Dacia Duster - Bæklingur

Page 1

Nýr Dacia Duster


Slepptu fram af þér beislinu Ævintýrin bíða



Dacia Duster

Hvert á land sem er Nýr Dacia Duster er öruggur við allar aðstæður. Hann er sterkbyggður, nútímalegur í útliti, með geislandi appelsínugulum lit og vekur alls staðar athygli. Afgerandi framgrillið, ljósin og falleg hönnunin fanga augað. Hvert einasta smáatriði, allt frá þakbogum til 16 eða 17 tommu* felga, ber með sér að hér er á ferðinni bíll sem er ætlaður fyrir ævintýri. Hlífðarbúnaður á borð við hlífar að framan og aftan undirstrikar að þetta er bíll sem getur tekist á við hvaða veg eða slóða sem er! * Fer eftir útfærslu.




Dacia Duster

4X4-SKJÁR

STAÐA Á VEGI VIÐ TORFÆRUAKSTUR

Duster eru allir vegir færir Urð og grjót, upp í mót ... Nýr Dacia Duster kemur þér hvert á land sem er. Góð hæð frá jörðu, sterkbyggður undirvagn og 4x4-stilling skila þér ávallt á leiðarenda. Traustur og fallegur jeppi sem ber þig á vit ævintýranna á öruggan hátt.


Dacia Duster

360° MYNDAVÉL

FJÓRAR MYNDAVÉLAR AÐSTOÐA VIÐ AKSTURINN Á VEGUM OG Í TORFÆRUM

Fullbúinn í ferðina Hvort sem þú ekur á vel merktum vegi eða fikrar þig eftir óljósum slóða er nýr Dacia Duster alltaf með réttu viðbrögðin. Brekkuaðstoð hjálpar þér upp bröttustu brekkur á meðan hallastýringin stjórnar hraðanum niður þær. Það getur líka verið gott að hafa augu í hnakkanum: Til að tryggja hnökralausan akstur aðstoðar 360° myndavélin þig við að koma auga á holur, grjót og litlar hindranir.

BREKKUAÐSTOÐ

HALLASTÝRING

360° MYNDAVÉL



Dacia Duster

Glænýr Dacia Duster unir sér líka í borginni




Dacia Duster

Þægindin í fyrirrúmi Ekkert hindrar nýja Dacia Duster-bílinn. Rafknúið aflstýri auðveldar aksturinn, blindsvæðisskynjarinn gerir hann öruggari og 360° myndavélin tryggir að auðveldara er að leggja í stæði. Inni í bílnum er að finna sjálfvirka lýsingu, miðstöð og loftkælingu og Media Nav Evolution-margmiðlunarkerfið er alltaf til reiðu. Þægindi í innanrými eru einnig eins og best verður á kosið: stillanleg sæti, einstaklega fáguð klæðning og lyklalaus opnun – það er hugsað fyrir öllu!


Dacia Duster

Nóg pláss

Nýr Dacia Duster lagar sig að farangrinum hverju sinni. Hann er einstaklega sveigjanlegur með farþegarými sem hægt er að setja upp eftir þörfum til að koma öllu fyrir, hvort sem stefnt er í helgarferð eða út í búð. 1/3-2/3 niðurfelling aftursæta, hleðslugeta farangursgeymslunnar og rúmgóð geymsluhólf í hurðum, aftan á framsætum, undir farþegasæti og í mælaborði tryggja nægt pláss fyrir óvæntustu ferðir.



Dacia Duster

Aukahlutir

ÞÆGINDI OG VÖRN 1. FRAMGRIND (8201698600): Ver stuðara bílsins og undirstrikar kraftmikið útlitið. 2. STIGBRETTI (8201700147): Stigbretti koma sér vel þegar ekið er um torfærari slóðir. Þau auðvelda þér að stíga út úr og inn í bílinn og að komast að farangri á þaki. 3. KASTARAR Á ÞAKI (8201698539): Góð lýsing við allar aðstæður. Kastararnir eru festir á þakbogana og bjóða upp á aukalýsingu að framan. 4.

4. SKRAUTGRINDUR (7711785299): Gefðu bílnum kraftmeiri svip með krómuðum skrautgrindum að framan, aftan og á hliðum. 5–6. SPORTPAKKI (8201702565): Útlitspakki sem gefur Duster sportlegra yfirbragð. Pakkinn inniheldur lista á vélarhlíf, klæðningu á hliðarspegla og vindskeið. 7. HLÍFAR Á SÍLSALISTA VIÐ DYR OG BRETTAKANTAR (7711785804): Verðu Duster fyrir hnjaski og rispum sem fylgt geta daglegum akstri.

1-2-3

5.

7.

6.


Dacia Duster

Aukahlutir

HÖNNUN OG HLÍFAR 8. UPPLÝSTIR SÍLSALISTAR (8201715981): Verja neðri hluta dyranna með stíl. Tímastýrð hvít lýsingin undirstrikar nútímalegt útlit Duster um leið og þú opnar dyrnar. 9. ÞÆGILEGAR TAUMOTTUR (8201698599): Motturnar eru auðveldar í umhirðu og verja það svæði í innanrými bílsins sem einna mest mæðir á. 10. ARMPÚÐI AÐ FRAMAN (8201698592): Armpúðinn á milli framsæta eykur þægindi í akstri auk þess að bjóða upp á eins lítra geymsluhólf.

13. 8.

13. 9.

13. 10.

11. BAKKI Í FARANGURSGEYMSLU OG HLÍF Á STUÐARA (8201699847 í 4x2) – (8201699849 í 4x4): Tilvalinn geymslustaður, einkum fyrir óhreina hluti. Veitir mikla vörn fyrir gólfteppið í bílnum og fellur fullkomlega að lögun farangursgeymslunnar. Stuðarahlífin er sérsniðinn, hagnýtur aukahlutur sem ver stuðarann fyrir hnjaski. 12. EININGASKIPT EASYFLEX-SKOTTHLÍF (8201699585): Skotthlífin er stöm og vatnsheld og veitir þannig góða vörn fyrir skottið auk þess að vera tilvalin fyrir óhreinan eða fyrirferðarmikinn farangur. Hún lagar sig að uppsetningu aftursætanna og nær þannig yfir allt farangursrýmið.

11.

12.


Dacia Duster

FLUTNINGUR OG ÖRYGGI 13. HJÓLAGRIND Á DRÁTTARBEISLI SEM ER FLJÓTLEGT AÐ FESTA Á (7711577330): Kipptu hjólinu eða hjólunum með hvert sem er – það gerist ekki öllu fljótlegra, einfaldara og öruggara! Hægt er að fella hjólagrindina að og halla henni til að tryggja gott aðgengi að skottinu. 14. DRÁTTARBEISLI SEM HÆGT ER AÐ LOSA ÁN VERKFÆRA (7711785309): Kemur sér vel til að draga eða bera ýmsan búnað. Hægt er að losa kúluna af án verkfæra þegar hún er ekki í notkun. 15. FARANGURSBOX (7711574057): Auktu geymslurými bílsins og komdu öllu fyrir! 13.

14.

15.


Dacia Duster

Litaval

DRAPPLITAÐUR

Felgur

DÖKKBLÁR

SVARTUR

16” CYCLADE-ÁLFELGA

APPELSÍNUGULUR

JÖKULHVÍTUR

DÖKKGRÁR

HEIÐBLÁR

BRÚNN

PLATÍNUGRÁR

17” MALDIVES-ÁLFELGA

16” FIDJI-STÁLFELGA


Dacia Duster

Vélar Vél

Tce 125 4x4

dCi 110 2wd EDC

dCi 110 4x4

Fjöldi strokka

4

4

4

Slagrými

1197

1461

1461

Hámarksafl (kW(hö.)/við sn./mín.)

92(125)/5300

80(110)/4000

80(110)/4000

Tog (Nm/við sn./mín.)

205/2000

260/1750

260/1750

Eldsneyti

Bensín

Dísilolía

Dísilolía

Stærð eldsneytistanks

50 lítrar

50 lítrar

50 lítrar

Dráttargeta í kg með hemlum

1500

1500

1500

Dráttargeta í kg án hemla

695

685

685

Farangursrými (lítrar)

411

445

411

Eldsneytisnotkun innanbæjar (lítrar/100 km)

7,1

4,4

4,8

Eldsneytisnotkun utanbæjar (lítrar/100 km)

6

4,5

4,7

Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri (lítrar/100 km)

6,4

4,5

4,7

CO2 g/km

145

116

123

Orkuflokkur

EURO 6

EURO 6

EURO 6

Hámarkshraði í km/klst.

179

171

169

Hröðun 0–100 km/klst. í sek.

11

11,9

12,4


Dacia Duster

Mál

MÁL (MM)

A B C D E F G H H1

Hjólhaf, tví-/fjórhjóladrif 2674/2676 Heildarlengd 4341 Skögun að framan, tví-/fjórhjóladrif 842/841 Skögun að aftan, tví-/fjórhjóladrif 826/824 Sporvídd að framan 1563 Sporvídd að aftan, tví-/fjórhjóladrif 1570/1580 Heildarbreidd án/með speglum 1804/2052 Hæð óhlaðins bíls með þakbogum, tví-/fjórhjóladrif 1693/1682 Hæð tóms bíls með afturhlera opinn, tví-/fjórhjóladrif 2020/2002

MÁL (MM) K L M M1 P P1 Y R R1

Veghæð 210 Fótarými í annarri röð 170 Olnbogarými í framsætum 1403 Olnbogarými í aftursætum 1416 Höfuðrými við 14° í fyrstu röð 900 Höfuðrými við 14° í annarri röð 892 Innri breidd milli brettakanta 977 Flái að framan, tví-/fjórhjóladrif 30°/30° Flái að aftan, tví-/fjórhjóladrif 34°/33°


Dacia Duster

Besti Duster hingaรฐ til



Dacia.is

Þess hefur verið gætt í hvívetna að allar upplýsingar í þessu skjali séu nákvæmar og réttar. Við vinnslu skjalsins var notast við frumgerðir bílsins. Samkvæmt stefnu fyrirtækisins um stöðugar endurbætur á vörum áskilur Dacia sér rétt til að breyta tæknilýsingum, ökutækjum og aukahlutum sem hér koma fram hvenær sem er. Söluaðilum Dacia er tilkynnt um slíkar breytingar eins fljótt og auðið er. Allt eftir sölulandi getur verið munur á útfærslum og einhver búnaður kann ekki að vera í boði (sem staðalbúnaður, aukahlutur eða fylgihlutur). Hafið samband við söluaðila Dacia til að fá nýjustu upplýsingar. Af tæknilegum ástæðum tengdum prentun geta litir í þessu skjali verið lítillega frábrugðnir litum á lakki og klæðningu bílsins. Allur réttur áskilinn. Óheimilt er að afrita nokkurn hluta þessa skjals með neinum hætti án skriflegs leyfis Dacia. MYNDIR: © RENAULT MARKETING 3D - COMMERCE, © RENAULT DESIGN - B. CHIMÈNES ET ADDITIVE, P. CURTET, A. BERNIER - janúar 2018


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.