Tjodleikhus arsbæklingur 2017 2018

Page 1


Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri

Komdu með í Þjóðleikhúsið - við viljum fá þig Menning er það sem gefur lífinu gildi og snýst um hugsanir og tilfinningar fólks, hegðun þess og upplifun. Listir og menning eru krefjandi og þroska okkur sem einstaklinga og samfélag. Hin geysimikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýnir best hinn mikla áhuga Íslendinga á leiklist og er sönnun þess að sýningar okkar hafa fundið hljómgrunn. Þjóðleikhúsið er leikhús allrar þjóðarinnar. Þess vegna munum við ferðast með leikverk fyrir börn og fullorðna um allt land á yfir 20 staði og tala til tilfinninga og skynsemi. Það er Þjóðleikhúsinu mikilvægt að eiga í virku samtali við þjóðina og bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá sem höfðar til allra. Því er dagskrá vetrarins 2017-18 glæsileg í alla staði.

Hér er hugað að börnum í þriðjungi leiksýninga. Við frumsýnum ný erlend verðlaunaverk, ný íslensk barnaleikrit, nýjan íslenskan Stuðmannasöngleik, sígild afburðaverk, óperu og ný íslensk leikrit. Flutt af frábærum leikurum og stýrt af afburða listrænum stjórnendum, innlendum sem erlendum, konum og körlum á ólíkum aldri, sem saman gefa Þjóðleikhúsinu breiða skírskotun og stóran faðm. Við bjóðum upp á nýja glæsilega heimasíðu og verðum með rafrænar leikskrár sem gestir geta skoðað í símum sínum á gestaneti eða á spjaldtölvum í gestarými. Við efnum til samstarfs við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Iceland Airwaves, bjóðum nemendaleikhús Listaháskólans velkomið og verðum með kröftugt samstarf við leikhópa, Mið-Ísland og Improv Ísland.

Skoðanir manna, þegar um list er að ræða, eru líklega jafnmargar og manneskjurnar sem sjá listaverkið eða heyra. Ekki væri það heldur æskilegt að allir væru alltaf á einu máli um list og lítt þroskavænlegt. Þjóðleikhúsið á að sýna verk sem fjalla um hin viðkvæmustu viðfangsefni mannlegs lífs, kvikuna í sjálfu lífinu. Slík viðfangsefni hljóta að vekja til umhugsunar, umræðna og skoðanaskipta, enda er tilgangurinn sá. Aðgengi að menningu eykur víðsýni og umburðarlyndi og þátttaka í menningarstarfi eykur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi.

Komdu með í Þjóðleikhúsið - við viljum fá þig.

Kynningarbæklingur Þjóðleikhússins, ágúst 2017 Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Umsjón: Markaðsdeild Þjóðleikhússins, Atli Þór Albertsson og Sváfnir Sigurðarson. Hönnun og umbrot: Helsinki teiknistofa. Ljósmyndir: Hörður Sveinsson og fleiri. Prentun: Landsprent. Ábyrgðarmaður: Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri. Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19 ı Miðasala: 551 1200 ı midasala@leikhusid.is ı www.leikhusid.is


Leikhúskort besta verðið Fjórar sýningar

15.900

kr.

Þú velur – þú skemmtir þér Handhafar leikhúskorta njóta vildarkjara á leikhúsmiðum, gjafakortum o.fl. Kortasala á leikhusid.is og í síma 551 1200


eftir Marie Jones


Eftirlætissýning margra leikhúsgesta á svið í þriðja sinn. Stefán Karl og Hilmir Snær fara á kostum! Með fulla vasa af grjóti er bráðskemmtilegt leikrit sem hefur farið sigurför um heiminn, og hér sýna tveir af fremstu leikurum þjóðarinnar einstaka færni sína. Sviðsetningar Þjóðleikhússins á leikritinu árin 2000 og 2012 slógu rækilega í gegn, sýningar urðu vel á þriðja hundrað og yfir 50.000 manns sáu verkið. Aðalpersónur verksins eru tveir náungar sem ráða sig sem aukaleikara í Hollywoodkvikmynd sem verið er að taka upp í nágrenni lítils þorps á vesturströnd Írlands. Fljótlega setur starfsemi kvikmyndafyrirtækisins allt á annan endann, og von bráðar eiga sér stað árekstrar á milli lífs Hollywoodstjarnanna og hversdagsleika sveitafólksins. Þessir árekstrar eru margir hverjir afar spaugilegir, en þeir geta einnig haft alvarlegar afleiðingar. Í verkinu kynnumst við fjölda skrautlegra og skemmtilegra persóna og þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson fara með öll fjórtán hlutverkin.

Lokasýningin verður í beinni útsendingu á RÚV og þá gefst öllum landsmönnum tækifæri til að njóta þessarar frábæru sýningar!

AÐEINS 10 SÝNINGAR Frumsýnt 31. ágúst

STÓRA SVIÐIÐ

Leikstjórn: Ian McElhinney Útfærsla leikmyndar og búninga: Elín Edda Árnadóttir Þýðing: Guðni Kolbeinsson Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Stefán Karl Stefánsson.


Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens Í nýrri leikgerð „

Lýðræði snýst ekki um upplýstar ákvarðanir heldur vinsælar skoðanir.

Verið velkomin á „heilnæmasta áfangastað landsins“!

Það eru uppgangstímar í bænum, ný og glæsileg heilsuböð laða að fjölda ferðamanna og efnahagur bæjarbúa blómstrar sem aldrei fyrr. Þegar Stokkmann læknir uppgötvar að það sem öll velmegunin grundvallast á felur í raun í sér dulda en stórhættulega meinsemd ákveður systir hans, Petra Stokkmann bæjarstjóri, að mæta honum af fullri hörku. Átök systkinanna skekja innviði samfélagsins og brátt logar allur bærinn í illdeilum. Áleitið verk um grimmilega valdabaráttu, græðgi og þöggun, rödd samviskunnar, rétt náttúrunnar og samfélagslega ábyrgð. Á sannleikurinn alltaf rétt á sér?

Frumsýnt 22. september

STÓRA SVIÐIÐ

Leikgerð og þýðing: Gréta Kristín Ómarsdóttir og Una Þorleifsdóttir Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Sólveig Arnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson, Sigurður Sigurjónsson, Baldur Trausti Hreinsson og fleiri.




GRÁTBROSLEGT OG ÁGENGT NÝTT LEIKVERK UM LITLA ÞJÓÐ Í STÓRUM HEIMI eftir Ragnar Bragason

Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál.

Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, er nístandi gamanleikur Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins þar sem fortíð, nútíð og og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu framtíð þjóðar mætast. fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.

Fyrri leiksýningar Ragnars Bragasonar, Gullregn og Óskasteinar, vöktu mikla hrifningu.

Frumsýnt 20. október

STÓRA SVIÐIÐ

Leikstjórn: Ragnar Bragason I Leikmynd: Halfdan Pedersen I Búningar: Filippía I. Elísdóttir I Tónlist: Mugison Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson I Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson I Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson og María Thelma Smáradóttir.


Kraftmikið átakaverk, beint úr Íslenskum veruleika eftir Ólaf Hauk Símonarson

Uppgjör innan fjölskyldunnar er óumflýjanlegt. Enginn getur orðið samur eftir. Hafið er meðal þekktustu verka í íslenskri leiklistarsögu, en leikritið sló rækilega í gegn þegar það var frumflutt í Þjóðleikhúsinu árið 1992, og samnefnd kvikmynd byggð á því öðlaðist miklar vinsældir. Verkið er nú sviðsett í Þjóðleikhúsinu í nýrri gerð, á 70 ára afmæli leikskáldsins.

Hafið fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Systkinin vilja að faðirinn selji kvótann og flytji í þjónustuíbúð í Reykjavík. Gamli jaxlinn hefur aðrar fyrirætlanir. Hann býður börnum sínum og mökum þeirra í áramótaheimsókn. Uppgjör innan fjölskyldunnar er óumflýjanlegt. Enginn getur orðið samur eftir.

Hafið er átakamikill fjölskylduharmleikur, þrunginn spennu, en líkt og önnur verk höfundar jafnframt fullt af beittum húmor. Hafið hlaut Menningarverðlaun DV, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna og valið til sýningar á leiklistarhátíðinni í Bonn. Verkið hefur verið sett upp víða um Evrópu. Leikritið kemur út í nýju leikritasafni í tilefni af stórafmæli skáldsins.

Frumsýnt 26. desember

STÓRA SVIÐIÐ

Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Guðmundur Óskar Guðmundsson Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Snorri Engilbertsson, Snæfríður Ingvarsdóttir, Oddur Júlíusson, Baltasar Breki Samper og Birgitta Birgisdóttir



eftir Guðjón Davíð Karlsson


Stuðbomba á Stórasviðinu! eftir Guðjón Davíð Karlsson

Ástsælar lagaperlur Stuðmanna, gleði og fjör! Félagsheimilið Bjarmaland er staðsett úti í sveit, á Íslandinu góða. Nú á leikfélagið á staðnum 100 ára afmæli og þá er nauðsynlegt að setja upp veglega afmælissýningu. Einhverjum dettur í hug að sýna söngleikinn Með allt á hreinu, með hinum glæsilegu söngkröftum félagsins.

Mun þakið rifna af leikhúsinu? Verða skyggnilýsingar á Stóra sviðinu? Hvar í ósköpunum er Dúddi?!

Formaður leikfélagsins hefur aldrei heyrt aðra eins dellu; hann vill hámenningarlega dagskrá með hápunktum úr sögu leikfélagsins; FjallaEyvindur, Galdra-Loftur, Ævintýri á gönguför…!

Af stað fer bráðfyndin atburðarás, þar sem kostulegum persónum lendir saman, gömlum leyndarmálum er þyrlað upp í loft og ástin blómstrar óvænt þar sem síst skyldi! Þessi bráðfjörugi söngleikur er óður til tónlistar Stuðmanna, sem hafa tryllt þjóðina í meira en fjóra áratugi. 35 ár eru liðin frá því að hin geysivinsæla kvikmynd Stuðmanna Með allt á hreinu var frumsýnd, og er ekki kominn tími til að taka æði á Stóra sviði Þjóðleikhússins, langa í franskar, sósu og salat og vilja slá í gegn og verða ofboðslega frægur?

Frumsýnt í febrúar

STÓRA SVIÐIÐ

Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson I Tónlist: Stuðmenn I Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson I Búningar: María Th. Ólafsdóttir I Danshöfundur: Selma Björnsdóttir Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson I Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Selma Björnsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Eggert Þorleifsson, Hilmir Snær Guðnason, Snæfríður Ingvarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Hallgrímur Ólafsson, Birgitta Birgisdóttir, Oddur Júlíusson, o.fl.


BB, Fbl.

IG, Mbl.

Heillandi verk um glímu ólíkra kvenna við höfnun og hindranir, baráttuna við niðurrifsöflin í mannssálinni – og óvæntu möguleikana í lífinu eftir Kristínu Marju Baldursdóttur

Leiksýningin Svartalogn er byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, en í henni fjallar höfundur af næmi og innsæi um hlutskipti kvenna sem samfélagið metur lítils. Bókin kom út árið 2016 og öðlaðist miklar vinsældir. Tónlist gegnir mikilvægu hlutverki í sýningunni, en hana semur tékkneski óskarsverðlaunahafinn Markéta Irglová, sem er búsett hér á landi.

Flóra Garðarsdóttir lifði áður fremur hversdagslegu lífi, starfaði á skrifstofu í Reykjavík, átti eiginmann og fallegt heimili, las bækur, ól upp börnin sín og sinnti svo ömmuhlutverkinu. Nú, þegar hún er komin vel yfir miðjan aldur, er hún óvænt fráskilin og atvinnulaus, komin ein í lítið sjávarþorp á Vestfjörðum þar sem hún hefur tekið að sér að mála gamalt hús að innan. Flóru finnst hún hafa glatað fótfestunni í lífinu og heimurinn hafa hafnað sér.

Á þessum framandi stað kemst Flóra í kynni við ástríðufulla tónskáldið Petru, sem hefur fengið sinn skerf af mótlæti í lífinu, gömlu kvenréttindakonuna Guðrúnu og tvær ungar, erlendar konur, sem hvor um sig hafa orðið fyrir þungum áföllum. Smám saman er eins og Flóra byrji að kynnast sjálfri sér upp á nýtt. Getur verið að henni sé ætlað mikilvægt hlutverk?

Frumsýnt í apríl

STÓRA SVIÐIÐ

Leikgerð: Melkorka Tekla Ólafsdóttir Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Tónlist: Markéta Irglová Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Edda Arnljótsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Hallgrímur Ólafsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Snorri Engilbertsson o.fl.




The Guardian

HARMRÆNN FARSI eftir Florian Zeller

Nýtt, franskt verðlaunaverk sem hefur farið sigurför um heiminn André er tekinn að eldast. Á árum áður starfaði hann sem verkfræðingur. Eða var hann kannski steppdansari? Bláókunnugt fólk birtist á heimili hans og segist vera dóttir hans og maður hennar. Hver dirfist að halda því fram að hann geti ekki séð um sig sjálfur? Er verið að spila með hann? Getur verið að hann sé farinn að tapa áttum? Er heilinn farinn að gefa sig? Eða er heimurinn sjálfur genginn af göflunum?

Óvenjulegt og áhrifamikið verk um viðkvæmt málefni, fullt af sársauka og húmor.

Höfundur leikritsins, Florian Zeller, er ein skærasta stjarnan í frönsku leikhúslífi um þessar mundir, en á undanförnum árum hefur hann sent frá sér fjölda verka sem hafa unnið til verðlauna og verið sett upp víða um heim. Faðirinn er frægasta verk Zellers en það hlaut Molière-verðlaunin og var tilnefnt til Olivier-verðlaunanna og Tonyverðlaunanna.

Frumsýnt 7. október

KASSINN

Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir ı Leikmynd: Stígur Steinþórsson I Búningar: Þórunn María Jónsdóttir I Tónlist: Borgar Magnason Lýsing: Halldór Örn Óskarsson ı Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson og Borgar Magnason I Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Leikarar: Eggert Þorleifsson, Edda Arnljótsdóttir, Harpa Arnardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson


Margverðlaunað og spennandi verk um mörkin í mannlegum samskiptum, tortryggni, grunsemdir og nístandi óvissu eftir John Patrick Shanley

Hvenær lætur fólk tortryggni stjórna sér? Hvenær lokar það augunum fyrir óhugnanlegum sannleika? Skólastýra í kaþólskum barnaskóla í New York leggur áherslu á aga og strangleika. Öll viðleitni í átt til nútímalegra skólastarfs er henni á móti skapi. Dag einn tjáir hún ungri kennslukonu að sig gruni að prestur í kennarahópnum eigi í óeðlilegum samskiptum við einn af skólapiltunum. Kennarinn neitar öllum ásökunum, en getur hann sannað að hann hafi hreinan skjöld? Leikritið Efi sló í gegn þegar það var frumsýnt í New York árið 2004 og hefur verið sett upp við miklar vinsældir víða um heim. Kvikmynd byggð á leikritinu var tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna.

Verkið hlaut Pulitzerverðlaunin, Tonyverðlaunin, Drama Desk-verðlaunin, New York Drama Critic´s Circleverðlaunin og Obieverðlaunin sem besta leikrit ársins.

Frumsýnt í janúar

KASSINN

Leikstjórn: Stefán Baldursson Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson og Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Leikarar: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir.



Núr vefur Þjóðleikhússins


Við kynnum nýjan og glæsilegan vef Þjóðleikhússins leikhusid.is

- Opna Vefur í laptop, ipad, iphone - snjalltækjum...


Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur


Einstakt verk um ástina

eftir Steinunni Sigurðardóttur

Verk um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Tímaþjófurinn hlaut frábærar viðtökur á síðasta leikári og fimm tilnefningar til Grímunnar. Í þessari óvenjulegu og heillandi sviðsetningu öðlast hin ástsæla skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur nýtt líf. Samspil texta, tónlistar og sviðshreyfinga skapar margslunginn heim ástar, höfnunar og þráhyggju. Tímaþjófurinn er einstakt verk um leynilegt ástarævintýri, höfnun og missi, og þá sársaukafullu þráhyggju sem ást í meinum getur orðið. Verk skrifað af djúpum mannskilningi og meitluðum húmor.

„fullkomið dæmi um hvernig hægt er að aðlaga eitt listaverk og skapa úr því nýtt verk sem getur staðið eitt og sér og á sínum eigin forsendum” GB, VÍÐSJÁ

Fimm tilnefningar til Grímunnar! “hnitmiðuð og eftirminnileg sýning” SJ, Fbl.

“Með betri sýningum leikársins” BL, DV

Leikrit ársins Leikstjóri ársins Dans- og sviðshreyfingar ársins Búningar ársins Hljóðmynd ársins

Sýningar hefjast 9. september

KASSINN

Leikgerð: Melkorka Tekla Ólafsdóttir Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist og hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Edda Arnljótsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir og Oddur Júlíusson


Bráðfyndinn og nístandi sænskur einleikur um sorg og gleði, einangrun og nánd eftir Fredrik Backman

Einleikur Sigga Sigurjóns gekk fyrir fullu húsi allan síðasta vetur, fór í leikför og var sýndur víða um land. Nú gefast örfá tækifæri til að sjá þessa skemmtilegu og hrífandi sýningu. Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu. Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda.

„Þetta gengur allt upp … þjóðargersemi fagnar fjörutíu árum á sviðinu“ ÞT, Mbl.

„túlkar Ove með framúrskarandi hætti … full ástæða til þess að hvetja leikhúsáhorfendur til þess að sjá þennan vel heppnaða einleik“ BL, DV

Sigurður Sigurjónsson var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í sýningunni.

„ekkert annað en einn af albestu leikurum þjóðarinnar … sýnir fádæma tækni og lipra tímasetningu“ SJ, Fbl.

Sýningar hefjast að nýju eftir áramót

KASSINN

Leikgerð: Marie Persson Hedenius, Johan Rheborg og Emma Bucht Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Frank Hall Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson og Frank Hall Þýðing: Jón Daníelsson Leikari: Sigurður Sigurjónsson


Maรฐur sem heitir Ove eftir Fredrik Backman


Komdu með Efi

Pétur og úlfurinn

Leikhúskort Fjórar sýningar

15.900 kr. Faðirinn

Maður sem heitir Ove

Leitin að jólunum

Með fulla vasa af grjóti

Hafið

Óvinur fólksins

Eniga meniga

Improv Ísland


Svartalogn

Ég get

Slá í gegn

Oddur og Siggi

Aðfaranótt

Risaeðlurnar

Fjarskaland

Smán

Mið-Ísland

Tryggðu þér miða leikhusid.is

Tímaþjófurinn

Stríð


S Ú H K I E ÞJÓÐL A N N A N R BA


eftir Guðjón Davíð Karlsson

Eldfjörug barnasýning með heillandi tónlist um spennandi hættuför inn í land ævintýranna! Sýningin sem sló í gegn hjá börnum á öllum aldri á síðasta leikári! Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima. En þar ríkir neyðarástand. Við mannfólkið erum hætt að lesa ævintýrin og þess vegna eru þau að gleymast og eyðast. Dóra leggur upp í hetjulega háskaför til Fjarskalands í von um að bjarga íbúum þess.

STÓRA SVIÐIÐ

„Heillandi fjölskyldusýning sem ætti að gleðja alla aldurshópa“ SJ, Fbl.

Sýningar hefjast að nýju 2. september

Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Tónlist: Vignir Snær Vigfússon Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir Hljóðhönnun: Elvar Geir Sævarsson Leikarar og dansarar: Snæfríður Ingvarsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Gussi, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Oddur Júlíusson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Rakel María Gísladóttir, Selma Rún Rúnarsdóttir, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Kolbrún María Másdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Hólmgeir Gauti Agnarsson, Stefán Franz Guðnason og Viktor Máni Baldursson Hljómsveit: Benedikt Brynleifsson, Ingvar Alfreðsson, Róbert Þórhallsson og Vignir Snær Vigfússon


oddur og siggi

eftir Björn Inga Hilmarsson og leikhópinn

Fjörug, fyndin og strákslega einlæg barnasýning um samskipti Leikararnir Oddur og Siggi segja okkur á sinn einstaka og skemmtilega hátt persónulega sögu sem kannski fjallar um þá, kannski einhverja aðra, - kannski um einhvern sem þú þekkir, kannski um þig. Grunnskólaárin eiga að vera skemmtilegur tími, ekki satt? En það getur orðið flókið að eiga bekkjarfélaga og vini. Stundum verulega flókið. Þá getur verið gott að búa sér til sinn eigin draumaheim, til að komast burt úr veruleikanum. En maður getur víst ekki alltaf verið þar, eða hvað? Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning, sem getur aukið meðlíðan og skilning, þar sem er fjallað af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna.

Aldurshópur: 9-12 ára.

Frumsýnt í október

KÚLAN

Leikstjórn: Björn Ingi Hilmarsson Leikmynd: Högni Sigurþórsson Tónlist: Oddur Júlíusson Leikarar: Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson

Frumsýnt á Ísafirði - leikferð


eftir Peter Engkvist

Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Hér kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Skemmtileg leikhúsupplifun fyrir börn sem eru að læra á heiminn.

Aldurshópur: 2ja-5 ára

Frumsýnt í janúar

KÚLAN

Leikstjórn: Björn Ingi Hilmarsson

Öll börn fæðast með mikið sjálfstraust. Hvernig er hægt að viðhalda þeirri tilfinningu?


Tónleikar í tilefni af stórafmæli leikskáldsins og lagahöfundarins Ólafs Hauks Símonarsonar Eitthvað fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Leikarar, söngvarar, hljóðfærasnillingar, ljós- og hljóðgaldramenn bjóða til veislu fyrir augu og eyru. Ólafur Haukur Símonarson hefur skrifað fjölda vinsælla leikverka fyrir Þjóðleikhúsið og fleiri leikhús. Á lista yfir þá höfunda sem eiga flest leikverk í Þjóðleikhúsinu kemur hann næst á eftir sjálfum William Shakespeare! Ólafur Haukur á jafnframt sjötugsafmæli í ár, og er því sannarlega tilefni til að fagna!

Eniga meniga Hattur & Fattur Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir Fólkið í blokkinni Allt í góðu Gengur og gerist

Tónleikar 28. október

STÓRA SVIÐIÐ

Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Myndræn útfærsla: Jón Egill Bergþórsson Umsjón og leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Oddur Júlíusson, Sigurður Þór Óskarsson o.fl.


Sögustund

Leikskólabörnum boðið í leikhúsið Níunda árið í röð býður Þjóðleikhúsið börnum í elstu deildum leikskóla í heimsókn í leikhúsið með kennurum sínum til að kynnast töfraheimi leikhússins. Á þessu hausti verða börnin leidd inn í töfraheim brúðuleikhússins og þau sjá stutt ævintýri úr smiðju hins þekkta brúðumeistara Bernds Ogrodniks. Þjóðleikhúsið hefur allt frá upphafi lagt mikla áherslu á barnasýningar og leikhúsuppeldi með glæsilegum sýningum á Stóra sviðinu, og í gegnum tíðina hefur einnig verið boðið upp á heillandi barnasýningar á minni sviðunum. Með leikhúsheimsókn leikskólabarna vill Þjóðleikhúsið leggja sitt af mörkum til að kynna börnum heim leikhússins, því að leikhúsferðir geta veitt ungum sem öldnum mikla gleði, örvað þroska og eflt hæfileika okkar til að takast á við lífið og tilfinningar okkar.

Sýningar hefjast í október

KJALLARINN

Höfundur og flytjandi: Bernd Ogrodnik

Þjóðleikhúsið kynnir börnum töfraheim leikhússins


Pétur og úlfurinn

eftir Bernd Ogrodnik

Undurfögur brúðusýning byggð á þekktri sögu

Þessi undurfallega sýning hefur notið mikilla vinsælda allt frá frumsýningu árið 2006. Hún hefur verið sýnd í Þjóðleikhúsinu, sett upp með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ferðast víða um Ísland og Kanada. Rússneska tónskáldið Sergei Prokofiev samdi verkið í þeim tilgangi að kynna ungum áhorfendum klassíska tónlist og hin ýmsu hljóðfæri. Með handunnum trébrúðum sínum og töfrabrögðum brúðuleikhússins sýnir Bernd Ogrodnik okkur þetta skemmtilega verk á hrífandi hátt.

Aldurshópur: 2ja - 10 ára Sýningin er samstarfsverkefni Brúðuheima og Þjóðleikhússins.

Sýningar hefjast á Brúðuloftinu 14. október

BRÚÐU LOFTIÐ

Tónlist og söguþráður: Sergei Prokofiev Leikgerð, brúðugerð, brúðustjórnun og leikmynd: Bernd Ogrodnik Búningar: Helga Björt Möller Hljóðvinnsla: Ari Baldursson

Ungir áhorfendur kynnast klassískri tónlist og ólíkum hljóðfærum.


Leitin að jólunum

eftir Þorvald Þorsteinsson

Sívinsæl aðventusýning þrettánda árið í röð

Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið verður nú sýnt þrettánda leikárið í röð og eru sýningar orðnar yfir þrjú hundruð.

Grímuverðlaunin árið 2006 - Barnasýning ársins

Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum.

Aldurshópur: 2ja - 99 ára

Sýningar hefjast að nýju á Leikhúsloftinu 25. nóvember

LEIKHÚS LOFTIÐ

Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Tónlist: Árni Egilsson Kvæði: Jóhannes úr Kötlum


Samstarfsverkefni


SMÁN

eftir Ayad Akhtar

Margverðlaunað átakaverk um sjálfsmynd og sjálfsvitund okkar í fjölmenningarsamfélagi nútímans Framtíðin brosir við viðskiptalögfræðingnum Amir Kapoor. Hann er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni, listakonunni Emily, og hefur af harðfylgi og eljusemi náð að vinna sig upp innan lögfræðifyrirtækisins. En velgengnin hefur kostað sitt og fortíðin bankar upp á þegar síst skyldi. Amir og Emily bjóða vinahjónum heim. Fram að þessu hefur ólíkur bakgrunnur og uppruni þessara fjögurra einstaklinga ekki virst skipta neinu máli, en þegar samræðurnar berast skyndilega inn á óvænta braut er fjandinn laus. Leikritið var frumflutt í Bandaríkjunum árið 2012 og vakti strax gífurlega athygli. Það hlaut Pulitzer-verðlaunin og Obieverðlaunin, var tilnefnt til Tony-verðlaunanna og hefur farið sigurför um heiminn.

Hvaða áhrif hefur uppruni, kyn og kynþáttur á það hvernig við skilgreinum okkur sjálf? Er hugsanlegt að við séum haldin fordómum sem við viljum ekki kannast við?

Styrkt af Reykjavíkurborg og Mennta- og menningarmálaráðuneyti – leiklistarráði. Í samstarfi við Rauða krossinn.

Í samstarfi við leikhópinn Elefant.

Frumsýnt 11. september

KÚLAN

Leikstjórn: Þorsteinn Bachmann Leikmynd og búningar: Páll Banine Tónlist: Borgar Magnason Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Þýðing: Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson Aðstoðarleikstjóri: Aron Þór Leifsson Leikarar: Hafsteinn Vilhelmsson, Jónmundur Grétarsson, Magnús Jónsson, Salóme R. Gunnarsdóttir og Tinna Björt Guðjónsdóttir


MIÐ-ÍSLAND

65 þúsund áhorfendur hafa hlegið sig máttlausa – nú er komið að þér! Mið-Ísland snýr aftur í Þjóðleikhúskjallarann með glænýtt uppistand í janúar. Sýningar hópsins hafa verið um 350 talsins og samtals hefur hópurinn selt tæplega 65 þúsund miða á uppistand sitt. Ekkert uppistand á Íslandi hefur náð viðlíka vinsældum og er það ekki síst vegna þess að sýningar hópsins eru síbreytilegar og spegla tíðarandann. Það hefur verið sannkallaður heiður fyrir Mið-Ísland að fylgja íslensku þjóðinni í gegnum þau hundrað taugaáföll sem átt hafa sér stað síðustu árin og það ríkir mikil tilhlökkun í hópnum að fá að gera það áfram.

Sýningar hefjast í janúar

KJALLARINN

Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA, Jóhann Alfreð

Sýningaröðin sem hefst í janúar mun eingöngu innihalda splunkunýtt efni.


Geysivinsælar spunasýningar – alltaf eitthvað nýtt!

Á miðvikudagskvöldum verður Improv Ísland með fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum. Út frá einu orði úr sal býr leikhópurinn til sýningu á staðnum. Ekkert hefur verið ákveðið fyrirfram og á hverju kvöldi verður hver sýning sýnd í fyrsta og síðasta skipti. Hópurinn samanstendur af um 30 spunaleikurum úr ýmsum áttum sem skiptast á að sýna, og fá til sín ýmsa þjóðþekkta gesti.

„Allir á Improv Ísland. Það fyndnasta og ferskasta sem þú sérð í dag! #staðfest“ Auðunn Blöndal

„Þið sem ekki hafið séð sýningu Improv Ísland drífið yður. Þetta er ó svo gott!“ Helgi Seljan

„Ohmygod hvað þetta var gott stöff. Mæli innilega með Improv Ísland sýningunum. Ég ætla aftur.“ Emmsjé Gauti

Sýningar hefjast í október

KJALLARINN

Listrænn stjórnandi: Dóra Jóhannsdóttir Undirleikarar með spunnum söngleikjum: Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson


eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson

Myndlistarmaður og tónskáld, ásamt leikara og sinfóníuhljómsveit, skapa einstaka leikhúsupplifun Sólarupprás eftir stríðsátök. Prússneskur hermaður hrökklast í dauðateygjunum um sviðna sveit. Ómurinn af þjáningum hans verður eitt með hljómi málaðra himinlitanna. Fjörutíu hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika undir einsöng hins deyjandi manns um stríð og hörmungar. Magnþrungin tónlist tónskáldsins Kjartans Sveinssonar og stórbrotin sviðsmynd listamannsins Ragnars Kjartanssonar fara með áhorfendur fram og aftur í tíma. Það er margt að hugleiða í þessu verki. Jafnframt því að horfa upp á dauðastríð hins þjáða manns verða áhorfendur vitni að annars konar baráttu. Einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar mun leika hermanninn í þessu myndlistarverki. Í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Frumsýnt 16. maí

STÓRA SVIÐIÐ

Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson

Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-leikhúsið í Berlín.


Möster ið logar es M e ga s á Ic e la n d A ir w av Það er Þjóðleikhúsinu mikill heiður að bjóða upp á tónleika með meistara Megasi á Stóra sviðinu, í samstarfi við Iceland Airwaves. Fjöldinn allur af frábærum tónlistarmönnum kemur fram þetta kvöld, þar á meðal kór, hrynsveit og strengjakvartett. Þórður Magnússon hefur útsett blöndu af nýjum lögum og þekktari perlum söngvaskáldsins. Aðdáendur Megasar mega ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá sér fara.

Tónleikar 2. nóvember

STÓRA SVIÐIÐ

Tónlistarstjórn: Hilmar Örn Agnarsson Fram koma: Kammerkór Suðurlands, kammersveit, rokkband o.fl. Útsetningar: Þórður Magnússon

Í samstarfi við Iceland Airwaves tónlistarhátíðina.


Vissir þú að... ... þú getur keypt drykki, sælgæti og aðrar vörur á þremur sölustöðum, tveimur á neðri hæð og einum í hinum glæsilega Kristalsal.

... á Kristalsal er hægt að fá sér sæti við borð fyrir sýningu og í hléi. ... hægt er að panta drykki á sölustöðum áður en sýning hefst. Drykkirnir bíða þá gesta í hléi. ... handhafar leikhúskorta njóta sérkjara á sýningarkvöldum á völdum veitingastöðum í nágrenni við Þjóðleikhúsið.

Meira á leikhusid.is

Umræður eftir 6. sýningu. Þjóðleikhúsið býður upp á umræður eftir 6. sýningu á kvöldsýningum Þjóðleikhússins.


eftir Kristján Þórð Hrafnsson

Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, nýtt íslenskt verðlaunaverk Leiðir nokkurra ungra manneskja liggja saman eitt laugardagskvöld á skemmtistað í Reykjavík. Langanir og væntingar, óuppgerð mál, innibyrgð reiði, nýjar og fornar ástir. Glösin fyllast og tæmast, og smám saman bresta hömlurnar. Áður en nóttin er liðin er ein af þessum ólíku manneskjum dáin og önnur með mannslíf á samviskunni. Nærgöngul rannsókn á margvíslegum birtingarmyndum árásargirninnar í samskiptum fólks. Kraftmikið verk um myrkrið og ljósið, fullt af óvæntum, beittum húmor. Með því að efna til leikritasamkeppni vill sviðslistadeild LHÍ efla íslenska leikritun. Mikilvægt er fyrir leikaraefni að takast á við ný, íslensk verk sem endurspegla samtíma þeirra, og spreyta sig á hlutverkum sem eru skrifuð sérstaklega fyrir þau.

Leikritið Aðfaranótt bar sigur úr býtum í leikritasamkeppni sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og Félags leikskálda og handritshöfunda um leikrit fyrir útskriftarárgang leikarabrautar.

Átta leikarar munu útskrifast með B.A.-gráðu í leiktúlkun eftir að hafa lokið þriggja ára námi sem veitir nauðsynlegan grunn í fræðilegri þekkingu og tæknilegri hæfni til að takast á við störf í fagumhverfi sviðslista samtímans. Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ, í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Frumsýnt í maí

KASSINN

Leikstjórn: Stefán Jónsson, fagstjóri leikarabrautar. Leikarar: Árni Beinteinn Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Elísabet S. Guðrúnardóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Hákon Jóhannesson, Hlynur Þorsteinsson, Júlí Heiðar Halldórsson, Þórey Birgisdóttir o.fl.


Leikhúsveturinn á enn lægra verði Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum í samstarfi við Þjóðleikhúsið kost á að kaupa leikhúskort sem gildir á fjórar sýningar að eigin vali með 2.000 kr. afslætti. Tilboðið gildir til 1. október ef greitt er með korti frá Landsbankanum eða afsláttarkóða frá Tix.is sem finna má í netbanka Landsbankans.


Vildarkjör á veitingum Nú njóta kortagestir Þjóðleikhússins vildarkjara á völdum veitingastöðum í nágrenni Þjóðleikhússins á sýningarkvöldi. Nánar á leikhusid.is


Lifandi leikskrá beint í símann

NÝTT

Nú fá gestir Þjóðleikhússins enn betra tækifæri til þess að fræðast um einstakar sýningar. Leikhúsgestir fá aðgang að neti og geta skoðað leikskrár í snjalltækjum. Njótið vel

• Fleiri myndir • Skemmtileg myndbönd • Bak við tjöldin • Viðtöl • Meiri fróðleikur • Fjölbreyttari leikskrá


Við tengjum þig við Þjóðleikhúsið Vodafone býður gestum Þjóðleikhússins upp á frítt WiFi. Nú getur þú lesið þér til um sýningar og fylgst með bak við tjöldin í gegnum snjalltækið þitt. Góða skemmtun.

Vodafone Við tengjum þig


Þjóðleikhúsið • Hverfisgata 19 • 101 Reykjavík • s. 551 1200 • leikhusid.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.