Fundargerðir stjórnar FKE 2022

Page 1

Fundargerð 433. fundar FKE 17. janúar 2022 í KÍ húsinu við Borgartún.

Mættir voru: Guðmundur Björn Kristmundsson formaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Gunnlaugur Dan Ólafsson, Valborg E. Baldvinsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir og Skarphéðinn Guðmundsson. Halldór Þórðarson kom einnig á fundinn. Fjarverandi: Kristín Ísfeld

1. Fundur settur

2. Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

3. Staða faraldurs og áhrif á starfið. Ákveðið að fella niður Grandfund í febrúar.

4. Viðburðir á næstu mánuðum Í febrúar er stefnt að því að fara í ferð um Kópavog, skoða Gerðarsafn, e.t.v Náttúrufræðistofu Kópavogs og/eða Kópavogskirkju en þar hafa nýlega verið endurnýjaðir gluggar. Síðan mætti hugsa sér að fara líka á kaffihús. Eins og staðan er í dag er ferðin áætluð 17. febrúar og tóku Valborg og Ingibjörg að sér skipurlagningu en Guðmundur ætlar að kynna sér hvort góður leiðsögumaður sé fáanlegur.

Uppástunga kom um að fara og skoða Selfoss og þær breytingar sem þar hafa átt sér stað. Hugsanlegt væri einnig að fara í sömu ferð að skoða söfn á Eyrarbakka. Jóhann fyrrverandi skólastjóri hefur verið þar með leiðsögn og æskilegt að ræða við hann. Gott væri að stefna á 17. mars í þá ferð. Guðrún Erla og Gunnlaugur Dan taka að sér að skipuleggja ferðina

5. Sumarferðir – Færeyjaferð sem þegar hefur verið skipulögð af Hjálmari Árnasyni 23. -27. maí. Gunnlaugur verður með Hjálmari varðandi frekara skipulag. Samþykkt að ganga sem fyrst frá þeirri ferð svo hægt sé að auglýsa hana. Einnig að segja frá henni í næsta Fréttabréfi.

6. Önnur mál

Bókaklúbburinn – Á hann að halda áfram eða á að fella hann niður. Ákveðið að byrja aftur með hann 10. febrúar og gæta þess að auglýsa hann vel og einnig staðsetninguna. Valborg skrifar auglýsingu og sendir á Halldór.

Gunnlaugur vakti athygli á mínigolfi sem í boði er inn í Súðarvogi. Gunnlaugur kynnir sér málið og segir okkur betur frá því á næsta fundi.

Halldór vakti athygli á að Fréttabréfið ætti að koma út í lok janúar eða byrjun febrúar og þá þyrftu allar auglýsingar að vera komnar inn.

Næsti fundur verður 14. febrúar

Fundi slitið kl. 11:50

2022

Fundargerð 434 stjórnarfundar FKE 21. febrúar 2022

Viðstaddir voru: Guðmundur B. Kristmundsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Kristín Ísfeld, Valborg E. Baldvinsdóttir, Halldór Þórðarson, Skarphéðinn Guðmundsson. Fjarverandi og boðuðu forföll: Gunnlaugur Dan Ólafsson og Guðrún Erla Björgvinsdóttir.

1. Fundarstjóri setti fund og bauð menn velkomna.

2. Í upphafi fundar ræddi formaður um væntanlega deild á Suðurlandi og samtal við Magnús Jóhannesson fv. skólastjóra. Magnús gat ekki verið viðstaddur þar sem hann var veðurtepptur á Selfossi.

3. Formaður gerði fundarmönnum grein fyrir samskiptum hans við Hjálmar Árnason vegna Færeyjaferðar og breytinga á dagsetningum og lengd ferðar.

4. Nokkrar umræður urðu um hugsanlegar og væntanlegar ferðir á sumri komanda og fram á haust. Stefnt er að því að bjóða upp á dagsferðir, svo sem á Reykjanes og austur á Selfoss og Eyrarbakka. Kristín gerði grein fyrir samskiptum sínum við Tanna travel sem tók að sér að skipuleggja ferð um Norðausturland. Fáeinar athugasemdir voru gerðar við tillögu en fundarmönnum leist mjög vel á. Kristínu var falið að vinna að þessu áfram með ferðaskrifstofu.

5. Nokkuð var rætt um “innanbæjarferðir”. Valborg gerði grein fyrir væntanlegri ferð í menningarhús Kópavogs. Einnig ræddu menn góða stöðu gönguhópsins. Fámennt hefur verið í bókmenntahópi og ræddar voru leiðir til að efla hann.

6. Næsti fundur á Grand hóteli verður laugardaginn 5. mars.

7. Ákveðið var að halda aðalfund FKE á Grandhóteli laugardaginn 30. apríl.

8. Næsti fundur stjórnar verður mánudaginn 14. mars kl. 10.00.

9. Fundi slitið kl. 12.00

Fundargerð 435. fundar FKE haldinn 14. mars 2022 í KÍ húsinu við Borgartún.

Mættir voru: Guðmundur Björn Kristmundsson formaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín G. Ísfeld gjaldkeri, Gunnlaugr Dan Ólafsson, Valborg E.Baldvinsdóttir og Skarphéðinn Guðmundsson. Fjarverandi: Ingibjörg Júlíusdóttir

1. Fundur settur rúmlega tíu.

2. Fundargerð síðasta fundar var samþykkt með einni breytingu. Bætt var inn dagsetningu á menningarferð í Kópavog.

3. Grandfundur 5. mars var fámennur en gekk mjög vel.

4. Staðan í ferðamálum.

Farið verður í menningarferð í Gerðarsafn og Náttúrugripasafnið í Kópavogi 17. mars kl.13. Frjálst val hvort fólk fær sér kaffi eftir safnaferð. Hafa strax samband við Halldór og biðja hann að senda út auglýsingu.

Áætlað er að fara í ferð austur á land fljótlega eftir Verslunarmannahelgi. Kristín Ísfeld sér um samskiptin við ,,Tanna travel“ ferðaskrifstofu.

Áætlað er að fara í menningarferð (dagsferð) á Selfoss í lok maí. Guðrún Erla og Gunnlaugur Dan skipuleggja þá ferð og hafa samband við Jóhann sem var skólastjóri fyrir austan ef hann getur komið með góðar hugmyndir varðandi skipulag ferðarinnar.

Þá stendur til að fara aftur ferð um Reykjanesið í júlí með Hjálmari Árnasyni.

Áhugi er á dagsferð um Snæfellsnes. Gunnlaugur Dan hefur samband við Gunnar Kristjánsson fyrrverandi skólastjóra í Grundarfirði ef hann væri með góðar hugmyndir varðandi þá ferð.

Rætt var um hvort ekki væri snjallt að tengjast eftirlaunakennurum á þeim stöðum sem við erum að heimsækja. Þá fengju þeir betri innsýn í það sem stjórn FKE er að gera og við mundum heyra hvað er í gangi á landsbyggðinni.

5. Viðburðir á næstunni. Magnús Magnússon hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn hringdi í Guðmund formann og vildi bjóða félögum FKE ferð til Kanarí með góðum afslætti í 14 daga. Einnig nefndi hann fleiri ferðir á vegum ÚÚ sem hann vildi kynna fyrir félagsmönnum. Guðmundur ætlar að hafa samband við Magnús og fá frekari upplýsingar og þá einnig varðandi afsláttinn.

6. Aðalfundur FKE verður haldinn í framhaldi af félagsvist á Grandhóteli 30.apríl og er það jafnframt síðasti Grandfundur vetrarins.

7. Önnur mál Bókaklúbburinn verður áfram í vetur og stefnt að því að halda honum áfram næsta vetur. Lítilli mætingu má kenna covid. Gönguhópurinn lifir góðu lífi alla mánudaga.

8. Fundi slitið klukkan rúmlega 11.

9. Næsti stjórnarfundur verður 6. apríl kl.10:00

Fundargerð 436. stjórnarfundar í FKE 6. apríl 2022 í KÍ húsinu við Borgartún.

Mættir voru: Guðmundur Björn Kristmundsson formaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Krstistín G. Ísfeld gjaldkeri, Gunnlaugur Dan Ólafsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson og Halldór Þórðarson vefstjóri. Fjarverandi: Valborg E. Baldvinsdóttir

1. Fundur settur kl.10

2. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

3. Aðalfundur FKE verður haldinn 30. apríl á Grandhóteli. Fundurinn hefst á félagsvist eins og venjulega og síðan kaffiveitingum. Eftir það verður aðalfundur. Halldór mun senda út tilkynningu um fundinn. Setja vel og skýrt upp fyrir fundarstjóra á aðalfundi hverja þarf að kjósa og til hvað langs tíma.

4. Staða ferðamála

Ferð til Færeyja verður 13. – 16. maí og sér Hjálmar Árnason alfarið um skipulagið.

Menningarferð á Selfoss verður 24. maí. Guðni Ágústsson verður fararstjóri. Um skipulag og undirbúning sjá Guðrún Erla og Gunnlaugur Dan.

Ferð um Reykjanes verður 24. júní undir leiðsögn Hjálmars Árnasonar. Gunnlaugur Dan sér um skipulag.

Ferð um Snæfellsnes verður 26. júlí undir leiðsögn Gunnars Kristjánssonar. Ingibjörg Júlíusdóttir sér um skipulag.

Ferð um Norðausturland verður í fyrstu viku eftir verlunarmannahelgi (vantar nákvæma dagsetningu)

Ferðaskrifstofan Tanni travel sér um ferðina en Kristín Ísfeld um undirbúning og samskipti við ferðaskrifstofuna.

Upplýsingar um allar ferðirnar verða birtar í næsta fréttabréfi en það kemur út í byrjun maí. Þar þurfa einnig að koma fram upplýsingar um verð í hverja ferð fyrir sig, hvernig skuli greiða og hvernig beri að skrá þátttöku.

5. Bréf kom frá Vilborgu Davíðsdóttur um hvort FKE vildi taka þátt í söguferð til Orkneyja í júlí. Guðmundur hefur samband við Vilborgu og fær frekari upplýsingar, t.d. varðandi afslátt fyrir FKE félaga. Ef afsláttur er ekki fyrir hendi er sennilega ekki ástæða fyrir félagið að taka þátt.

6. Önnur mál Í fjarveru Valborgar E. Baldvinsdóttur sem sá um menningarferð 17. mars í Gerðasafn, Kópavogskirkju og á Náttúrugripasafn Kópavogs vildi Guðrún Erla koma á framfæri, að sú ferð heppnast einstaklega vel. Var bæði skemmtileg og fróðleg.

Á næsta Grandfundi mun Skarphéðinn stjórna félagsvistinni og Guðrún Erla sjá um að kaupa spilaverðlaun.

7. Fundi slitið rétt fyrir kl.12

Fundargerð 437. stjórnarfundar FKE 12. maí 2022 í KÍ húsinu við Borgartún.

Mættir voru: Guðmundur Björn Kristmundsson formaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín G. Ísfeld gjaldkeri, Gunnlaugur Dan Ólafsson, Valborg E. Baldvinsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson og Halldór Þórðarson

Fjarverandi: Ingibjörg Júlíusdóttir

Fundur settur Guðmundur setti fund og þakkaði fólki fyrir góðan aðalfund sem haldinn var á Grandhóteli 30. apríl s.l.

1. Fundargerð síðasta fundar, aðalfundar, var samþykkt.

2. Ferðir í sumar,skipulag þeirra og hlutverk stjórnarmanna. Ferð á Selfoss er áætluð 24. maí og kostar kr.14.000. Félagið mun greiða ferðina niður um kr. 4.000. Síðasti dagur skráningar er 20.maí. Muna að taka myndir.

Ferð um Reykjanes er áætluð 20. júní og verð í hana er kr.14.000. Félagið mun greiða ferðina niður um kr. 4.000.

Ferð um Norðausturland er áætluð 9.- 12. ágúst og mun félagið greiða þá ferð niður um kr. 25.000. Verð fyrir ferðina er því kr. 145.000 á mann.

Guðmundur ætlar að senda Halldóri nákvæmari ferðalýsingu á ferðinni um Norðausturland.

3. Verkaskipting stjórnar varðandi viðburði

Æskilegt er að útbúa verklýsingu fyrir þá sem taka að sér að sjá um menningarferðir og/eða ferðalög á vegum FKE.

4. Önnur mál

Nauðsynlegt er að halda bókaklúbbnum áfram. G.Unnur Magnúsdóttr tekur við sem stjórnandi klúbbsins. Reyna þarf að efla þátttökuna með einhverjum ráðum.

Valborg kom með hugmynd að ferð til Frakklands. Má skoða næsta haust.

Samþykkt var að Halldór kaupi öflugra forrit sem hægt er að nota við skráningu þátttakenda.

Guðmundur hefur samband við Grandhótel og festir dagana fyrir Grandfundi næsta haust og vetur.

Guðrún Erla sendir Halldóri upplýsingar um hvenær starfi kórsins lýkur í vor og hvenær það hefst næsta haust.

Fundi slitið rétt fyrir kl.12

Fundargerð 438. stjórnarfundar í FKE 20. september 2022 í Kennarahúsinu við Borgartún.

Mættir voru: Guðmundur Björn Kristmundsson formaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín G. Ísfeld gjaldkeri, Valborg E. Baldvinsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson og Halldór Þórðarson umsjónarmaður nafnalista og fréttabréfs .

Fjarverandi: Gunnlaugur Dan Ólafsson

1. Fyrsti Grandfundur vetrarins verður laugardaginn 1. október. Ákveðið hefur verið að hækka kaffigjaldið í kr.2500. Spilamennska byrjar kl.13:30 og stendur í rúma klukkustund. Eftir það verða kaffiveitingar eins og áður. Þá verður einnig myndasýning og frásagnir af ferðum sumarsins.

2. Mánudagsgöngur félagsins hefjast að nýju mánudaginn 3. október. Skarphéðinn ræðir við Valborgu og Pétur um hver ætli að stjórna gönguhópnum. Kórinn byrjar 20. september kl.16:30. Bókmenntaklúbburinn byrjar 13. október og verður staðsettur í Kennarahúsinu. G.Unnur Magnúsdóttir mun sjá um bókaklúbbinn.

3. Kristín Ísfeld ætlar að hafa samband við Kristínu Sigurvinsdóttur og athuga hvort hún getur komið á fund hjá okkur og sagt frá bók sinni ,, Dætur hafsins“.

4. Fréttabréfið kemur út um næstu mánaðamót.

5. Kristin Ísfeld sér um að skrifa bréf til KÍ og fara fram á hækkun á styrk til FKE.

Næsti stjórnarfundur er áætlaður 19. október.

Fundi slitið kl.11:40

Fundargerð 439. fundar í FKE haldinn í Kennarahúsinu við Borgartún 19. október 2022

Mættir voru Guðmundur Björn Kristmundsson formaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Kristín G. Ísfeld gjaldkeri, Valborg E. Baldvinsdóttir, Gunnlaugur Dan Ólafsson, Ingibjörg Júlíusdóttir og Skarphéðinn Guðmundsson. Auk þess kom Halldór Þórðarson umsjónarmaður nafnalista og fréttabréfs.

1. Fundargerð síðasta fundar var samþykkt með smávægilegum breytingum. Valborg E. Baldvinsdóttir mun sjá um Bókaklúbbinn ásamt G. Unni Magnúsdóttur.

2. Septemberfundur á Grandhóteli Fundurinn gekk mjög vel. Fundargestir voru mun fleiri en höfðu boðað sig eða um 40 manns. Þá skrifuðu 39 nöfn sín á blað og sögðust ætla að koma á næsta fund 5. nóvember. Gjald félagsins fyrir kaffiveitingar hefur nú verið hækkað í kr.2500 en það hefur lengi verið kr.2000 á hvern einstakling.

3. Stjórnin hefur nokkrar áhyggjur af því að kostnaður við kaffiveitingar og leigu hefur hækkað fyrir hvern gest í

kr.5400 og fyrir leigu á salnum í 63.000. Guðmundur mun hafa samband við Sölku á Grandhóteli og ræða um

ástæður fyrir þessari miklu hækkun.

4. Nóvemberfundur á Grandhóteli

Kristín Ísfeld hefur þegar rætt við Kristínu Sigurvinsdóttur sem ætlar að koma og lesa upp úr bók sinni ,,Dætur hafsins“.

5. Undirbúningur Grandfunda

Talað var um að hafa ,,Bröns“ á hátíðarfundinum í mars. Einnig var rætt um að EkkÓ muni syngja á jólafundi og jafnvel einnig á hátíðarfundinum.

6. Ferðir og heimsóknir á næstu mánuðum

Guðrún Erla ætlar að hafa samband við Sjóminjasafnið og athuga hvort við getum fengið leiðsögn um safnið seinnipartinn í nóvember. Til dæmis væri 24. nóvember góður dagur.

Guðrún Erla talar við Per Ekström um hugsanlega ferð til Álandseyja næsta vor eða sumar. Valborg E. Baldvinsdóttir ræðir við Þorleif Friðriksson um hugsanlega Póllandsferð. Þá var rætt um tveggja daga ferð um Snæfellsnes og ferð um Vestfirði. Gunnlaugur Dan ætlar að kynna sér hvernig best væri að skipulegga slíkar ferðir. Hann minnti á að ganga þurfi tímanlega frá ferðum með gistingu vegna mikillar ásóknar í hótelgistingu. Hann benti líka á tvær hugsanlegar dagsferðir, ferð um Fjallabaksleið nyrðri og dagsferð til Vestmannaeyja.

Guðmundur hefur þegar skráð fjóra úr stjórn FKE sem munu sækja þingið. Það eru Guðmundur Björn formaður, Guðrún Erla ritari, Kristín Ísfeld gjaldkeri og Valborg Baldvinsdóttir meðstjórnandi.

Gunnlaugur Dan spurði um bréf sem Kristín Ísfeld tók að sér að skrifa til KÍ varðandi beiðni um hækkun á styrk til KFE. Guðmundur og Kristín hafa þegar sent bréfið í nafni stjórnar. Gunnlaugur gerði athugasemd við að stjórnin hefði ekki séð bréfið áður en það var sent.

Gunnlaugur nefndi hvort æskilegt væri að fá einhvern til þess að sjá um heimasíðu FKE til þess að létta á Halldóri, en félagar nálgast nú 2000 á landsvísu. Halldór sagði að vel mætti skoða það. Það þarf þá að vera í góðu samstarfi við Halldór og ekki rekast á við það sem hann er að gera. Halldór ætlar að skoða það mál betur.

Næsti fundur er boðaður 21. nóvember kl.9:30 með kaffispjalli. Formlegur fundur hefst kl.10

Fundi lauk kl. 12:05

Fundargerð 440. stjórnarfundar í FKE 21. nóvember 2022 í Kennarahúsinu við Borgartún.

Mættir voru: Guðmundur Björn Kristmundsson formaður, Guðrún Erla Björgvinsdóttir ritari, Valborg E Baldvinsdóttir, Gunnlaugur Dan Ólafsson, Ingibjörg Júlíusdóttir og Skarphéðinn Guðmundsson. Einnig kom Halldór Þórðarson umsjónarmaður nafnalista og fréttablaðs FKE á fundinn.

Fjarverandi: Kristín G. Ísfeld gjaldkeri.

7. Þing KÍ 8. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt einróma.

2. Grandfundur 3. desember. Guðmundur Björn nefndi að á desemberfundi verði veitingar með jólaívafi og mun hann ræða það við veitingastjóra Grandhótels. Ekkó –kórinn mun syngja og sérstök beiðni er um að láta gesti taka virkan þátt í nokkrum lögum. Gaman væri að geta brugðið textum upp á skjá.

3. Þing KÍ

Fjögurra daga þingi Kennarasambands Íslands lauk 4. nóvember. Fimm stjórnarmenn úr FKE sátu þingið. Þeir voru sammála um að margt gott hefði komið fram á þinginu bæði fróðlegt og áhugavert. Í heildina hafi þingið tekist vel. Guðmundur Björn fékk í lok þingsins nokkrar mínútur til þess að kynna starfsemi FKE. Í ljós kom að margir vissu lítið og jafnvel ekkert um starf FKE.

4. Stuttar ferðir á árinu 2023

Guðrún Erla hefur þegar samið við Sjóminjasafnið um að taka á móti félögum úr FKE 26. janúar 2023 kl .13 og verður þá leiðsögn um safnið. Verðið inn á safnið er kr. 2050 á mann. Leiðsögn er frí vegna þess að um er að ræða heimsókn kennara. Hópgjald er tekið þegar um fleiri en 10 þátttakendur er að ræða og er það kr.1260.

5. Vor og sumarferðir

Guðrún Erla hefur samband við Per og segir honum að stjórnin hafi samþykkt að stefna á Álandseyjar í september 2023. Per fer þá í að panta flug, hótel og ferju og gera kostnaðaráætlun.

Gunnlaugur Dan var þegar kominn með áætlun um ferð til Ísafjarðar og út á Hesteyri. Greiða þarf staðfestingargjald í dag 21. nóvember. Stjórnin taldi rétt að miða við 25 manns. Gunnlaugur kannar hvort eitthvað sé endurgreiðanlegt ef aðsókn verður lítil.

Ekki getur orðið af ferð um Snæfellsnes að sinni þar sem öll hótelherbergi eru þegar upppöntuð.

6. Enginn fundur verður á Grandhóteli í janúar en fyrsti fundur eftir áramót verður 4. febrúar.Þá kom upp hugmynd um að fá Guðfinnu Ragnarsdóttur til þess að lesa upp úr nýútkominni bók sinni.

7. Önnur mál

Jólafundur verður á Grandhóteli 3. desember. Guðrún Erla kaupir spilablöð og spilaverðlaun og Guðmundur Björn talar við Sölku um að kaffihlaðborðið verði með jólaívafi.

Guðmundur Björn kannar hvort hægt sé að hafa aprílfund á Nauthól eða Hótel Natura þar sem Grandhótel er ekki laust fyrsta laugardag í apríl.

Allar fréttir sem eiga að fara í næsta fréttablað þurfa að vera tilbúnar fyrir 10. janúar.

Gunnlaugur Dan minntist á aðstoð við Halldór varðandi heimasíðu félagsins. Halldór skoðar það mál.

Gunnlaugur Dan spurðist fyrir um norrænt samstarf en Guðmundur Björn svaraði að það væri ekkert af því að frétta.

Gunnlaugur Dan hefur tekið saman verklýsingu fyrir þá sem sjá um skipulag ferða. Þar koma fram ýmsar hugmyndir um hvað beri að hafa í huga varðandi ferðalög á vegum FKE.

Næsti stjórnarfundur verður 4. janúar 2023 kl. 10.

8. Fundi slitið kl.12:25

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.