Hinn 98 ára gamli Stefán Þorleifsson frá Norðfirði lék á 98 höggum og fór í eftirminnilega golfferð til Tenerife.
Markmiðið er að leika undir aldri Stefán Þorleifsson, fyrrum íþróttakennari, er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Norðfjarðar og hann nýtir hvert tækifæri til þess að leika golf. Það vakti athygli á dögunum að Stefán lék á aldri sínum, 98 höggum, á Stefánsmóti SÚN, sem haldið er árlega honum til heiðurs á Grænanesvelli. Stefán skellti sér í haust til Tenerife með fjölskyldu sinni þar sem hann lék tvo golfhringi og er það án efa einsdæmi hjá íslenskum kylfingi á þessum aldri. Golf á Íslandi ræddi við Stefán en hann er hvergi nærri hættur að reyna að bæta leik sinn. Stefán hefur á undanförnum árum sett sér það markmið að leika 18 holur undir aldri: „Skorið var svipað á báðum hringjunum þegar ég lék á 98 höggum. Grænanesvöllur er 9 holur og þetta voru því tveir hringir. Hver einasti golfari er sífellt að reyna að bæta leik sinn og ég er engin undantekning,“ sagði Stefán en það sem heillar hann mest við golfíþróttina er að keppa við sjálfan sig.
Stefán með nafna sínum, Margréti og Gunnari á Tenerife. Efst má sjá kappann í „aksjón“ í sólinni og til hliðar á Grænanesvelli.
74
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is