók þátt í 45 golfmótum á árinu.
GLEÐILEG JÓL ÞÖKKUM FYRIR VIÐSKIPTIN Á ÁRINU
ÞAÐ ER ERFITT AÐ HENDA OG AUÐVELT AÐ GEYMA
ÍSLENSKA/SIA.IS/GEY 77372 11/15
WWW.GEYMSLA24.IS
Fáðu forskot á mótherjana
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Forskot er sjóður sem styður við efnilega íslenska kylfinga. Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu sjóðinn ásamt Golfsambandi Íslands árið 2012. Markmiðið er að styrkja framúrskarandi kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref út í heim atvinnumennskunnar og stefna á að komast í fremstu röð.
Meðal efnis:
72
16
Vel heppnað málþing og þing GSÍ – miklar breytingar á Eimskipsmótaröðinni.
Íþróttakennarar skemmtu sér vel á kraftmiklu SNAG námskeiði í Vættaskóla .
66 76 Hvernig gekk rekstur golfklúbba sumarið 2015?
116
Ingvar og Saga efnilegustu kylfingarnir – Uppskeruhátíð Golfsambands Íslands.
84
Skiptar skoðanir um stóra „hneykslið“ á Solheim-bikarnum.
Golf á Íslandi
Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir.
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson.
Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík.
Ljósmyndir: Haraldur Jónasson tók forsíðumyndina ásamt myndunum í golfkennsluefnið, Sigurður Elvar Þórólfsson, Frosti Eiðsson, Daníel Rúnarsson, Hjörtur Vigfússon, Sigurpáll Geir Sveinsson, Ragnar Ólafsson, Páll Ketilsson, Stefán Garðarsson, Jóhann Páll Kristbjörnsson, Golfsupport.nl.
Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556.
Framkvæmdastjóri: Hörður Þorsteinsson, hordur@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Texti og viðtöl: Sigurður Elvar Þórólfsson.
6
Frábært golfsumar – Gerða Kristín Hammer tók þátt í 45 golfmótum á árinu.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
Blaðinu er dreift inn á öll heimili félags bundinna kylfinga á Íslandi sem eru um 17.000 í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í apríl 2016.
HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND
„...með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? ”
Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is
Verkefni næsta árs Aðalfundur Golfsambands Íslands, svokallað Golfþing, fór fram 21. nóvember sl. Golfþing er haldið á tveggja ára fresti og fer þingið með æðsta vald innan hreyfingarinnar. Á þinginu koma saman fulltrúar golfklúbba til að ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Að mínu viti stóðu tvö málefni upp úr á þessu þingi. Annars vegar nýtt fyrirkomulag Eimskipsmótaraðarinnar og hins vegar umræður um hækkun félagagjalda til golfsambandsins. Eimskipsmótaröðin er flaggskip golfhreyfingarinnar á Íslandi. Á þessu ári tóku 206 keppendur þátt í mótaröðinni, sem er mesta þátttaka frá upphafi. Þrátt fyrir vinsældir mótaraðarinnar var ákveðið að taka mótaröðina til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að auka vinsældir hennar hjá keppendum, fjölmiðlum og áhorfendum. Á Golfþinginu var því samþykkt ný framtíðarsýn fyrir mótaröðina til næstu þriggja ára en þar má finna töluverðar breytingar frá fyrirkomulagi undanfarinna ára. Án þess að rekja helstu nýjungar hér þá verður látið nægja að fullyrða að breytingarnar eru virkilega spennandi og lýsa vel þeim metnaði sem golfklúbbar landsins hafa fyrir mótaröð þeirra bestu. Þótt tekist hafi verið á um nokkur atriði þá var fullkomin sátt um endanlega niðurstöðu og það er mikið tilhlökkunarefni að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Félagagjöld nema um 40% af heildartekjum golfsambandsins og líður ekki Golfþing án þess að gjöldin séu rædd. Eðlilega. Á nýafstöðnu þingi fengu gjöldin hins vegar sérstaka umfjöllun. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá greiðir hver skráður kylfingur sérstakt gjald til golfsambandsins, sem golfkúbbur hans sér um að innheimta og skila til sambandsins. Á þessu ári var gjaldið 4.400 kr. en samþykkt var á þinginu að hækka það í 4.800 kr. Tillögur um hækkun gjaldsins fengu mikla umfjöllun, ekki vegna þess að hækkunin þótti mikil, heldur vegna þess að hún þótti ekki nægjanlega mikil. Miðað við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár vantar um fimm milljónir króna í afreks- og landsliðsmál svo unnt sé að sinna öllum þeim verkefnum sem golfhreyfingin vill sinna á árinu. Til að brúa bilið var því lögð til enn frekari hækkun gjaldsins í 5.500 kr. og var tilgangurinn að eyrnamerkja aukninguna afreksstarfi sambandsins. Tillagan var felld með frekar naumum meirihluta. Það var skiljanleg niðurstaða. Þótt golfsambandið hafi vissulega það markmið að auka tekjur sínar þá skýtur það skökku við, að mínu mati, að hækka gjaldið svona mikið. Það er markmið sambandsins að minnka hlutfall félagagjalda af heildartekjum sambandsins niður í 33% og því færu hækkanir umfram verðlagsbreytingar undanfarinna ára gegn markmiði sambandsins. Þar fyrir utan er óeðlilegt að félagagjald til golfsambandsins verði hlutfallslega hátt hjá félagsmönnum í smærri klúbbum á meðan það er frekar lágt hjá félagsmönnum í stærri klúbbum.
Golfsambandið þarf að beina spjótum sínum að nýjum og sterkum samstarfsaðilum. Golfíþróttin er næstvinsælasta íþrótt landsins á eftir knattspyrnu og möguleikarnir sem felast í því einu og sér eru gríðarlegir. Þar fyrir utan er golfíþróttin stunduð af öllum – konum, körlum, börnum, unglingum og eldri borgurum. Golfíþróttin er einstök að þessu leyti og forystusveit hreyfingarinnar á að nýta sér sérstöðuna til að draga að fleiri samstarfsaðila. Það verður verkefni næsta árs. Ég óska kylfingum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með jólakveðju, Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands
8
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Starfsfólk og stjórn GSÍ óskar kylfingum landsins gleðilegra jóla og farsældar á nýju golfári.
Valdís og Ólafía leika á lokaúrtökumótinu
– Keppt um 30 sæti á LET Evrópumótaröð kvenna í Marokkó Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefja leik á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröð kvenna í desember. Að venju er leikið í Marokkó en íslensku kylfingarnir þurfa ekki að leika á 1. stigi úrtökumótsins. Þær náðu báðar að vera í hópi 24 efstu á stigalista LET Access mótaraðarinnar og þannig komust þær beint inn á lokaúrtökumótið. Á lokaúrtökumótinu komast 30 efstu inn á sjálfa LET Evrópumótaröðina. Á lokaúrtökumótinu eru leiknir alls fimm 18 holur hringir og komast 60 efstu inn á lokahringinn. Leikið er á Amelkis og Samanah völlunum dagana 18.– 22. desember. Ólafía endaði í 14. sæti á stigalista LETAS en hún lék á alls 15 mótum á sínu fyrsta
ári sem atvinnukylfingur á næst sterkustu mótaröð Evrópu í kvennagolfinu. Besti árangur hennar var 5. sæti á tímabilinu. Valdís Þóra endaði í 23. sæti á stigalistanum en hún lék á 13 mótum á sínu öðru tímabili á LETAS mótaröðinni. Besti árangur Valdísar á tímabilinu var 7. sæti. Á fyrsta tímabili Valdísar endaði hún í 38. sæti á stigalistanum.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni.
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi Valdís og Ólafía leika á lokaúrtökumótinu
Fimm stigahæstu kylfingarnir á LETAS mótaröðinni á þessu tímabili komust beint inn á Evrópumótaröðina. Olivia Cowan (Þýskaland), Natalia Escuriola (Spánn), Isi Gabsa (Þýskaland), Johanna Gustavsson (Svíþjóð) og Krista Bakker (Finnland). Ólöf María Jónsdóttir úr Keili var fyrsti íslenski kylfingurinn sem tryggði sér keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Það gerði hún árið 2004 og lék hún með hléum á þeirri mótaröð allt til ársins 2008.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR.
Ólafur fór í aðgerð á mjöðm
– Axel og ÓIafur báðir með keppnisrétt á Nordic League Axel Bóasson úr Keili og Ólafur Björn Loftsson úr GKG tryggðu sér báðir fullan keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni á úrtökumóti sem fram fór í október. Axel endaði í 23. sæti en Ólafur í 44. sæti. Leikið var á Skjoldenæsholm golf vallasvæðinu í Danmörku. Samtals lék Axel á -3 (71-74-68). Ólafur Björn lék á +1 samtals (71-71-75). Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnu mannadeildir Evrópu. Mótaröðin er sam vinnuverkefni danska, sænska og norska golfsambandsins. Þeir sem enduðu í 25 efstu sætunum á lokaúrtökumótinu verða í styrkleikaflokki 6 á næsta tímabili á þessari mótaröð. Ólafur verður í styrkleikaflokki 9. Ólafur Björn fór í aðgerð vegna meiðsla í mjöðm í lok nóvember og verður hann klár í slaginn á nýju ári. Að sögn Ólafs heppnaðist aðgerðin vel og nú tekur við endurhæfing sem mun standa yfir í nokkra mánuði. „Svæðið í kringum mjaðmakúluna var aðeins verra en sást á myndum en læknirinn náði að púsla þessu öllu saman. Ég má þó gera ráð fyrir örlítið lengri tíma til að jafna mig af þessum sökum. Það er erfitt og sérstakt að halda sig frá æfingum þessa dagana en ég mun hægt og bítandi koma mér af stað. Öll áhersla verður lögð á stutta spilið á næstunni þangað til ég má fara að beita mér í sveiflunni. Ég hlakka mikið til að fara að sveifla á ný þar sem sársaukinn í mjöðminni hefur snarminnkað,“ segir Ólafur. GOLF.IS
11
Golf Iceland var stofnað árið 2008 í þeim tilgangi að kynna golf á Íslandi fyrir erlendum söluaðilum golfferða og kylfingum. Erfitt hefur reynst í gegnum árin að koma á nákvæmri skráningu hjá golfklúbbum um fjölda spilaðra hringja erlendra kylfinga hér á landi.
57% aukning á tveimur árum – Erlendir kylfingar sækja í auknum mæli til Íslands Þó er ljóst miðað við upplýsingar þeirra klúbba sem skrá þetta vel að veruleg aukning hefur orðið þegar litið er til nokkurra ára tímabils þótt sveiflur séu á milli einstakra ára. Einn þeirra golfklúbba sem heldur vel utan um þessar tölur er Keilir í Hafnarfirði. Þar keyptu erlendir kylfingar t.d. 291 golfhring sumarið 2013, 335 árið 2014 og í sumar voru 457 hringir keyptir. Þetta er aukning um 57% á tveimur árum. „Fyrir nokkrum árum skiptu þessir erlendu kylfingar ekki miklu máli í tekjuöflun okkar, en nú er farið að muna vel um þessi viðskipti enda kaupa þessir kylfingar auk vallargjalds ýmsa aðra þjónustu, leigja kylfur, bíla og kaupa sér veitingar o.fl.,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmda stjóri Keilis. Þá eru upplýsingar frá ýmsum klúbbum, ekki síst á landsbyggðinni, um „verulega“ aukna aðsókn erlendra kylfinga. Þar sem nákvæmar tölur vantar getur verið athyglisvert að skoða þetta með vísan til niðurstaðna kannana. Þegar skoðaðar eru tölur úr sumarkönnun Ferðamálastofu meðal erlendra gesta þar sem spurt er um þá afþreyingu sem gestir nýti sér og greiði fyrir á ferð um Ísland þá má gera ráð fyrir miðað við fjölda svara að um 3000 erlendir gestir kaupi hér golfhring yfir sumarið. Þetta segir þó ekki alla söguna þar sem nær þriðjungur þeirra segist spila fimm sinnum eða oftar á ferð sinni um landið.
12
GOLF.IS - Golf á Íslandi 57% aukning á tveimur árum
■■ 54,5 % segjast hafa spilað einu sinni. ■■ 18,2 % 2-3 sinnum. ■■ 27,3% fimm sinnum eða oftar. Samkvæmt þessum niðurstöðum er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að erlendir gestir hafi spilað nær 8000 golfhringi hér sl. sumar.
„Það er ljóst af þessum upplýsingum öllum að hægt og bítandi eru erlendir gestir að skila auknum tekjum með hverju árinu sem líður til golfklúbbanna og einnig í nærumhverfið vegna kaupa á þjónustu,“ segir Magnús Oddsson, stjórnarformaður Golf Iceland. „Við höfum verið að reyna að efla okkar kynningarstarf og notið á þessu ári opinbers stuðnings við það, en það er mikilvægt til að styrkja þetta enn frekar og tryggja að sem flestir nái að fjölga meðlimun Golf Iceland bæði meðal golfklúbba og einnig meðal ferðaþjónustufyrirtækjanna,” segir Magnús.
Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli 2016 – Stærsta alþjóðlega golfmótið sem haldið hefur verið Íslandi fram til þessa
Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ sumarið 2016. Þetta verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi fram til þessa. Í mótinu munu keppa fremstu áhugakylfingar kvenna í Evrópu ásamt okkar bestu konum. Búast má við um 120 keppendum frá um 20 þjóðlöndum ásamt fylgdarliði. Golfsamband Íslands og Golfklúbburinn Oddur hafa nú þegar hafið undirbúning mótsins. Frakkar báru sigur úr býtum í mótinu á síðasta ári, annað árið í röð. „Það er ljóst að þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenskt golf og það öfluga starf sem unnið hefur verið á Íslandi. Einnig er þetta mikil viðurkenning fyrir Urriða völl sem hefur þótt einn jafnbesti völlur
landsins undanfarin ár að öðrum völlum ólöstuðum,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds. Mótið fer fram 4. – 9. júlí á næsta ári sem verður til þess að Meistaramót GO verður viku síðar á ferðinni en undanfarin ár. Verkefnið er eitt það stærsta sem Golf klúbburinn Oddur hefur tekið að sér og er ljóst að þörf er á hjálp frá félagsmönnum GO við framkvæmd mótsins. Í tilkynningu frá GO eru forsvarsmenn klúbbsins handvissir um að
félagsmenn taki mótinu opnum örmum og bjóði fram aðstoð sína við framkvæmdina. Það er við hæfi að Evrópumót kvennalands liða skuli haldið á Urriðavelli þar sem hæsta hlutfall kvenna í golfklúbbi á Íslandi er í Golfklúbbnum Oddi eða 42% á meðan að landsmeðaltal er 29%. Frakkar hafa titil að verja í þessari keppni en keppt var í Helsingør í Danmörku. Íslenska sveitin endaði í 19. sæti. Sunna Víðisdóttir úr GR endaði í 13. sæti í ein staklingskeppninni í Danmörku. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 11. sæti árið 2009 og er það besti árangur Íslendings í einstaklingskeppninni á EM eftir því sem best er vitað.
Úrslit síðustu ára á EM kvenna:
14
2015 Helsingør, Danmörk. Evrópumeistarar Frakkland - Ísland 19. sæti.
2009 Bled, Slóveníu. Evrópumeistarar Þýskaland - Ísland 16. sæti.
2001 Golf de Meis, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland 16. sæti.
2014 Ljubljana, Slóveníu. Evrópumeistarar Frakkland - Ísland 16. sæti.
2008 Stenungsund, Svíþjóð. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland tók ekki þátt.
1999 St Germain, Frakkland. Evrópumeistarar England - Ísland tók ekki þátt
2013 Fulford, England. Evrópumeistarar Spánn - Ísland 17. sæti.
2007 Castelconturbia, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn, Ísland tók ekki þátt.
1997 Nordcenter G&CC, Finnland. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland tók ekki þátt.
2011 Murhof, Austurríki. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland 16. sæti.
2005 Karlstad, Svíþjóð. Evrópumeistarar Spánn - Ísland 15. sæti.
1995 Milano, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn - Ísland 17. sæti.
2010 La Manga Club, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland 17. sæti.
2003 Frankfurter, Þýskaland. Evrópumeistari Spánn - Ísland tók ekki þátt.
1993 Royal Hague, Holland. Evrópumeistarar Svíþjóð - Ísland 16. sæti.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli 2016
Haukur Örn kjörinn í stjórn EGA Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var um miðjan nóvember kosinn í stjórn evrópska golfsambandsins, EGA, á ársþingi sambandsins sem fram fór í St. Andrews í Skotlandi. „Ég er afar stoltur af því hafa verið valinn til forystu hjá evrópska golfsambandinu og lít á það sem mikla viðurkenningu á því góða starfi sem unnist hefur í golfhreyfingunni á Íslandi undanfarin ár. Eftir því er tekið á alþjóðlegum vettvangi og ég hlakka til að fá tækifæri til þess að miðla þekkingu milli íslenskra og annarra evrópskra golfklúbba,“ sagði Haukur Örn í kjölfar kosningarinnar. Haukur Örn er fyrsti Íslendingurinn sem tekur sæti í stjórn evrópska golfsambandsins. Hann var tilnefndur sem fulltrúi Norðurlandanna og Austur-Evrópu í þessu kjöri. Haukur hefur verið í mótanefnd Evrópska golfsambandsins undanfarin misseri. EGA er framkvæmdaaðili móta sem fram fara á hverju ári og má þar nefna Evrópumót kvennalandsliða sem fram fer á Urriðavelli á næsta ári.
Alþjóðlegt unglingamót á Akureyri
Golfklúbbur Akureyrar mun halda alþjóðlegt unglingagolfmót næstu þrjú árin en frá þessu er greint á heimasíðu GA. Mótið er samstarfsverkefni GA, Viðburðastofu Norðurlands og A.R. Events – og er mótið hluti af Global Junior Golf Tour mótaröðinni sem
A.R. Events stendur á bak við. Global Junior Golf Tour mótaröðin er haldin á heims vísu og er ætluð fyrir kylfinga á aldrinum 12–18 ára. Mótið verður haldið í tengslum við Icelandic Summer Games
sem verðahaldnir á Akureyri um verslunarmannahelgina. Á þessari mótaröð fá kylfingar tækifæri til þess að keppa sín á milli í umgjörð sem er í takt við atvinnumannamót,“ segir m.a. á heimasíðu GA.
GOLF.IS
15
Ellefu manna stjórn kjörin
– Fjörugar umræður á þingi Golfsambands Íslands
Frá þingstörfum í Garðabæ.
Þing Golfsambands Íslands fór fram þann 21. nóvember s.l. í Fjölbrauta skólanum í Garðabæ. Á þinginu var ársskýrsla GSÍ lögð fram ásamt ársreikningum og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Alls mættu 122 fulltrúar á þingið en alls gátu golfklúbbar landsins verið með 199 fulltrúa á þinginu. Ný stjórn var kjörin og eru alls 11 í stjórn inni en fjölgað var um einn. Gylfi Kristins son og Bergþóra Sigmundsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Sú breyting var gerð að í stjórn GSÍ eru engir varamenn og er stjórnin þannig skipuð: Haukur Örn Birgisson, forseti, Bergsteinn Hjörleifsson, Eggert Ágúst Sverrisson, Gunnar Gunnarsson, Hansína Þorkels dóttir, Helgi Anton Eiríksson, Jón Júlíus Karlsson, Kristín Guðmundsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Theódór Kristjánsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Helgi Anton, Hansína og Þorgerður Katrín eru ný í stjórn GSÍ en aðrir voru endurkjörnir. Kristín Guðmundsdóttir gjaldkeri GSÍ gerði grein fyrir reikningum sambandsins. Fjárhagsstaða GSÍ er sterk þrátt fyrir 1.5 milljónar kr. tap en gert var ráð fyrir tæplega 2 milljóna kr. hagnaði í fjárhags áætlun. Rekstrartekjur ársins 2015 voru 151.241.944 milljónir kr., en rekstrargjöld voru 152.798.232 milljónir kr. Í máli Kristínar kom m.a. fram að GSÍ gerir ráð fyrir að auka tekjur sambandsins m.a. með fleiri samningum við styrktaraðila og hagræðingu á ýmsum sviðum.
16
GOLF.IS - Golf á Íslandi Þing Golfsambands Íslands
Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ kynnti niðurstöðu starfshóps sem fjallaði um framtíðarsýn Eimskipsmótaraðarinnar. Töluverðar breytingar eru fyrirhugaðar á mótaröð bestu kylfinga landsins og er tillögurnar að finna í heild sinni á golf.is. Stefnt er að því að á næstu árum verði búið að flokka helstu keppnisvelli landsins. Í framtíðinni er stefnt að því að Íslandsmótið verði haldið á þeim völlum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem sett verða fram í þessu flokkunarkerfi. Fallið var frá þeirri hugmynd að Íslandsmótið fari fram í fjögur skipti á fimm ára tímabili á völlum á höfuðborgarsvæðinu. Miklar umræður áttu sér stað á þinginu um GSÍ kortin sem gefin eru út til
Frá vinstri: Júlíus Rafnsson fyrrum forseti GSÍ, Hörður Þorsteinsson og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
samstarfsaðila GSÍ, fjölmiðla og klúbba. Samþykkt var á þinginu að handhafar GSÍ korta greiði gjald á þeim völlum sem þeir nota kortið. Handhafar GSÍ korta geta leikið tvívegis á öllum völlum sem eru innan raða GSÍ á hverju ári og geta þeir boðið gest með sér í hvert sinn. Tillaga þess efnis að greitt yrði 1500 kr. gjald var samþykkt einróma.
Mikil fjölgun kylfinga á aldrinum 6–14 ára Kylfingum sem skráðir eru í 65 golfklúbba á Íslandi fjölgaði um 102 frá árinu 2014 og eru þeir alls 16,335. Þetta kemur fram í ársskýrslu GSÍ 2015. Til samanburðar þá voru rétt um 3000 kylfingar skráðir í 33 golfklúbba hjá GSÍ árið 1989 og 6.600 árið 1999 en þá voru klúbbarnir orðnir 53 alls. Í dag eru 50% allra kylfinga 50 ára og eldri og fækkaði í þeim hópi um 6% á milli ári. Kylfingar á aldrinum 22–49 ára eru 34% af heildinni, en mesta aukningin var í aldurshópnum 6–14 ára en þar eru 1.873 kylfingar skráðir og er það aukning um 45%.
Góður andi í hreyfingunni
– Allir eru að leita að nýjum og spennandi leiðum til að fjölga iðkendum
Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
„Fyrstu tvö árin hafa lagst einstaklega vel í mig, þetta hefur verið stór skemmtilegur tími með frábæru fólki. Andinn í hreyfingunni hefur verið góður og allir eru að leita að nýjum og spennandi leiðum til að fjölga iðkendum. Börnum og unglingum fjölgaði mikið undanfarið ár og hefur fjöldi þeirra aldrei verið meiri en núna. Þetta þurfum við að nýta okkur og vera dugleg við að halda börnunum við efnið,“ segir Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ þegar hann var inntur eftir stöðunni á golfhreyfingunni eftir tvö fyrstu ár hans í embættinu. Samstarf innan hreyfingarinnar er einnig að aukast jafnt og þétt. Ég hef tekið eftir því undanfarin misseri að það kveður við annan tón í samskiptum milli golfklúbbanna og golfsambandsins. Ég fagna því, enda þurfa allir aðilar innan hreyfingarinnar að vinna saman ef við ætlum að ná settum markmiðum. Sóknarfærin og þau atriði sem við þurfum helst að bæta liggja saman. Íslenskir kylfingar eru að eldast og erfiðast gengur að fá og halda í kylfinga á aldrinum 20–40 ára. Þetta er hópurinn sem er að ljúka námi, stofna fjölskyldu, fjárfesta í húsnæði og er að hefja starfsferil. Einstaklingar í þessum hópi hafa því að mörgu leyti aðrar kröfur en hinir. Golf má ekki taka of mikinn tíma og verður að vera skemmtilegt, félagslega séð. Við þurfum að hvetja þessa kylfinga með því að bjóða upp á fjölbreyttara leik fyrirkomulag og klúbbaaðild með minni skuldbindingu, öflugra félagsstarf og meiri léttleika.“
Reksturinn á GSÍ, tap á síðast ári, hvernig á að bregðast við því? Er tapreksturinn áhyggjuefni? „Afkoma sambandsins var undir vænt ingum. Við gerðum ráð fyrir lítilsháttar hagnaði í okkar fjárhagsáætlun en það gekk ekki eftir. Í staðinn var halli upp á rúma milljón af rekstri sambandsins. Markmið okkar með rekstrinum er ekki hagnaður í sjálfu sér en við viljum heldur ekki skila tapi. Við viljum nýta allt það fé sem við fáum til uppbyggingar á íþróttinni og útbreiðslu hennar. Golfsambandið hefur mörgum ólíkum hlutverkum að gegna og
við viljum leysa þau verkefni vel. Nokkrir liðir í okkar starfsemi fóru lítillega fram úr áætlun en það er ekki mikið áhyggjuefni. Mestu munar um afreksmál en það má ef til vill kalla jákvætt vandamál. Við eigum orðið svo marga góða kylfinga sem hafa öðlast þátttökurétt á sterkum alþjóðlegum mótum. Þetta ár var metár í þeim skilningi og því vörðum við auknu fjármagni í stuðning við okkar afreksfólk. Við fjárhagshallanum þurfum við að bregðast með því að afla okkur aukins fjár frá samstarfsaðilum. Golf er næst fjöl mennasta íþrótt landsins og við eigum að halda því á lofti. Fyrirtæki eru jafnt og þétt að sjá sér aukinn hag í því að tengjast íþróttinni.“ Haukur telur að forsvarsmenn GSÍ þurfi að finna leiðir til þess búa til samræðuvettvang allra klúbba, utan reglulegra Golfþinga. „Fyrirkomulag Golfþings hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru þeir að öllum aðilum innan hreyfingarinnar gefst kostur á að koma sjónamiðum sínum á framfæri við aðra innan hreyfingarinnar. Golfklúbbar geta haft ólíka hagsmuni eða baráttumál og á endanum er það meirihlutinn sem ræður. Golfþing er því mikilvægt verkfæri og vettvangur fyrir golfklúbba til að koma sínum hugðarefnum á framfæri við aðra. Á hinn bóginn getur slíkt fyrirkomulag verið ómarkvisst. Hætt er við því að mikill tími fari í smáatriði og stóru hagsmunamálin fái ekki nauðsynlega umfjöllun svo hægt sé að taka stefnumarkandi ákvarðanir á fullnægjandi forsendum. Þetta má laga með því að fjölga fundum yfir árið. Golfklúbbarnir og golfsambandið þurfa að hittast oftar en einu sinni á ári til að ræða þau mál sem mestu máli skipta. Stjórn
sambandsins hefur, undanfarin tvö ár, lagt sig fram um að heimsækja klúbba landsins og eiga við þá spjall. Þótt það hafi reynst vel þá dugar það ekki til. Við þurfum að leita leiða til að búa til samræðuvettvang allra klúbba, utan reglulegra Golfþinga. Málþingið á föstudeginum fyrir Golfþing tókst einstaklega vel. Það var gaman að sjá hversu margir mættu og umræðurnar voru góðar. Í mínum huga eru málþing sem þessi komin til að vera – og mættu jafnvel vera oftar. Þemað á málþinginu að þessu sinni var golfleikur utan hefðbundinna golfklúbba og ræddu fundarmenn sérstaklega svokallaða fyrirtækjagolfklúbba og fjölgun þeirra undanfarin ár. Starfsmannafélög í flestum af stærstu fyrirækjum landsins hafa stofnað sérstaka golfklúbba innan fyrirtækjanna og gert ýmis konar samninga við golflúbba um aðgengi að golfvöllum þeirra. Mér finnst það visst áhyggjuefni ef kylfingar vilja frekar tilheyra fyrirtækjaklúbbi heldur en hefðbundnum golfklúbbi en það er ekkert launungarmál að fyrirtækjaklúbbar eru farnir að geta boðið starfsmönnum sínum upp á golfleik á mörgum golfvöllum á afar hagstæðu verði. Golfhreyfingin í heild þarf að vera vakandi fyrir þessu því það er ekki gott til langframa ef íslenskir kylfingar hætta að sjá hag sinn í því að tilheyra hefðbundnum golfklúbbi.“
Afreksgolfið var mikið í umræðunni – styttist í það að við eignumst kylfinga á mótaröðum þeirra bestu í heiminum? „Við höfum aldrei átt jafn marga og jafn góða kylfinga eins og nú. Árangur einstakra kylfinga undanfarin misseri hefur verið frábær og gefur yngri kylfingum byr undir báða vængi. Það styttist verulega í að við eignumst kylfinga á evrópsku móta röðunum, hvort sem er hjá körlum eða konum. Samkeppnin er vissulega afar hörð úti í hinum stóra heimi en okkar kylfingum hefur farið svo mikið fram undanfarið að þetta er einungis spurning um hvenær en ekki hvort. Ég get ekki beðið!“
Hlynur Geir Hjartarson og Gunnar Ingi Björnsson.
Áhugaverðar umræður á – Framtíð golfíþróttarinnar og málþingi fyrirtækjaklúbbar rauði þráðurinn Lodewijk M. Klootwijk framkvæmda stjóri EGCOA var líflegur og flutti skemmtilegt erindi.
Áhugaverðar umræður spunnust um framtíð golfíþróttarinnar á málþingi sem fram fór kvöldið áður en sjálft þing Golfsambandsins fór fram þann 20. nóvember s.l. Fyrirtækjagolfklúbbar og tengsl þeirra við golfhreyfinguna í nútíð og framtíð var fyrsta umræðuefnið á málþinginu. Þar kynnti Einar Örn Jónsson frá Golfklúbbi Orkuveitunnar sjónarmið þeirra kylfinga sem velja það fyrirkomulag að vera í fyrirtækjaklúbbum. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Hlynur Geir Hjartarson frá Golfklúbbi Selfoss og Gunnar Ingi Björnsson frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar tóku einnig þátt í þessum pallborðsumræðum.
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Þing Golfsambands Íslands
Ágætar umræður áttu sér stað um það sem er að gerast í þessum málum og skiptar skoðanir eru um hvernig best sé að taka
Fjölmenni var á málþinginu um framtíðarsýn golfíþróttarinnar.
á þessu viðfangsefni. Þeir sem tóku til máls voru sammála um að mikil tækifæri væru fyrir golfhreyfinguna að ná enn betri snertifleti við þá aðila sem eru í fyrirtækjaklúbbi en eru ekki félagar í GSÍ. Margt þyrfti að skoða í þessu máli til þess að ná góðri niðurstöðu fyrir golfklúbba sem og þá kylfinga sem kjósa að vera ekki í hefðbundnum golfklúbbum innan raða GSÍ. Á síðari hluta málþingsins hélt Lodewijk M. Klootwijk framkvæmdastjóri EGCOA (European Golf Course Owners Association) erindi. Samtökin kynntu á síðasta ári afar áhugaverða stefnumörkun og sýn þeirra á framtíð golfíþróttarinnar í Evrópu. Að loknu erindinu stýrði Klootwijk umræðum um framtíð golfíþróttarinnar. Óhætt er að segja að fyrirlestur Klootwijk hafi vakið verðskuldaða athygli og kom hann með marga góða punkta sem eflaust eiga eftir að nýtast golfhreyfingunni í heild sinni.
Miklar breytingar lagðar til á Eimskipsmótaröðinni – Fjölmennur starfshópur kynnti tillögur sínar á golfþinginu Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á Eimskips mótaröðinni í golfi. Starfshópur á vegum Golf sambandsins skilaði af sér tillögu um framtíðarsýn fyrir Eimskipsmótaröðina til næstu þriggja ára og var niðurstaða nefndarinnar kynnt á þingi Golfsambandsins. Tillöguna má sjá í heild sinni á golf.is.
Með það fyrir augum að stækka mótaröðina og auka umfang hennar, leggur starfshópur inn til margar breytingar. Sumar þessara breytinga kunna að fela í sér ákveðið frá hvarf frá núverandi fyrirkomulag á meðan aðrar tillögur fela eingöngu í sér skerpingu á því sem áður hefur verið gert. Mótin á Eimskipsmótaröðinni verða alls átta en til samanburðar voru mótin sex á síðasta keppnistímabili. Á árinu 2016 verður sú undantekning að sex mót telja til stigameistaratitla á Eimskipsmótaröðinni en frá og með árinu 2017 munu alls átta mót telja á stigalistanum. Keppnistímabil hvers árs hefst í lok ágúst og lýkur í sama mánuði, ári síðar. Tímabilið hefst á tveimur mótum að hausti, því fylgja svo tvö mót að vori árið eftir og lýkur á fjórum mótum yfir hásumarið. Fjöldi keppenda á haust- og vormótum, auk Íslandsmótsins í golfi, verður með sama sniði og í dag en færri keppendur verða á öðrum mótum. Tvö ný mót bætast við mótaröðina. Þátt takendafjöldi á þeim verður takmarkaður og mun hann taka mið af stöðu keppenda á heimslista atvinnu- og áhugamanna og stigalista GSÍ á hverjum tíma. Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbburinn Keilir hafa báðir boðist til að skuldbinda sig til þess að vera með árleg mót á móta röðinni næstu þrjú ár.
20
GOLF.IS - Golf á Íslandi Þing Golfsambands Íslands
Hámarksforgjöf í mót á mótaröðinni verður 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum. Skoðuð verður sú hugmynd að ljúka mótum á laugardegi og leika seinnipart fimmtudags og föstudags á þeim mótum þar sem keppendafjöldi er takmarkaður. Fallið var frá þeirri tillögu að Íslandsmótið í golfi fari fram á höfuðborgarsvæðinu í fjögur skipti af fimm á hverju fimm ára tímabili.
Íslandsmótið í holukeppni Hópurinn leggur til eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi mótsins. a. Keppendur í karlaflokki verði 64 og raðast í 16 riðla. b. Keppendur í kvennaflokki verði 24 og raðast í 8 riðla. c. Íslandsmeistari í holukeppni fyrra árs, þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna og þrír efstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna eiga þátt tökurétt í mótinu. Á þetta bæði við karla- og kvennaflokk. d. Að frátöldum þeim kylfingum sem eiga sjálfkrafa þátttökurétt skv. c-lið ræður staðan á stigalistanum talið frá og með síðasta Íslandsmóti í holukeppni. e. Í stað stöðu leikmanna á stigalistanum ræður forgjöf þátttakenda því í hvaða röð leikmenn raðast í riðla.
Sveitakeppni GSÍ færð fram í júní Sveitakeppni GSÍ er eitt af stærstu mótum sumarsins á hverju keppnistímabili. Mótið er feikilega vinsælt meðal keppenda. Það er einróma álit starfshópsins að auka megi veg þessarar keppni verulega og um leið auka áhuga bæði almennra kylfinga og fjölmiðla á mótinu. Sú hefð hefur skapast að leikið sé í Sveitakeppni GSÍ aðra helgi í ágústmánuði. Það jákvæða vandamál hefur komið upp að sífellt fleiri íslenskir karlkylfingar hafa áunnið sér keppnisrétt á Evrópumóti ein staklinga á undanförnum misserum sem skarast við Sveitakeppni GSÍ. Lagt er til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á Sveitakeppni GSÍ: Nafni keppninnar verði breytt, gerðar verði breytingar á tímasetningu keppninnar og er lagt til að leikið verði í öllum deildum karla og kvenna fjórðu helgi júnímánaðar. Sveitakeppni eldri kylfinga og unglinga fari fram aðra helgi ágústmánaðar. Kanna skal þann möguleika að undanúrslit og úrslit í efstu deildum karla og kvenna fari fram á sama velli. Það gefur golfáhugamönnum, klúbbfélögum, áhorfendum og fjölmiðlum betra tækifæri til að fylgjast með.
VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT? ÍSLENSKA/SIA.IS VOR 66938 03/14
Heimilið Líf- og heilsa Bíllinn Reksturinn
Einu sinni höfðu allir hlutir verðmiða. Eftir því sem hlutunum fjölgar renna þeir saman í eina stóra heild. Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili? Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Skoðaðu þitt dæmi með reiknivél Varðar á vordur.is VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.
Fjórir fengu gullmerki GSÍ Páll Ketilsson hefur komið víða við í golfíþróttinni sem kylfingur, fréttamaður, stjórnarmaður og liðsstjóri.
Páll var m.a. ritstjóri Golf á Íslandi í 14 ár og hefur einnig haldið úti einum öflugasta golffréttavef landsins, kylfingur.is. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, sagði að fáir aðilar hefðu stuðlað betur að því að koma golfíþróttinni á framfæri í fjölmiðlum á undanförnum árum og áratugum. Páll var ekki viðstaddur þegar athöfnin fór fram. Gylfi og Bergþóra gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn GSÍ. Þau fengu gullmerki fyrir störf sín í þágu golfíþróttarinnar á undanförnum árum og voru þeim færðar þakkir fyrir störf sín. Hörður Þorsteinsson, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri GSÍ um næstu áramót eftir 16 ára starf, var sá fjórði sem fékk gullmerki GSÍ. Hörður fékk dynjandi lófatak frá þingfulltrúum, sem risu úr sætum þegar hann tók við viðurkenningunni.
Fjórir fengu gullmerki Golfsambandsins fyrir störf sín og vinnu í þágu golfíþróttarinnar á þingi Golfsam bandsins. Þau sem fengu gullmerkið eru Páll Ketilsson, Gylfi Kristinsson, Bergþóra Sigmundsdóttir og Hörður Þorsteinsson. Bergþóra Sigmundsdóttir fékk gullmerki GSÍ.
Viktor Elvar sjálfboðaliði ársins 2015
Sjálfboðaliði ársins í golfhreyfingunni var útnefndur í annað sinn í sögunni hjá Golfsam bandi Íslands. Að þessu sinni var það Viktor Elvar Viktorsson úr Leyni á Akranesi sem fékk þessa viðurkenningu. Viktor Elvar var mótsstjóri Íslandsmótsins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi í sumar. Hann nýtti sumarfríið sitt í þetta verkefni og stjórnaði mótinu af röggsemi og yfirvegun. Viktor Elvar sagði þegar hann tók við viðurkenningunni að verðlaunin væru til allra félagsmanna í Leyni og sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóginn í þessu risavaxna verkefni. Viktor Elvar var um tíma formaður Leynis.
22
GOLF.IS - Golf á Íslandi Þing Golfsambands Íslands
Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem GSÍ veitir viður kenningu fyrir sjálfboðaliðastörf. Í fyrra fékk Guðrún Ebba Pálsdóttir úr Borgarnesi þessa viðurkenningu. Hún hefur lagt mikið af mörkum við uppbyggingu Hamarsvallar í Borgarnesi, sérstaklega í trjá- og gróðuruppbyggingu á svæðinu.
UR ELD
www.sena.is/tonlist
INNIH
2x
CD
BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN • 40 JÓLALÖG FYRIR BÖRNIN
MEMFISMAFÍAN OG BRAGI VALDIMAR • KARNIVALÍA
2x
CD
JÓLAGESTIR BJÖRGVINS • VINSÆLUSTU LÖGIN 1987-2014
INNIH
HELGI BJÖRNS • VERÖLDIN ER NÝ
UR ELD
ELLY VILHJÁLMS • MINNINGAR
DIKTA • EASY STREET
INNIH
INNIH
Nýjar íslenskar plötur í jólapakkann
UR ELD
2x
CD
UR ELD
3x
CD
GÖMLU DAGANA GEFÐU MÉR • VINSÆLAR PERLUR FRÁ 1964-1975
BAGGALÚTUR • JÓLALAND
KOMNAR Í VERSLANIR OG Á TÓNLISTARVEITUR
Hörður
kveður golfhreyfinguna sáttur – Ég kom blautur á bak við eyrun inn í þetta á sínum tíma
Hörður brosti breitt á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli í sumar.
„Ég kveð golfhreyfinguna sáttur og ég ætla mér að spila meira golf með eigin konunni og barnabörnunum eftir að ég hætti,“ segir Hörður Þorsteinsson sem hefur verið framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands undanfarin 16 ár. Hörður tók þá ákvörðun í haust að róa á önnur mið eftir farsæl ár í starfi hjá GSÍ og hann segist vera ánægður og heppinn að hafa fengið að vinna með mörgu áhugaverðu fólki.
Hörður ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Helgadóttur.
26
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hörður kveður golfhreyfinguna sáttur
„Á þessum tíma hef ég kynnst mörgu skemmtilegu fólki sem hefur haft það sem markmið að vinna að framgangi golf íþróttarinnar. Við höfum ekki alltaf verið sammála um leiðina að markmiðinu en þannig á það líka að vera. Ég á eftir að sakna margs þegar ég hætti. Það er gefandi að vinna fyrir íþróttahreyfinguna. Ég er búinn að vera undir stjórn fjögurra forseta GSÍ og það má segja að hringnum sé lokað þegar Haukur Örn Birgisson stýrir nú skútunni. Ég réð Hauk sem sumarstarfsmann árið 2001 og við höfum unnið vel saman frá þeim tíma en það eru spennandi tímar fram undan.“ Hörður vissi lítið um golfíþróttina þegar hann var ráðinn til starfa í mars árið 1999. Bakgrunnur hans var úr badminton íþróttinni þar sem Hörður hafði starfað til margra ára sem stjórnarmaður. „Ég kom blautur á bak við eyrun inn í þetta á sínum tíma. Gunnar Bragason var að taka við sem forseti GSÍ af Hannesi Guðmundssyni. Þeir boðuðu mig í viðtal og þar kom fram að þeir vildu horfa í aðrar
Hluti af fjölskyldunni í 60 ár
áttir með ráðningu á nýjum framkvæmda stjóra. Markaðsmálin voru þar efst á baugi hjá þeim. Finna nýjar leiðir til þess að ná í fjármagn inn í golfhreyfinguna. Ég var ráðinn en ég fékk sem betur fer nokkra mánuði í aðlögunartíma með Frímanni Gunnlaugssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, sem glímdi við erfið veikindi vegna krabbameins. Það var mjög gott að eiga Frímann að á þessum tíma. Gríðarleg þekking sem hann bjó yfir og þrátt fyrir að hann væri alvarlega veikur þá kom hann daglega á skrifstofuna. Gaf mér góð ráð og ræddi við forsvarsmenn klúbbanna. Menn hringdu mikið í Frímann og ég heyrði hvað hann sagði og hvernig hann tók á málunum við klúbbana. Það var ómetanlegt að hafa fengið að starfa með Frímanni á upphafstímanum enda vissi ég nánast ekkert um golfíþróttina þegar ég byrjaði.“
Margt sem kom mér spánskt fyrir sjónir Hörður kom til starfa í byrjun mars árið 1999 og fékk hann tíma til þess að undirbúa golfsumarið sama ár með Frímann sér við hlið. „Þetta var gaman en margt sem kom mér spánskt fyrir sjónir. Ég þekkti afreksstarf úr Badmintonsambandinu þar sem ég hafði verið formaður landsliðsnefndar og í stjórn Badmintonsambandsins í 2-3 ár áður en ég kom inn á skrifstofu GSÍ. Afrekshugsunin var ólík því sem ég þekkti, það var lítið æft yfir vetrartímann. Ég fékk Gauta Grétarsson til þess að mæla og aðstoða afrekskylfingana en ég hafði unnið
Samstarf Hauks Arnar Birgissonar, forseta GSÍ, og Harðar hefur staðið yfir í um 15 ár. Hér eru þeir á St. Andrews að fylgjast með Opna breska meistaramótinu.
28
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hörður kveður golfhreyfinguna sáttur
Hörður og Haukur Örn Birgisson með Blossa lukkudýr Smáþjóðaleikanna. Blossi er fyrir miðju.
með Gauta þegar ég var í landsliðsnefnd Badmintonsambandsins.“ Hörður fékk umboð frá stjórn GSÍ að finna landsliðsþjálfara til starfa og línurnar fóru að skýrast eftir eftirminnilegan fund sem Hörður fór á í Svíþjóð. „Framkvæmdastjórar golfsambanda Norðurlandanna hittust í Svíþjóð einum eða tveimur mánuðum eftir að ég byrjaði að vinna hjá GSÍ. Ég kom þarna inn á skrifstofu sænska golfsambandsins og þetta var algjörlega nýtt fyrir mér. Ég hafði aldrei tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi. Ég var með hjartslátt þegar ég kom og átti erfitt með að fylgjast með en þeir voru mjög
almennilegir við mig. Þegar þeir áttuðu sig á því að ég skildi ekki orð þegar þeir töluðu skandinavísku sín á milli skiptu þeir fljótlega yfir í enskuna.
Staffan kallaði sig aldrei annað en þjálfara Ég var búinn að kynna mér frábæran árangur Svía og þann uppgang sem golfíþróttin hafði náð í Svíþjóð. Gríðar legur vöxtur var í íþróttinni og ég var svo heppinn að fá að leika golf með Bo Wickberg, þáverandi framkvæmdastjóra sænska golfsambandsins. Þar áttum við gott spjall. Ég óskaði eftir ráðleggingum varðandi
landsliðsþjálfaramálin hjá okkur. Hann mælti með því að ræða við Staffan Johans son sem var á þeim tíma var ósáttur við að hafa ekki fengið stöðu sem landsliðsþjálfari Svía. Þetta var því góður tími fyrir okkur
að semja við Staffan. Það gekk eftir og réð hann sig til Íslands. Hann byggði upp afrekshugsunina hjá golfklúbbunum, efldi þjálfarana og kom með nýjar víddir í íþróttina. Staffan kallaði sig aldrei annað en
þjálfara, ekki golfkennnara. Að mínu mati er það rétt nálgun enda eru þjálfarar í öllum íþróttagreinum. Hann var í átta ár hjá okkur og skilaði góðu búi að mínu mati. Undir hans stjórn náði íslenska karlalandsliðið alla leið í undanúrslit á EM áhugakylfinga sem fram fór í Svíþjóð. Þar lögðum við m.a. sænska liðið og Staffan þótti það ekki leiðinlegt að vinna þá á heimavelli.“ Gríðarlegar breytingar hafa orðið á rekstri GSÍ frá þeim tíma þegar Hörður var ráðinn árið 1999. Ársreikningurinn fyrir árið 1999 var um 16 milljónir en áætlun fyrir árið 2016 er um 166 milljónir kr. „Við fórum strax í að finna leiðir til þess að auka sjálfsaflafé GSÍ. Fyrsti samningurinn sem ég gerði var við Björn Víglundsson núverandi formann Golfklúbbs Reykjavíkur. Hann var á þeim tíma markaðsstjóri Toyota á Íslandi. Björn var mjög framsýnn og spenntur að styðja við bakið á golfíþróttinni. Þar með var Toyotamótaröðin sett á laggirnar og í raun var þetta fyrsti alvöru samningurinn sem GSÍ hafði gert um slíkt. Það voru ekki margar krónur þarna á bak við en það var mikið lagt í þetta af hálfu Toyota. Allskonar hlutir hannaðir og reynt að gera mótaröðina áberandi m.a. með auglýsingum í blöðum. Stuttu seinna kom Icelandair þarna inn og
debet | kredit Bókhaldskerfi dk viðskiptahugbúnaður er að öllu leiti þróaður á Íslandi með íslenskar aðstæður í huga. Sérfræðingar okkar í þróun eru sífellt að bæta kerfið í takt við nýja tíma og tækni s.s. með aðlögun að spjaldtölvum og snjallsímum.
Afgreiðslukerfi dk POS er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Sérsniðnar lausnir s.s. tenging við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.
dk POS | í áskrift dk hugbúnaður ehf Bæjarhálsi 1 | 110 Reykjavík Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is
Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as
GOLF.IS
29
Hörður segir að mikil vinna hafi farið í að koma golf.is kerfinu af stað á sínum tíma. Þar hafi margt verið vel gert – þrátt fyrir ýmsa „barnasjúkdóma“ á upphafsárunum. GSÍ er í dag með einstakt miðlægt kerfi sem hefur tekið aðrar þjóðir áratug að ná tökum á.
Haukur Örn færir Herði gullmerki GSÍ á þingi Golfsambandsins í nóvember s.l.
smátt og smátt fjölgaði samstarfsaðilunum. Samningurinn við Icelandair gerði GSÍ kleift að senda út 40–50 manna hópa í æfingaferðir erlendis svo eitthvað sé nefnt. Útgáfu á Golf á Íslandi var breytt eftir að ég kom til starfa. Árið 2003 tók Páll Ketilsson við útgáfunni og tölublöðum hvers árs var fjölgað í fimm.“
Gríðarleg verðmæti í golf.is – eftirminnilegt Íslandsmót á Akureyri Golf.is hefur tekið mikinn tíma hjá mér og öðrum starfsmönnum GSÍ. Þegar ég kom hingað inn árið 1999 var tölvukerfi til staðar sem hét að mig minnir Fjölnir og íþróttahreyfingin hafði verið að nota. Þetta kerfi uppfyllti alls ekki þær kröfur sem gerðar voru og við áttuðum okkur á því að eitthvað þyrfti að gera. Ég skoðaði það sem Svíarnir voru að gera en það reyndist ekki vera besta lausnin. Við fórum í samstarf við Idega sem var nýtt fyrirtæki. Eftir nokkra fundi með þeim þar sem við fórum yfir óskalistann voru þeir klárir í það
verkefni að smíða nýtt kerfi. Markmiðið var að kerfið myndi sinna klúbbunum 50% og þjónustu fyrir kylfinga 50%, þar sem vinnuumhverfi fyrir hinn almenna kylfing var nýtt af nálinni. Þar komu inn atriði eins og rástímaskráningakerfið, mótahaldið, forgjöfin og allt annað.“ Hörður segir að fyrsta Íslandsmótið sem haldið var með nýja kerfinu hafi reynst erfitt og þar hafi allt farið úrskeiðis sem hægt var. „Íslandsmótið á Akureyri árið 2000 var erfiðasta Íslandsmót sem ég hef tekið þátt í sem starfsmaður GSÍ frá upphafi. WAP
Jón Ásgeir Eyjólfsson fyrrum forseti GSÍ ásamt Herði við upphaf á keppnistímabili á Eimskipsmótaröðinni. Kylfingarnir eru Hannes Eyvindsson, Stefán Orri Ólafsson og Hannes Marinó Ellertsson.
30
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hörður kveður golfhreyfinguna sáttur
tæknin sem átti að nota virkaði ekki. Skorið var slegið inn í farsíma úti á velli en skorið skilaði sér aldrei í gagnagrunninn. Þetta var í stuttu máli sagt tómt vesen. Við þurftum að slá skorið inn margoft, en á þriðja hringnum hrundi kerfið í heild sinni. Strákarnir frá Idega voru fyrir norðan með aðsetur í skólastofu og það fór allt á hliðina. Fyrir þriðja daginn var allt slegið inn aftur og ég svaf ekki dúr á þessu móti,“ segir Hörður en hann getur brosað að þessum atburðum nú 15 árum síðar. „Þetta miðlæga kerfi, golf.is, var algjör nýjung í golfheiminum og önnur Evrópu
Þökkum góðar stundir á golfvellinum á árinu sem er að líða Sjáumst á nýju golfári 2016
kylfingur.is Sjónvarp Kylfings
lönd tóku ekki slíkt kerfi í notkun fyrr en áratug síðar. Við lentum í mörgum vandamálum sem tengdust miklu álagi á kerfinu. Mörg „svarthol“ voru í kerfinu, minnisleki var eitt vandamál. Því má ekki gleyma að þetta voru byrjunarár internetsins. Við áttuðum okkur ekki á því hversu mikill tími fór í að vinna úr upplýsingum. Í dag erum við í nýju umhverfi, hraðinn sem var í gangi á þessum tíma var í raun broslegur. Í raun var þetta einföld aðgerð, að skrá inn skor og ýta síðan á enter, en það leið langur tími þar til það skilaði sér inn á síðuna. Við búum vel að því að eiga allar þessar upplýsingar í dag. Allir kylfingar sem voru byrjaðir um síðustu aldamót í golfi geta skoðað öll gögn um sig aftur til ársins 2000. Mikil verðmæti eru í þessum upplýsingum. Að mínu mati hefur þetta verkefni tekist vel. Það hefur verið sátt um þetta í golf
hreyfingunni, allt fjármagnað í gegnum félagagjöldin og hóflega sett í þetta.“
Margir samverkandi þættir Á starfstíma Harðar hefur orðið gríðarlegur vöxtur í golfíþróttinni á heimsvísu og hér á landi einnig. Hann getur ekki bent á eitt atriði sem stendur upp úr í því samhengi, það sé samhengi margra þátta. „Það var ekkert eitt sem varð til þess að mikil fjölgun átti sér i stað. Innkoma Tigers Woods í íþróttina breytti miklu. Hann var alvöru íþróttamaður sem stundaði golf. Hann breytti þeirri ímynd að golfið væri aðeins fyrir „gamla karla með vindil.“ Þessi sýn breyttist með Woods. Það sem hefur einkennt íslenskt golf er auðvelt aðgengi. Golfið er með góða ímynd, allir geta spilað golf, óháð efnahag. Það hafa margir golfvellir verið byggðir upp víðsvegar um landið, golf er góð heilsurækt og skemmti
legur félagsskapur. Það voru engar hindranir og fólk var tilbúið að takast á við þetta.“ Hörður er glaður að áform um að taka upp „græna kortið“ eins og gert var í Skandinavíu hafi aldrei náð flugi á Íslandi. Græna kortið var samheiti á nýliðanámskeiði sem byrjendur í golfi þurftu að standast áður en þeir fengju aðgang að golfvellinum. „Græna kortið var lykilatriði í öðrum löndum. Hingað kom Peter Mattson, landsliðsþjálfari Svía, árið 1999 og hélt fyrirlestur og hann hvatti okkur til að búa ekki til slíkar hindranir áður en fólk færi af stað í golfið. Þetta truflar að fólk fari inn. Hann ráðlagði okkur að gera þetta ekki en við ættum að taka vel á móti nýliðum og koma inn fræðslu eftir að þeir væru byrjaðir. Við höfum ekki bætt við hindrunum. Það er nóg af þeim og má nefna fjárhagslegar aðstæður, veðurfar og hversu tímafrekt það
Alberto buxur vinsælu Alberto dömur og herra. Alberto.
32
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hörður kveður golfhreyfinguna sáttur
er að spila golf. Í dag eru Skandinavar búnir að henda þessu græna korti.
Sóknarfæri og bjart framundan Eins og áður segir hefur verið gríðarleg aukning í röðum félagsmanna í GSÍ á undanförnum árum. Hörður segir að það séu enn mikil tækifæri að bæta enn frekar í og þar séu konur og ungir kylfingar markhópurinn. „Miðað við höfðatölu þá erum við búin að setja ótal met. Það eru hinsvegar enn sóknarfæri. Aðeins 30% kylfinga eru konur, þar eru mikil tækifæri. Einnig hjá börnum og unglingum. Það er einnig mikil nýliðun á aldrinum um fimmtugt. Golf er frábær íþrótt til þess að stunda og ekki síst í takt við þær lífsstílsbreytingar sem hafa orðið á undanförnum árum. Ungt fólk í dag er mun heilbrigðara en þegar ég var ungur. Þegar þetta fólk er komið yfir fertugt þá getur golfíþróttin komið sterk inn sem útivist, keppni og heilsurækt. Við þurfum að gæta þess að aðgengið sé nægjanlegt. Ég held að við eigum að taka þetta rólegum skrefum. Uppbygging golfvalla þarf að eiga sér stað. Það vantar fleiri velli á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningur þeirra sem fara með fjármagnið er að aukast smátt og
smátt, sveitafélögin eru að fjármagna þessar framkvæmdir.“ Hörður hefur sterkar skoðanir á því hverju þurfi að breyta í golfíþróttinni á heimsvísu til þess að ná enn betri árangri. Hann vill leggja af áhugamannareglurnar og engin skil verði á milli áhuga - og atvinnukylfinga hvað keppni varðar. „Þessi tvískipting er tímaskekkja og heldur aftur af þróun íþróttarinnar. Það eru of mörg alþjóðleg sambönd að stýra gangi mála. Það vantar alla uppbyggingu í alþjóðlegt mótahald sem skilar sér til baka í grasrótastarfið. Sem dæmi má nefna að Ryderbikarinn, Opna Breska, Mastersmótið og fleiri stórmót skila gríðarlegum tekjum, en tekjurnar renna ekki til baka í grasrótarstarfið. Á þessu sviði hefur knattspyrnan gert vel. UEFA og FIFA dæla peningum í grasrótina, kynningarstarf, þróunarstarf og auglýsa íþróttina og leiðir þetta af sér enn fleiri áhorfendur. Þrátt fyrir himinhátt verðlaunafé í golfíþróttinni og miklar tekjur af sjónvarpsréttarsamningum skilar það sér ekki til golfsambandanna og klúbbanna sem sjá um að afla nýrra kylfinga og kynna og kenna íþróttina. Lítið fjármagn verður eftir til þess að efla starfsemi klúbbanna og vinna við útbreiðslumál og mér finnst þetta vera
brýnasta málið í golfhreyfingunni að breyta þessu. Vonandi er fyrsti vísir að breytingum á þessu fyrirkomulagi að koma fram núna þegar golf verður aftur keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Golf á Íslandi óskar Herði velfarnaðar í þeim verkefnum sem nú taka við og þakkar gott samstarf á liðnum árum í útgáfumálum GSÍ.
GOLF.IS
33
Birgir Leifur Hafþórsson hefur 17 sinnum leikið á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
sá eini sem hefur komist alla leið – Ragnar og Sigurður ruddu brautina fyrir 30 árum inn á úrtökumót Evrópu mótaraðarinnar
Björgvin Sigurbergsson reyndi þrívegis við úrtökumót Evrópumótaraðarinnar.
34
GOLF.IS - Golf á Íslandi Birgir sá eini sem hefur komist alla leið
Heiðar Davíð Bragason lék fjórum sinnum á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, náði ekki að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi á lokaúrtökumótinu sem fram fór á Spáni um miðjan nóvember. Birgir endaði í 106. sæti af alls 156 kylfingum á +3 samtals (74-72-73-68) en 27 efstu kylfingarnir á PGA Catalunya tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Örn Ævar Hjartarson reyndi tvívegis við úrtökumótið á Evrópu mótaröðinni.
Þetta var í 17. sinn sem Birgir Leifur leikur á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Birgir, sem er 39 ára gamall, lék í fyrsta sinn árið 1997 og var þetta í 12. sinn sem hann nær að komast inn á sjálft lokaúrtökumótið. Aðeins fimm sinnum hefur Birgir ekki náð að komast í gegnum 2. stig úrtökumótsins. Birgir tryggði sér keppnisrétt á Evrópu mótaröðinni árið 2006 og lék m.a. á 18 mótum á Evrópumótaröðinni tímabilið 2006–2007. Hann tryggði sér keppnisrétt á ný á Evrópumótaröðinni 2007 með því að komast í gegnum lokaúrtökumótið á Spáni. Alls hefur hann leikið á 58 mótum á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Þrátt fyrir að Birgir hafi ekki náð að tryggja sér keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni er hann með góða stöðu fyrir næsta tímabil á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni. Meðalskor hans á níu mótum á Áskorenda mótaröðinni í ár var 70,75 högg sem er besta meðalskor Birgis á þeirri mótaröð frá upphafi. Alls hefur Birgir leikið á 106 mótum á Áskorendamótaröðinni frá árinu 1999 og árangur hans á stigalistanum er sá þriðji besti frá upphafi, 92. sæti, og er hann búinn að tryggja sér keppnisrétt á um tíu mótum á næsta tímabili. GOLF.IS
35
Sigurður Pétursson braut ísinn árið 1985 þegar hann fór fyrstur Íslendinga í úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina.
Ragnar Ólafsson var sá fyrsti sem reyndi við úrtökmótið frá Íslandi ásamt Sigurði Péturssyni.
Sigurður og Ragnar ruddu brautina fyrir 30 árum Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson ruddu brautina fyrstir allra. GRingarnir reyndu við úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina í lok nóvember árið 1985. Hljómsveitin Mr. Mister var á þessum tíma með vinsælasta lag veraldar, Broken Wings, sem hefur ekki elst eins vel og þeir Ragnar og Sigurður. Ragnar og Sigurður sögðu frá ferðinni í viðtali árið 1985 í tímaritinu Kylfingur sem gefið er út af Golfklúbbi Reykjavíkur. Þarna voru 436 keppendur sem allir ætluðu að reyna að fá þau 50 skírteini 1985 Sigurður Pétursson (1)
2. stig
Ragnar Ólafsson (1)
1. stig
Einar Long (1)
1988
1995
1997
1998
1999
2000
2001
2002
3. stig
3. stig
3. stig
3. stig
3. stig
höggi og dugði það ekki til að komast áfram í aðalkeppnina, 145 högg þurfti til að komast áfram. 26 kylfingar voru á 146 höggum. Þeir kepptu í bráðabana daginn eftir um tvö laus sæti í aðalkeppninni og þau sæti sem kynnu að losna, ef einhverjir af þeim sem voru undanþegnir forkeppninni myndu forfallast. S.P.: Fyrri daginn í forkeppninni lék ég á 66 höggum eða 5 undir pari. Ég lék hringinn allan á „regulation,“ og á seinni níu holunum þann dag var ég aldrei lengra frá holu en tvo metra. Ég hefði þess vegna vel getað fengið enn betra skor.
2003
2004
2005
2006
2007
2. stig
2. stig
3.stig
3.stig
3.stig
3.stig
1. stig
2. stig
1. stig
1. stig
1. stig
2. stig
1. stig
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
3. stig
2.stig
2.stig
2.stig
3.stig
3.stig
1. stig
1. stig
1. stig
Úlfar Jónsson (1)
1. stig
Arnar Már Ólafsson (1)
1. stig
Birgir Leifur Hafþórsson (17) Björgvin Sigurbergsson (3)
1. stig
Kristinn G. Bjarnason (1)
1. stig
Ólafur Már Sigurðsson (7) Sigurpáll Geir Sveinsson (4)
2. stig
1. stig
Magnús Lárusson (3)
1. stig
Heiðar Davíð Bragason (4)
1. stig
1. stig 1. stig
1. stig
1. stig 1. stig
1. stig
Örn Ævar Hjartarson (2)
1. stig
1. stig
Ottó Sigurðsson (1)
1. stig
Stefán Már Stefánsson (3)
1. stig 1. stig
Sigurþór Jónsson (1)
1. stig
Arnór Ingi Finnbjörnsson (2)
1. stig
Þórður Rafn Gissurarson (6) Ólafur Björn Loftsson (4) Axel Bóasson (2)
36
1996
atvinnumanna sem um er keppt. 80 þeirra voru undanþegnir því að fara í 36 holu forkeppni, sem er fyrsti þátturinn í mótinu. Voru það því 356 keppendur sem byrjuðu 26. nóvember og 124 þeirra komust áfram í aðalkeppnina, þar sem fyrrnefndu 80 bættust í hópinn. Þessir 204 léku síðan 72 holur, en þá var skorið á fjölda keppenda. 100 keppendur komust áfram í lokaáfangann, sem var 36 holur, og 50 þeirra fengu skírteini. R.Ó.: í forkeppninni lék ég mjög vel fyrri daginn, var þá á 72 höggum, en síðari daginn gekk ekki eins vel, en þá lék ég á 79 höggum. Var ég því á samtals 151
1. stig
1. stig
1. stig
1. stig
2. stig
1. stig
1. stig
1. stig
2. stig
1. stig
1. stig
1. stig
1. stig 1. stig
1. stig
GOLF.IS - Golf á Íslandi Birgir sá eini sem hefur komist alla leið
Volvo
Bíll ÁRSINS 2016 Á ÍSLANDI Nýr volvo xc90 Komdu í Brimborg og reynsluaktu bíl ársins 2016 NÝR VOLVO XC90 VERÐ FRÁ 10.590.000 KR. MADE BY SWEDEN VOLVO.IS
Volvo_XC90_BíllÁrsins_A4+3_20151005_END.indd 1
8.10.2015 16:38:53
Magnús Lárusson reyndi tvívegis við úrtökumótið.
Á þessum hring fékk ég fjóra fugla, einn örn og einn skolla, en hinar allar lék ég á pari. Seinni daginn lék ég á 75 höggum og hugsaði eingöngu um að tryggja mig inn í aðalkeppnina. Það háði mér talsvert, að ég fékk snert af þursabiti í hálsinn á 15. holu daginn áður og þurfti að vera í læknismeðferð um kvöldið. Gat ég engan veginn tekið fulla sveiflu, en tókst þó að skora sæmilega og var samtals á 141 höggi. Var ég um það bil í 30. sæti af þeim 356 sem léku í forkeppninni. Í aðal
keppninni lék ég ekki eins vel, lék á 78 + 76 + 76 + 74 eða samtals 304 höggum, sem dugði ekki til að komast í lokaáfangann í keppninni. Til þess að ná þangað þurfti að leika á 293 höggum eða 7 yfir pari. Sá sem hafði besta skor i aðalkeppninni var José-Maria Olazabal, sem var á 271 höggi eða 15 undir pari.
Úlfar Jónsson reyndi einu sinni við úrtökumót Evrópumótaraðarinnar.
Sigurpáll Geir Sveinsson hefur fjórum sinnum leikið á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
Alls hafa 20 kylfingar frá Íslandi reynt við úrtökumót Evrópumótaraðarinnar frá árinu 1985 svo vitað sé. Birgir Leifur er sá eini sem hefur náð inn á 3. stigið eða loka úrtökumótið. Alls hafa sex kylfingar náð inn á 2. stigið en flestir hafa ekki náð að komast í gegnum 1. stig úrtökumótsins. Ólafur Már Sigurðsson hefur sjö sinnum leikið á úrtökumótinu, Þórður Rafn Gissurarson er með sex tilraunir. Tvisvar sinnum hefur það gerst að þrír íslenskir kylfingar léku á sama tíma á 2. stiginu, 2003 og 2014. Alls voru sex kylfingar frá Íslandi á úrtökumótinu árið 2007 sem er met en á þessu ári voru alls fjórir íslenskir kylfingar sem reyndu sig á úrtökumótinu.
3801-FRE – VERT.IS
Fáðu smá auka kraft í sveifluna
Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.
SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is
– Garðar Eyland lætur af störfum sem framkvæmastjóri GR
Garðar Eyland lét af störfum sem framkvæmdastjóri GR eftir aðalfund stærsta golfklúbbs landsins í byrjun desember. Garðar er sjötugur að aldri en hann hefur lifað tímana tvenna í golfíþróttinni, sem kylfingur og síðar sem stjórnandi. Golf á Íslandi mætti á skrifstofu Garðars á Korpúlfsstaðavelli í lok nóvember s.l. þar sem hann var að fara yfir síðustu verkin áður en aðalfundur GR hæfist. Það væri hægt að skrifa margar bækur um reynslusögu Garðars úr golfíþróttinni enda er hann einn sá reyndasti á því sviði á landinu.
40
GOLF.IS - Golf á Íslandi Lærdómsríkur og góður tími
Yfirllitsmynd frá 14. braut á Korpúlfsstaðavelli sem er ein af uppáhaldsholum Garðars. Mynd/Golfmyndir.is
Það voru golfhögg á Hólmsvelli í Leiru sem kveiktu áhuga Garðars á golfinu og hann tók íþróttina föstum tökum áður en hann byrjaði fyrir alvöru. „Ég byrjaði í golfi fyrir tilviljun eins og margir aðrir. Upp úr 1980 sló ég mín fyrstu högg á Hólmsvelli í Leiru en það voru tveir vinir mínir sem drógu mig með sér, Ibsen Angantýsson og Hörður Falsson. Mér fannst þetta skemmtilegt og í framhaldinu fór ég á golfnámskeið yfir vetrartímann hjá John Nolan sem þá var golfkennari hjá GR og var með aðstöðu í Skeifunni. Ég æfði
mig þar í einn vetur áður en ég fór út á völl. Skömmu seinna gekk ég í GR og fór fljótlega inn í stjórnina, haustið 1982. Síðan rakti þetta sig allt saman, ég tók að mér kappleikjanefndina og var liðsstjóri í sveitakeppninni. Árið 1992 tók ég að mér formennsku hjá GR og var í því embætti til 1998. Ég hvarf um stundarsakir úr starfinu hjá GR og varð framkvæmdastjóri hjá
Golfklúbbnum Oddi árið 2003. Árið 2006 kom ég aftur til GR sem framkvæmdastjóri og hef verið hér síðan,“ segir Garðar þegar hann rekur g olfsögu sína í stuttu máli. Hann bætir því við að golfið á Íslandi hafi verið í „örstærð“ á þessum tíma og margt hafi breyst. „Þegar ég var að byrja var ekki þessi fjöldi í golfinu sem er í dag. Grafarholtsvöllur, Keilir með níu holur og Leiran með níu holur. Þetta voru vellirnir sem notaðir voru í mótahaldinu að mestu og Akureyri var GOLF.IS
41
Frá 7. braut í Grafarholti. Mynd-Golfmyndir.
Uppáhaldsholurnar „Tólfta holan á Korpunni er verulega skemmtileg hola, það er einnig gaman að standa á fjórtánda teignum í dag, glæsileg hola og skemmtileg tilfinning. Í Grafarholtinu er einnig gaman að standa á teignum á fimmtándu braut, þar er mikil víðátta í útsýninu. Sjöunda brautin er náttúruleg hola, gjörsamlega lögð í landið eins og það liggur.“ einnig með mót reglulega. Fjöldi þeirra sem stundaði golf var ekki eins mikill og er í dag. Það var meiri klúbbstemmning, engin vandamál með rástíma, þú mættir bara í Grafarholt. Þetta var mest bara spurning um með hverjum þú vildir spila. Menn voru að spila Grafarholtið á rétt rúmlega þremur tímum. Á þeim tíma voru aðeins þrír kylf ingar í hverjum ráshóp. Leikhraðinn var
því meiri og þetta gekk allt saman hraðar fyrir sig,“ segir Garðar og leggur áherslu á að bættur leikhraði sé lykilatriði fyrir golfhreyfinguna í heild sinni. „Stór þáttur í því litla brottfalli sem er í golfíþróttinni er tíminn sem fer í að spila golfhring. Ef maður reiknar saman þann tíma sem tekur að fara frá heimili sínu og þangað til maður kemur til baka eftir
Með góðum GR-ingum á Korpu: Stefán Gunnarsson, Jón Pétur Jónsson, Margeir Vilhjálmsson og Garðar Eyland.
18 holur þá getur þetta verið rúmlega 6–6½ klst. Nánast heill vinnudagur. Þessu þarf að breyta.“ GR hefur stækkað mikið sem golfklúbbur og þá sérstaklega á fyrsta áratug þessarar aldar. Garðar segir að klúbburinn sé ekki of fjölmennur og það sé góð stemning í GR. „Golfklúbbur Reykjavíkur býður félags mönnum sínum upp á gríðarlega mikið þegar allt er tekið með í reikninginn. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvað þeir fá mikið fyrir félagsaðild að GR miðað við það sem þeir væru að greiða í öðrum klúbbi.“ Garðar hefur tekið þátt í uppbyggingu Korpúlfsstaðavallar allt frá því að ákveðið var að ráðast í framkvæmdir á öðrum velli fyrir GR. Hann er ánægður með hvernig til hefur tekist en aðrir kostir hafi verið skoðaðir á sínum tíma. „Upp úr 1990 var skipuð nefnd til þess að finna stað fyrir nýjan völl GR. Félagatalið var um 700–800 á þessum tíma og það var horft til sjávarsíðunnar fyrir nýjan völl til þess að lengja golftímabilið. Það var haldin samkeppni um tillögur að velli við Keldnaholt og í Gufunesi. Tillögurnar voru margar mjög áhugaverðar og þar á meðal var ein sem tengdi saman nýjan völl í Keldnaholtinu við Grafarholtsvöllinn – með undirgöngum við Vesturlandsveg. Við nánari athugun voru óvissuþættir við Það er undantekning ef GR-ingar fá ekki rástíma, þú færð kannski ekki alltaf þann rástíma sem þú vilt fá, en rástíma færðu.
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Lærdómsríkur og góður tími
Á teig: Garðar Eyland slær hér af 15. teig sem er ein af fjórum uppáhaldsholum hans á GR völlunum.
bæði þessi landssvæði. Gufunesvöllurinn yrði reistur á gömlum sorphaugum og að mati nefndarinnar var ekki búið að rannsaka svæðið nægjanlega vel til þess að fara í framkvæmdir. Þar gætu leynst m.a. eiturgufur. Sömu sögu var að segja af Keldnaholtinu þar sem rannsóknarstofa var til staðar. Þar var m.a. búið að urða dýr í gegnum árin, landið var í ríkiseigu og leigugjaldið var hátt. Þá fór nefndin að beina augunum að Korpúlfsstöðum og taldi að það væri besti staðurinn fyrir nýjan völl GR. Þar var búið að setja upp lítinn æfingavöll. Niðurstaðan varð sú að byggja völlinn á Korpúlfsstöðum.“
44
GOLF.IS
Þegar talið berst að stærð GR er Garðar sannfærður um að félagar í GR geti leikið golf nánast þegar þeir óski þess. „Það má alveg færa rök fyrir því að þegar GR var með tvo 18 holu velli þá hafi verið erfitt að fá rástíma fyrir félagsmenn. Eftir stækkunina á Korpunni í 27 holur hefur aðgengi fyrir klúbbfélaga gjörbreyst. Við erum nánast með jafnmarga hringi skráða sem níu holu hringi og 18 holu hringi hér á Korpunni. Það er mikið af fólki sem spilar níu holur. Þetta er búið að vera skemmtilegur tími. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að taka þátt í uppbyggingunni á Korpunni frá upphafi.“
Sameiginleg inniæfingaaðstaða Garðar telur að huga þurfi að mörgu í framtíðaruppbyggingu GR. Þar nefnir hann m.a. inniæfingaaðstöðu sem ætti að hans mati að vera samvinnuverkefni margra golfklúbba. „Í mínum huga er mikilvægast að halda áfram að gera betur og bæta það sem fyrir er. Viðhalda þeim gæðum sem eru til staðar. Það sem helst skortir hjá GR er betri inniæfingaastaða í tengslum við Básana. Þegar Básarnir voru byggðir var gert ráð fyrir að þar yrði mótttaka og aðstaða fyrir inniæfingar. Það er mín skoðun að klúbbarnir hér á höfuðborgarsvæðinu ættu að sameinast um að byggja stóra inniæfingaaðstöðu þar sem allir gætu keypt sig inn. Þannig gætum við þjónað hinum almenna kylfingi og fjármunir nýttust betur. Í stað þess að að byggja litlar einingar til æfingaaðstöðu á mörgum stöðum þá tel ég að það sé betra að sameinast í að byggja stærri aðstöðu sem væri hagkvæmari og myndi nýtast fleirum. Helst miðsvæðis.“
Garðar með verðlaunagrip eftir vel heppnaða sveitakeppni GR í keppni eldri kylfinga. Frá vinstri: Sæmundur Pálsson, Skarphéðinn Skarphéðinsson, Hörður Sigurðsson, Óskar Sæmundsson, Sigurður Hafsteinsson, Rúnar S Gíslason, Jón Haukur Guðlaugsson Garðar Eyland og Einar Long.
s. 562 2700 bankastrĂŚti 9
Siggi Pé og Raggi Ó. hefðu farið alla leið Garðar er afar liðtækur kylfingur sjálfur og hefur m.a. leikið með landsliði +55 og hann er með um 7 í forgjöf í dag. Hann er sannfærður um að frumkvöðlar í afreksgolfi hefðu farið alla leið inn á Evrópumótaröðina ef þeim hefði staðið til boða þær aðstæður og umgjörð sem boðið er upp á í dag. „Fyrst og fremst er þetta spurning um vilja, þeir sem ná langt ná langt vegna þess að þeir eru með meiri vilja en aðrir. Ég er sannfærður um það að Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson hefðu náð inn á Evrópumótaröðina sem atvinnukylfingar á sínum tíma hefðu þeir fengið fjárhagslegan stuðning sem veittur er til afrekskylfinga í dag. Það munaði bara hársbreidd að Sigurður færi inn.“ Garðar er ekki lengi að hugsa sig um þegar hann spurður um hvað standi upp úr á ferlinum hjá GR. Samstarfsfólkið. „Það sem stendur upp úr er allt það ágæta fólk sem ég hef unnið með og kynnst. Bæði félagsmönnum, starfsfólki og stjórnarmönnum. GR væri ekki á þessum stað ef það hefði ekki valist gott fólk í stjórn klúbbsins. Það sem mér finnst standa upp úr er að það hafa ekki allir fengið tækifæri til þess að starfa hérna eins og ég. Það eru forréttindi. Það eru margir sem tala um að þeir séu að fórna sér fyrir hina og þessa. Það er nú bara þannig að það sem maður gerir það gerir maður fyrir sjálfan sig. Þú gerir það af því þú hefur gaman af því. Þetta er búinn að vera lærdómsríkur og góður tími.“
Það hefur margt breyst á 20 árum, mynd af Garðari á skrifstofu GR árið 1994.
En hvernig klúbbfélagi verður fram kvæmdastjórinn þegar hann mætir á GR-vellina á næsta ári? Mun hann skipta sér af hlutunum eða horfa á úr fjarlægð og njóta? „Ég verð þýður og rólegur klúbbfélagi. Ég hef ekki lagt það í vana minn að vera með hávaða og læti í samskiptum. Ef ég þarf að leysa erfið mál þá geri ég það á lágu nótunum. Ég mun ekki skorast undan því ef til mín verður leitað með einhver ráð um einhver mál sem þeir teldu að ég gæti aðstoðað við að leysa.“ Garðar segir að hann sé ánægður með að hafa ráðið fagmann til starfa í uppbyggingar ferli Korpúlfsstaðavallar – það hafi reynst heillaspor.
Samstarfsmenn: Ómar Friðriksson og Garðar Eyland hafa verið samstarfsmenn til margra ára á skrifstofu GR.
46
GOLF.IS - Golf á Íslandi Lærdómsríkur og góður tími
„Margeir Vilhjálmsson kom til mín ásamt frænda sínum Páli Ketilssyni þegar Margeir hafði lokið námi í grasvallafræðum frá Skotlandi. Margeir var að leita eftir starfi. Á þeim tímapunkti var margt að gerast hér í uppbyggingunni á nýjum velli á Korpunni. Það myndaðist hinsvegar milli bilsástand í byggingu vallarins. Í fyrstu var það á áætlun að Reykjavíkurborg myndi byggja og við yrðum rekstraraðilar. Eftir stjórnarskipti í Reykjavík árið 1995 urðu breytingar í áherslum. Ég var formaður á þessum tíma. Átti margar andvökunætur og marga fundi með embættismönnum borgarinnar. Niðurstaðan var sú að GR yfirtók allar framkvæmdirnar og við tókum það að okkur að klára að byggja völlinn. Að mínu mati var það vænlegt til árangurs að ráða mann sem hafði þekkingu á faginu. Við réðum Margeir til starfa. Hann stjórnaði uppbyggingu á Korpunni og varð framkvæmdastjóri síðar. Ég hef alltaf haldið því fram að það hafi verið gæfuspor að ráða Margeir. Hann er fyrsti menntaði vallarstjórinn í golfvallafræðum sem er ráðinn í fullt starf hjá GR. Mér fannst það vel við hæfi.“ Að lokum var Garðar inntur eftir því hvort hann ætlaði sér að komast í landslið eldri kylfinga á ný þegar hann gerðist „atvinnumaður“ í golfi á næsta ári. „Ég hef verið í landsliði 55 ára og eldri. Heilsufarið er gott. Persónulega á ég nóg eftir í skrokknum og eitthvað í kollinum. Ég veit ekki hvað ég mun gera hvað golfið varðar. Ég tel mig heppinn að fá að starfa svona lengi. Það ber að þakka. Mörgum sem eru aðeins 65 ára er hent í burtu á mörgum vinnustöðum. Það ber að þakka. Ég á eftir að skoða hvað ég mun gera, ég á hjól, veiðistöng og byssur, áhugamálin eru til staðar, en ég veit ekki hvað tekur við.“
Kynntu þér kostina á kreditkort.is
Kortið er gefið út af Kreditkort í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.
Njóttu fríðindanna sem fylgja aðild að Premium Icelandair American Express®. Þú greiðir ekkert árgjald í Icelandair Golfers og golfsettið fer frítt með í flugið hjá Icelandair.
þessa íþrótt Íslandsmeistarinn Þórður Rafn ætlar sér stóra hluti í atvinnumennskunni
Þórður Rafn Gissurarson átti eftirminnilegt keppnistímabil á árinu 2015. Atvinnukylfingurinn úr GR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn á ferlinum eftir að hafa endaði í þriðja sæti þrjú árin þar á undan. Þórður ætlar sér stóra hluti á næstu misserum en hann mun leika á þýsku ProGolf mótaröðinni á næsta ári líkt og hann hefur gert frá árinu 2012. Pro-Golf mótaröðin hefst í Marokkó í janúar og segir Þórður að hann ætli að meta ástandið í þessum heimshluta áður en hann tekur lokaákvörðun um hvort hann hefji leik á þessum tíma. „Ég er farinn að þekkja fólkið of vel á Pro-Golf mótaröðinni og það er ekki góðs viti – ég þarf að komast á næsta stig.“ Aðspurður segir Þórður að hann hugsi ekki mikið um árangur liðins árs en viðurkennir að það sé gaman að rifja upp þá tilfinningu sem fylgdi titlinum. „Það er gaman að rifja þetta upp og hugsa til baka. Þessi titill var ákveðinn áfangi en það þýðir ekkert að vera að hugsa of mikið um það sem er liðið. Ég þarf að halda áfram. Það var vissulega ákveðinn léttir að hafa rofið múrinn og farið alla leið. Ég hef verið í baráttunni um sigurinn á undanförnum árum en það man enginn eftir því hver er í öðru eða þriðja sæti á Íslandsmótinu. Árið 2014 á Leirdalsvelli ákvað ég að taka áhættu á lokahringjunum í baráttunni við Birgi Leif Hafþórsson. Það tókst ekki og ég féll úr öðru sæti í það þriðja. Mér var alveg sama um það. Ég var því staðráðinn í að gera betur á Íslandsmótinu í ár og það hefði verið skemmtilegra ef Birgir hefði
48
GOLF.IS - Golf á Íslandi Elska þessa íþrótt
verið með. Sigur er sigur,“ segir Þórður en hann náði sínum besta árangri á Pro-Golf mótaröðinni á þessu ári. „Það gekk betur á Pro-Golf en áður og Íslandsmeistaratitillinn var hápunkturinn. Ég hefði viljað komast upp úr Pro-Golf mótaröðinni og beint inn á Áskorenda mótaröðina. Til þess hefði ég þurft að vera í einu af fimm efstu sætunum á stigalistanum.
AFBURÐA AFBURÐA HLJÓMGÆÐI HLJÓMGÆÐI OG OG HÖNNUN HÖNNUN
VIÐ VORUM VORUM AÐ AÐ OPNA OPNA NÝTT NÝTT VIÐ OG STÓRGLÆSILEGT STÓRGLÆSILEGT BOSE BOSE RÝMI RÝMI OG
Kíktu Kíktu íí verslun verslun okkar okkar íí Borgartúni Borgartúni 37 37 og og upplifðu upplifðu Bose Bose gæði. gæði. BORGARTÚNI 37 105 REYKJAVÍK SÍMI 569 7700 BORGARTÚNI 37 105 REYKJAVÍK SÍMI 569 7700 WWW.NETVERSLUN.IS WWW.NETVERSLUN.IS
Það voru ákveðin vonbrigði með það en heilt yfir var þetta gott ár. Eitthvað sem maður getur byggt á,“ segir Þórður en hann endaði í 27. sæti á stigalistanum og lék á alls 18 mótum. Besti árangur hans var 3. sæti.
Getum bætt umgjörðina Í haust reyndi Þórður við úrtökumót Evrópu mótaraðarinnar en hann náði ekki að komast í gegnum 1. stigið á móti í Þýskalandi.
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi Elska þessa íþrótt
„Þetta úrtökumót er ekki ókleifur veggur. Ég spilaði ekki vel og sjálfstraustið var ekki til staðar. Þetta var „ströggl“ – og vonbrigði. Ég tók mér vikufrí í sumar frá golfinu, sem dugir mér alveg. Ég hugsa um golf alla daga, alltaf, stundum er ég kannski of mikið að pæla í hlutunum. Ég elska þessa íþrótt, það er bara ekkert öðruvísi en það. Eitthvað sem ég hef gert frá barnsaldri.“ Líf atvinnukylfinga á Íslandi er enginn dans á rósum og eftir nokkurra ára veru í þessum
heimi segir Þórður að keppinautar hans séu flestir í allt annarri veröld. „Það gerir þetta enginn eins og við erum að gera. Forskot og góðir aðilar hafa stutt vel við bakið á mér. Þegar ég ræði við strákana sem eru á Pro-Golf mótaröðinni þá er enginn þeirra að gera hlutina eins og ég þarf að gera þá. Þeir eru margir með styrktaraðila úr klúbbunum sínum, einstaklinga sem eru vel efnaðir. Þeir eru margir hverjir með umboðsmenn sem koma þeim inn á mót á Áskorendamótaröðinni. Ég veit um marga sem fá 20 milljónir kr. á ári í styrki og enn fleiri sem eru með 10 milljónir kr. í styrki. Það er líka einfaldara fyrir þá að komast á mótin í Evrópu og þeir geta keyrt á milli staða á meðan ég þarf að fljúga í öll mót. Þetta snýst allt um peninga, ef maður er ekki með peninga, þá er allt erfiðara og meiri pressa sem fylgir því að ná í tekjur á mótaröðinni.“ En hvernig er hægt að bæta sam keppnisstöðu íslenskra atvinnu kylfinga? „Að mínu mati þarf að bæta umgjörðina í kringum þá sem eru að reyna að verða atvinnukylfingar. Í dag fáum við styrk í gegnum Forskot en við erum mest ein að æfa og keppa. Ég held að það væri betra fyrir alla ef við gætum verið meira saman að æfa, þá væri samkeppnin meiri og við sæjum betur hvað við getum gert betur. Við erum öll góðir vinir sem eru í
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 77182 11/15
VELKOMIN HEIM Á jólunum viljum við að gleðin sé við völd. Við viljum halda í hefðirnar og vera í faðmi fjölskyldu og vina. Á stað sem okkur er kær. Heima hjá okkur. Stundum flækist lífið fyrir fögrum fyrirheitum. Áætlanir breytast. Rétt eins og lífið. Þá aðlögum við okkur. Við getum pakkað jólunum niður og flutt þau þangað sem hjartað slær. Flogið yfir fjöll og höf og búið okkur til nýjar hefðir þar sem ástvinir okkar eru. Gleðilega hátíð.
+ icelandair.is
Vertu með okkur
Forskotshópnum og bestu áhugamennirnir eru einnig góðir vinir okkar. Það væri betra að mínu mati ef þessi hópur sem er að berjast við að komast í hóp þeirra bestu gæti unnið meira saman – það yrði skemmtilegra og árangursríkara. Kostnaðurinn við eitt ár í atvinnumennsku er að lágmarki 6–7 milljónir kr. og það er bara kostnaðurinn við að æfa, keppa, og halda sér á lífi með mat og húsnæði. Ég geri ekkert annað en að æfa og þetta er meira en full vinna. Þetta kostar mikið en það er erfitt að fá styrktaraðila á bak við sig á Íslandi. Forskot gerir góða hluti en ég hef einnig verið að leita til fyrirtækja en það er mjög erfitt að fá fjármagn. Ég er með mitt eigið fyrirtæki, leigi m.a. út hús á Flórída, er með umboð fyrir golfkerrur en ef ég væri ekki með gott stuðningsnet í kringum mig þá væri ég löngu hættur.“ „Langtímaplanið er að komast inn á Evrópumótaröðina. Ég hef verið að breyta aðeins áherslunum í markmiðasetningunni hjá mér. Brjóta markmiðin upp í smærri markmið og sjá árangur fyrr og þannig kemst ég alltaf nær og nær langtímamark miðinu. Sem dæmi þá set ég mér markmið að bæta stutta spilið og ef ég næ að bæta
það um ákveðið mikið þá tek ég skrefið nær langtímamarkmiðinu. Hugarþjálfun er eitt af stóru atriðunum í æfingunum hjá mér.“
Sóknarleikur í forgangi Á undanförnum misserum hefur Þórður lagt áherslu á að vera sókndjarfari og beittari í leik sínum. Ég hef reynt að vera sókndjarfari í leik mínum en áður. Það hefur hjálpað mér mikið en þetta tekur allt tíma. Við höfum haft Birgi Leif Hafþórsson til þess að gefa góð ráð varðandi alla þessa þætti en hann hefur langmestu reynsluna. Keppinautar mínir eru með mun fleiri sem geta aðstoðað þá við ýmsa þætti. Við erum enn að móta þetta á Íslandi en framfarirnar eru samt miklar.“ „Mér finnst þessi venjulega tölfræði sem er alltaf notuð ekki alltaf marktæk. Það er hægt að hitta allar flatir sem er fínt. Það er samt mikill munur að vera 25 metra frá stönginni eða 1 metra. Ég er farinn að hugsa þetta aðeins öðruvísi en áður. Ég vil slá lengra í upphafshöggunum og tek oftar dræverinn af teig en áður. Ég skrefa allar vegalengdir á flötunum frá stöng að bolta og held utan um þá tölfræði samviskusamlega.
Árangur Þórðar á Íslandsmótinu:
52
Ég er mjög nákvæmur í þessari skráningu og er með risastórt Excel-skjal með þessum upplýsingum. Ég skrái hvernig vindurinn var á viðkomandi braut sem ég spila, hvar boltinn endaði á braut og flöt, og þannig fæ ég upplýsingar sem ég get unnið með. Hvort ég var of stuttur eða skakkur eða bæði í innáhöggunum. Eftir síðasta tímabil þá sá ég að ég var oft of stuttur í innáhöggunum og einnig í teighöggunum. Ég var of varfærinn af teig og var ekki nógu sókndjarfur í innáhöggunum. Það eru ekki margar holur á Íslandi þar sem hindranir eru fyrir framan flötina - líkt og á fimmtándu í Grafarholtinu. Það er nánast alltaf hægt að slá of stutt og láta boltann rúlla inn. Þetta er ekki hægt á flestum golfvöllum sem eru notaðir í keppni erlendis. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar venjum okkur á og þurfum svo að laga þegar við förum í keppni erlendis. Það tekur tíma að ná þessari hugsun út og ég hef markvisst verið að vinna í því undanfarin ár. Það eru reyndar öðruvísi aðstæður á völlum erlendis, mýkri flatir sem taka vel við boltanum þegar hann lendi á þeim, en flatirnar á Íslandi eru oft mjög harðar og taka ekki vel við innáhöggunum.“
2010: 4. sæti.
2013: 3. sæti.
Árangur Þórðar á Pro-Golf mótaröðinni:
2011: 8. sæti.
2014: 3. sæti.
2015: 27. sæti (18 mót).
2013: 96. sæti (13 mót).
2012: 3. sæti.
2015: 1. sæti.
2014: 64. sæti (15 mót).
2014: 77. sæti (14 mót)
GOLF.IS - Golf á Íslandi Elska þessa íþrótt
NÝR MITSUBISHI OUTLANDER INTENSE
TILFINNINGIN ER ÓLÝSANLEG ÞAR TIL ÞÚ PRÓFAR Mitsubishi Outlander Intense er kominn með nýtt útlit. Betur búinn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu tilfinninguna sem svo erfitt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:
5.390.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Nýt þess að leika golf – Hugarfarið breyttist þegar Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir eignaðist soninn Styrmi
„Ég er með Íslandsmeistarabikarinn hérna úti í gluggakistu og horfi á hann á hverjum degi. Ég er alveg jafnánægð með titilinn í dag og ég var í júlí á Akranesi. Samt líður mér aðeins öðruvísi, þetta er raunverulegra í dag en þá, ég var ekki alveg búinn að meðtaka að ég væri Íslandmeistari skömmu eftir að mótinu lauk,“ segir Signý Arnórsdóttir í samtali við Golf á Íslandi þegar hún var innt eftir því hvort hún þurrki af Íslandsmeistarabikarnum daglega og rifji upp góðar stundir frá Garðavelli. Sigur Signýjar kom nokkuð á óvart þar sem hún eignaðist barn í upphafi ársins 2015 og hafði lítinn tíma til þess að æfa. Signý er ekki í vafa um að sonurinn, Styrmir Már, hafi breytti hugarfarinu og nálgun hennar á golfíþróttina.
„Það að eiga barn og hafa farið í gegnum það ferli breytti hugarfarinu mikið hjá mér. Ég naut þess betur að leika golf og að hafa gaman af því sem ég var að gera. Þetta hugar ástand var ríkjandi hjá mér á Íslandsmótinu og fleiri mótum á síðasta sumri.“
Signý segir að það hafi ekki verið sérstakt keppikefli hennar að ná sem bestum árangri á Íslandsmótinu þar sem sterkustu atvinnukylfingar landsins voru á meðal keppenda. „Ég hef alltaf verið mikil keppnismanneskja. Ég fer ekki í mót nema til þess að sigra, það var bara gaman hversu sterkt Íslandsmótið var á Garðavelli. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru á meðal keppenda. Ég lagði það ekkert sérstaklega upp að vera betri en þær. Ég vildi bara vinna. Mótið var sterkt og það var gaman að setja mótsmet.“
Háskólanám samhliða 100% vinnu Það er í mörg horn að líta hjá Íslands meistaranum sem er í krefjandi háskólanámi og fer samhliða því að vinna á nýju ári. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér í haust og það verður sama staða á næsta ári. Ég byrjaði í fjarnámi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri í haust. Það tekur tíma og samhliða því er ég í fæðingarorlofi með soninn sem er 9 mánaða. Það er ekkert orlof að vera með hann alla daga skal ég segja þér. Hann er ansi fjörugur. Á næsta ári fer ég að vinna 100% starf á mínum gamla vinnustað, Myllunni, og verð áfram í 100% námi. Það verður eflaust ekki mikill tími til
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi Nýt þess að leika golf
Jólagjöfin endurgreidd ef... Þú setur niður 8 metra pútt
Golfbuddy VS4 Verð: 34.900
Arnold Palmer peysa Verð: 11.900
Callaway Chev ORG Verð: 28.900
Callaway XR Driver Verð: 58.900
Golfbuddy WT5 Verð: 36.500
Mikið úrval æfingatækja
Staðgreiðslu afsláttur
Sími: 565 1402 www.golfbudin.is
Sævar Ingi Sigurgeirsson og Signý leggja á ráðin í lokapúttinu á Íslandsmótinu.
þess að æfa golf, en ég ætla samt að reyna eins og ég get.“ Signý mun mæta í titilvörnina á Íslands mótinu á Jaðarsvelli á næsta ári en hún er ekki með miklar væntingar um árangur. Allavega ekki á þessum tímapunkti þegar viðtalið er tekið. „Ég ætla ekki að vera með stór orð um hvað ég ætla að gera á næsta tímabili á
Rúnar Arnórsson gætti systursonar síns á meðan Signý lék á Íslandsmótinu í holukeppni á Akureyri.
56
GOLF.IS - Golf á Íslandi Nýt þess að leika golf
Eimskipsmótaröðinni. Það er alveg ljóst að ég get ekki setið á hliðarlínunni og ekki tekið þátt. Mér finnst þetta það gaman að ég mun halda áfram að keppa – bara til þess að hafa gaman af því og hitta aðra kylfinga. Það kemur bara í ljós næsta vor hversu háleit markmiðin verða hjá mér. Þetta er í raun bara spurning um hugarfarið, ég er með góðan grunn og get nýtt mér
það í keppnisgolfinu. Ég æfði talsvert fyrir Íslandsmótið á Garðavelli og ég mun alveg halda slíku áfram þegar ég finn tíma til þess samhliða öllu öðru.“
Ómetanleg aðstoð Sævar Ingi Sigurgeirsson, unnusti Signýjar, hefur verið aðstoðarmaður hennar á Eim skipsmótaröðinni undanfarin ár og hefur samvinna þeirra skilað góðum árangri. Signý segir að hún sé heppinn og lánsöm að hafa gott stuðningsnet ættingja og vina sem bjóði fram aðstoð sína á sumrin þegar keppnistímabilið stendur sem hæst. „Foreldrar mínir, Margrjet Þórðardóttir og Arnór Skúlason, og tengdamóðir mín, Margrét Böðvarsdóttir, voru ómetanleg á keppnisferðunum s.l. sumar. Þau sáu bara um Styrmi á meðan ég var að keppa og Sævar var á „pokanum“. Þetta væri ekki hægt án þeirra. Ég veit ekki hvort Styrmir verði mikið úti á golfvelli á næsta ári, hann er það mikill orkubolti og getur verið hávær. Það á eftir að koma í ljós.“ Draumur um atvinnumennsku er ekki efst á forgangslistanum hjá Signýju, allavega ekki eins og staðan er í dag í hennar lífi. „Ég veit það ekki, ég held ekki. Maður veit aldrei. Golfið er þannig að maður getur gert ýmislegt þótt maður verði eldri. Ég er með námið í forgangi núna, stefni á að klára það, en maður veit aldrei hvað gerist. Kannski reyni ég við úrtökumót síðar á ferlinum.“
Áhyggjuefni hve fáar stelpur eru í golfi Signý hefur áhyggjur af því hversu fáar stelpur æfi golf og hún telur að það þurfi að nálgast þær með öðrum hætti en strákana.
58
GOLF.IS
„Við erum með fáar stelpur í Keili og það er áhyggjuefni. Ég veit ekki hvernig best er að vinna úr því en stelpur nálgast hlutina með öðrum hætti en strákar. Þær eru meiri félagsverur. Strákar geta æft 10 tíma á dag
og verið einir, stelpur þurfa að spjalla og kjafta saman. Ég byrjaði að æfa 14 ára, kynntist Jódísi Bóasdóttur og Rögnu Ólafsdóttur. Við vorum bestu vinkonur fyrstu árin sem við vorum að æfa. Það er ennþá talað um það í Keili hversu mikið við Jódís töluðum saman á æfingum. Það er lýsandi fyrir stelpur. Ég hef verið að þjálfa yngri kylfinga hjá Keili og það er mikill munur á því hvernig stelpur og strákar haga sér á æfingum. Stelpurnar þurfa bara að tala meira og við þurfum kannski að vinna eitthvað út frá því til þess að ná fleiri stelpum í golfið. Þær eru félags verur og við þurfum að finna leiðir til þess að gera golfið enn skemmtilegra fyrir þær. Það skiptir líka máli að hafa sterkar fyrir myndir. Ólöf María Jónsdóttir var í Keili þegar ég var að byrja og hún hefur náð lengst allra í kvennagolfinu á Íslandi. Tinna Jóhannsdóttir var einnig á svæðinu og þetta skiptir allt máli. Það er ekki mikill munur á umfjöllun fjölmiðla á Íslandi um karla- og kvennagolf á Eimskipsmótaröðinni. Það er hinsvegar meiri munur á því hvernig fjallað er um atvinnukylfinga erlendis. Ég efast um að stelpur sem eru í golfi viti hverjar helstu stjörnurnar eru erlendis í kvennagolfinu. Þær þekkja hinsvegar Rory McIlroy, Adam Scott og Jordan Spieth,“ sagði Signý.
Dömu 29.995 kr.
Dömu 24.995 kr.
Dömu 36.995 kr.
Herra 24.995 kr.
Dömu 29.995 kr.
Herra 36.995 kr.
Herra 29.995 kr.
Herra 34.995 kr.
JÓLAGJÖF GOLFARANS K O M D U G O L F A R A N U M Þ Í N U M Á Ó VA R T ÚTSÖLUSTAÐIR Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði Golfskálinn - Reykjavík · Skóbúðin - Keflavík Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík · Hole In One - Reykjavík
Draumahöggið á lokadegi Meistaramótsins
Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2015? „Virkilega góð, mörg mjög góð mót og gaman að sjá hvað undirbúningurinn fyrir sumarið var að skila sér á skorkortinu. Búinn að leggja mikið á mig undanfarna mánuði og ætla ekkert að hætta hér, bara gefa í og ná næstu markmiðum.“ Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið? „Án efa fjórða holan í Keili á Meistaramótinu á lokadeginum. Fór holu í höggi í fyrsta sinn og endaði svo með að vinna mótið með einu höggi. Sætasti sigur á ferlinum.“ Hvaða golfholur eru í sérstöku uppáhaldi á Íslandi? „Átjánda í Keili, sautjánda í Vestmannaeyjum er líka virkilega skemmtileg, alltaf 9-járn, sama hvernig vindurinn er á teignum.“ Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2015, hvaða högg yrði það? „Innáhöggið á átjándu á lokahringnum á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar á Urriðavelli. Var sjö höggum undir pari eftir átta holur, byrjaði á tíunda teig. Ég dró höggið aðeins of mikið yfir glompuna vinstra megin við flötina. Fékk virkilega leiðinlega legu. Endaði með að fá skramba (+2), en hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði nú allt endað ef höggið hefði farið inn á flötina. Hvaða högg var eftirminnilegst hjá þér 2015? „Innáhöggið á átjándu flöt á lokadeginum á Meistaramótinu. Skemmtilegasta högg sem ég hef slegið, 121 m með 56 gráðu fleygjárninu. Klíndi boltann alveg upp að stöng. Get ennþá loka augunum og ímyndað mér fagnaðarlætin frá áhorfendum í skálanum.“ Hvert var undarlegasta atvikið, það skrýtnasta sem þú upplifðir á golfvellinum í sumar? „Þegar ég var að spila Leiruna með Axel Bóassyni. Hann átti 74 metra eftir á átjándu holunni eftir upphafshöggið. Holan spilaðist 474 m þann daginn. Hann getur slegið undarlega langt þessi meistari.“ Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? „Enginn einn þáttur sem þarf að bæta frekar en annan, það er alltaf pláss til að bæta alla hluta golfleiksins. Ég mun stefna á að bæta alla hlutana jafnt og þétt næstu mánuði fyrir næsta sumar.“ Nafn: Benedikt Sveinsson Klúbbur: Keilir. Aldur: 20. Forgjöf: 0,5. Leyndur hæfileiki: Það tekur mig svona mínútu að sofna þegar ég fer upp í rúm, virkilega þægilegt. Besti hringurinn: 66 (-5), Keilir.
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi 30 sekúndur
Hola í höggi: Já, einu sinni. Uppáhaldskylfingurinn: Jordan Spieth. Draumaráshópur: Jordan Spieth, Lebron James og Rory McIlroy Uppáhaldskylfa: 56 gráðu fleygjárnið.
Ég lenti nánast í öllu í sumar Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2015? „Á heildina litið er ég ósátt með skorið. En ég komst í tvö landsliðsverkefni í fyrsta sinn sem ég var mjög ánægð með (Smáþjóðaleikarnir og EM landsliða). Ég var virkilega í erfiðleikum með pútterinn í sumar. Ég var mjög ánægð með aðra þætti utan vallar sem skipta máli. “ Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið? „Hápunkturinn var þegar ég þurfti að spila 36 holur sama daginn sem umspil til að komast í liðið fyrir EM og fékk að vita af því kvöldið áður. Spilaði tvo mjög góða hringi undir mikilli pressu (hafði aldrei keppt erlendis). Það eftirminnilegasta var að eftir þetta komst ég að því að Heiða systir væri í liðinu líka. “ Hvaða golfholur eru í sérstöku uppáhaldi á Íslandi? „Sjöunda í Oddi, önnur á Akranesi, sextánda á Akureyri, sextánda í Borgarnesi og margar fleiri.“ Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2015, hvaða högg yrði það? „Annað höggið á áttundu holu á Akranesi á fyrsta deginum á Íslandsmótinu. Ég fór í glompu og tók of lítinn sand og sló allt of langt og endaði á átta höggum. Það tók rosalega á að byrja Íslandsmótið svona, en holurnar á undan var ég á mjög góðu skori. “ Hvaða högg var eftirminnilegast hjá þér 2015? „Þegar ég fór næstum holu í höggi á sjöttu holu á Akranesi á síðasta deginum á Íslandsmótinu, endaði metra frá og fékk örn. Tvo daga á undan hafði ég slegið í vatnið og var þetta því æði.“ Hvert var undarlegasta atvikið, það skrýtnasta sem þú upplifðir á golfvellinum í sumar? Ég lenti nánast í öllu í sumar en árin á undan var ég alltaf svo stöðug og ekkert sérstakt gerðist. Ég var alltaf bara með fugla, pör og skolla og örfáa skramba. Í ár voru allar tölur á skorkortinu hjá mér. Bæði fjör og sorglegt. “ Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? „Vera í núinu. Ég hugsa enn of mikið um holurnar á undan og fram undan, sama hvernig gengur.“
Nafn: Karen Guðnadóttir . Klúbbur: GS . Aldur: 23. Forgjöf: 1,9. Leyndur hæfileiki: Ég held hæfileikum mínum ekki leyndum lengur, en ég er klár að semja ljóð. Besti hringurinn: 70(-2), Leiran á rauðum og 71 á bláum.
Hola í höggi: Ekki enn … en nálægt því. Uppáhaldskylfingurinn: Allir sem eru jákvæðir og hafa gaman af að spila með mér. Draumaráshópur: Úff, hann væri ólöglega fjölmennur. Uppáhaldskylfa: Fer eftir stuði, en dræverinn klikkar ekki.
TÉ ÞÝSKALAN DKKLANDHOLL M a nnrfjöldi: 10 ÍA Man AND nfjö M L ldi: A 82, 5 milljóni ÍT ,5 milljóannnfjöld r ir 59,8 milljóni i: 16,9
Mannfjöldi:
Jürgen
Anelka
milljó
nir
Alwi n
Happ Happatala atala Happatala:.............. :. H .. :. .. a..p..p....3 .. ..... 3 ..... .1 ..... .. .. ..... .. .. H .. .. a a .. p .. li..tu..r..:............................ p .. .. .. : .......... alitur: ....H..a ....itur ......pal ..Hap .. ....4 .. ....... :. ..... .. p la N ..... .. N ta ...S .. p VA Æ pa .. RTU H ..t..n..........R..A afaR Hap ....GRappafatnaðH ...... ....atn UP aður .. A ........paf ÐPUERLS .............. ..Hap aður: uraSK ..... p : ..... .. A ..... .. S p .KA Y .. E H .. a EIT P : .. I a Happalitur: .. Hap . Ð .. d Í ýr: ..LEÐU..R RAU .....ppadýr: ....EV.... .....ýr: . ASJA NUGULU 7 ur: ....pad ....... ...P..IL ..... R ..... SJA ..... RÓ.. .. U T .. T .. KA P LI .. KÖ Happafatnað ..................... U .. R .. EV X . .. .. K . .. RÓPUKEPP EPPN ...........F ...ÍL .. ...L.... TREYJA IN Í H PNI 2015 EPPN ..... ÍK Happadýr: ....EVRÓPUKE15PPNIN Í HEPPNI 2015 NINVÍ iHsEP s I 201 i r 20 NI ORN þ V PP 5 issir þú a fæð HE ú að NIN Í Viss I ð i ir þú að hæs EVRÓPUKEPP ís þ s h t o r ta k íþró kirkja ið kíí 0í
Massimo
®
®
®
®
heimi ehreivminsæ ja h ttin50í iri en erlir af fle í Ulm ahúslastavert b státaí Þýs kala ndi? Tékklandi? Íta i? arn í Vissir þú að tegundum af pasta? Holla di an ndi mismun
VERÐUR ÞÚ NÆSTI EVRÓPUMEISTARI Í HEPPNI? Eurojackpot er Evrópukeppnin í heppni – stærsti lukkuleikurinn sem er í boði á Íslandi. Þar keppa 16 þjóðir um pott sem hleypur á milljörðum í hverri viku. Það er aldrei að vita hver verður næsti milljarðamæringur. Kannski verður það Massimo frá Ítalíu. Eða þú! Fyrir 320 kall og með smá heppni gætir þú orðið Evrópumeistari í heppni.
EVRÓPUKEPPNIN Í HEPPNI ALLA FÖSTUDAGA
ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
„Haka-dansinn“ hjá Magnúsi eftirminnilegastur Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2015? „Ég byrjaði sumarið ekki nógu vel. Gekk ekki nógu vel á Íslandsmótinu. Var að spila fínt en náði ekki að skora. Svo gekk ekki nógu vel á Opna breska áhugamannamótinu, sem hefur verið hápunkturinn hjá mér síðustu tvö ár. Endaði samt vel og var nokkuð sáttur með frammistöðuna á Evrópumóti áhugamanna og að sigra á síðasta mótinu í Oddi. Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið? „Hápunktur sumarsins var fyrsti hringurinn á Evrópumóti áhugamanna. Spilaði á átta höggum undir pari og kom mér í topp baráttuna í mótinu.“ Hvaða golfholur eru í sérstöku uppáhaldi á Íslandi? „Allar „alvöru“ par 4 holur. Vegna vinds á Íslandi geta margar par 5 holur orðið allt of léttar eða allt of erfiðar. Hef mest gaman af krefjandi holum sem krefjast góðra högga. Þar má nefna fjórðu og fjórtándu á Korpu, níundu í Keili, sautjándu á Akranesi og fyrstu í GKG. Þetta eru bara nokkur dæmi. Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2015, hvaða högg yrði það? „Sautjánda holan á Opna breska áhugamannamótinu. Sló út fyrir vallar mörk og missti möguleika á að ná niður skurði á uppáhaldsmótinu mínu.“ Hvaða högg var eftirminnilegast hjá þér 2015? „Ekkert högg sem var rosalega eftirminnilegt.“ Hvert var undarlegasta atvikið, það skrýtnasta sem þú upplifðir á golfvellinum í sumar? „Þegar Magnús Björn Sigurðsson dansaði „Haka-dansinn“ eftir að fá fugl á sjöundu á Akranesi í mótvindi.“ Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? „Þarf aðallega að bæta stöðugleikann.“
Nafn: Haraldur Franklín Magnús. Klúbbur: GR. Aldur: 24. Forgjöf:+3. Leyndur hæfileiki: Monta mig af hæfileikum mínum, leyni þeim ekki. Besti hringurinn: Níu undir pari.
Hola í höggi: „Check.“ Uppáhaldskylfingurinn: Tiger Woods, Alex Noren og Snorri Páll. Draumaráshópur: Skiptir ekki máli, svo lengi sem hann heldur uppi leikhraða. Uppáhalds kylfa: Tvö-járn á hörðum velli.
sænska fyrirtækinu og GPS tæki frá og .
62
GOLF.IS - Golf á Íslandi 30 sekúndur
Inn me ein ek ska no fyr
Lyfjaauglýsing
50
%
ag
150g
n!
Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?
m e ir a m
Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.
Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.
Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Norðurljósin dönsuðu yfir Sveinkotsvelli
Smakkaðu...
Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, áhugaljósmyndari og starfsmaður Keilis, var á réttum tíma og réttum stað þegar hann tók þessa mynd. Norðurljósin dönsuðu yfir Sveinkotsvelli hjá Golfklúbbnum Keili en Sveinkotsvöllur er níu holu völlur við Hvaleyrarvöll. Þar er að finna gamalt baðhús sem notað var m.a. af hermönnum.
64
GOLF.IS
Hvernig var golfsumarið 2015? Golfsumarið 2015 var með ágætum víðsvegar um land en Golf á Íslandi fékk nokkra forsvarsmenn úr golfklúbbum landsins til þess að fara yfir gang mála á árinu 2015. Spurt var um aðsókn kylfinga, ástand vallar, félagafjölda, rekstur, innra starf og stórframkvæmdir sem eru fyrirhugaðar.
Mikil fjölgun kvenna í Eyjum Veðurfarið var okkur Eyjamönnum erfitt. Alveg frá því í nóvember á síðasta ári voru ríkjandi vestan og suðvestan lægðir með sterka og kalda vinda og segja má að ekki hafi sumrað hér í Eyjum fyrr en um miðjan júlí,“ segir Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja. „Tíðafarið gerði okkur erfitt fyrir hvað völlinn varðar. Við vorum í töluverðu basli að ná flötunum góðum og ástandið var ekki orðið gott fyrr en um miðjan ágúst. Veturinn var „hamfaravetur“ og í lok mars mánaðar hvarf nánast allur gróður af nýju fimmtándu flötinni sem byggð var upp á
Konum hefur fjölgað úr því að vera rúmlega 20 konur fyrir fimm árum en eru í dag rúmlega 60 talsins.
66
GOLF.IS
árinu 2014. Mikil vinna hefur farið í það í sumar að vinna í þessari flöt og lofar hún góðu fyrir næsta ár. Aðsókn gesta, sem eru ekki félagar í GV, var ekki mikil fyrri hluta sumars sé miðað við síðustu ár. Frá miðjum júlí var aðsóknin í góðu lagi, en félagsmenn GV spiluðu sitt golf í sumar líkt og þeir hafa gert áður. Undanfarin ár hefur verið töluverð gróska í nýliðastarfi GV og þá sérstaklega hvað varðar kvennastarfið. Konum hefur fjölgað úr því að vera rúmlega 20 konur fyrir fimm árum en eru í dag rúmlega 60 talsins. Við höfum verið með starfsemi allt árið, æfingar
fyrir unga sem aldna félaga og erum að bæta í þá starfsemi. Síðast liðinn vetur var sautjándi teigur stækkaður og í dag standa yfir framkvæmdir við stækkun á fleiri teigum sem lokið verður við fyrir næsta sumar. Rekstur klúbbsins er í góðu jafnvægi. Við búum vel að því að þátttaka félagsmanna í sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn er mikil. Þeir taka að sér ýmis verkefni við mót og mörg önnur verkefni. Barna- og unglingastarf er hér með hefð bundnu sniði líkt og undanfarin 15 ár. Við erum með rúmlega 100 börn sem æfa að jafnaði yfir sumarið undir handleiðslu Einars Gunnarssonar. Undanfarin tvö ár hefur verið meiri kraftur í þátttöku yngri kylfinga frá GV á Íslandsbankamótaröð GSÍ og árangur þeirra er alltaf að verða betri,“ sagði Elsa Valgeirsdóttir.
JÓLAGJÖF KYLFINGSINS FÆST Í GOLFSKÁLANUM GOLFSKALINN.IS
GOTT ÚRVAL AF 3JA OG 4RA HJÓLA KERRUM VERÐ FRÁ:
19.800 KR
PARGATE FJARLÆGÐARMÆLAR
BIG MAX KERRU- OG BURÐARPOKAR
2 tegundir, 4 litir VERÐ FRÁ:
39.900 KR
VERÐ FRÁ:
24.800 KR
SUNICE
kvenna og karla regnfatnaður VERÐ FRÁ:
24.900 KR
CADDIETECH 24 gramma talandi kylfusveinn VERÐ FRÁ:
ÚRVAL GJAFAVARA Í ÖLLUM VERÐFLOKKUM
29.900 KR
BYRJENDAPAKKAR FYRIR KONUR OG KARLA VERÐ FRÁ:
44.400 KR
ECCO kvenna og karlaskór VERÐ FRÁ:
21.900 KR
GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK
| SÍMI 578-0120 | INFO@GOLFSKALINN.IS
| OPIÐ 10:00-18:00 VIRKA DAGA OG 11:00-16:00 LAUGARDAGA
Metfjöldi í golfskólanum á Akureyri „Sumarið fór hægt af stað hjá okkur. Maí og júní voru mjög kaldir og hafði það áhrif á golfvöllinn sem var þ.a.l. lengi í gang. Völlurinn kom mjög vel undan vetri en svo kom bakslag vegna mikils kulda í maí. Um leið og hitastigið fór svo aðeins upp fór allt vel af stað og erum við mjög ánægð með sumarið hér á Jaðri,“ segir Ágúst Jensson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. „Veðrið var ekki eins gott og í fyrrasumar en það var engu að síður alveg ágætt. Það hafði allavega ekki mikil áhrif á spil og voru spilaðir fleiri hringir í sumar heldur en í fyrrasumar. Spilaðir hringir eru í kringum 25 þúsund talsins. Við höfum verið virki lega ánægð með völlinn í sumar. Við reynum allt sem við getum til þess að hafa allt eins gott og hægt er. Veðrið hafði þó talsverð áhrif á innkomu félagsgjalda sem voru minni en í fyrra. Bindum við vonir um að fá þá kylfinga sem ekki voru með í sumar aftur inn næsta sumar. Það varð engu að síður talsverð fjölgun í klúbbnum þar sem golfskólinn gekk alveg ótrúlega vel. Það voru 235 þátttakendur í golfskólanum í sumar og
68
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig var golfsumarið 2015?
hefur sjaldan verið svona mikið af krökkum á Jaðri. Niðurstaðan er sú að það er fjölgun í klúbbnum.“
Reksturinn í jafnvægi og góð þátttaka í mótum „Reksturinn hefur gengið vel en okkur vantar eins og fyrr sagði nokkuð upp á árgjöldin og verður því ekki eins mikill tekjuafgangur af rekstri eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Mótahald gekk hins vegar alveg ótrúlega vel, það voru 230 þátt takendur í Arctic Open, þar af voru 40 erlendir kylfingar. Einnig var uppselt í Hjóna- og parakeppni á vegum Golfskálans og þar voru líka 230 kylfingar. Við vorum einni með Íslandsmótið í holukeppi á
Eimskipsmótaröðinni og var virkilega gaman að fá það mót hingað. GA fagnaði 80 ára afmæli í ár og í tilefni af því fórum við í afmælisferð í vor til Spánar. Þangað fóru 60 GA félagar og skemmtu sér vel. Sú ferð tókst það vel að við ætlum aftur í ferð næsta vor og það stefnir allt í að rétt rúmlega 100 GA félagar taki þátt. Það er einstaklega góður andi hér í klúbbnum. Hér eru allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það er á vinnudögum eða á golfmótum og ávallt mikið líf og fjör á Jaðri. Í vor var hafist handa við að byggja lítinn sex holu æfingavöll og verður hann opnaður 2017. Svo byrjuðum við í haust á uppbyggingu á Klöppum, nýju æfinga svæði hér á Jaðri. Verður það opnað næsta vor. Bindum við miklar vonir við að þessi uppbygging muni hafa mikil og jákvæð áhrif hér á Jaðri og vonandi sjáum við félagafjöldann aukast á næstu árum og fleiri nýliðar komi í golfið,“ sagði Ágúst Jensson.
Reksturinn gengur vel í Kiðjabergi „Aðsókn að Kiðjabergsvelli var svipuð og árið 2014 þó svo að úrkoma hafi verið minni en árið á undan. Köldu vori er helst um að kenna en aðsókn í maí og júní var mun slakari en árið 2014. Júlí og ágúst voru betri en í fyrra. Samkvæmt okkar tölum voru spilaðir 13.500 hringir sumarið 2015 en um 14.000 sumarið 2014. Félagsmenn spiluðu að meðaltali 16 hringi sumarið 2015,“ segir Jóhann Friðbjörnsson formaður Golfklúbbsins Kiðjabergs. „Þrátt fyrir kalt vor kom völlurinn mjög vel undan vetri og var ástand hans mjög gott allt sumarið. Ekki var þörf á eins miklum slætti og árið á undan þar sem spretta var minni framan af sumri. Flatir voru mjög góðar og sama má segja um teiga. Brautir voru jafnframt í mjög góðu standi. Þeir gestir og félagsmenn sem spiluðu völlinn voru almennt mjög ánægðir með ástand vallar hjá okkur. Fjöldi félaga er svipaður á milli ára en félagsmenn eru um 380. Það er alltaf eitt hvað um að fólk hætti en það koma nýir í staðinn. Fjöldi þeirra sem eru með GKB sem aðalklúbb er um 230 og um 150 eru í öðrum klúbbi samhliða félagsaðild hjá okkur. Rekstur klúbbsins gengur vel og er aukning á veltu á milli ára um 18% sem er svipuð veltuaukning og undanfarin þrjú ár. Þessa aukningu má helst þakka því að styrktaraðilum hefur fjölgað mjög á milli ára og aðsókn hópa er alltaf að aukast. Klúbburinn skuldar sáralítið og gerir það allan rekstur mun auðveldari. Þótt lausafé sé ekki mikið þá ná endar saman frá því við hættum að fá tekjur í september og þar til félagsgjöld fara að koma inn til okkar í janúar. Klúbburinn fjárfestir árlega í einhverjum tækjum og svo fer alltaf
eitthvað í nýframkvæmdir. Er hagnaður af rekstri notaður í það sem framkvæmt er og fjárfest fyrir í tækjum. Gert er ráð fyrir að hagnaður í ár verði svipaður og árið á undan eða um 8 milljónir fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Klúbburinn er með nokkrar veislur árlega í samstarfi við veitingaaðila skálans. Má þar helst nefna vorfagnað í maí eftir fyrsta golfmót í upphafi sumars og síðan að loknu meistaramóti. Og jafnframt í lok sumars eftir bændaglímu. Veislurnar eru mjög vel sóttar af félagsmönnum og almenn ánægja er hjá félagsmönnum með þetta. Nú hefur verið ákveðið að vera með jólahlaðborð að loknum aðalfundi í desember. Klúbburinn heldur nokkur innanfélagsmót sem eru vel sótt. Við sendum þrjár sveitir til keppni í Sveitakeppni GSÍ árlega og var árangur okkar þetta árið mjög góður. Karlasveit okkar varð í öðru sæti og spilar í 1. deild að ári. Kvennasveit eldri kylfinga hélt sæti sínu í 1. deild og karlasveit eldri kylfinga var hársbreidd frá því að færast upp um deild en varð að sætta sig við þriðja sæti í 2. deild. Á árinu sem er að líða voru framkvæmdir við völlinn og umhverfis hann líklega þær mestu frá því völlurinn var stækkaður í 18
holur. Byggðir voru tveir nýir teigar. Sá fyrri er rauður teigur á 5. braut, síðan var legu 9. brautar breytt með nýjum gulum teig. Sett voru upp ný teigskilti á öllum gulum teigum. Göngustígar voru lagaðir og verður því verki haldið áfram á komandi ári en þá verður lagt gervigras á ca 500 metra af stígum. Unnið er við að græða upp fjórðu og fimmtu braut sem fóru illa af kali veturinn 2013 til 2014. Búið að grafa drenskurði til að reyna að koma í veg fyrir að vatn safnist saman á brautunum. Það verður svo klárað á komandi vori. Það sem er einna mest áríðandi er að stækka núverandi vélageymslu þar sem ekki er möguleiki að koma þar inn öllum þeim tækjum og golfbílum sem klúbburinn á. Höfum við þurft að notast við geymslugáma til að geyma stóran hluta tækja okkar yfir veturinn. Það fer ekki vel með þau þar sem um óupphitað rými er að ræða og jafnframt er mikill raki í gámunum sem fer ekki vel með vélar og tæki. Það er nokkuð ljóst að viðhald tækja er margfalt meiri og ending ekki eins góð og ef þessi tæki væru geymd í upphituðu húsnæði. Erum við með tvo 40 feta gáma og fjóra 20 feta gáma eða alls um 120 m2. Það er von okkar að veturinn verði okkur hagstæður og hægt verði að opna völlinn snemma vorið 2016 í jafngóðu ástandi og undanfarin ár. Nú þegar er farið að bóka á völlinn fyrir sumarið 2016, jafnt innlenda sem erlenda hópa.
GOLF.IS
69
Hólmsvöllur fagurgrænn og í frábæru formi
„Veðurfar setti mark sitt á golftímabilið í ár og má segja að það hafi ekki hafist hjá okkur af alvöru fyrr en um miðjan júní. Þó voru leiknir hringir á Hólmsvelli rúmlega 18.000 í ár en þeir voru 17.000 í fyrra,“ segir Jóhann Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja. Alla jafna keyrum við á vormótum í apríl og maí. Vormótin hafa verið vinsæl meðal kylfinga og drjúgur þáttur í innkomu klúbbsins, en þau féllu flest niður í ár. Miðað við laka byrjun verður að segjast að afkoman í ár sé framar vonum, við skilum hagnaði. Þá var farið í endurskipulagningu á starfsmannahaldi klúbbsins sem og fjár málum, hvort tveggja hefur og mun skila hagræðingu í rekstri.
Félagafjöldinn stendur nánast í stað hjá okkur og litlar breytingar að sjá á honum. Í dag eru skráðir 462 félagar og fækkaði þeim um 13 frá síðasta ári. Þó er gleðiefni að það virðist vera aukning og vaxandi áhugi á golfi meðal barna og unglinga. Þá hefur kvennastarf klúbbsins verið í góðum vexti undanfarið og við bindum vonir við að svo verði áfram, enda kvennanefndin virk og konurnar duglegar að taka þátt í kvennastarfinu.
Njóttu þess að spila golf og láttu okkur sjá um fasteignamálin þín. Hafðu samband og fáðu frítt verðmat. Við erum fagleg, persónuleg og skemmtileg. Kristján Þ. Hauksson Sölufulltrúi.
696 1122
kristjan@fastlind.is 70
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig var golfsumarið 2015?
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali.
510 7900
Hólmsvöllur var í mjög góðu ástandi í sumar, hann er tilbúinn fyrr og er lengur leikfær en flestir aðrir vellir landsins. Af þeim sem léku völlinn í ár höfðu margir orð á því hve flatirnar væru góðar. Ein ástæða þess er sú að við festum kaup á vél í byrjun árs til að „strauja“ flatirnar. Sú fjárfesting hefur skilað sér í jafnari og betri flötum, auk þess að fækka sláttum. Um tíma fór þurrkatíðin svolítið illa með völlinn, hann varð þurr, harður og gulur. Þegar þannig stendur á verður Leiran alvöru „linksari“ og ekki síður skemmtileg viðureignar, en megnið af sumrinu var Hólmsvöllur fagurgrænn og í frábæru formi. Almennt var ágætis þátttaka í mótum hjá okkur. Það tóku 110 manns þátt í Meistaramóti GS 2015 og eru það talsvert fleiri en fyrir ári síðan. Innanfélagsmótin okkar, Þ-mótin, voru vel sótt og sama má segja um þau haustmót sem voru haldin. Eina sem skyggir á er árangur GS í sveita keppnum í ár, en bæði karla- og kvenna sveitirnar féllu, sem og öldungasveit kvenna. Öldungasveit karla lenti í sjötta sæti, sem hlýtur að teljast viðunandi árangur. Af krökkunum okkar ber helst að nefna að Zuzanna Korpak varð Íslandsmeistari í holukeppni, hún leikur í aldurflokki 15–16 ára. Kinga Korpak endaði í þriðja sæti á stigalista GSÍ í aldursflokki 14 ára og yngri og Birkir Orri Viðarsson varð í fimmta sæti í aldursflokki 15–16 ára. Sannarlega stendur frábær árangur okkar ungu kylfinga upp úr en að auki tóku fleiri þátt í GSÍ-mótum í ár og sumir þeirra voru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi. Framtíðin er björt hjá Golfklúbbi Suðurnesja,“ sagði Jóhann.
GOLF.IS
71
Útskrifuð: Íþróttakennararnir sem mættu á SNAG námskeiðið voru ánægð með útkomuna og ljóst að SNAG verður kennt víða í skólum á næstu misserum.
Íþróttakennarar í lykilhlutverki
– Vel heppnað SNAG námskeið í boði GSÍ
er ótrúlega
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íþróttakennarar í lykilhlutverki
Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is
Golfsamband Íslands, í samvinnu við Hissa.is og Vættaskóla í Grafarvogi, stóðu að SNAG námskeiði um miðjan nóvember s.l. Þar mættu íþróttakennarar víðsvegar af landinu og annað áhugafólk um golf kennslu en námskeiðið var í boði GSÍ. Áhuginn leyndi sér ekki þegar Magnús Birgisson fór fyrir grunnatriðin með íþróttakennurunum í Vættaskóla.
SNAG leikmannasett fyrir alla Kr. 17.000.-
SNAG kennslubæklingur á íslensku Kr. 1.500.74
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íþróttakennarar í lykilhlutverki
Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master-leiðbeinandi sá um að kynna þessa margverðlaunuðu aðferð við golfkennslu og tókst námskeiðið mjög vel. Um 14 aðilar mættu á námskeiðið sem var á formi fyrirlestra og verklegrar kennslu í íþróttahúsi Vættaskóla. SNAG stendur fyrir Starting New At Golf. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir einstaklega vel fyrir kennsluna. Hægt er að kenna nemendum á öllum aldri frá ungum börnum til fullorðinna og fatlaðra, óháð líkamlegri getu. Á námskeiðinu var höfuðáhersla lögð á að kenna aðferðir til þess að leiðbeina byrjendum í golfi með SNAG golf kerfinu. Þátttakendur fengu kennsluhandbók og æfingahefti með sér heim til að nota í eigin kennslu í framhaldinu en fræðsluefnið er gefið út af Hissa.is í samvinnu við GSÍ. Golf á Íslandi var með fulltrúa á nám skeiðinu og er óhætt að segja að upplifunin hafi verið skemmtileg og áhugaverð. SNAG golfkennsluaðferðin er að mati þeirra íþróttakennara sem voru á þessu námskeiði góð leið til þess að koma golfíþróttinni með einföldum hætti inn í íþróttakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Og margir spennandi möguleikar sem skapast ef réttur útbúnaður er til staðar í skólunum. Hjónin Magnús Birgisson og Ingibjörg Guðmundsson eiga fyrirtækið Hissa.is sem er með einkarétt á SNAG á Íslandi. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér SNAG nánar þá er hægt að hafa samband við þau með því að senda fyrirspurn á sala@hissa.is og á vefsíðunni hissa.is.
Magnús Birgisson er þaulreyndur golf kennari og fór hann létt með að halda nemendum sínum við efnið.
Meistarar: Frá vinstri; Magnús Birgisson, Gunnar K. Gunnarsosn og Örn Ævar Hjartarson fyrrum Íslandsmeistari í golfi.
GOLF.IS
75
Frábært golfsumar – Gerða Kristín Hammer tók þátt í 45 golfmótum á árinu 2015 Gerða Kristín Hammer úr Golfklúbbi Suðurnesja er án efa einn virkasti kylfingur landsins þegar kemur að því að taka þátt í mótum. Gerða, sem er fædd árið 1973, tók þátt í 45 mótum á golfsumrinu 2015. Það tók Gerðu langan tíma að átta sig á því að golfíþróttin ætti vel við hana en hún er með 20,6 í forgjöf. Golf á Íslandi ræddi við Gerðu á dögunum um golfíþróttina sem hún þoldi ekki áður en hún tók stóra skrefið.
Ljótir golfskór og tískuslys
Hvernig kom það til að þú byrjaðir í golfi? „Systir mín suðaði í mér í eitt ár að koma með sér en mér fannst þessi íþrótt asnaleg. Ég var búinn að segja við sjálfa mig að ég ætlaði aldrei að láta sjá mig elta einhverja hvíta kúlu út og suður. Ég lét nú
... við systurnar vorum „tískuslys“ á meistaramóti GG árið 2004. Þá pöntuðum við okkur Adidas krumpugalla og mættum á svæðið. Þetta var hræðileg hugmynd 76
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábært golfsumar
Gerða lumar á mörgum skemmtilegum golfsögum og þar koma skór og krumpu gallar við sögu. „Við systurnar pöntuðum golfskó þegar við vorum að byrja í golfi, ég man ekki hvar þeir voru keyptir. Þegar skórnir komu þá vorum við ekki vissar um hvort við ættum að þora að fara út á völl í þessum skóm. Þeir voru forljótir en við hlógum samt mikið að þessu. Því má einnig bæta við að við systurnar vorum „tískuslys“ á meistaramóti GG árið 2004. Þá pöntuðum við okkur Adidas krumpugalla og mættum á svæðið. Þetta var hræðileg hugmynd,“ segir Gerða og hlær. „Það var líka fyndið þegar ég fór í golf kennslu að mig minnir 2003 eða 2004 hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Þar vorum við að slá í golfhermi og þar var ónefndur maður að reyna að slá í boltann en það gekk nú hálfilla hjá honum. Hann hitti aldrei boltann og ég missti mig úr hlátri, og hló alla leiðina heim. Stundum kann ég mig
Hann hitti aldrei boltann og ég missti mig úr hlátri, og hló alla leiðina heim. Stundum kann ég mig ekki. ekki. Ég hló líka á Hellu á golfmóti þegar kona týndi rafmagnskerru sem hún var með í láni. Hún setti kerruna á stað fyrir framan klúbbhúsið. Þar var nóg af golfkerrum og
JANÚAR
samt verða af því að prófa og það var ekki aftur snúið. Það sem heillar mig mest við golfið er í raun og veru allt saman. Góð hreyfing, félagsskapurinn er frábær, þar gefst tækifæri að kynnast nýju fólki, einveran getur líka verið fín en ég hef kynnst mörgu góðu fólki í gegnum golfið.“
OMEGA 3 LIÐAMÍN HYAL-JOINT®
SKJÓTARI EN SKUGGINN Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni
JANÚAR
Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Liðamín inniheldur Hyal-Joint sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.
www.lidamin.is
Gerði betur en Birgir Leifur Gerða sló sitt eftirminnilegasta golfhögg í Bergvíkinni þar sem hún gerði betur en sjálfur Birgir Leifur Hafþórsson. „Eftirminnilegasta höggið á ferlinum sló ég á móti í Leirunni þar sem ég náði að vera næst holu á Bergvíkinni. Birgir Leifur Hafþórsson var þá næstur holu og ég náði því af honum. Þessi golfhringur var ekki góður hjá mér en ég var í skemmtilegum ráshópi og Örn Ævar Hjartarson var alltaf að „peppa“ mig upp því hann vorkenndi mér. Við hlógum síðan mjög mikið þegar við sáum hvað var í verðlaun fyrir að vera næstur holu. Það var golfkennslutími hjá Birgi Leifi.“ við leituðum að kerrunni í gott korter og ég sprakk síðan úr hlátri.“
Yndislegt fólk í GS „Uppáhaldsholurnar mínar eru ellefta holan á Húsatóftavelli í Grindavík og þrettánda holan í Leirunni. Besta skorið er 83 högg á Húsatóftavelli í Grindavík 2014 og besti hringur er 40 punktar í Grafarholtinu á Galvin Green mótinu s.l. sumar.“ „Ég skipti um golfklúbb í sumar og fór úr Grindavík í Golfklúbb Suðurnesja.
78
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábært golfsumar
Það var skemmtlegt skref að fara út fyrir þægindarammann. Ég er vön því að fara ein í golfmót og þetta var því ekki mjög erfitt. Ég þekkti tvo kylfinga úr GS, Guðmund Rúnar Hallgrímsson og Karen Sævarsdóttur. Guðmundur er gamli golfkennarinn minn og ég hef verið hjá Karen í tímum og hún er yndislegur kennari. Golfsumarið er búið að vera frábært, það er yndislegt fólk í GS og mér líður frábærlega að hafa tekið þessa ákvörðun og farið í nýjan klúbb,“ sagði Gerða Kristín Hammer.
Ferðastu á 4G í fimm heimsálfum Vodafone býður viðskiptavinum sínum upp á 4G hraða í alls 19 löndum í fimm heimsálfum. Með USA- og Euro Traveller geta viðskiptavinir Vodafone lækkað símreikninginn sinn. Vertu með Vodafone og njóttu hraðans á ferðalaginu
Vodafone Við tengjum þig
„Golf
er frábær íþrótt“
– Hulda Clara Gestsdóttir nýtur þess að vera úti í náttúrunni Hulda Clara Gestsdóttir er í stórum hópi efnilegra kylfinga sem koma úr röðum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hulda er í 8. bekk Salaskóla í Kópavogi og hún hefur m.a. afrekað það að slá golfbolta í ennið á sjálfri sér. Hulda ætlar sér stóra hluti í golfíþróttinni og draumurinn er að leika sem atvinnukylfingur á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum.
80
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Golf er frábær íþrótt“
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? Það er svo gaman að vera úti í náttúrunni í þessari frábæru íþrótt. Hvað er skemmtilegast við golfið? Að keppa þegar maður er búinn að leggja hart að sér. Framtíðardraumarnir í golfinu? Að komast á LPGA-mótaröðina. Hver er styrkleikinn þinn í golfi? Vipp og glompuhögg. Hvað þarftu að laga í þínum leik? Járna – og fleyghöggin. Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? Að lenda í þrumum og eldingum á Spáni.
Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? Að slá golfbolta í ennið á mér. Draumaráshópurinn? Jordan Spieth, Rory McIlroy og Tiger Woods. Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? Vestmannaeyjavöllur, því hann er svo fallegur. Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? Sextánda í Borgarnesi, fyrsta í Brautarholti og sextánda í Vestmannaeyjum þar sem þær eru svo fallegar, skemmtilegar og erfiðar. Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? Fótbolta.
Staðreyndir: Nafn: Hulda Clara Gestsdóttir. Aldur: 13 ára. Forgjöf: 10,6. Uppáhaldsmatur: Pítsa Uppáhaldsdrykkur: Appelsínusafi og vatn. Uppáhaldskylfa: 56 gráður. Ég hlusta á: Flest allt. Besta skor í golfi: 75 högg á Strandarvelli á Hellu. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth. Besta vefsíðan: YouTube.
Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Óttalausm Dræver: US Kids Tour Series. Brautartré: US Kids Tour Series. Blendingur: US Kids Tour Series. Járn: US Kids Tour Series. Fleygjárn: US Kids Tour Series. Pútter: Taylor Made Daytona 62. Hanski: Nota ekki. Skór: Ecco. Golfpoki: Ecco. Kerra: Clicgear.
Eina blaðið sem ég les er – Kristófer Tjörvi, Mickelson og McIlroy eru í draumaráshóp Eyjapeyjans Eyjamaðurinn Lárus Garðar Long er einn af fjölmörgum ungum og efnilegum kylfingum sem hafa vakið athygli á undanförnum misserum. Lárus Garðar kynntist golfíþróttinni í gegnum golfnámskeið þegar hann var níu ára gamall og draumur hans er að komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum og leika golf samhliða því. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? Það er skemmtilegt og ég kynntist golfinu þegar ég fór á golfnámskeið níu ára. Hef verið kylfingur frá þeim tíma. Hvað er skemmtilegast við golfið? Félagsskapurinn og þegar gengur vel. Framtíðardraumarnir í golfinu? Að komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum, einnig að verða atvinnumaður. Hver er styrkleikinn þinn í golfi? Pútt, vipp og pitch-högg. Hvað þarftu að laga í þínum leik? Sláttinn og hugarfarið. Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? Þegar ég spilaði á 71 höggi á Eimskipsmótaröðinni í Eyjum. Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? Þegar ég missti settið mitt í tjörnina á 16. holu í Eyjum.
Draumaráshópurinn? Kristófer Tjörvi, Phil Mickelson og Rory McIlroy. Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? Hamarsvöllur í Borganesi vegna þess að það er skógarvöllur og maður þarf að vera nokkuð beinn. Svo er heimavöllurinn alltaf skemmtilegur. Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? Sextánda hola á Hamarsvelli í Borganesi af því að það er stutt par 3 hola með vatn í kringum, fimmtánda holan í Grindavík vegna þess að það er „hundslöpp“ í 90 gráður og þá er alltaf þægilegt pitch-högg eftir, og önnur hola á Jaðarsvelli á Akureyri sem er skemmtileg par 5 hola. Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? Handbolta. Í hvaða skóla og bekk ertu? FÍV á fyrsta ári.
Staðreyndir: Blendingur: Titleist 913.
Aldur: 15 ára.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Rory McIlroy.
Forgjöf: 6.1.
Besta vefsíðan: golf.is
Uppáhaldsmatur: Humar.
Besta blaðið: Eina blaðið sem ég les er Golf á Íslandi.
Fleygjárn: Callaway Mack daddy 2 tour grind.
Nafn: Lárus Garðar Long.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og boost. Uppáhaldskylfa: Fleygjárnin. Ég hlusta á: Allskonar tónlist. Besta skor í golfi: 71 á hvítum teigum í Eyjum.
82
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eina blaðið sem ég les er Golf á Íslandi
Hvað óttast þú mest í golfinu: Að standa ekki undir væntingum mínum. Dræver: Titleist 915 D2. Brautartré: Titleist 915.
Járn: Callaway Apex pro.
Pútter: Odissey White Ice 7. Hanski: Taylor Made. Skór: Adidas. Golfpoki: Callaway. Kerra: Clic Gear 3.0.
Suzann Pettersen er samningsbundinn Nike og er talið að fyrirtækið hafi lagt hart að henni að gefa út afsökunarbeiðni.
174.186/maggioskars.com
Í fullum rétti
Allison Lee brotnaði saman og grét mikið þegar í ljós kom að hún tapaði holunni með því að taka boltann upp á 17. flötinni.
84
GOLF.IS
S
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
Það var mikið rætt um atvik sem gerðist á Solheim-bikarnum í september s.l. þar sem Charley Hull og Suzann Pettersen úr Evrópuliðinu kepptu gegn Alis on Lee og Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum. Sigur Hull og Pettersen var vægast sagt umdeildur.
Suzann Pettersen var allt annað en sátt þegar hún sá lengdina á púttinu sem bandaríska liðið taldi að væri „gefið“.
Kylfingarnir voru á sautjándu flöt þegar dramatíkin hófst. Staðan var jöfn og Evrópuliðið hafði lokið leik á þessari holu. Alison Lee gat unnið holuna með því að setja sitt pútt ofan í en boltinn fór fram hjá og hún taldi að Evrópuliðið hefði gefið púttið sem var eftir. Hún tók boltann upp en Pettersen gerði athugasemd við það og var Evrópuliðinu dæmdur sigur á holunni. Þær unnu síðan leikinn með minnsta mun. Þetta atvik fór afar illa í leikmenn og forsvarsmenn bandaríska liðsins. Margir töldu að Pettersen hefði haft rangt við með því að gefa ekki púttið. Sú norska gaf síðan út ítarlega afsökunarbeiðni þar sem hún sagði m.a. að hún hefði ekki haft heildarmynd golfíþróttarinnar í huga þegar hún tók þessa ákvörðun. Sitt sýnist hverjum og Golf á Íslandi fékk þrjár afrekskonur í golfi til þess að segja frá skoðun sinni á þessu umdeilda máli. Tinna: Ég er algjörlega í liði með Petterson Regla númer eitt í holukeppni. Ekki taka boltann þinn upp nema þú sért viss um að þú sért búin að fá gefið. Þetta var mál sem var algjörlega blásið upp af fréttamönnum. Einn leikmaður gerir sig sekan um mistök og það er Alison Lee. Lincicome (Bandaríkjunum) var sammála Suzann Petterson um að púttið var ekki gefið og það sést vel á upptökum að hún og aðstoðarmenn liðsins heyrðu aldrei púttið gefið. Þetta eru bara mistök sem geta komið fyrir hvern sem er og virkilega leiðinlegt fyrir alla aðila en Petterson hagar sér ekki á neinn hátt óíþróttarmannslega,“ segir Tinna Jóhannsdóttir afrekskylfingur úr Keili. Fólk sagði að enginn vilji vinna svona, eins og Evrópa vann þessa holu, en ég er nokkuð viss að Lee hefði heldur ekki viljað vinna með „góðgerðargjöf“ til baka. Sú norska var jörðuð af fjölmiðlum og fólk stökk á tækifærið að „drulla“ yfir frábæra íþróttakonu á samfélagsmiðlum sem er félagslegt vandamál meira en eitthvað annað. Og ef fólk ætlar að nota afsökunarbeiðni Petterson til að sýna fram á að hún hafi
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi Í fullum rétti
haft rangt fyrir sér, þá er það líka félagslegt vandamál. Petterson sem íþróttakona á heimsvísu hefur ekki lengur rétt á sínum eigin skoðunum. Þetta var afsökunarbeiðni sem var kostuð af Nike og öðrum fyrir tækjum. Inkster, fyrirliði bandaríska Solheim-liðsins segir í viðtali að svona komi maður ekki fram við jafningja sína. En það var bara árið 2000 þegar liðsfélagi Inkster lét Anniku Sörenstam leika aftur eftir að hún vippaði í, af því hún var ekki lengst frá holu. Inkster hélt þá enga tölu í fjölmiðlum um að svona kæmi maður ekki fram við jafninga sína. Hræsni? Solheim - og Ryder-bikarmótin eru bara alvöru mót og það er hiti í fólki. Þarna er saman komið afreksíþróttafólk sem þrífst á keppni. Þær fóru að gráta, þeim leið illa, þetta var ótrúlega leiðinlegt allt saman en þetta er fjölmiðlamál frá A til Ö og hefði aldrei þurft að verða svona stórt. Málið er einfalt, ekki taka upp boltann þinn nema þú sért viss um að þú sért búin að fá gefið.“
Valdís: Petterson var í fullum rétti „Mér fannst Suzann Petterson vera í fullum rétti. Það er ekki líkamstjáningin sem gefur
til kynna að pútt sé gefið nema mótherjinn bendi þér persónulega á að taka boltann þinn upp,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur. „Það að þær hafi verið byrjaðar að fikra sig í átt að næsta teig segir ekki neitt og maður gerir það oft sjálfur þó að hinn aðilinn sé ekki búinn með holuna. Gott dæmi er þegar Chris Wood keppti í Tyrklandi á dögunum. Hann var kominn inn í hóp áhorfenda á meðan meðspilarar hans voru enn á flötinni. Að sjálfsögðu þurfti Suzann að senda út afsökunarbeiðni einfaldlega vegna þess að hún var tekin af lífi á samfélags miðlum! Hún er mest að keppa i Banda ríkjunum þannig að það gaf auga leið að hún varð að gera þetta svona þrátt fyrir að hafa farið eftir reglum golfsins. Að mínu mati hefði verið einfaldast að láta þær setja boltann aftur niður og pútta eins og reglur i holukeppni leyfa og komast hjá þessu fjaðrafoki.“
Hulda: Erfitt að svara þessu „Þetta er erfitt að svara þessu. Í holukeppni verður maður að vera viss um að hola sé gefin og ef maður er óviss þá á maður að spyrja. Það er oft mikið taugastríð í holukeppni. Það var fullt af áhorfendum að horfa og miðað var við að þegar Alison Lee var búin að missa púttið gekk liðsfélagi Suzann af flötinni. En þetta er fjómenningur svo þær verða að vera sammála. En kannski var þetta atvikið sem efldi bandaríska liðið. Hver veit? Golfreglurnar eru til þess að skera úr um þetta,“ sagði Hulda Birna Baldursdóttir, PGA kennari.
FLÓRÍDA OG SPÁNN
WWW.TRANSATLANTIC.IS JG@TRANSATLANTIC.IS
VORFERÐIRNAR KOMNAR Í SÖLU
SÍMI: 588 8900
Stephen Curry er margt til lista lagt
– Besti körfubolta maður veraldar er með 2 í forgjöf Stephen Curry er af mörgum talinn vera besti körfuboltamaður veraldar nú um stundir. Skotbakvörðurinn er lykilmaður í meistaraliði Golden State Warriors og einn sá allra hittnasti í langskotunum sem sögur fara af. Curry er ekki aðeins góður í körfubolta, hann er afar liðtækur kylfingur og lék um þriggja ára skeið með golfliðinu í framhaldsskólanum Charlotte Christian í Karólínufylki. Curry er með 2 í forgjöf og lék hann m.a. Pebble Beach völlinn á 70 höggum og hefur einnig leikið á 75 höggum á móti á Lake Tahoe vellinum í Bandaríkjunum. Curry er 27 ára gamall og rétt um 1.90 m á hæð en hann þótti alls ekki líklegur til afreka á yngri
árum í körfuboltanum. Hann þótti of smávaxinn, ekki nógu hraður eða sterkur. Hann hefur svo sannarlega afsannað þær hrakspár. Hann er á þriðja ári af fjögurra ára samningi sínum við Golden State og fær hann 6 milljarða kr. fyrir samninginn í tekjur eða 1,5 milljarð kr. á ári.
Curry segir að erfiðasti golf hringur sem hann hafi leikið hafi verið með Barack Obama, Bandaríkjaforseta. „Ég var mun taugaóstyrkari á 1. teig á þeim degi en þegar ég lék fyrsta leik minn í úrslitum NBA deildarinnar. Hendurnar á mér titruðu þegar ég hitti Obama á teignum og brautirnar virtust vera tveggja metra breiðar. Þetta var stór stund fyrir mig en mér fór að líða betur þegar við vorum búnir með fyrstu brautina og ég náði að leika á 76 höggum,“ sagði Curry í viðtali við Golf Digest um atburðinn. „Ég á í mestum vandræðum með teighöggin. Þau þarf ég að laga. Mér gengur best að pútta, það er eitthvað sem ég get tekið með mér úr körfuboltanum sem nýtist vel í púttunum. Mér gengur vel að setja boltann ofan í holuna,“ bætti hann við. Curry segir að það séu engar líkur á því að hann geti sett sér það markmið að gerast atvinnukylfingur í framtíðinni. „Það væri móðgun við atvinnukylfinga á PGA að segjast geta slíkt. Þeir hafa eytt allri ævi sinni í að verða bestir í sínu fagi og ég er langt á eftir þeim. Eflaust gæti ég bætt leik minn mikið með miklum æfingum en ég næði aldrei þeim bestu í golfíþróttinni. Ég nýt þess að horfa á þá bestu í staðinn.“
88
GOLF.IS - Golf á Íslandi Stephen Curry er margt til lista lagt
Tiger er enn efstur
– Þrír kylfingar á meðal tíu verðmætustu vörumerkjanna í íþróttaheiminum Tiger Woods hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri en hann fagnar fjörtíu ára afmæli þann 30. desember. Bandaríski kylfingurinn er í 400. sæti á heimslistanum þessa stundina en hann var í fyrsta sæti á þeim lista í 683 vikur sem er met. Meiðsli hafa sett svip sinn á ferilinn hjá Woods á undanförnum árum en hann fór í aðgerð á baki nýverið og er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem hann þarf að
fara í slíka aðgerð. Woods hefur fengið það hlutverk að vera einn af varafyrirliðum bandaríska Ryderliðsins í keppninni næsta haust gegn Evrópuúrvalinu í Minnesota í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að Woods hafi ekki náð að sýna hvað í honum býr á golfvellinum á undanförnum misserum er hann ennþá verðmætasta vörumerkið í íþróttaheiminum samkvæmt úttekt Forbes tímaritsins. Woods sem vörumerki er metinn á 3,8 milljarða kr. eða 30 milljónir Bandaríkja dala. Það er ekki sú upphæð sem hann þénar út á vörumerkið Tiger Woods. Forbes notast við útreikning þar sem virði vörumerkja eru reiknuð út frá meðaltali hjá tíu efstu í hverri íþróttagrein fyrir sig.
Tíu verðmætustu vörumerkin í íþróttum sem einstaklingar eru:
1. Tiger Woods, golf: 3.8 milljarðar kr. / 30 milljónir $. 2. Phil Mickelson, golf: 3.6 milljarðar kr. / 28 milljónir $. 3.–4. LeBron James, NBA körfubolti: 3.4 milljarðar kr. / 27 milljónir $. 3.–4. Roger Federer, tennis: 3.4 milljarðar kr. / 27 milljónir $. 5. Mahendra Singh Dhoni, Indland krikket: 2.7 milljarðar kr. / 21 milljónir $. 6.–7. Usain Bolt, frjálsar íþróttir: 2.3 milljarðar kr. / 18 milljónir $. 6.–7. Kevin Durant, NBA körfubolti: 2.3 milljarðar kr. / 18 milljónir $. 8. Cristiano Ronaldo, fótbolti: 2.1 milljarðar kr. / 16 milljónir $. 9. Rory McIlroy, golf: 1.55 milljarðar kr. / 12 milljónir $. 10. Floyd Mayweather Jr, hnefaleikar: 1.4 milljarðar kr. / 11.5 milljónir $.
GOLF.IS
89
PGA
golfkennsla
Náðu jafnvægi í vetur
Þýskar samhæfingar breyttu öllu fyrir Hlyn Geir Hjartarson Þýskar samhæfingar eru þessar æfingar kallaðar á æfingum hjá mér. Ég lærði æfingarnar hjá Jóni Halldóri Garðarssyni golfkennara þegar ég var að æfa með Keili,“ segir Hlynur Geir Hjartarson PGA kennari hjá Golfklúbbi Selfoss. Hlynur gefur lesendum Golf á Íslandi góð ráð fyrir veturinn en æfingarnar er hægt að gera heima í stofu áður en þær eru prófaðar á æfingasvæðinu.
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
„Á þeim tíma var ég með 0 í forgjöf en þessar æfingar gjörbreyttu golfsveiflunni hjá mér og bættu mig mikið, sérstaklega í stuttu höggunum og púttunum. Ég hef notað æfingarnar mikið þegar ég vinn með Valdísi Þóru Jónsdóttur atvinnukylfingi. Þessar æfingar virka fyrir alla kylfinga á öllum aldri og öllum getustigum. Í öllum æfingunum á að nota 9-járn eða fleygjárn. Ég hef líka séð atvinnu kylfinga leika 18 holur með þessum hætti á æfingahring. Ég mæli ekki með því fyrir alla en það er hægt þegar getustigið er hátt í golfíþróttinni.“
iPad Pro
Öll smáatriði eru úthugsuð og valin saman, til að tryggja hámarks afköst og orkunýtingu." Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is
PGA
golfkennsla
Gættu þess að halla þér ekki of mikið fram þannig að þunginn sé of mikill í hnénu, líkt og gert er á þessari mynd.
1.
Staðið er á vinstri fæti og tánni á hægri fæti er tyllt niður fyrir aftan eins og sést á myndinni. Boltinn er fyrir miðju. Markmiðið er að framkvæma golfsveifluna rólega og halda góðu jafnvægi á meðan. Mikilvægt er að snúningur í mjöðmum sé til staðar í aftur- og snúið öxlum og mjöðmum, líkt og í venjulegri sveiflu. Sláðu 5–10 golfbolta í hverri æfingu
2.
Þessi æfing er töluvert erfiðari. Staðið er í hægri fót og sá vinstri er settur aftur og tánni er tyllt niður líkt og í æfingu nr. 1. Þessi æfing fær kylfinga til þess að setja þungann með réttum hætti á hægri fótinn, og kemur í veg fyrir að kylfingar halli sér of mikið til hægri og slái of snemma í jörðina í framsveiflunni. Mikilvægt er að halda líkamsstöðunni þannig að mjaðmir og axlir snúist eðlilega um miðjuásinn þegar höggið er framkvæmt. Það er mjög erfitt að hreyfa líkamann rangt í þessum æfingum. Sláðu 5-10 golfbolta með þessum hætti.
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
3.
Fæturnir eru settir saman og boltinn er fyrir miðju. Hér er mikilvægast að finna rétta þyngdarpunktinn í fótunum. Þunginn á ekki að vera í hælunum eða táberginu heldur beint niður í gegnum ristina rétt fyrir neðan slaufuna á skónum. Þessi æfing gerir það að verkum að kylfingar geta ekki hreyft mjaðmirnar til hliðar í fram- og aftursveiflunni, þeir verða að snúa mjöðmunum. Þeir sem eru ekki með mikla hreyfigetu í mjöðmum gætu átt erfitt með þessa æfingu í byrjun en ég get lofað að eftir smá tíma verður ástandið betra. GOLF.IS
93
4.
Venjuleg fótastaða, en aðeins hægri höndin heldur á kylfunni, sú vinstri er sett á vinstra lærið og heldur ekki um kylfuna. Hér er mikilvægt að snúa mjöðmum og öxlum með venjulegum hætti. Margir nota aðeins höndina í þessari æfingu, en það má alls ekki. Boltinn er sleginn í þessari æfingu og það tekur tíma að ná tökum á æfingunni. Ekki gefast upp og hafðu þolinmæði til þess að klára nokkur skipti af þessari æfingu, þá verður árangurinn góður.
PGA
golfkennsla
F l
l o
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
*Admission April 2015. Price is subject to change
Laugarnar í Reykjavík
Fyrir líkammaa líka
og sál fyrir alla fjölskyl duna
í þí nu hv erfi
r. k 0 ir * 65Fullorðn kr. 0 14 Börn
Fr á m or gn i t il kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
5.
Venjuleg fótastaða, en aðeins vinstri höndin heldur á kylfunni, sú hægri er sett á hægra lærið og heldur ekki um kylfuna. Þessi æfing er enn erfiðari í fyrstu skiptin en sú sem er nr. 4. Snúið upp á axlir og mjaðmir og reynið að halda vinstri hendinni beinni. Samhæfing handa og axla er lykilatriðið í þessari æfingu. Ég mæli með að slá með sandjárninu í þessari æfingu eða fleygjárni. Æfingin mun breyta getu þinni í stuttum innáhöggum, 50–60 metra og nær. Ég sló vindhögg og toppuð högg þegar ég var að byrja á þessari æfingu en það tekur ekki langan tíma að ná tökum á henni. Það verður líka mjög einfalt og árangursríkt að byrja að slá með báðum höndum slík högg eftir þessar æfingar.
96
PGA
golfkennsla
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
MX-Við
Við sláum upp
Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2
24.6.2015 15:23
PGA
6.
Venjuleg líkamsstaða fyrir golf sveifluna. Í fyrstu skiptin þarf ekki að vera með golfbolta en það er gott að bæta honum við þegar líða fer á æfingarnar. Í þessari æfingu slæ ég með lokuð augun og ég tía boltann upp. Þarf ekki að tía boltann hátt, bara rétt að lyfta boltanum frá jörðinni. Hér þarf kylfingurinn að hugsa um flæði, takt og jafnvægi og treysta líkamanum fyrir hreyfingunni. Í stöðunni þarf ég að finna þegar ég loka augunum að líkaminn sé í réttu jafnvægi og þyngdin fari í gegnum ristina en sé ekki í hælunum eða táberginu.
7.
Að lokum notum við pútterinn og gerum það sama og í 1. æfingunni hvað stöðuna varðar. Staðið er á vinstri fæti og tánni á hægri fæti er tyllt niður fyrir aftan eins og sést á myndinni. Boltinn er fyrir miðju. Síðan púttum við 5-10 sinnum og finnum hve mikilvægt það er að vera með gott jafnvægi.
98
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennsla
*Línugjald ekki innifalið.
golfkennsla
*Línugjald ekki innifalið.
HeiMilispAkkinn nú líkA fyrir fyrirtæki! Mörg fyrirtæki greiða fyrir nettengingu á heimilum starfsmanna sinna vegna fjarvinnu. Síminn býður nú þeim starfsmönnum sem þetta á við að láta greiðslu fyrirtækisins ganga upp í Heimilispakkann. Starfsmaður þarf því aðeins að greiða mismuninn ef eitthvað vantar upp á til að ná 12.000 kr. á mánuði. Hringdu í 800 4000 eða sendu póst á 8004000@siminn.is til að klára málið og tryggja þér Heimilispakkann! Þú getur meira með Símanum
23
h r a ð a
spurningar
Jordan Spieth, Hrafn og Greg Norman í draumaráshópnum
– Einar Bjarni Helgason, afrekskylfingur frá Egilsstöðum. Einar Bjarni Helgason er eini unglingurinn frá Austurlandi sem tekur reglulega þátt á Íslandsbankamótaröð unglinga. Einar er því „stolt“ Austurlands líkt og Hrafn Guðlaugsson sem fengi að vera í draumaráshópnum hjá Einari - og líklega yrði boðið upp á kjöt í karrý eftir hringinn ef Einar fengi að ráða. Golf á Íslandi fékk Einar Helga til þess að svara nokkrum spurningum. Nafn: Einar Bjarni Helgason. Aldur: 17 ára. Heimili: Egilsstaðir. Starf: Nemi, starfa á Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum á sumrin. Forgjöf: 5,3. Falinn hæfileiki: Góður í flestum íþróttum. Einkunnarorð lífs þíns: „Ég get gert allt sem ég vil.“ Þarf að bæta mig í: Stutta spilið, þarf að bæta það.
100
Uppáhaldskylfingur: Jordan Spieth eða Rickie Fowler. Uppáhaldsgolfvöllur fyrir utan heimavöll: Silkeborg í Danmörku. Högg sem mér finnst skemmtilegt að æfa: Löngu járnin. Draumahollið mitt: Jordan Spieth, Hrafn Guðlaugsson og Greg Norman. Flatarmerkið mitt: Erlend króna frá 1980-90. Uppáhaldsíþróttamaður (ekki í golfi): Stephen Curry.
Tónlistin á iPodinum mínum: Mjög fjölbreytt. Uppáhaldskylfan mín: 8-járnið. Aldur þegar ég „breikaði“ fyrst 100: 11 ára. Hræddastur við: Sjóinn. Lægsti 18 holu hringurinn minn: 69 högg (-3) á Byggðarholtsvelli á Eskifirði. Uppáhalds matur: Kjöt í karrý. Besta golfráðið: „Að halda haus.“ Sætasta golfstundin: Að bæta vallarmetið á Byggðarholtsvelli tvisvar í röð. Golfpokinn minn: Driver-TaylorMade R11s. Titleist 915f 3 tré. Titleist 714 AP2 3-9 járn. Titleist Vokey SM5 46°. Titleist Vokey SM4 50°, 56°, 60°. Pútter: Scotty Cameron, GoLo 3.
GOLF.IS - Golf á Íslandi 23 hraðaspurningar
ICE
JORDAN SPIETH
BUBBA WATSON
RICKIE FOWLER
FLESTIR AF BESTU KYLFINGUM HEIMS
ADAM SCOTT
HENRIK STENSON
BRITTANY LINCICOME
ZACH JOHNSON
LOUIS OOSTHUIZEN
JIMMY WALKER
TREYSTA OKKUR FYRIR SÍNUM LEIK. CRISTIE KERR
BILLY HORSCHEL
#1 Í FJÖLDA LEIKMANNA BROOKS KOEPKA
22,572
ROBERT STREB
3,966
Næsti samkeppnisaðili
CHARLEY HOFFMAN
AZAHARA MUNOZ
#1 Í FJÖLDA SIGRA
167 37
Næsti samkeppnisaðili
IAN POULTER
BILL HAAS
SCOTT PIERCY
Skráðu þig í Team Titleist á titleist.co.uk
Darrell Survey, Sports Marketing Surveys Inc. Northmountain International. Based upon results through 16/11/15 on the U.S. PGA, U.S. LPGA, Champions, Web.com, South African, Asian, Korean, OneAsia, Australasian, Japan, Canadian PGA and PGA European Tours.
ICE_TitleistWrapEnd2015_Page.indd 1
17/11/2015 11:40
Tuddar styrktu góðgerðamál – Afhentu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og Samhjálp 600.000 kr.
Einbeittir: Hi lmar Hólmge irsson, Lárus Halldórsson, Þórður Ingaso n og Óli Öder .
Fagmenn: Guðni Ágústsson fyrrum ráðherra aðstoðaði Tuddann Óla Öder Magnússon við grillið á Selfossi.
Golfklúbburinn Tuddi hefur á þessu ári gefið rúmlega 600.000 kr. til góðgerðamála og hafa félagsmenn tekið ýmis verkefni að sér á árinu. Hæst ber styrktarsala á grilluðum kótelettum sem fram fór á BBQ Grill Festival á Selfossi í júní s.l. Tuddarnir gáfu Styrktarfélagi krabba meinssjúkra barna 1.500 kótelettur ásamt því að standa vaktina á grillinu á hátíðinni, segir í fréttatilkynningu. Gestir sumarhátíðarinnar Kótelettunnar létu sitt ekki eftir liggja og voru duglegir að styrkja átakið og kaupa kótelettur. Söfnun arféð var afhent SKB um miðjan júlí s.l. en alls söfnuðust 506.000 kr. Í nóvember gaf Golfklúbburinn Tuddi 100.000 í landssöfnun Samhjálpar sem er ígildi 2.000 kr. á hvern félagsmann. 102
GOLF.IS - Golf á Íslandi Tuddar styrktu góðgerðamál
Frá vinstri: Einar Björnsson, framkvæmdastjóri Kótelettunar, Einar Þór Jónsson, varaformaður SKB, Hjörtur Fr. Vigfússon, framkvæmdastjóri GOT, Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri SKB, Magnús Már Þórðarson, féhirðir GOT, Harpa Halldórsdóttir, Marteinn Þorkelsson og Hilmar Hólmgeirsson, stjórnamenn í GOT.
SPROTAR OG NÝSKÖPUN
Lyklar að velgengi Það er líklegast til árangurs að fyrirtæki einbeiti sér að því sem þau eru best í. Fyrir frumkvöðla er það að breyta góðri hugmynd í eitthvað stærra og meira. Við höfum þekkingu og reynslu til að aðstoða þig svo þínir kraftar fari í það sem skiptir máli. Sæktu Lykla að velgengni á vef KPMG, þar sem farið er yfir atriði sem skipta máli við að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd og ýta sprotafyrirtæki úr vör. kpmg.is
– Áhugaverðar breytingar á golfreglunum taka gildi um næstu áramót R&A í Skotlandi og Golfsamband Bandaríkjanna kynntu í lok október þær breytingar sem verða á golfreglunum um næstu áramót. Eftirfarandi breytingar eru sérstaklega áhugaverðar fyrir kylfinga og dómara: 1. Ný undantekning frá reglu 6-6d mun fækka frávísunum. Frá næstu áramótum varðar það ekki lengur frávísun þótt leikmaður skili of lágu skori, ef ástæðan er sú að hann sleppti vítahöggum sem hann vissi ekki, þegar hann skilaði skorkortinu, að hann hafði bakað sér. Í staðinn er vítahöggunum bætt á skorkortið og leikmaðurinn fær tvö aukahögg í víti fyrir hverja holu sem var með of lágu skori. 2. Óleyfilegt verður að festa kylfuna við líkamann þegar högg er slegið. Þessi breyting snýr fyrst og fremst að löngu pútterunum og var kynnt fyrir tveimur árum.
Ný útgáfa golfreglnanna mun gilda frá næstu áramótum til ársloka 2019. Unnið er að þýðingu íslenskrar útgáfu reglnanna og verða þær gefnar út á komandi vori.
Ástralinn Adam Scott getur ekki notað þessa púttaðferð áfram - en ekki verður leyfilegt að styðja kylfu við líkamann á meðan slegið er. Mynd/Golfsupport.nl
104
GOLF.IS
3. Ekki verður lengur sjálfkrafa víti þótt bolti hreyfist eftir miðun, þar sem regla 18-2b er felld niður. Þess í stað þarf að meta hvort leikmaðurinn hafi valdið því að boltinn hreyfðist. 4. Vandamál við að ákvarða hvort leikmaður megi nota farsímann sinn sem fjarlægðarmæli hverfa. Ef staðarreglur leyfa notkun fjarlægðarmæla má frá næstu áramótum nota hvaða tæki sem er, svo framarlega sem leikmaðurinn noti enga þá eiginleika í tækinu sem eru óleyfilegir. Að auki er ekki beitt frávísun fyrr en við endurtekið brot á reglunni.
Icelandair hótel Hamar
ENNEMM / SÍA / NM34792
Alvöru íslenskt golfhótel
Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa. Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar. Icelandair hótel Hamar, Borganesi Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600 REYKJAVÍK NATURA
REYKJAVÍK MARINA
Í KEFLAVÍK
FLÚÐIR
KLAUSTUR
HÉRAÐ
AKUREYRI
HAMAR
Fjörugt fuglalíf á Nesvellinum
106
GOLF.IS
Fuglalífið á Nesvellinum var í góðu meðallagi á árinu 2015 samkvæmt talningu sem fram fór í sumar. Á vef Seltjarnarnesbæjar kemur fram að varpið á Seltjarnarnesi hafi verið í kringum 2000 hreiður sem er svipað og árin 2000, 2009 og 2013. Metið var árið 2005, rúmlega 4500 hreiður. Eftir það fór að halla undan fæti hjá kríunni vegna ætisskorts og hruns í sandsílastofninum. Hrunið er talið stafa af hækkandi sjávarhita, komu makríls o.fl. Árið 2007 voru hreiðrin eingöngu 500 og árið 2011 varp krían alls ekki. Gott varp þarf ekki að þýða góðan varpárangur. Í fyrra komust einhverjir tugir unga á legg og er það í fyrsta sinn í næstum áratug, sem slíkt gerist á Nesinu. Talið er á tveggja ára fresti og eru skýrslur um talningarnar birtar á vef Seltjarnarnesbæjar. Nýr varpfugl fannst á Seltjarnarnesi þegar kríutalningin stóð yfir. Það var jaðrakan í Dal í Suðurnesi. Jaðrakanapar sást í Dal í lok maí, en ekkert benti samt til varps fyrr en talningamenn fældu annan fuglinn af
hreiðrinu. Jaðrakan er annars strjáll gestur á Seltjarnarnesi. Heimildir: Jóhann Óli Hilmarsson af vef Seltjarnarnesbæjar.
GOLF.IS
107
Óvenjulegt veðurfar
– Tæplega 2000 kylfingar kepptu á haustmótaröðum víðsvegar um landið Kylfingar víðsvegar um landið nýttu hverja stund sem gafst til þess að leika golf í haust og í raun langt fram á vetur. Veðurfarið á Íslandi var mjög milt miðað við árstíma og margir golfklúbbar nýttu tækifærið og buðu upp á golfmót með ýmsu keppnisfyrirkomulagi. Í lauslegri samantekt Golf á Íslandi tóku tæplega 2000 kylfingar þátt á mótum sem fram fóru í október og nóvember á Íslandi. Haustmótaraðir voru vel sóttar víðsvegar um land en það var ekki aðeins leikið á SV-horni landsins. Á Norðurlandi var boðið upp á „sumarauka“ m.a. á Ólafsfirði, Dalvík og Sauðárkróki. Á Akureyri var leikið inn á sumarflatir um miðjan nóvember.
108
GOLF.IS
Að venju var mikill kraftur í haust mótaröðum á Suðurnesjum, Mosfells bæ og Akranesi. Fjölmennt mót var haldið á Korpúlfsstaðavelli í byrjun nóvember þar sem ræst var út af öllum teigum og tóku tæplega 100 kylfingar þátt. Grímur Kolbeinsson, áhugaljósmynd ari, tók þessar myndir af keppendum á Korpunni – sem létu votviðri og kulda ekki aftra sér frá því að leika golf við ágætar aðstæður.
Við látum það berast
NÁÐU MARKVISST Í ÞINN MARKHÓP MARKHÓPADREIFÐUR FJÖLPÓSTUR er hagkvæm og markviss leið sem sameinar kosti fjölpósts og markpósts og gefur þér möguleika á að ná til nákvæmlega rétta hópsins.
70% KVENNA LESA FJÖLPÓST
„Hröð og góð þjónusta.“ Þóra Kolbrún Magnúsdóttir Þjónustustjóri hjá Eddu
VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ VIÐ AÐ NÁ ÁRANGRI VIÐ DREIFUM INN Á 80.000 HEIMILI SEX DAGA VIKUNNAR
70% www.postdreifing.is
Tókst að koma Hlíðavelli „á kortið“
– Golfklúbbur Mosfellsbæjar endaði í 12. sæti á EM á Kýpur Karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar tók þátt á Evrópumóti golfklúbba sem fram fór á Kýpur 22.-24. október s.l. GM tryggði sér sem kunnugt er sigur í 1. deild karla í sveitakeppni GSÍ á Hamarsvelli í Borgarnesi í ágúst s.l. og var þetta fyrsti sigur hins nýja golfklúbbs í þeirri keppni. GM endaði í 12. sæti af alls 25 liðum sem tóku þátt en sveitin var í öðru sæti eftir fyrstu umferðina í höggleiknum. Tvö bestu skorin af alls þremur hjá hverri sveit töldu í hverri umferð. GM lék samtals á +12 og Kristján Þór Einarsson endaði í 12. sæti í einstaklingskeppninni á +1 samtals. Sveit GM var þannig skipuð: Kristján Þór, Björn Óskar Guðjónsson og Theodór Emil Karlsson. Sigurpáll Geir Sveinsson, yfir kennari hjá GM, var liðsstjóri sveitarinnar og segir hinn þaulreyndi keppnismaður að sveit GM hefði vel getað blandað sér í baráttuna um sigurinn. „Þessi ferð var mjög góð og skemmtileg að öllu leyti. Sveitin æfði í þrjá daga á Spáni undir minni leiðsögn áður en við fórum til Kýpur. Mótið tókst vel í alla staði, umgjörðin og framkvæmdin til fyrirmyndar,
og ekkert hægt að kvarta yfir því. Við byrjuðum vel en þegar menn missa taktinn við flatirnar þá skora menn ekki jafn vel. Það var sorglegt að hafa ekki náð að stoppa það í fæðingu því við höfðum alla burði til að berjast um sigurinn,“ sagði Sigurpáll í samtali við Golf á Íslandi. Hann telur það mikilvægt að sigursveitirnar í sveitakeppni GSÍ taki þátt í þessari keppni þrátt fyrir að kostnaðurinn sé vel á aðra milljón króna fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar. „Svona keppni er góður vettvangur til að kynna klúbbinn. Einu klúbbarnir sem kylfingarnir sem voru að keppa á Kýpur þekktu voru Grafarholtið og Hvaleyrin. Okkur tókst að koma Hlíðavelli „á kortið“
í samtölum við þá sem voru á svæðinu. Kostnaðurinn hjá okkur við þessa keppni er um 1,4 milljónir króna og við fengum 22.000 króna styrk frá GSÍ. Að mínu mati þarf Golfsambandið að koma meira að þessu verkefni með fjárstuðningi,“ sagði Sigurpáll Geir Sveinsson. Franski klúbburinn Racing Club de France sigraði í keppninni með tveggja högga mun, en Frakkarnir voru samtals á -9. Þar á eftir kom Royal Park frá Ítalíu á -7 og Golf Club Hubbelrath frá Þýskalandi fékk bronsverðlaunin á -6.
Skor GM á Kýpur: 12. sæti: Kristján Þór Einarsson (70-71-73) 214 högg (+1) 42. sæti: Björn Óskar Guðjónsson (73-78-76) 227 högg (+14) 45. sæti: Theodór Emil Karlsson (70-81-78) 229 högg (+16)
Frá vinstri: Kristján Þór Einarsson, Björn Óskar Guðjónsson, Theodór Emil Karlsson.
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi Tókst að koma Hlíðavelli „á kortið“
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 74068 04/15
GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!
Þú nýtur þessara hlunninda: n Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. n
Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.
Innifalið í 8.900 kr. árgjaldi er m.a.: 2.500 Vildarpunktar n 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection n 100 æfingaboltar í Básum n Merkispjald á golfpokann n
Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
Meðlimir með Premium Icelandair American Express® frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers
í Mosfellsbæ
Séð upp eftir núverandi 12. braut þar sem nýtt klúbbhús verður í framtíðinni á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Þessi braut verður sú 18. í framtíðinni.
– Stefnt að því að opna nýja íþróttamiðstöð sumarið 2017 Á félagsfundi Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem haldinn var í Lágafellsskóla í byrjun október var samþykkt með nærri því öllum greiddum atkvæðum 96 félagsmanna að ráðast í byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar við Hlíðavöll. Á heimasíðu GM segir að um sé að ræða afar metnaðarfullt verkefni fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar þar sem aðstaða sem mun verða í fremstu röð á Íslandi verður byggð upp við Hlíðavöll. Mosfellsbær styður dyggilega við bakið á Golfklúbbnum við þetta verkefni en fjármögnun verkefnisins hefur verið tryggð hjá Landsbankanum.
Séð yfir 4. brautina á Hliðavelli sem verður sú 10. eftir breytingarnar.
112
GOLF.IS - Golf á Íslandi Framkvæmdir í Mosfellsbæ
VerkFæri sem hægt er að treysta ! olíuSíuSETT 16 STK Passar fyrir 16 stærðir af olíusíum. 66 - 108mm 3 arma olíusíutöng fylgir 65 - 120mm ð 6” stær
16.900
vnr IBTJGAI1601
3.900
m/vsk
m/vsk
6.900
m/vsk
9.900
m/vsk
Okkar besta verð
FElguToppASETT 3 STK 14.900
5.900
m/vsk
m/vsk
8.900
m/vsk
vnr IBTGDAI0301
7 SKúFFuR 283 verkfæri
Stærðir: 17, 19, og 21mm Sterk plasttaska
177.750 m/vsk
2.690
m/vsk
Fullt verð 3.480
TopplyKlASETT 94 STK 1/4” 4 - 14 mm 1/2” 10 - 32 mm Bitar og fl. Sterk plasttaska vnr IBTGCAI094R
16.900
5 SKúFFuR 157 verkfæri
129.900 m/vsk
m/vsk
Fullt verð 22.073
VERKFÆRASETT 96 STK Toppar 1/4” - 1/2” 4 - 32 mm Toppar, lyklar, skrúfjárn, töng Nippillyklar og fl. Sterk plasttaska vnr IBTGCAI9601
21.900
VERKFÆRASETT 106 STK Toppar 1/4 - 1/2” 4 - 32 mm Fastir lyklar 6 - 22mm Kertatoppar, bitasett og fl. Sterk plasttaska vnr
VERKFÆRASETT 151 STK
IBTGCAI106B
20.900
m/vsk
Fullt verð 35.909
Toppar 1/4 - 3/8 - 1/2” Stærðir 4 - 32 mm Djúpir toppar, bitar og fl. Sterk plasttaska
m/vsk
Fullt verð 32.535
vnr
NÝ VERSLUN Skútuvogi 1, Reykjavík
IBTGCAI151R
29.900 Fullt verð 39.688
www.sindri.is / sími 575 0000 Viðarhöfða 6, Reykjavík / Skútuvogi 1, Reykjavík / Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði
m/vsk
d yn a mo reykj a vík
Séð yfir 4. brautina á Hlíðavelli sem verður sú 10. eftir breytingarnar.
114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Framkvæmdir í Mosfellsbæ
Í nýrri íþróttamiðstöð verður hægt að stunda æfingar og golfleik allt árið um kring. Á neðri hæð hússins, sem verður frágengin í 2. áfanga verksins, verður að finna allt að 330 fermetra inni púttflöt, net til að slá högg innanhúss, aðstöðu fyrir sérhæfða líkamsrækt fyrir kylfinga og búningsaðstöðu. Þar verða einnig sérhæfð rými fyrir fullkomna golfherma þar sem hægt verður æfa og leika golf allt árið um kring. Ennfremur verður að finna á neðri hæðinni fjölnota sal sem nýttur verður fyrir börn og unglinga sem iðka golf á vegum GM auk þess sem þjálfarar og kennarar klúbbsins munu hafa aðstöðu sína á neðri hæð. Í fyrsta áfanga verksins verður hinsvegar lögð áhersla á að klára efri hæð hússins en þar verður móttaka kylfinga, skrifstofur klúbbsins og salernisaðstaða auk hátíðarsalar og nauðsynlegrar aðstöðu vegna þjónustu við kylfinga. Í fyrsta áfanga verksins verður húsið frágengið að utan ásamt því að ný 640 fermetra æfingaflöt verður tekin í notkun. Gengið verður frá lóð í kringum húsið sem og bílastæðum og aðkomu. Byggingarlóð hússins er afar glæsileg, við núverandi tólftu holu vallarins sem mun verða átjánda hola hans eftir að húsið verður tekið í notkun. Vinna er hafin við lokahönnun verksins og er stefnt að því að setja 1. áfanga í útboð haustið 2015 og munu framkvæmdir hefjast um leið og hægt er. Stefnt er að því að taka bygginguna í notkun fyrir golfsumarið 2017. Hlíðavöllur hefur skipað sér í hóp með bestu 18 holu golfvöllum á Íslandi og hýsti í sumar sitt fyrsta mót á Eimskipsmótaröð Golfsambands Íslands. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðavelli á undanförnum árum og er ljóst að með þessu verkefni er hafinn lokakafli þeirra framkvæmda og mun aðstaða Golfklúbbs Mosfellsbæjar verða glæsileg þegar honum lýkur,“ segir í tilkynningu frá stjórn GM.
25 suzuki bílar hf.
Nýr Vitara, ótrúlega speNNaNdi!
komdu í reynsluakstur!
d yn a mo reykj a vík
ára 1990-2015
Way of Life!
Suzuki einsetti sér að búa til bíl sem væri fremstur í sínum flokki. Bíl sem fólk gæti notið að eiga og aka. Það er óhætt að fullyrða að vel hafi tekist til. Hinn nýi Vitara uppfyllir allar þessar kröfur - og meira til.
all-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki og gerir Suzuki Vitara að alvöru jeppa þegar á reynir. Þú kemst alla leið!
Suzuki Vitara er fyrsti sportjeppinn á þessu ári sem fær fullt hús stiga, fimm stjörnur í árekstrarprófun hinnar virtu evrópsku stofnunar Euro NCAP. Suzuki Vitara fékk hæstu einkunn í öllum fjórum helstu prófunarþáttunum.
Suzuki Vitara er fáanlegur sjálfskiptur og beinskiptur, bæði með diesel- og bensínvél.
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
Ingvar og Saga
efnilegustu kylfingarnir Uppskeruhátíð Golfsambands Íslands fór fram miðvikudaginn 28. október í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal þar sem veitt voru verð laun fyrir árangur keppnistímabilsins á Íslandsbanka- og Eimskipsmóta röðum GSÍ.
Verðlaunagripirnir eru glæsilegir sem kylfingarnir fá á Íslandsbankamótaröðinni.
– Uppskeruhátíð Golfsambands Íslands 2015
Efnilegustu kylfingarnir: Ingvar Andri Magnússon (GR), Saga Traustadóttir (GR) og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
Ingvar Andri Magnússon og Saga Traustadóttir, úr GR, voru valin efnilegustu kylfingarnir. Haraldur Franklín Magnús úr GR fékk Júlíusarbikarinn sem veittur er fyrir lægsta meðalskorið á Eimskipsmóta röðinni. Stigameistararnir á Eimskipsmótaröðinni voru krýndir, Axel Bóasson og Tinna Jóhannsdóttir, bæði úr GK. Stigameistarar á Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni voru einnig krýndir, sem og stigameistarar á mótaröð eldri kylfinga. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka veitti viðurkenningarnar fyrir Íslandsbankamótaröðina og Áskorendamótaröðina ásamt Hauki Erni Birgissyni forseta GSÍ. Ólafur William, forstöðumaður kynningar- og markaðsdeildar Eimskips veitti viður kenningar fyrir Eimskipsmótaröðina ásamt Hauki Erni Birgissyni forseta GSÍ
Íslandsbankamótaröðin 2015: Piltaflokkur, 17–18 ára: 1. Henning Darri Þórðarson, GK 7588.75 stig. 2. Hlynur Bergsson, GKG 7185.00 stig. 3. Björn Óskar Guðjónsson, GM 6260.00 stig. Stúlknaflokkur, 17–18 ára: 1. Saga Traustadóttir, GR 8100.00 stig. 2. Eva Karen Björnsdóttir, GR 6787.50 stig. 3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 6300.00 stig. Drengjaflokkur, 15–16 ára: 1. Ingvar Andri Magnússon, GR 8262.50 stig. 2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 7972.50 stig. 3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 6205.00 stig.
116
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Telpnaflokkur, 15–16 ára: 1. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 8465.00 stig. 2. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 7550.00 stig. 3. Zuzanna Korpak, GS 6750.00 stig. Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 8657.50 stig. 2. Kristófer Karl Karlsson, GM 7412.50 stig. 3. Andri Már Guðmundsson, GM 6290.00 stig. Stelpnaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 8225.00 stig. 2. Kinga Korpak, GS 7650.00 stig. 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 7087.50 stig.
NM70779 ENNEMM / SÍA /
VIÐ TÓKUM ÁKVÖRÐUN: AÐ VEITA BESTU BANKAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI ... ... svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir Sumar ákvarðanir um fjármál eru hversdagslegar, aðrar með þeim mikilvægustu á lífsleiðinni. Okkar hlutverk er að veita þér bestu ráðgjöf, fræðslu og þjónustu sem völ er á til að auðvelda þér að taka þínar ákvarðanir. Við tökum vel á móti þér í næsta útibúi og á islandsbanki.is
2014
2015
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Þórdís Geirsdóttir og Kolbrún Stefánsdóttir formaður LEK.
Stigameistarar á Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni 2015: Frá vinstri: Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Gerður Hrönn Ragnarsdóttir (GR), Sveinn Andri Sigurpálsson (GM); Henning Darri Þórðarson (GK), Ingvar Andri Magnússon (GR), Yngvi Marinó Gunnarsson (GOS), Thelma Björt Jónsdóttir, (GK), Saga Traustadóttir (GR).
118
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
STYTTRI FERÐALÖG, LENGRI FAÐMLÖG UM JÓLIN
JÓLAGJAFABRÉF FLUGFÉLAGS ÍSLANDS Fullorðinsbréf: 19.500 kr.* Barnabréf: 10.850 kr.** Jólagjafabréfið er ferðalag í hlýjan faðm og dekur og er fullkomin gjöf fyrir ferðaglaða ættingja og vini á öllum aldri. Hvern viltu knúsa núna? Eftir áramót? Í vor? Jólagjöfina í ár er einungis hægt að kaupa og bóka á flugfelag.is
Jólag jafaflug er hægt að bóka frá 29. desember 2015 til 29. febrúar 2016 fyrir ferðatímabilið 6. janúar til 31. maí 2016. Frá 1. júní til 1. desember 2016 gildir g jafabréfið sem inneign upp í önnur farg jöld. Nánar um skilmála á flugfelag.is
*
Flug fram og til baka og flugvallarskattar Gildir ekki í tengiflug í gegnum Reykjavík ** Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára
Stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar 2015: Axel Bóasson (GK), Tinna Jóhannsdóttir (GK).
Eimskipsmótaröðin 2015: Karlaflokkur: 1. Axel Bóasson, GK 5880.00 stig. 2. Kristján Þór Einarsson, GM 4590.00 stig. 3. Benedikt Sveinsson, GK 4030.00 stig. Kvennaflokkur: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 6465.00 stig. 2. Signý Arnórsdóttir, GK 5817.50 stig. 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 5486.25 stig. Efnilegustu kylfingarnir 2015: Ingvar Andri Magnússon, GR. Saga Traustadóttir, GR.
120
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Júlíusarbikarinn 2015, veittur fyrir lægsta meðalskor á Eimskipsmótaröðinni: Haraldur Franklín Magnús, GR - 70,3 högg. Stigameistari klúbba karlaflokkur: Golfklúbbur Reykjavíkur. Stigameistari klúbba kvennaflokkur: Golfklúbburinn Keilir. Stigameistari klúbba unglingaflokkar: Golfklúbbur Reykjavíkur. Stigameistari LEK eldri kylfinga: Jón Haukur Guðlaugsson, GR Þórdís Geirsdóttir, GK
Frá vinstri- Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Katrín Lind Kristjánsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
Áskorendamótaröð Íslandsbanka Piltaflokkur, 17–18 ára: 1. Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS 5137.50 stig. 2. Brynjar Örn Grétarsson, GO 2287.50 stig. 3. Aðalsteinn Leifsson, GA 1500.00 stig. Drengjaflokkur, 15–16 ára: 1. Brynjar Guðmundsson, GR 2265.00 stig. 2.-4. Atli Teitur Brynjarsson, GL1500.00 stig. 2.-4. Jón Otti Sigurjónsson, GO 1500.00 stig. 2.-4. Páll Birkir Reynisson, GR 1500.00 stig.
Telpnaflokkur, 15–16 ára: 1. Thelma Björt Jónsdóttir, GK 4500.00 stig. 2. Andrea Nordquist Ragnarsd., GR 2400.00 stig. 3. Íris Mjöll Jóhannesdóttir, GKG 1500.00 stig. Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM 6037.50 stig. 2. Björn Viktor Viktorsson, GL 5872.50 stig. 3. Bjarni Freyr Valgeirsson, GR 4882.50 stig. Stelpnaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 7571.25 stig. 2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM 6525.00 stig. 3. Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR 5658.75 stig.
Ferskur, ferskari... ferskastur? Engin aukaefni Enginn viðbættur sykur
100% ferskir ávextir
Góð orka fyrir hringinn Styttri bið á teig Passar í alla golfpoka
GOLF.IS
121
Stílhreint og fallegt
KYNNING
– TomTom GPS armbandsúrið býður upp á gríðarlega marga möguleika TomTom fyrirtækið hefur verið leiðandi í framleiðslu á GPS staðsetningar tækjum í Bandaríkjunum í mörg ár. Fyrirtækið hefur sett á markað áhuga verða vöru sem er ætluð fyrir kylfinga en um er að ræða GPS-armbandsúr sem býður upp á gríðarlega marga möguleika.
Úrið er stílhreint, þunnt og það er þægilegt að vera með það á hendinni. Tækið er full hlaðið þegar það kemur úr kassanum og því er hægt að nota það um leið og umbúðirnar eru opnaðar. Alls eru 34.000 golfvellir skráðir í upp lýsingakerfi TomTom golfúrsins. Það eina sem þarf að gera er að kveikja á tækinu þegar komið er á völlinn og tækið sér um að finna réttan völl. Á skjánum eru allar helstu vegalengdir birtar ásamt yfirlitsmyndum af helstu hættum sem geta leynst fyrir framan kylfinginn. Tækið getur mælt hversu langt högg þarf til þess að eiga 50 metra eftir í innáhöggið, 100 metra eða 150 metra. Tækið mælir þann tíma sem fer í að leika golfhringinn og að sjálfsögðu mælir það heildarvegalengdina sem kylfingurinn gengur á hringnum. Iphone hugbúnaður gengur vel með TomTom GPS úrinu og í gegnum slík tæki er hægt að tengja úrið með USB kapli eða þráðlaust í gegnum Bluetooth tengingu. TomTom golfarmbandsúrið fæst m.a. í Golfskálanum í Mörkinni.
2
A
122
GOLF.IS - Golf á Íslandi Stílhreint og fallegt
ÞOLINMÆÐI BRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN. Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg. En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn. Nú vantar bara annað fullkomið högg.
2.25% ALC. VOL.
OKKAR BJÓR WORLD’S BEST STANDARD LAGER
Ný aðstað í Hraunkoti er góð viðbóta við frábæra inniaðstöðu Keilis.
Bylting hjá Keili – Ný inniæfingaaðstaða í Hraunkoti með tveimur FlightScope tækjum
Keilir opnaði stórglæsilega viðbót við núverandi æfingaaðstöðu í Hvalalauginni í Hraunkoti í lok nóvember s.l. Þar voru sett upp tvö FlightScope tæki sem nýtast gríðarlega vel til inniæfinga og einnig sem golfhermar. Tækið nemur 27 mismunandi upplýsingar þegar boltinn fer á loft og gefur sterkar vísbendingar um hvað betur mætti fara í sveiflu kylfinga.
Kristinn Sigursteinn Kristinsson lætur hér höggið ríða af og Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri horfir öfundaraugum á tilþrifin.
124
GOLF.IS
Tækin eru nákvæm og gefa upplýsingar um nánast allt sem skiptir máli í golfsveiflu kylfinga og því kærkomin viðbót við þá aðstöðu sem nú er til staðar. Keilir bætist þar með í hóp fjölmargra golfklúbba sem hafa komið sér upp slíkum tækjum – og skapast þar með gríðarleg tækifæri fyrir kylfinga að æfa sig með markvissum hætti yfir vetrartímann. FlightScope var fyrst sett á markað árið 1989 og var tæknin ætluð fyrir bandaríska herinn. Tækið átti að nema hvernig eldflaugar og önnur slík hernaðartæki hegðuðu sér í loftinu og var þessi tækni kjörin fyrir golfíþróttina. Aðrar íþrótta greinar nota einnig FlightScope tæknina og má þar nefna krikket og tennis Hægt er að leika fjölmarga golfvelli í golfhermunum hjá Keili en það tekur fjóra kylfinga um þrjá tíma að leika
18 holur. Verðskráin er með þeim hætti að á tímabilinu 12–16 á virkum dögum eru greiddar 3500 kr. fyrir klukkustundina og eftir kl. 16 og um helgar er verðið 4500 fyrir klst. Það fer vel um gestina í þessari aðstöðu því básarnir sem nýttir eru undir FlightScope tækin eru báðir um 50 m2. Aðstaðan er opin fyrir alla kylfinga, jafnt Keilisfélaga og aðra félaga í golfklúbbum landsins. Allar upplýsingar er að finna á keilir.is.
FligtScope tækið lætur ekki mikið yfir sér og er ekki stórt eins og sjá má þegar golfboltanir eru lagðir fyrir framan tækið.
Þessi ungi maður gaf ekkert eftir þegar hann dúndraði í boltann á æfingasvæðinu í nýja FlightScope tækinu í Hraunkoti.
GOLF.IS
125
Áhugaverðar breytingatillögur á Garðavelli – Félagsmenn Leynis taka vel undir sjónarhorn Toms Mackenzie
Tom Mackenzie hefur á undanförnum vikum unnið skýrslu fyrir Golfklúbbinn Leyni á Akranesi. Golfvallahönnuðurinn lagði fram tillögur sínar að mögulegum breytingum á Garðavelli sem kynntar voru á félagsfundi þann 24. nóvember s.l. Vinna Mackenzie fólst í því að gera úttekt á vellinum og koma með tillögur að breytingum. Breytingar: Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til eru á 4. braut þar sem að tjörnin verður lögð af og innáhöggið „einfaldað“ fyrir kylfinga.
126
GOLF.IS
Á heimasíðu Leynis kemur m.a. fram að mikil ánægja ríki á meðal félagsmanna með tillögurnar. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru fram í skýrslunni má nefna: Fyrsta braut vallarins verður sú sem er tíunda braut í dag. Í rökstuðningi Mckenzie
kemur fram að fjallasýnin frá nýjum fyrsta teig sé áhugaverð og rammi einnig inn lokaholuna sem er í dag sú níunda. Miklar breytingar verða gerðar á núverandi 7., 8., og 9. braut. Sú áttunda verður lögð niður, sjöunda brautin verður nýtt undir tvær brautir, eina par 3 holu og eina langa par 4 holu. Lokahola vallarins, sem er dag sú níunda, verður að par 5 holu. Töluverðar breytingar verða gerðar á núverandi fjórðu braut sem verður sú þrettánda í framtíðinni. Teigar verða færðir til norðurs, vatnstorfæra sett á brautina sjálfa og tjörnin við flötina verður lögð af. Mackenzie hefur unnið fleiri verkefni hér á landi en hjá Keili og GR liggja fyrir tillögur að breytingum á Hvaleyrarvelli og Grafarholtsvelli.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 LAUGARDAGA KL. 11–16
Jensen hægindastóll ⁄ Minotti
Andersen Quilt ⁄ Minotti
Perry sófaborð ⁄ Minotti
ÍTÖLSK GÆÐAHÖNNUN FRÁ MINOTTI Í rúm 60 ár hefur Minotti staðið í fremstu röð ítalskra húsgagnaframleiðenda og á þeim tíma átt stóran þátt í að móta og auka veg ítalskrar hönnunar og tísku. Gríðarleg tæknikunnátta og ómæld virðing fyrir handverki er galdurinn á bak við tímalausa hönnun Minotti þar sem listfengi, þægindi og gæði mynda eina heild.
HLÍÐASMÁRA 1
• 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is
ÞITT HEIMILI – ÞÍN STUND
Snilldarhögg hjá „Lauga Rabba“ á Garðavelli Hinn litríki og skemmtilegi kylfingur Guðlaugur Rafnsson úr Golfklúbbnum Jökli frá Ólafsvík sýndi frábær tilþrif sem náðust á „filmu“ á Íslandsmótinu á Garðavelli í sumar. „Laugi Rabba“ eins og hann er ávallt kallaður beið um stund eftir því að ljósmyndari Golf á Íslandi kæmi sér vel fyrir við níundu flötina á Garðavelli á fyrsta keppnisdeginum. Kylfingurinn reif upp sandjárnið og sló fullkomið golfhögg - þar sem boltinn endaði beint í holu af um tíu metra færi, þrjú högg og fuglinn í höfn, Sannarlega vel gert og eftirminnileg tilþrif. Þess má geta að Guðlaugur endaði í 36. sæti af alls 120 kylfingum sem tóku þátt í karlaflokknum (77-77-75-79).
128
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Nýtt útlit á golf.is – Miðstöð upplýsinga og afþreyingar fyrir kylfinga
Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á fréttahluta golf.is. Nýr vefur var settur í loftið í lok nóvember s.l. en unnið verður að því í vetur að ljúka við ýmis atriði sem snúa að útliti og framsetningu. verður þjónustuhluti golf.is efldur þar sem golfklúbbar landsins geta sótt þjónustu frá golfsambandinu. Golf.is mun í framtíðinni leika lykilhlutverk í fræðslu, kynningu og upplýsingagjöf til almennings og er þetta aðeins fyrsta skrefið í því ferli. Notendahluti golf.is þar sem kylfingar halda utan um m.a. forgjöf og rástímaskráningu breytist ekki. Sömu sögu er að segja af móta hlutanum þar sem unnið er með uppsetningu á golfmótum og öðru slíku.
Með nýrri framsetningu á fréttahluta golf.is er fyrsta skrefið stigið að gera golf.is að miðstöð upplýsinga fyrir golfhreyfinguna. Markmiðið er að gera golf.is að upplýsinga – og afþreyingarvef fyrir kylfinga og í framtíðinni verður golf. is meginstoð í útgáfustarfsemi golfsambandsins. Á sama tíma
35.000 áhorfendur – 14,5 % landsmanna horfðu á beina útsendingu frá Garðavelli
Íslandsmótið í golfi á Garðavelli á Akranesi var sýnt í beinni útsendingu líkt og gert hefur verið allt frá árinu 1998. Útsendingin var í umsjón RÚV og stjórnaði Vilhjálmur Sigurgeirsson útsendingunni. Ólafur Þór Ágústsson og Hlynur Sigurðsson lýstu því sem fyrir augu bar síðustu tvo keppnisdagana.
130
GOLF.IS - Golf á Íslandi
Uppsafnað áhorf hjá sjónvarpsáhorfendum á aldrinum 12–80 ára var um 14,5% eða 35.000 einstaklingar sem horfðu eitthvað á beinar útsendingar RÚV frá Íslandsmót inu í golfi 2015. Um 22 þúsund horfðu útsendinguna á laugardeginum og 27 þúsund á sunnudegi. Allflestir horfðu því báða dagana samkvæmt upplýsingum frá RÚV. Til samanburðar má nefna að þáttur á borð við Landann á RÚV var með 30% uppsafnað áhorf í viku 47 á RÚV og var vinsælasti þáttur landsins í aldurshópnum 12–80 ára. Þátturinn „Þetta er bara Spaugstofan“ var með 21,1% uppsafnað áhorf og Hraðfréttir voru með 18,1% uppsafnað áhorf í sömu viku.
750
KR.
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
80
ÁFANGASTAÐIR UM ALLT LAND
Ð ALLT A
45 KG
,5 0,5 x 0
Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka – aðeins 750 krónur hvert á land sem er. Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega með Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg.
www.flytjandi.is | sími 525 7700
x 0,5 m
Minnum á fatasöfnun Rauða Krossins á móttökustöðum Eimskips Flytjanda um land allt