HANDBÓK VARNIR GEGN VETRARSKAÐA
VETRARÞOLNAR Grastegundir og afbrigði
Inngangur Þessu riti er ætlað að auðvelda val grastegunda og afbrigða til ný- eða endurræktunar golfvalla og annarra grassvæða á Norðurlöndum. Áhersla er lögð á golfflatir, en einnig er fjallað um teiga og brautir auk annarra grasvalla og grasbletta. Víða er endurnýjun svarðar liður í hámörkun vetrarþols. Að breyta grasasamsetningu flatar er flókið ferli sem krefst nýrrar nálgunar. Þetta rit fjallar hvorki um slíka vinnu né endurræktun með nýjum tegundum og afbrigðum eftir vetrardauða.
Í hnotskurn Vallarsveifgras (Poa pratensis), skuggasveifgras (Poa supina), týtulíngresi (Agrostis canina) og rauðvingull án rengla (Festuca rubra commutata) hafa mest vetrarþol án sveppalyfja. Með sveppalyfjum eru skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) og hálíngresi (Agrostis capillaris) einnig mjög vetrarþolin. Ljósmynd: Agnar Kvalbein
Fjölært rýgresi (Lolium perenne) og varpasveifgras (Poa annua) eru viðkvæmust fyrir vetrarskaða. Nokkur munur er milli afbrigða innan flestra tegunda. Listi yfir sterkustu grösin er uppfærður árlega á scanturf.org og sterf.org.
CTRF C A N A D I A N T U R F G R A S S R E S E A R C H F O U N D AT I O N L A F O N D A T I O N C A N A D I E N N E D E R E C H E R C H E EN G A Z O N
Rannsóknir á grastegundum til nota á norrænum golfflötum (SCANGREEN) í Apelsvoll í Noregi. Ljósmynd: Bjørn Molteberg.
Tegundir, afbrigði og kvæmi Við markaðssetningu nýs afbrigðis er það skilgreint innan ákveðinnar tegundar. Flest flatargrös eru ræktuð úr staðbrigðum, vistbrigðum eða kvæmum (e. ecotypes) sem safnað er frá ýmsum heimshornum. Þegar nýju afbrigði er gefið heiti og sett í sölu er sannað að það sé frábrugðið öðrum afbrigðum og að genasamsetning þess haldist óbreytt milli ára. Til eru afbrigði sem byggð eru á genum frá afmörkuðu svæði. Þau hafa aðlagast daglengd og eru þannig harðgerðari þar sem þau reiða sig minna á lágt hitastig á haustin til að ná aðlögun, eða herða sig. Þó varpasveifgras (Poa annua) sé víða til óþurftar sem illgresi, þá getur það einnig myndað frábærar flatir. Aðeins örfá afbrigði þess eru seld á markaði. Þegar þessi tegund er metin af vísindamönnum, þá er mikilvægt að vita hvar grasið hefur
verið ræktað. Þar sem varpasveifgras getur m.a.s. framleitt fræ þó það sé slegið snöggt, þá hefur það mikla erfðafræðilega aðlögunarhæfni og mun, með árunum, aðlagast loftslagi og áreiti á staðnum.
Vetrarþol Orsakir vetrardauða eða skemmda eru margar. Um þetta er fjallað nánar annars staðar í þessari ritröð, en fjöldi ólíkra skaðvalda torveldir uppröðun tegunda og afbrigða m.t.t. vetrarþols. Sumar tegundir þola til dæmis mikinn kulda en eru viðkvæmar fyrir myglu undir snjó. Hjá flestum tegundum er jákvætt samband milli getunnar til að þola frost, þurrkun/rakadrátt (e. desiccation), svell og vetrarvirka sveppi. Vetrarþol er að miklu leyti háð þeirri kuldaaðlögun sem plantan hefur náð, þ.e. hversu vel hún hefur hert sig. Þegar gras hefur hert sig vel og hefur þannig búið sig vel undir veturinn, þá hefur það hætt að vaxa, geymt meira af sykrum fyrir veturinn, framleitt prótein sem varna frystingu inni í frumunum, og breytt
frumuveggjum til að þola umhleypingar betur, þ.e. síendurteknar sveiflur milli frosts og þýðu. Þessi aðlögun plöntunnar er háð ytri aðstæðum. Hitastig skiptir mestu máli. Langvarandi haustkuldi hvetur til og setur aðlögun af stað. Vetrarhlýindi geta mýkt plöntuna aftur, sem veldur því að aðlögunin gengur að hluta til baka. Tegundir eru misviðkvæmar gagnvart þessum hlýindaköflum. Meðfylgjandi einkunnagjöf tegundanna er fyrst og fremst byggð á mati á tegundum og afbrigðum á Norðurlöndum síðustu fimmtán árin. Prófanir hafa verið gerðar, bæði við strendur og í innsveitum á breiddargráðum milli 56 og 65°N. Niðurstöður eru teknar saman í Norræna grasavísinum og meðmælalisti yfir heppileg afbrigði er uppfærður reglulega á sterf.org og scanturf.org. Sum rannsóknaverkefni sem STERF fjármagnar hafa einnig bætt við þekkingu okkar á frostþoli tegunda og getu þeirra til að þola ólíkt viðhald og loftslagsaðstæður. Ítarlegar skýrslur má finna á sterf.org.
Einkunnagjöf tegunda Vetrarþolseinkunn Tegund
9
8
7
6
5
4
3
2
1
1. Týtulíngresi (Agrostis canina) 2. Rauðvingull án rengla (e. Chewings) (Festuca rubra ssp commutata) 3. Skuggasveifgras (Poa supina) 4. Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) 5. Hálíngresi (Agrostis capillaris) 6. Rauðvingull með stuttum renglum (e. Slender creeping) (F. rubra ssp. litoralis) 7. Hásveifgras (Poa trivialis) 8. Fjölært rýgresi (Lolium perenne) 9. Varpasveifgras (Poa annua)
Tegundum flatargrasa hefur verið gefin einkunn frá 1 og upp í 9 eftir því hvernig þau þola norræna vetur. Fjöldi litaðra reita segir til um breytileika milli afbrigða (eða vistbrigða (e. ecotypes) í tilfelli varpasveifgrass). Dökkrauðu reitirnir sýna einkunn vinsælustu afbrigðanna. Athugið að sveppalyf eru ekki notuð á tilraunareitum okkar. Þetta þýðir að einkunnagjöfin tekur tillit til erfðafræðilegrar mótstöðu gagnvart vetrarsýkingum.
1. Týtulíngresi (flauelslíngresi) (Agrostis canina)
Á umhleypingasvæðum með mikla hættu á svellamyndun myndum við gefa skriðlíngresi hærri einkunn.
Niðurstöðum margra rannsókna ber saman um að týtulíngresi sé meðal mest vetrarþolnu grasa sem hægt er að nota á golfflötum. Það kann að vera nokkuð viðkvæmt fyrir Michrodochium nivale og öðrum sýkingum á vaxtartímanum, en það þolir venjulega myglu undir snjó, sérstaklega gráa snæsveppi (lat. Typhula), betur en skriðlíngresi eftir kuldaaðlögun, í hertu ástandi.
Íslenskar rannsóknir (65˚N) eru undantekning á þessu. Þar hefur rauðvingull alltaf staðið sig betur en skriðlíngresi, en þetta gæti líka orsakast af lágum sumarhita og vetrarskammdegi með breytilegum snjóalögum og hitasveiflum.
Í vettvangsprófunum hefur það þolað 119 daga undir svelli. Til eru aðeins örfá afbrigði á markaði og breytileiki milli þeirra gagnvart vetrarþoli er ekki ýkja mikill. Þó ber að forðast afbrigðið Avalon á svæðum þar sem vetrarhörkur eru miklar.
2. Rauðvingull án rengla
(Festuca rubra commutata) Þessi undirtegund rauðvinguls skorar hærra en skriðlíngresi hvað varðar almennt vetrarþol, aðallega þar sem það er ekki eins viðkvæmt fyrir snæsveppum. Á hinn bóginn er frostþol hennar minna en í tilfelli skriðlíngresis. Einnig er óvissa um svellþol hennar.
Á flötum sem losa sig vel við ofanvatn má mæla með rauðvingli án rengla sem mjög vetrarþolinni undirtegund. Hafið í huga að sum afbrigði eins og Bellaire og Calliope hafa ekki háa vetrarþolseinkunn.
3. Skuggasveifgras (Poa supina)
Þessi tegund hefur aðeins verið prófuð í nokkur ár, en hefur fengið eina af hæstu einkunnunum, sérstaklega á Íslandi og í innsveitum um miðja og norðanverða Skandinavíu. Ljósgrænn litur og fremur grófur svörður eru meðal séreinkenna þessarar tegundar.
4. Skriðlíngresi
(Agrostis stolonifera) Þessi tegund hefur almennt gott vetrarþol, en flest afbrigði eru viðkvæm fyrir snæsveppum. Þetta þýðir að aðgengi að sveppalyfjum er forsenda góðs vetrarþols hjá skriðlíngresi. Gamla afbrigðið Penncross hafði hæstu einkunn á köldustu rannsóknarstöðvunum í mörg ár, en ný afbrigði eins og 007, T1, Independence og Cobra Nova eru núna á toppnum. Sum vinsæl afbrigði á heimsvísu, eins og Tyee, Penn A-1 og Penn G-2, hafa staðið sig fremur illa í norrænu meginlandsloftslagi. Skriðlíngresi hefur mjög gott frostþol og getur þolað langan tíma undir svelli, en ekki eins lengi og týtulíngresi. Í vettvangsrannsókn, þar sem svellþol ólíkra tegunda var prófað á golfflöt, hélt skriðlíngresið Independence 50% þekju eftir 119 daga undir svelli, á meðan týtulíngresið Villa hélt 90% þekju.
Skriðlíngresi
Týtulíngresi ’Villa’
Vetrarþolsrannsóknir á skriðlíngresi og týtulíngresi í Apelsvoll, Noregi í maí 2005. Ljósmynd: Bjørn Molteberg.
5. Hálíngresi
6. Rauðvingull m/ stuttum renglum
Norsku afbrigðin Nor og Leirin hafa framúrskarandi vetrarþol. Þótt Nor hafi breið blöð og minni blaðþéttleika (e. tiller density) en flest önnur afbrigði, þá má mæla með þessum afbrigðum til nota á golfvöllum með blöndu língresis og rauðvinguls við erfið loftslagsskilyrði. Flest afbrigði á aljþjóðlegum markaði eru viðkvæmari fyrir frosti og bleikum snæsveppi en skriðlíngresi. Á hinn bóginn þola þær gráan snæsvepp betur. Vinsæl afbrigði eins og Greenspeed og Aberroyal skora fremur lágt.
Þessi undirtegund hefur nokkra góða eiginleika, þ.m.t. lit utan leiktímabils auk þess sem hún keppir vel við illgresi.
(Agrostis capillaris (=tenuis))
(Festuca rubra litoralis/trichophylla)
Þess vegna er það verðmætt á rauðvingulsflötum, þótt flest afbrigði hafi ögn minna vetrarþol en rauðvingull án rengla (lat. Festuca rubra commutata, e. Chewings Fescue). Gömlu afbrigðin sem enn eru útbreidd, eins og Barcrown, ber að forðast á flötum þar sem vetraraðstæður eru erfiðar.
7. Hásveifgras (Poa trivialis) Sumir norrænir vallarstjórar hafa notað þessa tegund til að endurrækta dauðar varpasveifsflatir á vorin. Hún spírar hratt, en hefur ekki verið mjög þrautseig í umhverfi okkar. Afbrigði á markaði voru þróuð til yfirsáningar og fyrir vetrargolf á flötum með Bermúdagrasi í suðurríkjum Bandaríkjanna og við Miðjarðarhafið, ekki fyrir Norðurlönd.
8. Fjölært rýgresi (Lolium perenne) Rýgresi er sjaldgæft á norrænum golfflötum, en er notað í neyð til að endurrækta flatir eftir vetrardauða. Erfðabreytileiki m.t.t. vetrarþols milli afbrigða er fremur lítill. Líklega mun taka tíma að framleiða vetrarþolin afbrigði sem vel henta til golfleiks. Ferlitna (e. tetraploid) rýgresi þolir snæsveppi betur. Hægt er að nota það á teigum, brautum og víðar, en það þéttir sig ekki nóg við flatarslátt.
9. Varpasveifgras (Poa annua)
Snæsveppir geta skaðað skriðlíngresi, sérstaklega þegar snjór fellur eftir að grasvöxtur hefst að vori. Ljósmynd: Tatsiana Espevig í Landvik, Noregi vorið 2008.
Mjög fá seld afbrigði hafa verið prófuð á Norðurlöndum og vetrarþol hefur verið mjög lítið, bæði m.t.t. svellþols og myglu. Flestum rannsóknaniðurstöðum ber saman um að besta fáanlega frostþol (LT50) sé -10 to -14 °C. Á hinn bóginn benda kanadískar rannsóknir til þess að mikill breytileiki í vetrarþoli sé milli staðbrigða varpasveifgrass. Þau bestu kunna að hafa betra vetrarþol en bestu afbrigði fjölærs rýgresis. Golfvellir sunnarlega á Norðurlöndum og á strandsvæðum ná oft upp viðunandi vetrarþoli í varpasveifgras eftir sveppalyfjagjöf að hausti.
Vetrarþolnar tegundir fyrir önnur svæði Snarrótarpuntur (Deschampsia cespitosa) er ein harðgerðasta tegundin á markaðnum. Á golfvöllum bregður henni stundum fyrir frá náttúrunnar hendi á rökum brautum og svæðum utan þeirra, þar sem það myndar óæskileg búnt. Vallarsveifgras (Poa pratensis) hentar vel á teigum, brautum, almennum grasblettum og öðrum grasvöllum en golfvöllum. Vert að nefna það vegna framúrskarandi vetrarþols. Vandinn er að hún þroskast hægt upp frá sáningu, en þegar hún hefur náð þroska getur hún þolað vetur mjög vel. Einnig hefur komið í ljós að vallarsveifgras þolir sneggri slátt við það hitastig og ljósmagn sem við búum við á Norðurlöndum heldur en búast mætti við miðað við það sem fram hefur komið í Bandaríkjunum. Þessari tegund á þess vegna að sá í bæði teiga og brautir við nýræktun golfvallar. Erfitt getur verið að koma þessari tegund inn í þroskaðan svörð.
Snarrótarpuntur (Deschampsia cespitosae) er meðal þeirra grasa sem hafa mest vetrarþol á markaðnum í dag. Ljósmynd: Trygve Aamlid.
Tegunda- og afbrigðaval Verstu vetrarskemmdir í norðurhluta Norðurlandanna er köfnun undir svelli auk vatnssöfnunar að vetri og að vori. Í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar er versti skaðinn tengdur Michrodochium nivale, sem veldur bleikum snæsveppi (e. pink snow mold) undir snjó eða michrodochium-blettum (sem margir vallarstarfsmenn kalla Fusarium) þegar kalt og rakt er í veðri. Þegar valdar eru grastegundir þarf að taka tillit til staðbundins loftslags. Língresistegundirnar þola vel svell og annað áþreifanlegt álag, en eru viðkvæmar fyrir myglu. Fínu vingulgrösin eru viðkvæmari fyrir köfnun, en þola vetrarsýkingar betur. Aðgengi að/fáanleiki sveppalyfja minnkar líklega í framtíðinni. Það ætti að hafa hugfast þegar golfvöllur er gerður og grastegundir valdar. Þar sem mikill breytileiki er innan rauðvingulstegunda, língresis og undirtegunda þeirra, þá skiptir höfuðmáli að panta bestu afbrigðin samkvæmt rannsóknaniðurstöðum frá svæðum með svipað loftslag.
Microdochium-rotflekkir við snjóbráð á tilraunareit í Apelsvoll í mars 2014. Ljósmynd: W. Waalen.
HANDBÓK VARNIR GEGN VETRARSKAÐA
Höfundar Trygve S. Aamlid Trygve.Aamlid@nibio.no Agnar Kvalbein Agnar.Kvalbein@nibio.no Wendy Waalen Wendy.Waalen@nibio.no
Ljósmynd: Agnar Kvalbein.
NIBIO Turfgrass Research Group, Norwegian Institute of Bioeconomy Research
Íslensk þýðing Edwin Roald info@edwinroald.com
Tengt efni (á ensku) Aamlid, T.S., G. Thorvaldsson, F. Enger & T. Pettersen. 2012. Turfgrass species and varieties for Integrated Pest Management of Scandinavian putting greens. Acta Agriculturae Scandinavica Section B Soil & Plant Science 62 (Supplement 1): 10-23. Aamlid, T.S. & V. Gensollen 2014. Recent achievements in breeding for turf quality under biotic and abiotic stress. In: Sokolovic, D., C. Huyghe & J. Radovic (eds.). Quantitative traits breeding for multifunctional grasslands and turf. Springer Science + Business Media, Dordrecht. pp. 189-196.
Aamlid, T.S., W. Waalen, G. Thorvaldsson, A.M.D. Jensen, T. Esepvig, T. Pettersen, J. Tangsveen, A. A. Steensohn, P. Sørensen & B. Hannesson 2015. SCANGREEN 2011-2014: Turfgrass species and varieties for Integrated Pest Management of Scandinavian putting greens. Bioforsk Report 10(65): 1-91. Espevig T., M. Höglind & T. S. Aamlid 2014. Dehardening resistance of six turfgrasses used on golf greens. Environmental and Experimental Botany 106: 182-188.
Espevig, T. & A. Kvalbein (eds.) 2014. Turf grass winter survival. Book of abstract from international STERF seminar 11-12 November 2014. Bioforsk Fokus 9 (8). (Available at www.sterf. org) Kvalbein, A. & T.S. Aamlid 2015. The Grass Guide 2015: Amenity turf grass species for the Nordic countries. Scandinavian Turfgrass and Envrionment Research Foundation. (Available at www.sterf.org)
CTRF C A N A D I A N T U R F G R A S S R E S E A R C H F O U N D AT I O N L A F O N D A T I O N C A N A D I E N N E D E R E C H E R C H E EN G A Z O N
STERF, Norræni grasvalla- og umhverfisrannsóknasjóðurinn, er sameiginlegur þekkingarbrunnur og rannsóknarvettvangur norrænu golfsambandanna. Markmið STERF er að stuðla að framförum í golfvallahirðu og sjálfbærum starfsháttum með því að liðka fyrir rannsóknarvinnu og gera niðurstöður aðgengilegar þeim sem starfa á golfvöllum. Einnig leggur STERF áherslu á góð tengsl við aðila utan golfhreyfingarinnar í von um að auka gagnkvæman skilning og varpa ljósi á þann umhverfislega og samfélagslega ávinning sem vel reknir golfvellir geta haft í för með sér. Starf sjóðsins er skipt í fjóra þætti: Varnir gegn sýkingum og illgresi, blönduð landnotkun á golfvöllum, sjálfbær meðferð vatns og varnir gegn vetrarskaða. Frekari upplýsingar má nálgast á vef STERF, www.sterf.org/is
Kanadíski grasvallarannsóknasjóðurinn aflar fjár og styður við rannsóknaverkefni sem stuðla að umhverfislegum ávinningi og fjárhagslegum grundvelli grasvallastarfs. The CTRF fær fjármagn sitt frá tveimur golfsamböndum og sex svæðissamtökum í golfhreyfingunni og grasvallageiranum. Sjóðurinn, sem hefur ráðstafað meira en einni milljónum Kanadadölum, er með tíu virk verkefni á sínum snærum. Á meðal samstarfsaðila eru Golf Canada, samtök vallarstarfsmanna í Kanada og sambærileg svæðissamtök í Vestur-Kanada, Alberta, Saskatchewan, Ontario og Quebec auk Atlantshafsstrandarinnar. Frekari upplýsingar má nálgast á vef sjóðsins, www. turfresearchcanada.ca