Kennsluáætlun 9.bekkur Haustönn 2016
Allar kennsluáætlanir eru birtar með fyrirvara um breytingar
Samfélagsfræði, haustönn 2016
Lota 1: 23. ágúst– 30. september. Þetta blað skal geyma í möppu nemanda. Athugið að verkefni geta bæst við og öðrum getur verið kippt út af listanum. Þegar lotu lýkur Þegar lotunni lýkur þurfa nemendur að vera búnir með öll verkefnin sem hér koma fram og kennari þarf að hafa kvittað fyrir að þeim hafi verið lokið. Sjálfsmat Lögð er áhersla á að nemendur meti eigin þekkingu á viðfangsefninu hverju sinni og beri ábyrgð á eigin námi.
Hæfniviðmið 1. lotu, unnin upp úr Aðalnámskrá grunnskóla og námsefni:
Að nemandi geti sagt frá síðari heimsstyrjöldinni sem meiri háttar ófriði á 20. öld og greint frá orsökum hennar og afleiðingum. Að nemandi geti leitað að heimildum um síðari heimsstyrjöldina, metið þær með gagnrýni og sýnt hvernig ólíkar heimildir geta sagt söguna á ólíkan hátt. að nemandinn geti sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum.
Námsefni Styrjaldir og kreppa. Saga 20. aldar I. Bls. 106 – 139 Skilaverkefni í þessari lotu
Hópverkefni Finndu svar og þjálfið hugann bls. 116, 124, 133 og 137. Þið vinnið vinnubók en hún er fyrst og fremst ætluð til þess að dýpka skilning og undirbúa ykkur fyrir verkefni í lok þessarar lotu.
Vika
Kaflar
Verkefni í vinnubók
22.-26. ágúst
Bls. 106 – 115
29. ágúst –
Bls. 118 – 123.
Finndu svar bls. 124 – sp. 21-27 – þjálfaðu hugann – sp. 35.
5.-9. september
Bls. 126132.
Finndu svar bls. 133 – þjáfaðu hugann
12. – 16. september
Bls. 135137.
Finndu svar bls. 137 – þjálfaðu hugann
2. september
Finndu svar bls. 116 – sp. 1-8 – þjálfaðu hugann 12.
Hópverkefni.
19.-23. september
Hópverkefni.
26.-30. september
Hópverkefni og skil.
– sp.
Lota 2: 3.október – 10. janúar.
Þetta blað skal geyma í möppu nemanda. Athugið að verkefni geta bæst við og öðrum getur verið kippt út af listanum. Þegar lotu lýkur Þegar lotunni lýkur þurfa nemendur að vera búnir með öll verkefnin sem hér koma fram og kennari þarf að hafa kvittað fyrir að þeim hafi verið lokið. Sjálfsmat Lögð er áhersla á að nemendur meti eigin þekkingu á viðfangsefninu hverju sinni og beri ábyrgð á eigin námi.
Hæfniviðmið 2. lotu, unnin upp úr Aðalnámskrá grunnskóla og námsefni:
Nemandi fái yfirsýn yfir hvernig ástandið var í heiminum eftir lok síðari heimsstyrjaldar.
Nemandi kynni sér mikilvægar fjölþjóðlegar deilur á 20. öld og fram á yfirstandandi öld.
Nemandi leiti að heimildum, velji þær og meti af gagnrýni og miðli til annarra. Átti sig á því hvernig ólíkar heimildir geti sagt söguna á ólíkan hátt.
Námsefni Frelsi og velferð. Saga 20. aldar II Skilaverkefni í þessari lotu
Hópverkefni Finndu svar og þjálfið hugann bls. 9, 18, 27, 36, 44, 77 og 85 Lokapróf
Þið vinnið vinnubók en hún er fyrst og fremst ætluð til þess að dýpka skilning og undirbúa ykkur fyrir verkefni og próf í lok þessarar lotu.
Vika
Kaflar
Verkefni í vinnubók
3. – 7. október
Bls. 4- 9
Finnið svar bls. 9
10. – 14. og 17. október
Bls. 5-18
Finnið svar bls. 18
25. – 28. október
Bls. 5-18
Þjálfið hugann bls. 18 og umræðuefni 6 og 7
31. otk. – 4. nóvember
Bls. 20-26
Finnið svar bls. 27 og Umræðuefni 23 og 24.
7. – 11. nóvember
Bls. 29-35
Finnið svar bls. 36
14. – 18. nóvember
Bls. 37- 43
Finnið svar bls. 44 og umræðuefni 45
21. – 25. nóvember 28. nóv. – 2. desember
Hópverkefni Bls. 72-76
5. – 9. desember 12. - 16. desember 4. – 10. janúar
Hópverkefni – skil / Finnið svar bls. 77 Þemavika þvert á greinar
Bls. 78-83
Finnið svar bls. 85 Upprifjun fyrir próf og lokapróf
Kennsluáætlun Enska, haust 2016 9. bekkur, 3 x 60 mín á viku Kennarar: Karl Sigtryggsson og Vignir Andri Guðmundsson Hæfniviðmið eru í samræmi við Aðalnámskrá Grunnskóla 2014 Hlustun: Getur skilið daglegt mál er varðar hann sjálfan og hans nánasta umhverfi þegar talað er skýrt. Lesskilningur: Getur lesið og skilið texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum og áhugamálum. Getur lesið sér til gagns og gamans stuttar bækur. Munnleg tjáning: Getur haldið uppi samræðum með stuðningi frá viðmælanda með eðlilegum framburði og áherslum á lykilorðaforða. Ritun: Getur skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega, tengt saman einfaldar setningar, stafsett flest algengustu orðin og notað algengustu greinarmerki, eins og punkta og spurningarmerki. Geti þýtt einfalda texta, bæði úr íslensku á ensku og öfugt. Námsleiðir Til þess að ná hæfniviðmiðunum er notast við eftirfarandi námsgögn: Spotlight 9, lesbók og vinnubók Hlustunaræfingar, s.s. kvikmyndir og tónlist. Hraðlestrarbækur Margmiðlunarefni Hópverkefni bæði innan ensku og á milli námsgreina Ritunardagbók Margvísleg önnur verkefni s.s. Málfræði, ritun, krossgátur, lesskilningsverkefni o.fl. Efni annarinnar verður unnið í lotum. Upplýsingar um efni og námsmat lotanna má nálgast á Mentor. Námsmat Námsmat er símat sem felst í könnunum úr Spotlight, málfræðiverkefnum, hópverkefnum, kynningum, vinnu og ástundun í tímum og ýmsum öðrum verkefnum sem unnin verða á önninni. Notast verður að hluta til við sjálfsmat og jafningjamat í þemavinnu vetrarins. Lokaeinkunn í vor er metin út frá einkunnum verkefna og kannanna sem unnin verða á skólaárinu. Nánar má sjá vægi verkefna og prófa í verkefnabók.
Gera má ráð fyrir því að einhverjar breytingar geti orðið á eftirfarandi áætlun. Kennarar tilkynna um allar slíkar breytingar eins fljótt og auðið er. Tímabil
Efni
Verkefni
Lokið
Lota 1
Spotlight 9 Kafli 1 Hlustunaræfingar Málfræði Viðtalsverkefni Ritunardagbók Kvikmynd
Lota 2
Spotlight 9 Kafli 2 Hlustunaræfingar Málfræði Ritunardagbók Hópverkefni Tíðir sagna
Lota 3
Spotlight 9 Kafli 3 Hlustunaræfingar Málfræði Ritunardagbók Hópverkefni Óreglulegar sagnir
Kynning á námsefni haustannar. Lesbókin Spotlight 9 afhent ásamt vinnubók. Vinnubók alltaf unnin jafnhliða lesbók. Lesbók: bls. 7-27 Vinnubók: bls. 7-25 Málfræði: bls. 123-129 Könnun Unnið verður með kvikmynd Gera má ráð fyrir að einhverjum bls. verði sleppt í Unit 1
Lesbók: bls. 28-41 Vinnubók: bls. 28-45 Málfræði: bls. 130-137 Könnun Gera má ráð fyrir að einhverjum bls. verði sleppt í Unit 2
Lesbók: bls. 42-63 Vinnubók: bls. 48-65 Málfræði: bls. 138-144 Hraðlestrarbók Könnun Gera má ráð fyrir að einhverjum bls. verði sleppt í Unit 3
Kennsluáætlun, stærðfræði 9.bekkur. 9. bekkur, 4 x 60 mínútur á viku Kennarar: Signý Gísladóttir og Sigríður Hafstað. Námsefni Skali 2A og 2B.
Námsmat Próf Verkefni
1. Talnareikningur Skali 2A Tímabil
Hæfnimarkmið
Viðfangsefni
23/8-
Nemandi á að geta borið saman og breytt tölum, sem eru á forminu heilar tölur, tugabrot, almenn brot, prósent, prómill og á staðalformi, úr einu forminu í annað.
Prósentureikningur
7/10
Nemandi á að geta reiknað með almennum brotum, framkvæmt deilingu með almennum brotum og einfaldað brot. Nemandi á geta notað þætti, veldi, ferningsrætur og frumtölur í útreikningum. Nemandi á að þekkja ræðar tölur, óræðar tölur og rauntölur.
2. Föll Skali 2A
Námsmat
Veldi og ferningsrót
Próf
Tugveldi og tölur á staðalformi
Verkefni
Talnamengi
Tímabil
Hæfnimarkmið
Viðfangsefni
Námsmat
10/10-
Nemandi á að geta búið til föll sem lýsa tölulegum tengslum, lýst þeim og túlkað þau og breytt föllum, sem sett eru fram í formi grafa, taflna, formúlna og texta, úr einu forminu í annað.
Línuleg föll – beinar línur
Próf
Jafna beinnar línu
Verkefni
2/12
Hallatala línu Teikna föll í hnitakerfi
Nemandi á að þekkja eiginleika hlutfallsfalla, línulegra falla og 2. stigs falla og geta nefnt dæmi úr daglegu lífi sem hægt er að lýsa með þessum föllum
3. Mælieiningar Skali 2A Tímabil
Hæfnimarkmið
Viðfangsefni
Námsmat
5/12 –
Nemandi á að geta reiknað með slumpreikningi og reiknað af nákvæmni lengd, ummál, horn, flatarmál, yfirborðsflatarmál, rúmmál, tíma, hraða og eðlismassa, svo og notað og breytt mælikvarða
Tímaútreikningar
Próf
Mælieiningar
Verkefni
3/2
4. Rúmfræði og útreikningar Skali 2B
Hlutfallareikningur
Tímabil
Hæfnimarkmið
Viðfangsefni
Námsmat
6/2-
Nemandi geti rannsakað og lýst eiginleikum og einkennum tvíog þrívíðra mynda og forma og notað þau í tengslum við rúmfræðiteikningar og útreikninga.
Flatarmál og ummál
Próf
Rúmfræði hrings
Verkefni
17/3
Þrívíð rúmfræðiform og myndir
Nemandi geti reiknað lengd, ummál, horn, flatarmál, yfirborðsflatarmál, rúmmál, tíma hraða og massa svo og notað og breytt mælikvarða . Nemandi geti gert grein fyrir tölunnni π (pí) og notað hana í útreikningum á ummáli, flatamáli og rúmmáli
5. Líkur og talningarfræði Skali 2B Tímabil
Hæfnimarkmið
Viðfangsefni
Námsmat
20/3-
Nemandi á að geta fundið og rökrætt um líkur í tilraunum og útreikningum i verkefnum úr daglegu lífi og í spilum.
Einfaldar líkur. Reikna út líkur í einföldum verkefnum sem tengjast hversdagslegum athöfnum.
Próf
Nemandi á að geta sagt til um líkur með almennum brotum, prósentum og tugabrotum
Segja til um líkur með almennum brotum, tugabrotum og prósentum.
12/5
Talningafræði. Segja til um fjölda mögulegra útkomna tiltekins atburðar. Reikna út fjölda mögulegra semsetninga atburða Flokka gögn í Vennmynd
Verkefni
Kennsluáætlun Danska, haust 2016 9. bekkur, 2 klukkustundir Kennari: Hildur Ásgeirsdóttir
Markmið Hlustun:
Skilur talað mál um efni er varðar hann sjálfan, áhugamál hans og daglegt líf þegar talað er skýrt og áheyrilega. Skilur aðalatriði talmáls þegar fjallað er um málefni úr viðfangsefni dönskunámsins.
Lesskilningur: Getur lesið auðlesna texta af fjölbreyttum toga um daglegt líf og áhugamál sem innihalda algengan
orðaforða. Getur lesið léttar bækur og greinar og fjallað um efni þeirra. Getur beitt mismunandi lestraraðferðum í ólíkum tilgangi .
Munnleg tjáning:
Getur tjáð sig um það sem viðkemur daglegu lífi hans og því sem stendur honum nærri á vel skiljanlegu máli. Getur flutt stutta, undirbúna kynningu og svarað spurningum um efnið.
Ritun:
Getur skrifað samfelldan texta um efni sem hann þekkir, beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt, sýnt fram á allgóð tök á daglegum orðaforða sem unnið hefur verið með.
Námsefni Til að ná ofangreinum markmiðum er notast við eftirfarandi námsgögn: Smil, les- og vinnubók eftir Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur og Ernu Jessen. Fjölfölduð verkefni í málfræði. Léttlestrarbók sem prófað verður úr. Hlustunaræfingar. Danskar kvikmyndir og tónlist. Námsspil.
Kennsluhættir Lögð er áhersla á að hafa fjölbreytni í kennsluháttum þar sem tekið er mið af mismunandi námsnálgun og stöðu nemenda. Unnið er jöfnum höndum með meginþætti tungumálsins; lestur, hlustun, talað mál og ritun. Í kennslustundum er unnið með lesbók og vinnubók sem tengist textanum. Auk þess lesa nemendur léttlestrarbækur og texta af ýmsum toga. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér mismunandi lestraraðferðir, s.s. nákvæmnislestur, leitarlestur og hraðlestur. Nemendur eru þjálfaðir reglulega að hlusta á mælt mál og vinna verkefni sem prófa skilning á málinu. Málfræði verður samþætt lestri og ritun og verður lögð áhersla á upprifjun helstu orðflokka og einkenni þeirra. Fjölbreytt ritunarverkefni fylgja vinnubók en auk þeirra skrifa nemendur stutta texta frá eigin brjósti, t.d. í dagbókarformi. Nemendur kynnast dönsku samfélagi, menningu og siðum með aðstoð kvikmynda og tónlistar.
Námsmat Nemendur taka nokkur skyndipróf á önninni og vinna önnur verkefni, ásamt því að vinna þeirra er metin jafnt og þétt. Í lok vetrar ( á vorönn) fá nemendur eina einkunn sem er byggð á þessum þáttum. Verður sú einkunn gefin í bókstöfunum A-D samkvæmt nýrri aðalnámsskrá.
Á haustönn er eru tveir kaflar lesnir, Vikingerne og Den farlige verden, ef tími leyfir mun kaflinn Tøj og tilbehør bætast við. Nemendur lesa valdar blaðsíður úr köflunum og vinna samsvarandi blaðsíður í vinnubók. Auk þess vinna nemendur þemaverkefni, lesa léttlestrarbók, horfa á danskar bíómyndir og vinna valin verkefni í málfræði.
Kennsluáætlun Náttúrufræði haust 2014 9. bekkur, 2 x 60 mín á viku Kennarar: Haraldur Bergmann. Námsefni Markmið í líffræði er að finna í skólanámskrá Hagaskóla og eru í samræmi við markmið aðalnámskrár. Kennslubók: Mannslíkaminn. Námsmat Gefnar eru tvær einkunnir í líffræði, vinnueinkunn og prófseinkunn. Prófseinkunn: Lokapróf 100% Vinnueinkunn: Vinnubók Skyndipróf Verkefni Ástundun
35% 30% 25% 10%
Gera má ráð fyrir því að einhverjar breytingar geti orðið á eftirfarandi áætlun. Kennarar tilkynna um allar slíkar breytingar eins fljótt og auðið er. Tímabil 26. – 30. ágúst
Efni
Lokið
Kynning á námsefni 1.1 Frumur-vefir-líffæri bls. 6-12 1.2 Líffærakerfi líkamans bls. 12-15
2. – 6. sept. . 5. – 9. sept.
2.1 Melting og meltingarfæri bls. 1823
Sjálfspróf 2.1 sp. 1-6 Ljósrit um meltingu Sjálspróf 2.2 sp. 1-6
12. – 16. sept.
2.2 Nýting fæðu bls. 24-27
19. – 23. sept.
2.4 Öndun-öndunarfæri bls. 31-33 2.5 sleppa
2.3 Sleppa Sjálfspróf 2.4 Ljósrit um lungu
26.– 30 sept.
Sjálfspróf 3.1 Ljósrit um hjarta 3.1 Blóðrás líkamans bls. 40-45 Sjálfspróf 3.2
3. – 7. okt.
3.2 Blóðið og ónæmiskerfið bls. 4651
Krufning á lambshjarta
Föstud. 7. okt : Starfsdagur 10. – 14. okt.
Klára blóðið og upprifjun.
Kaflapróf
4. Húðin og stoðkerfið bls. 62-63 17. – 21. okt. .
Ljósrit um húðina 4.1 Húðin bls. 64-67 Þriðjud. 18. okt : Starfsdagur Miðvikud. 19. Okt.: Foreldraviðtöl Fim – fös. 20-21. okt : vetrafrí
24 – 28 . okt.
4.2 – 4.3 Beinagrind og vöðvar bls. 68-77 Mánud. 24. Okt.: Vetrarfrí
31. okt – 4. nóv
5.1 Taugakerfið bls. 79-81 5.2 Heilinn bls. 82-89 Fim. 3. nóv.: Gott mál
7. – 11. nóv.
5.4 Lykt, bragð og tilfinning bls.94-95 5.5 Sjón bls. 96-98
14. – 18. nóv. 21. – 25. nóv
28. nóv – 2. des.
Ljósrit um bein og vöðva
5.6 Heyrn og jafnvægisskyn bls. 99101
6.2 Þekktu líkama þinn bls. 116-119
6.4 Öruggt kynlíf 6.5 Frá fæðingu til dauða
5. – 9. des. 12. – 16. des.
Miðsvetrarpróf í annarri viku eftir áramót.
Kennsluáætlun Leiklist haustið 2016 9. bekkur (valhópar) 1 vikustund hálfan veturinn Kennari: Sigríður Birna Valsdóttir Helstu markmið - að virkja nemendur í skapandi ferli í hóp - að þjálfa nemendur í framsögn og leiktúlkun - að þjálfa nemendur í spunaleikhúsi - að þjálfa nemendur í tjá tilfinningar í gegnum leik - að styrkja sjálfsmynd og öryggi nemenda. Kennslutilhögun Unnið verður með spuna, ýmis konar leiki og einfaldar leiktúlkunaræfingar sem virkja sköpunarkraft nemenda. Einnig verður lögð nokkur áhersla á texta- og raddbeitingu. Nemendur fá innsýn inn í ólíka leikstíla og æfingar tengdar þeim. Farið verður í heimsókn í atvinnuleikhús og nemendum mun einnig standa til boða að fara á leiksýningu með hópnum. Hæfniviðmið: - að nemandi geti beitt einfaldri leiktækni í túlkun sinni - að nemandi geti flutt texta á skýran hátt í hlutverki - að nemendur geti nýtt undirstöðureglur í spuna í spunaleik - að nemendur geti tjáð tilfinningar á leikrænan hátt og beitt radd- og líkamsbeitingu til þess að styrkja túlkun sína í leik - að nemendur geti nýtt sér leikmuni og búninga til að styrkja sköpun sína - að nemendur geti skrifað handrit að stuttu leikverki með upphafi, miðju og endi. Námsmat Nemendur í leiklist eru metnir út frá mætingu, þátttöku í tímum, vinnubrögðum og framförum yfir veturinn. Beitt er símati og sjálfsmati. Gefin verður einkunn og umsögn í lok vetrarins. Lokið Tímabil Efni Verkefni september
Hópefli, samvinna og textavinna.
október
Rýmisskynjun og fókus. Spunavinna.
Ýmsir leikir og æfingar þar sem unnið er með traust og samvinnu. Raddæfingar og vinna með stutta texta. Einfaldar leikæfingar þar sem unnið er með rýmisskynjun og fókus. Ýmis spuna-verkefni þar sem áherslan er á að þjálfa nemendur í að beita reglum í spunaleik.
Nóvember desember
Spunavinna. Stöðuvinna. Leikþáttaskrif. Undirbúningur fyrir leiklistarkvöld þar sem nemendur koma fram fyrir aðstandendur
Ýmis spunaverkefni og æfingar þar sem áhersla er lögð á að nemendur kynnist ólíkum spunaaðferðum og nái góðri þjálfun í spuna. Einföld verkefni þar sem nemendur skrifa sína eigin leikþætti, bæði einir og í hóp. Ýmsar æfingar þar sem unnið er með mismunandi stöður í leik í gegnum leiklistaræfingar.
Nemendur halda leiklistarkvöld fyrir foreldra í desember þar sem þeir flétta saman verkefni vetrarins og setja á svið.