Niðurstöður könnunar olweusar á líðan og einelti í hagaskólavefur

Page 1

2015

Niðurstöður könnunar Olweusar á líðan og einelti í Hagaskóla. Nóvember 2015

1

Brynja Baldursdóttir, Eva Þorsteinsdóttir og Finnur Jens Númason


2015 Þáttaka: 96,8% • • •

Skilgreining á einelti:

8.bekkur 98,8 9.bekkur 94,9% 10.bekkur 96,4%

Endurtekið neikvætt eða illgirnislegt atferli eins eða fleiri einstaklinga sem beinist gegn ákveðnum einstaklingi sem á erfitt með að verja sig.

Líðan í skólanum: 88,7% nemenda líður vel/mjög vel í skólanum þar af 52,6% mjög vel 3,4% líður illa/mjög illa Þetta hlutfall hefur haldist nokkuð svipað undanfarin ár. Þó má nefna að haustið 2012 voru um 64% nemenda sem völdu möguleikann mjög vel en hins vegar þegar teknir eru saman möguleikarnir vel og mjög vel þá er heildarhlutfallið í þeim möguleikum sambærilegir milli ára. Allir starfsmenn skólans leggja sig fram við að fylgjast með líðan nemenda og bregðast við grunur um vanlíðan vaknar. Oft koma aðrir nemendur og láta vita af áhyggjum sínum af líðan annarra nemenda eða neikvæðum samskiptum og einelti sem þarf að bregðast við. Lögð er áhersla á það við nemendur við móttöku þeirra í 8.bekk að það er á okkar allra ábyrgð að skapa góðan skólabrag þar sem öllum á að geta liðið vel. Það er þó ábyrgð hinna fullorðnu að bregðast við málum sem upp koma og vinna samkvæmt þeim ferlum sem eru viðurkenndir við lausn mála.

Líðan í skólanum - Samanburður á árgöngum 2015:

70 60 50 40 30 20 10 0

59,2 50

48

mjög illa illa

38,5

36,3

33,7

hvorki né vel

0,6 1,2 5,3

8.bekkur

2

2 2,7 8,8

2,5 1,3 10

9.bekkur

10.bekkur

Brynja Baldursdóttir, Eva Þorsteinsdóttir og Finnur Jens Númason

mjög vel


2015

Einelti: Þeir sem telja sig verða fyrir einelti 2-3 í mánuði eða oftar – Niðurstöður Olweusar könnunarinnar frá því að Hagaskóli hóf þátttöku í verkefninu. 8,5 7,5

4,74,5 4,3 4,2 3,6 3 2,5 2 1,9 1,51,6 1,4

2010

2009

2008

2007

2006h

2006v

1,3

2012

2,5

2011

2,8

stúlkur 3,3 2,82,9

2,8 2,6 2,7 2,3 1,8 1,4

drengir samtals

2015

4,1 3,7

2014

5,1

4,7 4,7 4,6

6,4 5,8 5,3

2013

5,8

2005

9 8 7 6 5 4 3 2 1 0

Einelti í Hagaskóla í nóvember 2015 mælist 2,7% og jafnt milli kynja 2,8% stúlkur og 2,6% strákar. Síðustu 5 ár hafa komið ágætlega út en mæling undir 3% þykir ekki há en þýðir samt sem áður að það eru börn í skólanum sem upplifa einelti og við þurfum að finna þau og vinna með ef ekki er verið að vinna í málum. Í haust vitum við af nokkrum málum sem unnið hefur verið með og eru sennilega hluti af þessari mælingu en við þurfum líka að gera ráð fyrir því að einhverjir einstaklingar hafa ekki sagt frá eða skólanum hafa ekki borist upplýsingar um mál. Þátttaka í Olweusarverkefninu þýðir fyrir okkur sem skóla að við í skólasamfélaginu þurfum alltaf að vera vakandi fyrir allri neikvæðri hegðun og samskiptum sem geta bent til eineltis eða leitt til eineltis ef ekki er gripið inn í. Í haust var t.d. farið með fræðslu inn í 10.bekk sem tengdist m.a. hvernig sumir nemendur leyfa sér að fara yfir mörk í hegðun t.d. með niðurlægandi orðalagi og athugasemdum sem beinast að hópum eða einstaklingum. Þar sem umræður snerust m.a. um hvernig stöðvum við svona hegðun og komum í veg fyrir hana með því að segja:,,Ég kann ekki við þegar þú segir…“/,,Mér finnst vont þegar að…“ o.s.frv. Það er mjög mikilvægt að umræður um samskipti og líðan sé virk í skólasamfélaginu og að kennarar nýti t.d. umsjónartíma og/eða bekkjarfundi í verkefni þessu tengd.

3

Brynja Baldursdóttir, Eva Þorsteinsdóttir og Finnur Jens Númason


2015

Þeir sem telja sig verða fyrir einelti 2-3 í mánuði eða oftar – samanburður á árgöngum í nóvember 2015

6 5 4 3 2 1 0

5,7

4,1

3,9 3,1

2,6 1

1,4

2,5

strákar alls

1,2

8.bekkur

stelpur

9.bekkur

10.bekkur

Það gefur góða von að eineltið mælist lægst í 8.bekk sem er mjög ánægjuleg niðurstaða og rímar við að þessum árgangi virðist samkvæmt könnuninni líða mjög vel í skólanum. Eineltið mælist hærra í 9. og 10.bekk. Það kemur okkur ekkiað öllu leyti á óvart að eineltið mælist hæst í 9.bekk þetta árið en flest málin sem við höfum komið að í haust hafa tengst börnum í 9.bekk og þá stelpunum frekar en strákunum. Eineltið sem kemur fram í 10.bekk er frekar eitthvað sem kemur okkur meira á óvart og hefur ekki verið áberandi á yfirborðinu þó hafi mál komið upp í haust. Þessar niðurstöður kalla á að við aukum við forvarnar- og fræðsluefni tengt einelti í þessum árgöngum. Einnig ber að hafa í huga að það eru nemendur sem merkja við að verða fyrir ýmis konar óæskilegri hegðun sjaldnar og það bendir til að það eiga sér stað neikvæð samskipti sem gætu þróast út í eitthvað meira og verra og því er það alltaf mikilvægt að allir séu vakandi og láti vita ef eitthvað er. Það er betra að bregðast oftar við en ekki. Líkt og fyrri ár þá eru mun færri nemendur sem viðurkenna að vera gerendur í einelti eða 0,6%. Hins vegar eru um 2,5% nemenda sem viðurkenna að hafa einstaka sinnum verið gerendur. Svona niðurstaða er sambærileg við fyrri kannanir. Ýmsar skýringar geta verið á þessum viðbrögðum t.d. að gerandinn átti sig ekki á að hegðun hans og framkoma valdi öðrum óöryggi og vanlíðan. Einnig er erfitt að viðurkenna bresti eða mistök fyrir sjálfum sér og öðrum. Hér er enn og aftur mikilvægt að umræður nái til allra nemenda og þeir átti sig á áhrifum neikvæðrar hegðunar á þá og aðra í skólasamfélaginu.

4

Brynja Baldursdóttir, Eva Þorsteinsdóttir og Finnur Jens Númason


2015

Öryggi og vinátta í skólasamfélaginu: Það eru sterk tengsl á milli vinaleysis og vanlíðunar og óöryggis í skóla. Það eru nokkur börn í skólanum sem segjast vera vinalaus og í þeim hópi eru fleiri drengir en stúlkur. Það er mikilvægt að finna þessi börn og styrkja þau í að efla tengsl við aðra. Það er t.d. mjög mikilvægt að sýna bekkjarfélaögum sínum áhuga og virðingu þó að allir verði ekki bestu vinir. Í könnuninni eru spurningar sem snúa að því hversu öryggir nemendur telja sig vera og mæla ótta þeirra við að verða fyrir einelti. Það eru fleiri stúlkur en drengir sem óttast að vera lögð í einelti sem er 6% en ótti drengja mælist 2,2%. Þrátt fyrir að ótti í heildina mælist 4,2% hjá nemendum þá virðist samkennd þeirra mjög há en 91,5% stúlkna vorkenna og vilja aðstoða ef þær verða varar við einelti en 81,9% drengja. Hjá stúlkunum er u þetta svipaðar tölur og síðustu ár en það er ánægjulegt að sjá að drengirnir hafa verið að sýna aukna samkennd. Þá er um 2,1% nemenda sem finnst að sá sem verður fyrir einelti eigi það líklega skilið. Krökkunum finnst þetta alltaf svo merkilegt þegar niðurstöður eru kynntar fyrir þeim en auðvitað standa fáir einstaklingar á bak við þessar prósentur en svona svör geta bent til vanlíðunar þeirra nemenda sem svara og ríma við að það eru nemendum sem líður ekki vel í skólanum. Strákar eru viljugri til að taka þátt í einelti en 8% þeirra segjast geta hugsað sér að leggja í einelti eða taka þátt í því en aðeins 1,2% stúlkna. Fyrir nokkrum árum var þetta hlutfall hærra en vissulega viljum við sjá þau viðhorf hjá nemendum okkar að þeir hafni alfarið eineltistengdri hegðun. Þegar nemendur eru spurðir um það hvort að þeir skynji það að kennarar, umsjónarkennarar eða aðrir fullorðnir í skólanum grípi inn í og/eða stöðvi einelti/slæm samskipti og komi í veg fyrir einelti eða slæm samskipti t.d. með fræðslu þá hefur skynjun nemenda á það batnað. Það eru sífellt fleiri nemendur sem skynja það að fullorðnir grípi inn í en í ár eru 73% nemenda sem eru öruggir um það. Hins vegar eru um 15% nemenda sem telja að hinir fullorðnu geri lítið sem ekkert. Um 12% segja að hinir fullorðnu bregðist við öðru hvoru. Um 56% nemenda finnst að umsjónarkennarar geri nokkuð mikið eða mikið til að koma í veg fyrir einelti, um 22% finnst umsjónarkennarar gera töluvert og um 22% nemenda finnst að umsjónarkennarar geri lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir einelti. Þessi niðurstaða sýnir okkur að það sé mikilvægt að viðbrögð hinna fullorðnu sé sýnileg og að við orðum kannski markmiðin skýrar þegar við vinnum að forvörnum gegn einelti og neikvæðum samskiptum. Þegar unnið er í einstaka málum þá er það eðli málsins samkvæmt gert maður á mann og alls ekki þannig að heilu bekkirnir eða hóparnir séu meðvitaðir um að verið sé að vinna í málum. Þannig að þeir sem hlut eiga að máli eru meðvitaðir um vinnuna aðrir yfirleitt ekki.

5

Brynja Baldursdóttir, Eva Þorsteinsdóttir og Finnur Jens Númason


2015

Birtingarmyndir eineltis og hvar það á sér helst stað: Algengasta birtingamynd eineltis hjá strákum: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.

Yrt Útilokun Illt umtal, kjaftasögur Uppruni Einn í frímínútum Ógnað, hótað og þvingað Annað Líkamlegt, högg og spörk Tekið frá og eyðilagt Kynferðislegt Rafrænt

Algengasta birtingamynd eineltis, stelpur: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.

Útilokun Yrt Illt umtal Einn í frímínútum Rafrænt Uppruni Kynferðislegt Ógnað, hótað og þvingað Annað Líkamlegt, högg og spörk Tekið frá og eyðilagt

Almennt má segja að birtingarmyndir eineltis séu svipaðar hjá báðum kynjum. Einelti sem birtist með því að segja leiðinlega hluti, gera grín að, útiloka frá einhverju og svo framvegis er algengasta birtingamynd hjá báðum kynjum. Rafrænt einelti er töluvert algengara hjá stelpum.

Hvar á einelti sér helst stað?: Algengustu svæðin í skólanum þar sem einelti á sér stað eru: • • •

Á skólalóðinni Á göngunum Í kennslustofu með kennara

Næst á eftir kemur: • •

Í kennslustund án kennara Annars staðar í skólanum

Það vekur kannski helst athygli að einelti í matsal hefur dregist saman. Það mælist alltaf eitthvað einelti á viðkvæmum stöðum eins og í búningsklefum, klósettum og þess háttar en er samt sem áður ekki algengustu svæðin en kannski þau svæði sem eftirlit er minna og ekki stöðugt. Almennt má segja að þau svæði sem eru algengust eru þau svæði þar sem margir nemendur koma saman samtímis.

6

Brynja Baldursdóttir, Eva Þorsteinsdóttir og Finnur Jens Númason


Rafrænt einelti: Það eru fleiri stelpur sem telja sig verða fyrir rafrænu einelti en hlutfallið er 2,8% á móti 0,8% drengja. Algengast er að rafrænt einelti eigi sér stað utan skólatíma en eitthvað um að það gerist bæði utan og innan skólatíma. Það er enginn sem verður fyrir rafrænu einelti sem telur það aðeins gerast á skólatíma. Flestir sem verða fyrir rafrænu einelti vita hver gerði það en þó eru nokkrir sem eru ekki vissir.

Samantekt: Í stuttu máli má segja að niðurstöðurnar koma ekki á óvart en markmiðið er og hefur alltaf verið að ná að skapa skólaanda þar sem einelti fær ekki þrifist. Það að vera Olweusar skóli og geta lagt fyrir þessa árlegu könnun er gríðarlega mikilvægt og gefur góðar upplýsingar á milli ára. Áhersla er lögð á að vinna þannig með niðurstöðurnar að unnið sé með þá þætti sem við teljum að megi bæta hverju sinni. Að þessu sinni teljum við að nauðsynlegt sé að viðhalda stöðugri forvarnarvinnu í umsjónartímum og bekkjarfundum þar sem nemendum gefst tækifæri til að eiga umræður um einelti og samskipti svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á móttöku nemenda í 8.bekk sem mögulega skilar sér í góðri líðan í árganginum og litlu einelti. Hins vegar sjáum við að það þarf líklega að gera meira og kannski fjölbreyttari fræðslu í 9. og 10. bekk og stefnt verður að því á vorönn að lögð verði meiri áhersla á vinnu í þessum árgöngum. Einelti hefur alltaf slæm og varanleg áhrif á þá sem fyrir því verða og einnig á þá sem eru virkir gerendur og því gríðarlega mikilvægt að leggjast á eitt við að koma í veg fyrir það og vinna í þeim málum sem upp á yfirborðið koma.

Það má ekki gleyma því að það að verða fyrir einelti skilur eftir sig erfiðar og sárar tilfinningar hjá þolandanum og veldur honum vanlíðan sem þarf að hjálpa honum að vinna úr. Einelti er hræðileg, særandi og vond reynsla sem enginn ætti að þola.

7


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.