Hallinn des2014

Page 1

10. รกrgangur 2. tรถlublaรฐ 2014

Motorshow

Haffi

Sportster



t i l r i f y s

i n f E

014

er 2 semb

De

27 Forsetafundur 28 Sportster Iron 883 8 Sportster

29 Prjónamunstur

11 Stutt kynning á félaga # 181

30 Reykjavík custom bike show 2014

12 Haffi

33 Stutt kynning á félaga # 180

14 Potato Run

34 Scandinavian Motorshow East 2014

18 Bornholm Custom Show

38 Harley-Davidson Project LiveWire

21 Hamburg Harley Days

40 Stutt kynning á félaga # 182

23 Dyna Switchback

41 Dagskrá ársins 2015

24 Myndasýning

44 Hallærisplanið

Harley-Davidson Club Iceland var stofnaður í September 2005. H-DC ICE er áhugaklúbbur með það markmið að gæta hagsmuna íslenskra Harley-Davidson og Buell eigenda gagnvart yfirvöldum og öðrum utanaðkomandi áhrifum. Tilgangi sínum hyggst klúbb - urinn ná með samvinnu við samnefnda klúbba í Evrópu sem eru félagar í FH-DCE, Federation Of Harley-Davidson Clubs Europe. H-DC ICE er óháður allri MC klúbbapólitík. Formaður: Inda Björk Alexandersdóttir President@hdcice.is

Gjaldkeri: Brynjar Sveinsson treasurer@hdcice.is

Ritari: Martin Wüum secretary@hdcice.is

Heimasíða: www.hdcice.is Webmaster: Óskar Sigurðsson webmaster@hdcice.is Félagsblað H-DC ICE Hallinn er gefið út tvisvar á ári. Ritstjórn er ábyrg fyrir innihaldi blaðsins. Félagar eru hvattir til að senda inn efni í blaðið til að tryggja fjölbreytni.

Ritstjóri: Dagrún Jónsdóttir

Ritstjórn: Vantar enn

Ljósmyndarar: Anna Marín (annamarin.dk), Rúnar Björnsson, Brynjar gjaldkeri, Erla Sævarsdóttir, Spessi, Ólafur Sveinsson, Dagrún, Siggi Porter, Mundi, ­Ingibjörg, Haddi ­dreki, og ýmsir fleiri.

Útlit: Hallgrímur Egilsson

Prentun: Litróf

Forsíðumynd: Fyrirsæta Erla Sveinbjörg Sævarsdóttir, Ljósmyndari Anna Marin


Ágætu félagar! Ágætu félagar!

Gjalkerapistilinn.. Dagrún # 1

Ég er svo glöð með þetta blað og dagatal, eftir nokkurt suð í ykkur þá hrúguðust til mín greinar og myndir. Ég vissi að þið gætuð þetta. Takk kærlega fyrir kæru félagar. Ég vona að þið njótið og haldið áfram að taka þátt í blaðinu og starfinu öllu. Klúbburinn er fyrir okkur og er bara eins og við gerum hann. Ef við tökum þátt verður klúbburinn okkar sterkur og skemmtilegur, þá fer boltinn að rúlla, það koma fleiri og vilja vera með sem þýðir að fleiri taka þátt og alltaf verður meira og meira gaman. Hlakka til að taka þátt í 10 ára afmælisárinu með ykkur. Vonandi fáið þið einhverja krómaða pakka undir jólatréð, borðið góða mat og safnið orku fyrir allskonar á afmælisárinu okkar. Ykkar auðmjúki Ritstjóri Dagrún #1

Ef við tökum þátt verður klúbburinn okkar sterkur og skemmtilegur...


Formaðurinn hefur orðið... Inda Björk # 38

Heil og sæl... Heil og sæl...

Heil og sæl kæru félagar. Árið er búið að vera stórfínt þrátt fyrir að einhver deyfð sé yfir félagsmálum í hjólaheiminum almennt. Þessi deyfð hefur staðið yfir í alllangan tíma og nú biðla ég til ykkar félagsmanna að taka ykkur rögg á næsta ári og vera meiri félagsverur. Koma á félagsfundi, hjóla með okkur og taka almennt meiri þátt í þeim dagskráliðum sem klúbburinn stendur fyrir. Næsta ár höldum við upp á 10 ára afmæli klúbbsins og ætlunin er að „bústa“ upp þá dagskráliði sem hafa verið við líði, stað þess að auka á þá. Ástæða þess er sú að það eru svo margir klúbbar sem hafa flottar uppákomur og uppákomurnar yfir sumartímann eru nánast um hverja helgi. Það er mat okkar í stjórninni að það er betra að gera meira úr þeim dagskráliðum sem við erum með fastneglda stað þess að bæta mikið við þá föstu viðburði sem eru fyrir. Um miðjan marsmánuð á næsta ári verður norðurlandafundurinn haldinn hérlendis og hingað koma stórir hópar frá Finnlandi, Noregi, Danmörk og Svíþjóð. Við höfðum hugsað okkur að

halda einhverja dagskrá í tilefni fundarins og samtvinna það við afmælisveisluhöld með tilheyrandi partýstandi og skemmtilegheitum þar sem allir verða velkomnir að taka þátt með okkur. Ég vil líka eindregið benda ykkur á að ef þið lumið á hugmyndum um hvernig má „bústa“ upp dagskráliði eins og Potato Run, dagsferð og Kick Startið okkar þá endilega hafið samband við okkur annaðhvort símleiðis, í gegnum Facebook eða tölvupóst. Okkur langar alveg rosalega til að gera hlutina vel á afmælisárinu þannig endilega þið sem lumið á hugmyndum eða hafið áhuga á að taka þátt í því að láta hlutina verða að veruleika, hafið samband við okkur því öll aðstoð og öflugur hugmyndabanki er alltaf til góðs. En ég óska ykkur gleðilegra aðventu, jóla og nýs árs. Ást og friður, Frú President

5


Sælir félagar! Sælir félagar! Sælir félagar. Núna gengur í garð enn einn veturinn. Sumarið var nú ekki upp á sitt besta þetta árið, en vonum að næsta sumar verði þeim mun betra. Þá er bara að grípa verkfærin og byrja að mekka eitthvað við gripinn fyrir næsta sumar. Þetta fór allt mjög vel í sumar, kikkstart, potato run, dagsferðin og fleira sem við stóðum fyrir þetta árið. Útlendingarnir kaupa boli og peysur frá okkur eins og aldrei komi morgundagurinn og þar er Jim nokkuð seigur. Eins og alltaf erum við opin fyrir öllum uppástungum varðandi næsta ár og er um að gera að hafa samband við einhvern í stjórninni og koma með eitthvað ferskt inn í umræðuna, ekki vera feiminn. Næsta ár verður stórt, við verðum með norðurlandafundinn og kemur slatti af fólki frá Skandinavíu sem við ætlum að taka á móti með opnum örmum og bjóða upp á eitthvað skemmtilegt, þannig allir hafa augu og eyru opinn þetta verður auglýst á facebook, í blaðinu og á heimasíðunni okkar með góðum fyrirvara þannig að allir ættu að geta mætt. Kv Brynjar gjaldkeri #88.

6

Gjalkerapistilinn.. Brynjar #88


Ritarapistilinn.. Matti ritari # 158

Sælt veri (hjóla)fólkið! Sælt veri (hjóla)fólkið!

Sælir Harley unnendur! Í þessum pisli mínum langar mig að stikla á viðburðum á liðnu sumri. Þar að seigja eftir að ég kom inn í þetta aftur. Kick start party-ið var vel sótt og runnu borgararnir hratt út og voru skolaðir niður með hóflega miklum mjöð, enda voru höfðingjar á grillinu. Allt fór vel fram að vanda, þegar mótorhjólafólk hittist. þökkum við þeim RMC hjónum kærlega fyrir að hýsa okkur. Dagsferðin var döpur að hálfu H-DCICE og var því ákveðið að fara rúnt suður með sjó, því heyrst hafði að bifhjólaklúbburinn Ernir væru með einhverja uppákomu Því var brunað til þeirra upp í húsnæði á Miðnesheiðinni. Þar var byrjað að kúffa í sig pullum og þær skolaðar niður með svalandi kóki. Svo var burrað af stað og stefnan tekið á gegnum Hafnir og Grindavík. Gert var stutt stopp á flekaskilunum milli Ameríku og Evrópu og voru margir kátir þegar þeir sáu brúnna og hlupu strax af stað yfir hana, en þeir voru ekki eins kátir þegar þeir komust að því að þeir fengu eingan toll, þó þeir hafi skroppið til Ameríku. Svo var ekið til Keflavíkur og gert stutt stopp á höfninni, og svo var ferðinni slúttað hjá Icebike búðinni. Láki tók vel á móti okkur með samloku-hlaðborði, svalandi gosdrykkjum

og rjúkandi kaffi. Og þökkum við honum að sjálfsögðu fyrir flottar mótökur. Potato run verður skrifað annarstaðar um í blaðinu, því vegan mikkilla anna og stress í vinnunni varð ég að svíkjast um, og bið ég alla afsökunar á því og vona að mér sé fyrirgefið. Hríngferðin var mjööööööög fámenn, en eins og máltækið seigir “what happens in hringferðinni…….stay´s in hringferðinni”. En annars fór sumarið rólega af stað, en eftir sem á leyð fjölgaði hjólunum á götunum. Einnig hef ég sömu sögu að seigja af hittingunum, við áttum nokkra góða spretti í lok sumars. En farið nú að láta sjá ykkur á hittingunum hjá RMC, þetta er nú einusinni gert fyrir ykkur. Því fleyri því meira gaman. Svo í lokinn vil ég minna á (þó mér finnist ég ekki þurfa þess) á að H-DCICE á stórafmæli á næsta ári 10ára takk fyrir. Og það sem meira er þér er boðið. Það verður svakalegt ár, en það verður skrifað um það á öðrum stað í blaðinu. Afmæliskveðjur frá ritaranum Matta # 158

7


Ég hef verið með í huganum og eiginlega maganum að þýða stóra grein um Sportsterinn, úr AMCA blaði, en hef eiginlega ekki treyst mér í það þar sem hún er mjög stór.....en hvað haldið þið, hvað gerir maður ekki fyrir lesendur Hallans? Hér er hún komin, en verður í þremur blöðum, þessu og næstu tveimur. Njótið. Kv Dagrún Sportsterinn er klárlega eitt af heimsins bestu mótorhjólum en hefur samt alltaf verið kallað hálfgert frík. Þegar XL kom á markað 1957 með þáverandi nútímalegu mótorhúsi, og var með járn heddum eins og Knuklehead-inn alveg til 1985 og enn þann dag í dag er hugmyndin á bak við fjögurra knastása kjallarinn í líkingu við 1929, 45 Flathead-inn. Upphaflega var K/KH (19521956) var Sportsterinn með nútímalegri (þáverandi) V-twin vél, það er síðu ventla eins og Flathead. Það var ekki fyrr en 1957 sem Over head valve (OHV) kom á Sportsterinn enda floppaði tilraunin með síðu ventla vélina í sporthjóli alveg. Það eru margar getgátur hvers vegna Sportsterinn varð til, margir vilja meina að frakkir raceáhuga gaurar í H-D verkmiðjunni hafi verið ólmir í að koma OHV í sporthjól. Það var erfið fæðing og líklega komumst við aldrei að því hvað gerðist þar innanhúss

8

þegar Sportsteinn var á hönnunarborðinu. Þar sem XL hefur fyrir nokkru átt 50 ára afmæli er allt í lagi að upplýsa um helstu ástæður þess að ákveðið var að halda áfram með Flatheadmótor svona seint á ferlinu, þegar allir aðrir voru hættir að nota slíka mótora. Árið 1944 var önnur kynslóð Harley og Davidson fjölskyldanna farnar að reka verksmiðjuna, af upphaflegu stofnendunum var aðeins Arthur Davidson á lífi. Sigur í seinni heimstyrjöldinni var í augsýn og Post-war Model Committe var að plana framtíðina. Nýr Big twin mótor (Panhead) var langt komin í hönnunarvinnu, og krafan eftir stríðið að hjól væru léttari en um leið kraftmeiri. Einnig þóttu spennandi hugmyndir og hönnun BMW á drifskafti, þess virði að skoða betur. Almenningur vild fá hjól með drifskafti og OHV. H-D gerði þetta nýja hjól í grunninn úr hertýpunni AX með „ættleiddu“ drifskaftinu frá BMW, útliti sem féll að áhuga almennings og OHV. Það náði næstum „61-in OHV og var 70kg léttara en fyrri hjól, var með vökva framdempurum, og gorma dempurum að aftan. Það var kalla XOA í sögum HarleyDavidson, en gekk þó undir nafninu XAX hjá starfsfólkinu. Í rauninni þrjóskuðust þeir við að gera alveg nýjan mótor heldur breyttu síðu ventla mótornum bara í OHV.


Ef H-D hefðu verið fyrr á ferðinni með XOA hefði Sportsterinn með BMW útlitinu kannski orðið hittari. Í blaðinu Motorcyclist 1943 skrifaði áskrifandi viðvörun „Amerísku hjólaframleiðendurnir eru að fá harðan keppinaut frá Bretlandi. Þessi nýi Tiger 100 er alvöru sporthjól....mínir bestu vinir eru Indian og Harleyeigendur og þegar þeir komast að því að ég hef snúið mér að þeim Bresku verð ég álitinn svikari“ Þessi örfáu hjól sem voru innflutt frá Bretlandi fyrir stríð varð að flóði eftir stríðið. Hjólin frá Milwaukee höfðu nauman vinning í kappakstri við Bresku hjólin fyrir stríð á t.d Daytona þá þýddi þetta hrun í sölutölum eftir stríð. Árið 1948 seldust fleiri Bresk hjól í Kaliforníu en Indian og Harley til samans og þetta breiddist hratt út. Innflutningur á Breskum hjólum voru 3.1 % af seldum hjólum í USA 1939 en 1951 voru seld fleiri Bresk hjól í USA en voru framleidd þar. Triumph setti markið enn hærra fyrir 650 cc Thunderbird-inn á Ameríkumarkaðnum. Ralph Rogers sem stjórnaði Indian árið 1948 sá að þetta gat ekki gengið lengur, þeir veðjuðu á Wikwam sem var torkmeira en hafði svipað útlit og bresku hjólin. Fljótlega runnu út af færibandinu eins sýlendera 220 cc Arrow og tveggja sýlendra (hlið við hlið) 440 cc Scout-inn og 500,000 $ fjárfestingin fór að skila hagnaði. Á sama tíma hættu þeir framleiðslu V-twin Scout og Chief hjólið gekk mjög illa í sölu. Ralf Rogers vildi meina að hjólin með sýlendrana hlið við hlið myndi ná flugi og seljast í hundraða þúsunda tali, en fræðingar Business Week efuðust um hugmyndir hans því bresku hjólin væru það sem Amerískir hjólarar vildu. Þeir væru ornir leiðir á þungum fótbrjótandi Amerískum hjólum. Í The Indian Magazine vill einn greinarhöfundur meina að allt of lítið framboð sé að Amerískur léttum og litlum hjólum, en of mikið að „61-in og „ 74-in monsterum. Í þessu breska umhverfi átti hugmyndin um XOA flat twin mjög erfitt uppdráttar og var eiginlega í forystu fyrir alltof þung, fótbrjótandi monsterhjól. Það var líka mjög dýrt í smíðum svo því var einfaldlega rúllað út í járngáminn og það er ekki einu sinni til mynd að því. Ekki að undra að næsta tilraun H-D var að smíða „hlið við hlið“ tveggja sýlendra hjól til að leysa af „45-in hjólin sem þeir höfðu verið með fram til þessa. Eða eins og forseti fyrirtækisins orðaði í skýrslu árið 1948 „næsta hjól verður 500 cc og í útliti eins og þessi útlensku hjól sem virðast vera búin að setja línurnar hvað útlit varðar.“ Í Sömu skýrslu er talað um að Indian hafi innleitt þessa bresku línu hjá sér en hún hafi ekki sannað sig enn. Árið 1990 sagði William H. Davidson „Þegar Indian kynnti sín últra nútímalegu tegundir kom í ljós að þau voru misheppnuð enda náði sala á þeim aldrei flugi“. Indian setti þau á markað eftir alltof litlar prufukeyrslur, sem kom niður á þeim, því þau voru með mikla bilanatíðni. Sama gerðist hjá AMF seinna, bara framleiða nógu mikið frekar en huga að gæðum. Tilraunir Indian voru hræðilegar, hjólin biluðu stöðugt, voru alltof lítil (í cc). Harðir Indianeigendur höfnuðu þeim. Og þegar breska pundið féll úr 4$ í 2,8$ gat Indian ekki keppt við þau lengur og síðasti naglinn í Indian fyrirtækið var negldur í líkkistuna. Það fór um H-D sem hafði fylgst vel með tilraunum Indian. Nú skipti öllu að hanna hjól með hlið við hlið tveggja sýlendra mótor sem markaðurinn kallaði eftir. En um 1949, eftir að liggja yfir hugmyndum og pressunni sem fylgdi innflutningnum frá Bretlandi

varð það til þess að ákveðið var að venda sínu kvæði í kross og hætta við hlið við hlið sýlendra mótora og halda sig við V-twin. Það var enn eitt árið tapað í að finna réttu hönnunina til að leysa 45-in mótorinn af. Meðan á öllu þessu gekk var hjól sem sögubækurnar vilja ekki einu sinni viðurkenna en undirbjó jarðveginn fyrir Model K og Sportster. Þetta var KL hjólið, með nýtískulegum 45-in (750cc), high-output, high-camshaft, 60 gráðu V-twin mótornum. Þetta var mikilvægur nýtískulegur hlekkur í keðjunni, sem sjaldan er minnst á. H-D var á sama tíma sakað um að hafa ekki verið að „gera neitt“ í hönnun á þessum tíma. En auðvitað er sannleikurinn annar (eins og svo oft). John R. Bond sem var verkfræðingur hjá H-D uppúr 1940 var hvattur til að hanna og smíða alveg nýja og spennandi hugmynd af mótor, hann gerði það en engin þeirra var framleidd. Enda markaðurinn mjög erfiður og ekki þorandi að taka neina sénsa. H-D horfðu mikið til reynslu Indian og vildu því fara mjög gætilega. Ferlið frá hugmynd til sölueintaks var mjög dýr og mörg stig sem fara þarf í gegnum. Það var eitt að eyða 50.000 $ í hönnunarvinnuna á teikniborði í að fá leyfi hjá Development Committee fyrir 100.000 $ í viðbót fyrir smíðar á tilraunaeintaki og tilraunakeyrslu. Ef þetta ferli tókst vel var farið að hugsa fyrir frekari framleiðslu, en það þurfti ekki mikið til ef ófyrirséð vandamál komu upp varð tilraunakeyrslu ferlið erfitt og fór fljótt yfir kostnaðaráætlun. Það var Development Committee sem ákvað hvort hjól var þess virði að halda áfram að eyða peningum í hönnunarvinnuna og breytingarnar sem þurfti að gera eða bara henda því í járnagáminn. Einn af þessum mótorum batt Arthur Davidson miklar vonir við, það var KL mótorinn, sem komst ansi langt í hönnunarferlinu en var að lokum hent í járnagáminn. Á síðustu árum hans hafði hann áhrif á að haldið var áfram með KL mótorinn lengi vel, þar sem hann var mjög hrifinn að þeirri hugmynd að leysa WL síðu ventla mótorinn með heitum 45-in OHV. Sumir halda því fram að Vincent Rapide mótorinn hafi verið innblástur fyrir H-D. Allavega segja eldri starfsmenn H-D að KL mótorinn hafi verið nánast tilbúinn 1948 til að vera settur í hjól með WL gírkassanum,en þá reið breska innreiðin yfir og allt sigldi í strand með þessa hugmynd þar sem markaðurinn kallaði eftir nýrri hugmynd. Þeir fóru reyndar í að hanna betri gírkassa við KL mótorinn sem var svo seinna notaður við síðu ventla K mótorinn. Það voru ansi miklar framtíðarsýnir sem umsjónamenn KL deildarinnar höfðu. Eitt af því var að hafa mótor og gírkassa í einu húsi til að koma í veg fyrir uppásnúning milli vélar og gírkassa.

9


61 OHV mótorinn árið 1936 og trú H-D á að KL mótorinn yrði Knuklehead deja vo nema núna uppá móti Bresku innreiðinni. Reyndar var þessi high-cam, stuttu undirlyftustanga KL mjög góður, snérist hraðar og ventlarnir virkuðu betur en í löngu undirlyftustanga EL/FL Big Twin og skiluðu næstum sömu hestöflum. Hugsaðu þér þennan nýja mótor með sport gírkassa, grind með góðri fjöðrun og nýtísku útliti þá hefði KL hjólið tekið yfir ameríska þjóðvegi. En allar þessu nýju hugmyndir og óþekkta tækni þurfti meiri aðlögunartíma. Á sama tíma kölluðu söluaðilar H-D hátt eftir nýjum tegundum, til að leysa gamaldags 45 hjólin af. Enda hafði H-D lofað nýju hjóli lengi og meðal annars hætt við framleiðsluna á XOA og hlið við hlið tveggja sýlendra mótoranna.

Annað var að hann hafði álhedd og var með 60°halla á milli sýlendra í stað 45°hingað til. Snertiflöturinn á stimpilstöngunum var hlið við hlið. Og knastásinn var ofarlega í v-inu sem gerði það að verkum að undirlyftustangirnar voru mun styttri. Keðja var notuð til að drífa knastásinn og dýnamóinn, ventlarnir voru lokaðir með stýringum en ekki gormum eins og verið hafði. Hver sýlender hafði sinn eigin Linkert blöndung. Myndir sýna að þetta var mjög líkt K hjólinu, en var með OHV álmótor (allur) og framúrstefnuleg púst sem komu út á hlið sem var reyndar skondið því þannig hafði fyrsti eins sýlenders H-D verið. Miðað við hvað H-D hafði eytt miklum tíma og pening í KL mótorinn hafa þeir gert sér miklar vonir með hann. Í tilraunadeildinni var hann geymdur og hafður til sýnis í marga áratugi til áminningar um misheppnaða tilraun sem allir höfðu bundið miklar vonir við. Hann hafði eiginlega svona „gælu“ stöðu líkt og

10

Nú varð H-D að hugsa upp nýja hugmynd á sama tíma og KL-inum var pakkað uppí hillu. Ein þeirra var að uppfæra WL-inn frá 1950 með vökva dempurum að framan, handkúplingu, fótskipti og race-engine uppfærslu á mótornum. En þessu var hafnað þar sem það þurfti alveg nýja hugmynd frá 1929 grunninum og talið útilokað að það væri hægt að halda áfram að láta gamla 45 mótorinn ná söluvinsældum eina ferðina enn.....eða hvað? Árið 1949 kom einn óreyndur snillingur hjá H-D með þá hugmynd að í stað þess að uppfæra WL-inn af hverju þá ekki að breyta KL-inum, taka þessa high-cam parta úr og gera hann aftur að síðu ventla bara með nýtísku hugmyndum um sem gera mætti við grunninn að 45. Þetta væri tiltörlega ódýrt og þannig mætti kaupa frest þar til frekari hönnunarvinna hefði verið lögð í KL hugmyndina. – framhald í næsta blaði


Stutt kynning á félaga # 181 Nafn: Piotrek Wasik Fæðingardagur: o5.11 ´81 Heimili: Hafnarfjörður Hjólaeign: H-D Fat Boy 2004 Hvað varð til þess að þú byrjaðir að hjóla: Alltaf verið draumur Hvernig kom til að þú eignaðist fyrsta Harley hjólið: Draumurinn varð að veruleika þegar ég var 27 ára og kominn til Íslands. Mjög erfitt að eiga Harley í Póllandi. Var stefnan alltaf tekin á Harley: Já Hvað hefurðu hjólað lengi (í hvað mörg ár): 6 ár Á hvaða hjólamót erlendis myndir þú vilja fara? Alls konar. Hefurðu sótt mótorhjólasamkomur erlendis? Hvaða: Í Póllandi 3-4 en ekki á hjóli. Gerirðu við hjólið þitt sjálfur: Get ekki sagt það, skipti um olíu og svoleiðis enn allt annað læt ég gera í RMC. Hefurðu breytt/eða látið breyta Harley hjóli að þínum smekk: Hef fullt af hugmyndum en vil halda þessu hjóli orginal. Myndi frekar kaupa annað og breyta. Hvað er drauma Harley hjólið?: Þetta hjól var draumahjólið, en nú er ég farin að sjá önnur sem mig langar í, en ætla alltaf að eiga þetta. Hvernig kynntist þú H-Dc ice: Hjá Badda, svona mánuði fyrir Potato. Hvað langar þig til að verði gert í tilefni 10 ára afmælis H-Dc Ice 2015? Ég myndi vilja hafa Big party, open free run með öllum klúbbum. Minna fólk á hvers vegna það elskar mótorhjól og láta það gleyma leiðindunum og aggressive-inu í smá stund.


h·a·f·f·i Hafsteinn Sigurðarson er fæddur 1991 og er því líklega yngsti Harleyeigandi á Íslandi, hann er sonur Sigga danska, ólst upp í Danmörku frá 5 ára aldri, en flutti aftur heim 17 ára. Hann fór strax í bílprófið og litla hjóla prófið þegar hann flutti heim og rúllaði verklega hlutanum upp og skriflegu prófunum á dönsku, sem hann æfði sig á, en prófin voru á íslensku sem hann hafði ekki lært í skóla svo að honum gekk mjög illa í skriflega hlutanum, þar til pabbi talaði við prófdómarana og Hafsteinn fékk túlk. Þá rúllaði hann prófinu upp. Hann keypti sér Suzuki Savage 650 sem rétt sleppur fyrir litla prófið. Hann notaði það helling og var alveg ákveðinn í að taka stóra prófið þegar hann hefði aldur til, enda draumurinn að eignast Harley. Enda alinn upp við að amerísk ökutæki séu einu ökutækin sem vert er að eiga. Hann fékk svo stóra mótorhjólaprófið í september 2010 en hafði keypti Harley-Davidson FLH 1974, gamlan lögguþjón, í maí það ár. Hann byrjaði því ekki að hjóla á Hallanum fyrr en vorið eftir. Hann hefur notað hjólið mikið til að rúnta, og auðvitað til að fara á milli en hann býr nú í Reykjanes bæ en vinnur í borginni. En eins og við vitum þá hefur verið hundleiðinlegt veður síðastliðin tvö sumur, svo að hann er eins og við hin ekki alveg til í að hjóla í skítaveðri. Svo vinnur hann hjá pabba sínum á vörubíl, sem þýðir að mest er að gera á sumrin. Hann hefur ekki ferðast mikið á hjólinu enn það er draumur að gera það.

Hann hefur hugmyndir um að breyta hjólinu eitthvað, langar helst að gera það sem mest orginal. Hefur verið að safna að sér hlutum í það verkefni, komin með tanka og bretti en er að leita að framljósi. Hann ætlar að gera sem mest sjálfur og hafa pabba sér til aðstoðar. Hann hefur kynnt sér sögu hjólsins aðeins, finnst gaman að vita að flestir fyrri eigendur eru vinir pabba hans. Jafnöldrum Haffa finnst mjög cool að hann eigi Harley, flestir vina hans sem eiga hjól eru á crossurum en einhverjir hafa þó átt götuhjól. Hann hjólar því aðallega með pabba sínum og hans vinum. En finnst líka mjög gott að hjóla einn út í buskann og hreins hugann. Hann fær stundum Chopperinn hans pabba síns lánaðan og finnst það meiriháttar. Þegar pabbi var nýbúinn að kaupa Chopperinn fékk hann það lánað og hjólaði heim (í Reykjanesbæ), varð skítkalt og lagðist í rúmið með hálsbólgu og hita...en það var algjörlega þess virði. Nú er Chopperinn geymdur í bílskúrnum hjá Haffa, svo hann fer stundum út í skúr til að dáðst að honum, enda draumahjólið hans. Hann hefur farið á nokkur mótorhjólamót í Danmörku, Mosten, English traff, Ballecenter og ýmsar sýningar. Draumurinn er þó að fara á Daytona og Sturgis. Dagrún#1

12


13


Potato Run

Það má með sanni segja að Potato Run hafi heppnast vel þetta árið. Mótið var haldið í Oddsparti hjá Dagrúnu eins og vanalega og veðrið lék við okkur sem var kærkomið svo ekki meira sé sagt. Það hefði verið ömurlegt ef við hefðum þurft að halda mótið í grenjandi rigningu eða jafnvel þurft að aflýsa því eins og raunin varð í fyrra. Texti Inda Björk

14


15


Mætingin á mótið var ævintýralega góð og öll þátttaka í mótinu var frábær. Við tókum ákvörðun um að gera smávægilegar breytingar þetta árið og vera ekki með grill í boði klúbbsins. Ástæðan var sú að við hreinlega þorðum ekki að taka áhættuna á að versla grillmat upp á von og óvon. Stað þess að standa fyrir grillveislu sköffuðum við heitt grill á laugardagskvöldinu sem allir höfðu aðgang að. Einnig voru breytingar á sjoppunni okkar á mótinu, það voru breytingar sem við erum afar stolt af og við reiknum með að þetta „consept“ muni halda velli þar sem sjoppan vakti mikla lukku hjá mótsgestum.

16

Í sjoppunni var hægt að versla hamborgara, samlokur, gos og allskyns sælgæti og svaladrykki (lesist sem mjöð einnig). Ætlunin er að hafa sjoppuna ennþá öflugri á afmælismótinu sem verður á næsta ári. En þrátt fyrir þessar breytingar þá var súpan og morgunmaturinn á sínum stað og engar breytingar voru/verða gerðar á þeim liðum mótsins. Leikirnir á mótinu tókust vel og mikill keppnisandi var bæði hjá börnum og fullorðnum. Við höfum fengið ábendingar og óskir um að setja Möggu (Gyðu Sól) í keppnisbann þar sem hún vinnur alla


flokka eins auðveldlega og að drekka vatn. Við ætlum ekki að verða við þessum óskum og skorum á aðra gesti mótsins að færa keppnina upp á hærra plan og mæta æfðir á næsta mót og þannig ná titlinum af Möggu. Að öðru var allt eins og það átti að vera, varðeldurinn var á sínum stað, spurningarkeppnin, alsæl börn, ennþá glaðari börn á motorcross hjólum, braggablús og önnur skemmtilegheit. Það eina sem skyggði á mótið okkar var að hún Lilja Hermannsdóttir flaug á hausinn á hjólinu sínum og braut á sér úlnliðinn.

Ef þið lumið á hugmyndum hvað má betur fara á Potato Run á næsta ári þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við okkur hvort sem það er símleiðis, í gegnum Facebook eða tölvupóst. Eins ef þið hafið áhuga á að aðstoða okkur á mótinu á næsta ári þá þiggjum við alla aðstoð með þökkum. Í lokin þá þökkum við öllum þeim sem stóðu vaktina með okkur á þessu móti kærlega fyrir veitta aðstoð sem og staðhaldara, þið rokkið. Hlökkum til að sjá ykkur á afmælismótinu sem verður haldið helgina 10 – 12 júlí á næsta ári hjá Dagrúnu í Oddsparti. 17


Bornholm custom show

Var í Danmörku í sumar og ákvað að kíkja á Bornholm sem er lítil eyja fyrir utan Danmörku, ferð með ferju frá Malmö í Svíþjóð. Þarna voru mætt ca 800 manns og fullt af hjólum, eingöngu Harley hjól máttu koma inn á svæðið. Þarna voru fínar hljómsveitir á kvöldin og heilmikið um að vera, hægt var að fara í hjólatúra um þessa flottu eyju og ýmislegt að skoða þarna. Custom showið var svo á laugardagskvöldið og voru mætt 35 hjól sem kepptu í hinum ýmsu klössum og er þessi viðburður að stækka ár frá ári en hér fylgja nokkrar myndir. Texti Brynjar gjaldkeri #88.

18


19


Bornholm custom show

Hleður og vaktar rafgeyminn þinn í vetur. 15% Tilvalin jólagjöf

Jólaafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum

12v 0,8A

12v 5,5A

Bíldshöfða 12 - 110 Rvík. - 5771515 - www.skorri.is


Hamburg Harley Days Hamburg Harley Days er árlegur viðburður sem dregur að um 50.000 mótorhjól og um 500.000 gesti alls staðar að úr Evrópu. Hamburg Harley Days er ekki mótorhjólamót eins og við þekkjum þau, þetta mót er haldið í miðri borg og á víð og dreif um borgina, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hamborg er hafnarbær og aðalsvæðið er á bryggju sem er í göngufæri frá miðbænum. Stemningin er mjög skemmtileg, hvert sem litið er eru mótorhjól og flest Harley. Á bryggjunni eru sölutjöld með hlífðarfötum, hjálmum, fötum og fylgihlutum, skartgripum og glingri, það þarf kannski ekki að taka það fram að stór hluti varningsins var merktur Harley Davidson. Nóg er af lifandi tónlist á svæðinu, við töldum 5 svið sem voru í notkun frá hádegi og fram á nótt.

Við ókum þrjú saman frá Kaupmannahöfn sem leið lá til Hamborgar eftir vinnu á föstudegi, við höfðum pantað pláss á tjaldsvæði um 30 mín. akstur frá miðborginni. Ætlunin var að skella tjöldunum upp og ná einum til tveimur tímum á mótssvæðinu. Okkar áætlun fór úr skorðum þar sem slys hafði verið um borð í ferjunni, sem átti að ferja okkur frá Rødby til Gedser og seinkaði okkur um tvo klukkutíma. Þegar við komum á tjaldsvæðið var niðamyrkur og löngu búið að loka afgreiðslunni. Við fundum ekkert tjaldsvæði, eingöngu pláss fyrir hjólhýsi og húsbíla. Við ókum eins hjóðlátlega og okkur var unnt og fundum auðan blett á svæðinu þar settum upp tvö tjöld í myrkrinu. Þegar því var lokið vorum við of þreytt til að fara til Hamborgar.

21


Við vöknuðum snemma á laugardagsmorgni, úthvíld sem betur fer, því við höfðum tjaldað á fráteknu plássi og þurftum að flytja tjöldin. Við komum við hjá bakaranum og fengum morgunmat áður en ekið var til Hamborgar. Í Hamborg var líf og fjör, við byrjuðum í miðbænum en færðum okkur svo niður á bryggju. Þar var endalaust áreiti, mótorhjól, tónlist og fólk. Við röltum um og skoðuðum og hlustuðum og borðuðum og skoðuðum meira. Um miðjan dag byrjaði að blása, á heitum sumardegi er það fyrirboði úrhellisrigningar og við þurftum að finna skjól. Allir gestirnir leituðu skjóls í einhverjum sölubásnum og svo var þeim lokað. Úrhellisrigning i ca. 30 mín og svo sól aftur og áframhaldandi rölt. Þegar kvöldaði fundum við veitingastað inní borginn og nutum þess að sitja innandyra. Við kíktum við á

bryggjunni áður en við ókum tilbaka á tjaldsvæðið og nú allt aðra leið en um daginn eða þannig virkaði það allavega í myrkrinu. Sunnudagur var heimferðardagur. Við höfðum allan daginn fyrir okkur og völdum því að borða hádegismat í Lubeck, yndislegur bær með fullt af gömlum, fallegum byggingum. Heimferðin gekk vel og þegar ég sat í ferjunni var ég bæði ánægð og þakklát, ánægð með góða helgi og þakklát fyrir að búa í akstursfæri frá „útlöndum“. Hamburg Harley Days verður haldið 26.-28. júní 2015 bókaðu hótel í tíma. Erla Sævarsdottir H-DCDK Sjælland

Höfum hækkað afsláttinn fyrir meðlimi Harley Davidson Club Iceland! kr. afslátt á Orkunni og Shell!

• 2 kr. viðbótarafslátt á þinni stöð • Sér ofurdaga bara fyrir félagsmenn • Afslátt hjá samstarfsaðilum Skeljungs. Kynntu þér kjörin og skráðu þig á www.hdcice.is og þú færð Orkulykil merktan Harley Davidson Club Iceland sendan frítt heim.

22

...............................

Meðlimir Harley Davidson Club Iceland fá núna 7


Dyna Switchback Six-Speed Cruise Drive® Transmission, Twin Cam 103™ Engine Heritage

The Switchback™ týpan classic retro features hefur þetta útlit sem mun aldrei falla inní fjöldann. Með sitt rótgróna krómaða framljós, míní aparólu stýri, tankurinn með krómuðum hraðamæli á milli tanka. Þetta hjól hefur svona nýtísku en á sama tíma rótgróna Harley-Davidson útlit. Engine 2 Air-cooled, Twin Cam 103™ Six-Speed Cruise Drive® Transmission 3 Displacement 1690 cc Fuel System Electronic Sequential Port Fuel Injection (ESPFI) Length 2,360 mm Seat Height, Unladen 6 695 mm Rake (steering head) (deg) 29.9 Trail 148 mm Wheelbase 1,595 mm

Fuel Capacity 17.8 l Oil Capacity (w/filter) 2.8 l Weight, In Running Order 333 kg Exhaust 2-into-1 chrome exhaust with straight-cut muffler Tyres, Front Specification 130/70B18 63H Tyres, Rear Specification 160/70B17 73H Wheels, Front Type Black, 5-Spoke Cast Aluminum Wheels, Rear Type 8 Black, 5-Spoke Cast Aluminum Dagrún #1

23


24


25


26


Forsetafundur

Þann 13. nóvember flugum við út áleiðis til Póllands með millilendingu í Kaupamannahöfn. Ferðinni var heitið á árlegan forsetafund sem var haldinn í Varsjá að þessu sinni.

Federation merkið. Hann vildi herða reglurnar og ef það hefði verið samþykkt þá hefði ekki lengur verið hægt að selja fatnað og annan varning sem er merkt með merkinu. Í tillögunni fólst að

Að kvöldi 14. nóvember héldu Norðurlöndin stuttan fund eins og venjan er, en þessir fundir hafa það markmið að fara yfir þau málefni sem verða tekin fyrir á forsetafundinum sjálfum og síðast en ekki síst, til að samræma okkur, því það er mikilvægt að það ríki gagnkvæmur stuðningur og skilningur á milli okkar Norðurlandanna.

ekki mætti setja merki samtakanna á boli og annan varning og selja hann. Þetta myndi koma sér afar illa fyrir klúbba eins og okkur hér á Íslandi sem erum þegar búin að merkja fatnað með merkinu, eins og við vorum tilneydd að gera og mættum svo ekki selja hann nú.

Einnig var ræddur á þessum stutta fundi, Norðurlandafundurinn sem haldinn verður á Íslandi í mars 2015. Það er mikil tilhlökkun hjá þeim að koma til Íslands. Ætlunin er að taka vel á mótið þeim, sýna þeim einhvern part af landinu og síðast en ekki síst, slá upp partý með hljómasveit og öllu tilheyrandi þar sem öllu bifhjólafólki verður boðið. En aftur að forsetafundinum sjálfum, fundurinn fór afar vel fram sem var mikið gleðiefni ef litið er til fundarins sem var haldinn í fyrra á Barcelona. Helstu málefni sem vert er að segja frá eru þau, að á fundinum var kosning um nýjan Vice man fyrir þá klúbba sem teljast til miðlungstærðar. Giovanni sem var Vice man vék fyrir Sue sem kemur frá Bretlandi. Þessi kosning kom til sökum þess að lögð var fram tillaga af H-Dc Estonia, að leggja niður þetta embætti sem Vice man er og setja störf hans yfir á ritara og gjaldkera samtakanna. Einnig kom fram tillaga á fundinum frá Giovanni/ Ítlalska klúbbnum um breytingar á hverjir mega nota og ganga með H-DC

Einnig var kosning um hvar Super Rally árið 2017 verður haldið. Valið stóð á milli H-DC Brno og The Dutch federation Club og urðu þeir síðarnefndu fyrir valinu, enda var kynningin frá þeim á fundinum mun öflugri. En eins og áður var sagt, þá fór fundurinn afar vel fram. Það er líka vert að segja frá því að Pólverjunum tókst einstaklega vel að hrista þennan hóp saman með þéttri dagskrá. Á föstudagskvöldinu var haldinn keilukeppni og í liðinu með okkur Brynjari voru þau: Rannei, Morten, Remy og Bente frá Noregi og svo Jan Vice president frá Danmörku. Að sjálfsögðu komumst við í Víkingaúrslitin og það er algjörlega vert frá því að segja að Brynjar fékk bikar fyrir langöflugustu frammistöðu allra þátttakandanna. Þetta ferðalag til Póllands var í alla staði alveg frábært og það var afar ánægjulegt hversu vel var tekið á móti okkur og hvað erlendu klúbbarnir bera hag okkur Íslendinga fyrir brjósti. Kveðja Inda, Precedent H-Dc Ice

27


Sportster Iron 883 Old school looks meet new-school engineering

Iron 883™ týpan er the anti-chrome motorcycle—þakið svörtu frá framhjóli og afturúr með grjót hart attitjút fyrir alvöru bikera. Svört 883cc vélin með svörtum rocker coverum. Svartir framgafflar með harmonikkugúmmíi sem gerir svo flott old-school útlit, svart olíutankscover, reimhlíf og stýri. Svörtu steyptu álfelgurnar passa einstaklega vel í nýtísku rebel kúltúrinn, hægt er að fá hann í nokkrum litum og með the ultimaid old school looki...glimmerflögusprautun. Þetta hjól heldur uppi orðspori Sportstersins og bíður áfram uppá endalausa möguleikana til að customæsa hann hvert sem maður vill. Engine 2 Air-cooled, Evolution® Five speed drive Displacement 883 cc Fuel System Electronic Sequential Port Fuel Injection (ESPFI) Length 2255 mm Seat Height, Unladen 6 735 mm Rake (steering head) (deg) 30.5 Trail 117 mm Wheelbase 1510 mm Fuel Capacity 12.5 l

28

Oil Capacity (w/filter) 2.6 l Weight, In Running Order 255 kg Exhaust Chrome, staggered shorty exhaust with dual mufflers Wheels, Front Type Black, 13-Spoke Cast Aluminum Wheels, Rear Type Black, 13-Spoke Cast Aluminum Tires, Front Specification 100/90B19 57H Tires, Rear Specification 150/80B16 77H Dagrún #1


Mótorhjólamunstur til að nota við ­prjóna­skap, útsaum eða hvað annað sem laghentum dettur í hug! A B C D E

F G H

I

J K

L M N O P Q R

S T U V W X Y Z AA AB AC AD AE AF AG AH AI AJ AK AL AMAN AO AP AQ AR AS AT AU AV AWAX AY AZ BA BB BC BD BE BF BG BH BI BJ BK BL BMBN BO BP BQ BR BS BT BU BV BWBX BY BZ CA CB CC CD CE CF CG CH CI CJ CK CL CMCN CO CP CQ CR CS CT CU CV CWCX CY CZ DA

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89

Miðja

Miðja

Dagrún 29


REYKJA REYKJAVÍK VÍK CUSTOM CUSTOM BIKE BIKE SHOW SHOW 2014 2014 Þetta er í þriðja skipti sem Custom Bike Show er haldið á Menningarnótt

Fyrst var sýningin haldin á Frakkastíg á milli Laugarvegs og Hverfisgötu í samvinnu við Reykjavík INK 2009. Ári seinna var sýningin haldin á Lækjartorgi og núna í Naustunum sem er litla gatan á milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis. Þarna eru allir helstu Rokk staðir bæjarins. Og við höldum að Bike show-ið sé komið heim. Naustin eru allavega tilvalin staður fyrir svona viðburð. Þetta er rokk og ról gata Reykjavíkur. Tilgangurinn með svona uppá komu er að halda, veislu hlusta á rokk og ról og í leiðinni sýna afraksturinn af því sem menn eru að dunda sér í skúrunum um veturinn. Þarna voru sama kominn um 30 hjól, flest Amerísk og nokkrir japanskir og breskir Café racer-ar. Keppt var í tveimur flokkum, sérsmíðað eða mikið breytt hjól. Þetta er drive inn show þ.a.e.s. það er skilyrði að þú komir purrandi á hjólinu á sýninguna. Þetta var allt í miklu samstarfi við Reykjavíkur borg og sáu borgaryfirvöld til þess að allir sem voru á mótorhjólum komust á sýninguna á mótorhjóli hvort sem þú varst að sýna hjólið eða gestkomandi inn á lokuð svæði borgarinnar. Hljómsveitirnar sem stigu á stokk voru ekki af verri endanum. Þetta voru hljómsveitirnar Sólstafir, Dimma, sem eru tvær bestu þungarokks sveitir landsins, 3B (bitter blues band) gamlir rokk hundar sem hafa verið í bransanum í 40

30

ár. Differend Turns frábær ný hljómsveit úr Hafnarfirðinum og spilaði frumsamið experimental rokk. Og hljómsveitin Lucy in Blue sem var númer tvö í Músiktilraunum 2014 og spila old school experimental rokk. Hátíðin var sett með því að við báðum alla sem voru á hjólum á svæðinu sem voru um 150 - 200 mótorhjól að setja hjólin í gang og láta hjólin ganga lausaganginn í hálfa mínútu og minnast látinna félaga. Og þegar hálfa mínútan var liðin þá var byrjað að þenja hjólin og hljómsveitin 3B keyrði inní mótorhjóla hávaðan með laginu Hole lot of love með Led Zeppelin. Þetta var einn af hápunktum hátíðarinnar allavega ógleymanleg stund. Á sama tíma fór fram á Ingólfstorgi guðsþjónusta og þurfti presturinn að hinkra með messuna á meðan hávaðinn gekk yfir sem varði um 3 – 4 mínútur. Mikil og skemmtileg stemmning myndaðist í götunni og var gatan full af fólki stafna á milli. Veitt voru tvenn verðlaun, önnur fyrir sérsmíðað mótorhjól og hin verðlaunin fyrir mikið breytt mótorhjól. Fyrir sérsmíðað hjól hlaut Jómbi veglegan bikar að launum fyrir hjólið sitt Harald Davíðsson. Hinn veglegi bikarinn fór til Óla Bruna fyrir mikið breytt hjól sem er Yamaha 650 x árgerð 1977.


31


Allir veitingar staðir götunar tóku mjög vel í uppátækið og voru til í tuskið frá byrjun og var þetta mjög gleðilegt samstarf sem verður framhald á næsta sumar. Hugmyndin er að halda Bike Night í götunni einhverja fimmtudaga næsta sumar. Þetta gæti verið hálfs mánaðar eða mánaðarlega, frá 8 til miðnættis. Þá væri hægt að grilla og hlusta á lifandi rokk músík inná stöðunum. Götunni verður lokað fyrir bíla umferð. Og svo munum við enda sumarið með Reykjavík Custom Bike Show 2015. Svona viðburðir eru ekki allveg hristir út úr annari erminni. Við viljum koma á framfæri þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóginn. ROKK OG RÓL SPESSI OG DÓRI

32


Stutt kynning á félaga númer # 180 Nafn: Björn B Steinarsson Fæðingardagur: 26 Júní 1970 Heimili: Álmholt 8, Mosó Hjólaeign: Suzuki GSXR 1100 89, Suzuki GSXR 1000 03, Suzuki GS 1000 78, Husaberg FC 550 01, KTM 300 EXC 01, Harley Davidson softtail EVO 1340. Hvað varð til þess að þú byrjaðir að hjóla: Mitt fyrsta markmið í lífinu var að eignast mótorhjól. Var öllum stundum á reiðhjólum þegar ég var pjakkur og slefaði af öfund þegar ég sá einhvern á mótorhjóli. Allar hetjurnar sem ég átti sem strákur voru mótorhjólagaurar. Hvernig kom til að þú eignaðist fyrsta Harley hjólið: Þegar ég lét loksins verða af því að selja ameríska kaggan sem ég keypti mér rétt eftir bílpróf var Harley það eina sem ég gat hugsað mér í staðinn. Var búinn að sjá mynd af hjóli sem ég gat hugsað mér að eiga í norsku bíla/hjólablaði sem ég eignaðist 1995. Þegar ég sá svo nánast eins hjól hérna heima var ekkert annað í stöðunni en að eignast það. Var stefnan alltaf tekin á Harley: Vissi alltaf að ég myndi enda á að kaupa mér Harley einn daginn. Þ.e.a.s. þegar ég sæi rétta hjólið. Hvað hefurðu hjólað lengi (í hvað mörg ár): Ég er búinn að eiga motocrosshjól síðan ég var 15 ára. Tók hjólaprófið þegar ég var 17 ára en keypti ekki fyrsta götuhjólið fyrr enn 1996. Á hvaða hjólamót erlendis myndir þú vilja fara? Þekki voða lítið þessi mót erlendis. Ef það eru mótorhjól, bjór og brjóst í boði er það mót sem væri gaman að fara á, býst ég við. Gerirðu við hjólið þitt sjálfur: Hef alltaf gert við öll mín hjól sjálfur. Mér finnst það bara partur af gleðinni við að eiga hjól. Hefurðu breytt/eða látið breyta Harley hjóli að þínum smekk: Nei. Hvað er drauma Harley hjólið?: Þetta sem ég á núna. Hvernig kynntist þú H-Dc ice: Tja....eitt orð. INDA !! Hvernig finnst þér H-Dc Ice hafa þroskast og dafnað á þessum 10 árum? Hef ekkert fylgst með því. Hvað hefðir þú viljað hafa öðruvísi hjá H-Dc Ice síðastliðin 10 ár? Veit ekki. Hvernig finnst þér blaðið okkar Hallinn? Ef það er mynd af mér í því er þetta auðvitað besta blað í heimi. Það er líka alltaf gaman að fylgjast með því sem er að gerast í þessum Harley heimi. Gott blað. Eitthvað sem þú vildir breyta í Hallanum? Er bara ekki dómbær á það. Hvað langar þig til að verði gert í tilefni 10 ára afmælis H-Dc Ice 2015? Er ekki rétt að halda partý ?? Eitthvað að lokum: Get your motor running.....

33


Ólafur Sveinsson, Vinningshafi.

Scandinavian Motorshow East 2014 Scandinavian Motorshow East 2014 var haldin í Bella Center í Kaupmannahöfn núna síðustu helgina í september 26-28. sept síðast liðin. Það er tími stóru bíla og hjólasýningana þessa dagana. Og þessi skandinavíska er sú stærsta á noðurlöndunum. Þýskalnd átti þáttakendur og algengt er að Pólland og önnur Eystra-Saltslönd eigi fulltrúa. Hér er heldur ekki um nýja bíla að ræða heldur eru sýndir sérútbúnir bílar og hjól af flest öllum kaliberum sem nöfnum tjáir að nefna. Sýningin er alltaf á þessum tíma árs og önnur útgáfa af þessari sýningu er svo alltaf á vorin, fyrstu helgina í maí í Fredrecia. Um 800 þáttakendur eru yfirleitt skráðir og um 40.000 gestir koma og skoða alla helgina. Bestu og athyglis­verðustu hjólin og bílarnir bítast um hundrað verðlaunasæti í all mörgum flokkum allt niður í bestu felgur undir bíl og Best, Crasy Bike, eða klikkaðast hjólið og allt þar á milli. Of langt mál yrði að telja upp alla flokkana en þess skal getið að Íslendingar

34

áttu fulltrúa á sýningunni og rötuðu tveir Íslendingar á verðlauna pall umrædda helgi í Kaupmannhöfn. Ólafur Sveinsson myndlistamaður silgdi hjóli sínu út með Eimskip. Hjól Ólafs er Honda CB750K frá 1980, Café Racer en hjólið hefur verið í smíðum og sköpun síðasliðin 3 ár. Eimskip styrkti ferðina með flutningnum út og Hondaumboðið á Íslandi lagði til kassa undir hjólið. Flogið var út á miðvikudegi hjólið sett saman aftur og því ekið á sýninguna. Hjól Ólafs lenti í 2 sæti í Best Old School flokknum en fyrsta sætið þar var gamalt Indian frá 1939 enda erfitt að standa upp í hárinu á gömlum Indíánum. Þess skal getið að þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunagripur fer til Íslands frá þessari sýningu. En 2 aðrir Íslendingar áttu hjól á sýningunni , tvær ­íslenskar stelpur búsettar í Danmörku voru þarna með hjólin sín. Og önnur þeirra Erla Sveinbjörg Sævarsdóttir sýndi tvö hjól, Suzuki Savage létt breytt og Harley Davidson Sportster 883 standard en


þó málaðan í ansi glaðlegum knall rauðum glimmer effekt, það sem sumir munu kalla Húsavíkur lakkeringu. Og Erla tók einnig 2 sæti fyrir Best HD Standard. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessa sýningu má skoða www.streetfire.dk þar má sjá öll úrslit í öllum flokkum og einnig fyrri sýningar og þá komandi

sem haldin verður í maí í Fredericia. Gaman að því að Íslandingar nær og fjær sýni á alþjóðlegum grundvelli hvað þeir eru að brasa í skúrnum. Sýningin er annars fyrir alla aldurs hópa og geysi gaman að skoða, elstu farartækin voru frá um 1920 og til dagsins í dag. Kvartmílubílar, uppgerðir gamlir, Hot Rod, bílar og hjól sem

35


36


eru hrein og klár listaverk. Allt fyrir dellu karlin og konuna, því gríðarlega margar konur, stelpur eru að sína hjólin sín og bílana sína þarna og eru ekkert að gefa okkur körlunum/strákunum eftir. Það eru stemmins básar, einn var með lifandi úlfalda og asna alla helgina á básnum hjá sér og ýmsar uppá komur eru á sýningunni alla helgina. Vel þess virði að heimsækja.

P.S – Café Racer hjólið er til sölu og er að uppruna Honda CB750K 1980. Tankurinn og sætið eru Dimpol trefjaplast frá Benjies, Café Racer í USA. Stýri, Clip on Tomaselli og pústkerfið, 4 í 1, Dunstall style fyrir DOCH frá Caprys í Ameríkuhrepp. Handföngin og þessi nettu díóðu stefnuljós í handföngunum koma þaðan líka. Ásett verð er 1,2 skoða gjarnan skipti upp í Harley, FLHP, Dyna, Heritage eða aðra svipaða stærðar gráðu af HD. Ólafur 8493166

37


Harley-Davidson Project LiveWire Harley-Davidson’s er að gera tilraunir með rafmagnshjól, það er ekki komið í sölu enn þeir vilja endilega fá fólk til að koma og prufa og segja þeim hvað ykkur finnst. Verkefnið kallast Project LiveWire™ Experience Tour.

38

Þú nefnilega veist aldrei hvar línan er fyrr en þú hefur farið yfir hana..... segja þeir hjá H-D.

og að það finni sálina í hjólinu eins og það upplifir almennt á H-D. Ert þú til í að prufa?

Við verðum að leyfa okkur að hugsa „að nú sé nýtt frelsi að losna úr læðingi“. Leyfum okkur að endurhugsa möguleikana og endurhugsa hugmyndina að hjólamennsku. Þetta er rafmagnshjól eins og eingöngu H-D myndi gera það. Þeir vilja að hjólið blandist inn í H-D fjölskylduna, það verði notað eins og önnur H-D, að hjólarinn upplifi samskonar frelsistilfinningu og á „mótor“hjóli

Nú eru þeir á leið um Ameríku með The Project LiveWire Experience til að fá hjólar til að prufa græjuna. Þetta er risa skref í sögu H-D, að koma á markað með rafmagnshjól er eitthvað sem menn áttu seint von á að myndi gerast hjá H-D en þeir eru alsælir með tilraunina og er mikið í mun að fá H-D hjólara til að prufa. Reyndar hina líka.


En hvað er öðruvísi við Project LiveWire hjólið en önnur rafmagnshjól?

eitthvað sem markaðurinn er tilbúin í og hvort þeir ætla að taka slaginn og framleiða rafmagnshjól.

Það sem er auðvitað mest öðruvísi er að þetta er Harley-Davidson, með handbragð H-D en alveg sinn stíl. Þeir biðja fólk frekar að hugsa um og miða það við rafmagnsgítar frekar enn rafmagnsbíl. Kraftalegur rafmagnsmótorinn liggur eftir endilöngu, en útlitið, hljóðið og uppbyggingin er alvöru H-D.

Hvað mun þetta þýða fyrir hin venjulega V-Twin frá H-D?

En hvenær ætlar Harley-Davidson að byrja að selja þessi rafmagnshjól? Þessi hjól verða ekki til sölu á næstunni, nú ætlar H-D að kynna þetta fyrir amerískum hjólurum , og 2015 ætla þeir að leggja Kanada og Evrópu undir „dekk“. Þeir eru aðallega að þessu til að fá svörun frá hjólafólki um hvað það vill fá út úr rafmagnshjóli frá H-D. Eftir þennan reynslutúr munu þeir ákveða hvort þetta er

H-D ætlar ekki að gera nein mistök, þeir elska enn sinn gamla góða V-Twin. Hann mun verða áfram framleiddur, rafmagnshjólið mun bara vera viðbót, til að styrkja enn frekar markaðshlutdeild sína. Þeir vilja líka sanna enn frekar fyrir heiminum hvað þeir eru með gott fólk innan sinn raða, og hvað það er mikilvægt að fá hjólafólkið sjálft til að „hanna“ hjól með þeim eins og Project RUSHMORE og Harley-Davidson Street™ 500 og 750 hafa sannað. Sjá meira um Harley-Davidson Project LiveWire á vef Harley-Davidson Dagrún #1

39


Stutt kynning á félaga # 182 Nafn: Guðjón Jónsson Fæðingardagur: 22.05.67 Heimili: Leirubakki 30 Hjólaeign: Sportster 883 Hugger 2003 Hvað varð til þess að þú byrjaðir að hjóla: Adrenalín aðallega til að byrja með skellinöðrur og krossarar, en svo eiginkonan það var eiginlega hún sem kom okkur af stað svona endalega Hvernig kom til að þú eignaðist fyrsta Harley hjólið: það var alltaf draumur að sækja gamalt Harley erlendis frá en svo kom hrunið…. En á endanum var rétta hjólið til sölu hérna heima Var stefnan alltaf tekin á Harley: Kannski ekki fyrstu15 sek í denn…. En fljótlega Hvað hefurðu hjólað lengi (í hvað mörg ár): það eru nú ekki mörg ár síðan ég tók prófið svo við skulum halda okkur við þá dagsetningu sem er 2009 Á hvaða hjólamót erlendis myndir þú vilja fara? Nú bara á sem flesta staði Hefurðu sótt mótorhjólasamkomur erlendis? Hvaða: Nei ekki enn Gerirðu við hjólið þitt sjálfur: Já það er eiginlega möst, en ég á ekki hjólaskúr þannig að ég þarf stundum að lúta í gras og fá lánaða aðstöðu og hjálp Hefurðu breytt/eða látið breyta Harley hjóli að þínum smekk: það er auðvitað lokaverkefni sem klárast aldre, ég er sennilega búinn að sjá það flottasta og gæti líklega aldrei gert betur Hvað er drauma Harley hjólið? Það var nú alltaf Sportster svo ég er að lifa drauminn Hvernig kynntist þú H-Dc ice: Sennilega var það Jim í Borgahjól sem rak mig af stað Hvernig finnst þér H-Dc Ice hafa þroskast og dafnað á þessum 10 árum? Líklega bara eins og hver annar krakki, smá óþægð hér og þar en þetta kemur með aldrinum Hvað hefðir þú viljað hafa öðruvísi hjá H-Dc Ice síðastliðin 10 ár? Hvernig finnst þér blaðið okkar Hallinn? Skemmtilegt Eitthvað sem þú vildir breyta í Hallanum? Vill maður ekki alltaf meira? Hvað langar þig til að verði gert í tilefni 10 ára afmælis H-Dc Ice 2015? Eitthvað skemmtilegt, kannski hjóla einn rúnt…?

40


Dagsskrá afmælisárið 2015 Þá er það okkar frábæra dagsskrá, við ætlum að reyna að hafa hana svolítið veglegri en venjulega hún er svo hljóðandi. 07/02 = First run 11-16/3 = Norðurlandaheimsókn og fundur. 16/05 = Kick start grill og partý (live music). 28/06 = Dagsferðin. 10-12/7 = Potato Run (rosalega veglegt) 07-09/8 = Hringferðin sept = sjáum til með grillpartý, fer eftir því hvernig við komum út úr sumrinu, en það veltur af ykkur, kæra fólk, þátttöku og fl. Og svo vil ég minna á hittingana hjá okkur hjá RMC, og gaman væri að sjá sem flesta og hafa gaman af þessu. Því fleiri því skemmtilegri og upplýstari verðum við. Vetrar hittingarnir verða annan hvern miðvikudag, en sumar hittingarnir hvern ­miðvikudag frá 1/5 til 1/9. Og svo verður hjólað meira að sjálfsögðu. Það ætti að vera eitthvað handa öllum, engin afsökun.

41


Partý – 10 ára afmæli – Partý Afmælis árið hefst með pompi og prakt. Það dæmist á okkur Íslendinga að halda Norðurlanda-fundinn þetta árið og vill svo skemmtilega til að hann er einmitt á sama ári og stórafmæli okkar er, já 10ára afmælið (góðan daginn) og þér er boðið. Planið er að hafa þetta svolítið veglegt og gera eitthvað skemmtilegt fyrir norðurlandabúana, (og auðvitað ykkur líka) því þeir hafa nú stutt okkur dyggilega þessi 10 ár og alltaf tekið vel á móti okkur og borgað undir rassinn á okkur, þegar við förum til þeirra til skrafs og ráðagerða. Á dögunum fréttum við að utan að þeir hefðu mikinn áhuga á að dvelja lengur en þessa einu helgi. Það varð til þess að stjórnin settist niður og gerði lauslegt plan fyrir heimsóknina. Og langar mig (okkur) að deila henni með ykkur, þetta er jú klúbburinn okkar allra ekki satt? En þar sem engar hausatölur né dagafjöldi er kominn frá þeim þegar þetta er skrifað setjum við saman dagskrá fundarhelgina og svo uppástungur hvað hægt og gaman væri að gera fyrir þá . Föstudagurinn 13/3 Dagsferð til Vestmannaeyja. Skoða Gossafnið og fara með þá í ribbsafari td. Svo lengi sem Landeyjarhöfn er opin. Það verður víst að fóðra liðið eitthvað líka. Svo um kvöldið verður svakalegt partý í húsnæði Óskabarna Óðins mc, heyrst hefur að gjaldkerinn ætli að missa sig í töfrabrögðum og almennum skemmtilegheitum. 42


Laugardagurinn 14/3 Norðurlandafundurinn strax eftir hádegismatinn, hann verður haldinn í húsnæði Sturlunga mc. Svo verður hlaupið yfir í húsnæði Óskabarna Óðins mc, og nært sig á dýrindis lambalæri af háfjallakyni með alles. Um kvöldið verður hið svakalegasta partý í húsnæði Sturlunga mc. Og ætla formaðurinn vor að sýna okkur skandinavíska skak sveiflu. Þökkum við þeim báðum fyrirfram Óskabörnum Óðins mc og Sturlungum mc fyrir að hýsa okkur. Sunnudagurinn 15/3 vildu þeir hafa fyrir sjálfan sig og leyfum við þeim það með gleði. Enda gætu menn verið hvíldinni fegnir. Uppástunga fyrir aðra lausa daga = Gullni hringurinn og Fontana á Laugarvatni. Kynningarferð í brugghúsið í Ölfusi. Ferð í Bláalónið. Annars eru allar uppástungur vel þegnar og verður þetta betur ákveðið þegar við vitum hve margir hausar koma og hve lengi þeir vilja dvelja á okkar fallega og frábæra landi. Einnig er öll aðstoð meira en vel þeginn til að gera þetta sem glæsilegast og eftirminnilegast. Þeir sem hafa lausa hendi, áhuga og getu, setja sig í samband við stjórnina . Þá er þetta komið hjá mér í bili og sjáumst í afmælinu. Matti # 158 ritari 43


44

Spurning; Hvers vegna eru Harley öruggustu hjólin á götunum? Svar; Það er ekki hægt að keyra þau svo hratt að þú getir slasast. Harleygaur keyrir upp að hóruhúsi, leggur og labbar inn. Hórumamman á engar lausar hórur en ákveður að plata gaurinn. Hún nær í uppblásna dúkku og vísar honum inn í herbergi til hennar. Hún liggur á hleri því hún er svolítið stressuð yfir því hvernig muni ganga. Þegar gaurinn kemur fram spyr hún hvernig hafi gengið? „Ég veit ekki hvað skal segja, ég beit hana í geirvörtuna, hún prumpaði og flaug út um gluggann“ Það varð hræðilegt ástand í Milwaukee. Það varð rafmagnslaust í stærsta mollinu og fólkið var fast í rúllustiganum í 4 klst.

igandann e y e rl a H m u rt y e h u rð Hefu íóið? b a íl b n ta u r ri fy l e h í s u sem fra yndinni Hann var að bíða eftir m „Lokað í vetur“! SVÖR við spurningum: 1. D – 2. B – 3. Satt – 4. Satt – 5. A)1957, b) 1961, c) 1965, d) 1969, e) 1953 – 6. Satt – 7. Svart – 8. 30 mph, 1973, stefnuljós – 9. Logið – 10. Cyclette

Redneck sem hefur alltaf langað í Harley vinnur einn slíkan í happdrætti. Hann keyrir göturnar milli hjólhýsanna fram og til baka til að monta sig. Hinir redneckarnir verða voða abbó og taka sig saman og stoppa hann þegar hann er á leið að hjólinu og draga hring í malarveginn í kringum hann og segja að ef hann stígi út fyrir hringinn muni þeir ganga í skrokk á honum. Svo fara þeir og berja Hallann með járnrörum, á meðan brosir eigandinn bara, svo þeir rústa Hallanum en eigandi skellihlær. Þeir spyrja hvers vegna hann sé að hlægja? „Ég er búin að stíga 9 sinnum út fyrir hringinn en þið sáuð það ekki“

Tvær kellur í traileparkinum eru að tala saman, „önnur spyr hvernig kallinn hafi það?“ „ ég held að hann sé dauður“ svarar hin. „Hvað meinarðu?“ „Jú, kynlífið er svo sem eins enn hann hefur ekki unnið í Harleyinum sínum í meira en viku“


1

2

3

Framleiddi H-D ­einhvern tíma golfbíl?

m var Mjög létt hjól, se mer-num frá m Hu afsprengi af H-D var kallað?

Hver lék Captin Ameríka í myndinni Easy Rider árið 1960? a) Steve McQueen, b) Peter Fonda, c) Marlo Brando d) Robert Blake

a) Sprint b) Topper c) Dirt Squirt d) Scat

5

Satt eða logið?

Setjið rétt ártal við þessa atburði: Sportsterinn er kynntur til sögunnar__________ Sprint týpan er kynnt til sögunnar___________ Electra Glide tekur við af Duo Glide__________ H-D fer í samruna með AMF_____________ Hvenær var 50 ára afmæli H-D___________ Árin; 1953, 1957, 1961, 1965, 1969

Satt eða logið?

4

Verður Harley-Davidson club Iceland 10 ára 2015?

7

9 Á fyrstu opinberu

­sýningunni sinni reyndi Evel Knievel að stökkva yfir 20 ­klappstýrur? Tók H-D einhvern tíma þátt í að smíða húsbíla? Satt eða logið

6

Satt eða logið? Hvaða litur var á stýrinu og teinunum á H-D 1931? a) Ólífu grænn, b) Dökk grænn, c) Tveir litir, grátt og svart, d) Svart

8 Fylltu í eyðurnar; Í Ameríku urðu öll hjól sem voru með götuskráningu og komust hraðar enn _____mph eftir árið______ að vera með virk____________. Í boði; 30 mph, 50 mph, 55 mph 70 mph 1940, 1958, 1973, 1985 Diska bremsur, Pústkerfi, stefnuljós, cd spilara

„Þú þarft ekki hatt og trefil þegar þú getur fengið ______ “ Svona hljómaði auglýsingin fyrir nýja?? Frá H-D árið 1950. a) All in one, b) Cyclette, c) Check-Made, d) Tootsie roll

10

45


46


HARLEY-DAVIDSON CLUB ICELAND

ATH! 2013 bolur í takmörkuðu upplagi!

HARLEY CLUB ICELAND collection hettupeysur háskólapeysur t-bolir leðurfatnaður varahlutir serpantarnir

Hverfisgata 50, 101 Reykjavík - Sími: 551-5653


Öflugri þjónusta fyrir Harley-eigendur og allt hjólafólk Varahluta- og verkstæðisþjónustan er sífellt að eflast. Nýir samningar við eitt stærsta varahlutafyrirtæki heims gera okkur kleift að bjóða varahluti í öll hjól með stuttum afgreiðslufresti. Verkstæðið þjónar öllum tegundum hjóla og býður m.a. ástandsskoðun, smurþjónustu, sérhæfða hjólbarðaþjónustu og mótorbreytingar. Og nú bjóðum við líka „sækjum/sendum“ þjónustu sem þýðir að við sækjum hjól hvert sem er á höfuðborgarsvæðinu og sendum aftur að viðgerð lokinni - eigandanum að kostnaðarlausu. Opið 12-18 virka daga og 11-14 laugardaga. Verkstæðið er opið alla virka daga frá 8-18, móttaka utan opnunartíma búðarinnar er baka til. Tökum allar tegundir götuhjóla í umboðssölu. Allir velkomnir - alltaf heitt á könnunni. Fylgið okkur á Facebook.

KC

Reykjavík Motor Center · Kleppsvegi 152 · Sími 510 9090 · harley-davidson.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.