Islenska voronn 2017 kennsluaaetlun

Page 1

Nafn og bekkur:

Vorönn 2017

Lota 5: 4. janúar– 13. janúar (athugið að við byrjum fyrr á kvikmyndalotunni en upp haflega var gert ráð fyrir) Þetta blað skal geyma í möppu nemanda. Athugið að verkefni geta bæst við og öðrum getur verið kippt út af listanum. Þegar lotu lýkur Þegar lotunni lýkur þurfa nemendur að vera búnir með öll verkefnin sem hér koma fram, fyrir utan ýmis aukaverkefni, og kennari þarf að hafa kvittað fyrir að þeim hafi verið lokið. Nemendur þurfa að vinna verkefni aftur ef þau eru ekki vel unnin. Sjálfsmat Lögð er áhersla á að nemendur meti eigin þekkingu á viðfangsefninu hverju sinni og beri ábyrgð á eigin námi. Verið dugleg að biðja um aukaverkefni ef ykkur finnst þið ekki hafa öðlast nægilega þekkingu eða færni í ákveðnum námsþætti. Hæfniviðmið 6. lotu, unnin upp úr Aðalnámskrá grunnskóla:  Að nemandi geti notið myndefnis, leikins efnis, tónlistar og sett fram á sjálfstæðan hátt rökstutt mat á viðkomandi efni.  Að nemandi geti beitt reglum um réttritun, náð góðu valdi á stafsetningu og gert sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda.

Námsefni Íslensk kvikmynd - Mávahlátur Vefefni um stafsetningu og frjálsa ritun á islenskahagaskoli.wordpress.com Stafsetningaræfingar og lausnir hjá kennara. Skilaverkefni í þessari lotu  Kvikmyndagagnrýni (hópverkefni)


Kvikmyndagagnrýni Vika 6.–10. febrúar 13.–17. febrúar

Viðfangsefni Umfjöllun um kvikmyndir og kvikmyndagagnrýni Neistar – 3. kafli Neistar – 3. kafli Nemendur skila kvikmyndagagnrýni í síðasta tíma vikunnar.

Stafsetning og frjáls ritun Í þessari lotu höldum við áfram að vinna markvisst í stafsetningu ásamt því sem nemendur geta æft sig í frjálsri ritun. Ýmis spennandi verkefni er að finna í 3. kafla Neista.


Nafn og bekkur:

Vorönn 2017

Lota 6: 16. janúar – 17. febrúar Þetta blað skal geyma í möppu nemanda. Athugið að verkefni geta bæst við og öðrum getur verið kippt út af listanum. Þegar lotu lýkur Þegar lotunni lýkur þurfa nemendur að vera búnir með öll verkefnin sem hér koma fram, fyrir utan ýmis aukaverkefni, og kennari þarf að hafa kvittað fyrir að þeim hafi verið lokið. Nemendur þurfa að vinna verkefni aftur ef þau eru ekki vel unnin. Sjálfsmat Lögð er áhersla á að nemendur meti eigin þekkingu á viðfangsefninu hverju sinni og beri ábyrgð á eigin námi. Verið dugleg að biðja um aukaverkefni ef ykkur finnst þið ekki hafa öðlast nægilega þekkingu eða færni í ákveðnum námsþætti. Hæfniviðmið 5. lotu, unnin upp úr Aðalnámskrá grunnskóla: 

Að nemandi geti lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar bókmenntir.

Námsefni Flugdrekahlauparinn e. Khaled Hosseini (athugið ekki verður lesin skáldsagan Milljón holur eins og áður hafði verið gert ráð fyrir) Skilaverkefni í þessari lotu (athugið að verkefnin gætu breyst) Dagbókarverkefni, skrifað í kennslustund Verkefni um persónu/persónur í Flugdrekahlauparanum Stutt ritunarverkefni

Flugdrekahlauparinn


Athugið: Eitthvað er til af ritgerðum og glósum um bókina á netinu. Þótt þú getir fundið eitthvað slíkt kemur það aldrei í stað þess að lesa bókina sjálfur, þjálfa þannig eigið læsi og efla eigin lesskilning. Ábyrgðin er þín. Vika 4.-6. janúar 9.-13 janúar 16.-20. janúar 25.-27. janúar 30. janúar – 3. febrúar

Efni

Verkefni í vinnubók Lestur og verkefni tengd Flugdrekahlauparanum

Í verkefnum um Flugdrekahlauparann fjalla nemendur um eigin upplifun af lestrinum, leggja út frá þroska sögupersóna og/eða það umhverfi sem sagan gerist í. Ekki er um að ræða endursögn af atburðum og þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi lesið söguna sjálfir, ekki aðeins horft á kvikmyndina eða lesið glósur annarra nemenda um söguna.


Nafn og bekkur:

Vorönn 2017

Lota 7: 22. febrúar – 17. mars Þetta blað skal geyma í möppu nemanda. Athugið að verkefni geta bæst við og öðrum getur verið kippt út af listanum. Þegar lotu lýkur Þegar lotunni lýkur þurfa nemendur að vera búnir með öll verkefnin sem hér koma fram, fyrir utan ýmis aukaverkefni, og kennari þarf að hafa kvittað fyrir að þeim hafi verið lokið. Nemendur þurfa að vinna verkefni aftur ef þau eru ekki vel unnin. Sjálfsmat Lögð er áhersla á að nemendur meti eigin þekkingu á viðfangsefninu hverju sinni og beri ábyrgð á eigin námi. Verið dugleg að biðja um aukaverkefni ef ykkur finnst þið ekki hafa öðlast nægilega þekkingu eða færni í ákveðnum námsþætti. Hæfniviðmið 7. lotu, unnin upp úr Aðalnámskrá grunnskóla:   

Að nemandi geti beitt helstu málfræðihugtökum í umræðu um notkun málsins og þróun þess. Að nemandi geti beitt þekkingu sinni á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka og gert sér mjög góða grein fyrir hlutverki þeirra. Að nemandi geti flett upp í handbókum og rafrænum orðabönkum og nýtt sér málfræðilegar upplýsingar sem þar er að finna.

Námsefni Sagnorðahefti frá kennara, sama og í lotu 4. Upprifjunarefni í málfræði frá kennara Skilaverkefni í þessari lotu Hópverkefni um hætti sagnorða.


Sagnorð og upprifjun í orðflokkagreiningu Vika 22.-24. febrúar 27. febrúar – 3. mars 6.-10. mars 13.-17.mars

Efni

Verkefni í vinnubók Hópverkefni í háttum sagnorða Upprifjun á orðflokkum, tíðum, persónum, tölu, háttum og öðru sem tengist sagnorðum. Áfram unnið að upprifjun á málfræði, verkefnavinna og undirbúningur fyrir sjálfspróf. Sjálfspróf og yfirferð. Nemendur bæta í það sem upp á vantar.


Nafn og bekkur:

Vorönn 2017

Lota 8: 20.mars–7. apríl Þetta blað skal geyma í möppu nemanda. Athugið að verkefni geta bæst við og öðrum getur verið kippt út af listanum. Þegar lotu lýkur Þegar lotunni lýkur þurfa nemendur að vera búnir með öll verkefnin sem hér koma fram, fyrir utan ýmis aukaverkefni, og kennari þarf að hafa kvittað fyrir að þeim hafi verið lokið. Nemendur þurfa að vinna verkefni aftur ef þau eru ekki vel unnin. Sjálfsmat Lögð er áhersla á að nemendur meti eigin þekkingu á viðfangsefninu hverju sinni og beri ábyrgð á eigin námi. Verið dugleg að biðja um aukaverkefni ef ykkur finnst þið ekki hafa öðlast nægilega þekkingu eða færni í ákveðnum námsþætti. Hæfniviðmið 1. lotu, unnin upp úr Aðalnámskrá grunnskóla:  

Að nemandi geti lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar bókmenntir. Að nemandi geti beitt reglum um réttritun, náð góðu valdi á stafsetningu og gert sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda.

Námsefni Heimir – handbók um heimildaritun Neistar – 5. kafli Skilaverkefni í þessari lotu  Heimildaritgerð (í samvinnu við aðra faggrein)


Heimildaritgerð Í þessari lotu fræðumst við um ritgerðir, sérstaklega þá tegund ritgerða sem kallast heimildaritgerðir. Athugið að það getur breyst í hvaða röð verður fjallað um ákveðin atriði í sambandi við ritun og heimildaritgerðir.

Vika 20.–24. mars

Lestur Heimir - bls. 4–24 Neistar 5. kafli

27.–31. mars

Heimir bls. 25–45 Neistar 5. kafli

3.–7. apríl

Heimir bls. 46–54 Neistar 5. kafli

Viðfangsefni Mismunandi gerðir ritgerða Ritunarferlið Málfar og stíll Heimildaleit og heimildamat Málfar og stíll Skipulag og uppbygging Heimildaskráning Uppkast, próförk og yfirlestur Frágangur og uppsetning Ritvinnsluforrit Sjálfmat Framsetning efnis Skila heimildaritgerð í lok vikunnar

Stafsetning og frjáls ritun Í þessari lotu höldum við áfram að vinna markvisst í stafsetningu og frjálsri ritun.


Nafn og bekkur:

Vorönn 2017

Lota 9: 19. apríl – 12. maí Þetta blað skal geyma í möppu nemanda. Athugið að verkefni geta bæst við og öðrum getur verið kippt út af listanum. Þegar lotu lýkur Þegar lotunni lýkur þurfa nemendur að vera búnir með öll verkefnin sem hér koma fram, fyrir utan ýmis aukaverkefni, og kennari þarf að hafa kvittað fyrir að þeim hafi verið lokið. Nemendur þurfa að vinna verkefni aftur ef þau eru ekki vel unnin. Sjálfsmat Lögð er áhersla á að nemendur meti eigin þekkingu á viðfangsefninu hverju sinni og beri ábyrgð á eigin námi. Verið dugleg að biðja um aukaverkefni ef ykkur finnst þið ekki hafa öðlast nægilega þekkingu eða færni í ákveðnum námsþætti. Hæfniviðmið 9. lotu, unnin upp úr Aðalnámskrá grunnskóla:     

Að nemandi geti beitt helstu málfræðihugtökum í umræðu um notkun málsins og þróun þess. Að nemandi geti beitt þekkingu sinni á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka og gert sér mjög góða grein fyrir hlutverki þeirra. Að nemandi geti flett upp í handbókum og rafrænum orðabönkum og nýtt sér málfræðilegar upplýsingar sem þar er að finna. Að nemandi geti lesið bókmenntatexta og almenna texta af öryggi og dregið af þeim ályktanir, túlkað og sett í samhengi við eigin reynsluheim. Að nemandi geti beitt reglum um réttritun, náð góðu valdi á stafsetningu og gert sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda.

Námsefni Með fjaðrabliki Allt námsefni annarinnar í málfræði, stafsetningu og bókmenntum. Skilaverkefni í þessari lotu Þessari lotu lýkur með vorprófi þar sem nemendur sýna þá hæfni sem þeir hafa tileinkað sér í íslenskunámi í vetur.


Upprifjun Vika 19.-21. apríl 24.-28. apríl 2.-5. maí 8.-12. maí

Verkefni í vinnubók Upprifjun – áhersla á stafsetningu Upprifjun – áhersla á málfræði Upprifjun – áhersla á bókmenntir Upprifjunarverkefni og sjálfsmat nemenda


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.