DOร RANTURINN Mรกlgagn NFH | 1. รกrg. 2. tbl.
EFNISYFIRLIT Leiðari ritstjóra ................................................................................................................................................... 3 Árgangar Skólans og Reiðisstjórnun ......................................................................................................... 4 Skrekkur................................................................................................................................................................. 5 Tónlistarhorn Dodda ........................................................................................................................................ 6 Förðunarhorn Dodda ....... ............................................................................................................................... 8 Femínismi.............................................................................................................................................................. 9 Heilsuhorn Dodda ............................................................................................................................................ 10 Samfélagsmiðlar ............................................................................................................................................... 12 Valhúsaskóli........................................................................................................................................................ 14 Heimsókn Letta.................................................................................................................................................. 16 Samkeppni lífsins.............................................................................................................................................. 17 Áramótauppgjör Hagaskóla.......................................................................................................................... 18 Jólahorn Dodda................................................................................................................................................... 22 Matartrend........................................................................................................................................................... 24 Nemendafélag Hagaskóla.............................................................................................................................. 26 Finndu draumaprinsinn/prinsessuna...................................................................................................... 27 Meistararnir á bak við blaðið....................................................................................................................... 30
LEIÐARI RITSTJÓRA Kæru Hagskælingar og aðrir lesendur. Blaðið sem þið lesið nú er önnur útgáfa skólablaðs Hagaskóla. Að baki þessu blaði er margra mánaða vinna sem birtist nú hér á prenti. Hérna eru 13 listilega skrifaðar greinar, hver annarri betri og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, jafnt listaspírur sem og íþróttafrík. Í vor kom skólablaðið Doðranturinn, eða Doddi eins og við köllum hann, út í fyrsta skipti. Þá hafði ritnefndin einungis mánuð til að klára blaðið og var það fullklárað klukkan sex, aðfaranótt lokaskiladags blaðsins. Blaðið var mikið afrek og er það að mestu Agli, Antoni, Eiríki og Snorra að þakka að blaðið kemur aftur út. Núna höfum við haft öllu meiri tíma í gerð blaðsins eða þrjá mánuði, þrefalt meira en seinast. Þetta blað verður veisla, ekki með z-u, en þrátt fyrir það jafnvel meiri veisla en seinast. Þetta er jafnframt sönnun þess að einhver ungmenni kunni ennþá að lesa og skrifa þrátt fyrir að PISA kannanir segi annað.
Þessi önn hefur verið frábrugðin öðrum önnum. Í haust kom í ljós að ekkert nemendaráð yrði starfrækt, heldur myndu ýmsar nefndir sjá um skipulag félagslífsins. Það hefur gengið nokkuð vel en aðrar hliðar félagsstarfsins hafa blómstrað, bókstaflega. Í nóvember keppti Hagaskóli á undankvöldi Skrekks, komst áfram og keppti þá á úrslitakvöldinu. Því var sjónvarpað og stóð Hagaskóli sig með stakri prýði. Skólahaldið hefur ekki einu sinni haldist eins því nú eru fimmtudagar að mestu helgaðir smiðjum, þar sem ritnefndarmeðlimir skrifuðu ófáar greinar. Það kom víst líka nýr árgangur í skólann, núllnúll módelin okkar ástkæru. Þess má geta að það er heil öld á milli þeirra sem fæddir eru árið 1999 og 2000 en ég get svarið fyrir að það sjáist ekki. Þrátt fyrir allar þessar breytingar eru sumir hlutir sem breytast ekki. Hagaskóli er betri en allir aðrir skólar og mun alltaf verða.
Sverrir Arnórsson
3
ÁRGANGAR SKÓLANS Tvær núðlur eru í ritnefnd Doðrantsins og skrifa þær grein þessa. Þessi ,,frasi” byrjaði í síðasta eintaki Doðrantsins þar sem Yum Yum pakkanúðlurnar voru mjög vinsælar hjá 99’ árganginum í fyrra. 99’ árgangurinn er núna í níunda bekk eins og allir vita. Níundi bekkur er oft kallaður draugabekkurinn, þar sem þau fá oft minnstu athyglina rétt eins og miðjubörn kannast kannski við í systkinahópi. Athygli beinist að áttunda bekknum vegna þess að árgangurinn er nýr í skólanum. Forvitnin er mikil og allir vilja sjá hvernig hann er saman settur. Tíundi bekkurinn er svo elstur og valdamestur í skólanum. Þegar við vorum að ganga okkar fyrstu skref í Hagaskóla þorðum við ekki miklu. Það virðist vera sem nýjasti árgangur skólans gangi ekki sín fyrstu
skref heldur rúlli sér áfram á litlum hjólabrettum sem í flestum tilfellum eru ,,pennyboard”. Þessi árgangur virðist vera ófeiminn og ekki hræddur við að tjá sig. Eins og gengur og gerist líta yngri nemendur upp til eldri nemenda. Það væri þess vegna eðlilegt að áttundi og níundi bekkur myndu líta upp til tíundu bekkinga, sem flestir gera. Margir nemendur úr grunnskólum Vesturbæjar (t.d. Melaskóla) óttast tíundu bekkinga en við höfum séð að það er algjör óþarfi þar sem þeir eru mjög indælir. Þótt að elstu nemendum skólans finnist kannski yngri samnemendur stundum barnalegir og pirrandi þá myndast oft sterk vinasambönd þeirra á milli. Við vonum að árgangar skólans taki tillit hver til annars og haldi áfram að vera vinir þó að elstu nemendur þurfi að kveðja litlu börnin sín í lok skólaársins. Ásdís Karen Halldórsdóttir @asdiskarenh Jara Birna Þorkelsdóttir @Jarabirna
REIÐISSTJÓRNUN Þið eruð kanski að huggsa afkverju ég er að skrifa um reyðis stjórnun en afkverju ekki? það er svo mikil vægt að fólk geri sér greyn firir því hvað það er mikil vægt að stjórna reyði sinni. tökum kanski sem dæmi að alþingiss maður einsog sigmundur davíð er að reina að segja eitkvað en engin er að hlusta á hann vegna þess að allir eru svo reyðir hvað á hann þá að gera? þá getur hann kanski ekki unnið vinnunna sýna vegna þess að allir eru svo reyðir er þetta kanski ástæðann firir því að engin ríkis stjórn er nó og góð útaf því að allir eru svo reyðir og engin hlustar svo það er ekki hægt að gera
4
neitt? allir voru first bara mjög ánægðir með sigmund davíð en svo núna eru margir mjög pirraðir yfir því að hann er ekki búin að gera neitt af því sem hann sagði er það ekki kanski bara útaf því að allir eru svo reyðir og ó samm vinnuþíðir? hafið þið eingar hömlur? núna verðið þið að fara að taka ykkur á og hætta að vera svona reyð, Íslenskt sam félag er að brotna niður undann ykkur reyðis níðíngunnum. Jakob Birgisson @Smalastrakur
SKREKKUR Það kemur ykkur kannski ekkert á óvart en ég ætla enn og aftur að troða mér inn í umræðuna um Skrekk. Ég ætla samt ekki að troða mér inn í keppnina sjálfa á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Nei, Katla mun ekki keppa í Skrekk þetta árið. Bíddu, ha? Já þið heyrðuð rétt. Fyrir þau ykkar sem ekki vita þá heitir mamma mín Skrekkur og pabbi minn Borgarleikhúsið og ég er einkabarn sem mun missa af &ölskyldumatarboðinu í fyrsta skipti þetta árið. Þannig er mál með vexti að Hagaskóla hefur ekki gengið alveg nógu vel með atriðin sín síðustu árin. Ég skal segja ykkur ástæðuna. Dómararnir vorkenna skólunum sem hafa aldrei komist áfram og ákveða að gefa þeim séns til að hækka sjálfstraust þeirra um 0,1%. Atriðin eru oftar en ekki fáránleg og leiðinleg og ég þarf alltaf nokkrar sturtuferðir til að skrúbba kjánaHrollinn af bakinu á mér. Hrollinn. Ég vona að þið sjáið samhengið. Á Hrolli líður mér illa. Það er bara þannig. Stressið eru togað út úr þér eins og enginn sé morgundagurinn. Stelpurnar hlaupa fram og til baka til að laga málninguna eða láta gera fléttur í sig. Á meðan sitja strákarnir sallarólegir og troða í sig nokkrum pítsusneiðum Í EINU! Svo ef þú ert extra óheppinn þá ákveða dómararnir að rífa úr þér hjartað og skella því alla leið niður í buxur. Allt til einskis, þetta er búið spil og þú ferð grátandi heim. Skrekkur er samt miklu meira en bara keppni, stress og særindi. Þetta er tímabil þar sem svo sterk sambönd myndast að þau gætu farið alla leið til Ameríku án þess að þau slitni. Þú kynnist eldri krökkum og yngri krökkum, fólki sem þú hafðir ekki einu sinni séð röltandi á göngunum eða kjamsandi hafragraut með rúsínum í frímínútum. Þau eru flest, ef ekki öll, frábær og það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki, ekki satt? Það er samt eitt í viðbót við Skrekkinn
sem fer í mínar fínustu taugar og það er að Austurbæjarskóli hafi unnið í fyrra. Hakan niðrí gólf, hola í gólfinu. Mér leiddist og ég er alls ekki ein um það. Muniði hvað ég talaði fallega um dómarana áðan? Ekki? Gott, ég man það ekki heldur. Ég var mjög hneyksluð þegar Austurbæjarskóli vann. Ég hata dómara. En ég elska Skrekk, enda er hann líf mitt og yndi. Skrekkurinn er uppsprettan á nánast öllum minningum mínum úr Hagaskóla. Kæru Hagskælingar, áður en ég kveð ykkur með trega og hatursfullum texta þá vil ég minnast á frábæra atriðið okkar í ár. Stolt mitt yfir því að vera Hagskælingur kom um leið og ég sá Troels á nærbuxunum að borða popp. Rifbeinin á mér fengu meira að segja að finna fyrir hlátrinum. Lesendur góðir, ekki einu sinni hugsa ykkur tvisvar um. Sleppið kúlinu og leyfið ykkur að upplifa endalausa skemmtun og helling af kærleik. Þetta er langt og strangt tímabil en það er þess virði.
Katla Ómarsdóttir @katla69
5
TÓNLISTARHORN DODDA Ég og Jakob erum báðir með tónlistarsmekk sem flestum þykir örlítið sérstakur. Ég hlusta mikið á rappið sem kom um aldamótin 1900-2000 -Eminem, Dr. Dre, Snoop og fleiri meistarar. Jakob fer hins vegar oft út fyrir troðnar slóðir og hlustar t.d. á arabískt og austur-afrískt rapp. Einnig er hann mikill aðdáandi Haffa Haff.
Bangs Ajak Chol, betur þekktur sem Bangs, er suður-súdanskur að uppruna og fæddist í Juba í heimalandi sínu árið 1992. Þegar hann var aðeins 11 ára gamall fluttist hann til Egyptalands ásamt föður sínum og 2 eiginkonum hans, en önnur þeirra er móðir Bangs. Fyrsta plata hans, Hard 2 Be Up, kom út árið 2008 þegar Bangs var aðeins 16 ára gamall. Platan varð ekki vinsæl þegar í stað en þegar Eminem tók viðtal við hann í vikulegum útvarpsþætti sínum seint á árinu 2009 tóku vinsældir blaðsins kipp. Myndbandið við lagið Take U To Da Movies er nú komið með 8,8 milljónir áhorfa á YouTube og Bangs er alsæll. Síðan þetta lag kom út hefur Bangs gefið út nokkur lög en engin hafa náð nærri því sömu vinsældum og fyrsta framlag hans. Nýjasta lag hans heitir Haters N Fanz og er einungis komið með 2885 áhorf eftir eina viku á YouTube. Við í Doddanum erum ekki viss hver ástæðan fyrir þessu áhugaleysi er en við vonum svo sannarlega að Bangs komi til baka einhvern daginn.
Basshunter Sænski plötusnúðurinn Jonas Erik Altberg, betur þekktur sem Basshunter, fæddist árið 1984 í Halmstad. Hans þekktasta lag er án efa Now You’re Gone eða Boten Anna í sænsku útgáfunni. Flest lög hans koma út bæði á sænsku og ensku. Lagið sem við mælum með, Dota, er sænsk útgáfa lagsins All I Ever Wanted. Innihald lagsins er þó allt annað en ensku útgáfunnar. Sænska útgáfan (allar um netleikinn Defense of the Ancients (DotA) sem svipar mjög til leiksins League of Legends (LoL). Þessi leikur er víst í miklu uppáhaldi hjá Basshunter. Þetta lag er sem sagt (ögurra mínútna lofsöngur um netleiki. Engar áhyggjur samt, lagið er hörkugott og kemur öllum í stuð!
Haffi Haff Hafþór Jónsson, betur þekktur sem Haffi Haff er vel þekkt nafn í íslenska tónlistarbransanum. Haffi er opinberlega samkynhneigður og kemur alltaf fram á Gay Pride. Hann hefur gefið út ýmis lög í gegn um árin en Give Me Sexy er án alls vafa það vinsælasta. Lítið hefur komið út frá Haffa á undanförnum árum en hann gaf þó út lagið Speechless fyrr á árinu. Við í Dodda erum þó viss að ef þið kveikið á Give Me Sexy munu þið komast í stuð sama hvort ykkur líkar það eða ekki. Einnig má nefna að vissir meðlimir Dodda hlusta enn á lagið nánast daglega. Fer Sveppi krull þar fremstur í flokki.
6
Miley Cyrus Flestir þekkja sögu Miley Cyrus en ég ætla samt að fara í gegnum hana í stuttu máli. Árið 2012 var hún þekkt sem ósköp saklaus stelpa sem frægust var fyrir að hafa leikið Hannah Montana á Disney Channel. Aðeins hálfu ári seinna er hún á allra vörum fyrir vægast sagt djörf myndbönd við tvö ný lög sín, We Can’t Stop og Wrecking Ball.
Louis Armstrong Ef ykkur er einhvern tímann mikið niðri fyrir er ekki spurning hvaða lag þið ættuð að setja á fóninn: What A Wonderful World með Louis Armstrong. Það er ástæða fyrir að þetta lag er eitt frægasta lag sögunnar. Leggstu aftur, lokaðu augunum og hlustaðu bara. Þegar lagið klárast er næstum öruggt að þér líður 10 sinnum betur en áður en lagið byrjaði. Ekki einungis það, þetta er líka bara mjög gott og fallegt lag. Louis Armstrong fæddist í upphafi 20. aldar, nánar tiltekið 4. ágúst árið 1901. Hann gaf út &ölmörg fræg lög en What A Wonderful World er þó líklega það frægasta. Þess má geta að Armstrong var fyrsti svarti tónlistarmaðurinn sem varð frægur á heimsvísu. Hann var einnig einn af upphafsmönnum jazzins. Hann dó árið 1971 þegar hann var sjötugur að aldri. Árið 1999 var honum bætt við Grammy’s Hall of Fame.
Flestir, nema þeir sem búa í afskekktum hellum á Vest&örðum hafa séð myndböndin við þessi lög og tilheyra því þeim mörg hundruð milljónum sem hafa horft á þau. Ef svo ólíklega vill til að þið eigið eftir að sjá þessi myndbönd verðið þið víst að horfa á þau svo að þið hafið einhverja hugmynd um hina risastóru breytingu sem stelpan hefur gengið gegn um. Það er allavega ekki spurning að Miley Cyrus er umdeild kona og Wrecking Ball er svo sannarlega umdeilt lag. Enn umdeildara er twerk-trendið sem Miley Cyrus kom af stað en sú umræða á heima annars staðar en í þessari grein.
Ýmsir aðilar hafa ruglað Louis Armstrong saman við Neil nokkurn Armstrong, en það skal taka fram að Louis Armstrong fór ekki til tunglsins.
Sveinn Þór Sigþórsson @Sv1Thor
7
FÖRÐUNARHORN DODDA Sumar stelpur mála sig oft. Við töluðum við tvær stelpur sem eru þekktar fyrir förðun sína. Okkur þykja þær hins vegar skara fram úr í þessari list sem förðun getur verið. Við fundum þó engan strák sem við gátum skoðað förðunarvörur með en sá drengur gæti hafa farið fram hjá okkur. Við spurðum stelpurnar hvernig þær mála sig fyrir skólann og hvernig þær mála sig fyrir fínni atburði eins og t.d. böll . Okkur í Dodda datt í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa förðunarhorn þar sem förðun er stórt áhugamál margra Hagskælinga og gætu hinir sömu grætt eitthvað á þessum viðtölum.
Sigríður Viktoria Fyrir venjulegan skóladag byrja ég á húðinni. Ég set ljósan hyljara og bíð þangað til hann þornar. Ég nota svo þurrt púður. Eftir það geri ég augabrúnirnar. Fyrir þær nota ég ljósbrúnt duft í augnskuggaformi, ég fer samt mjög létt yfir þær til þess að sjá almennilega hvar þær eru. Síðan fer ég ofan í með blautum augabrúnalit í maskaraformi og greiði hárin jafnt. Að lokum mála ég augun og þá nota ég bara maskara nema ég geri örþunna línu á neðri augnlokið og svo greiði ég úr augnhárunum. Fyrir böll geri ég alveg eins og venjulega, nema ég bæti oftast við smá skyggingu í enda augnlokana með dökk-eða ljósgráum augnskugga.
8
Mariane Ég byrja á því að setja á mig meik. Ég er vön að setja smá á kinnarnar með Maxfactor farðanum mínum en fyrst að þetta er kvöldförðun þá set ég á mig meik frá Bodyshop og einnig hyljara. Næst er það að fylla inn í augabrúnirnar. Í það nota ég augabrúnablýantinn minn frá Bodyshop, ljósbrúnan. Nú byrja ég á því að setja á mig augnskugga-,,primer” svo liturinn haldist lengur. Því næst tek ég augnblýantinn og set hann í rótina á augnhárunum bæði uppi og niðri og einnig smá á augnlokin, dreifi þá vel úr honum. Þá er komið að vörunum. Varirnar eru bara rauðar. Ég tek dökkrauðan varablýant og fylgi útlínunum á vörunum. Því næst set ég smá hvítan augnskugga í miðjuna og blanda því vel. Síðan set ég venjulegan rauðan varalit yfir það. Að lokum set ég litlausan gloss yfir og kinnalit (Doddi veit ekki hvort hún setur hann á varirnar eða kinnarnar, en fólk má prófa bæði!).
Sólveig María Gunnarsdóttir @solveigmariag Kolfinna Ólafsdóttir @KolfinnaL
FEMÍNISMI Nýlega áttum við í 10. bekk, Hagaskóla, að gera samfélags- og stærðfræðiverkefni þar sem við áttum að vinna með tölfræðilegar upplýsingar. Mér var svolítið brugðið þegar ég fór yfir verkefni félaga míns og hans hóps, en hann var að rannsaka viðhorf Hagskælinga til femínisma. Hópurinn spurði 120 nemendur að tíu spurninga. Meðal þeirra var spurningin: ,,Ert þú femínisti?”. Aðeins 40% svöruðu játandi og 11% sögðust vera það en finnst þau ekki geta sagt það opinberlega. Femínisti skilgreindur sem; ,,sá sem gerir sér grein fyrir því að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.” Ég hreinlega neita að trúa því að aðeins rétt rúmlega helmingur af öllum þessum krökkum falli undir skilgreininguna og hvað þá því að 11% þeirra finnst að þau geti ekki opinberlega sagst falla undir hana. Af hverju í ösköpunum ætti einhver að vera hræddur við að viðurkenna það eitt að þau styðji jafnréttisbaráttu kynjanna? Það er einmitt málið, alltof margt fólk tengir slæma hluti við femínisma. Ég get varla talið upp hve oft ég hef heyrt að einhver falli undir skilgreiningu femínismans, en neiti þó að kenna sig við hann. Þetta er í mörgum tilfellum vegna ranghugmynda og fordóma sem fólk hefur um femínismann. Eins og við vitum flest eru fordómar fyrst og fremst byggðir á fáfræðinni einni, og hvað það varðar eru fordómar gagnvart femínistum engin undantekning. Fæstir á okkar aldri sem segjast vera jafnréttissinnar en ekki femínistar vita nákvæmlega hvað það þýðir að vera femínisti. En ég segi þó ekki allir, vegna þess að það er til fólk sem að heldur því fram að bæði lögum samkvæmt og huglægt jafnrétti ríki milli kynjanna. Staðreyndirnar sýna hins vegar fram á að svo er ekki. Það er seint hægt að sanna huglægt ójafnrétti, það er að segja skoðanir og viðhorf fólks, en við gerum okkur vonandi flest grein fyrir því að á alltof mörgum stöðum ríkir mikil kvenfyrirlitning og staðalímyndir kynjanna eru langt frá því að eiga sér stoð í raunveruleikanum. Þó ég geti ekki sannað hið
huglæga ójafnrétti, þá get ég sannað að lögum samkvæmt er ekki komið fram við konur eins og manneskjur sumstaðar í heiminum. Það eru til lönd þar sem að konur skortir mannréttindi sem við á Íslandi teljum vera sjálfsögð, en þau ættu auðvitað að vera það. Það að segja að fullkomið jafnrétti ríki milli kynjanna í heiminum er því ekki gild skoðun, vegna þess að það er einfaldlega ekki rétt. En það er svo sem gild skoðun að það jafnrétti sem ríki í dag sé nóg, en finnst fólki virkilega í lagi að það séu staðir þar sem konur njóta ekki grundvallarmannréttinda? Þar sem konum er nauðgað og er refsað fyrir það, þar sem konur eru grýttar fyrir það eitt að hafa skoðun. Er þetta virkilega ásættanlegt ástand? Það finnst mér svo sannarlega ekki. Það er þörf fyrir femínismann í okkar samfélagi, en eins og í öllu öðru eru til öfgakennd dæmi. Þegar manneskjur sem kenna sig við femínisma halda því fram að annað kynið ætti að vera öðru æðra, stígur sá hinn sami út fyrir merkingu hugtaksins í eðli sínu. Það að mótmæla því að jólasveinarnir séu karlkyns er til dæmis í sjálfu sér ekki tengt femínisma. Það að þú sért femínisti þýðir ekki að þú sért á móti klámvæðingunni, það þýðir ekki að þú viljir afnema kynbundin orð í tungumáli okkar, það þýðir ekki að þú sért með kynjakvótanum í Gettu Betur, heldur þýðir það aðeins að þú gerir þér grein fyrir því að kynin séu ekki jöfn, og að það sé eitthvað sem þarf að laga. Ekki láta ringlaðar kvenrembur skemma fyrir ykkur femínismann, myndum okkar eigin skoðanir út frá staðreyndunum. Kæri lesandi, ef að þú telur þig enn ekki vera femínista eftir að hafa lesið þetta, stangast siðferðiskennd þín svo sannarlega á við mína. María Rós @sjomla1
HEILSUHORN DODDA Í fyrra var ég svolítið aumingjalegur 9. bekkingur sem gerði fátt annað en að spila tölvuleiki alla daga. Þetta breyttist hinsvegar allt með kynnum mínum af íþróttinni CrossFit. Þegar ég byrjaði í CrossFit heillaðist ég strax af þessum holli lífsstíll sem flestallir iðkendur þarna höfðu helgað líf sítt. Allir voru svo hressir, góðir og ég tala nú ekki um vel útlítandi. Fátt er kynþokkafyllra en Annie Mist að taka nokkrar hellaðar handstöðupressur úti á gólfi. Í dag tel ég mig lifa nokkuð heilsusamlega. Ég borða ekki hvítt hveiti og tek ég stundum tarnir þar sem ég borða heldur ekki sykur. Einnig stunda ég íþróttir af krafti og hef gert um nokkurt skeið. Þetta er erfitt en ég hef fundið hvað þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir líkamlega jafnt sem andlega heilsu mína.
Íþróttaiðkun Hagskælinga Iðkun íþrótta bætir manninn og er hún mikilvægur og stór hluti heilsusamlegs lífsstíls. Hagaskóli er mikill íþróttaskóli og hefur hann getið af sér ófáa afreksmenn í íþróttum. Innan hópsins sem stunda íþróttir er mikil $ölbreytni og hér verður rennt yfir helstu íþróttagreinar Hagskælinga.
Sund Hagaskóli á marga góða sundmenn sem synda eins og brjálæðingar 22 tíma vikunnar. Búningur sundmanna er oft nokkuð fyndinn en samanstendur hann af lítilli, þröngri Speedo skýlu, sundhettu og skemmtilega þröngum sundgleraugum. Sundmaðurinn er oftar en ekki þessi „holla” týpa og ég ber mikla virðingu fyrir þessu fólki. CrossFit Ég stunda CrossFit af krafti og hef ekkert nema fallega hluti að segja um þá íþrótt. Einhver neikvæð um$öllun hefur verið í gangi um CrossFit í nokkurn tíma og er það ekki eitthvað sem Doddi er ánægður með. Í CrossFit er lögð áheyrsla á styrk, snerpu og þol og eins og sést á fólkinu sem stundar CrossFit skilar þetta árangri. Reyndar er CrossFit ekki viðurkennd íþrótt en Dodda finnst það fáránlegt og ákvað því að $alla um það hér. Borðtennis Síðan skólinn tók upp á því að setja borðtennisborð í allra bekkja álmuna hefur kviknað mikill áhugi á borðtennis meðal Hagskælinga. Nemendur tíunda bekkjar stunda þessa íþrótt þó umtalsvert meira en nemendur annarra árganga og bíðum við spennt eftir að finna nýjan Chiang Peng-lung innan raða nemenda.
Fótbolti Fótboltaiðkun er mikil meðal Hagskælinga og sækja þeir æfingar hjá KR (allavega sannir Hagskælingar). Í matarhléi kíkir Hagskælingurinn gjarnan út í fótbolta, enda fátt betra en að fá holla og góða hreyfingu á milli þess að sitja inni í skólastofu. Handbolti Handbolti er einnig íþrótt sem er mjög áberandi hjá nemendum innan skólans. Mikill metnaður er í handboltanum og veit ég fátt skemmtilegra en að skella smá harpixi á fingurna og kasta á milli. Tíundi bekkur Hagaskóla virðist hins vegar ekki vera nógu duglegur við handboltann og skýring þess er líklega gríðarlegur áhugi á fótbolta. Körfubolti Körfubolti er líklega sú íþrótt sem Hagskælingar skara mest fram úr í. Það sést m.a. í því að Hagaskóli valtar oftast yfir Valhúsaskóla á Hagó-Való deginum. Meirihluti tíunda flokks KR í körfubolta er Hagskælingar og eru þeir langbestir í sinni deild. Einnig má þess geta að þeir hafa ekki tapað leik í $ögur ár!
10
Sigurlið Hagaskóla í Skólahreysti
Finnsi fel Mikilvægur hluti af heilsusamlegum lífsstíl er auðvitað mataræði, hvað skal borða? Auðvitað er það alls ekki auðvelt að borða hollt þar sem hollur matur er gjarnan í verri kantinum, upp á bragðlaukana að gera. Félagi okkar býr hins vegar yfir mörgum leyndarmálum um það hvernig á að gera góðan og hollan mat. Við plötuðum hann til að deila einni magnaðri uppskrift með okkur, þessi félagi okkar er auðvitað hann Finnbjörn Flosi. Snickershrákaka Hrákaka Finnsa er algjört lostæti og frábær leið til að fullnægja sykurþörfinni sem læðist að þeim sem hafa tekið þá skynsamlegu ákvörðun að hætta að borða nammi. Enginn sykur er í þessari ljúffengu köku þótt nafnið gefi annað til kynna. Botninn -200 gr. döðlur, lagðar í bleyti í 10 mín. -100 gr. möndlur -100 gr. kókosmjöl -½ tsk. vanilluduft eða dropar Byrjið á því að mauka möndlunar í matvinnsluvél og hitt sett út í á eftir. Þessu er síðan þrýst niður í kökuform sem er klætt með bökunarpappír. Sett í frysti í 10-15 mín. Þá er botninn tekinn út og lífrænu, grófu hnetusmjöri smurt yfir. Sett aftur inn í frysti meðan súkkulaðið er búið til. Súkkulaðið: -1 dl. kókosolía -1 dl. hreint hrákakó (lífrænt) -½ dl. agave-síróp Kókosolían er brædd yfir vatnsbaði og síðan er hinu hrært saman við. Hella skal súkkulaðinu yfir botninn. Óttar Kolbeinsson Proppé @ottarkp98 Viktor Örn Ásgeirsson @viktoor98
11
SAMFÉLAGSMIÐLAR Undanfarið ár hefur fólk í vaxandi mæli snúið baki við stærsta félagsmiðlinum, Facebook. Doddi telur að það sé vegna aukins #ölda ættingja á miðlinum en ekki er hægt að fullyrða um það.
Foursquare Foursquare er uppáhalds samfélagsmiðill fólks með barnagirnd og hefur líka verið nefndur montmiðillinn. Miðillinn gengur út á það að skrá sig inn á ýmsum stöðum, svo sem kaffihúsum, veitingastöðum eða þínu eigin heimili. Markmið flestra sem nota miðilinn er að verða ,,mayor” eða borgarstjóri á sem flestum stöðum. Annar höfundur greinarinnar er ,,mayor” í Hagaskóla. Það verður að teljast áhugavert að þótt að flestum þyki miðillinn tilgangslaus halda þeir áfram að nota hann.
Instagram Instagram er eflaust einn vinsælasti samskiptamiðill nemenda í Hagaskóla. Hann virkar svoleiðis að þú tekur ferkantaðar myndir, bætir svokölluðum ,,filterum” við myndirnar sem að draga fram ákveðinn blæ í myndunum, skrifar síðan texta við myndina og bætir ef til vill nokkrum myllumerkjum við. Það er allur gangur á gæðum myndanna en fólk notar oft önnur forrit en Instagramið sjálft til að myndin njóti meiri vinsælda. Algengt myllumerki miðilsins er #nofilter. Það gefur til kynna að ekki hafi verið átt við myndina með neinum hætti. Höfundar standa í þeirri trú að það sé ein algengasta lygi í netheimum í dag. 12
Twitter Twitter, eða hreiðrið eins og innfæddir kalla það, er án efa sá samfélagsmiðill sem hefur vaxið mest í vinsældum á þessu ári. Það sem Twitter hefur fram yfir aðra miðla er málefnaleg umræða, minni áhersla á ánægju fólks með tístin, og það að þú getur verið hreinskilnari með skoðanir þínar heldur en á öðrum miðlum. Ástæðan er að ekki er víst að allir sjái allt enda eru meiri líkur á því að tístið þitt falli inn í (öldann. Doddi vill ekki að fólk komi með óþarfa tíst sem veitir fólki óþarfa upplýsingar eða eitthvað sem Dodda er nokkurn veginn sama um. Það kallar Doddi drit og drithöfundar eru þeir sem tísta þeim. Undanfarna mánuði hefur átt sér stað twittervæðing. Hún lýsir sér þannig að það hefur orðin mikil (ölgun tístara í hreiðrinu og innfæddir telja að margir af þeim séu drithöfundar. Inn á milli leynast þó gulltístarar sem Doddi tekur fagnandi á móti.
Snapchat Snapchat er mjög áhugaverður samfélasmiðill og hefur verið mikið í þjóðfélagsumræðunni. Á Snapchat finnast margar týpur. Við ætlum okkur ekki að $alla um þær allar en sumar eru skemmtilegri en aðrar. Ein týpan er sú sem er að skrifa ævisögu sína á Snapchat. Hún lætur Snapchat vini sína vita þegar hún er að snyrta sig, fara út, hvað hún gerir úti, með hverjum hún er úti, og loks þegar hún kemur heim og segir svo oft að henni leiðist og apar loks eftir ,,snap me” týpunni. Annar höfundanna hefur þurft að ,,blokka” tvær svoleiðis týpur. Þekktasta týpan er án efa sjálfsmyndatýpan. Hún sendir þér myndir af undurfagurri snoppu sinni án ástæðu og skilur þig eftir í óvissu. Loks er það týpan sem tekur skjáskot af öllu. Hún hefur óendanlega áhuga á öllu sem þú gerir á Snapchat og vill endilega geta nálgast myndirnar allan sólarhringinn. Doddi telur að þær séu að svindla á leiknum sem Snapchat er. Snapchat á sér sína myrku hlið. Þá komum við að mikilvægu viðfangsefni:
Nekt á samfélagsmiðlum Með tilkomu Snapchat hefur borið á því að fólk sé að senda myndir af mjög persónulegum líkamshlutum. Fólk stendur í þeirri trú að myndirnar sem það sendir birtist bara í nokkrar sekúndur en það er sjaldan raunin. Það eru svo óendanlega margar leiðir til að geyma þær og þá er komin hætta á að þær dreifist. Doddi skilur samt alveg að þú getir verið rosalega ánægð/ur með flottu magavöðvana þína sem þú ert búin/nn að vinna í mjög lengi en þú verður þá að treysta viðtakandum. Doddi mælir heldur ekki með því að birta vafasamar myndir/myndbönd á miðla eins og Instagram, Vine og fleiri. Sverrir Arnórsson @sverrirarnors Viktor Örn Ásgeirsson @viktoor98
VALHÚSASKÓLI Valhúsaskóli er menntastofnun, starfrækt í litlu bæjarfélagi á Íslandi sem kallast Seltjarnarnes. Einhverra hluta vegna hefur okkur Hagskælingum verið kennt það frá því að við vorum kornunung að eðlilegt væri að hafa mikla andúð á Valhýsingum. Hvers vegna er það? Ég stórefa að allir Valhýsingar séu félagslega vanhæfir, eða að þeir séu sérstaklega vondar manneskjur, en við Hagskælingar eigum einfaldlega litla samleið með þessum ,,neslýð.” Ég hef rannsakað lifnaðarhætti þessara undarlegu lífvera undanfarið og lært margt um þessar litríku ,,skepnur”. Það kom mér á óvart hversu fordómafull þau eru í garð Hagskælingsins. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera vegna afbrýðissemi og minnimáttarkenndar, þau hafa jú tapað HAGÓ-való deginum þrjú ár í röð. Eftir mörg töp í röð hefur vonleysið greinilega tekið völdin og stefnt dómgreind þeirra í þrot. Þau halda líka að þau séu eitthvað sérstök, þess vegna þurfum við að minna þau á það á hverju ári að við höfum mikla yfirburði á öllum sviðum sem skipta máli. Það góða við ofvaxna egóið þeirra er þó án efa hrikalegu vonbrigðin sem þau verða fyrir í hvert sinn sem við völtum yfir þau. Það er nefnilega fátt sem gleður Hagskælinginn meira en væl, grátur og áþreifanlegur aumingjaskapur Valhýsingsins. Ég ákvað að spyrja Valhýsingana nokkurra spurninga á ferðum mínum um hrjóstrug heimkynni þeirra og er hægt að læra margt undarlegt af svörum þeirra. Til að byrja með þá svaraði sagði einn þeirra að hinn týpíski Hagskælingur væri eins og ákveðinn Valhýsingur. Þessi Valhýsingur sem hún á við er Valhýsingur. Það er einfaldlega svívirðilegt hneyksli að segja að hinn týpíski Hagskælingur sé eins og einn af Valhýsingunum.
Flestir voru haldnir þeim ranghugmyndum að Való myndi vinna Hagaskóla í ár, það er ekki orðanna virði að útskýra hversu vitlaust það er, svo ég ætla bara að sleppa því. Eitt sem einkennir Valhýsinginn sem var áður óþekkt er að hann segist helst vilja tár munaðarleysingja út í ísinn sinn. Ég meina hversu siðlaust er að láta sér detta svoleiðis í hug.
Benni (leiðtoginn) Hvað er það besta við Hagaskóla? ,,Það besta við Hagaskóla er klárlega allt yndislega og síkáta fólkið sem myndar hann.” Hvað er það versta við Hagaskóla? ,,Það versta við skólann hlýtur að vera hversu mörg þið eruð.” Hvernig er hinn týpíski Hagskælingur? ,,Hinn týpíska Hagskæling er erfitt að finna, vegna þess hve skólinn er (ölbreyttur, en líklega væri það einhver sem er ávallt hress og flottur. Það eru a.m.k. allir Hagskælingar sem ég þekki.” Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Hagaskóli? ,,Hvernig Való er að fara að rústa hagó á hinum víðfræga Való-hagó degi á næsta ári #prayforHagó.” Hvað færðu þér út í bragðarefinn? ,,Hnetusmjör, jarðaber og Mars/Snickers/Tromp #MaxHaxxx.”
14
Helena Rut
Sædís Lilja
Hvað er það besta við Hagaskóla? ,,Ömm svona það fyrsta sem mér dettur í hug er bara hvað það er fáránlega mikið af vingjarnlegu og hressu fólki þarna, allt frábærir krakkar!”
Hvað er það besta við Hagaskóla? ,,Æðislegir krakkar og það er WIFI.”
Hvað er það versta við Hagaskóla? ,,Hvað þið eigið efnilega krakka í t.d. kappáti og fleira og rúllið alltaf upp VALÓ-hagó en við Valhýsingar erum búin að vera að æfa stíft fyrir næstu keppni og ætlum að taka þetta.” Hvernig er hinn týpíski Hagskælingur? ,,Hagskælingar þekkjast á fegurð þeirra.” Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Hagaskóli? ,,Höll.” Hvað færðu þér út í bragðarefinn? ,,Þú ætlar að fá þér svona næst þegar þú splæsir í ís, kiwi og piparbrjóstsykur. Það er fáránlega gott.”
Hvað er það versta við Hagaskóla? ,,Þið eruð ekki með nemendaráð.” Hvernig er hinn týpíski Hagskælingur? ,,Nördi eða stelpa með STÓR brjóst!.” Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Hagaskóli? ,,Sætir strákar og skemmtilegt fólk.” Hvað færðu þér út í bragðarefinn? ,,Jarðaber , oreo og snickers.”
Björgvin Hvað er það besta við Hagaskóla? ,,Það er endalaust mikið af meisturum í Hagaskóla.”
Geir Zoega Hvað er það besta við Hagaskóla? ,,Myndin af föður mínum, Geir Magnúsi Zoega. Hún er afar falleg.”
Hvað er það versta við Hagaskóla? ,,Það er allt, allt of mikið af krökkum!” Hvernig er hinn týpíski Hagskælingur? ,,Allt annað en Denis #drjoli.”
Hvað er það versta við Hagaskóla? ,,Þjófavarnarkerfið, hljóðið er svo hátt.”
Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Hagaskóli? ,,DENIS.”
Hvernig er hinn týpíski Hagskælingur? ,,Þegar maður hugsar um hvað allir í Hagaskóla eiga sameiginlegt þá er það það að allir í Hagaskóla eru Hagskælingar. Já, Það er svarið! Hinn týpíski Hagskælingur er í Hagaskóla.”
Hvað færðu þér út í bragðarefinn? ,,Snickerskurl, Oreo, smartís og karmellusósu.”
Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Hagaskóli? ,,Leibbi Þonn.” Hvað færðu þér út í bragðarefinn? ,,Oreo, Daim og tár munaðarleysingja.”
Bjarni Ármann Atlason @bjarniatlason Karl Valgeir Kvaran @si!aspell
15
HEIMSÓKN LETTA Í síðustu viku októbermánaðar fékk 10. BPJ ánægjulega heimsókn frá ungum lettneskum ferðalöngum. Heimsóknin gekk út á verkefni þar sem stærðfræði og leikir tengdust saman. Þótt við höfum verið áköf í að læra, eyddum við mest um tímanum í að skemmta okkur og sýna gestunum fallega landið okkar. Lettarnir komu kappklæddir á laugardagsmorgni beint frá Keflavík og út í Hagaskóla. Þar beið BPJ bekkurinn spenntur með morgunverðarhlaðborð fullu af uppáhalds mat Hagskælinga, þ.e.a.s trendmat. Allir fengu að hitta herbergisfélagann sinn og kynntust betur með leikjum sem Íris Sævars & co sáu fyrir. Krakkarnir stóðu undir öllum væntingum og BPJ stelpurnar voru síður en svo vonsviknar yfir útliti karlpeningsins. Sumar voru grimmari en aðrar, ég segi ekki meira. Hápunktur ferðarinnar var vafalaust Bláa lóns ferðin. Allir Lettarnir tóku myndir af vægast sagt öllu, enda aldrei séð neitt þessu líkt áður. Á meðan Íslendingarnir reyndu að berjast gegn kuldanum inni í rútu voru hinir æsispenntir úti með trefla og myndavélar. Greyin voru bókstaflega með grýlukerti á nefinu eftir nokkur myndatökustopp, en samt sem áður virkilega ánægð. Síðasta kvöldið fórum við á uppáhalds afmælisveitingastað Íslendinga, Hamborgarafabrikkuna. Þar var mikið hlegið, borðað og ég sá ekki betur en það leyndust nokkur tár á hvörmum stúlknanna í hópnum. Eftir nokkrar klukkustundir fóru allir heim að ná í farangurinn og fórum svo öll aftur út í Hagaskólann okkar í kveðjustund. Ég hika ekki við að segja að þetta hafi verið mjög tilfinningaþrunginn hálftími í matsalnum. Það var knúsað, sungið, kysst og farið með ástarjátningar. BPJ á án vafa sinn skammt af dramadrottningum. Þegar rútan keyrði fyrir framan skólann tókum við eitt stórt hópknús og héldum sorgmædd út að kveðja alla endanlega. Ég vil taka frá örlitla málsgrein til þess að lýsa yfir ást minni á bekknum mínum, BPJ og þessum yndislegu krökkum frá Lettlandi. Þetta voru skemmtilegustu dagar vetrarins og ég myndi gera margt til að fá þá aftur og nýta þá ennþá betur. 14
En svo er náttúrulega það besta eftir, í vor fer BPJ til Lettlands!! Ég hvet yngri árganga endilega til þess að ræða um svona við umsjónarkennarann sinn því þetta er án efa með því besta sem hefur gerst öll mín ár í Hagaskóla. Með þessu lýk ég þessari grein í bili. Aldrei að vita hvort það komi önnur í vor. Já, og svo er myllumerkið #icelandandlatvia á Insta ef þið viljið sjá myndir úr heimsókninni. Birta Birgisdóttir @bokaperri
SAMKEPPNI LÍFSINS Í þessari grein ætla ég aðallega að #alla um samkeppni lífsins á alnetinu þó að hún sé svo sem allstaðar. Hugsum um tilveruna í víðara samhengi. Reynum að einblína á samkeppnina í lífinu. Hvaða samkeppni? Samkeppnina um hver er best/ur í íþróttum, með hæstu einkunnirnar, eða hver eigi flottasta símann? Samkeppnina um hver eigi bestu vinina, flottustu fötin, borði girnilegasta matinn eða hver er með flest like á forsíðumyndina? Lífið er ein stór samkeppni og að mínu mati mun það ekki breytast. Við erum stanslaust að keppast við annað fólk um fáránlegustu hluti. Nú á dögum birtist þessi samkeppni og gífurlega sýniþörf mest á alnetinu. Sumir ganga svo langt á sýniþörfina að bera sig en ég ætla ekki að fara út í þá sálma. Eina manneskjan sem ég þekki sem hefur ekki sýnt þessi einkenni er bekkjarbróðir minn Kjartan Skarphéðins. Hann er flott fyrirmynd og má fólk dæma hvort hann skorti eitthvað í lífið en sýnist mér svo ekki. Lífið er farið að snúast um að ná mynd af þessu frábæra lífi þínu en ekki að upplifa það sjálf/ur. Áður en þú tekur mynd af blaðinu skaltu pæla aðeins í því hversu litlu máli það skiptir fyrir aðra og að sumu leyti þig. Ert þú ein af þeim manneskjum sem fær stundum þá þörf að skipta um forsíðumynd. Skella inn nýju tweeti. Setja mynd á ,,My Story” á Snapchat. Já, ég líka. Því miður er sú staðreynd að flestum er nokkuð sama hvað þú fékkst þér á Te og kaffi í gær. Flestum er sama að þú eigir Fifa 14 og þar að leiðandi líka að þú hafir fengið þér sushi i kvöldmat. Ég ætla ekki að alhæfa neitt og auðvitað eru margir mjög áhugasamir og þeir sömu skella örugglega einu like-i á myndina. Við erum like-kynslóðin. Við nærumst á like-um, snapchatmyndum o.fl. álíka. En lífið er svona nú á dögum. Fólk dæmir þig jafn mikið eftir því hvernig persónu þú
býrð til fyrir þig á internetinu og hvernig þú kemur fram í alvörunni. Best er að ganga milliveginn, krakkar. Ég held hvað sem við reynum muni enginn vinna þessa endalausu keppni sem við erum öll orðin hluti af. Allir eru að reyna sitt besta til að skara fram úr, vera öðruvísi en hægt og rólega byrja allir að líkjast hver öðrum og enda aftur á byrjunarreit. Vandinn er samt sá að það er erfitt að sleppa frá þessari tækniöld. Það er nauðsynlegt að vera á a.m.k. einum samskiptamiðli til þess að halda sér á floti í mannlegum samskiptum. Hinir ýmsu hópar, samtök eru t.d. á Facebook og þar skapast oft umræður um fundi eða æfingar sem þeir sem eru ekki á Facebook myndu missa af. Fólk sem á ekki einu sinni vefpóst held ég að hljóti að búa í helli í Esjunni. Með þessari grein var ég ekki að segja þér að hætta að setja inn myndir á Instagram eða eyða Facebookinu þínu. Ég er bara að varpa ljósi á staðreyndir og reyna að búa til skýra mynd í kollinum á mér af hverju ég hafi verið að skipta um forsíðumynd? Því miður er ég bara vælandi Hag-skæl-ingur sem er að reyna að sætta sig við lífið og tilveruna. Sólveig María Gunnarsdóttir @solveigmariag
17
ÁRAMÓTAUPPGJÖR HAGASKÓLA Arnór Hermannson
Una Schram
Við tókum körfuboltakónginn að sjálfsögðu tali og spurðum hann spjörunum úr. Árið var að vana virkilega viðburðaríkt hjá þessum fagmanni og getið þið lesið allt um það hér fyrir neðan.
Við í Dodda komum að Unu nokkurri Schram þar sem hún sat í matsalnum með nokkrum vinkonum sínum. Hún var fús að leyfa okkur að taka stöðuna á árinu hennar, enda í sérstöku uppáhaldi hjá okkur í Dodda.
Hvað stóð uppúr árinu 2013 hjá þér? ,,Ég varð Íslandsmeistari í körfubolta, eins og venjulega”.
Hvað stóð uppúr árinu hjá þér? ,,Þegar ég fór til Danmerkur og sumarið.”
Hvað var það sem kom þér mest á óvart árið 2013? ,,Að við* unnum Hroll.” Besta plata/plötur ársins 2013? ,,Magna Carta… Holy Grail.” Besta kvikmynd ársins 2013? ,,Django Unchained.” Hagskælingur ársins? ,,Jakob ,,Mohammed" Birgisson.” Ball ársins? ,,Haustballið.” Par ársins? ,,Tómas og Viktoría.“ Hneyksli ársins? ,,Una Guðný og Fannar Guðni.”
Hvað var það sem kom þér mest á óvart árið 2013? ,,Það breyttist allt svo mikið.” Besta plata/plötur ársins? ,,Born to die með Lönu del Rey.” Besta kvikmynd ársins? ,,Great Gatsby.” Hagskælingur ársins? ,,María Celeste.” Par ársins? ,,Mariane og Kristján Eldur.” Hetja ársins? ,,Hundur sem bjargaði fólki.” Lag ársins? ,,BTSTU með Jai Paul.”
Facebook legend ársins? ,,Kristján Ari.”
Viltu segja frá einhverju markverðu frá árinu 2013? ,,Ég er búin að breytast mjög mikið og ég er ánægð með það.”
Lag ársins? ,,23 með Miley Cyrus.”
Við þökkum Unu kærlega fyrir þetta innlegg og vonum að næsta ár verði jafn unaðslegt og 2013 var.
Við þökkum Arnóri fyrir þetta og vonum að nýja árið verði sem ánægjulegast.
18
Breki Þór
Matthea
Það var margt og mikið sem Breki Þór hafði að segja um árið, og auðvitað eitthvað um valdabaráttuna miklu. Við náðum tali af honum þar sem hann stóð fyrir utan Borgarleikhúsið og gaf eigihandaráritanir.
Ljúflingurinn og nýliðinn Matthea Lára settist á móti okkur með bros á vör tilbúin í spurningar ársins. Hún svaraði þeim listilega þrátt fyrir erfiði. Förum yfir árið með Mattheu.
Hvað stóð uppúr árinu 2013 hjá þér? ,,Þegar við unnum Hroll.”
Hvað stóð uppúr árinu hjá þér? ,,Að byrja í Hagaskóla og sumarið.”
Besta plata/plötur ársins 2013? ,,Nýja platan með Eminem, The Marshall Mathers LP2. Hún er f**king góð.”
Hvað var það sem kom þér mest á óvart árið 2013? ,,Að við komumst ekki áfram á Hrolli.”
Hagskælingur ársins? ,,Jakob Mohammed Birgisson.” Hneyksli ársins? ,,Þegar Dagur Logi skeit í 10. bekkjar álmunni.” Kona ársins og fyrir hvað? ,,Brynhildur Melot fyrir að koma ómáluð í skólann.”
Besta kvikmynd ársins? ,,We’re the millers.” Hagskælingur ársins? ,,Mér finnst það vera hún Katla.” Par ársins? ,,Marý og Kristján.”
Hetja ársins og fyrir hvað? ,,Arnór, fyrir að taka að sér 3 munaðarlausa hunda.”
Hneyksli ársins? ,,Hrollur ekki spurning, var rosalega svekkt eftir úrslitin.”
Bók ársins? ,,Ævisaga Sir Alex Ferguson, Sir Alex”
Maður ársins? ,,Pabbi minn fyrir að vera svona þolinmóður.”
Rusl ársins? ,,Búningurinn hans Denis á Halloween-ballinu.”
Hetja ársins? ,,Katla fyrir að hafa tekið tapinu á Hrolli svona vel.”
Við þökkum Breka fyrir þetta og óskum honum farsældar á komandi ári.
Facebook legend ársins? ,,Ragna Birna.” Lag ársins? ,,My nigga er alltaf klassískt.” Rusl ársins? ,,Balletsýningin okkar, við skitum upp á bak.” Við þökkum Mattheu kærlega fyrir að deila þessu greinilega viðburðarríka og frábæra ári með okkur.
19
Dagur Logi
Kata K.
Við tókum fótboltakappann og golfmeistaranum Dag Loga tali þar sem hann sat í matsalnum og snæddi slepjulegan graut.
Leið okkar lá að borði 10. bekkinganna þar sem Katrín K. Karlsdóttir sat í öllu sínu veldi. Við rétt svo náðum henni í smá spjall um árið hennar.
Hvað stóð upp úr árinu 2013 hjá þér? ,,Þegar ég varð bikarmeistari í fótbolta.”
Hvað stóð uppúr árinu hjá þér ? ,,Sumarið fgts.”
Hvað var það sem kom þér mest á óvart árið 2013? ,,Að QPR féllu úr ensku úrvalsdeildinni.”
Hvað var það sem kom þér mest á óvart árið 2013? ,,Að Jakob og félagar hafi unnið Hroll.”
Besta kvikmynd ársins 2013? ,,The Great Gatsby.”
Besta kvikmynd ársins? ,,The Smurfs 2.”
Par ársins? ,,Breki Þór og Halla Sigríður.”
Hagskælingur ársins? ,,Katla Ómarsdóttir.”
Hneyksli ársins? ,,Þegar Breki Þór teipaði sig nakinn aftan á vörubíl fyrir 5000 kall.”
Par ársins? ,,Þórdís og Theo.”
Kona ársins og fyrir hvað? ,,Mamma Arnórs fyrir að koma öllum Vesturbænum í form.” Hetja ársins og fyrir hvað? ,,Gunnar Orri fyrir að gera ekki rassgat.”
Hneyksli ársins? ,,Að við komumst ekki áfram í Borgarleikhúsið auðvitað fgts.” Maður ársins? ,,Sigmundur Davíð, fyrir að vera til.”
Bók ársins? ,,Syrpa nr. 222.”
Hetja ársins? ,,Starfsmaðurinn á Dominos fyrir að setja alltaf extra mikla kantolíu á pítsuna mína.”
Lag ársins? ,,Counting Stars með One Republic.”
Facebook legend ársins? ,,Sveinn Þór.”
Rusl ársins? ,,Breki Þór.”
Lag ársins? ,,We can’t stop með Miley Cyrus.”
Atvik ársins? ,,Þegar landsliðsþjálfarinn rak Denis heim af landsliðsæfingu fyrir að vera ekki með legghlífar.”
Rusl ársins? ,,00 og 99 módelin, fyrir að fara í 10. bekkjarálmuna.”
Við þökkum Degi fyrir þetta og óskum honum alls góðs á komandi ári.
20
Við erum Katrínu þakklát fyrir innlegg hennar í áramótauppgjör Doðrantsins og óskum henni auðvitað alls hins besta á komandi ári.
María Celeste
Axel Sigurðarson
Við gerðum upp árið með Maríu að gefnu tilefni, þessi áhugaverði og vægast sagt yndislegi Hagskælingur sagði okkur frá því helsta sem stóð upp úr árinu hjá henni.
Axel er eðal Hagskælingur af bestu gerð, hann er eldklár, %allmyndarlegur og frábær í fótbolta. Það segir sig því sjálft hvers vegan við tókum hann tali og hvers vegna þið ættuð að lesa allt sem þessi frábæra fyrirmynd hafði að segja.
Hvað stóð uppúr árinu 2013 hjá þér? ,,Skrekksatriðið, þótt við höfum ekki komist áfram.” Hvað var það sem kom þér mest á óvart árið 2013? ,,Hvað sumarið var lélegt.” Hagskælingur ársins? ,,Bjarni Ármann Atlason.” Maður ársins? ,,Ryan Gosling.” Kona ársins? ,,Miley Cyrus.” Facebook legend ársins? ,,Jakob ,,Mohammed" Birgisson.” Lag ársins? ,,Undressed með Kim Cesarion.” Atvik ársins? ,,Þegar ég frétti að ég væri að fara til Noregs.” Við þökkum Maríu kærlega fyrir þetta og óskum henni alls þess besta á komandi ári.
Hvað stóð uppúr árinu 2013 hjá þér? ,,Bikarmeistaratitillinn.” Besta plata/plötur ársins 2013 ,,True með Avicii.” Besta kvikmynd ársins 2013? ,,Catching Fire.” Hagskælingur ársins? ,,Klárlega ég.” Hneyksli ársins? ,,Að Valdabaráttan hafi unnið Hroll.” Kona ársins? ,,Mamma mín.” Hetja ársins? ,,Slökkviliðsmaðurinn sem bjargaði kettinum.” Lag ársins? ,,Wake me up.” Rusl ársins? ,,Liverpool, með Luis Suarez í fararbroddi.” Við þökkum Axel fyrir þetta og óskum honum alls góðs á komandi ári.
21
JÓLAHORN DODDA Jólaviðtal Rögnu Eins og margir vita þá fer nú að líða að jólum. Og við í Dodda elskum jólin og undirbúning fyrir þau. Kata og Katla ákváðu að bregða sér á fund Rögnu Birnu Ægisdóttur jólabarns og nemanda í Hagaskóla og spyrja hana nokkurra spurninga. Sæl Ragna, hvernig leggst jólaundirbúningurinn í þig? Elskurnar mínar það er langt síðan jólaundirbúningurinn byrjaði á mínum bæ og ég elska hann alltaf meira og meira með hverju árinu. Hvenær byrjar þú að hlakka til jólanna? Þegar ég kom frá Vestmannaeyjum í ágúst og hitti Kötlu vissi ég að jólin væru að koma. Hvar kaupir þú jóladressið? Í ár var kjóllinn keyptur úti í Florida en ég held samt mest uppá Litlu jólabúðina. Hvers óskar þú þér í jólagjöf? Málverk af Vestmannaeyjum. Katla gerir mikið grín að því en ég er hrein og bein eyjapæja, náttföt og auðvitað ást og umhyggju. Ertu með einhver ráð fyrir jólaskreytingar? Ég tek nú seríurnar aldrei niður. Þær eru ómissandi og aldrei of margar. En passið ykkur að hafa þær í jólalegum lit, hvítum, rauðum eða grænum. Ég mæli eindregið með Litlu jólabúðinni. Þar getið þið gert kostakaup til að lífga aðeins upp á herbergin ykkar yfir hátíðarnar. Svo er það auðvitað IKEA, ég fer alltaf þangað í byrjun nóvember með múttu minni og við bara missum okkur í jólalandinu. Hvert er uppáhalds jólalagið þitt? ,,Þú komst með jólin til mín”, ekki spurning. Áttu þér uppáhalds smákökusort? Já, það máttu bóka. Piparkökur eru alltaf í fyrsta sæti, en dropakökurnar eru einnig ómissandi. Við höfum heyrt að þú sért lunkin í að skreyta piparkökur, hvað er leyndarmálið á bak við þann hæfileika? Ég átti alltaf í samkeppni við hann afa minn þegar
22
ég var yngri, ætli það hafi ekki verið keppnisskapið sem ýtti mér áfram í þessu hobbíi. Hver er eftirlætis jólasveinninn þinn? Kertasníkir. Þegar ég var lítil langaði mig alltaf í styttu sem amma mín og afi áttu. Kertasníkir stal henni fyrir mig og gaf mér hana í skóinn. Að lokum, hver kemur með jólin til þín? Það er hún Katla sem kemur með jólin til mín. Við í Dodda þökkum Rögnu Birnu kærlega fyrir þetta og óskum henni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Tveir harðir Er kominn tuttugasti desember og jólaskapið hefur ekki látið sjá sig? Hvert fór jólaandinn? Hvað skal taka til bragðs? Doddi er með ófá ráð handa þér. Eitt af þeim ráðum er að finna jólabörn Hagaskóla. Doddi náði tali af Sigurði og Mikael sem voru í óðaönn að undirbúa jólin saman. Blessaðir félagar S&M: Hæ. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort þið gætuð gefið okkur einhverjar baksturshugmyndir, svona rétt fyrir jólin? M: Auðvitað. Við vorum rétt í þessu að baka lakkrístoppa, við köllum þá: ,,harðir að utan, mjúkir að innan.” Þeir eru frekar venjulegir en þetta sæta bragð sem kitlar bragðlaukanna fær mig alltaf til að baka meira. S: Ó Mikael, lakkrístoppar eru svo ,,döll.” Það er yndislegt að prófa eitthvað nýtt. Ég sjálfur tók mig til og gerði tilraun með pipar perlukúlur. Pipar perlukúlur eru nýjung hjá Nóa Siríus sem ég gat ekki staðist að prófa að baka úr. Útkoman kom skemmtilega á óvart en kökurnar eru ekki fyrir alla. M: Já þetta er góð viðbót við alla smákökuflóruna sem kemur í kringum jólin. Segið mér strákar, byrjið þið alltaf snemma á jólaundirbúningnum? S: Venjulega byrja ég þegar fyrsti jólasnjórinn fellur í desember. Í ár fékk Mikki mig til þess að byrja að stússast í þessu þegar snjórinn byrjaði að falla í nóvember. Allt varð svo jólalegt að ég réð ekki við mig. M: Ég byrja þegar jólaskapið hellist yfir mig. Það sjá það kannski ekki allir á mig en ég er hið mesta jólabarn. Eruð þið með ráð fyrir þá Hagskælinga sem eru ekki enn þá komnir í jólaskap? M: Fyrir þau grey sem ekki eru komin í jólaskap nokkrum dögum fyrir jól, er sniðugt að kaupa sér jóladagatal. Ég mæli með súkkulaðidagatali. Þótt að flestir dagarnir séu þá liðnir er gaman að opna þá og gæða sér á súkkulaðinu þrátt fyrir allt. S: Já svo er hægt að skella upp jólaseríum, skreyta og horfa á eina klassíska jólamynd. Það ætti að koma hverjum sem er í gírinn. Við í Dodda þökkum þessum prýðispiltum fyrir góð ráð.
Lakkrístoppar; harðir að utan mjúkir að innan 3 eggjahvítur 200 gr. púðursykur (hægt er að hafa helminginn venjulegan sykur og hinn helminginn púðursykur) 150 gr. rjómasúkkulaði 2 litlir pokar súkkulaðihúðað lakkrískurl Aðferð: Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið púðursykrinum við og þeytið áfram þar til sykurinn er alveg horfinn. Bætið söxuðu súkkulaði og lakkrískurli við. Setjið með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakið við 175° í 12-14 mínútur. Ráð frá Sigurði: Fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi þá er hægt að skipta út lakkrískurlinu yfir í karamellukurl. Það sem þarf að passa er að baka kökurnar ekki á of háum hita en kurlið verður of hart ef það er gert.
Pipar perlukúlur Uppskrift ca. 40 stk 2 eggjahvítur 125 g sykur 60 g pipar perlur frá Nóa Síríus 100g rjómasúkkulaði til að hjúpa undir kökurnar Aðferð: Pipar perlukúlurnar eru skornar í nokkra bita og síðan muldar smátt í matvinnsluvél. Eggjahvítur og sykur sett í skál og hitað yfir vatnsbaði og ástúðlega hrært í þar til blandan er orðin ylvolg. Eggjahvítublandan er síðan færð í hrærivélaskál og þeytt þar til deigið verður nokkuð þétt og stíft (strákarnir glotta), þá er pipar perlumylsnunni blandað varlega saman við. Deigið sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 120 gráður í ca. 55 mínútur. Kökurnar eru kældar og hjúpaðar með ilmandi bræddu súkkulaði á botninum. Katrín Agla Tómasdóttir @neikvaedni Katla Ómarsdóttir @katla69 Sólveig María Gunnarsdóttir @solveigmariag
23
MATARTREND Í vor skrifaði ég stutta grein um matar-æði Hagskælinga af gefnu tilefni. Vesturbæjarís, Domino's og skyndinúðlur eru dæmi um svokölluð matartrend innan skólans. Það er nefnilega gríðarleg tíska í mat Hagskælinga, eins og flestu öðru. Þessi tíska tekur reglulegum sveiflum og er kominn tími á að uppfæra matseðilinn.
Te og kaffi Fátt er notalegra en heimsókn á Te og kaffi yfir vetrarmánuðina. Fátt er girnilegra en nýlagaður Frappó með rjóma og sýrópi og eru þeir margir Hagskælingarnir sem ákveða að smella mynd af gómsætinu til að setja inn á Instagram. Drykkirnir á Te og kaffi eru &ölbreyttir eins og þeir eru góðir, og ef þú drekkur ekki kaffi þá er ekkert síðra að fá sér rjúkandi heitt piparmyntusúkkulaði eða svalandi íste.
Sushi Sushi er kannski ekki nýjasta matvælagerðin í greininni, en svo sannarlega ein sú vinsælasta. Sushi hefur notið gríðarlegra vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár. Sushi er hollur, léttur og síðast en alls ekki síst bragðgóður valmöguleiki. Sushi er nú selt á &ölmörgum stöðum í nágrenni Hagaskóla og því auðvelt að verða sér út um það. Til eru margar mjög mismunandi gerðir af sushi og getur þú því dundað þér við að finna hvað þér finnst best. Ef þú hefur ekki fengið sushi ennþá, skaltu endilega prófa. Það er aldrei að vita nema það opni fyrir þér nýja veröld matar eins og það hefur gert fyrir svo marga aðra Hagskælinga.
Lemon Það er ekki langt síðan Lemon opnaði á Íslandi en vinsældir staðarins hafa verið gríðarlegar. Hvað er ekki jákvætt við samloku sem samanstendur af nýbökuðu brauði, brakandi fersku grænmeti, ljúffengu kjötáleggi og fleiru? Hagskælingurinn fær sér svo líklegast nýkreistan ávaxtasafa með og eru flestir samnála um að þetta sé frábært saman. Ef þú hefur ekki gert það ennþá þá mælum við í Dodda með að þú skellir þér á Lemon, næst þegar þú ætlar að fara og fá þér létta máltíð.
24
Oreo
Joe And The Juice
Oreo kex hefur verið rótgróið í mataræði Hagskælinga árum saman. Kexið er hreint út sagt ómótstæðilegt. Ef þú hefur verið of upptekinn við að háma í þig tekex og ekki smakkað Oreo þá samanstendur það af tveimur kexkökum með súkkulaðibragði sem eru festar saman með gómsætu kremi. Það er bara eitthvað við kexið sem fær Hagskælinga til að hvíla sig á hugsunum um hitaeiningar og fljótmeltanleg kolvetni. Hitaeiningarnar eru jú &ölmargar, en við í Dodda erum ligeglad. Við mælum einng eindregið með því að þú fáir þér Oreo og mjólkurglas næst þegar þú kemur heim eftir langan skóladag.
Í haust opnaði Joe á Íslandi í fyrsta sinn og vakti það þó nokkra athygli. Eins og nafnið gefur til kynna þá býður staðurinn uppá virkilega bragðgóða ávaxtasafa sem eru kreistir á staðnum. Staðurinn er notalegur, flottur og nýlegur en einnig rándýr. Ef þig langar gríðarlega í safaríkan drykk þá er Lemon, ég meina Joe and the Juice, staðurinn fyrir þig. En ekki búast við neinum kjarakaupum.
Valdís Í sumar opnaði ísbúðin Valdís og varð strax geysilega vinsæl. Valdís selur silkimjúkan ljúffengan kúluís í &ölmörgum mismunandi bragðtegundum. Til að byrja með var gríðarlega löng röð eftir ísnum á Valdísi allan daginn, alla daga. Þá er ég að tala um lengri röð en í Ísbúð Vesturbæjar; það er löng röð. Sem betur fer hefur eftirspurnin minnkað töluvert. Þess vegna er tilvalið að skella sér í Valdísi í myrkasta skammdeginu og fá sér gómsætar ískúlur í nýbökuðu vöffluformi.
10-11 Það er rétt ályktað hjá þér að þú getir ekki borðað 10-11. En eins og þú eflaust veist þá eru mánaðarleg tilboð í 10-11, þar sem verslunin selur flestan varning sinn á okurverði þá eru tilboðin mjög freistandi fyrir þá &ölmörgu fastagesti sem skreppa í 10-11 í hverju grautarhléi. Þetta veldur því að mörg tilboð í 10-11 vera að trendi innan skólans. Til dæmis nammiklattarnir sívinsælu, ég held að þeir hafi verið um fimm Hagskælingarnir sem smökkuðu nammiklatta áður en hann varð á tilboði í vor. Hugsaðu þér hvað 10-11 hefur mikil áhrif á skólann! Það er því ákveðin pæling að múta bara versluninni til að setja vörur á tilboð. Segjum til dæmis að þú hafir mikið dálæti á gulrótum og einnig slatta af peningum sem þú hefur ekkert að gera við. Þá gætir þú bara trendað. Bjarni Ármann Atlason @bjarniatlason
25
NEMENDAFÉLAG HAGASKÓLA Nemandaráðið þetta árið er alveg glænýtt og óvenjulegt. Fyrst vil ég benda á að þetta er ekki kallað nemandaráð lengur og frá því að skólinn byrjaði hefur sú stóra spurning vafist fyrir mér hvað nýja ,,nemandaráðið” nefnist. Ég ætla að fara yfir með þér, kæri lesandi, kosti og galla nýja nemandaráðsins, hvernig þetta allt saman virkar og mína eigin skoðun á málunum. Athugið að með þessari grein er ég ekki að alhæfa eitt eða neitt og vil benda á að skoðanir eru mismunandi. Hefst nú lesturinn. Þetta nýja nemandaráðskerfi virðist flókið en er ósköp einfalt þegar öllu er á botninn hvolft. Fyrst og fremst eru engar kosningar lengur, öllum er frjálst að taka þátt í félagsstarfinu. Viðkomandi getur skráð sig í nefndir að eigin vali sem bera nafn eftir viðfangsefni og tilgangi. Hægt er að skrá sig í eina eða jafnvel fimm, allt eftir áhuga hvers og eins. Dæmi um nefndir eru skreytingarnefnd, margmiðlunarnefnd og skemmtinefnd. Nefndir funda reglulega en sjaldan eru sameiginlegir fundir. Kerfið var öðruvísi á síðasta ári. Þá var starfandi nemendaráð. Allir sem höfðu áhuga fengu að taka þátt í nefndunum. Það voru svo stjórnendur eða formenn yfir hverri nefnd sem voru í nemandaráðinu sjálfu ásamt formanninum, aðstoðarformanni og ritara. En hverjir eru kostir og gallar þessara tveggja kerfa? Fyrir marga veitir nýja kerfið mjög gott tækifæri til þess að taka virkan þátt í félagslífinu, það eru engar kosningar og þar af leiðandi getur hver sem er verið í nemendaráðinu. Starfsfólk Frosta hélt því fram að með þessum hætti yrði nemandaráðið ekki ein lítil klíka heldur stór, breiður og (ölbreyttur hópur fólks með mismunandi skoðanir. Þannig gæti nemandaráðið náð til allra sem auðvitað er tilgangur þess. Það verður að viðurkennast að þetta lítur mjög vel út á blaði. 26
En eins og flestir vita varð lýðurinn ekki trylltur yfir þessari nýju ákvörðun Frosta. Sumir voru með miklar áætlanir um að verða formenn nemendaráðsins þetta árið sem fóru í vaskinn. Fólk vill meina að ekki sé nógu góð stemning fyrir nýja kerfinu. Hagaskóli er ekki sá sami og hann var, hvort sem það er til góðs eða ills. Það er ástæða fyrir því að það eru haldnar kosningar, því þá er fólkið að velja þá sem það treystir best til þess að stjórna. Fólkið vill ekkert endilega hlusta á þá sem það kaus ekki. Þannig virkar það ekki. Þetta endar allt með óvissu. Með fullri virðingu fyrir þeim sem starfa núna í nefndunum, hef ég sem ósköp venjulegur nemandi ekki tekið eftir neinu sem hefur gert félagaslífið í Hagaskóla betra á neinn hátt en það var tilgangurinn í upphafi. Hins vegar er vel hægt að gera félagslífið betra. Það gerist bara með því að hafa áhrif sjálf/ur og taka virkan þátt. Með því móti getum búið til betra félagslíf í Hagaskóla með hverju árinu sem líður. Hlökk Þrastardóttir @hlokkthrastar
FINNDU DRAUMAPRINSINN Hvert mynduð þið fara á ykkar fyrsta stefnumót? a) Tapashúsið b) Bæjarins bestu c) Kaffihús (helst Te og kaffi) d) Hamborgarafabrikkuna
Hvað viltu í jólamatinn? a) Humarsúpu, hamborgahrygg og heimalagaðan ís b) Hamborgahrygg einungis c) Hann myndi leyfa þér að ráða d) Kalkúnn
Hvað heillar þig mest í fari stráka? a) Músíkalskur og góðhjartaður b) Auðvitað hárið c) Rólegur og þolinmóður d) Hollur lífsstíll
Hver er uppáhalds árstíðin þín? a) Vor b) Sumar c) Vetur d) Haust
Hvaða tómstund myndi draumaprinsinn iðka? a) Sellónám b) Fótbolta (tekur nokkrar sveiflur á golfvellinum um helgar) c) Körfubolta d) Crossfit
Hvernig hljómar fullkomið kósíkvöld hjá þér? a) Spila spil og spjalla saman b) Heitur pottur, rauðvín&ostar og kertaljós c) Rólegt heima með mynd í tækinu og ljúffengan mat á disk d) Gista á hóteli úti á landi
Hvað færðu þér á Te og kaffi? a) Jarðarberja og hindberjate eða bara te yfir höfuð b) Heitt súkkulaði c) Frappó d) Svart kaffi
Hvert er besta hreingerningarráðið? a) Að hlusta á góða tónlist með hreingerningunum b) Aldrei nota of mikið af sjampó c) Að átta sig á að fátt er meira fráhrindandi en óhreinindi d) Drífðu bara í þessu
Hvað myndir þú vilja fá í jólagjöf frá elskhuganum? a) Góða tónlist eða eitthvað sem minnir þig á draumaprinsinn b) Ferð til Parísar um páskana c) Fallega flík d) Skartgrip
Hvar kaupir þú í verkfærakassann? a) BYKO b) Bauhaus c) Húsasmiðjunni d) Adam og Evu
FINNDU DRAUMAPRINSESSUNA Hvert mynduð þið fara á ykkar fyrsta stefnumót? a) Klassíska bíóferð b) Setjast inn á Te og kaffi og spjalla um lífið c) Fara á ísrúnt d) Hittast heima, borða, spjalla saman og horfa svo á mynd
Hvað mynduð þið gera á stefnumóti yfir jólin? a) Fara á sushi stað b) Rölta niður Laugaveginn á köldu desemberkvöldi c) Skreyta piparkökur d) Fara á skíði og enda í kúri yfir jólamynd og heitu súkkulaði
Hvað er mikilvægast við útlitið á henni? a) Kinnbeinin og varirnar b) Augun c) Persónuleikinn skiptir meira máli en útlitið d) Brosið og hárið
Hvernig tónlist hlustar hún á? a) Popp b) Fjölbreytta en fágaða c) Indie d) R&B, alternative, indie rock og rapp
Hvert mynduð þið fara út að borða? a) Rómantískan kvöldverð á Vegamótum b) Rólegheit á Eldsmiðjunni eru alltaf hugguleg c) Á Saffran að dekra við bragðlaukana d) Kósí kvöldverð á Ítalíu
Hverju tekur hún eftir hjá þér? a) Brosinu b) Persónuleikanum, því hann er mikilvægur til að rækta gott samband c) Hversu góður og skemmtilegur þú ert við hana d) Útliti þínu og framkomu
Á hvaða mynd mynduð þið fara saman á í bíó? a) Notebook b) Hunger Games c) Nýjustu grínmyndina d) Spennumynd Hvert er aðal áhugamálið hennar? a) Fótbolti b) Að fræðast um land okkar þjóð c) Að teikna d) Dans
27
Flest A
Flest B
Kolfinna er draumaprinsessan þín. Þið mynduð mæla ykkur mót fyrir framan Háskólabíó á köldu desemberkvöldi. Það fyrsta sem þú tekur eftir við þessa aðlaðandi stúlku eru há kinnbeinin og þykkar varirnar. Þú hugsar um kvöldstundina sem þið áttuð á Vegamótum fyrir stuttu, tekur þér svo tak og leiðir hana inn í bíóið. Á meðan þú grætur yfir sorglegu myndinni Notebook talar Kolfinna um hversu illa hún tæklaði Albert Guðmunds á fótboltaæfingu í denn. Eftir vætu kvöldsins gefur Kolfinna þér snýtubréf og leiðir þig inná næsta sushi-stað. Hún biður afgreiðslukonuna að setja á nýjasta popplagið. Ef þú vilt láta hjarta hennar missa úr slag, brostu þínu blíðasta Colgate brosi. Kolfinna er sannur kvenmaður og stefnir í Kvennaskóla Reykjavíkur næsta haust. Ef þér líkar vel við heillandi hörkukvendi þá er Kolfinna stúlkan þín.
Katla er draumaprinsessan þín. Þú finnur hana þefandi af englatei inni Te og kaffi. Þú tekur í hönd hennar og dregur hana með þér upp Laugaveginn. Ekki líður á löngu þar til hún er farin að valhoppa á undan þér, skoðandi í búðarglugga. Þið rekist á fullkomið borð á Eldsmiðjunni og ákveðið að bragða á gómsætri eldbakaðri flatböku. Augu hennar glitra eins og stjörnur á næturhimninum. Hún sannfærir þig um að koma með þér á Catching Fire. Mundu samt, hún er aðdáandi númer eitt, svo ef þú lætur heyra í þér eitt orð þá lemur hún þig. Hún ferðast mikið um Ísland og á ferðalagi ykkar um hálendið hlustið þið á )ölbreytta en fágaða tónlist. Þú verður að passa uppá persónuleikann því að henni líkar bara við stráka með hjartað á réttum stað. Ef þér líkar vel við krúttlegan kvenmann með kímnigáfu þá er Katla fullkomin fyrir þig.
Flest C
Flest D
Kata er draumaprinsessan þín. Það er best að nefna það fyrst að Kata ætlast til þess að þú sért góður og skemmtilegur gaur. Ef þú vilt koma þér í mjúkinn hjá henni, splæstu í bensín og rúntaðu með hana á milli ísbúða. Kata hugsar mikið um forgangsröðun aðgerða og vill byrja á Saffran. Kata er hláturmild stúlka. Bjóddu henni á nýjustu grínmyndina og leyfðu þér að njóta hláturs hennar. Hún elskar að teikna og því munt þú verða þér til skammar í piparkökuskreytingunum. Um helgar þá lygnir hún aftur augunum og hlustar á Indie tónlist á meðan hún hugsar um líf sitt. Kata er með gullfallegan persónuleika og hár í stíl sem þú elskar að renna fingrunum í gegnum. Ef þú elskar gáfaðar, góðar og gullfallegar gyðjur þá er Kata skvísan fyrir þig.
Sólveig er draumaprinsessan þín. Hún er heimakær og málglöð þannig að ykkar fyrsta deit mun hljóma rólega. Þú tókst fyrst eftir henni þar sem hún stóð úti í vindinum með fallegt hárið flaksandi um andlitið þar sem hún brosti framan í heiminn. Þið röltið saman á Ítalíu en það verður bráðlega innihaldslaust og óspennandi. Þá ákveðið þið að skella ykkur á nýjustu spennumyndina. Þegar myndin er búin dansar hún út en hún er líka frábær á skíðum. Hæfileikar hennar eru ófáir en eftir skíðaferðina sýnir hún þér að hún kann sko að kúra. Sólveig elskar þungarokk og á meðan hún brjálast yfir Skálmaldarplötunni horfir hún aðdáunaraugum á útlit þitt og bráðnar yfir fallegri framkomu þinni. Ef þú ert mikið fyrir spennandi og skemmtilegar stelpur þá er Sólveig stúlkan fyrir þig.
Flest A
Flest B
Sverrir er draumaprinsinn þinn. Þið mynduð gera ykkur góða ferð á Tapashúsið og ef til vill tekur hann kannski sellóið með og spilar fyrir þig ljúfa tóna á meðan þú rennir seinustu bitunum niður. Hann er góðhjartaður og gáfaður en það sem heillar þig mest eru gullfallegu krullurnar sem prýða höfuðið. Sverrir er músíkalskur maður og finnst frábært að sitja með þér í sófanum og sötra á sjóðheitu jarðarberjatei á meðan hann laumar hendi sinni yfir öxlina á þér. Svo finnst honum frábært að dilla sér við góða tónlist meðan hann skúrar stofuna. Á vorin nýtur hann sín annaðhvort í skíðabrekkunum eða við hlið þér niðri á Austurvelli. Ef að þú ert mikið fyrir skapandi og skemmtilega stráka þá er Sverrir efst á þínum lista.
Bjarni er draumaprinsinn þinn. Hann er rólyndis körfuboltakappi sem veit hvernig á að heilla þig upp úr skónum. Þið mynduð eiga rólega og notalega stund á Te og kaffi og hann myndi ef til vill ná í rörið fyrir þig til að stinga í gómsætan frappóinn þinn. En ef þú vilt heldur piparmyntu súkkulaði þá er Bjarni tilbúinn að fórna öllu til þess að komast yfir einn bolla handa stelpunni sinni. Bjarni er þolinmóður, svo þolinmóður að hann myndi fara alla leið til Bandaríkjanna og ná í eina Abercrombie flík eða tvær til þess að gleðja þig yfir hátíðarnar. Hann myndi einnig leyfa þér að ráða jólamatnum þegar sambandið verður komið á það stig. Bjarni er mikið jólabarn, enda veturinn eftirlætis árstíðin hans. Ef þú ert mikið fyrir bráðgáfaðan og myndarlegan mann þá er Bjarni eintakið fyrir þig.
Flest C
Flest D
Kalli er draumaprinsinn þinn. Hann myndi rúnta með þig í miðbænum og koma svo við á Bæjarins bestu og splæsa í eina með öllu fyrir þig. Þið gætuð svo rölt á Te og kaffi og fengið ykkur rjúkandi heitt súkkulaði. Yfir gómsætum drykknum og huggulegu hjali tilkynnir hann þér að hann ætlar að bjóða þér til Parísar yfir páskana. Kalli er rómantískur og eftir augnablik áttar þú þig á að því hann hefur keypt rauðvín og osta til að japla á. Kalli er með stórkostlegt hár eins og Sverrir en hann passar sig alltaf á að setja ekki of mikið sjampó í það. Á sumrin pikkar hann þig upp og þið annað hvort buslið í sjónum í Nauthólsvík eða röltið niður á Granda og fáið ykkur ljúffengan kúluís í Valdísi. Ef þú ert mikið fyrir stórtækan og flottan fótboltafola þá er Kalli maður að þínu skapi.
Óttar er draumaprinsinn þinn. Ef þú ert mikið fyrir leiðinleg íslensk lög og afmæliskveðjur, muntu eiga fullkomið stefnumót með honum á Hamborgarafabrikkunni. Ef að þú ert nýbyrjuð á holla matarkúrnum þá gætuð þið kúrt uppí sófa með gúrkur og sódavatn. Óttar er einfaldur gæi sem sötrar á bleksvörtu kaffi á meðan hann röltir í leit að fallegum skartgrip til að leggja í snyrtilegan jólapakkann fyrir dömuna. Óttar tvínónar ekki við hlutina. Hann stingur kalkúninum inní glóðvolgan ofninn og fer svo og dekrar við þig. Á haustin finnst honum frábært að kúldrast uppí rúmi á hótelsvítunni ykkar. Og ef til vill tekur hann nokkrar armbeygjur til að sýna þér kunnáttu sína í CrossFit. Ef þú elskar hrausta og hugrakka herramenn þá er Óttar karlpeningur sem þú vilt að leynist í vasa þínum.
MEISTARARNIR Á BAK VIÐ BLAÐIÐ
Ritnefnd Doðrantsins: -Sverrir Arnórsson, ritstjóri -Bjarni Ármann Atlason, ritstjórn -Sólveig María Gunnarsdóttir, ritstjórn -María Rós Kaldalóns, ritstjórn -Ásdís Karen Halldórsdóttir -Birta Birgisdóttir -Hlökk Þrastardóttir -Ingveldur Esperanza Össurardóttir -Jakob Birgisson -Jara Birna Þorkelsdóttir -Karl Kvaran -Katla Ómarsdóttir -Katrín Agla Tómasdóttir -Kolfinna Ólafsdóttir -Óttar Kolbeinsson Proppé -Sveinn Þór Sigþórsson -Viktor Örn Ásgeirsson
Þakkir: -Landsbankinn -Landsvirkjun -Ása Kristín Einarsdóttir -Ómar Örn Magnússon -Ásta Lára Jónsdóttir -Úlfur Kolka -Helga Jónsdóttir -Karvel Ágúst Schram -Prentsmiðjan Oddi -Gamla ritstjórn Doðrantsins -Helga Kr. Gunnarsdóttir -Ívar Ólafsson -Jónsson & Le'Macks
Umbrot: -Sverrir Arnórsson undir leiðsögn Úlfs Kolka
Prófarkalestur: 30
-Tryggvi Már Gunnarsson -Ása Kristín Einarsdóttir
Stríð milli ritstjórna
VÍS óskar landsmönnum gleðilegra jóla
ENNEMM / SÍA / NM60088
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Í FRIÐI OG RÓ Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar samfylgdina á árinu óskum við öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar
á komandi ári. Sýnum alúð og aðgát um hátíðirnar og pössum vel hvert upp á annað. VÍS - þar sem tryggingar snúast um fólk.
VÍS | GARÐARSBRAUT 26 | 640 HÚSAVÍK | SÍMI 560 5065 | VIS.IS