Skólafréttir 7 og 8 bekkur

Page 1

Sk贸lap贸stur vorsins 7. og 8. Bekkur


Afsakið að föstudagspóstur fór ekki af stað á föstudaginn. Ég hef aðeins þurft að púsla verkefnum vegna margra hluta eins og gerist og gengur í skólastarfi.. Sumir eiga eftir að taka próf og ég sendi upplýsingar varðandi það á þá er málið varðar. Ég sendi þeim áminningu sem ekki hafa klárað heimaverkefnin á thatquiz á eftir. En þetta er allt að ganga upp og við erum búin að setja niður skipulag verkefna núna er heimavinna lotupróf 5 í stærðfræði sem á að skila á miðvikudaginn. Við erum núna í smiðjuvinnu yfirheitið er Land sem lifir og við ætlum að horfa til nýja skólans stika hann út og nokkurn veginn áætla hvar skólabyggingin mun rísa og marka stærð hennar . Ég hef skipt nemendum í hópa og þau hafa fengið sín fyrirmæli sjá skjalið https://docs.google.com/document/d/1_58TYGhjj3ynPN5KGHTcxE5h8ZpYGiwH5rbN6E9w 4OQ/edit?usp=sharing og hér er eg að setja seman hvernig þau eiga að skila af sér og ég vil að þau geri skýrlsu og fygli ákveðnum fyrrimælum og viðmiðum sjá nánar hér https://docs.google.com/document/d/1NJYFiU15n1nsE0zbugVqLxAc9L5dlzy2tRGzEJBViX E/edit?usp=sharing ég er aðeins að bæta í skjalið. Allir hóparnir eru búnir að setja upp fyrstu drög í google docs og það væri gaman ef þið mynduð líta á skjalið og sjá hvað þau eru að hugsa og hvernig þau ætla að vinna verkefnið.


Dagatal maí – júní Áherslur prófa og upplýsingar um þau eru á mentor.is Mánudagur 18.maí Hefðbundin kennsla

þriðjudagur 19. maí Kahoot könnun í sögueyjunni 8.bekkur – muna að skila vinnubók / smiðjuvinna

25. Maí Hvítasunnan frídagur

26. maí lokapróf í ensku Sjá nánar á mentor,is

1.júní smiðjuvinna

2.júní Smiðjuvinna

8.júní

9.júní Skólaslit og vorferð. Farið verður á þingvöll undir leiðsögn nemenda.

Úlfaleikarnir – Kl. 18 smiðjulok og samvera í kennslustofu unglingadeildar

miðvikudagur 20.maí Þeir sem eiga eftir próf taka þau þennan dag eða hluta þeirra. Valpróf hjá þeim sem hafa lokið námsefni ársins. /smiðjuvinna 27.maí

Fimmtudagur 21.maí Lokapróf i stærðfræði Má vera með glósur í prófinu 7.bekkur lota 6 til 9/ 8.bekkur lota 5 -9./ Smiðjuvinna

Föstudagur Prófið í sögueyjunni var fært til vegna eurovision að ósk nemenda / Smiðjuvinna

28. maí Smiðjuvinna

29.maí Smiðjuvinna

4.júní Úrvinnsla úr siglingunni og smiðjuvinna

5.júní Smiðjuvinna

Sögueyjan hjá 7.bekk. Athugið að fyrirmæli á mentor eiga við 27. Próf hjá þeim sem ekki hafa lokið próftöku Handraðaviðtöl frá 15 til 17. 3.júni Sjóferð um sundin ath. að við verðum að vera mætt niðri í bæ kl. 8:30 Gleðilegt sumar


7. 8.bekkkur Nú árið er næstum liðið og það er gaman að fara yfir það hvað við erum búin að vera að gera fyrir hér í skólanum. 3. september, bókasafnsferð í Kringluna

Fyrsta smiðjan líf í fersku vatni http://padlet.com/gvendargeisli16/smidja_1

Smiðja 2 Goðafræði http://padlet.com/gvendargeisli16/god Smiðjulokin voru að kvöldi til 3. desember og mættu foreldrar og góðir gestir til að kynna sér verkefni smiðjunna.

Enska Book report – umsögn um bók 1. Útgáfa var sett á padlet næsta útgáfa var unnin í gegnum google docs


Skólabúðir að Reykjum 29. september fór 7undi bekkur á Reyki og var þar í viku (skólaviku). Vann þar ýmis verkefni og gerði ýmislegt skemmtilegt

Dönskuverkefni Ferð til Danmerkur hér er að finna sýnishorna nokkrum verkefnum http://padlet.com/gvendargeisli16/3gdwsei0jebd Sådan verkefni, hér er sýnishorn af þeim http://padlet.com/gvendargeisli16/qun8ax3ek2zy Við vorum með danskan farkennara í janúar hana Irene og þá var reynt að taka bekkjarmynd

Tölvu og upplýsingatækni Tölvu og upplýsingatæknin er samþætt daglegum viðfangsefnum okkar hér en samt fannst mér þörf á að kenna á Excel og Word hér er sýnishorn af excel verkefnunum http://padlet.com/gvendargeisli16/estsbollvfft

Áhugasviðsverkefni Í vetur hafa nemendur unnið áhugasviðsverkefni og eru flestir búnir að vinna 3 slík verkefni hér eru sýnihorn af fyrstu verkefnunum http://padlet.com/gvendargeisli16/6vis49vyi674


Listasafn Islands 21. Október Alþjóðleg samsýning sjö listamanna: Tomas Saraceno frá Argentínu, Ernesto Neto frá Brasilíu, Ragna Róbertsdóttir frá Íslandi, Ryuji Nakamura og Rintaro Hara frá Japan, Mona Hatoum frá Líbanon og Monika Grzymala frá Póllandi. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir. Rætur þessara listamanna eru ólíkar en það sem sameinar þá er að verk þeirra eru þrívíðar innsetningar sem þeir vinna inn í rými. Verkin endurspegla ákveðna skynjun, hugsun og hrynjanda sem má túlka sem enduróm frá lífinu, frumkröftunum, uppbyggingu efnisheimsins og mótunar alheimsins. Annað sem tengir verkin sterkt saman er að þau hafa orðið til í ferli þar sem orka og tími virðast hafa hlaðið þau. Verkin höfða vitsmunalega, hugmyndafræðilega og á skynrænan hátt til áhorfandans. Þau koma á óvart með ferskleika sínum, fornri visku og sterkri nærveru.

Skrekkur 11. Nóvember Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar er að átta skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsi og keppnin nær hámarki fjórða kvöldið þegar keppt er til úrslita. Haustið 2014 voru 24 skólar skráðir til leiks og fór Seljaskóli með sigur af hólmi. Það var í annað sinn að sá skóli fór heim með Skrekk. Við vorum einn af þessum 24 skólum og sýndu nemendur kjark og dug í þessu verkefni sem og öðrum. Frábært verkefni sem við erum staðráðin í að endurtaka næsta skólaár. Hér koma myndir frá æfingatímabilinu.


Gerðuberg 26. Nóvember á sýninguna Bækur öðlast nýtt líf. Fjölbreytni bókverka er óendanleg enda hugmyndaflug listamannsins eina takmörkunin. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum, sem lokið hafa hlutverki sínu en öðlast nýtt líf í listaverkum með endurbókun. Flestar bækurnar voru fengnar hjá Gerðubergssafni, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum. Listahópurinn ARKIR samanstendur af listakonum sem hafa um margra ára skeið stundað bókverkagerð af ýmsum toga. Listakonurnar sinna öllu jafna fjölbreyttri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar, myndlýsinga og hönnunar, en eiga það sameiginlegt að hrífast af bókverkum meðfram annarri listsköpun. Sýnendur Anna Snædís Sigmarsdóttir Arnþrúður Ösp Karlsdóttir Áslaug Jónsdóttir Ingiríður Óðinsdóttir Svanborg Stefánsdóttir Kristín Þóra Guðbjartsdóttir



FABLAB Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. https://inkscape.org/en/ 1. Heimsókn 8.desember þá fengum við kynningu á starfseminni og fengum að sjá hvað hægt væri að gera. Síðan unnu nemendur í inkscape og öðrum forritum og hönnuðu ýmsa hluti . 2. Heimsókn 30.apríl þá fór helmingur hópsins og fékk að vinna sín verkeni 3. Heimsókn 7.maí þá fór seinni hópurinn 4. heimsókn15.maí fóru þeir sem áttu eftir að gera sín verkefni eða höfðu ekki náð að klára 5. heimsókn 20. maí þeir sem hafa ekki fengið að ljúka sínum verkefnum 6. heimsókn valfrálst og verður farin eftir skóla líklega 2. Júní.




Landnámssýningin Reykjavík 871+17. desember Sýningin heiðin Jól



Stóra upplestrarkeppnin 6. mars Stóra upplestrarkeppnin undanúrslit hér í Dalskóla. Dómarar voru Hildur skólastjóri, Haraldur Finnsson skólamaður með meiru og Guðlaug Ásgeirsdóttir. Tanja og Katrín Rán voru valdar sem fulltrúar skólans í hverfiskeppnina sem haldin var 12. Mars i Ingunnarskóla.

12.mars Stóra upplestrarkeppnin, hverfiskeppnini í Ingunnarskóla,


12. mars Árshátíð Dalskóla (7 og 8 bekkjar.). Fimmtudaginn 12. mars síðastliðinn héldu nemendur í 7. og 8. bekk árshátíð sem var afrakstur smiðjuvinnu. Nemendur höfðu verið að vinna að þessum viðburði síðan í janúar eða í rúmar 6 vikur. Viðburðurinn var unninn frá upphafi til enda af þeim sjálfum; atriði, matseðill, skemmtiatriði, kynningar, tónlist o.frv. Ákváðu þau að hafa þema árshátíðarinnar Óskarinn og var því rauður dregill og kvikmyndaþema þetta kvöld. Nemendahópurinn skipti sér upp í 4 hópa og bjó hver hópur til eina stuttmynd. Stuttmyndirnar voru um sama efni eða um Mjallhvíti en hver og ein með sitt eigið þema. Einn hópurinn vann hryllingsmynd, annar drama, þriðji spennu og fjórði gamanmynd. Óskarinn var svo veittur eftir að hlutlaus dómnefnd hafði farið yfir myndirnar meðal annars fyrir bestu myndina, besta leikara í aðalhlutverki, besta leikara í aukahlutverki, besta hljóðið, bestu klippinguna, besta handritið o.fl. Nemendur unnu svo að frábæru opnunaratriði í anda Óskarsins þar sem allir nemendur dönsuðu og sungu, voru með kennaragrín og margt, margt fleira. Maturinn var svo samvinnuverkefni nemenda og starfsfólks. Allar skreytingar voru unnar af nemendum, þeir röðuðu til sætis og buðu foreldrum og starfsfólki skólans á árshátíðina með þar til gerðum boðskortum. Þetta var hin besta skemmtun og er borðhaldi og dagskrá lauk var slegið upp balli sem Dj Luvvy stýrði af sinni alkunnu snilld.



Skíðaferð 26. Mars Við fórum í skíðaferð í Bláfjöll sem tókst vel og þeir sem fóru skemmtu sér vel.

10.apríl heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands Vísindasmiðja Háskóla Íslands var opnuð vorið 2012 í Háskólabíói og hefur verið nánast fullbókað frá fyrsta degi. Markmið smiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og lifandi hætti og styðja þannig við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda. Heimsóknir í Vísindasmiðjuna eru grunnskólum að kostnaðarlausu og hafa viðbrögð skóla og umsagnir verið með eindæmum góð. Starfsmenn og leiðbeinendur í smiðjunni eru kennarar og nemendur Háskóla Íslands.


23. apríl. Barnamenningarhátíð –Sviðsbardagalist Kennd í Ævintýrahöllinni, krakkarnir fóru ásamt Eddu myndmenntakennara í Ævintýrahöllina í Iðnó og fannst flestum gaman að fá að kynnast bardagalist á þennan hátt. Arnoddur og Eggert Kaaber voru leiðbeinendur á námskeiðinu. Námskeið sem væri gaman að fá inní skólann.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.