Kennsluáætlun 8b vor

Page 1

Kennsluáætlanir í 8. bekk – vor 2016



Kennsluáætlun Enska, Vor 2016 8. bekkur, 2 x 60 mín á viku Kennari: Guðrún Ásta Tryggvadóttir og Helga Birgisdóttir Hæfniviðmið eru í samræmi við Aðalnámskrá Grunnskóla 2014 Hlustun: Getur skilið daglegt mál er varðar hann sjálfan og hans nánasta umhverfi þegar talað er skýrt. Lesskilningur: Getur lesið og skilið texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum og áhugamálum. Getur lesið sér til gagns og gamans stuttar bækur og greinar. Munnleg tjáning: Getur haldið uppi samræðum með stuðningi frá viðmælanda með eðlilegum framburði og áherslum á lykilorðaforða. Ritun: Getur skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega, tengt saman einfaldar setningar, stafsett flest algengustu orðin og notað algengustu greinarmerki, eins og punkta og spurningarmerki. Geti þýtt einfalda texta, bæði úr íslensku á ensku og öfugt. Námsleiðir Til þess að ná hæfniviðmiðunum er notast við eftirfarandi námsgögn:  Spotlight 8, lesbók og vinnubók  Ritunarverkefni  Hlustunaræfingar, s.s. kvikmyndir og tónlist.  Hraðlestrarbækur  Margmiðlunarefni  Hópaverkefni  Aukaverkefni: Málfræði, ritun, krossgátur, lesskilningsverkefni o.fl. Námsmat Virknimat kennara í tímum. Nemendur skila sínu besta Diary verkefni tölvuskrifuðu einu sinni á önninni og fá einkunn fyrir það. Stærri verkefni, s.s. hópaverkefni, eru metin út frá fyrirfram gefnum kvörðum sem kynntir eru nemendum þegar verkefnið er lagt fyrir, þá er vægi verkefnis einnig kynnt nemendum. Tímaritgerð. Munnlegt próf. Kaflapróf. Notast verður að hluta til við sjálfsmat og jafningjamat í þemavinnu vetrarins. Gera má ráð fyrir því að einhverjar breytingar geti orðið á eftirfarandi áætlun. Kennarar tilkynna um allar slíkar breytingar eins fljótt og auðið er.


Tímabil Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Efni Spotlight 8 – Klára kafla 2 Spotlight 8 – Vinnubók Málfræði Diary Quizlet/ nemendur glósa sjálfir Spotlight 8 – Kafli 7 Spotlight 8 – Vinnubók Málfræði Quizlet/nemendur glósa sjálfir Diary WWI- verkefni Spotlight 8 - Kafli 8 Spotlight 8 – Vinnubók Málfræði Diary – skil Byrja á USA-hópaverkefni Hópaverkefni- kynning Frjáls lestur Málfræði

Vinna upp verkefni, upprifjun og próf. Maí

Verkefni  Lesbók: bls. 30- 35  Vinnubók: bls.38-49  Málfræði: bls. 146-156  Ritunarverkefni í Dairy  Kaflapróf 2    

Lesbók: bls. bls. 98-109 Vinnubók: bls. nokkur valin verkefni Málfræði eins og kostur er Ritunarverkefni WW1og Diary

   

Lesbók: bls. 110-122 Vinnubók: bls. 132-136 Málfræði: klára út að bls. 168 Ritunarverkefni í Dairy

  

Málfræði bls. 168-175 Kynningar á USA-hópverkefni Allir nemendur velja sér frjálslestrarbók og lesa hana heima og í skólanum. Tímaritgerð Vinna upp verkefni, upprifjun og próf.

 


Kennsluáætlun Danska, vor 2016 8. bekkur, 2 vikustundir Kennari: Hildur Ásgeirsdóttir Markmið: Hlustun:  Getur skilið einfalt og skýrt talmál um efni sem varða hann sjálfan og nánasta umhverfi hans.  Skilur einföld fyrirmæli sem kennari gefur í kennslustund. Lesskilningur:  Getur lesið og skilið stutta, létta texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum og áhugamálum.  Getur hraðlesið stuttan texta og skilið aðalatriðin.  Getur lesið sér til gagns og gamans stuttar, einfaldar bækur.  Hefur lesið a.m.k. eina léttlestrarbók (u.þ.b. 30 – 40 bls.). Munnleg tjáning:  Getur sagt frá sjálfum sér, áhugamálum og fjölskyldu á einfaldan hátt.  Getur tekið þátt í einföldum samræðum tveggja.  Getur haldið stutta kynningu um sjálfan sig og nánasta umhverfi. Ritun:  

Getur skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega. Getur tengt saman einfaldar setningar, stafsett flest algengustu orðin og notað algengustu greinarmerki s.s. punkta og spurningarmerki.

Kennsluhættir: Lögð er áhersla á fjölbreytni í kennsluháttum þar sem tekið er mið af mismunandi námsnálgun og stöðu nemenda. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu nemenda. Unnið er jöfnum höndum með meginþætti tungumálsins; lestur, hlustun, talað mál og ritun. Í kennslustundum er unnið með lesbók og vinnubók sem tengist textanum. Auk þess lesa nemendur eina léttlestrarbók. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér mismunandi lestraraðferðir s.s. nákvæmnislestur, leitarlestur og hraðlestur. Nemendur eru þjálfaðir reglulega í að hlusta á mælt mál og vinna verkefni sem prófa skilning þeirra á málinu. Málfræði verður samþætt lestri og ritun með áherslu á nafnorð, töluorð og sagnorð. Fjölbreytt ritunarverkefni fylgja vinnubók og tengjast því efni sem fengist er við hverju sinni. Komið verður upp smiðjum þar sem nemendur fást við fjölbreytt verkefni. Lögð verður áhersla á færniþætti aðalnámskrár með áherslu á skapandi starf. Nemendur kynnast dönsku samfélagi, menningu og siðum með aðstoð kvikmynda, tónlistar og netsins. Námsefni: Notast er við eftirfarandi námsgögn:  Tænk, lesbók eftir Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur og Ernu Jessen.  Tænk vinnubók (lesbók og vinnubók unnar saman).  Léttlestrarbók.  Lýsingarorð og sagnorð – fjölfölduð hefti. Unnið með lýsingarorð og óreglulegar sagnir.  Danskar kvikmyndir og námsspil.


Námsmat: Nemendur taka nokkur skyndipróf á önninni ásamt því að vinna þeirra er metin jafnt og þétt. Frekari upplýsingar má finna á Mentor þar sem vægi hvers þáttar kemur fram. Í lok vetrar ( á vorönn) fá nemendur eina einkunn sem er byggð á vægi þessara þátta. Verður sú einkunn gefin í bókstöfunum A-D samkvæmt nýrri aðalnámsskrá. Á vorönn er eru þrír kaflar lesnir; Hjemmet, Konfirmation og Fritid. Nemendur lesa valdar blaðsíður úr köflunum og vinna samsvarandi blaðsíður í vinnubók. Auk þess lesa nemendur léttlestrarbók, horfa á danskar bíómyndir og vinna valin verkefni í málfræði. Áætluð yfirferð á vorönn: Tímabil

Efni

Verkefni

janúar febrúar

Tænk, les- og vinnubók. Málfræðihefti.

Kaflinn Hjemmet, valdar blaðsíður í lesbók ásamt samsvarandi blaðsíðum í vinnubók. Málfræði – lýsingarorð, ljósritað hefti. Gagnakönnun úr lýsingarorðum. Horft á danska kvikmynd.

mars-maí

Tænk, les- og vinnubók. Málfræðihefti.

Kaflinn Konfirmation, valdar blaðsíður í lesbók ásamt samsvarandi blaðsíðum í vinnubók og kaflinn Fritid, valdar blaðsíður í lesbók ásamt samsvarandi blaðsíðum í vinnubók. Prófað verður úr köflunum Hjemmet, Konfirmation og Fritid á vorprófi. Málfræði – óreglulegar sagnir, ljósrit. Gagnakönnun úr óreglulegum sögnum. Hraðlestrarbók sem prófað verður úr. Munnlegt próf og hlustunarpróf.


Samfélagsfræði - vorönn 2016 8. bekkur, 2 klukkustundir á viku Kennari: Soffía Thorarensen Markmið náms í samfélagsfræði er að stuðla að skilningi nemenda á mörgum þeim hugmyndum og hugsjónum sem liggja til grundvallar viðhorfum okkar til umhverfis, auðlinda, menningar og sögu. Námið í 8. bekk í samfélagsfræði skiptist þannig að fyrir jól eru nemendur í landafræði og eftir jól í sögu. Vorönn verður skipt upp í þrjár fjögurra vikna lotur sem hér segir: Lota 1 Tímabil 27.01-28.02

Hæfni Að nemendur átti sig á því að fyrri heimsstyrjöldin var meiri háttar ófriður á 20. öld og geti gert grein fyrir orsökum hennar og afleiðingum. Að nemendur átti sig á þeim samfélagsbreytingum sem urðu með iðnvæðingunni. Að nemendur geti leitað að heimildum um fyrri heimsstyrjöldina, valið úr þeim, metið þær gagnrýnið og sýnt fram á hvernig ólíkar heimildir geta sagt söguna á ólíkan hátt.

Viðfangsefni Kennslubókin Styrjaldir og Kreppa

Námsmat

Titanic - samfélag í smækkaðri mynd Bls. 4-15

Fyrsta nútímastyrjöldin bls. 16-39.

Virknimat kennara

Verkefni Lota 2 Tímabil 01.03 -01.04

Hæfni Að nemendur átti sig á orsökum efnahagskreppunnar sem hófst í Bandarikjunum árið 1929 og geti nefnt dæmi um áhrif hennar í Bandaríkjunum, á Íslandi og víðar í heiminum. Að nemendur auki færni sína til að tjá skoðanir bæði munnlega og skriflega og að miðla þekkingu sinni til annarra. Að nemendur geti aflað upplýsinga í margvíslega miðla á ábyrgan hátt.

Viðfangsefni Velmegun og heimskreppa bls. 63-81

Námsmat

Hópverkefni


Lota 3 Tímabil 04.04 10.05

Hæfni Að nemendur þekki dæmi um hugsanir og atburði sem spretta af hugmyndafræði fasisma og nasisma og átti sig á hvernig þessi hugmyndakerfi höfðu áhrif á framvindu sögunnar í Evrópu á fjórða áratugnum.

Námsefni

Námsmat Skil á vinnubók

Allt vald til foringjans bls. 82-105

Virknimat kennara

Vorpróf

Námsmat: Mat á einstökum verkefnum verður sem hér segir en kennarar áskilja sér rétt til þess að gera breytingar. Slíkar breytingar verða ávallt kynntar nemendum og foreldrum með góðum fyrirvara. 1. 2. 3. 4.

Hópverkefni : 10% Virknimat: 15% Verkefni 10% Vorpróf 15%


Kennsluáætlun Náttúrufræði - vor 2016 8. bekkur, 2 vikustundir Kennari: Haraldur Bergmann Ingvarsson

Námsefni Markmið í efnafræði er að finna í skólanámskrá Hagaskóla og eru í samræmi við markmið Aðalnámskrár. Til að ná þeim markmiðum er notast við eftirfarandi námsbók:  Efnisheimurinn eftir Hafþór Guðjónsson Námsmat Ein einkunn verður gefin fyrir náttúrufræði, 50% líffræði frá haustönn og 50% efnafræði frá vorönn.

Einkunn: Vinnubók Lokapróf Skyndipróf Verkefni 5% Virkni

15% 17% 8% 5%

Gera má ráð fyrir að eitthvað geti breyst í eftirfarandi áætlun og munu kennarar vekja athygli á þeim breytingum jafnóðum og þær verða ljósar.

Tímabil 11. – 15. janúar

Efni Kynning á námsefni og námstilhögun. Kafli 1 bls. 7 – 10

Verkefni Verkefni nr. 1 – 2 bls. 9

18– 22. janúar.

Kafli 1 bls. 11 – 14

Verkefni nr. 3 – 10 bls. 11 – 14

25. – 29. jan.

Kafli 1 bls. 15 – 19

Verkefni nr. 11 – 17 bls. 15 – 19 Athugun bls. 11: Mjólk og borðedik

1. – 5. febrúar

Kafli 2 bls. 20 – 25

Verkefni nr. 1 – 6 bls. 25 -28

8. – 12. febrúar

Kafli 2 bls. 26-28

Verkefni um frumeindalíkön

15. – 19. febrúar 22. – 26. febrúar

Kafli 2 bls. 26-28 Kafli 2 bls. 29 – 31 Fimmtud.: Vetrarfrí Föstud.: Vetrarfrí

Verkefni nr. 7 – 8 bls. 27 – 28 Verkefni nr. 9 – 16 bls. 29 – 31

Lokið


29. feb– 4. mars

Kafli 2 bls. 32 – 35

7.– 11. mars

Kafli 2 bls. 35 – 38. (sleppa: Súrál og ál bls. 34)

14. – 18. mars

Kafli 3 bls. 39 – 41

21. mars – 25. mars 28. mars. – 1. apríl

PRÓF úr bls. 7 – 31. . Verkefni 17 – 23 bls. 35

Verkefni nr. 24 – 41 bls. 36 – 38

PÁSKALEYFI Kafli 3 bls. 42 – 50. (Sleppa: Rauðablástur á bls. 45-46)

Verkefni nr. 1 – 6 bls. 41

Mánud.: Annar í páskum Þriðjud.: Starfsdagur án nemenda 4. – 8. apríl 11. – 15. apríl

Verkefni nr. 7 – 26 bls. 42 – 50.

Kafli 4 bls. 51 – 56 Verkefni nr. 1 – 3 bls. 53 – 54

18. – 22. apríl

Kafli 4 bls. 57 –63 (Sleppa bls 64 –71)

Verkefni nr. 4 – 11 bls. 58 – 63

25. – 29. apríl

Kafli 4 bls. 70 – 73 (Sleppa: Súrt regn bls. 74)

Verkefni nr. 17 – 22 bls. 75 – 76

2. – 6. maí

Samantekt og upprifjun

9. – 13. maí Vorpróf hefjast 16. – 20. maí


Íslenska 8. bekkur Vorönn 2016

Hagaskóli 18. janúar- 19. febrúar

Gunnlaugs saga ormstungu – verkáætlun

Markmið Meginmarkmið með lestri á Gunnlaugs sögu ormstungu er að veita nemendum innsýn í íslenskan menningararf og íslenskar miðaldabókmenntir. Lögð er áhersla á að nemendur fái þjálfun í að lesa Íslendingasögur og geti sett sig í spor persóna. Eftirfarandi markmið eru til grundvallar:   

Að nemandi geti lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar bókmenntir. Að nemandi geti gert sér grein fyrir gildi bókmennta. Að nemandi geti beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði. Sbr. Aðalnámskrá grunnskóla: Greinasvið 2013, bls. 96-105.

Tímaáætlun Tímabil

Kaflar

Verkefni og námsmat

18.-22. jan 27.-29. jan 1.-5. feb

1-3

Lestur og umritun á handriti, verkefni 1 í vinnubók.

4-5

Verkefni 2 og spurningar 1-6 í verkefni 3.

6-8

8.-12. feb

9-11

15.-19. feb

11-13

Paralestur í tímum og endurritun texta úr sögunni (glósur). Spurningar 7-10 í verkefni 3. Verkefni 4 og 5 Paralestur í tímum og endurritun texta úr sögunni (glósur). Verkefni 6, spurningar 1-4. Verkefni 6, spurningar 5-6, orðskýringarverkefni (7) Nemendur ljúka við vinnubók og glósur Vinnubók lokið og skilað í lok vikunnar 10% Ritunarverkefni 40% Vetrarfrí

25.-26 feb. 29. feb-4. mars 7.-11. mars

Próf 10% Smiðjuverkefni úr Gunnlaugs sögu lagt fyrir og vinna hefst. Smiðjuverkefni halda áfram og þeim skilað 40%.

Athugið að tímaáætlunin er til viðmiðunar. Dagsetningar gætu breyst.


Námsmat Nemendur skila fjórum verkefnum sem námsmat í Gunnlaugs sögu byggir á og eru þau merkt með bláum lit í tímaáætlun. Við mat á smiðjuverkefni og ritunarverkefni verður notast við sóknarkvarða sem nemendur fá áður en verkefnavinnan hefst. Einkunnagjöf fyrir próf miðast við ákveðinn stigafjölda á bak við hvern bókstaf. Glósur Nemendur skulu glósa alla kafla Gunnlaugs sögu samkvæmt leiðbeiningunum hér að neðan.

3.

1. Gefið hverjum kafla lýsandi heiti. 2. Gerið lista yfir þær persónu sem koma fyrir í kaflanum. Endursegið það sem gerist í kaflanum með ykkar eigin orðum (heilar setningar). 4. Orðskýringar: Skrifið niður orð sem þið skiljið ekki og hvað þau merkja. 5. Skýringarmyndir/ættartré/myndskreytingar eftir því sem við á.


Íslenska – 8. bekkur, mars-maí 2016 Kennarar: Helga Birgisdóttir og Tryggvi Már Gunnarsson Markmið náms í íslensku er að gera nemendur að öflugri málnotendum, sem þekkja móðurmálið sitt og geta beitt því af öryggi. Móðurmálið er lykill að öflun og miðlun upplýsinga og því byggir nám í 8. bekk fyrst og fremst á því að þjálfa málnotkun, lestur og málfræði. Seinni hluta vorannar verður skipt upp í þrjár lotur sem hér segir: Lota 1 Tímabil 7.-18. mars

Hæfni Að nemandi átti sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka.

Viðfangsefni Ljósritað hefti um smáorð frá kennara.

Námsmat Nemendur búa til stuðningsefni (glósur) um flokka smáorða. Hópverkefni. (5%)

Hæfni Að nemandi geti notað algeng hugtök í bragfræði. Lesið og túlkað ljóð af ýmsum toga, og frá ýmsum tímum.

Viðfangsefni Ýmis ljóð, valin af kennara, ásamt ljóði sem nemandi velur sjálfur.

Námsmat Ljóðaverkefni. (5%)

Að nemandi þekki sagnorð og helstu málfræðieinkenni þeirra.

Ljósritað sagnorðahefti frá kennara.

Að nemandi geti lesið almenna texta af öryggi, lagt mat á þá og túlkað.

Smásagan „Reiði“ eftir Auði Jónsdóttur í Smásagnasmáræði.

Að nemandi þekki flokka óbeygjanlegra orða og geti greint á milli þeirra. Lota 2 Tímabil 30.mars -29. apríl

Að nemandi geti beitt grunnhugtökum í bókmenntafræði. Lota 3 Tímabil 2.-10. maí

Hæfni Á vorprófi er hæfni nemenda í eftirfarandi þáttum m.a. könnuð: -orðflokkagreining. -notkun á smáorðum og sagnorðum. -lesskilningur (ljóð og bókmenntatexti).

Námsefni Upprifjun fyrir vorpróf, skv. gátlista sem dreift verður í upphafi lotunnar.

Að auki gilda verkefni úr Gunnlaugs sögu 25% einkunnar á vorönn.

Námsmat Vorpróf. (15%)



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.