44349 hönnunarsafnið

Page 1

Þegar Sigurður Gústafsson, arkitekt og húsgagnahönnuður, hlaut sænsku Söderbergsverðlaunin árið 2003, var það fyrir “ríkulega tjáningarhæfileika og afbyggingarlegt snið húsgagna sinna, þar sem hann reynir á þanþol formanna og samhæfni efniviða og sýnir af sér bæði dirfsku og leikgleði í umritun sinni á formgerðum og litrófi póstmódernismans,” eins og segir í úrskurði dómnefndar. Þótt þessi verðlaunaafhending hafi ekki farið alveg framhjá Íslendingum, er ekki víst að allir hafi gert sér grein fyrir mikilvægi hennar, ekki einasta í norrænu, heldur einnig í alþjóðlegu samhengi. Söderbergs-verðlaunin eru oft og tíðum nefnd “Nóbelsverðlaun hönnunargeirans” vegna þess hve höfðinglega er staðið að veitingu þeirra – sænskt kóngafólk kemur þar við sögu - auk þess sem verðlaunaupphæðin er hærri en menn eiga að venjast þegar hönnun er annars vegar. Raunar var þetta ekki í fyrsta sinn sem Svíar heiðruðu Sigurð, því árið 2001 hafði hann hlotið önnur eftirsótt hönnunarverðlaun, kennd við sænska húsgagnahönnuðinn Bruno Mathsson. Fjórum árum áður hafði Sigurður hlotið viðurkenningu sem ekki hafði minni þýðingu fyrir hann, persónulega og faglega, þegar hugsjónamaðurinn og húsgagnaframleiðandinn Sven Lundh tók hann upp á arma sína og hóf að framleiða húsgögn eftir hann í fyrirtæki sínu, Källemo. Þessi skjóti frami Sigurðar á vettvangi norrænnar hönnunar verður að teljast næsta ævintýralegur, ekki síst vegna þess að hann er arkitekt en ekki húsgagnahönnuður að mennt, hóf ekki að fást við húsgagnahönnun af alvöru fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar, og ekki eru liðin nema tíu ár síðan fyrstu húsgögn hans komu á markað. Á móti kemur að Sigurður er nánast alinn upp á trésmíðaverkstæði föður síns í Glerárþorpinu á Akureyri, í næsta nágrenni við skipasmíðastöð og tilheyrandi brotajárnshauga. Þar, og raunar einnig á fleiri stöðum, varð hann sér úti um heilmikla verklega þekkingu löngu áður en hann lærði til arkitekts. Þetta á hann sammerkt með öðrum íslenskum arkitekt, Valdimar Harðarsyni, sem einnig hefur notið velgengni á alþjóðlegum vettvangi fyrir hönnun sína. Hugmyndafræði sinni lýsir Sigurður best sjálfur í pistli hér á eftir, en ekki er úr vegi að draga saman nokkur meginatriði hennar. Í þróunarvinnu sinni með húsgögn, sem oft á sér stað í hléum milli byggingarverkefna, er notagildi þeirra ekki alltaf efst í huga Sigurðar, heldur verða þau gjarnan til sem úrlausnir á ýmiss konar byggingarfræðilegum og formrænum vanda, gjarnan sem tilbrigði um kafla í nútíma listasögu. Hann er í sérstaklega frjóu viðræðusambandi við arfleifð konstrúktífismans svokallaða, en hann var viðleitni framúrstefnulistamanna í Hollandi, Rússlandi og Þýskalandi á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar til að skapa nútímalega mynd- og byggingarlist með nútímalegum aðferðum og nútíma efniviði á borð við stál, gler og plast. Það sem er sérstaklega athyglisvert við hugsanagang Sigurðar, er að hann lítur á meinta andstæðu konstrúktífismans, dekonstrúktífismann, sem bókmenntamenn hafa nefnt afbyggingu, sem órofa hluta af byggingarlegri heild en ekki sem atlögu að henni. Í húsgögnum sínum hefur hann freistað þess að sameina þessar andstæður. Þá viðleitni Sigurðar hafa vísir menn flokkað undir póstmódernisma. Þetta er skýringin á því hvers vegna mörg húsgögn Sigurðar virðast í senn styrk og óstöðug, sterkbyggð og veikbyggð. Gott dæmi er hinn óborganlegi stóll, Tangó, sem við fyrstu sýn virðist að hruni kominn, en reynist svo rammgerðari en flestir aðrir stólar á markaðnum. Það gefur auga leið að þessi vinnumáti Sigurðar er ekki líklegur til að leiða af sér söluvænleg húsgögn með alþýðlegu sniði, heldur miklu frekar húsgögn á mörkum myndlistar og hönnunar. Þar á Sigurður ýmislegt sammerkt með öðrum hönnuðum sem Sven Lundh hefur tekið upp á arma sína, ekki síst Jonas Bohlin, Mats Theselius og Johan Linton. Hins vegar er það lán þessara hönnuða að Sven Lundh er einnig hallur undir ævintýralega húsgagnahönnun og hefur fundið leiðir til að markaðssetja hana í takmörkuðum upplögum fyrir fagurkera. Þannig hafa húsgögn Sigurðar dreifst um Norðurlönd og víðar. Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ þykir tímabært að draga upp augnabliksmynd af húsgagnahönnun og viðhorfum Sigurðar Gústafssonar, og er það þakklátt fyrir áhuga hans og aðstoð við samsetningu sýningarinnar. Källemo í Svíþjóð og EPAL í Reykjavík er einnig þökkuð veitt aðstoð. Aðalsteinn Ingólfsson

Stjórn Hönnunarsafns Íslands: Erling Ásgeirsson (formaður), Helgi Pétursson, Klara Lísa Hervaldsdóttir Forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands: Aðalsteinn Ingólfsson Forstöðumaður fræðslu-og menningarsviðs Garðabæjar: Margrét B. Svavarsdóttir Sýningarstjórar: Aðalsteinn Ingólfsson og Sigurður Gústafsson Umgjörð sýningar: Sigurður Gústafsson Smiður: Leifur Ebenezarson Aðstoðarmaður: Anna Magnúsdóttir Hönnun sýningarskrár: Sigurður Gústafsson Prentun sýningarskrár: Prentmet ehf

UPPBYGGING/AFBYGGING

Rannsóknarvinna efahyggjumanns Ég er vafalaust það sem sumir kalla efahyggjumann. Góður vinur minn, Finnur Torfi Hjörleifsson, setti saman ferskeytlu sem er svona: Sú var ekki gatan greið sem gert var mér að troða. Alla mína ævileið Efinn var mín hnoða.

Af þessu leiðir að mín vinna með hönnun og arkitektúr er rannsóknarvinna efahyggjumanns. Hvar liggja mörkin, hvað er hægt, hvað les augað og hvað gerir þyngdaraflið? Mín leið að markmiðinu er oft krókótt og óljós. Ég hef engan áhuga á því að skapa einhvern persónulegan stíl eða ímynd. Efinn rekur mig áfram, ég prófa og prófa aftur, tek áhættu og leyfi mér að vera ósammála. Ég nenni ekki að vera í einhverju jábræðralagi hinna sanntrúuðu hönnuða sem hæla hverjir öðrum. En einhver beinagrind þarf þó að vera til staðar. Sú beinagrind byggir á fjórum megin hugmyndum. Upp á útlensku kalla ég þessar hugmyndir: Construction, Deconstruction, Consumption og Conception. Construction serían byggir á hugmyndum módernismans, Bauhaus, De Stijl og fleiri. Hreinir fletir sem nálgast jafnvægið með skörun, hreinum litum og innra skipulagi. Allir fletir eru annað hvort láréttir eða lóðréttir. Ég kalla þessa seríu stundum minn eigin afréttara og geri nýja hluti í henni þegar mér finnst ég vera kominn út í móa. Deconstruction serían er í raun afbygging seríunnar hér á undan. Engar stýrandi línur. Fletir og form ganga inn og út á ská og skjön. Hugmyndafræðin er að sumu leyti byggð á heimspeki Derrida, en þó með persónulegum blæ þar sem ég nota dansinn oft sem útgangspunkt fyrir formin. Samanber Tango stólinn og Twist skápinn. Í Tango stólnum dansar tréð á móti stálinu. Karlinn er stífur og leiðir dansinn en konan er mýktin og kynþokkinn. Consumption serían er tilraun mín til að tákngera neysluhyggjuna en þó með jákvæðum formerkjum. Take Away lampinn er t.d. lampi þar sem umbúðirnar umbreytast í lampa. Það eina sem þarf að gera er að taka snúruna upp úr og setja í samband. Plex stóllinn er gerður úr endurunnu plasti og setan og bakið klætt á stólgrindina eins og peysa. Setan og bakið eru flöt og þess vegna þarf engin dýr verkfæri við framleiðsluna. Í raun er hægt að búa til setuna með dúkahníf. Conception serían er persónulegust. Hún byggir á minningum og myndum úr uppvexti mínum og núverandi umhverfi. Til dæmis er Víkurskóli bara skip. Krakkarnir í skólanum segja reyndar að hann líti út eins og kafbátur. Þegar ég var krakki lék ég mér mikið í gömlum skipum sem lágu í fjörunni við Glerárþorp þar sem ég ólst upp. Ég vildi reyna að koma þessum formum og upplifunum áleiðis til barnanna, því í nútíma sterilíseruðu umhverfi mega börn ekki leika sér á slíkum stöðum. Stóllinn Vindur er rokið í Reykjavík, fangað í teningsform eins og púki í flösku.

Skrifstofur: Lyngási 7-9, 210 Garðabær, sími 544 2225 Sýningarsalur: Garðatorgi 7, 210 Garðabær, sími 544 2434

1962

1990 1991-1992 1995 1997

Fæddur á Akureyri 24. desember Útskrifast úr Arkitektúrskólanum í Osló, þar sem Sverre Fehn var meðal kennara hans Starfar hjá Cullberg arkitektastofunni í Gautaborg Setur á fót eigin arkitektastofu Samvinna við Källemo hefst

1998 1998 1998 1999 1999 1999 2000 2000 2000 2000 2000 2001 2001 2001 2002 2003 2003-2007 2004 2004 2004 2004 2004 2005 2005 2006 2007 2007

Svens Öga, Färgfabriken, Stokkhólmi Forum för Form, Stokkhólmi Svens Öga, Röhsska-safnið, Gautaborg F 15, Moss, Noregi Gegnsæja Norðrið, Stedelijk-safnið, Amsterdam Tómarúm, sýning í European Patent Office, Brussel Schwedens Aufbruch zur Moderne, Lindau, Þýskalandi Alfred Nobel im München Nordiska Galleriet, Stokkhólmi Carneruds, Stokkhólmi Menningarmiðstöðin Ronneby, Svíþjóð Galleri Hishult Svensson i Lammhult Gallerí Hylteberga, Skurup, Svíþjóð Malmö listasafnið, Málmey Röhsska-safnið, Gautaborg, yfirlitssýning Scandinavian Design Beyond the Myth, yfirlitssýning í Berlín, Mílanó,Gent, Prag, Búdapest, Riga, Glasgow, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Osló, Vigo, Coruña, Belgrad, Zagreb Effulgent, Borgholms Slot, Öland Millesgården, Stokkhólmi Designed in Sweden, Museum of London/Docklands Sven Lundh´s Öga, Sankti-Pétursborg Transforme, VIA, París L´Art du Livre Suedois, Centre Culturel Suedois, París Källemo, Trappholt Museum, Danmörku Förskjutningar, Frölunda Kulturhus Fiskars frá Finnlandi, Waldimarsudde, Stokkhólmi Hönnunarsafn Íslands, Garðabæ

Helstu einka-og samsýningar:

UPPBYGGING AFBYGGING Veröld Sigurðar Gústafssonar arkitekts og húsgagnahönnuðar

Árleg þátttaka í helstu húsgagnamessum í Evrópu, Köln, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Mílanó frá 1998, auk þess sem húsgögn SG hafa verið sýnd í fjölda minni húsgagnaverslana víða um Evrópu.

Helstu verðlaun og viðurkenningar: 1990 1995 1995 1996 1999 1999 1999 2000 2001 2003 2003

Lokaverkefni valið besta útskriftarverkefni Arkitektúrskólans í Osló Fyrstu verðlaun í arkitektúrsamkeppni um Víkurskóla Verðlaun Hönnunardags Deildi öðrum verðlaunum í arkitektúrsamkeppni um háskólasvæði á Akureyri (engin fyrstu verðlaun veitt) Verðlaun Hönnunardags Innkaup í lokaðri samkeppni um sundhöll í Laugardal, Reykjavík Menningarverðlaun DV fyrir byggingarlist Verðlaun byggingarnefndar Reykjavíkur fyrir hönnun Víkurskóla Bruno Mathsson-verðlaunin Norrænu Söderbergs-verðlaunin fyrir hönnun Athyglisverð tillaga að 15.000 fm tónlistarhúsi í Stavanger, Noregi

Húsgögn eftir Sigurð Gústafsson er m.a. að finna í eftirtöldum söfnum:

Þjóðminjasafnið, Stokkhólmi Röhsska-safnið, Gautaborg Listasafnið í Málmey Stedelijk-safnið, Amsterdam Þjóðminjasafn Armeníu Hönnunarsafn Íslands Art Basel Einnig fjöldi einkasafna

Annað: Sigurður Gústafsson

Hönnunarsafn Íslands

Sigurður Gústafsson - Æviferill

1999 2000 2000-2005 2006 2007 2007

Dómari í samkeppni um stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Prófdómari vegna lokaverkefna útskriftarnema LHÍ Ráðgjafi og fyrirlesari í tengslum við fyrirhugað Vandalorum-safn í Värnamo í Svíþjóð Dómari í samkeppni um byggingu Háskólans í Reykjavík Dómari í samkeppni um byggingu höfuðstöðva Glitnis Fyrirlesari um skólabyggingar í Englandi

CopyandPaste

Sýning í Hönnunarsafni Íslands, Garðabæ 13. október - 11. nóvember 2007


Construction

Plex

Skyscraper

Sky chair

Take Away

Draken Wind

Tango

Twist

Rock n, roll

Conception

Deconstruction

V 铆 ku rs k贸 l i

Consumption


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.